Heimskringla - 11.04.1945, Síða 4

Heimskringla - 11.04.1945, Síða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. APRÍL 1945 JÉrchnskrmjjla (StofnuB lStt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verö blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winmpeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 WINNIPEG, 11. APRlL 1945 Kenslubók í íslenzku Kenslubók í íslenzku fyrir enskumælandi menn, hefir próf. Stefán Einarsson samið, og The Johns Hopkins Press nýlega gefið út. Innihaldið er íslenzk málfræði, les- og skrif-æfingar og orða- safn, eins og heiti bókarinnar á ensku bar með sér: Icelandic - Grammar, Texts, Glossary. Hún er 500 blaðsíður að stærð og kostar í smekklegu bandi $5.50. Hér er um mikilsverða bók að ræða, bók, sem gæti að öllu eðlilegu verið stór þáttur } útbreiðslu íslenzkrar tungu á meðal enskumælandi manna. Hana má og hiklaust tslja í flokki sígildra bóka, sem lengi eiga fyrir hendi að verða notaðar, sem heimildir, auk hins beina ætlunarverks hennar, að nema af íslenzka tungu. Það getur nokkur vafi verið um að íslenzk tunga nái mikilli út- breiðslu hér eftir, að -ekki sé talað um að hún verði eins útbreidd og hún forðum var. Það verður ekki einu sinni sagt, að byrlega hafi blásið með að halda henni við af börnum ættlandsins hér vestra, þó það megi þjóðernislega stórslysalegt kalla, með tæki- færinu sem þar gafst til að halda henni varanlega við. Hitt er samt víst, að íslenzku er af enskumælandi þjóðum nú meiri gaumur gefin en áður. Þessa sézt vottur við háskóla hér; það hefir einnig með viðkynningu hers héðan að vestan við heima þjóðina, skapast sérstök ástæða til íslenzkunáms af erlendum Fjöldi skólagenginna hermanna, sem heima dvöldu, hafa lagt fyrir sig nám í íslenzku, sem líklegt er að ekki verði gleymt eða niður- lagt eftir að hingað kemur. Bók sú sem hér um ræðir, virðist til valin til slíks náms innan skóla hér eða utan og raunar hvar í enskumælandi heimi sem er. En svo, og ekki sízt, beinist athyglin að notkun þessarar bókar á meðal Vestur-íslendinga. 1 stuttu máli sagt, ætti hún að vera á borði í dagstofu hvers íslenzks heimilis, þar sem fólk býr, er móðurmál sitt metur nokkurs. Það mun nú ýmsum, eftir að hafa séð bókina, þykja hún full þung til þess og meira við hæfi mið- og háskólanema en almennings. En ef byrjað er á æfingun- um og málfræðin látin bíða þar til nokkurri kunnáttu er náð í málinu, þá ætlum vór að hver og einn hafi bókarinnar not, jafnvei þó til notkunar í æðri skólum sé samin. Fyrir Vestur-íslendinga er nám í íslenzku enn auðvelt, vegna þess að á mörgum heimilum, sveitaheimilum nálega öllum, en færri hlutfallslega í bæjum, er íslenzka enn töluð. Að hinu er bagi, að mörgum finnast þeir í óvissu um hvað sé góð og gild íslenzka og veigra sér þessvegna oft við að tala hana. Óskeik uú leðarvísir sem þessi bók, ef við hendina væri, ætti oft að geta gefið tækifæri til að sigrast á þessum erfiðleika. Það er ef til vill ástæðan fyrir þessu oft, að slík heimild hefir ekki verið handbær. Framburður er gefinn á íslenzkum orðum og er þar táknum fylgt, sem í hljóðfræði eru viðurkendust og sem notaðar eru i orðabók Sigfúsar Blöndals ,en ekki farið