Heimskringla - 28.03.1945, Qupperneq 4
\ ”1ÐA
WINNIPEG, 28. MARZ 1945
H E
IMS
KRIN
G L
A
Hcimskringila
fStofnuB lStt)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendqr: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 859 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
VerÖ blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
1 WINNIPEG, 28. MARZ 1945
Tímarit Þjóðræknisfélagsins
Tímarit Þjóðræknisfélagsins kom út á þessu ári eins og venja
hefir verið til um það leyti, er ársþingið stóð yfir. Það er með
stærra móti eða um 152 blaðsíður að lesmáli, auk auglýsinga. Er
oss einnig kunnugt um að upplag þess er nokkuð meira en undan-
farin ár, aðallega þó vegna stórra pantana á því að heiman. Hefði
skemtilegt verið, að slíks áhuga hefði orðið vart hér vestra fyrit
lestri þess og annars sem á íslenzku er hér skrifað.
Veigamesta ritgerðin í Tímaritinu í þetta sinn er grein dr.
Richard Beck um Endurreisn lýðveldisins á Islandi. Eins og kunn-
ugt er, var höfundur hennar fulltrúi Þjóðræknisfélagsins á lýð-
veldishátíðinni og því sjónarvottur að því sem fram fór. Má það
færa frásögn hans til gildis á margan hátt, hún er þessvegna sögu-
legar rakin. Virðist oss andi og blær frásagnarinnar ágætur,
auk þess sem efnið gefur greininni varanlegt gildi. Myndir fylgja
nokkrar ritgerðinni og svo fjallar hún, eins og sjálfsagt var einnig,
um ferðir fulltrúans um landið að hátíðinni lokinni og förina í
heild sinni heim. Almenningur hér á ekki kost á betri upplýs-
ingum um hátíðina annarsstaðar og sízt í svo stuttu máli, unz
sagan af henni kemur út heima, sem byrjað mun vera að skrifa.
Af öðru lengra lesmáli skal nefna sögu sem heitir “Frá kyn-
slóð til kynslóðar”, eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur. Er þar vel á
hugleiknu efni haldið og margt, sem fyrir ber, og skemtilegt er
að athuga í lífi eldri og yngri, ekki sízt þegar gert -er með slíku
jafnvægi og greind og skáldkonan gerir. Efnið er sálrænt fyrir-
brigði, sem kynslóð eftir kynslóð gerist, þó minna sé alment eftir
því tekið, en ætla mætti, en semþó er svo stórt, að óafvitandi skap-
ar margar misfellur í samlífi eldri og yngri. 1 sögunni er hverjum
gefið sitt, eins og vera á og á allar hliðar litið með sálarlíf manna
fyrir augum á öllum tímum og aðstæðum ekki gleymt. Kunna svo
fáir með að fara.
Annað innihald ritsins eru: Fáein minningarorð tveggja
merkismanna, nýdáinna, þeirra Guðm. Finnbogasonar og Guðm.
Friðjónssonar, eftir próf. Stefán Einarsson, Heimsókn biskups
íslands eftir R. Beck; Útverðir íslenzkra fræða (um dr. Stefán
Einarsson), eftir ritstjóra G. J. Um Dr. B. J. Brandson, eftir Sig.
Júl. Jóh.; Maðurinn frá Nýja Sjálandi (saga), eftir J. Magnús
Bjarnason, Tveir dómarar (J. T. Thorson, H. A. Bergmann), eftir
ritstjórann; Töfralyfið Penicillin, eftir Dr. Eggert Steinþórsson;
Okkar á milli, leikur, eftir Dr. Jóh. P. Pálsson; Glæsisvallahirðin,
leikur, eftir Gutt. J. Guttormsson og Æfisögubrot, eftir Björn S.
Lindal, látlaus frásögn, sem allir lesa með ánægju; Lækurinn,
æfintýri, eftir S. B. Ben. og Fundargjörð þingsins 1944
Kvæði eru þessi í ritinu: “17. júní 1944,” eftir Jakobínu
Johnson; “Sólarljóð hin nýju”, eftir G. J. G.; “Skýjaborgir”, eftir
E. P. Jónsson, “Við lát gamals landnámsmanns” eftir Ragnar
Stefánsson; “Einbúinn”, eftir Jón Jónatanssson; “Islendings auð-
kenni” eftir sama; “Hughvörf”, eftir Hjálmar Gíslason, og “Haga-
lagðar” eftir Gísla Jónsson.
