Heimskringla - 23.05.1945, Síða 5
WINNIPEG, 23. MAI 1945
HEIMSKRINGLA
5.S1ÐA
Til Onnu ölafsson
(90 ára)
1 kvöld er gaman og gleði í sal,
— tra la la la —
Og hér er drósa og drengja val,
— tra la la la —
En Anna virðist þó yngst í kvöld,
Þótt eigi að baki sér nærri öld.
— tra la la la —.
Sem Borgfirsk sóley hún brosir hlýtt,
— tra la la la —
Þó stundum yrði henni gatan grýtt,
— tra la la la —
Þá lét hún aldrei slíkt á sig fá,
Og oftast virtist hún syngja þá:
— tra la la la —.
I norðanJbyljunum heyrði hún hljóm:
— tra la la Ja —
1 sunnan-vindunum sætan óm:
— tra la la la —
Því Suðri og Norðri þeir eiga eitt,
Sem íslenzk börn hefir glatt og seitt:
— tra la la la —.
Þér sendir Akranes kveðju í kvöld:
— tra la la la —
Og endurminninga marga fjöld,
— tra la la la —
Það veit að hugur þinn er þar æ,
1 útrænunnar það heyrir blæ:
— tra la la la —.
Við flös og kletta þar syngur sær:
— tra la la la —
Frá Akrafjallinu andar blær:
— tra la la la —
Og jafnvel Hafnarfjall hefir til
Á hljóðum nóttum, sitt undirspil:
— tra la la la —.
Og þó að blási og bjáti á,
— tra la la la —
Þú siglir útskerjum öllum hjá,
— tra la la la —
Við brim*og sviftivind syngur þú,
Með sömu rósemi, þtfeki og trú:
— tra la la la —.
★
Svo beztu óskir, og bjarta tíð,
— tra la la la —
Og sólin skíni þér björt og blíð,
— tra la la la —
Því þú átt íslenzkann anda og sál,
Og æskufjörið, og göfugt mál.—
—‘ tra la la la —.
Páll S. Pálsson
-5. maí, 1945.
SAN FRANCISCO
FUNDURINN
Það er eðlilegt að hugir manna
dvelji við San Francisco fundinn
og mál þau sem þar eru irædd,
því þau snerta vonir og velferð
hvers einasta manns og hverrar
einustu konu, og það var víst
heitasta og einlægasta ósk og
bæn allra, að málsvarar
þjóðanna gætu komið sér sam-
an um traustan, heiðarlegan og
hireinan grundvöll, sem á mætti
byggja varanlegan alheims frið.
Ekki er rétt að segja að þetta
hugsjóna takmark hafi mistek-
ist, en hitt 'er nú öllum lýðum
ljóst, að róttæk ágreiningsmál
hafa komið fram og valdið því,
að samvinnan varð ekki eins ljúf
og margir vonuðust eftir og mála
lokin því ekki eins hagkvæm og
gagnger eins og æskilegt hefði
verið.
Ágreiningurinn varð út af
tveimur þjóðum, Argentínu-
mönnum og Pólverjum. Báðar
þessar þjóðir vildu fá sæti á
sambandsþjóða fundinum og full
réttindi.
Mál Argentínu manna var
fyrst afgreitt, en áður en mál-
ið var leitt til lykta varð um
það all hörð rimma aðallega á
milli aðal umboðsmanns Rússa,
Molotov og Stettiníusar, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna og
Iformanns Bandaríkja nefndar-
innar, sem sótti mál Argentínu
manna, með afli og ofur kappi.
