Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 1
We lecommend toi your approval our // “t BUTT£R-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. vVe recommend tor your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR WENNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. JANÚAR 1945 NÚMER 17. FREITAYFÍRLIT OG UMSAGNIR » ÞRÍR ÍSL. FLUGMENN HEIÐRAÐIR Síðaist liðna viku, voru þrír ís- lenzkir flugmenn í Manitoba heiðnaðir. — Hlutu þeir flug- krossinn (Distinguished Flying Cross), sem veittur er fyrir fram- Hrskarandi árvekni í verkahring sínum. í Manitoba voru nokkr- ir fleiri viðurekndir á sama hátt, en fáir samt alls. Islendingarn- lr eru þessir: F.O. John Thompson Jolhn (Sigurjón er fyrra nafn hans) Thompson, Winnipeg, hef- lr verið í fluðliðinu í 3V> ár og nærri helming af þeim tíma í Englandi. Hann er navigator og er nú heima um mánaðar tíma. Hann er sonur Mr. og Mrs. Ein- ars Thompson, 291 Queen St., St. James. Er Einar ættaður frá Haufarfelli í Rangárvallasýslu. Eigurjón er útSkrifaður frá Mc- Intyre-skólanum í Wpg. Tveir hræður hans eru í hernum. Er annar þeirra, Thorton, í fluglið- lnu, en hinn, Magnús, í sjóliðinu. F.O. Jobn Allen Peterson E-O. Peterson hefir verið 3 ár 1 Hugliðinu, en 2 ár í Englandi. Hann er 22 ára. Foreldrar hans eru Júláus Magnús Petarson og ^heresa kona hans að 62 Nofole ^ve., Winnipeg. Júlíus er fædd- á Akranesi; voru foreldrar hans Magnús Einarsson í Win- ^Peg (nýlega dáinn) og Rósa ^rnason frá Akranesi. Jahn er navigator í flugliðinu. Mentun ^ina hlaut hann á St. Jahn’s Higli °hool. Hann á 2 bræður í hern- Lárus Gordon Peterson í ngl'iðinu; var á Islandi í ágúst. Oennis Ross Peterson í land- ernum og nú í Victoria. tilkynning Islenzku ræðismannsskrifstof- Unni hefir borist símskeyti frá Sendiráði lslands í WaShington Varðandi breytingu á fréttaút- Varpstíma frá útvarpsstöðinni í eykjarvík. Frá sunnudeginum f nn 28. janúar og framvegis á Sunnudögum, verður fréttaút- Varp idukkan 9 fyrir hádegi. — .^Sjnlengd 24.52 metrar, og 2.23 rngc. Grettir Leo Jóhannson, ræðismaður S.-L. Norman Magnússon Squadron Leader Magnússon, sem um þrjátíu sprengjuárásar- ferðir hefir nú farið yfir lönd óvinanna, sem navigator, hefir verið head navigator á flugstöð í Englandi í sex mánuði. Hann hefir miðskólamentun, hefir ver- ið síðan 1940 í fulgliðinu. For- eldrar hans eru Mr. og Mrs. Ari Magnússon, 145 Evanson St., Winnipeg. Síðustu stríðsfréttir Síðan Rússar tóku Varsjá, og Búdapest mikið til, s. 1. mið- vikudag, hefir för hers þeirra ekki létt og var nú í gærkvöldi þar komið, að hann var kominn að borg sem Poznan heitir og eru seztir um hana. Hún er aðeins 138 mílur beint austur af Berlín eða svipað og frá Winnipeg til Brandon. Væri nú von til að Þjóðverjum væri ökki farið að lítast á blikuna, enda hefir Hitl- er nú kailað Himmler sinn til að taka stjórn á austur-vígstöðv- unum og gefið honum alt vald til að gera hivað sem honum ,geti hugsast til bjargar. En það er ekki eins og þarna sé um fleyg að ræða af hálfu RÚ9sa. Þeir eru sunnar komnir að Oder-fljóti, við Breslau og norðan til virðalst eiga að skera Prússland frá Þýzkalandi og halda norður til Danzig. Her Rússa kemur þar einnig að norðan, því hann er skamt frá Köningsberg, höfuð- borg Prússlands. Norður af Poznan er borg sem Bydgoszcz