Þá eru myndir af töflunni sem Vestur-íslendingar sendu heim
í minningu um lýðveldisstofnunina, og af tveimur skrautrituðum
ávörpum send Þjóðræknisfél. að heiman á 25 ára starfsafmæli þess.
Af öllu þessu er ljóst að innihald ritsins er fjölbreytt og
höfundar bæði bundins máls og óbundins eru svo góðkunnir, að
hér er óþarft að eyða orðum að meðferð þeirra á viðfangsefnum
sínum hvers um sig. '
UMMÆLI SAT. MGHT
Þegar andstæðingar Drew-
stjórnarinnar í Ontario voru að
járma sig saman um að fella
Drew-stjórnina, sem ávalt var
hægt, þar sem hún var í minní
hluta, fór blaðið Sat. Night, sem
er algerlega óháð póltískum
fíokksmálum, þessum orðum um
það:
“Það var illa farið, ef stjórnar-
andstæðirjgar Drew-stjórnarinn-
ar tækju nú upp á því, að fella
stjórnina, sem að líkindum verð-
ur á daginn komið um það er
línur þessar eru lesnar. Oss
dettur ekki í hug að halda fram,
að ekkert megi að Driew-stjóm-
inni finna. En við getum sagt að
við höfum haft góða stjórn síðan
hún kom til valda. Ráðuneyti
Drews hefir verði betra en í
meðallagi og framfaraandi hefir
verið ríkjandi í stjórninni.
Vér sjáum mest eftir Drew
vegna þess, að hann virðist bezti I
maðurinn, sem völ er á til stjórn- j
arforustu í fylkinu. Mr. Hepburn j
hefir á liðinni tíð sýnt alt of
mikið ábyrgðarleysi og ekki
haldið uppi sóma stjórnar sinn-
ar, eins og æskilegt er. Hann
hefir nú að vísu um sumt farið
sér hægar en áður, en vér leggj-
um honum það ekki eins illa út
og margir gera, því það eru
heimskustu menn, sem halda að
þeim geti aldrei yffc-sézt og að
kannast við það sé mesti ó’sómi.
En sinnaskifti hans verða að sýna
sig algerari heldur en þau hafa
enn gert, ef þau eiga að vekja
nýja tiltrú manna. Þau þurfa
að festa dýpri rætur í eðlfchans,
áður en þau eru tekin fyrir nokk-
uð annað og meira en uppþot
blindra tilfinninga.
Mr. Jolliffe (C. C. F. foringi'
hefir verið að fara fram. Fram-
koma hans á þingi hefir verið
stórum betri í ár, en á s. 1. ári.
En vér efumst um, að Mr. Jolliffe
finnist hann sjálfur vera við því
búinn, að taka við stjórnarfor-
ustu. Fylgismenn hans eru held-
ur ekki margir, sem líklegir eru
til að styrkja hann þar, sem hann
þarf þess mest með.
En hvað sem fyrir kann að
koma, þá er það skoðun vor, að
enda þótt Drew tapi (sem nú er
fram komið) að það verði ekki
langt þangað til að hann taki aft-
ur við stjórn og hafi meira fylgi
en áður.”
HVAÐ VERÐUR UM
ÞÝZKALAND?
Ritstjóri blaðs sem heitir The
Nsw Era, skrifar nýlega grein
um Þýzkaland, um hvað þar sé í
raun og veru að gerast og er á
þessa leið:
Það er ekki gott að átta sig á
því sem raunverulega er að ger-
ast í Þýzkalandi af fréttunum
þaðan að dæma.
Fregnritar stríðsins eru fyltir
fréttum frá aðal-bækistöðvum
herráðsins. Þeir eru auðvitað
saklausir eins og lömb, en öll
stríð eru að einhverju leyti póli-
tísk.
Lítum á sókn Rússa í Þýzka-
landi. Um skeið gekk hún svo
vel, að hún nam 30 mílum að
jafnaði á dag.