Lok þessa máls urðu þau, að
Molotov varð í minnihluta við
atkvæða greiðsluna, en Stettin-
íus bar sigur úr býtum. Eg hefi
orðið var við að menn furða sig
mjög á þessari aðstöðu Stettiní-
usar og spyrja hvernig að á
henni geti staðið þar sem að í
hlut eigi ribbalda hermanna
stjórn þar sem stjórn Argentínu
manna sé, sem haldi alþýðunni í
herkví verið Þjóðverjum, það er
nazistum, ekki aðeins vinveitt,
heldur blátt áfram stuðnings-
menn þeirra fram til síðustu
stundar og aðeins fullnægt skil-
yrðum sambands þjóðanna til
þátttöku í San Francisco fund-
inum á síðustu mínútunni. Hví
sótti St'ettinius og Bandaríkja-
menn svo fast, að fá viðurkenn-
ingu til handa Argentínu mönn-
um samþykta? Ástæður fyrir
því hafa sjálfsagt verið annað
og meira, en kappgirni og valda-
fýsn. Eg veit auðvitað ekki um
allar ástæður sem þessari að-
stöðu Bandaríkjamanna olli, en
eg veit um eina, sem út af fyrir
sig, var ærin ástæða til þess að
þeir beittu allri heiðarlegri orku
til að fá þessu máli framgengt á
fundinum og hún var að vernda
sinn eigin heiður.
Eins og menn muna þá héldu
Suður Ameríku þjóðirnar ásamt
Mexikó og Bandaríkjunum, eða
þó réttara sagt umboðsmenn frá-
þeim þjóðum, sameiginlegan
fund í Mexikó að Yalta fundin-
um afstöðnum. *Á þeim fundi, í
Mexikó lofaði Stettinius, fyrir
hönd Bandaríkjanna, auðvitað
með ráði og fullu samþykki for-
setans Franklin Delano Roose-
velt, að Argentínu-menn skyldu
njóta sömu réttinda á San Fran-
cisco fundinum og hinar Suður
Ameríku þjóðirnar. Hér var því
aðeins um tvent að ræða, ekki
aðeins fyrir Stettiníus, heldur
Bandaríkja þjóðina, að bera mál
þetta fram til sigurs á fundinum,
eða láta hann dæma loforð sitt
ómerkt, og samningsrétt sinn ó-
myndugan, og er því sízt að
furða sig á þó hinn núverandi
Bandaríkja forseti Truman, og
Stettiníus fylgdu máli þessu fast
ram og hefðu þeir ekki borið sig-
ur úr býtum er á einskis manns
færi að sjá, eða segja hverjar
afleiðingarnar hefðu orðið.
Menn geta auðvitað spurt
hversvegna að þetta loforð hafi
verið gefið og er þá ekki á mínu
færi að leysa úr þeirri spurn-
ingu með neinu þekkingarvaldi,
en ýmislegt finst mér að þar geti
komið til greina — hafi hlotið að
koma til greina svo sem spurn-
ingin um það, hvað yrði um Ar-
gentínu ef hún yrði aðskilin frá
hinum Suður Am'eríku þjóðun-
um og einangruð? Gæti Argen-
tína staðið ein í óþökk og óvin-
áttu sambandsþjóðanna? Ef ekki
1
<' .v. ""
ÞRJÚ BREZK DRATTARSKIP
Þessi tegund brezkra skipa eru kölluð í daglegu tali “Tid Tugs”, sem er stytting á orðinu
“Tiddlers”, og eru þau svo nefnd af stærð sinni; þau eru smíðuð í beinum lönum í mörgum
pörtum af mörgum verksmiðjum, og partarnir svo fluttir til sjávar og þar settir saman. Það
tekur venjulega hálfan fimta dag að setja þau saman. Þessi skip Sem hér eru sýnd eru á leið
til notkunar.
sem að líkindum léti, hvað yrði
þá um þá? Að hverjum myndu
þeir halla sér? Mundu þeir
Ieita skjóls hjá Rússum, Frökk-
um, eða Bretum? Einhverjum
samböndum hefðu þeir orðið að
ná, til þess að geta lifað, en gam-
bönd við Bandaríkin, eftir að
vera sviknir af þeim, hefðu verið
mjög ólíkleg. Það var ekki auð-
ráðin gáta hvaða áhrif það gæti
haft í framtíðinni, ef að eining
Suður Ameríku þjóðanna yrði
rofin og einhverju af stórveld-
unum opnuð leiðin í Argentínu
og svo hefði það í tilbót verið á-
kveðið brot á Monroe kenning-
unni, sem formlega hefir verið
staðfest af Bretum og með þögn-
inni af öllum öðrum þjóðum í
meira en hundrað ár.
