Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR 1945 “Já, nú ert þú hreinn að utan,” svaraði Sinton. “En blóð þitt er ekki hreint í æðunum og svo hefir þú stundum óhrein orð á vörunum, sem þú þarft að losna við með tíð og tíma. Ef við látum þig borða rétt fæði,'þá gróa sár þín, og þegar þú veizt að mér falla illa ljót orð, þá reynir þú að segja þau eins sjaldan og þú get- ur? Ætlar þú að gera það, Billy?” “Mig langar svo til að sjá sjálfan mig,” sagði hann. “Hvað er langt þangað til við fáum að borða, Margrét?” spurði Sinton. “Þú ætlar að hafa hann hérna og gefa hon- um að borða?” spurði hún. “Já, auðvitað,” sagði Sinton. “Til þess kom eg hingað með hann. Hann hefir sennilega aldrei fengið ærlega máltíð alla sína æfi. Hann er næstum horfallinn.” Margrét reis úr sæti sínu þurleg á svip, tók hvíta dúkinn af borðinu og breiddi á það rauð- an, gamlan dúk, sem hún notaði til að breiða yfir deigið, meðan það gerðist í brauðin. Hún tók af borðinu fallegu diskana, sem þau notuðu venjulega, og lét í staðinn aðra og óvandaðri, sem þau notuðu í eldhúsinu. En hún steikti hænu og hún sparaði hvorki mjólk né hunang, snjóhvítt brauð hafði hún líka, kartöflur og salat. Sinton strauk máli yfir hjólið, sem hafði rispast. Hann gerði við girðinguna, en Billy hélt fyrir hann á nöglunum. Svo fylti hann gamla staurfarið með mold, gróf nýja holu og setti í hana staur til að binda hestana við. Billy hoppaði í kring á öðrum fæti er hann hélt staurnum lóðréttum meðan Sinton tróð moldinni niður í kring um hann. Á litlu, frekn- óttu andlitinu sást ekki minsti vottúr (hrygðar né áhyggju. Sinton raðaði steinum kring um staurinn og vann lengi að því að troða moldina niður kring um hann. Þá heyrði hann alt í einu að Billy litli var farinn að hágráta. Tárin runnu niður vanga hans. “Hefði eg vitað að þú þyrftir niður í þessa holu og þýrftir að vinna svona mikið, þá hefði eg ekki barið hestana,” sagði hann. “Hirtu aldrei um það,” sagði Sinton. “Þú gætir þín betur næsta skiftið, svo þú getur hugsað þig um áður en þú slærð í þá.” Sinton gekk nú til f jóssins og gekk þar frá verkfærunum, sem hann hafði verið að nota. Hann hélt að Billy væri á eftir sér, en hann kom hægt á eftir. Stór hvítur kalkún var þar á ferð og leist illa á þennan litla, ókunna gest, sem kominn var þarna inn í ríki hans, og þandi út vægi og' stél og lét all vígalega. Hefði kalkúninn vitað í hversu mörgum orustum Billy hafði staðið, og við hverja 'hann hafði barist, mundi hann ekki hafa skorað á hann til hólmgöngu, enda skorðaðist Billy ekki und- an. Hann dansaði í kringum kalkúnann og hélt handleggjunum stifum með síðunum til þess að herma eftir /honum. Svo kom tæki- færið, sem hann beið eftir, og hann hoppaði upp á bakið á kalkúnanum. Wesley heyrði óp Margrétar nógu snemma til þess að sjá dreng- inn stökkva á bak, og til að dáðst að snarleika hans. Kalkúninn lagði saman stélfjaðrirnar og lagði á flótta. Billy rann aftur af baki hans, en um leið og hann datt greip hann eftir ein- hverju til að halda sér í, náði í samanlagt stélið og hélt þar dauðaihaldi. Kalkúninn garg- aði og flýði nú örar en áður í áttina til hey- stakksins, en Billy reis á fætur og hélt á stél- fjöðrunum, en augu hans voru kringlótt af undrun. “Já, þetta slitnaði þá alt saman af,” sagði hann við Sinton, og hélt fram fjöðrunum alveg forviða. Sinton gat ekki að sér gert að hiægja. Er BiHy sá það, hélt hann að kalkúninn væri ekki mikils virði og fleygði fjöðrunum hátt upp