hetiir, er mikla hernaðarlega þýðingu hefir og sem Rússar hafa tekið. Rússinn þrýstir því á, á allri víglínunni með eina fimm heri og hafa Þjóðverjar enn ekiki getað stöðvað þá, þrátt fyrir þó þeir hafi tökið lið af veSturvígstöðvunum. — Sumir Þjóðverjar, sem Rússar hafa handtekið, segjast fyrir viku Síð- an hafa verið í Hollandi. Þegar Rússar hafa tekið Breslau, sem skeð getur að ekki dragist lengi, hafa þeir náð í eitt aðal olíu- forðabúr nazista. Þýzkir hermenn sem teknir hafa verið, segja herinn orðinn mjög þreyttan. Og hann er nú mjög skelkaður. Hann vöit hvað hann foefir gert í Rússílandi og óttast að Rússar muni nú gjalda líku líkt, sýna enga vægð og eyðileggja og brenna bæi og öll mannvirki. Segist fregnriti einn, er á Rússlandi var, og sá þar aðfarir þýzka hersins, ekki geta láð Stalin neitt er Hann hefst að, er inn í Þýzkaland kem- ur, það geti ekkert endurgoldið framferði nazista í Rússlandi. Á vesturvígstöðvunum hafa verið látlausir bardagar.Er fyrsti Bandaríkjaherinn búinn að taka St. Vith, og reka Þjóðverja til baka. Flugför Bandaþjóðanna hafa stöðugt haldið up»pi sprengjuárásum á hinn flýjandi Til íslenzkra söngvara Tileinkað Eggert Stefánssyni, 21. janúar 1945. Islenzku söngvasvanir, svífið um állah heim gálrænum vængjum vanir, veglega beitið þeim. Aukið heiman og heima hróður þjóðar og lands: drottinn láti’ ykkur dreyma dýrðlega framtíð hans. Heilaga söngva syngið — söngur er æðra mál. — Auðgið, hefjið og yngið íslenzka þjóðar sál. Syngið um fjöll og firði frelsis- og siguróð: Sönglaust að engu yrði ættjarðar bezta ljóð. Nú er um nægð að syngja nýfengins þjóðar arfs: hamingju vættir hringja — hringja til lífs og starfs. Lifandi liStum þjóna lífverðir gamla “Fróns” — Bætt hafa “týnda tóna” tónar hans Kaldalóns. Sig. Júl. Jóhannesson her og hafa eyðilagt svo mikið af skriðdrekum og alls konar hervögnum og byssum, að sagt er að nemi eins miklu og heilt herfylki þurfi með. Frá Kyrrahafsstríðinu eru fréttirnar einnig góðar ennþá. Bandaríkjaherinn þar er farinn að gera árásir á eyjar rétt undan meginlandinu. Formosa varð fyrir árás í gær og töpuðu Japar í þeirri skæru 140 flugförum. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Maikenzie King, forsætisráð- herra, hótar enn almennum kosningum, ef A. G. L. Mc- Naughton hershöfðingi verði ökki kosinn í Grey North auka- kosningqnni. Kennir forsætis- ráðherra Progressive Copserva- tive flokkinum og C.C.F. um að hafa gert málin í þessu kjördæmi að málum alls landsins og kvaðst hafa við betri samvinnu hafa búist frá þeim. Þingmannaefni beggja þessara flokka segjast skilja King sem 9vo, að þeir ættu að hætta við að sækja, en af því verði ekki. ★ ★ ★ Tyrkland býðst nú til að fara í stríðið á móti Hitler og leggja til 25 herdeildir. Hvort þetta verður þegið, er alveg eftir að vita. Tyrkinn hefir þözt vera með Bretum í þessu stríði, en hefir raunar aðstoðað Þjóðverja alt sem hann hefir getað. Tyrk- inn gerir þetta eflaust til þess að hafa eitthvað að segja við friðarborðið. ★ ★ ★ Blöð í Quebec fluttu fyrir skömmu fréttir af því, að her- menn í Valcartier Camp í Que- bec, hefðu neitað að hlýða her- skyldu-kalli og hefðu bægt yfir- mönnum frá stjórninni, að heim- sækja þá og þar hefðu orðið rýskingar og ólæti, jafnvel hefði yfirmaður verið skotinn. í ræðu sem McNaughton