Heimskringla - 23.05.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.05.1945, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MAÍ 1945 2. SIÐA „T TVÖ ÁR Á BAFFIN-EYJU Eftir Jón J. Bíldfell orðin lunga mjúk, og það gera þær með tönnunum og þar sem fórir eða fimm eru í fjölskyldu, 'er það ekkert smáræðisverk og á því má ekki vera neinn handa- þvottur, því þá verða skinnin ill til sniðs og sauma, og óþjál, erfið og endingarlaus til notkunar. með mjúkum skinnþveng, en opið á hettunni bryddað með hvitu tófuskinni. Fóta búning- urinn sem fylgir þessum vetrar- búningi, er skinnsokkar úr sel- skinni sem ná upp að kné, upp yfir skinnbuxurnar að rteðan og eru dregnir að Ieggnum með Framh. VIII. Heimilislíf Heimilislíf Innúítanna er ekki margbrotið né umsvifaríkt og|Þau verða að vera mjúk og við-lmjúkum skinnþveng, en skinn- feldin, hvað sem það kostar, og j sokksbolurinn og skórinn elt þar mörg vökukveld sem það tekur.til hvorutveggja er mjúkt eins að gera þau mjúk sem klæði. og lunga. Skinnsokksbolurinn Svo er að sníða og sauma þessi er með hárinu á, en skórinn, eða skinnföt, sem líka er í verka-! skórnir hárlausir og áfastir við hring konunnar. Til þess að ^ bolinn. Sumar fatnaður Innúíta sníða hafði hún hníf sem gerður, var gerður á sama hátt, nema var úr steini fram eftir öllum1 skórnir, þeir voru og eru búnir árum og má geta nærri hve! til úr dýraskinni og er það skinn greiðlega slíkt verk hefir gengið. j sem í þá er notað handtérað á Á síðari árum hefir hún hníf með sérstakan hátt. Fyrst þurkað járnblaði og tréskafti líkan hníf dálítið, svo reykt, síðan smurt í þeim sem söðlasmiðir nota til að heila og dýra merg með ofurlítið þynna leður með. Nálarnar voru af hveiti saman við ef það er til. lengi vel úr beini sem þær höfðu Svo er skinnið látið þorna mátu- má í fylsta máta kallast einfalt líf. En þrátt fyrir það, er það háð vissu og ákveðnu skipulagi sem ein kynslóð af annari hefir myndað og haldið við. Hjá Innú- ítunum, eins og öðrum mann- flokkum, þá skiftast heimilis- annirnar, eða heimilisskyldurnar í tvent. Utan húss og innan og eins og hjá öðrum hvíla utanhús skyldurnar aðallega á karlmönn- unum — heimilisfeðrunum, en innan hús stjórnin á konunum, sem auk hússtjórnarinnar taka á- kveðin þátt í ýmsum verkum sem við mundum hiklaust segja að væri karlmanna verk. Eg hefi áður tekið fram að karlmenn á meðal Innúíta voru fyrst og fremst veiðimenn og lýst að nokkru veiði aðferðum þeirra og við hvað þeir eigi oft að etja á veiðiferðum sínum og læt eg þar við sitja að sinni, að því er þátttöku þeirra í heimilis: lífinu snertir. Það er sagt að konan sé sáL hússins. Það er konan og hjá Innúítum, en hjá þeim er hún meira, hún er lika þræll þess. Verk Innúíta konanna taka aldrei enda, á meðan að þær geta staðið. Fyrst eru húsverk- in, þau eru að vísu ekki marg- brotin, en þau þarf samt að fram- kvæma og það á vissum tíma. Þær þurfa að matreiða fyrir fjöl- skyldu sína og er það seinunnið verk með þeim tækjum sem þær hafa undir hendi og þar sem aðal forði þeirra er selakjöt, þurfa þær líka að flá selina og taka innan úr þeim, því mennirnir í tilfellum færa selinn aðeins heim. Þær verða að verka sela, dýra og bjarnarskinnin svo þau séu nothæf bæði til verzlunar og fatnaðar, en sú verkun er ekkert áhlaupa verk. Fyrst er að hreinsa alla fitu af skinnunum, svo að herða þau, sem til verzlunar á að hafa, en þau sem til fatnaðar egia að notast verða þær að garfa, eða elta, þar til þau eru til þess að sauma með, en þráð urinn úr seimi. Auðvitað var þetta verk torsótt og tók mikinn tíma, en þær vissu ekki af því. Aðferðir við