eftir Webster eða fram- burði eldri orðabóka, sem alment má kost telja. Myndir eru og nokkrar í bókinni, allar dregnar, en ekki vélteknar. Hafa þær tekist vel hjá íslenzka listamanninum, Halldóri Péturssyni. Fylgir myndunum sá kostur að þær eiga betur við efnið fyrir að dregnar eru. Til alls hefir sjáanlega verið sem bezt vandað. Auk útgefenda lagði Island fé til útgáfunnar svo að verð bókarinnar er alt að því helmingi lægra, en annars hefði verið. Þegar litið er á stærð borgarinnar, innihaldið sem svo vandað hefir verið til og allan frágang, er hér um gjafverð að ræða, jafn- vel þó hér kosti vegna tolls og gengismunar, nokkuð meira en syðra. Við íslenzku kenslu hér ætti bókin að vera notuð eins mikið og kostur er á. Það er ekki vandalaust að skrifa bók sem þessa. Það krefst ekki einungis fræðimanns góðs að gera það, heldur þeirrar ná- kvæmni sem með óbilandi elju fæst. En svo hefir höfundi tekist. að leysa verkið af hendi, að það ber hæfileikum hans og starfs- þrótti óbrigðult vitni. Bera dr. Stefáni Einarssyni þakkir hvers sanns íslendings fyrir starf hans og öllum er að útgáfu þessarar vönduðu bókar hafa stutt. Pantanir sendist til The JcAns Hopkins Press, Baltimore 18, Maryland, U. S. A. LÍTTUR ER SÁ SEM EKKI FYLGIR LANDSSIÐNUM Eftirfarandi klausa birtist í fréttum frá Rússlandi s. 1. mið- vikudag í blöðum hér vestra: “Útvarpið í Moskva kastar hnútum að íslandi, eftir því er fregnritum í Bandaríkjunum far- ast orð, út af því, að það hafi ekki sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Þulurinn í Moskva sagði ís- landi hafa verið bjargað af Bandaþjóðunum frá að lenda í klóm nazista, og frelsi sitt hefði það endurheimt með beinni að- stoð þriggja stórveldanna. Með þetta áminsta fyrir aug- um, er furðulegra, sagði útvarp- ið, að til skuli vera menn á Is- landi, sem ekki láta sér einu sinni ant um að efla vináttu við Bandaþjóðirnar, heldur gera sitt til að draga úr henni. Útvarpið hermdi, að Islandi hefði verið boðið til fundarins í San Francisco, með því.skilyrði að vísu, að lýsa yfir stríði, en það væru óróaseggir á íslandi, sem reyndu að telja mönnum trú um, að Bretland og Bandaríkin teldu alveg sérstaklega standa á með ísland og greindi í því á við hinar Bandaþjóðirnar.” Þannig hljóðar nú þessi frétt. Það má að sjálfsögðu búast við því, að hver sá sé líttur, sem ekki fylgir landssiðnum, þessum landssið, sem nú ríkir um allan heim, að líta enga þjóð réttu auga, sem ekki h'efir lagt blessun sína yfir stríðið, með öðrum hvorum stríðsaðilanna. Það kann eitthvað mega finna þessu til málsbóta, ef um volduga þjóð er að ræða, segjum með tugum miljóna manna. En þegar um þjóð er að ræða, sem einn þrí- tugasta hluta af mannfjölda Moskva hefir, þá er erfitt að skilja kröfuna um, að segja öðr- um þjóðum stríð á hendur, áður en Bandaþjóðirnar geti, að hildi lokinni, nokkuð átt við slíka þjóð saman að sælda. ísland hefir með Bandaþjóðunum verið og hefir aflað þeim fæðu í þessu stríði möglunarlaust úr sjónum og metið sér það hag og heill að geta gert það, eins og á stóð og þó það hafi orðið fyrir mann- tjóni af völdum stríðsins eins og fleiri þjóðir og margt mannfé- lagið út um heim hefir orðið, þó