fyrir höfuðið á sér og hló af gleði. Margrét, sem hafði horft á þetta, fór að gráta. Wesley var orðinn brjálaður. I fyrsta skiftið síðan hún giftist, langaði hana að fara heim til mömmu sinnar og segja henni frá sorg sinni. Þar sem Wesley hafði beðið svo lengi var hann orðinn svangur, gat ekki biðið lengur og gekk út í eldhúsið þar sem hann fann kvöld- matinn heitan á ofninum, en Margrétu með grátbólgin augu að reyna að lækna kettina. “Er kvöldmaturinn tilbúinn?” spurði hann. “Já, fyrir klukkutíma síðan,” svaraði Mar- grét. “Því kallaðirðu þá ekki á okkur?” Orðið “okkur” var of alúðlegt að dómi Mar- grétar, henni féll það alls ekki. “Eg hélt að þú þyrftir ennþá lengri tíma til að laga allar þær skemdir sem ihann hefir gert. Hivað kettina og vesalings kalkúnan snertir, þá gerir það víst ekkert til um þá.” “Mér þykir fjarskalega slæmt, að svona skyldi vilja til með þá, Margrét, það veizt þú. Billy ihefir góða greind og hann mun brátt læra.” “Brátt læra!” hrópaði Margrét. “Wesley Sinton, þú ætlar þó aldrei að segja mér að þú ætlir að láta þennan strák vera hérna áfram?” “Nei, en eg hefi ætlað mér að hafa hérna fallegan og vel vaninn dreng framvegis.” Margrét bar kveldmatinn á borð. Þegar Wésley sá rauða dúkinn á borðinu, starði hann í forundrun. Svo skildi hann hvernig í öllu lá. Billy dansaði um af barnslegri gleði. “Er þetta ekki fallegt?” hrópaði hann him- inglaður. “Eg vildi bara að Jimmy og Bella gætu séð þetta. Við höldum bara matnum í hondunum þegar við étum, eða borðum á gömlum kassa, og þegar við höfum allra mest við, breiðum við á hann gamalt dagblað. Aldrei höfum við átt svona fallegan, rauðan dúk og þennan.” Wesley leit íbygginn á Margrétu, svo að hún varð að líta undan og roðna. Hann setti svo stóru orðabókina og ofan á hana aðra bók, á stól, og lyfti Billy upp á stólinn, sem var við hliðina á hans stól. Hann brytjaði svo fyrir hann matinn, fékk honum gaffal og kom honum til að borða svoHtið hægar, en hann var vanur að éta, og reyndi Billy alt sem honum var unt að hlýða því. Stundum varð samt matarlýstin yfirsterkari hinum góða ásetningi og hann not- aði vinstri hendina til að troða upp í sig bitun- um. Þessi brot á góðum reglum lét hinn þolin- i móði Wesley fara fram hjá sér. Til allrar ham- ingju misti Billy ekkert niður, hvorki á dúkinn né fötin sín. Að kveldverði loknum fór hann með Wesley út í fjósið og var þar unz hann var búinn með kvöldlhirðinguna. Sáðan fór hann upp á dyrapallinn og settist hjá Margrétu. Billy lagðist í hengirúmið og náði sér í spotta, sem tengdur var í tré eitú Hann ruggaði sér með svo miklum röskleika að Wesley gat ekki annað en dáðst að því. “Það veit trúa mín, að hann er röskur, lít- ill drengur,” sagði hann. “Það er ekki til leti í honum. Sjáðu bara hvernig hann hamast við að skemta sér svolítið.” “Þarna rekur hann fótinn alveg í gegnum hengirúmið,” hrópaði Margrét. “Wesley, hann má ekki eyðileggja það fyrir mér.” “N»ei, auðvitað má hann það ekki,” sagði Wesley, Bíddu við, Billy, eg skal sýna þér hvernig þú átt að fara að þessu.” Síðan útskýrði Wesley fyrir Billy, að stúlk- ur í fallegum, hvítum kjólum sætu í hengirúm- inu, og að drengir með óhrina skó á fótunum mættu ekki liggja uppi í því. Billy settist strax upp og lét fæturnar dingla fram af brúninni. “Margrét,” sagði Wesley eftir að þau höfðu lengi setið þegjandi á pallinum, “heldur þú ekki, að hefði Billy verið horaður köttur, alþak- inn sárum, að þú hefðir þá fundið til með- aumkvunar