Slík sókn í vélahernaði eins
og nú tíðkast, er einsdæmi í sög-
unni. Viðnámið hefir hlotið að
vera lítið.
Að svo hafi verið virðist það
og sanna, hve fáir Þjóðverjar
voru teknir fangar í þairri sókn;
hitt einnig, hve mannfall var
lítið af þéim. Að undanteknum
nokkrum bardögum í Posen,
Breslau og Köningsberg, er svo
að sjá, sem þýzki herinn hafi
tekið saman pjönkur sínar og
haldið undan vestur í land með
Rússa á eftir sér.
Hvernig stendur á þessum
sinnaskiftum í þýzka bernum?
Aðeins tveim mánuðum áður
börðust Þjóðverjar sem óðir
væru í Búdapest, vörðu til hins
síðasta hvert stræti og hverí
hús — í fulla tvo mánuði.
Á vesturvígstöðvunum gerðu
þeir það sama, hófu þar meira
að segja skæða sókn. Þeir héldu
talsvert lengi þeim svæðum, sem
þeir náðu.
En hvernig stendur á hinu
breytta viðhorfi þeirra gegn
Rússum? Hvað kom Þjóðverj-
um til að ákveða að halda her
bandaþjóðanna í vestri til baka,
en veita Rússum ekkert viðnám?
Því er ekki um að kenna, að
þeir ættu engan annan kost. Þeir
hefðu getað veitt þar vanalegt
viðnám. En í stað þess, hverfa
þer með allan herinn í bezta á-
sigkomulagi undan. Þarna var
um engan ósigur að ræða. Það
kom ekki til þess. Og það ein-
kennilega við þetta undanhald,
var, að engar skemdir voru gerð-
ar, irtannvirki engin eyðilögð og
jörð ekki sviðin.
Þó skrítið sé er skoðun vor,
að þarna komi nokkuð nýtt til
greina. Rússar hafa um 1,200,-
000 þýzka fanga í sínum vörsl-
um. Á meðal þeirra eru marg-
ir háttstandandi menn og hers-
höfðingjar. Útlagastjórn, hefir
verið komið á fót í Rússlandi,
sem skipuð er þessum mönnum.
Er yfirmaðurinn Frederich von
Paulús, yfirhershöfðingi (Field-
Marshall). Auðvitað voru það
Rússar, sem þessa stjórn settu
á laggir.
í þakklætisskyni fyrir bæði
þetta og góða meðferð Rússa á
sér, hefir von Paulus iðulega
flutt ræður í útvarp til hersins í
Þýzkalandi, að snúa baki við
Hitler. Þessu starfi hefir verið
haldið uppi síðan skömmu eftir
að Stalingrad var bjargað.'
Með þessu var að sjálfsögðu
átt við, að draga úr viðnámi
þýzka hersins á austurvígstöðv-
um Þýzkalands. Það átti að
sannfæra Þjóðverja um að Stalin
væri ekki “bolséviska dýrið”,
sem Hitler hafði sagt þeim að
hann væri. “Eg skal sjá til
þess,” sagði von Paulus, “að þið
fáið að mynda stjórn, sem ykkur
verður hollari en stjórn Hitlers.
Alt sem eg bið ykkur um, er að
sú stjórn verði svo hliðholl Rúss-
um, að þeir virðurkenni hana.”
Auk þess sem á þessu hefir
gengið marga undanfarna mán-
uði, hefir flugritum rignt yfir
þýzku þjóðina og herinn í mil
jóna tali. Hafa þau öll haft inni
að halda áskoranir frá von Paul- j
us og útlagastjórn hans, að
koma Hitler fyrir kattarnef, en
sýna ekki frelsisher Rússa mót
þróa, er sé að reyna að bjarga
þýzku þjóðinni undan oki nazis-
mans.
Áróður þessi virðist hafa hepn-
ast. Vér höfum lesið um að
Rússar í sókn sinni geri engar
skemdir á eignum almennings
fram yfir það, sem verða veri, og
firrist manndráp borgaranna og
það sé í því skyni gert, að vinna
vináttu og tiltrú fólks í Þýzka-
landi.