saklaust væri af að eiga nokkurn þátt í upptökum stríðsins. Slík- um þjóðum og Islandi lekki sízt, getur virst það undarlegt, að mega ekki að stríði loknu vinna í þessum anda með Bandaþjóð- unum. Þó það hafi neitað þátt- töku í San Francisco-fundinum af því, að henni fylgdi sá böggull, að maður ekki segi sá kúgunar- skilmáli, að verða að segja öðr- um þjóðum stríð á hendur, er mjög skrítið að dæma hana óal- andi sem samvinnúþjóð að stríði loknu eftir að hafa verið út alt stríðið í náinni samvinnu við Bandaþjóðirnar * og málstað þeinra af einlægni fylgjandi. Islendingar lögðu niður vopna- burð fyrir mörgum öldum síðan. Þeir fundu mannlegu réttlæti betur fullnægt með því að leggja ágreiningsmál sín í gerðardóm, en að láta vopnin og hnefarétt- inn skera'úr þeim. Sín ágrein- ingsmál segjum vér, vegna þess, að þeir áttu lengin ágreiningsmál við aðrar þjóðir, nema ef telja á þar með sjálfstæðisbaráttu þeirra við Dani, en sem lauk með sigri fyrir ísland og réttsýni Dana á friðsamlegan og í alla staði á viðunandi hátt, Banda- þjóðunum að þakkarlausu. Að fara nú að segja þessari vopn- lausu, friðar- og frelsisunnandi þjóð, Ib segja stórþjóðum stríð á hendur, getur ekki skoðast annað í augum Islendinga en ó- skiljanlegur trúðurleikur, hversu hátt sem einræði er nú sett og á enn eftir að komast í heiminum. Það er eftir vestrænum ment- uðum herforingja haft sem lengi dvaldi á Islandi, að honum hiefði komið íslendingar svo fyrir- sjónir, að þeir væru þjóðernis- lega ein heilsteyptasta þjóðin sem hann þekti. Þeir hefðu kom- ið að ónumdu landi, bygt það, alist upp við náttúru þess og náð svo miklum andlegum þroska, að ótrúlegt væri um svo fáment og afskekt þjóðfélag. Hann sagðist einu sinni hafa spurt mann að því, hvort nokkuð væri um fas- ista á Islandi. Maðurinn svar- aði um hæl, að Islendingar voru pró-íslenzkir og ekkert annað. Þetta áleit hann hverju orði sannara. Þeir unna bókmentum sínum fornum og nýjum, eru ef- laust mesta bókmentaþjóð heimsins og byggja alla sína menningu á því sem þeir eiga þjóðlegast til hvert sem þeir sækja 'efniviðinn í hana. Fram- farir heimsins fara ekki fram hjá þeim, hvorki andlegar né verk- legar. I þessu stríði eru þeir yfir- fljótanlega með Bandaþjóðun- um, vegna þess, að þeir álíta að öllu athuguðu og bornu saman við þeirra eigin skoðanir, það hið eina heilbrigða, úr því sem að gera sé. En þá fýsir einnig, að standa utan við stríðsheiminn, ekki vegna þess, að þeir sjái þar ekki mismun góðs og ills, heldur fyrst og aðallega vegna þess, að þeir skoða stríð barbarisk, og talandi vott um hræðilegan skort frjálsr- ar menningar í heiminum. Island er fátækt land og þjóð- in fámenn. Eins og á stendur veit hún að þeim mun meira veltur á þroska einstaklingsins, andlegum þroska hans, en hjá stórþjóðunium, sem ttniklum hluta þegna sinna skipa á bás með húsdýrunum. íslendingar segja eins og Ruskin, að auður þjóðarinnar sé fólginn í þroska borgaranna. En sá þroski fæst aldrei með pólitísku einræði eða viðhaldi vopnaburðar; hann fæst aðeins með jafnrétti og frelsi. Islendingar urðu fyrstir þjóða til að leggja niður vopnin og þeir urðu fyrstir vestrænna þjóða til að stofna lýðfrjálst stjórnskipulag