með ihonum, og hjálpað til að gæta að honum, og glaðst yfir að sjá mér þykja gam- an af að hjálpa honum, ef eg gæti?” “Jú,” svaraði Margrét kuldalega. “En af því að eg færði þér barn, gætt ó- dauðlegri sál, þá býður þú það ekki velkomið.” “Þetta er ekki neitt barn. Þetta er skepna.” “En þú sagðir rétt núna að þú hefðir tekið á móti skepnu hefði hún þurft hjúkrunar með.” “Ekki villudýri. Eg átti við tamið dýr.” “Billy er ekki dýr,” sagði Wesley æstur mjög. “Hann er góður drengur. Margrét þú hefir alt af verið sú í þessari fjölskyldu, sem hefir gengið í kirikju og lesið biblíuna. Hvernig renna orðin: “Leyfið börnunum til mín að koma” við viðtökurnar, sem Billy fær hjá þér?” Margrét stóð á fætur. “Eg hefi ekki gert þessum dreng neitt. Eg hefi bara látið hann afskiftalausan. Eg get næstum ekki á mér setið. Hann ætti að vera hýddur þangað til skinnið flettist af honum.” “Ef þú vildir hafa fyrir að líta á kroppinn hans, þá sæir þú að þar finst enginn blettur til að slá á nema að hitta á sár,” sagði Sinton. “Auk þess hefir Billy ekki gert neitt, sem þarf að hegna barni fyrir. Hann er bara fullur af lífsfjöri, hefir ekki fengið neitt uppeldi, og er pöróttur eins og allir drengir eru. Hann er í raun og veru röskur, lítill angi, og mér þykir vænt um hann.” “Æ, guð minn góður,” stundi Margrét upp og gekk inn í húsið. Sinton sat eftir. Loks varð Billy þreyttur af að hamast í hengirúminu og kom nú og hallaði sínum litla líkama upp að hinu stóra hné Sintons. “Á eg að sofa hérna í nótt?” spurði hann. “Auðvitað átt þú að gera það.” “Hvar getur hann sofið?” spurði hann Margrétu. “Ja, það veif eg alls ekki,” svaraði hún. “Ó, eg get sofið hvar sem vera skal,” sagði Billy, “á gólfinu, eða hvar sem er. Heima sef eg á kaSsa á frakkanum hans pabba, og Jimmy og Bella sofa líka á kassanum. Eg sef á milli þeirra, svo að eg velti ekki niður og roti mig í gólfinu. Hafið þið ekki til- kassa og gamlan frakka?” Sinton stóð upp og dró fram legubekk, síðan sótti han/n í skáp einn mörg hestateppi. “Þetta er nú ekki að útliti eins og fallegt hvítt rúm, eins og lítill drengur ætti að sofa í,” sagði hann, “en við skulum nú samt fá þetta til að duga. Þetta verður miklu betra en kassi.” Billy hoppaði upp á legubekkinn, og þegar hann fann hvernig fjaðrirnar gáfu eftir, þá hoppaði hann þar þangað til hann var orðinn þreyttur. Þá varð að breiða teppin á ný á bekkinn. Wesley fékk Billy til að hjálpa sér til, og báðir virtust hafa mjög gaman af þessu. Síðan lagðist Billy fyrir og hnipraði sig saman í öllum fötunum eins og svolítill hundur. En ekki gat hann samt sofnað. Að síðustu settist hann upp. Hann litaðist rólega um. Svo stóð hann upp, gekk yfir til Sintons og hallaðist upp að hné hans. Sinton tók drenginn upp og vafði um hann handleggjunum. Nú fanst Billy að sér liði reglulega vel. “Það er alveg eins og eg týnist í þesSu rúmi,” sagði hann. “Jimmy þrengdi öðru megin að mér og Bella hinu megin, og þá vissi eg að eg var þar.” Billy rendi sér niður úr fangi Sintons og gekk í áttina til Margrétar. Þá stansaði hann og settist svo á gólfið. Loks lagðist hann út af og lokaði augunum. “Þetta líkist meira rúm- inu mínu iheima. Bara að Jimmy og Bella væru nú hérna og þrengdu að mér væri eg ekki svona einmana.” “Get eg ekki verið í staðinn fyrir þau, Billy?” spurði Sinton með hrærðum rómi. Billy flutti sig til órólega. Það er eins og — það er eins og að litla drengi langi til að einhver kvenmaður sé nlálægt þeim þegar nótt- in