Heimskringla - 23.05.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.05.1945, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSERINGLA l^cimskringla (StofnuB ÍUS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 23. MAI 1945 Já — Það verður dýrðlegur dagur Trú á fósturlandið hefir yfirleitt ekki brostið hjá Islendingum. Séu þeir eigi að síður til, sem fundist hefir hálfgerður krabba gangur á ýmsu hér undanfarið, geta þeir gleymt því og reitt sig á, að það verður gaman að lifa í allri dýrðinni sem þingmannaefnin segja okkur frá að hér Verði leidd í land eftir 11. júní. Við ættum þrautalaust að geta beðið þess dýrðlega dags. 1 kosningum þessum sæka fleiri um völd en nokkur dæmi eru hér áður til. En jafnvel það er ekki aðalatriði, þó það óneitanlega beri þess vott, hvað margir vilji vera hjálplegir þjóð sinni, heldur hitt, hvað miklu þeir geta, hver um sig, lofað: Atvinnu fyrir alla, háu verði búnaðarafurða, vösum fullum f jár, svo allir geti drukkið hér af lindum mentunar og menningar sem vaxa eiga upp eins og gras í góðu vori og lifað reglulegu Paradísarlífi; sjúka á ar5 lækna af öllum kvillum, þeim að kostnaðarlausu, hvernig sem það á að skiljast, nema ef vera kynni höfuðverkur út af húsaleysinu í Winnipeg. Og miljónamæringarnir eiga að verða þjónar fátækl- inganna. Þetta og ekkert minna segja þeir okkur. Manni verður á að spyrja, hvað prestarnir, sem öldum saman hafa verið að streitast við, að skapa himnaríki á jörðu, eigi að gera, eftir næstu kosningar. Það er ekki annað sjáanlegt, en þeirra bíði atvinnu- leysi. Og hvað eiga svo þegnarnir að leggja í sölurnar fyrir þetta alt saman? Það er ekki sórvægilegt. Alt sem það kostar, er að kríta hallan kross eða tölustaf við nafn einhvers þingmannsefnis- ins. Það gerir lítið til hvert þeirra það er. Þau lofa öll þessu sama, nema Bracken, enda er hann vondur maður. Hann finnur að því,‘ að bændur fái ekki hlutfallslega það fyrir vöruna, er þeir leggi til heildar-búsins, sem aðrir; þeir flytji mest í það bú, en sé það og hafi ávalt verið, verst launað. Og svo 'er hann í sjálfum stríðsmálunum að ybbast við því, að um herskyldu séu tvenn lög í landi, en það er of heitt mál til að vera hér rætt og þarf raunar ekki, svo ljóst, sem öllum hlýtur það að vera. Þeir sem með ein- um lögum eru, munu þó ekki vera svo fáir. En hvað gildir þetta á móti öllu gullinu og grænu skógunum, sem hinir flokk- arnir lofa. Heimskringla er þess enn vör, að enginn flokkanna þorir aö koma fram með þá fullkomnustu lýðræðis- og frelsislöggjöf, sem hún getur komið auga á, og ein allra blaða í þessu landi heldur fram: að veita alþjóð meiri og beinni þátttöku í lagasmíði lands- ins, en nú er gert. Nei, enginn flokkurinn þorir að leggja alþýð- unni löggjafarvaldið í hendur. Alt sem flokkarnir fara fram á, er að þjóðin veiti þeim ótakmarkað vald. Það er hvorki um meira né minna beðið, en það, að veita sér einræðisvald, eins og þingræðið er nú orðið, sem fyrir kattarnef átti að koma öllu einræði, en eflst hefir óútreiknanlega í þessu landi með stríðsrekstrinum undi: flokksstjórn, eins og vita má. Liberal flokkurinn býður í þessum