Heimskringla - 23.05.1945, Side 3
WINNIPEG, 23. MAÍ 1945
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
GÍSLI S. STEFÁNSON
íileinkað minningu hans
I vow to thee, my country,
all earthly things above,
Entire and whole and perfect,
the services of my love;
The love that asks no question,
the love that stands the test.
That lays upon the altar the dearest
and the best;
The love that never falters,
the love that pays the price,
The love, that makes undaunted
the final sacrifice.
And there’s another country,
I’ve heard of long ago.
Most dear to them that love her,
most great to them that know;
We may not count her armies,
we may 'not see her king;
Her fortress ip a faithful heart,
her pride is suffering;
And soul by soul and silently
her shining bounds increase,
And her ways are ways of gentleness
and all her paths are peace.
(Cecil Spring Rice)
Einn úr hópi vorra ungu og
efnilegu manna, Gísli S. Stefán- j
son frá Selkirk, Man., féll á or-j
ustuvöllum á Italíu, þann 23.
febr. á umliðnum vetri. Hann
var sonur Stefáns G. Stefánson-
ar (er andaðist 4. maí 1940), og
eftirlifandi ekkju hans Rann-
veigar Stefánson, í Salkirk. Þau |
hjónin bæði, voru af skagfirsk-
um ættum, og fluttu úr Skaga-
firði vestur um haf árið 1903,
settust að í Selkirk, og bjuggu
þar þaðan af.
Gísli (Gillie var hann venju-
lega nefndur af sínum nánustu),
var fæddur í Slekirk, 16. apríl
1910, var hann fjórði í aldursröð
af börnum Stefáns og Rannveig-
ar. Auk móður hans syrgja hann
sex systkini, tveir bræður: Jó-
hann, til heimilis hjá móður
sinni, og Gustav, sem er með
Canadian Q.O.C.H. deildinni í
Evrópu. Systurnar eru: Anna
og Emily, báðar heima; Mrs.
Louise Jones, Hecla, Man., og
Mrs. J. V. M. Jónasson, Devil’s
Creek, Man.
7 \
Gisli ólst upp með foreldrum
sínum í Selkirk, gekk þar á
skóla, og vann þar lengst af; um
oaörg hin síðari ár hjá Booth
fiskifélaginu; ávann hann sér
þar ti'ltrú sem dyggur og ágætur
Verkmaður. Hann innritaðist í
herinn í aprílmánuði 1943; og
^fðist til herþjónustu í Fort
Osborne Barracks í Winnipeg,
Eortage La Prairie, Shilo og De-
hert, N. S. Til Englands fór
hann með P.P.C.L.I. 1. deildinni
1 desember mánuði sama ár og
hann innritaðist, en þaðan fór
hann brátt til Italíu, og þar bar
dauða hans að, sem fyr getur. —
ffofir móðir hans fengið óvenju
fogur bréf frá sumum yfirmönn-
ubi hans og félögum, er sýna
§fögt það traust er hann hafði
áunnið sér þeirra á meðal, eins
°g hvair sem hann kyntist.
Lrísli var stór maður og karl-
'Mannlegur, vel gefinn til sálar
°§ líkama. Fremur var hann fá-
látur við fyrstu kynningu, en þó
lundléttur og glaður, aldrei orð-
Uiairgur. Hann var með afbrigð-
Uru skyldurækinn, og einkar
trygglundaður þar Sem hann tók
því. þess veit eg dæmi að
^aun hlynti að öldruðum ein-
stasðingum, með dæmafárri nær-
Saetni — { kyrþey — og án þess
á bæri; lét hann sér altaf
annara um að vera, en að sýnast.
Jafnan var honum ljúft að greiða
úr erfiðleikum annara, væri það
á hans valdi. Hann var hjart-
fólginn sonur og bróðir, og að-
stoðaði móður sína og h'eimili, í
langvarandi sjúkdómi föður síns.
Hann naut trausts og virðingar
allra er honum kyntust. Við lát
hans finna skyldir og vandalaus-
ir til þess, að með honum er góð-
ur drengur og sannur maður til
grafar genginn.—Nú hvílir hann
ásamt svo mörgum öðrum ung-
um hetjum er fallið hafa — á
fjarlægri strönd; en minningarn-
ar fögru sem hann hefir eftir
skilið í ástvina hjörtum, sefa
söknuðinn og brúa fjarlægðina.
Móðir hans og systkini þakka
guði — sem gaf — og geymir
soninn og bróðurinn hugum-
kæra.
Vertu sæll!
S. Ólafsson
MINNISSTÆÐIR DAGAR í
STRÍÐSSÖGU EVRÓPU,
(Frá 1939 til 7. maí 1945)
»
1939
1. sept. — Þýzkaland ræðst á
Pólland.
3. sept. — Bretar og Frakkar lýsa
stríði á hendur Þjóðverjum.
10. sept. — Canada segir Þjóð-
verjum stríð á hendur.