Nei, það voru miklu róttækari
ástæður, heldur en skortur á
fyrirhyggju,* frekja eða metnað-
ur sem réð aðstöðu Stattiníusar
til þessa máls á San Francisco
fundinum.
Þegar að ljóst var orðið að at-
kvæðin sem greidd voru í þessu
máli féllu á móti málstað Molo-
tovs (það greiddu sjö þjóðir at-
kvæði með hans málstað, en 23
með málstað Stettiníusar), reis
hann úr sæti sínu ásamt öllum
úmboðsmönnum Rússlands, að
Gormyko sendiherra þeirra í
Washington einum undanskild-
um, og gengu af fundi. Stein
þögn ríkti í salnum þar sem
fundurinn var haldinn, en ein-
hver heyrði samt Halifax lávarð
tauta fyrir munni sér: “Og ekki
held eg nú að þetta sé heirns-
endirinn.”
Óálitleg var þessi aðstaða
rússnesku sendisveitarinnar að
sjálfsögðu, enda spurðu margir
af fundarmönnum sjálfa sig og
aðra: “Skildu þeir fara heim?”
Nei, Molotov fór ekki heim.
Hann gekk til verka eins og
ekkert hefði í skorist, nema ef
hann skildi hafa verið nokkuð
örari í orði, en áður. Hann hafði
enn geysimikið verkefni af hendi
að inna. Það næsta sem fyrir
honum lá, var að fá viðurkenda
umiboðsmenn frá Ukraníu og
Hvíta Rússlandi, sem til fundar-
ins voru komnir og var það auð-
sótt mál, því Stalin hafði krafist
þess á fundinum í Yalta, og þeir
Roosevelt og Churchill samþykt.
Gaf sú ráðstöfun Rússum þrjú
atkvæði á fundinum, þar sem
önnur ríki áttu aðeins eitt.
Þá var komið að aðal ásteit-
ingar efninu, Póllandi. Rússar
voru mjög áfram um að fundur-
inn viðurkendi rétt Pólverja til
þátttöku í fundinum, en Banda-
ríkin og Bretland stóðu á móti.
Mótstaða sú stafar frá reiptogi
á milli Rússa annairsvegar og
Breta og Bandaríkja manna
hinsvegar.
Stjórn Pólverja flúði til Lund-
úna þegar Þjóðverjar tóku Pól-
land og hefir setið þar síðan og
viðurkend af ríkjunum báðum
sem lögbundin stórn þess lands.
Stórveldin þrjú, Rússland, Bret-
ar og Bandar,kjamenn komu sér
saman um, að engin ráðstjórn
skuli sett í löndum þeim sem
fríuð séu, eða fríuð verði án
samþykkis allra leiðtoga stór-
veldanna þriggja. En svo þegar
Pólland var loks frelsað úr á-
nauð Þjóðverja skipar Stalin,
eða rússnesk stjórnarvöld, stjórn
á Póllandi, sem þeir sjálfir völdu
án þess að ráðfæra sig við
Churchill eða Roosevelt, og án
nokkurs tillits til stjórnar Pól-
verja sem í London sat, það var
sú stjórn, sem Stalin og Molotov
vildu nú fá samþykta og viður-
kenda á San Francisco fundin-
um, en fundurinn vildi ekki.
Þó leit út fyrir samkomulag
með nokkurri tilslökun frá hendi
Rússa, að samkomulag mundi
nást, en þá kemur frétt um, að
Rússar hafi tekið 16 leiðandi
Pólverja fasta, sem hafi verið
fremstir í flokki þeirra Pólverja
s<em enn sýndu Lundúna-stjórn-
hollustu.