kosningum, sem áður og aðrir flokkar, mikið af steinum fyrir brauð. Eitt, sem hann virðist óttast við þessar kosningar, er, að hann verði ekki nógu sterkur til að fara einn með völd. Þetta er ekki ósennilegt, að á daginn komi. En hver er valdur að sundrung landsins og óein- ingu annar 'en libefal-flokkurinn? Hann hefir svo að segja frá byrjun þess, að Canada sambandið var myndað af Sir John Mac- Donald, ávalt reynt að sporna við einingu canadiskrar þjóðar. Það var auðvelt að finna jarðveginn. Sigruð þjóð man lengi sínar ófarir. Og þegar hún nær töglum og högldum á einum stjórnmála- flokki landsins til þess, að verða þrándur í götu éiningar, er ekki við neinu hér betra að búast, en raun er á. Liberal flokkurinn h'efir hér flotið á þessari óeiningu til þessa og gerir meðan hann er við líði. Og að meðölum hefir þá ekki heldur ávalt verið spurt. En með þetta fyrir augum, þetta stórslys þjóðarinnar, að hafa ekki getað myndað hér djúptæka einingu enn, situr sízt á liberölum að barma sér út af, því þeir eru pottur og panna að henni, öllum öðrum fremur. Kjósendur skulu hér ekki þreyttir á endurtekningu á því, sem flokkarnir halda fram í þessum kosningum. Hitt er sjáanlegt og Vissara, sem nær auga er, að hér horfir til einna hinna verstu tíma fyrir verkalýð og alþýðu manna. 1 þessum bæ skifta atvinnulausir nú þegar þúsundum og nokkur hundruð af þeim eru komnir á atvinnuleysisstyrk, sém þeir geta flotið á í fjóra til sex mánuði. °g það er víst mieð þessu geisimikla öryggi, sem núverandi stórn heldur að hún hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. HVE GÖMUL ER VETRARBRAUTIN ? (Time Magazine, 23. apríl 1945). Stjörnufræðingar hafa lengi talið vetrarbrautin-a meðal hinna eldri samkyns stjörnukerfa; Sir James Jeans alyktaði af lögun hennar, að vetrarbrautin (er innibindur jörðina) væri að öll- um líkindum komin á sitt efra alduTstig. En í þessari viku gaf einn hinna frábærustu heimild- armanna í öllu því sem að vetr- anbrautum lýtur,l) Harlow Shapley, kennari við Harvard Það virðist nú fengin full vissa fyrir því, að utan takmarka vorrar eigin vetrarbrautar (sem talin er að vera um tvö hundruð þúsund ljósár á breidd, en tutt- ugu þúsund ljósár á þykt) er ó- grynni slíkra stjörnukerfa, er líkjast, að því leyti sem síðustu sönnurnargögn ná, vetrarbraut vorri, bæði að stærð og lögun. Hafa því slík stjörnukerfi verið nefnd “vetrarbrautir”.—Þýð. háskólann, til kynna, að Sir James hafi séð alt í öfugri rás viðburðanna. Samkvæmt frum- reglu Shapleys, er vetrarbrautin á fyrsta þróunarstigi sínu, en ekki því síðasta. Stjörnufræðingar haía tekið eftir því, að vetrarbrautirnai virðast að skipast í fjóra aðal- flokka, er lögun þeirra myndar. í fyrsta flokki eru þær hnattlög- uðu; í öðrum, þær sporbaugs- mynduðu (eggmynduðu); en í þeim þriðja eru þær þéttskrúfu- mynduðu (svipað úrfjöður), og þær lausskrúfumynduðu (líkar óróahjóli eða hemilshjóli í úri) í þeim fjórða. Vetrarbraut vor er í óróahjólslögun. Sir James leiddi þannig rök að skoðun sinni: Hnattmynduð vetrarbraut á snúningsferð sinni í geimnum, líkt og lin smérkúla á hröðum snúningi, hlýtur að þenjast