herghöfðingi hélt nýlega, sagði hann ástandið í Valcartier gott og eins og vana- lega ætti sér stað. Hafði Mc- Naughton þetta eftir formanni í Valcartier Camp. En hvað sem því líður, voru 6,300 hermenn sem kalla átti í herþjónustu handan við haf, í hópi þeirra 16,000 sem senda átti, ekki til staðar. Hafa fáir þessara manna í heima hernum enn komið fram. En þetta á ekki við Quebec-fyllki eitt, heldur er talsvert um það í öllum fylkjum, að hermenn hafi ekki sint kvöð stjórnarinn- ar. Varðar þetta eflaust við lög og hafa allir hermenn, sem “fjarverandi” eru, verið taldir að hafa brugðist skyldu sinni og nefndir “deserters”. Hvað við þá verður gert, er enn óvíst. Stjórninni tókst samt að senda 16,000 hermenn yfir, því nógu margir nýir hafa boðist til her- þjónustu. ★ ★ ★ Það var fyrst tilkynt s. 1. mánudag, að canadisku skipi, “Princess Marguerite”, hefði verið sökt á Miðjararíhafinu 17. ág. 1942 af óvinunum. Það eru ökki öll kurl enn komin til graf- ar í þessu stríði. ★ ★ ★ 1 New York er nú sózt eftir canadiskum peningum. Á frjáls- um markaði er gefið fyrir doll- arinn 90.38. Hermenn hafa haft eitthvað af þeim með sér, sem í New York hafa lent, og hafa komist að því, að eftirsókn er eftir þeim. Ákveðið gengi can- adiska dollarsins er 90.90 og 90.09 eftir því hvort keypt er eða salt. ★ ★ ★ í Winnipeg lögðu 1,221 manns fram kröfu um fé úr atvinnu- leysissjóði landsstjórnar yfir desember mánuð og fram til 20. janúar 1945. Þeir sem greitt hafa stöðugt í sjóðinn síðan hann byrjaði fyrir 3* l/> ári, eiga rétt á greiðslu eða kaupi í 35 vikur, eða eins fimta tímans. Lögfræðingur var að yfir- foeyra tötralega klædda konu, og honum fanst það ganga illa að fá konuna til þess að segja það, sem hann vildi fá fram. Hann sagði að lokum: — Þér haldið því fram, að þér hafið aldrei hlotið neina ment- un, en samt svarið þér spurning- um mínum skynsamlega. Já, 9varaði konan, maður þarf nú ekki að hafa gengið í skóla til þeís að svara nokkrum kjánaleg- um spurningum. ★ ★ ★ — Af hvaða bókum hefirðu mest yndi? — Matreiðslubókinni hennar móður minnar og ávísanabókinni hans föður míns. KVEÐJUSAMSÆTI Eggert Stefánssyni sörigvara, var foaldið kveðjusamsæti af The Icelandic Canadian Club í sam- komusal Fyrstu lút. kirkju s. 1. sunnudagákvöld. Var þar hús- fyllir af íslendingum saman kominn. Frú H. Danielson, for- seti yngra Þjóðræknisfélagsins, stjórnaði fundi, en ræður fluttu Dr. Riahard Beck og prestarnir, sérá Philip M. Pétursson og séra Valdimar Eylands. Á milili ræð- anna sungu söngflokkar beggja Menzku kirknanna í Winnipeg. 1 lok skemtiskránnar þakkaði heiðursgesturinn fyrir sig með bráðsnjallri ræðu. Að því búnu var kaffi drukkið. Icelandic Canadian Club á þakikr skilið fyrir að gangast fyrir þessu kveðjusamsæti. Á því hvernig það var sótt, sást hvað mikil ítök listamaðurinn á hér í hjörtum Islendinga og hvað koma hans hingað var þeirn kær. Þeim hefðu orðið það vonbrigði að fá ekki að taka í hönd Eggerts við burtför hans. Daginn eftir lagði Eggert Stefánsson af stað suður til Da- kota og gerði ráð fyrir að hafa söngkvöld á Mountain að óskurn Dygðarbúa á mánudag og syngja á samkomu í Grand Forks á mið- vikudag. Sá er þetta ritar fann Eggert að máili morguninn sem hann fór úr Winnipeg. Bað hann Heims- kringlu að flytja löndum sínum hjartans þakkir