Hvern daginn úr þessu getum
vér því búist við, að útlaga-
stjórnin þýzka í Rússlandi verði
tilkynt sem stjórnandi landsins.
Von Paulus verður þar auðvitað
hæstráðandi og með honum fara
vissulega ekki aðrir með völd, en
þeir, sem Rússlandi eru hug-
þekkir.. Það er rneira að segja
sagt, að mennirnir til að taka
við stjórn vissra fylkja, svo sem
Austur-Prússlandi, Silesíu, Pom-
erania og Brandenburg, séu þeg-
ar skipaðir.
Skeyti frá austurvígstöðvum
Þýzkalands í seinni tíð, virðast
oss hliðstæð þessari skoðun vorri
eða styðja hana á ýmsan hátt.
Rússar hafa gert talsvert til
að uppræta þá trú hjá Þjóðverj-
um, að þeim byggi hefnd í huga,
sem þýzka þjóðin hefir stöðugt
• verið hrædd með.
Þýzkir flóttamenn í héruðum
þeim, sem Rússar hafa nú vaðið
yfir, og leyft hefir verið að snúa
til heimila sinna, segja einum
rómi, að Hitler-stjórninni ætti
að vera kastað út.
Þess eru og nokkur merki,
að þýzkir borgarar séu hættir að
flýja héruð sín eða heimili á
austur-vígstöðvunum.
Hvað Þýzkalands bíður er
varla um að villast. Þess bíður
hið sama og Póllands, Rúmaníu
og Búlgaríu, en þar ráða Rússar
nú lögum og lofum, já svo ein-
dregið, að til þessara landa fá
nú ekki að koma hermenn frá
bandaþjóðunum, flugför, stjórn-
málamenn eða fregnritar, nema
neð góðu leyfi fengnu frá
Moskva.
ICELANDIC CANADIAN
EVENING SCHOOL
Eins og öllum er kunnugt, sem
nokkuð fylgjast með sérmálum
Íslendinga hér í landi, hefir The
Icelandic Canadian Club, og
Þjóðræknisfélagið að einhverju
leyti, í vetur haldið kveldskóla í
Fyrstu lútersku kirkju, þar sem
fræðsla hefir verið veitt í ís-
lenzkri tungu, bókmentum þjóð-
airinnar og sögu. Það er fyr-
nefndur klúbbur sem hefir um-
sjón með þessari fræðslu og
virðist hafa allan veg og vanda
af henni, enda mun þetta aðal-
lega ætlað því fólki, sem hefir
ófullkomna þekkingu á íslenzku,
en klúbburinn notar enskuna
eingöngu, eða því sem næst. Er
fræðslunni þannig hagað, að
fyrst er fluttur fyrirlestur á
ensku og eru þeir allir um sögu
íslands, bókmentir þjóðarinnar
og aðra menningu hennar. Að
fyrirlestrinum loknum fer fram
kenslustund í íslenzku fyrir þá
sem hennar vilja njóta. Hóf
klúbburinn þessa lofsverðu
starfsemi í október í haust og
heldur henni áfram þangað til
um miðjan maí í vor. Má óhætt
segja að hér er mikið verk unnið
og vel unnið og fæ eg ekki betur
skilið en það hafi hepnast ágæt-
Lega. En enda þótt þessar fræð-
slunstundir séu sæmilega vel
sóttar, finst mér að þar ætti að
vera miklu fleira fólk saman-
komið, þær eiga meir en skilið
að þær séu vel sóttar og klúlbb-
urinn á meir en vel sklið, að
starfsemi hans sé vel þegin og
vel metin. Vort yngra fólk get-
ur aldrei eignast mikið af ís-
lenzkri þjóðrækni, nema það viti
eitthvað töluvert um ættland
sitt, menningu sinnar ættþjóðar
og sögu, sem við Vestur-íslend-
ingar eigum áreiðanlega sameig-
inlega með heimalþjóðinni, þó
margt sé nú til að aðskilja okk-
ur.