hjá sér með al- þingi. Þetta hvorttveggja geta stórþjóðirnar enn lært af sögu íslendinga. Og svo segja Rúss- ar þeim að selja þær hugsjónir sem að baki þeirra búa fyrir vonina um sölu fáeinna fisk- punda, með því að sækja San Francosco-fundinn! Og þetta ier boðið á sama tíma og verið er að berjast með vopn- um fyrir frelsi og mannréttind- um í hejminum. Það er eftir að berjast enn lengi fyrir þessu hvorttveggja með andlegum vopnum. Og það er þá, er fyrir háMtum hugsjónum er barist, j sem mannkyninu 1 heild er til þroska og velferðar, en ekki er um pólitískan hrásksinsleik einn að ræða, til au.kins valds fá- einna, sem Islendingar gætu ti! sögunnar komið án þess að slá af menningarmarkmiði sínu, sem líf og starf þjóðarinnar hefir lotið að að byggja upp kynslóð eftir kynslóð. Var til flots að flýta sér fyrir Islendinga að sækja San Fran- cisco-fundinn, lef hann verður haldinn? Maður hefði tekki síð- ur ástæðu til að spyrja þá en Canada fulltrúana, til hvers ferð- inni væri heitið, eins og hér er nú gert, þar sem enn virðist sem vafasamt sé um atkvæðis- rétt fulltrúanna. PÁSKARÆÐA Eftir séra Halldór E. Johnson Kalt sem ísinn og hart sem stálið væri það hjarta, sem vildi ræna þessa óhappasælu kynslóð, sveita og sára, harms og hieljar, þeim vonargeislum, er gera henni unt að sjá til sólar á bak við ský, að sjá friðland framtíð- arinnar gegnum bölmóð þessa skelfilega tímabils. Óþarfur væri sé prestur, sem á þessum páskum stigi í stólinn til að út- byggja engli lífsins frá orpnum gröfum og hljóðstafi vonarinnar í blæðandi móðurbrjóstum og harmþrungnum huga syrgjandi feðra. Hver einasta sál, sem á annað borð býr yfir nokkurri við- kvæmni og kristilegrar samlíð- unar, kennir sinnar þarfar úm styirk þeirrar trúar, er viðheld- ur vonarljósinu í mannlegum muna. Þú og eg getum gert þetta og við verðum að gera það ef við viljum framleggja ein hvern skerf til að ráða bætur í böli heimslífsins og sorgum Vorr- ar samtíðar. Vor veika, irieik- andi en hrifnæma sál þarf þess svo hún megi verja sjálfstæði sitt en samlaðist eigi þeirri heimshyggju, er metur eigin- girnina meir en bróðurkærleik- ann; ágirndina mleir en fórn- fýsina, blekkingar meir en sann- leikann; gleymskuna, við mun að stundarinnar, meir en dreng- skapinn. Við þurfum þessa trú- arstyirks við til að halda réttum stefnum fram til farsældar. Við þurfum hans einnig við til að óðlast, í þessari trú og með þess- ari trú, það andlega bætilíf er veiti okkur þrótt og uppynging í framsókninni, svo vér eigi van- megnumst á veginum. Aldrei hefir verið meiri hætta á því, að eitursýklar hatursins beri sitt banvæni inn í mannlíf- f ið; aldrei meiri hætta að menn- irnir glati hugsjónum fyrir þunga þjáninganna; aldrei lík- legra, en nú, að menn og konur gráti sig sjónlaus í þessum dauð- ans dal, er rangsnúið aldarfar hefir skapað. Við lerum sjóndöpur og fálm-; andi en látum okkur fálma eftir ljósinu en ekki myrkrinu, eftir sannleikanum en ekki blekking- um, trú en ekki hugsunarlaus- um játningum. Gefum gaum að ósjálfráðri eðlishneigð hvítvoð-l ungsins, er óttast myrkrið en j vill grípa geislann, hinn lífgef- ^ andi, hieilsunærandi sólargeisla með barnslegum höndum. Verið