verkun skinnanna, saumið og sniðin, voru afar gamlar, mæður þeirra, ömmur og langömmur höfðu allar haft það eins, þær þektu enga aðra að- ferð, og þó þær hefðu þekt ný- tízku aðferðir er vafasamt hvort þær hefðu tekið þær upp, eða fallist á þær — því bæði konurn- ar og Innúítar yfirleitt eru mjög fastheldnir við siði og venjur forfeðra sinna og svo það um að gera, að skinnfatnaður þessi sé sem traustastur og bezt úr garði gerður, því fólkið sem notar hann, á oft líf sitt undir frágangi og haldgæðum hans, og svo eru Innúítar seinir á sér að brteyta til um fornar venjur feðra sinna og bera hina mestu virðing fyrir þeim. Þessir skinnfatnaðir, eða skinnklæði eru tvenskonar — vetrar og sumar fatnaður. Eru vetrarfötin gerð úr hreindýra skinnum og er búningur sá í sumum tilfellum hinn skraut- legasti. Skinnin eru elt þar til þau eru lunga mjúk. Buxurnar ná nokkuð ofan fyrir hnéð. — Stakkurinn, eða efra fatið nær ofan fyrir mitti, stundum ofan í hnésbætur, og er hetta úr skinni áföst við hann sem nær yfir höf- uðið og er dregin að andlitinu KJÓSIÐ OG VINNIÐ fyrir R. J. (Bert) WOOD Fæddur og uppalinn í Selkirk kjördæminu Faðir hans tók heim- Sækir um þingmensku ilisréttarland við Teulon, 1874. Bert Wood fæddist þar 1886. Vann á bújörðinni þar til 1908. Flutti til Árborg og setti á fót verzlun 1910. Var sveitarstjóri í Árborg umdæminu. Setti á stofn nú- verandi bílasölu og flutningatæki í Teu- lon, 1924. Er, og hefir verið þátttakandi í öllum almennum málum. Formaður Rauða Kross samtakanna í héraðinu. Ötull vinnumaður fyrir “War Finance” nefndina. Hefir stutt að allskonar íþróttum í héraðinu. Greiðið þessum manni atkvæði 11. júní: R. J. (Bert) Wood Published by Authority Selkirk Liberal Progressive Assn. lega mikið, svo ter það teygt, þar til það er þurt og mátulega mjúkt og þétt, svo það sé alveg vatnshelt. Skór aem úr slíku leðri eru gerðir endast ekki mjög lengi. Maður sem gengur nokkuð til muna þarf ein þrjú pör af þeim yfir sumarmánuðina, en svo er saumið traust og þessiir skór sem eru áfastir við skinnboli sem ná upp að kné, vel gerðir mað mað- ur getur staðið allan daginn í vatni, án þess að einn dropi fari í gegnum skinnið, eða saumana. Á síðari árum eru Innúítar farnir að nota innfluttan fatnað að sumrinu til, en er, eg hygg, lítil búningsbót. Eg hefi bent á það sem hér að framan er sagt í sambandi við verkahring Innúíta konanna til þess að gefa nokkra hugmynd um stöðu hennar og starf, og þó er það ekki nærri alt talið. Það ier einnig í hennar verkahring að taka á móti refum er menn þeirra veiða að vetrinum, flá þá og hirða skinnin. Enn er ein móðurskylda Innúíta konanna ó- talin og það er að kenna börnum sínum að lesa og skrifa mál feðra sinna og er sú skylda svo rækt á Baffin eyjunni, að naumast mun þar finnast yngis sveinn, eða æsku iwey, sem ekki kann að lesa og er sæmilega sendi'bréfs fær. Eg hefi nú nefnt flestar aðal skyldur, eða skylduverk Innúíta konanna, að minsta kosti að svo miklu leyti sem eg kyntist þeim og mun mönnum finnast að þau séu næsta umfangsmikil, þó meiru sé ekki við þau bætt, og að sú kona sem undir kasti sig slíku mun ekki geta átt sjö dagana sæla. En grundvöllur sá sem heimili og hjúskapur Innúíta er bygt á, tekur ekki neitt þvílíkt til greina. Lífsaðstaðan öll, er erfið og lífskjörin hörð, og það vita og skilja þeir allir — vita og skilja að heimilisstofnunin krefst allrar þeirrar atorku og umhyggju sem hjónaefnin 'eiga yfir að ráða og hvortveggja er drengilega í té látið í flestum til- fellum. Drög þau sem liggja til hjú- skapar og heimilismyndunar, hjá Innúítum eru að flestu leyti