Eg hefi sótt nokkrar af þess-
um fræðslustundum og finst tím-
anum vel varið sem til þess gekk,
en ekki sízt á mánudagskveldið,
26. marz. Þar flutti forseti
klúbbsins, Mirs. Hólmfríður Dan-
elson, fyrrlestur: The Dark Ages,
1262—1750. Þar sem frúin er
forseti klúbbsins, má gera ráð
fyrir að hún hafi ráðið miklu um
það, hver tæki að sér hvert um-
talsefni fyrir sér, en hún er víst
óeigingjörn og hefir tekið að sér
hið lang erfiðasta. Það er engin
hægðarleikur að gefa í einu er-
indi ljóst yfirlit yfir þetta langa
og raunalega tímabil í sögu
þjóðarinnar, þar sem hún átti
við ótal erfiðleika að stríða og
miklar hörmungar, en lifði þær
Iþó af og reis upp aftur vel ment-
uð menningarþjóð. Mér skildist
frúnni takast ágætlega og varpa
skíru ljósi á þetta dimma tíma-
bil í sögu þjóðarinnar og ef við,
sem hlustuðum á, vitum ekki
meira eftir en áður, þá er það
okkar skuld. Þess þarf naumast
að geta, því það er vel kunnugt,
að Mrs. Danielson flytur mál
sitt ágætlega, hefir góðan mál-
róm og kann að beita honum svo
vel heyrist til hennar. Hún er
mjög vel máli farin eins og hún
er vel ritfær, hvort sem hún not-
ar ensku eða íslenzku, sem er þo
heldur sjaldgæft.
Næsta fræðslustund verður á
mánudagskveldið, 9. apríl í
Fyrstu lútersku kirkju. ‘Þá flyt-
ur séra V. J. Eylands erindi um
Hallgrím Pétursson, sem hefst
stundvíslega kl. 8.15. Aðgangur
fyrir þá sem ekki eru innritaðir,
25^. F. J.
“FYRST ÞÉR SPYRJIД
Frú Elinor Roosevelt
svarar spurningum
Veitir eiginmaður yðar því at-
hygli, er þér fáið nýjan klæðnað
eða nýjan hatt, eða er hann eins
og margir aðrir karlmenn, sem
aldrei taka eftir því, þótt eigin-
kona þeirra fari í nýja flík?
Eg býst við, að eiginmaður
minn eigi oftast of annríkt til að
taka eftir klæðnaði mínum, en
stundum lítur hann alt í einu
upp og segir, að hann kunni vel
við einhverja flík, sem eg er bú-
in að eiga í tvö eða þrjú ár.
Hvernig haldið þér ótta yðar
í skefjum vegna sona yðar, sem
eru á vígstöðvunum?
Aðallega með því að eiga svo
annríkt, að eg hafi mjög lítinn
tíma til að kvíða neinu, fyr en
það dynur á. Mikið af áhyggj-
um okkar stafar af kvíða fyrir
óhamingju, sem kemur ef til vil!
aldrei. Þegár þér eruð komin
á minn aldur, mun lífsreynslan
hafa kent yður að taka því, sem
að höndum ber, án þess að æðr-
ast.
Um það hefir verið rætt, að
ungir menn verði skyldaðir til
henþjónlustu í Bandaríkjunum
eftir ófriðinn. Álítið þér ekki,
að ungar stúlkur gætu haft gott
af svipaðri þjálfun og nú á sér
stað í kvennadeildum hersins
(WACS)?
Eg ætla fyrir mitt leyti að
vona, að hér verði ekki komið á
hreinni og beinni herskyldu, en
eg held að ungar konur jafnt sem
karlmenn hefðu gott af því að
inna af hendi 1 árs þegnskyldu-
vinnu fyrir föðurland sitt. Þann
tíma mætti nota til heræfinga að
enhverju leyti, en jafnframt
yrðu unnin önnur þjóðnýt störf.
Haldið þér ekki, að bann
“stríðsframleiðsluiráðsins” gegn
því að láta tvennar buxur fylgja
hverjum fatnaði sé misráðið, þar
sem einn slíkur fatnaður endist
venjulega eins lengi og tvennir
svokallaðir “victory”-fatnaðir
með einum buxum?
Eg álít þetta bann hlægilegt.
