Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.01.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. JANÚAR 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA MINNINGARSTEF hugsuð við andlátsfregn Mrs. Ingu Thorláksson Þegar sólhvörf loftið ljóma og líða skuggar hægt um svið, barst mér yfir bylgjuhljóma burtför þín í rökkur frið. Margra hefi eg manna saknað, margann eignast góðann vin. En það er gott að gsta vaknað guði hjá við kvöldsins skin. Þér vil eg eigi þakkir dylja þekka kynning skamma stund. Djúpann skilning, skörungs vilja, skýra ihugsun, frjálsa lund. Hyggni kvenna er þjóða þörfin þessa grimrnu Darraðs öld. Mildi kvenna, móðurstörfin, meiri og betri stjórnarvöld. Gegn um heimsins ógnar æði ýmsa hetjudáð eg finn. En landnámskonur kraftakvæði, kveðið hafa í annál sinn. Brautir rutt og bætt um meinin borið lífsins skin og él. Launin hlotið, lága steininn, Lifið heilar! Farið vdl! Vinur. ARNÞóRJóNASSON Frh. frá 1. bls. og skilningsfult á líðan og til- finningar annara. Kom það fram 1 hjálpsemi hans við þá sem um sárt áttu að binda eða örðugar kringumstæður við að etja. — Æskunni vill oft verða það að horfa aðeins fram á leið og gæta ekki þeirra sem samleið eiga, eða hversu þeim gengur, svo fór ekki honum, hann lifði með þeim sem hann gekk með og honum varð þungt þegar hann gat ekki eytt skýflókunum af himni vina sinna. Heima fyrir var hann “hinn sanni sonur”. Alt það erfiðasta var honum Ijúft að ganga á hólm við. Hann fann sinn innri mátt. Þar varð und- an að ganga sem hann lagði hönd °g hug að. Svo var hann og vandvirkur að honum fanst það sorglegt að sjá fljótræðisverk °g kæxnilleysislega afkastað ein- hverju því sem mátti vel fara. Það fanst honum að fara illa með vit sitt og þrek. Ungur gekk hann á alþýðuskóla bygðarinn- ar, en miðskólanám sitt tók hann við Jóns Bjarnasonar Academy í Winnipeg og við Daniel Mc- Intye Collegiate. Frekara náms leitaði 'hann þó ekki, heldur hvarf hem til starfs og iðju við hlið föður síns og yngri bróður, °g þar standa í dag Vegsum- nxerkin, hins heilsteypta dugn- aðar og ákafamanns, sem eignast hafði lönd, búpening og fé með ótulleik og forsjá þegar sumir jafnaldrar hans höfðu hvergi komist og ekkert eignast. Eitt var það sem færði allveg serstaka unun inn í líf hans. Það var sönglist. Hann hafði ásamt, nidðskólaniámi sínu numið piano- spil. Mörgum gleymist slíkt í °nnum Lífsins eða telja ekki iþess virði að halda við eða efla. Ann- að var í huga hans. Þegar eik- nrnar voru feldar, akurinn plaegður, eða húsið reist var gaman að setjast við hljóðfærið °g taka stirðleikann úr höndun- u'm með því að fara fingrum um nóturnar og láta þær tala máli tónskáldanna ódauðlegu. Hann fann það líf er tómlegt sem ekki naut sönglistarinnar, máli hjart- ans og sálarinnar. Og ljúfir voru tónarnir sem liðu gegnum kveld- kyrð heimilisins og samrýmdust fnglaikliðnum úti fyrir. Og litla sveitalkirkjan hans, þar sem hann lék á orgelið er aðrir til- báðu í söng, varð 'hilý og björt °g aðlaðandi við sálríku tónana sem iðjumannshöndin fram- laiddi. En nú ér þögnin komin yffr bann. Hljóðlega fara vindarnir Um asparskóginn þar sem hann hvílir, bak við litlu kirkjuna. ^ir vita að hann elskar hina Ijúfu tóna sem friða og hvíla en ekki þá sem villa eða tryilla. Hvíl því rótt í helgum frið. Frændi Arnlþórs, Geirfinnur °g fjölskyilda Pétursson stofnuðu kveðjudaginn 17. janúar minn- lngarsjóð fyrir alla bygðina sem skyldi varið til þess að hjálpa þeim sem verðugir eru til frek- ara sönglistarnáms, og þannig á sóngþná unga mannsins, sem ekki náði fullum framgangi að blessa líf annara. Þannig vildi eg kveðja hinn Unga mann. Foreldra hans, þau ^jörn Jónasson og Kristjana Sig- Urgeirsdóttir Péturssonar (frá / ^sykjalhlíð) standa eftir við son- ar missirinn. Einnig syrgja bann bróðir hans Kristján heima við bú föður síns og María hjúkr- Unarkona í Winnipeg, sem dvel- Ur heima um tíma. Jarðarförin fór fram þann 17. janúar 1945 að viðstöddu nokk- uð á ananð hundrað manns frá beimili og kirkju Silver Bay, ^an. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjumálin síðustu. Eoneldrarnir biðja mig hér- ^óð að flytja yfckur öllum, sem rettuð þeim hjálparhönd og synduð þeim slíka samúð og Inttekningu, sitt innilegasta þakklæti. Vinir slíkir létta sorg- argöniguna. “Hvíl þú rótt í helgum frið”, vinur og frændi. E. H. Fáfnis HJÖRTU OG HENDUR Eftir O’Henry 1 Denver bættust margir far- þegar í hraðlestina. 1 einum vágninum sat ung og fögur kona, glæsilega búin. Á meðal nýfar- þeganna voru tveir ungir menn. Annar þeirra var stór og mynd- arlegur, mjög snyrtilega búinn og frjálslegur í allri framgöngu, en hinn var önuglegur á svip, feitur og sóðalegur til fara. Þeir voru handjárnaðir saman. Þegar þeir komu inn í vagninn sáu þeir, að einu auðu sætin var andspænis ungu stúlkunni fögru. Þar settust þeir. Unga stúlkan leit snögt og kæruleysislega á þá. En alt í einu ljómaði andlit henn- ar af yndislegu brösi og hún rétti fram smágerða hönd sína. Þeg- ar hún talaði, bar rödd hennar, djúp og hreimfögur, þess vott, að hún var vön að taila og láta aðra hlýða á sig. “Jæja, herra Easton! Ef þér viljið endilega, að eg ávarpi yður að fyrra bragði, verð eg víst að gera það. Þökkið þér mig ekki lengur?” Þegar hún byrjaði að tala reis ungi maðurinn snöggt upp úr sæti sínu. Hann virtist dálítið vandræðaLegur fyrst í stað, en náði sér brátit og rétti henni vinstri hönd sína. “Svei mér, ef það er efcki ung- frú Fairchild!” sagði hann og brosti. “Þér verðið að afsaka að eg rétti yður ekki hina hiendina, en hún er dálítið upptekin, sem stendur.” Hann lyfti hægri hönd sinni lítið eitt upp, en hún var fest við vinstri hönd féiaga hans með hinu skínandi armbandi. Gleði- svipurinn í augum ungu stúlk- unnar breyttist hægt í vand- ræðalegan skelfingarsvip. Roð- inn hvarf úr kinnum hennar. — Easton hló við, eins og hann sfcemti sér vel, og ætlaði að fara að segja eitthvað þegar félagi hans tók fram í fyrir honum. Hann hafði í laumi gefið gaum að svip stúlkunnar, með frámuna kænilegum augum sínum. “Þér verðið að fyrirgefa, að eg skuli ávarpa yður, ungfrú, en eg sé, að þér þekkið lögreglustjór- ann hérna. Ef þér biðjið hann að tala máli mínu, þegar við komum til fangelsisins, veit eg að hann gerir það. Við erum á leið til Leavenworth-fangelsis- ins. Sjö ár fyrir fals. “Ó,” sagði stúlban og dró djúpt andann. Roðinn kom aft- ur í kinnar hennar. “Svo að þér eruð orðinn lögreglustjóri hérna?” “Góða ungfrú Fraichild,” sagði Easton róiega. “Eg varð að gera eitthvað. Peningarnir hafa eittlhvert sérstakt lag á því, að þarf peninga til þess að umgang- ast félaga ofckar í Washington. Eg greip því tækifærið, þegar mér bauðst það — þótt lögreglu- stjórastaðan sé auðvitað ekkert í samanburði við sendiherra- stöðu, en......” “Sendlherrann”, tók stúlkan fram í fyrir honum, “kemur ekki lengur. Og hann hefði aldrei þurft að gera það. Það ættuð þér að vita. Og nú eruð þér ein af hinum hrífandi hetjum Vest- ursins — sem þeysa um á hest- um og skjóta og eru í stöðugri lífshættu. Það hlýtur að vera ólíkt lífinu í Washington. Gömlu félagarnir hafa saknað yðar.” Hún leit aftur á handjárnin og augu hennar urðu örlátið stærri. “Hafið engiar áhyggjur út af þeim ungfrú,” sagði hinn mað- urinn. “Allir lögreglustjórar ihandjárna sig við fanga sána, til þess að koma í veg fyrir, að þeir komist undan. Hr. Easton veit hvað hann syngur.” “Sjáum við yður bráðlega í Washington?” spurði stúlkan. “Nei, eg er hræddur um ekki,” ansaði Easton. “Eg elska Vestrið,” sagði stúlkan út í hött. Augu hennar ljómuðu. Hún leit út um glugg- ann. Hún byrjaði að tala, ein- læglega — án alls tildurs: “Við mamma vorum í Dehver í sum- ar. Hún