þau sömu og vor á meðal — sjálfstæðishneigð. En að öðru j leyti 'er heimilis og hjúskapar stofnun þeirra næsta ólík þeirri sem er ráðandi hjá oss. Hjá oss, er kafli sá sem fer á undan heimilisstofnuninni ró- mantískasti og draumhýrasti kafli æfinnar. Hjá þeim eiga engir slíkir draumur, eða róman- tík sér stað. Innúíta piltur hefir vaxið upp í veiðimann og verður að fá sér konu til að matreiða fyrir sig, og hirða og yeirka skinnin sem hann flytur heim. Hann fer að líta í kring um sig eftir konu sem hann heldur að geti orðið sér traustur förunaut- ur og þegar að hann hefir komið auga á hana ber hann upp vilja sinn fyrir henni og ef hún er ásátt, þá er það búið og þau taka saman. Hún tekur saman það sem að hún kann að eiga af þén-j anltegum munum, og fer með manni sínum. Næsti áfanginn í lífi þessara persóna er mjög ólikur því, sem á sér stað á meðal vor. Þær fara hvorki á giftingartúr né heldur sitja þær upp sitt eigið heimili, heldur flytja þau á heimili kon- unnax eða til foreldra hennar, og dvelja þar í sex vikur. Þar næst I flytja þau á heimili foreldra I mannsins og dvelja þar í aðrar 1 sex vikur. Ef að alt fellur í l ljúfa löð, hvað samkomulag og sameiginlegan smekk hlutaðeig- enda snertir, þá var sérstakt. heimili stofnað. Nú taka slíkar persónur einnig kirkjuvígslu, að minsta kosti þar sem til kirkju og presta næst. En ef á hinn bóginn, að sam- komulagið við foreldri hjónaefn- anna er óljúft og ískyggilegt, þá er ekki haldið lengra. Hjóna- efnin nýju skilja. Konan fer aftur heim til foreldra sinna og hefir að engu mist í hvað mann- orð hennar snertir. En maður- inn leitar sér annars kvonfangs. Mönnum líklega virðist þetta fyrirkomulag, sem er ófrávíkj- I anleg regla hjá Innúítum, nokk- j uð einkennilegt, en það er eitt höfuð atriði lífsskoðana og lífs- xeynslu þeirra. Nútíðar menning vor kennir, að börnin okkar hafi rétt til þess j að lifa sínu lífi, það er, að vera J óháð framfærslu skyldu og á- í byrgð á líðan og velferð aldur hniginna foreldra og vanda- manna. Innúítar þekkja ekki þá lífsstefnu. Lífið og kringum1 stæðurnar hafa kent þeim alt aðra lexíu — þá, að þar norður á hjara veraldar má fenginn að- skilnaður verða á milli yngri og eldri, því þeir aðilar báðir eru nauðsynlegir til þroska báðum hlutaðeigendum og heildinni til velferðar, og svo eiga aldur- hnignir ekkert athvarf, annað en hjá börnum sínum og við þá að- stöðu hefir skyldurækni barn- anna þróast og vaxið, unz nú að hún er orðin viðtekin regla, eða lífslögmál sem æskan, af fúsum vilja og með glöðu geði innir af hendi. Sambúðin við foreldri hjónaefnanna í byrjun er nauð- synleg til þess, að samkomulag- ið geti orðið ljúft þegar að því kemur að foreldrarnir þurfa á aðstoð þeirra að halda. Eg hefi séð haldið fram í ýms- um ritum um Innúíta gagnstæðri skoðun og jafnvel fullyrðingum um afdrif aldraðs fólks á meðal Innúíta frá þeirri sem hér er sett fram, nefnilega þeirri að í stað þess að ættmenn aldraðs fólks æli önn fyrir því, þá blátt áfram fyrirfæri þeir því — myrtu það, þegar aldurinn gerði það óverk- fært. Þetta hygg eg vera rang- hermi og af skilningsleysi talað. Eg gat ekki fundið eitt dæmi, þó eg gerði mér far um að Mta uppi heimildir fyrir þeim, þar sem gamalmenni voru þannig leikin að vilja, eða undirlægi ættmenna þeirra. Hitt hefir átt sér stað, og á sér enn stað, að gamalmenni á meðal Innúíta hætta að lifa af sjálfs sín vilja þegar þeim finst að þau séu orð- in ættmönnum sínum til travala, eða þá orðin svo lífsleið að þau viljaekki lifa lengur, á þann hátt að hvorki ættmenn, né heldur nokkrir aðrir fái viðráðið, og er þar viljakraftur