þess viss, að eg þarfnast og leita þessa ljóss, sem til vor streymir frá upptökum allra ljósa, frá hinni óumbreytanlegu vitastöð, frá guði sjálfum. Eg leita þess af því eg finn að eg þarfnast þess og eg vildi alshug- ar fegin bægja frá því öllum bl'ekkingar skuggum svo eg megi greina götur sannleikans til hinna eilífu föðurhúsa. Við er- um í raun og veru öll að leita að engli lífsins í gröf dauðans, á þessum upprisumorgni. Gæti orð mín og trú ínín svift ná- blæjum vanhyggju og hleypi- dóma frá einhverra augum, gæti eg ekki dýrðlegra hlutskiftis vænst í þessum heimi, geti eg það lekki, hefi eg, sem prestur til lítils lifað. Oft geymast lífsins dýrustu sannindi í hugarfylgsnum fólks- ins, eins og falinn eldur, eins og ósjálfráð eðlis ávísun. Endrum og sinnum leiftrar þetta eðlisvit eins og glampandi logi í skáld- skap aldanna og þá ekki sízt í þjóðsögunum. Þið munuð kann- ast við kempumar, sem urðu að ganga í gegnum ótal þrautir til að eignast lífsins dýrmætustu fjársjóði, til að fanga gimsteina, þeir lágu þeim ekki á vaðbergi. Reynslan sýnir það líka, að mað- ur metur það æfinlega mest sem maður hefir sjálfur aflað með eigin atorku, en ekki þegið að erfðum. •Til þess að eignast ábyggilega og uppbyggilega trúarvissu verða menn sjálfir að hugsa og leita sannreynda. 1 raun og veru trúir engin maður nema því sem honum sjálfum þykir trúlegast. Upp á annara ábyrgð getur hann að vísu goldjð jákvæði við einni eða annari fullyrðingu, en trú bygð á slíkum grundvelli, er að mestu tál, hún verður aldrei hans eiginleg eign og þessvegna áhrifalítil til umsköpunair á inn- rætinu. Jafn ábyggilega hefir reynslan sýnt og sannað, að ein- læg, persónuleg trú er máttur til mikilla athafna. — Hún getur breytt, og hún hefir brieytt, allri lífsstefnu og framkvæmda við- leitni einstaklinganna; en með því er þó engan vegin sagt að sú , breyting hljóti ávalt að vera til . bóta. Trúin hefir gert marga ' að göfugmennum, en hún hefir líka gert suma að hrakmiennum; hún hefiir bætt og blíðkað marga, en hún hefir líka um- snúið öðrum í hatursfulla of- , stækismenn; hún hefir göfgað marga, en sturlað aðra; alt eftir því hvernig trúin er og að I hverju hún stefnir. Trúin er j máttur og þeim mætti má verja, j eins og vísindunum, eins og ! þekkingunni, til ills og góðs. Um hvorutveggja ber veraldarsagan vitni. Hvergi opinberast undramátt- ur trúarinnar fremur en í lífi og afrekum postulanna, þessara ellefu, örsnauðu, ómentuðu, als þurfandi fjárhirðara og fiski- manna, er áttu uppruna sinn að rekja til undirokaðrar, lítilsmeg- andi smáþjóðar í afskektu og lítt þektu landi. Heimssagan herm- ir ekki frá stórvægilegri eða tor- ræðari viðburði en kristniboði þeirira og hvernig, fyrir þeirra áhrif og atbeina voldugasta ver- aldarríkið varð að beygja kné sín fyrir hinum krossfesta. Þann kiraft, sem til þess þurfti sóttu þeir til trúarinnar, einlægrar, persónulegrar, óhvarflandi trú- arvissu, — þessa trúarvissu eign- uðust þeir á hinum allra fyrstu pástum í kristninni, fyrir at- burð upprisunnar. Að svo stöddu fer eg ekki fram á að þið trúið öðru en því, sem sagan sýnir, mannkynssagan, sem engin mun treysta sér til að véfengja í aðal atriðunum. Árið 