28. sept. — Þýzkaland og Rúss-
land skifta Póllandi með sér.
1940
9. apríl — Þjóðverjar hertaka
Noöeg og Danmörku.
15. apríl — Brezkur og franskur
her lendir í Noregi.
2. maí — Bretar fara úr Noregi.
10. maí — Þýzkaland ræðst á
Belgíu og Holland.
! 30. maí — Bretar hverfa burt úr
| Dunkirk.
110. júní — Canada segir ítalíu
stríð á hendur.
22. júní — Þjóðverjar og Frakk-
ar semja með sér vopnahlé.
6. ágúst — ítalía ræðst á Egypta-
land.
15. ágúst — Bretar senda 1000
sprengjuflugvélar á móti Þjóð-
veirjum.
15. ðept. — Bretar stöðva loft
árásir Þjóðverja með því að
skjóta 185 flugvélar niður á
einum degi.
18. okt. — Breíar komu í veg
fyrir innrásartilraunir Þjóð-
vera til Englands.
6. d'es. — Bretar hefja sókn í
Egyptalandi.
1941
22. jan. — Bretar taka Tobruk,'
Libya og 25,000 fanga.
10. mar — Bretar senda lið frá j
Alexandria til Grikklands.
6. apríl — Þjóðverjar ráðast á
Júgóslavíu og Grikkland.
13. apríl — Öxulþjóðirnar ná aft-
ur Bardia í Libyu.
20. maí — Þjóðverjar koma til
Krít m'eð loftherliði.
31. maí — Bretar hverfa burtu
af Krít.
22. júní — Þýzkaland, Italía og
Rúmanía segja Rússum stríð á
hendur.
7. júlí — Bandarískur her lendir
á íslandi.
12. úlí — Bretar og Rússar gera
samning um að berjast sam-
eiginlega móti Þjóðverjum.
18. nóv. — Bretar byrja sókn í
Libyu.
1942
29. jan. — Möndulþjóðirnar end-
urtaka Bengasi.
30. maí — Eitthvað yfir 1000
Canadamenn taka þátt í 1000
flugvéla árás á Cologne.
21. júní — Möndulþjóðirnar end-
urtaka Tobruk.
1. júlí — Þjóðverjar .vinna Se-
vastopol.
19. ág. — Canadamenn hefja
innrás í Dieppe.
6. sept. — Möndulþjóðirnar
stöðvaðar við E1 Alamein.
24. okt. — 8undi brezki herinn
fbyrar sókn við E1 Alamein.
7. nóv. — Bandaríkjalið lendir í
Frönsku Norður-Afrfku.
11. nóv. — Þjóðverjar taka alt
Frakkland.
13. nóv. — Brezki heririn nær
Tobruk á ný.
13. des. — Möndulríkja herinn
rekinn úr E1 Alamein.
1943
18. jan. — 17 mánaða umsátri
Stalingrad lýkur.
23. jan. — Áttundi her Breta
tekur Tripoli.
28. marz — Bretar sigra í Tunis-
ia.
7. maí — Tunis og Bizerte falla.
13. maí — Mödulríkin gefast upp
í Afríku.
10. júlí — Canadiskir, brezkir og
bandarískir hermenn hefja
innrás á Sikilgy.
25. júlí — Mussolini leggur nið-
ur völd. Badoglio undir her-
stórn tekur við á Italíu.
17. ágúst — Sikiley sigruð.
3. sept. — Canadamenn lenda í
Italíu.
8. sept. — ítalía gefst upp skil-
yrðislaust.
10. sept. — Þjóðverjar tapa
Smolensk.
24. des. — Eisenhower settur
yfir innrásarher Evrópu.
1944
4. jan. — Her Rússa kemst yfir
landnmæri Póllands.
20. marz—Lt.-Col. H. B. G. Cre-
rar tekur við stjórn Canada-
hersins af Lt.-Gen. A. G. L.
McNaughton.
2. apríl — Rússar halda inn í
Rúmaníu.
10. maí — Rauði h'erinn tekur
Sevastopol.
18. maí — Cassino á ítalíu tekin.
4. júní — Róm unnin.
6. júní — Innrás bandamanna í
Normandí.
15. júní — Þjóðverjar senda
mannlaus sprengjuflugför til
Englands.
23. júní — Rússar hefja nýja
sókn í Hvíta Rússlandi.
3. júlí — Rússar taka Minsk,
síðustu stórborg þeirra í hönd-
um Þjóðvera.
6. júlí — Canadamenn og Bretar
vinna Caen.
20. júlí — Hitler meiðist í morð-
tilraun.
31. júlí — Bandaríkjaherinn
brýst út úr Normandy inn í
Brittany.
7. ágúst — Tilkynt að lsti Can-
adaherinn sjái einn um Aust-
urvígstöðvar í Normandí. Er
það í fyrsta skifti í sögu Can-
ada, að her landsins sækir
fram sem ein heild.
15. ágúst — Bandaherinn heldur
inn í Suður-Frakkland.