út á jöðrum, en miðja íhennar að flytjast og líkjast meir og meir skrúfu, og breytast þannig frá hnattmýnd í skrúfulögun. Þess vegna, kvað hann, hlýtur hnatt- lögunin að vera fyrsta stigið í framþróun vetrarbrautarinnar en skrúfulögunin það síðasta. En prófessor Shapley hefir tekið eftir því, að í skrúfumynd- uðum vetrarbrautum eru marg ar stjörnuþyrpingar og stjörnu- þokur — er gefur æsku til kynna, en ekki elli. Hann tekur það og fram, að stjörnuþyrping sé ekki varanleg. Sem hún snýst, eru stjörnur hennar, er snúast með mismunandi hraða um kjarna þyrpingarinnar, rifn- ar hver frá annari af öflum, er smá tvístra þyrpingunni og dreifa stjörnunum jafnt um alla vetrarbrautina. Shapley tekur það einnig fram, að í skrúfumynduðum vetrarbrautum (einkum vetrar braut vorri) eru margar óstöðug- ar og tiltölulega skammlífar stjörnur frábærlega stórar, ann- að merki þess, að þær hafi enn ekki náð fullþroskunarstigi. Af því að hnattmynduðu vetrar- brautirnar hafa hins vegar jafna og staðfasta lögun og fáar stjörnuþyrpingar og alls enga hinna risavöxnu stjarna, er það ályktun hans, að þróun vetrar- brautarinnar sé frá skrúfumynd- unarstiginu til hnattmyndunar- stigsins, en ekki hið gagnstæða Þannig andæfði Dr. Shapley gagnyrðilega skoðun Sir Jame? í fyrirlestri, er hann flutti í Franklin Institute í Philadel- phia, er þessa viku dæmdi hon- um sinn fræga Franklin heiðurs- pening fyrir rannsóknir hans á öllu því er að vetrarbrautínni lýtur. Árni S. Mýrdal þýddi Um leið og eg lýk þessari þýð-' ingu, dettur mér í hug, að marga, sem hana lesa, muni fýsa að vita, hvort stjörnufræðingar viti nokkuð ákveðið um eftirfylgj- andi náskyld efni: Stærð hiiis sýnilega alheims, fjarlægð eins stjörnukerfis frá öðru og hve mörg þau kunna að vera. Ef vér aðhyllumst þá skoðun, að fyrir utan takmörk vetrar- brautarinnar sé mergð samkynja stjörnukerfa, er ofur eðlilegt að athyglin beinist að því, hve langt að rúmvíddin hafi verið könn- uð. Aðal könnunartæki eru: sjónaukinn, lósmyndavélin og litsjáin; en mikið er komið undir gæðum þeirra og stærð, hvað árangur snertir. Því betur sem sjónaukinn dregur, því víðari verður hinn sýnilegi alheimur. Þvermál hans er, sem stendur, fjögur hundruð miljón ljósár. (Ljóshraðinn er um 186,000 míl- ur á sekúndunni). Til þess að festa í huga, hve mikla afar- stærð þetta táknar, má geta þess, að með þessum hraða berst ljósið saxtán biljón sjötíu miljón og fjögur hundruð þúsund (16,700, 400,000) mílur á einum degi, en fimm triljón átta hundruð sextíu og fimm bilón sex hundruð níu- tíu og sex miljón (5,865,696,000,- 000) mílur á einu ári. Og þegar vér margföldum þessa mílnatölu með tvö hundruð miljón, sem táknar helming þvermálsins, verður útkoman ein sextilljón eitt hundrað sjötíu og þrjú kvin- tilljón eitt hundrað þrjátíu og níu kvaðrilljón og tvö hundruð triljón (1,173,139,200,000,000,- 000,000) mílur). Verður því geisli þessa þvermáls tvö hundr- uð miljónir ljósára, og er það dráttarmagn öflugasta sjónauka heimsins, hundrað þumlunga spegilkíkir Mt. Wilson stjörnu- turnsins. En einungis auga ljós- myndavélarinnar, með aðstoð sjónaukans, sér svona