fór heim fyrir viku síð- an vegna þess að pabbi var dá- lítið lasinn. Eg gæti vel hugsað mér að eiga heima hér í Vestrinu. Loftslagið hefir góð áhrif á mig. — Peningarnir eru ekki aðal- atriðið. En menn misskilja j stöðugt . . . .” “Heyrið þér, herra lögreglu- stjóri,” nöldraði önuglegi maður- inn. “Það er nú ekkert réttlæti í þessu. Eg þarf að fá mér eitt- bvað að drefcka og hefi ekki bragðað tóbak í allan dag. Hafið þér ekki talað nógu lengi? Viljið þér ekki fara með mig inn í reyk- ingaklefann núna? Eg er að sálast úr tóbaksleysi.” Ferðalandarnir tveir risu á fætur. Sama undarlega brosið var enn á andliti Eastons. ’ “Eg get ekki neitað bón um tóbak,” sagði hann glaðléga. — “Það er eini vinur þess, sem rat- að ihefir í ógæfuna. Verið þér sælar, ungfrú Fairöhild. Skyldan kallar.” Hann rétti henni hönd- ina í kveðjuskyni. “Það er leiðinlegt, að þér skul- uð ekki vera á austurleið,” sagði hún, og var ekki lengur eimlæg. “En þér verðið sennilega að fara til Leavenwort'h?” “Já,” svaraði Easton. “Eg verð að fara til Leavenworth.” — Mennirnir tveir yfirgáfu vagninn og fóru inn í reykinga- klefann. Tveir farþegar, sem sátu þar rétt hjá, höfðu heyrt meginið af samtalinu. Annar þeirra sagði: “Þessi lögreglustjóri er fyrir- taks náungi. Þeir eru það marg- ir hérna í vestrinu.” “En hann virðist nokkuð ung- ur til þess að gegna slákri stöðu, finst þér ekki?” spurði hinn. “Ungur!” endurtók sá, sem fyrstur hafði talað. “Hann . . . . Ó, 9ástu þá ekki hvernig í öllu lá? — Hefirðu annars nokkru sinni vitað til þess, að lögreglu- stjóri handjárni fanga við hægri hönd sína?”—Lesb. Mbl. Alþingishátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er Islendingum kærkomin jólagjöf. 1 bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti. Fæst bæði í bandi og óbundin. Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ÞEIR VITRU SÖGÐU Halldór Kiljan Laxness: “Lög listarinnar eiga ékki skylt við lög náttúrunnar, heldur eru eins og öll siðmenning, undirokun náttúrunnar. — Listamaðurinn hefir konunglega afstöðu gagn- vart veruleikanum, notar hann sem eign sína eftir vild, en veru- leikinn verður að beygja sig undir þau lögmál, sem listamað- urinn setur verki sínu. Málar- inn málar ekki náttúurna, held- ur samband sitt við heiminn. — Hann líkir ekki eftir náttúrunni, heldur skapar heim; sinn heim. Listaverkið er ekki aðeins sú Amerfka, sem listamaðurinn hef- ir fundið, heldur sá heimur sem hann hefir skapað. Listmaður- inn hefir að vísu ákveðna per- sónu sem fyrirmynd, en það sem hann málar er samband sitt við hana.-----------“List” sem set- ur sér það takmark á vorum dög- um að vera spegill, eða þegar bezt lætur stí'lfært afbrigði ljós- myndagerðar, segir ekkert um náttúruna, heldur tjáir aftur haldsstefnu og menningarlegan fjandskap, annað ekki. Krafa hennar er sú, að listamaðurinn sé undirgefinn dauðum hlutum, í stað þess að menningarviðleitni heimsins og markmið andans er að gera náttúruna manninum undirgefna. Um tónlist og mynd- list gegnir sama máli að því leyti, að allir tónar eru að vísu til í náttúrunni eins og allir Htir, — a. m. k. hugsan'lega; en um leið og tónlistin ætlar sér að stæla náttúruhljóð hefir hún brugðist hljóðfæri sínu, og er ekki lengur tónjist, heldur i hæsta lagi loddaraskapur. Ó- söngvinn maður þskkist á því að hann hlerar etftir náttúru- hljóðum, fuglasöng, vindgný, lækjarnið, úr hljómi og hrynj- andi tónlistarinnar. Náttúru- stælingin er fremsti, ef til vill hinn eini óvinur listarinnar.” —Samtíðin. Siggi og Nonni voru að smala í snarbrattri fjalls'hlíð að vetrar- lagi. Alt í einu hrasaði Nonni, valt niður alla hlíðina og hentist loks fram af hamrabrún. En svo vel vildi til, að miklum snjó hafi hlaðið niður fyrir neðan hamrana, og sakaði Nonna ekki. Þegar drengirnir komu heim, sögðu þeir sínar farir ekki slétt- ar. Móðir Nonna tók hann þá í faðm sér og mælti: “Eg vona, að þú hatfir beðið guð að hjálpa þér, elsku drengurinn minn, þegar þú varst að hrapa.” “Eg hafði bara engan tíma til þess, og svo gat eg það eikki, því kjafturinn á mér var altaf að skellast,” sagði Nonni. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLl jsmjúga millj handa mér, og það Fjöldi drengja er í álfogum á götunni, en lítill drengur stend- ur fyrir utan þvöguna og græt- ur. Gamall maður gengur þar hjá og sagði með meðaumkvun: — Af hverju ertu að gráta, drengur minn? — Vegna þess að strákarnir eru að fljúgast á í illu og eg fæ ekki að vera með. Þeir segja að eg eigi að vera þjóðabandalagið. FALLEG MUSIC Fimm einsöngslög eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda “Karla- kór Reykjavíkur”. Hér er um lög að ræða sem allir söngelskir menn og konur ættu að eignast, jafnst enskumælandi fólk sem íslenzkt, því texti hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og unna. Lögin eru þessi: 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða, úr hátíðaljóðum Dav- íðs Stefánssonar. 2. Mamma, eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa, eftir Valdimar V. Snævar. 4. Sáu þið hana systur mína, eftir Jónas Hallgrímsson. 5. Ilarmaljóð, eftir Stefán frá Hvítadal. Framsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fög- ur. Heftið kostar aðeins $1.50 og sendist póstfrítt út um land. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Heimskringla á fslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins, og þessvegna mjög handhægl fyrir borgarbúa að hitta hanr, að máli. ★ * * Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags fslendinga i Norður Ameríku. I. árg. 112 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt ri< — Verð ___________________$1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. , Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð ____$2.00 FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta fslenzka fréttablaðið GEFINS! 1945 -------- VERÐSKRA Akveðið nú hvernig 1945 garðrœkt yðar verður hagað. Pantið útsœð- ið snemma meðan allar tegundir eru fáanlegar. Ákvörðun í tíma er lenydarmál góðr- ar garðyrkju . .. og veitir líka unun! Byrjið nú — mælið blettinn er nota skal . . . gerðu þér fulla grein fyrir hvaða tegundir þú ætlar að rækta og hvað mikið fjölskylda þín þarf af þessu og hinu. Láttu fyrri mistök kenna þér,—þú munt finna, að þau komu af of skjótri ráðstöfun, naum- um tima eða seinnri pöntun. Vitur- leg timanleg ráðstöfun borgar sig ætíð, ekki aðeins með meiri og betri framleiðslu, heldur og líka með þeirri sjáifstilfinning er góð garð- yrkja veitir. Sendu eftir útsæðis- bókinni i dag. (Þeir sem pöntuðu frá okkur 1944 verður send ein án >ec,s beir biðji um hana). Skrifið í dag eftir yðar eintaki af vorum 1945 frœlista. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú í BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg * * * Útsölumenn Ferðahugleiðinga S. Thorkelssonar Björnsons Book Store, Winnipeg Ingvar Gíslason, Steep Rock, Man. G. Lambertsen, Glenboro, Man. Elías Elíasson, Winnipeg Jóh. Einarsson, Calder, Sask. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Rósm. Árnason, Leslie, Sask. John Jóhannsson, Elfros, Sask. Magnús Elíasson, Vancouver Guðm. Þorsteinsson, Portland, Ore. Jónas Sveinsson, *Chicago, 111. J. J. Straumfjörð, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts, Wash. Kr. Kristjánsson, Garðar, N. D. H. Hjaltalín, Mountain, N. D. Jón Guðmundsson, Hallson, N.D. J. E. Peterson, Cavalier, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Minn. Skafti Sigvaldason, Ivanhoe, SAVINGS A%5>CERTIFICATES M0RE AIRCRAFT WILL BRING Góð Mentun eflir Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. ^ilve 'Uihuuj, P*ie&l Jlúfuted Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.