16. ágúst — Canada herinn kem-
ur til Falaise.
25. sept. — De Gaulle kemur til
París.
I. sept. — Canadaherinn tekur
Dieppe, her Breta Vimy Ridge
og Brussel, höfuðborg Belgíu.
Finnland úr stríðinu.
12. sept. — Bretar taka Le Havre
20. sept. — Canada herinn kem-
ur til Boulogne. U. S. herinn
tekur Brest.
7. okt. — Rússar komast til Lith-
uaníu.
II. okt. — Bretar komast inn í
Aþenu.
15. okt. — Ungverjaland biður
Rússa um vopnahlé.
21. okt. — Aachen tekin af
Bandaríkj amönnum.
16. ' nóv. — Bandaþjóðirnar
sækja inn í Rínarhérað.
19. nóv. — Bandaríkjaherinn
tekur Geilenkirchen, eina af
borgum Siegfried virkjanna.
22. nóv. Metz fellur.
23. nóv. — Franskir skriðdrekar
halda inn í Strassbourg.
12. des. — Rússar komast til
Búdapest.
20. des. — Þjóðverjar sækja á
vesturvígstöðvunum. — Eru
stöðvaðir 10 mílur frá landa-
mærum Frakklands. Mont-
gomery tekuir við yfirstjórn
lsta og 9unda hers Banda-
ríkjanna auk síns eigin.
1945
17. jan. — Rússar taka Varsjá.
25. jan. — Austur Prússland ein-
angrað.
29. jan. — Rússar komast inn í
norðausturhluta Þýzkalands.
5. feb. — Fundurinn á Krím-
skaga.
13. feb. — Rússar taka Búdapest.
15. feb. — Canada herinn við
Rín.
6. marz — Bandaríkaherinn tek-
1 ur Cologne.
7. marz — Bandaríkjaherinn
kemst austur yfir Rín á Re-
magen brúnni.
12. marz — Rússar tala Kuestrin.
21. marz — Bandaríkja herinn
tekur Saar.
24. marz — Bandaríkjaherinn
kemst yfir Rín norðan til á víg-
stöðvunum.
2. apríl — Bandam. herinn slær
skjaldborg um Rúr.
6. apríl — Rússar segja upp hlut-
leysissamningi við Japa.
14. apríl — Rússar taka Vín.
19. apríl — Leipzig og Halle falla
26. apríl—Rússneski og Banda-
ríski herinn mætast í Torgan
á Þýzkalandi.
28. apríl — Mussolini skotinn í
grend við Como. Bandamanna-
herinn tekur Venice og Genoa.
H HAGBORG FUEL CO. H
< ★
Dial 21 331 no'FU) 21 331
1. maí — Þýzka útvarpið segir
Hitler dauðann.
2. maí — Berlín fellur. Þýzki
herinn á Italíu og í Austurríki
gefast skilyrðislaust upp. —
Bretar taka Lubeck. Danmörk
einangruð.
3. maí — Bretar ná Hamborg.
5. maí — Þýzki berinn í Hol-
landi, Danmörku og Norðvestur
Þýzkalandi gefst upp.
7. maí — Þjóðverjar gefast skil-
yrðislaust upp og Evrópu stríð-
inu lýkur.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
bezta íslenzka fréttablaðið
..........................
I I
= 2
| Verum Allir j
í Canadamenn! I
□
£
|
y
=
“Látum oss líta á alla vora borgara, hvaða kynflokki sem þeir heyra
til, sem Canadamenn. Látum oss hafa færri skiftilínur í Canadisku
þjóðfélagi. Látum oss í Canada vera Canada-fólk”
— JOHN BRACKEN
Vér erum heitbundnir að stofna, eftir þjóðlegum mælikvarða, nýja mögu-
leika til velmegunar og góðrar líðunar, þar sem allir íbúar Canada,
hvaða kynflokki eða trúflokki sem þeir tilheyra, eiga jafnan rétt til. —
Hver maður, kona og barn sem gert hefir Canada að kjörlandi sínu, eiga
fullan rétt til þess að verða meðlimir vorrar stóru fjölskyldu,—Canada
þegn, með öllum réttindum sem borgurum landsins tilheyrir.
Hvert einasta atriði í framfara stefnuskrá vorri, leggur sérstaka á-
herzlu á að hver og einn þegn Canada—hver sem hann er og hvar sem
hann á heima—taki þátt í hinu mikla og sameiginlega þróunar starfi
Canada, bygðu á sterkum grunni þj óðar einingar.
Treystið manninum sem hefir sýnt að hann treystir ykkur.
SIGRIÐ MEÐ BRACKEN
Greiðið atkvæði
meðL umsækjendum
Progressive Conservative
s \
□
I
|
=
I
u
<«iiiiiiiiiiiiniiiHimmuiimiii
Published by The Pro^ressive Conservative Party. Ottawa.
.......................................................................................................miommiminmiimiiioimimm^
(
v