kemur — eins og hún þarna.” Billy benti á Margrétu. “Þér falla ekki litlir drengir, eða hvað?” “Jú, mér fellur vel við góða, lit'la drengi,” svaraði Margrét. Billy var strax fast hjá henni. “En eg er góður drengur,” sagði hann glaður. “Ekki finst mér það góður drengur, sem misþyrmir. hjálparlausm grislingum og reitir stélfjaðrirnar af kalkúnum. “Já, en eg gerði ekki grislingunum neitt ilt. Þeir urðu reiðir út af svo litlu spaugi og klóruðu hvern annan. Og ekki reitti eg fjaðrirnar úr stéli kalkúnans. Eg hélt bara fast í það sem eg náði fyrst haldi á og það var kalkúninn, sem togaði í. Það er alveg satt, það var kalkúninn, sem togaði í.” Hann sneri sér til Sintons. “Þú getur sagt ihenni það. Var það ekki kalkúninn, sem togaði í? ' Hv^rnig átti eg að vita að stélið á honum var laust?” “Það hugsa eg að þú hafir ekki gert, Billy,” sagði Sinton. Billy horfði á Margrétu, sem horfði á hann kuldalega. “Stundum á kveldin situr Bella á gólfinu og eg legg höfuðið í kjöltu hennar. Eg gæti dregið hingað stól og lagt höfuðið í kjöltuna þína — eg á við, sivona.” Billy tók nú stól, klifraði upp á hann og hallaði höfðinu að brjósti hennar. Svo lokaði hann augunum á ný. Margrét hefði varla verið ástúðlegri á svipinn þótt hún hefði sitið undir slöngu. Billy settist strax upp aftur. “En hvað fangið þitt er hart,” sagði hann. “Og þú erOmiklu feitari en Bella. Hann rendi sér ofan af stólnum, og fór út á mitt gólfið. “Æ eg vildi óska að pabbi væri ekki dáinn,” sagði hann grátandi, svo að tárin streymdu af augum hans, og svo hágrét hann í örvænting sinni. Utan úr myrkrinu kom mjúkleg, blíð, ung stúlka þjótandi inn um dyrnar, og þaut til hans og tók hann í faðm sinn. Hún settist á stól, þrsýti ihonum að sér og beygði brúnlokkað höf- uðið yfir rauða kollinn hans, hún vaggaði hon- um blíðlega og raul'aði við hann gæluvísu. Billy tók eins fast í bana og líf hans lægi viðáð missa ekki haldið. Elenóra þerraði hon- um um augun, kysti andlit hans, vaggaði ihon- um og söng við hann. “Þykir þér í raun og veru svona vænt um mig?” spurði hann glaður. “Já, svo mi'kið, svo mikið. Meira en af nokkrum öðrum litlum dreng í öllum heimin- um,” svaraði Elenóra. Billy horfði á Margrétu. “Það þykir henni ekki,” sagði hann. “Hún vill hreint ekki hafa mig héma.” Elenóra þrýsti honum að brjósti sínu og vaggaði honum. “Þér þykir vænt um mig, er ekki svo?" spurði hann. “Já, ef þú vilt reyna að sofna.” “Og þú ætlar á hverjum degi að gefa mér miðdagsmatinn þinn í staðinn fyrir pylsuna, ætlar þú ekki að gera það?” “Já, það skal eg víst gera,” sagði Elenóra “En héðan af færð þú alveg eins góðan mið- degisverð og eg. Þú færð máska mjólk, egg, hænsnakjöt, allskonar góðgæti og kanske smá- kökur á stundum.” “Billy hristi höfuðið. “Eg ætla að fara heim aftur undir eins og birtir,” sagði hann. “Hún vili ekki hafa mig. Hún heldur að eg sé slæmur drengur. Hún ætlar að berja mig — ef hann löfaði henni að gera það. Hún sagði það sjálf. Æ, eg vildi óska að hann væri ekki dáinn. Eg vil fara heim!” Billy fór að gráta á ný. Mrs. Komstock hafði gengið hægt niður veginn til að mæta Elenóru. En unga stúlkan hafði verið svo lengi hjá nágrönnunum að Mrs. Komstock var komin alla leið að hliði þeirra, og kom nú upp stíginn og var svo nálægt, að hún gat séð hvað gerðist inni. Elenóra hafði sagt henni, að Sinton hefði tekið Billy heim með sér, og var hún nú ihálf forvitin að sjá hvernig Margrét tæki því að fá svona óvænta fjölgun í heimilið. Hún heyrði