langt. — Þegar tvö hundruð þumlunga spegilkíkirinn, sem er nú í smíð- um, verður fullgerður, víkkar heimur stjörnufræðingsins að miklum mun. • í eiginlegum skilningi mynda allar stjörnur innan dráttarsviðs öflugustu sjónauka yfirstand- andi tíðar heildarfoerfi, er vér Is- lendingar nefnum “vetrarbraut” Það innibindur meðal annars daufu stjörnuþokurnar og hinar svonefndu plánetulegu stjörnu- þokur, hnatt mynduðu þyrping- ar og ef til vill hin svonefndu magellan^ku ský. Þvermál þessa kerfis er um tvö hundruð þús- und ljósár. Fyrir utan það eru áþekkaí- Vetrarbrautir, og er fjarlægðin milli hverrar ein mil- jón tvö hundruð og fimtíu þús- und ljósár, og dreifast með sama millibili út frá vetrarbraut vorri í allar áttir svo langt sem sjón- aukinn og ljósmyndavélaraugað til samans eygja, sem er að fjar- lægð, nu sem stendur, um tvö hundruð miljón ljósár. En hve mikið lengra að hinn líkamlegi alheimur nær, veit auðvitað eng- inn. En ljóssjáin sýnir, að hann er stöðugt að víkka í allar áttir. Haldi víkkun þessi áfram með sama hraða, tvöfaldast stærð hans á eitt þúsund og þrjri hundruð miljón (1,300,000,000) árum. Margir hinna frægustu stjörnufræðinga hugsa sér sköp- unarsögu hins líkamlega al- heims eitthvað á þessa leið: Al- heimurinn var samsettur af afar- smágerðu efni mjög jafnt dreifðu um allan geiminn. Hvort efni þetta skipaðist í frumagnir og sameindir, eða var einungis sam- sett af undirfrumagna efni, gerir minst til. Á vissum tíma komst hreyfing á þenna óskapnað og rauf hann allan sundur í einingar, er voru að fyrirferð samjafnanlegar við núverandi vetrarbrautakerfin. Ymsir álíta, að sundrung þessi hafi orsakast af 'einskonar sprengingu, en aðrir hyggja, að miklu reglubundnari framrás hafi verið hér að verki. Tala vetrarbrautanna. — Þótt stjörnufræðingar hafi til þessa ekki gert víðtæka né sérstaka tilraun með að leysa úr þessu vandamál, sökum þess, að enn liggja miklu brýnni rannsókna- efni fyrir höndum. Þó hefir Hubble áunnið nokkuð í þessa átt. Áætlanir hans eru bygðar á hundruðum ljósmynda í safni Mr. Wilson stjörnuturnsins. — Hann tók einungis til athugun- ar myndir af þeim hlutum him- inhvolfsins, sem álitið er að séu lausir við efni, er drekkur í sig birtu eða lós stjarnanna. Hubble reyndist, að unt var að fá Ijós- mynd af sjö hundruð og firhtíu vetrarbrautum að meðaltali á hverri fergráðu, með hundrað þumlunga spekilkíki, á einni klukkustund. Þegar þessi tala er margfölduð með fergráða- fjölda himinsins, verður útkom- an um þrjátíu miljónir vetrar- brauta. Honum reyndist einnig, að því lengur sem verið var að taka myndina, því fleiri stjörnu- kerfi komu í Ijós á myndinni. Honum reiknaðist svo til, að ef ekfoert væri í geimnum, er drægi úr skærleik stjörnuljóssins, og hundrað þumlunga spegilkíkir væri notaður til að taka myndir af gjörvöllu himinhvolfinu, og hver myndplata látin vera undir áhrifum stjörnuljóssins í mjög WINNIPEG, 23. MAl 1945 i langan tíma, mundi mega ljós- fram á leiksviði en sviði Braga. mynda um sjötíu og fimm mil- Það hefir samt ekki getað farið jón aðgreinanlegar vetrarbraut- fram hjá glöggum lesendum ís- ir- 1 lenzku