Heimskringla - 28.03.1945, Síða 5
I
WINNIPEG, 28. MARZ 1945
HEIMSKRINGLÍ,
5. SIÐA
VALGERÐUR EINARS-
DóTTIR ERLENDSSON
25. desember 1855
20. febrúar 1945
Háöld ruð landnámskona,
^ugnaðarmikil og kærleiksrík,
hjálpfús og ósérhlífin á
oieðan að heilsa og kraftar
leyfðu, er nú farin til hinnar
síðustu hvíldar. Valgerður Ein-
ersdóttir, sem með manni sín-
Urn, var landnemi á Bluff og
nokkrum árum fyr nálægt Sandy
®ay var afbragðs kona, að dómi
allra sem þektu hana.
Hún var dóttir Einar Kjart-
anssonar prests í Skógum undir
Eyjafjöllum og Helgu Hjörleifs-
úóttur konu hans, og var fædd
25. des. 1855 í Drangshlíð undir
Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu.
Hún var ein af þrettán barnum
aHs, ellefu drengjum og tveimur
úætrum. Systir hennar dó í barn-
®sku, og flestir bræðranna dóu
nngir, og er öll fjölskyldan nú
horfin þessum heimi nema einn
bróðir, Sigurjón, heima á ís-
landi.
Valgerður sál. ólst upp í for-
eldra húsum og vann fyrir sér
a ýmsan hátt, eftir því sem þá
gerðist, og var fyrirmyndar köna
1 alla staði. Árið 1887, giftist
^ún Ingimundi Erlendssyni,
^ttuðum frá Böðmóðsstöðum í
Arnessýslu. Hann var sonur
^rlends bónda Eyjólfssonar, og
^rgrétar Ingimundardóttur
^onu hans. Sama árið fluttust
Þau hjónin vestur um haf og
Settust fyrst að í Winnipeg og
dvöldu þar sex ár. Þau fóru svo
þaðan til nýlendunnar í Saskat-
chewan, en dvöldust þar aðeins
Ivö ár. Hugur Ingimundar
hnieigðist meir að veiðiskap en
landbúnaði, og þessvegna var
flutt til Sandy Bay, við Mani-
toba-vatn, og svo þaðan nokkru
seinna eða aldamótaárið á tang-
ann þann sem Bluff kallast, ná-
MORE AIRCRAFT
WILL BRING
QUICHER
TQRY
Æ^WAR SAVINGS
/V5>CERTIFICATES
^lægt Reykjavík, P.O. Ingimund-
ur nam land á Bluff, og þar
bjuggu þau hjónin til 1917, er
þau leystu upp bú sitt. Þau
bjuggu eftir það hjá dætrum
sínum og undu sér vel þau sól-
setursár æfinnar sem eftir voru.
ilngimundur dó árið 1937, og nú
á 90. árinu, hefir ekkja hans,
einnig kvatt þetta líf.
Börn þeirra voru alls þrjú, og
ilifa þau móður sína. Þau eru
tvær dætur, Margrét, sem er
gift Jóni Thorsteinssyni á Steep
Rock, og Helga, gift Alfred Klein
á Lonely Lake, og einn sonur,
Einar, til heimilis í Winnipeg.
Einnig eru sex barnabörn.
Á unga aldri misti Valgerðui
sál. heyrnina, en lét það lítið á
sig fá, þó að það hefði sína erfið-
leika í för með sér, eins og menn
vita. Og nú síðustu ár æfinnar, j
var minnið farið að bila og heilsa j
hennar að hníga, eins og eðlilegt
er, er aldurinn er orðinn mikill.
En kjarkur og þrek biluðu ekki,
og hún tók öllu sem að höndum
Ibar rólega og með mikilli þolin-
mæði. Seint í haust, varð að
flytja hana til Winnipeg á heilsu-
hæli þar, þar sem hún fékk að
njóta aðhlynningar sem aðeins
iþesskonar hæli geta veitt. Og
svo, eftir fárra mánaða dvöl þar,
sofnaði hún út af, hægt og ró-
lega, s. 1. 20. febrúar. Hún leit-
aði sér hvíldar eftir erfiði dags-
ins.
Líkið var flutt til Lonely Lake,
þar sem útfararathöfn fór fram,
frá heimili dóttur hennar, Mrs.
Alfred Klein, 23. febrúar. Séra
Philip M. Pétursson flutti síð-
ustu kvenðjuorðin. Jarðað var í
grafreitnum við Reykjavík.
Þannig er til moldar hnigin
enn önnur háttmetin landnáms-
kona, sem sinn skerf hefir lagt
til byggingu þessa lands. Megi
guð blessa minningu hennar. —
Verði hvíldin, sem hún hefir
hlotið, henni kær. P. M. P.
ÁRAMOTADAGAR
Allir dagar eru, áramótadagar —
Eins og allar vísur, urðu hættir bragar.
Ef þú eina vísu, yrkir hverjum degi,
Víkur þögn og þreyta, þínum æfi-vegi.