Sérhv-er húsmóðir veit, að jakki
og vesti endist fult eins lengi og
tvennar buxur, einkum ef menn
hlífa jakkanum með því að vinna
í skrifstofujakka.
Hvert er álit yðar á hjóna-
skilnaði? Álítið þér slíkt heppi-
legt eða réttmætt?
Skilnaður hjóna er málefni,
sem aldrei skyldi flanað að, en
eg held, að það sé ennþá þýðing-
armeira að flana ekki í hjóna-
bandið. Stundum vill það tij,
þótt alt virðist benda til far-
sællar samlbúðar í byrjun, að
fólk tekur misjöfnum þroska,
svo að sambúðin fer út um þúfur
eftir nokkur ár. Þegar svo er á-
statt, virðist mér skilnaður vera
eina úrræðið.
Sum trúarbrögð leyfa ekki
skilnað, og á eg hér vitanlega
ekki við fólk, sem aðhyllist þau.
En það mun sjaldgæft, að það
fólk, sem er ófarsælt í hjóna-
bandinu, geti átt saman heimili,
þar sem góðsemi, umhyggjusemi
og eining ríkir, en það er hinn
eini heimilisbragur, sem börn
geta þrifist við, ef vel á að fara.
Eg held, að það sé óhjákvæmi-
legt, þegar svo er komið, að slíta
samvistum í þeirri von, að hvor
aðilinn um sig geti annað hvort
fest yndi við nýtt föruneyti eða
gert sér tilveruna bærilega einn
síns liðs. En það virðist ekki
gott hlutskifti að lifa í vansælu
hjónabandi, og það er ekki síður'
slæmt fyrir börnin, ef einhver
eru.
Álítið þér, að konur hafi eins
mikla kímnigáfu og karmenn?
Bæði karlar og konur geta haft
næma kímnigáfu og hvortveggja
geta verið gersneidd henni. ■—■
Stundum hefir mér dottið í hug,
að konur ættu að standa betur
að vígi í þessu efni, af því að
þeim er í blóð borið að laga sig
eftir lunderni þeirra, sem þær
eru samvistum með. Þær ern
yfirleitt fljótari til að draga dám
af umhverfi sínu en karlar.
Hvernig hafið þér getað tamið
yður slíka sanngirni, góðvild,
stillingu og hreinskilni, sem þér
hafið til að béra?
Það er mjög fallega gert af
yður, að ætla mér svona margar
góðar dygðir. Þegar litið er r
alt hið opinbera staut og þvarg,
sem eg og fjölskylda mín hefir
lifað og hrærst í um margra ára
skeið, er eg hrædd um, að eg
hefði annað hvort orðið grettir
kerling eða taugabilaður garm-
ur, ef eg hefði ekki getað gert
mér ljóst, hvað eg áliti rétt r'
rangt og látið mér í léttu rúmi
liggja álit og ummæli annara, —
nema í hlut ættu þeir menn, sem
eg virði og treysti.
—Samvinnan.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl
íslenzk viðskiftanefnd
til Svíþjóðar
Ríkisstjórnin hefr nýlega skip'
að sendinéfnd til að semja við
sænsku ríkisstjórnina um verzl-
un og viðskifti milli íslands og
Svíþjóðar.
Formaður nefndarinnar
Stefán Jóh. Stefánsson alþm-i
aðrir nefndarmenn eru Arerú
Claessen aðalræðismaður og Ó”
Vilhjálmsson framkvæmdastj.
Tveir hinir fyrsttöldu nefnd-
armenn eru farnir héðan fyrir
nokkru.—Mbl. 23. jan.
SMÁVEGIS
Síðustu myndirnar af HitleG
sýna að hann er mjög farinn að
heilsu. Vér værum heldur ekk-
ert hissa á þó honum liði talS'
*
vert ver en, myndirnar bera me°
sér.
★ ★ ★
— Pabbi, gefðu mér sítrón.
— Nei.
— Pabbi, gefðu mér sítrón.
— Nei, ^trákur.
— Pabbi, gefðu mér sítrón.
— Ef þú hættir ekki, þá kem
eg og flengi þig.
— Pabbi, ef þú kemur a°
flengja mig, þá komdu m^
sítrón um leið.