blaðanna að þegar and- Hversu mikið muni bætast við inn kemur yfir hann kann hann þessa áætlun, þegar tvö hundruð | vel með hann að fara. Ragnar þumlunga kíkirinn er kominn á hefir lofast til að yrkja fyrir sinn stað fullgerður, getum vér okkur minni Canada. gert oss í hugarlund. En jafnvel | Nefndin tók upp þá nýung í þá, m'egum vér ekki búast við, fyrra að minnast hermannanna að komist verði út tyrirjiljti-' með kröftugu og efnisríku kvæði ortu af G. O. Einarsson. 1 ár hefir verið breytt til þannig að minni hermannanna verður flutt í ó- bundnu máli af mælskri og mentaðri stúlku Banny Sigurd- son. Hér höfum við þá í stuttu máli frætt ykkur um ræðu- og kvæða- menn. varpann. A. S. M. 17. JÚNÍ Á HNAUSUM ber upp á þann 16. í þetta sinn Þegar einhver hátíðisdagur er í nánd fer forvitni að vakna hjá fólki um það hvað verði til skemtunar. Það fer bráðum að verða bolla- En skemtiskránni er ekki hér lagt hvað muni verða til skemt- með lokið> Því á milli ræðanna unar á Hnausum þann 16. júní. j °§ endranær skemtir margm>enn- ur blandaður kór (um 60 manns) undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar. Það hefir auðvitað kvisast út. frá Árborg hvað um er að vera en um) fjarliggjandi héruð naumast svo að rétt sé með farið. Nefndin hefir því litið á það sem eitt af sínum hlutverkum að láta það á þrykk út ganga hverju hún hefir til l'eiðar komið og hvað hún áformar að fari fram til skemtunar. Er þá að sjálfsögðu að geta, fyrst um það hver verður kon- ungur dagsins en það er auðvitað sá maðuirinn sem Islands minnið flytur. 1 fyrra gerði nefndin tilraun að fá Vilhjálm Stefánsson til að koma á Iðavöll, en ástæður hans leyfðu það ekki. Var því horfið frá því í ár en drepið á þetta hér svo séð v'erði að nefndin gerir sitt ítrasta til að fá það bezta. I ár aftur á móti var þess farið á leit við Dr. Stefán Einarsson frá Baltimore að flytja minni Is- lands og hefir hann góðfúslega lofast til að gera það. Það er ó- þarfi að fara mörgum orðum um Dr. S. E. Allir Islendingar, sem íslenzku lesa þekkja hann af rit- verkum hans, annars mætti vísa til Tímarits Þjóðræknisfélagsins fyrir síðastliðið ár, þar er ágæt skilgreining á mientaferli hans og starfi. Ennþá ríkir sá andi hjá Islend- ingum vestan hafs að hylla bund- ið mál, að minsta kosti á yfir- borðinu, svo sjálfsagt þykir á hátíðum og tyindögum að yrkja ljóð meðan þess er nokkur kost- ur, meðan við eigum nokkur skáld sem því nafni geta nefnst. Ný-lslendingar eru svo hepnir að þurfa ekki að róa neina óra- vegu til að komast á þau mið, þegar okkur vanahagar um gott kvæði skreppum við bara á bíl ofan að Víðivöllum við Riverton, heilsum upp á Guttorm og tjá- um honum vandræði okkar. Viðtökurnar eru alla jafnan hinar hlýjustu hjá þeim hjónum hvað gestrisni snertir en undan- færslur nokkrar um ljóðið og er það skiljanlegt þegar á alt er litið, en hér er 'ekki tilhlýðilegt að ræða það frekar. Guttormur ætlar að sjá okkur fyrir kvæði i þetta sinn. 1 fyrra fór nefndin þess á leit við Lindal dómara að flytja minni Canada, en hann gat ekki Það mun e. t. v. verða talið af sumum dálítið sórvizkublandið og skágengt við