fyrir móttök- urnar, sem foann hafði hér feng- ið; kvaðst hann eftir dvöl sína hér skilja, hve djúp og sterk ítök Island eigi í brjóstum Vestur- Islendinga. Frú Hólmfríði Dan- ielsson bað hann að þakka hið veglega og skemtilega kveðju- samsæti er hún og féiag hennar hefði heiðrað sig með að skilnaði og sér væri ógleymanlegt. Endanlega fer Eggert til New York og dvölur þar við ýms störf list tilheyrandi fram eftir árinu. Mun hann syngja þar gömul lög á plötur og lesa Óð ársnsi 1944 á þær. Utanáskrift hans er: 99 Wall St., New York, N. Y., eare of Elding Trading Co. LAUSAVÍSUR VESTAN FRÁ HAFI Góð tíð Nýtt er að sjá í nóvember náttúruna græna. Hún er enn að sveipa að sér sumarkjólnum væna. No. 1 Hérna líður skrokknum skást —skín í hlýjan álinn. Þýðir minna um það að fást þó að skjálfi sálin. Skáld-snekkjan Áður klauf ’ún háreist höf hræddist engin veður. Nú sér sjálfri grefur gröf gamla tímann kveður. Ort við lestur greinar eftir lærðan mann Isinn rekur alt í kring eins og norðan rokin. — Aldrei lærðan Islending yfir-gefur hrokinn. Höfði marka hugblæ sinn hjarta taugar kaldar. Seinastur hann “setur inn” • sólSkin nýrrar aldar. Hægri stjóm Hægri stjórn.á hættu^stig iheldur lífi valla. Hún er hrædd við sjálfa sig, samtíðina — og alla. ARNÞóR JóNASSON Fæddur 13. júní 1911 Dáinn 13. janúar 1945 % Skjótt hefir sól brugðið sumri því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum, til sóllanda fegri. J. H. • Þannig kveður Jónas þegar hann heyrir um andlát vinar síns, sem kveðja hlaut heim þennan löngu fyr en lífsstarfi hans var lokið. Og þannig hugs- uðu margir er hinsta kveðjan var sungin yfir unga manninum hér nefndum. Arnþór var aðeins 33 ára er hann lézt. Margur ungur mað- ur hverfur nú á þessum tímum yfir móðuna miklu einmitt á þeim aldri eða yngri. En hver sú burtför fyllir þá nánustu djúp- um söknuði og lífið tómleika sem fátt getur breytt. Það mildar úr sársaukanum á stundum hve björt og heið var æskan og vask- legt og þróttmikið átak handar eða huga að hverju sem því var beitt. Hér átti það sérstaklega við. Alla sína æfi hafði hann vaxið í föðurgarði, frá því að hann var viðkvæmur viðartein- ungur, þar til hann stóð sem sterk eik við hlið föður og móð- ur. Frá óvita barni hafði hann í föðurhúsum, þroskast til hins hógláta, hæga manns sem hið innra fann sinn mátt, kjark og þrek og vilja er kveið engri raun né hikaði ekki þótt markið sýnd- ist öðrum ófært. í skjóli slíkra er gótt að mega vera og við hlið slíkra er gaman að ganga. Svo var Arnþór sínum. Hann var meðalmaður að vallarsýn, fram- úrskarandi vel vaxinn, og styrk- leikur og stálþróttur lýsti sér í hreyfingum hanis, sem voru svo áfeveðnar og öruggar. Svipur- inn heiður og fríður og hreinleiki í auga. Þar fór ekki tvöfaldni í svip. Hjarta átti hann viðkvæmt Frh. á 5. bls. Cent — cent! Prestur guð í centum 9ér, syngur: “Heims um bólin”. Tóman poka á baki ber, betlandi um jólin. Silki-tungan Silki-tungan syngur enn, sér í gular tennur. Lof urn alla yfirmenn eins og slefa rennur. Árið 1944 Heimsins farsæld hataðir helvítis á þingi. Guðs og manna glataðir góðum ásetningi. Þegar loksins þú ert frá, þér er ant um fárið, bagga þína bindurðu’ á blessað nýja árið. J. S. frá Kaldbak —2907—6th St., New Westminster, B. C.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.