greinilega grátinn í Billy. Hún gat séð að Elenóra hélt á honum. Andlit Sintons var fölt og með þjáningar svip, en Mar- grét var þrákeltnisleg á svip. Mrs. Komstock var alt í einu gripin af óstöðvanlegri löngun að gera Margrétu eitthvað á móti skapi. “Hefir nokkur heyrt annað eins!” sagði Mrs. Komstock þegar hún gekk inn upa dyrnar. “Þaff veit trúa mín að aldrei á æfi minni hefi eg heyrt nokkurn hljóða svoraa fyrri.” Billy þagnaði strax. Mrs. Komstock var hávaxin og beinaber. Hár hennar var hæru- skotið löngu fyrir tíma fram, þar sem hún var aðeins 36 ára gömul, en leit út fyrir að vera að minsta kosti 50. En þótt andlitið væri bæði kuldalegt og alvarlegt var það samt aðlaðandi, og það var einmitt það, sem Billy langaði til að sjá eins og á stóð fyrir honum. “Þykir þér vænt um drengi?” spurði hann.. “Mér þykir ekki vænna um nokkurn skap- aðan hlut en litla drengi,” fuliyrti Mrs. Kom- stock. Billy fór strax ofan á gólfið. “Þykir þér vænt um hunda?” I “Já, næstum því eins mikið og litla drengi. Eg ætla að kaupa hund strax og eg finn einn, sem mér líkar. Billy þaut til hennar hrópandi af gleði. “Vilt þú fá þér dreng?” spurði hann. Mrs. Komstock rétti fram hendurnar og tók hann í íang sitt. “Auðvitað vil eg fá mér dreng,” sagði.ihún glaðlega. “Kanske þú viljir þá fá mig?” ságði Billv og bauð sig fram. “Já, víst vil eg fá þig,” svaraði Mrs. Kom- stock hiklaust. “Þú ert reglulega,skemtilegur drengur, Biíly.” “Viltu líka taka hundinn minn, hann Snapp?” “Já, það skal eg gera alveg eins fúslega og eg skal taka þig.” “Mamma,” sagði Elenóra í bænarrómi. “Þú mátt ekki gera þetta! Þú mátt ekki tala svona við hann. Hann heldur að þér sé alvara.’ “Já, mér er þetta alvara,” svaraði Mrs. Komstock. “Eg skal taka hann á þessu augna- bliki. Daglega fleygi eg burtu mat, sem væri nægur að fæða með drenganga á hans reki. Skvaldrið í honum mundi vera mér tíl mikillar skemtunar þegar þú ert ekki 'heima. Hann fær bráðlega hreint og nýtt blóð, sé honum haldið hreinum og gefinn góður matur. Hvað Snapp snertir, þá var eg nú eiginlega að hugsa um að fá mér blóðhund, en kanske Snapp vinni sama gagn. Alt sem eg vil að hundur geri er að hann gelti á réttum tíma, og þá get eg sjálf séð um afganginn. Mundi þig langa til að koma og vera drengurinn minn, Billy?” Billy hjúfraði sig upp að Mrs. Komstock, lagði handleggina um háls hennar og nísti sér eins fast að brjósti hennar og hinir litlu kraftar hans leyfðu. “Þrú mátt berja mig alt sem þér sýnist og eg skal aldrei hljóða neitt,” sagði hann, Mrs. Komstock hélt honum fast að sér og hörku'legt andlit hennar fékk eins og þýðari svip. Á því var enginn vafi. “Þér þykir áreiðanlega vænt um drengi,’ sagði Billy hamingjuglaður og frá sér numinrt af hamingju, hallaði hann höfðinu að henni. “Já, og eigi eg ekki að bera þig heim alla leið, þá verðum við að leggja strax af stað,”. sagði Mrs. Komstock. “Þú dettur bráðum út af ” “Billy, ætlar þú að fara frá okkur án þess einu sinni að kveðja okkur?” spurði Sinton með hrærðri röddu. “Vertu sæll!” sagði Billy hirðuleysislega- “Eg skal koma og heimsækja þig eirahverntíma seinna.” Wesley Sinton stundi við og gekk út úr herberginu. Mrs. Komstock gekk til dyranna og leiddi Billy með sér en Elenóra togaði á móti- En Margrét komst á undan þeim að dyrunum og stóð þar með leiftrandi augum. “Nú finst þér sjálfsagt, að þú hafir komið ár þinni vel fyrir borð, Katrín Komstock,’ sagði hún hátt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.