konur Nýja ís- lands, að sækja drotningu dags- ins út fyrir landamærin, en auð- vitað er það ekki fyrir þá sök að hér sé ekki úr nógu að velja, og 1 finst mér að það slái ekki nokkr- um skugga á hina mörgu og á- gætu kvenkosti, sem við eigum hér heima fyrir, þó við í þetta sinn réttum hendina suður yfir línuna og beilsum þar upp á gamlan kunningja, Regínu Ei- ríksson í Minneapolis. Þetta er alls ekki út í bláinn gert. Regína er fædd og uppalin í Nýja ls- landi og hefir alla jafnan haldið trygð og vináttu við æskustöðv- ar sínar og hefir sýnt það með ár- legum heimsóknum hingað norð- ur, en heima fyrir hafa þau Ei- ríksson’s hjónin sýnt það að þau eru Islendingar af bezta tagi, því hús þeirra hjóna er heimahús margra þeirra mentamanna er að heiman koma og setjast til menta í borginni, og þá að sjálf- sögðu einnig fyrir þá Islendinga er leggja leiðir sínar héðan að norðan og suður í Minneapolis. Þetta uppátæki nefndarinnar mætti gjarnan skoða sem “good neighbor policy.” Um Miss Canada er enn ekki full ráðið. Dansinn verður eins og að undanförnu í samkomuhúsinu á Hnausum og byrjar stundvíslega kl. 8 e. h. Þetta prógram verður auglýst nánar í íslenzku blöðunum. Virðingarfylst, I umboði nefndarinnar, Valdi Jóhannesson frá Víðir Frá Islendingum í Grand Forks Á 47. árssamkomu Fortnightly Club í Grand Forks, N. D., sem haldin var þ. 7 maí s. 1. var dr. Guðmundur G. Thorgrimsen, sonur séra hans B. Thorgrimsen, kosinn forseti klúbbsins fyrir yfirstandandi ár. Er hór um að ræða eitt hið elzta og kunnasta menningarfélag borgarinnar. —- Samanstendur það af kennurum við ríkisháskólann og forystu- mönnum borgarinnar á ýmsum sviðum, en á fundum félagsins, orðið við þeirri beiðni sökum j sem haldnir eru á hálfsmánaðar i fresti, frá því á haustmánuðum anna. Það er orðið líkt um það að fá | og fram til vors árlega, eru flutt- góða ræðumenn og leggja drög ir fyrirlestrar um ýms efni með fyrir meiriháttar vélar að það' umræðum á eftir. þarf helzt að gera það löngu fyr-j A umræddri árssamkomu irfram. Mr. Lindal foefir líklega klúbbsins flutti fráfarandi for- litið á það sem einskonar “pri-, seti hans, dr. Richard Beck, ítar- ority order , er þessi pöntun var (]egt ierindi um Island og framlag endurvakin í vor og hann léti nú þess til heimsmenningarinnar eitthvað sitja á hakanum til þess j (“Iceland and Its Cultural Con- að £>eta fullnægt þessari þrá-, tributions”), sem athygli vakti, kelkni okkar. Mr. Lindal ætlar Qg var útdráttur úr því birtur í að flytja fyrir okkur minni Can- “Grand Forks Herald”. Ræddi ada og fer vel á því þar eð hann hann um lýðveldisstofnunina og stendur framarlega í félagsmál- um’“Young Icelanders” og þar að auki framarl'ega í áliti og framvindu okkar canadiska þjóð- félags. Ragnar Stefánsson er betur þektur sem leikari en skáld, fyrir þá sök að hann hefir oftar komið ana. tildrög hennar, rakti stjórnar- farslega sögu Islands í megin- dráttum, lýsti framförum síðari ára og lagði sérstaklega áherzlu á hlutdeild Islands í heimsbók- mentunum og skerf þess til laga- garðar og lýðræðislegra stofn-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.