Þessi frétt var ný eldkveikja í
Til frú önnu Ölafsson
á níræðis afmæli hennar 5. maí, 1945.
Fáir áttu fegri og hreinni trú
á forsjón Guðs og tilgang lífs, en þú.
Fáir gengu fleiri gæfuspor,
fáum tókst að breyta hausti í vor.
Hlutur þinn var engin fúlga auðs,
en aðeins m'aðal skerfur daglegs brauðs.
Á sumum eru aðalsmörkin samt
jafn augljós, þó þeir hlytu nauman skamt.
Því aldrei verður auðsæld nokkurs manns
hin eina trygging fyrir gæfu hans,
og meiri gróði í gegnum erfið kjör
að geta sigrað alt með bros á vör.
Sjálfsagt var þín langa æfileið
í löndum tveimur misjafnlega greið.
En kostaval þitt, ljúf og göfug lund,
þér létti marga beiska raunastund.
Og best þú sýndir sannan hetjudug,
er sorgum lífsins vísa skyldi á bug—
er sjónarhimin huldu drunga-ský,
þú hafðir þrek að byrja upp á ný.
Sólargeislum silfurlitað hár
sveipast eftir níutíu ár.
Ellimörkin undra fá á kinn,
æskuroða slær á vanga þinn.
Sittu heil við hylli guðs og manns,
hlotnast engum betri sigurkrans.
Vegaljós þíns langa æfidags,
- lýsi þér til hinsta sólarlags.
Með hugbeilum hamingjuóskum, ást og virðingu.
Ragnar Stefánsson
Mrs. Anna ölafsson
Hjartans beztu hamingjuóskir á 90 ára afmælinu 5. maí, 1945.
Frá syni þínum Einari Ólafssyni, konu hans og börnum þeirra.
Elskaða móðir! Mín ást er þér nær,
Þótt arrpar og varir þér séu fjær!
Nú þrái eg fund þinn og faðminn blíða,
er fjarlægð oss skilur; hinn úfni sær
anda minn stöðvað þó ekki fær!
Um úthafsins geim hann frjáls mun lifa.
Um hafdjúpið kærleikur byggir brú,
Svo býst til ferðar minn andi nú!
Með systkinum mínum þér hallast að harta!
Að hamingju-geislum vermist þú,
Af öllu hjarta mín ósk er sú
Svo aftan sólin þér skíni bjarta!
Kona og börn þér heilsi hlýtt!
Með hjartans virðing og ástarblítt,
Þau biðja þér gleði og bjartra daga,
Að blessist þér aldurstígið nýtt
Og hjarta þitt sé af sorgum frítt,
Frá sólu skýin mun ástin draga!
Eg veit að nú blessar þú börnin þín,
Sú blessun nær einnig heim til mín,
Sem annara afkvæma þinna,
Þig alfaðir geymi í ömum sín
Og eins þegar lífssól þér dýrðlegri skín,
er leiðist þín sál til ljóss-heimkynna!
Með hjartans kveðju og hamingjuóskum til þín, elsku mamma,
á afmælisdaginn, frá okkur öllum.
Þinn einlægur sonur í fjarlægð,
—Akranesi, Island.
Einar Ólafsson
málinu. Stettiníus og Eden
kröfðust undir eins skýringar á
þessu tiltæki Stalins, en ekkert
svar kom, svo var það nokkrum
dögum seinna að Molotov bauð
þeim Stettiníus og Eden til
kveldverðar með sér og að mál-
tíð þeirri lokinni segir Molotov:
“Nú get eg sagt ykkur hveirs
vegna að þessir 16 Pólverar voru
teknir fastir. Þeir veittu her-
Frh. á 8 bls.
FOR A BETTER CANADA
FROM SERVICE IN THE NORTH ATLANTIC
TO SERVE YOU IN THE HOUSE OF COMMONS
IN WINNIPEG NORTH CENTRE
VOTE L. P. P. — VOTE THUS:
JOHl iEiL X
By Authority Roy Shefley, 833 Lipton St., Official Agent