33 eða fjögur e. K. b. fór ofur- lítill hópur ómentaðra gyðinga að kenna margfróðum heimspek- ingum undarlega trú á hinn krossfesta og upprisna Krist; tóku að prédika hinum albrynj- uðu, ósigrandi Rómverjum að máttur Krists og kærleikans væri öllum vopnastyirk sterkari og fyrir þeim mætti yrði þeirra hierfræga heimsveldi að beygja sig. Um þrjú hundruð ára skeið voru þessir postular og eftir- komendur þeiirra ofsóttir á alla lund. Þeir voru kvaldir og pínd- ir með öllu mögulegu móti og að síðustu leiddir til lífláts með hinum villimannlegasta hætti. Rökslyngustu rithöfundar og mælskumenn, bæði Grikkja og Rómverja reyndu að hnekkja þeim í orðspeki. Háðskáldin hæddu þá en skríllinn gerði skop að þeim. Á móti þessu öllu höfðu þeir aðeins trú sinni að tefla til gagnsóknar ,trú sinni á hinn upp" risna Krist. Með þessari trú unnu þeir bug á Rómaríki, með þessari trú stofnuðu þeir bræðra- félag sameignar og samvinnu, svo þeirra á meðar var hvorki þræll eða höfðingi, auðmaður eða öreigi; í krafti þeirrar trúar kristnuðu þeir óvini sína. Róm- verjar ætluðu þeim alt ilt, höfðu heyrt svo margt ljótt um það. Til hringleikhússins mikla streymdu þeir til að sjá þá sund- ur rifna af óarga dýrum, þessa brjáluðu sérvitringa sem dirfð- ust að bjóða þeim byrginn. Þeir komu til að sjá bugaða menn biðjandi vægðar í dauðanum. Þeir sáu hetjur mæta dauðanum með djarfmannlegri hugprýði. Engin Rómverji hafði dáið sæmi- legri dauðdaga fyrir keisarann en þessir kristnu menn og þessar kristnu konur fyrir trú sína. — Hugprýðin var metin æðst allra dygða meðal Rómverja og nú fyrst sáu þeir fólk sem hafði lærst að yfirstíga óttann. Marg- ir meðal mentaðri stéttanna í Rómaborg, angruðust yfir mis- iréttinum í þeirra þjóðfélagi. — Nokkrir h’eimspekingar höfðu um það skrifað. Margir aí þeirra göfugustu sonum höfðu látið lífið til að lagfæra ástandið- Hór sáu þeir fyrir sér fólk, sem hafði ekki einungis lærst að deyja sem hetjur heldur einnig þá sem höfðu lært þá list að lifa- Þeir veittu því athygli hversU hinir styrku studdu þá veiku, hvernig hinir hugrökku hug- hreystu hina skefldu, hversu einn bar annars böl og gaf hon- um sína gleði — sína trú. Þeir fóru frá aftökunni undrandi og spyfjandi: “Sjá þeir elska hver annan,” sögðu þeir við sjálf3 sig og stundum við aðra. Þess* hugsun ásótti þá, lét þá aldrei J friði, svo kom spurningin: “Eig3 ekki þessir menn í rauninni það jafnvægi hugans þá ákvörðun hugrekkinnar, þann styrk og þú göfugmensku, sem heimspekin okkar hefir leitað eftir að mestu árangurslaust? Hafa þeir ekki höndlað þá innbyrgðis samkend, það bróðurþel kærleikans sexn gæti án uppreisna og blóðsút- hellingar leiðrétt misréttið sem sundrar mönnum, vekur óhug og flokkadrátt, og ógnar þjóðfélag' inu miað yfirvofandi uppleyS' ingu. Þetta ýfði þær öldur í hug' arheimi heiðingjans, sem síðaf meir brutu skörð í hin innri varnarvirki Rómaríkis. Fram' koma játendanna annað hvort útbreiðá eða eyðileggja trúna, engar ræður, áróður, söngvar, listir, mentun, játningar eða hugmynda háfleygi megnar hrinda þeirri staðreynd. Píslar- vottar kristninnar kyntu Krist með framkomu sinni. Engin

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.