hlutaðeigenda einn að verki. Eitt slíkt tilfelli sá eg. Það skeði í Lake Harbor 1941. Innúíta hjón komu að vetrarlagi með lík 4 ára gamals drengs sem þau höfðu mist, til kristilegrar kreftrunar, því í Lake Harbor er prestur, kirkja og grafreitur. Það var um há- degisbil á mánudag sem þau og maður sem með þeim var komu. Seinni partur mánudagsins gekk til að búa líkið til jarðar. Á þriðjudagsmorgun var veður hvast og snjórenningur, því vet- ur var enn á, samt söng prestur yfir drengnum látna og voru flestir menn staðarins viðstadd- ir en fátt af kvtenfólki og ekki heldur móðir drengsins. Hún var heima í húsi verzlunarstjórans með ársgamla dóttir sína. Um miðjan dag á þriðjudag var útfarar athöfninni lokið og faðir drengsins dána bað konu sína að búast til heimferðar. Hún segir manni sínum að hún ætli ekki heim aftur, heldur til drengsins síns og bað hann að koma með sér, en það aftók hann og kvaðst fara hvort sem hún kæmi með 'eða ekki, og svo fór hann og fylgdarmaður hans, en konan varð eftir með dóttur sína alhress eftir því sem bezt varð séð. Þessi kona lifði aðeins í tvo daga, miðvikudag og fimtu- dag, en var dáin á föstudags- morgun, án þess að hægt væri að merkja að hún væri nokkuð veik, eða að vottaði fyrir blóð- hita í henni. Konan vildi ekki lifa lengur, ás>etti sér að deyja og svo dó hún. 1 sögunni “The Eskimo” eftir Peter Freuchen, sem er, að eg hygg einn af ábyggilegustu heim- ildarmönnum sem nú er uppi að því er hætti og siði Innúíta snert ir. Hann einmitt minnist á þetta atriði sem hér um ræðir, og man eg ekki til, að þar sé gefið í skyn að Innúítar á Grænlandi hafi nokkurntíma fylgt þeirri bar- barisku aðferð að myrða öldruð ættmenni sín til að losna við þau. En hitt tekur hann fram í sam- bandi við móðir Mala söguhetj- unnar í “The Eskimo”, að þessi sama aðferð sem konan í Lake Harbor viðhafði til þess að losna við lífið þegar hún var orðin þreytt á því, var þekt og viðhöfð á meðal Innúíta á Grænlandi. Undantekning frá þessari reglu er þó að einhverju leyti að finna hjá Utkosalingmúta flokknum, sem áður er nefndur, en sá flokk- ur er aðeins að nokkru leyti Innúítar. En eg var að tala um heimilis- líi Innúítanna, sem þó það sé ekki margbrotið er að ýmsu leyti merkilegt. Um útvortis menningarblæ á þessum heimilum, er naumast að ræða, þau eru lítilmótleg, hvort heldur talað er um vetrar bústaðina, snjóhúsin eða sumar- tjöldin, og geta ekki öðruvísi verið, en það eru ekki húsakynn- in út af fyrir sig sem ráða heim- ilislífinu, eða mynda það. 1 hin- um skrautlegustu húsum getur verið kalt, óvistlegt og ömurlegt, en aftur í hinum aumustu hreys- um, hlýtt, bjart og huggulegt. Heimilislífið er ekki svo mjög undir húsakynnum komið held- ur mleira undir hugarfairi og inn- ræti fólksins sem í þeim býr. Heimilislíf Innúítanna er yfir- leitt rólegt, þó það sé ekki róm- antískt, þeir gera sér far um að umgangast hver annan með góð- vild og hógværð. Hafa lært allra manna bezt að stilla skap sitt og forðast illindi eða ónot á heim- ilum sínum, eins og hvarvetna í sambúð, við sitt eigið fólk og aðra. Þess vegna er rólegt á heimilum þeirra. Viðmót þeirra á heimilunum og utan þeirra, er ávalt vingjarn- legt og þegar maður heimsækir þá, virðist manni lífsgleði þeirra skýlaus og hrein. Heimilisiðn- aður þeirra ,auk hinna algengu skylduverka er 'ekki margbrot- inn en þó nokkur. Mennimir í landlegum og frístundum skera út margslags hluti úr rostungs- tönnum, svo sem tófur, seli, hvít- birni.rostunga o. s. frv., og er margt af því gert prýðis vel, og þó höfðu þeir eigi önnur verk- færi en steinhnífa og stein'bora til