Máske einhver annar, af þeim hafi gaman,
Sjálfur bstri bindi, Braga-hætti saman.
Þá er ei til einskis, eyddur liðinn tími.
Sá er öðrum eykur, æðaslátt í rími.
Kannske fljóðin finni, falin lög og syngi,
Svo að svanna raddir, sónar-skálum klingi.
ljóða allir ómar, undir tóna-mætti,
Flétti sveinn o gsvanni saman líf og hætti.
Jakob J. Norman
SMÆLKI
— Níels gamli er níræður í
dag, hann er þá fæddur 1854.
— Já, en á Akureyri er mað-
ur, sem er fæddur 1762.
— Það er algerlega ómögulegt.
— Nei, það er satt, það stend-
ur á legsteininum hans.
★ ★ ★
1 gamaldags háskóla voru
stúdentarnir þrjú ár áður en
þeir gengu undir lokapróf. —
Fyrsta árið voru þeir kallaðir
vitrir menn, annað árið voru þeir
kallaðir heimspekingar — þessir
sem óska þess að vera vitrir
menn og þriðja árið voru þeir
álitnir meðal skussar.
ÁRAMÓTAVISUR
Til J. Magnúsar Bjarnasonar,
24. maí 1944.
Þá var hann veikur á sjúkrahúsi
í Winnipeg, en undirritaður
veikur heima hjá sér.
Báðir eiga afmæli í maí.
Maí sólin okkar er
Aftanskuggum búin —
Jóhann Magnús mér og þér
Miorgun-geislum rúin.
Kæri vinur, af því er
Okkur nú að dreyma:
Oftar sorg og særðann her,
En sólarlögin heima —
Sem að bygðu eilífð á
Alla sína dóma —
Vorið kaus í kviðdóm þá
Kvöld- og morgun-ljóma.
Þá var líf um lyng og hlyn,
Ljóð var æsku gaman
Árdagsroði aftanskin
Unnu dygðum saman.
Kveldar sorgum—geislaglóð
Gróðurfregn skal boða:
Svo við yrkjum aftan-ljóð
Upp — á morgunroða!
Jakob J. Norman
— Nú, það gengur þá ekkert
að þér, kunningi.
— Nei, hversvegna spyrðu?
—í gær sagðistu þurfa að flýta
þér til læknis, og rétt á eftir sá
eg þið vera að tefla við mann
mann inni í kaffihúsi.
— Það var læknirinn.
★ ★ ★
Ameríski orðabókahöfundur-
inn Noah Webster (1758—1843)
tók eitt sinn að sér að skrifa bréf
fyirir þjón sinn, sem hvorki var
læs né skrifandi. Áður en hann
lokaði bréfinu, sagði hann: “Er
það ekkert meira, sem þú vilt
bæta við bréfið?”
“Nei, ekkert”, sagði þjónninn
og klóraði sér bak við eyrað,
“nema kanske að biðja hann
bróðir minn um að afsaka vill-
urnar og vonast til þess, að
hann geti stafað sig fram úr
párinu.”
★ ★ *
Kristín Svíadrotning sló hin-
um fræga málfræðingi Vossius
eitt sinn gullhamra með því að
segja, að hann vissi ekki einung-
is, hvaðan öll orð væru runnin,
heldur vissi hann einnig, hvert
þau myndu fara.
ir ★ *
— Hversvegna ferðu ekki
heim?
— Konan mín er reið við mig.
— Hversvegna er hún reið við
þig?
— Vegna þess að eg kem ekki
heim.
FJÆR OG NÆR
Ný bók komin út
“Björninn úr Bjarmalandi,”
eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson.
— Bókin fjallar um þroskasögu
Rússlands og aðra rás viðburð-
anna í veraldarsögunni s. 1. 25
ár. Gefur óvilhalt og gott yfir-
lit yfir heimsmálin fram til síð-
ustu tíma.
Bókin er hart nær 200 bls. að
stærð. — Verðið er, saumuð í
góðri kápu $2.50 — í bandi
$3.25. — Og er það mjög sann-
gjarnt, samkivæmt núverandi
verðlagi á íslenzkum bókum. —
Pantanir sendist til, The Colum-
bia Press Ltd., 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man., og Björnsson’s
Book Store, 702 Sargent Ave.,
og verður bókin send hvert sem
vera ber. Burðargjald er lOc.
★ ★ k
Nýjar bækur
sem allir þurfa að lesa
BRAUTIN, ársrit Hins Sam-
einaða Kirkjufélags íslendinga í
Norður Ameríku. I. árg. 112
blaðsíður í Eimreiðarbroti. —
Fræðandi og skemtilegt rit. —
Verð _______*___________$1.00
“ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft-
ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak.
Vönduð útgáfa með mynd af höf-
undi. Góð bók, sem vestur-ís-
lenzkir bókamenn mega ekki
vera án. Bókin er 166 blaðsíður
í stóru broti. Verð____$2.00
BJÖRNINN ÚR BJARMA-
LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25,
óbundin $2.50.