þess að gera þetta með, þar til nú fyrir skemstu. Séð hefi eg einnig málverk, sem Innúíti í Cape Dorset gerði svo prýðilega af hendi leyst, að það hangir nú í þjóðmyndasafni Canada í Ot- tawa. Einnig smíðuðu þeir sleða sína sjálfir, harness, báta og ann- að sem nauðsynlegt var til beim- ilis þarfa, þar til nú á síðustu ár- um að þeir fá sumt af því tagi keypt hjá verzlunarfélögunum, sem verzla þar norðurfrá. Innúíta konurnar sitja heldur ekki auðum höndum þá sjaldan að þær eiga frístundir frá aðal verðefnum dagsins. Þeim stund- um eyða þær oftast til hannyrða, og þó sú grein heimilislistanna sé ekki fjölskrúðug hjá þeim, þá hafa þær all sterka hneigð til hennar og gera ýmislegt vel, svo sem púða, nálhús, skrautsaumuð skinnklæði, skrautbúnar húfur og ýmislegt fleira sem ber vott um smekk og allmikla listfengni. Innúíta kona ein hafði náð í myndir af nokkrum frægustu leikkonunum í Hollywood, sem búnar voru í silki og skart. Kona þessi hafði afklætt þær Holly- wood skrautinu og skartinu, en fært þær aftur í skrautlegan Innúíta skinnbúning. Svo kom hún rrteð myndirnar í þessari | nýju útgáfu til Cape Dorset. —• Sýndi okkur og sagði: “Innna-ho- nuk-tuk-put?” Eru þær ekki fallegar? j * Um andleg störf, eða iðkanir hefir ekki verið mikið á heimil- um Innúíta, þó má í því sam- bandi minnast á venju sem víst er æfa gömul á meðal þeirra og hefir ekki átt lítinn þátt í að , stytta löngu vetrarkveldin i I skammdegi norðurhéraðanna. —- j Eins og þegar er tekið fram, þá er það skylda húsbóndans að annast útiverkin og þá útiverkið þýðingarmesta, veiðina. ' Á morgnana fer hann á sel, eða dýraveiðar og er oft lengi að heiman, en konan bíður heima með reidda máltíð, svo kemur maður hennar, sezt þegj- andi niður, en konan situr fyrir hann máltíðina sem vanal'egast er selakjöt og þá aðra sem ýnn koma úr nágranna húsunum til þess að segja orð, eða spyrja nokkurs. Húsbóndinn tekur kjötstykki úr kjötpottinum, sker sjálfum sér góðan bita og réttir þeim næsta, svo gengur kjötið mann frá manni, því allir eru velkomnir til máltíðar í húsum Innúíta á meðan nokkuð er þar til — gengur mann frá manni, þar til allir viðstaddir teru mett- ir, eða búið er úr pottinum. Þá tekur veiðimaðurinn pípu sína, fyllir hana, kveikir í henni, hag- ræðir sér og segir svo frá við- burðum síðustu veiðiferðar sinn- ar, á eins áhrifamikinn og ró- mantískan hátt og hann á kost á, og er það hin bezta skemtun, þótt sögusögnin sé stundum nokkuð aukin. Á síðari árum, síðan að Innú- ítar á Baffin eyjunni tóku kristna trú, eru heimilis guðs- þjónustur hjá þeim tíðar, sem allir taka þátt í, með aflmiklum söng, því Innúítar eru sönggefn- ir, hafa aflmikla söngrödd og eru ósparir á að nota hana. Guðs- þjónusturnar auk söngsins eru aðallega vitnisburðir, sem menn færa skapara sínum fyrir gjafir og guðlega umönnun liðinna daga og viku og eru slík vottorð borin fram af alvöruþrungnum áhuga og mælsku mikilli, en at- höfninni er stýrt af einhverjum þektum áhugamiklum safnaðar- manni á meðal þeirra þegar prestur er ekki við, sem sjaldn- ast er, nema þar sem þeir eiga heima. Innúítar á Baffin eyj- unni heyra flestir til ensku kirkjunni, og hefir sú kirkju- deild látið þýða ritninguna og sálmabók ensku kirkjunnar a mál Innúíta, og eru það einu bækurnar sem þeir hafa til lest- urs, en þeir lesa þær vel og kunna nálega spjaldanna á milli- Framh. Alþingishátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er íslendingum kærkomin jólagjöf- 1 bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti- Fæst bæði í bandi og óbundin- Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.