HUNANGSFLUGUR, eftir
Guttorm J. Guttormsson. Kostar
aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú l
BJÖRNSSONS BOOK STORE
702 Sargent Ave. Winnipeg
W ★ *
Messur í Nýja íslandi
1. apríl — Árborgi íslenzk
messa kl. 11 f. h. Hnausa, messa
kl. 2 e. h. Riverton, íslenzk
messa kl. 8 e. h.
B. A. Bj arnason
SKRASETJIST NÚ/j^
Jjölókylauó tytknum
Fjölskyldustyrkur verður borgaður í hverjum
mánuði fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs.
Fyrsta borgun verður sett í póstinn í júlí
1945. Fjölskyldustyrkurinn er borgaður til
hjálpar foreldrum að annast börn sín, til
læknishjálpar, tannlækninga og hjúkrunar —
fyrir betra fæði, föt og húsnæði, og til hjálpar
jöfnuði tækifæra allra barna.
Skrásetningaskjal hefir verið sent hverri
f jiilskyldu. Skrifaðu þitt út undir eins og þú
færð það. Það er mjög einfalt—aðeins sjö
spurningar—og leiðbeiningar neðan við til
hjálpar svo svarað sé rétt. Gerðu það strax
fyrir börnin þín, því ávísun er aðeins hægt að
senda þeim f jölskyldum er hafa svarað spurn-
ingunum og sent svörin til baka.
Ef þú hefir ekki fengið skrásetningar-
skjalið með pósti, þá biddu um eitt í næsta
pósthúsi.
1. SPURNING. SKRIFAÐU 1
UPPHAFSSTÖFUM ( L I K U M
Þ E S S U M ) nöfn barna þinna
innan 16 ára. Skrifaðu fæðing-
armánuð, svo dag og ár. Skrif-
aðu fæðingarstað hvers barns.
Endaðu hverja línu með skyld-
leika þínum til barnsins, og ef
faðir og móðir senda beiðnina
þá skal rita nöfn beggja.
2. SPURNING. Hér verða faðir
og móðir að undirskrifa ef þau
eru bæði heima. Svo gefið árit-
un þess, er taka skal við ávísun-
inni. SKRIFIÐ ÞETTA 1 UPP-
HAFSSTÖFUM (LIKUM ÞESS-
UM) undir bæði nöfnin. Móðirin
skal ekki skrifa fyrsta nafn
manns síns. Hún skal skrifa
sitt fyrsta nafn, svo sem Mrs.
Alice, Mary, Joan, o. s. frv.
----_—J FAM/LY ALI niA vSÍ H“lth WtíAM
-5
Það er Hægt
Það er þjóðræknisskylda allra að framleiða og hag-
uýta eins mikið og hægt er af mismunandi garðávöxtum,
á sínum eigin búum.
Þessu fylgir unaður; safnið Radish, Lettuce, Fresh
Shelled Peas, Snap Beans, öllu úr yðar eigin garði. —
Njótið gleðinnar af að tína þessa uppáhaldsrétti þar.
Sáið í eldhúsgarðinn Steele-Briggs’ Trial Ground Testéd
Seeds, og árangurinn er vís. Spyrjið eftir vöruskrá og
Field Seed List.
Steele-Briggs Seed Co., Limited
TALSÍMI 98 552
139 Market St. East Winnipeg
Einnig í Regina og Edmonton
3. SPURNING
Ef aðeins eitt nafn er sett undir 2. spurning, þá gefið ástæðu því bæði
nöfnin standi þar ekki. Gefið sundurliðaðar skýrinpjar—segið ekki að
faðir eða móðir séu “í burtu”—segið hvar og hvað lengi.
4.. 5.. 6. oq 7. SPURNING
sem eru hinu megin á skjalinu, verður að svara annaðhvort með
“já” eða “nei”. Ef svarið er “nei” við 4„ 5. eða 6. spurningu, þá gefið
sk. ringar, skrifið nafn barnsins eða barnanna er um ræðir. I sam-
bandi við nr. 5, ef þú átt börn innan 16 ára er eigi eru hjá þér, gefið
nöfn þeirra, gefið ástæður og fulla áritun þar sem hægt er að heim-
sækja þau. Ef nr. 7. er “já”, gefið upplýsingar er um er beðið.
TEKJUSKATTUR: Svo engin fái hvorutveggja, fjölskyldustyrk og frá-
drátt barna frá tekjuskatti, verður sú upphæð, er tekið er á móti í
fjölskyldustyrk, dregin frá undanþágu af tekjuskatti. Foreldrar geta
þessvegna ráðið því, hvert þau biðja um styrkinn—eða ekki. Hverjum
þeim sem er í efa hvort hann ætti að biðja um styrkinn eða ekki, er
ráðlagt að biðja um hann.
,Of ÞIÐ HJÁLPIÐ BÖRNUM
| YKKAR ÞEGAR ÞIÐ SKRÁSETJIÐ |
FYRIR tyialAl2yl(ii4AÍ4yiJz4Mm
Published under the authority of HON. BROOKE CLAXTON, Minister
DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE, OTTAWA