Heimskringla - 04.07.1945, Page 4

Heimskringla - 04.07.1945, Page 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JÚLÍ 1945 Heimakriitgia <StofnuB lStt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 4. JÚLl 1945 Frá kirkjuþinginu í Árborg Ársþing hins Sameinaða kirkjufélags Islendinga í Norður Ameríku, var haldið í Árborg, Man., dagana frá 29. júní til 2. júlí. Það er ekki tími til stefnu að skrifa rækilega um kirkjulþingið fyrir þetta blað. En með fáeinum orðum skal að því vikið. Fundar- gerð ritara skýrir síðar nákvæmar frá því, sem þar gerðist. Kirkjulþing þetta var ekki frábreytt hinum fyrri ársþingum að því er góðhug og samvinnu áhrærir. Þeir sem áður hafa sótt þessi þing, þekkja það einir, hvílíkt vinamót þau eru. Jafnframt því, sem þarna er komið saman til þess að eiga samræður um þau mál, sem hjartfólgnust eru félagsmönnum, knýtast þar vinabönd Is- lendinga æ traustari og innilegri böndum. Fulltrúar og gestir fara heim til sín með kærar og ógleymanlegar endurminningar af þinginu. Það eina sem amaði nokkuð að, var, að veður var óskemtilegt, nærri stöðugar rigningar, sem vegi gerðu illfæra og hafa aftrað mörgum, lengra burtu, að sækja þingið. Menn urðu og að halda sig talsvert inni. En það gaf meira tækifæri til að kynnast betur og ræða saman og minti þann er þetta ritar á kvöldvökurnar hieima, þegar komið var heim úr vondum veðrum og menn settust við samræður og lestur sér til fróðleiks og skemtunar. Veðrið skapaði þarna eitthvað í líkingu við þennan aldarhátt heima, sem við þektum og telja má undirstöðu fræðslu og uppeldis þjóðar- innar. Ársþingið hófst í kirkjunni í Árborg með sálmasöng og fag- urri þingsetningarræðu, er séra Eyjólfur Melan flutti. Að því loknu tók forseti kirkjuþingsins, Hannes Péturson til mála, sett) þing, bauð gesti velkomna, gerði grein fyrir starfi félagsins á árinu og framtíðar vonunum um sigur stefnunnar, sem félagið helgaði sér. Að því búnu mintist hann þeirra góða tíðinda, að á þinginu væru staddir tveir góðir gestir frá ættjörðinni, þeir próf. Ásmund- ur Guðmundsson, formaður guðfræðideildar Háskóla Islands, og cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, sonur Sigurgeirs Sigurðssonar biskups yfir Islandi. Dundi þá við langvarandi lófatak. Var þá áliðið fundartíma. Eins og ákvieðið var í dagskrá þingsins, var nú cand. theol. beðinn að flytja erindi. Var það lýsnig á Háskóla íslands og starfi nemenda, einkum í guðfræðideildinni. Flutti Mr. Sigurgeirsson það blaðalaust. Var erindið mjög áheyrilegt, fróðlegt og skemtilegt og fóru menn heim glaðir í skapi eftir að hafa hlýtt á iþað. Með þessu lauk fundi fyrsta daginn. Daginn eftir (laugardaginn 30. júní) var snemma tekið til starfa, skipað í nefndir og margvísleg félagsmál rædd. Má segja að þingið færi þá í vinnuföt sín. Auk nokkra nefndarálita, sem þennan dag voru athuguð, flutti Mr. S. Thorvaldson, M.B.E., kveðjur og heillaóskir, frá forseta Unitara-félagsins í Boston, Dr. F. M. Eliot. Hafði Mr. Thorvaldson heimsótt stjórnarnefnd American Unitarian Association nýlega. Lýsti hann ferð sinni. Var hann hrifinn af hve víðfeðmt starf kirkjunnar væri orðið. T. d. væru 35 únítara prestar við preststörf í hernum og kirkjurn- ar væru hátt á fjórða hundrað. Líknarstarfsemi þeirra í hernum léki á miljónum. Unitara-félagið hefði mikilvægt sameiningar- starf með höndum við kirkju og önnur félög, er trúmálafrelsi ynnu. Þá ávarpaði og Dr. Sveinn E. Björnsson forseti Árborgar- safnaðar, þingið, bauð gesti velkomna og fór nokkrum orðum um frjálstrúarstarfið. Mr. W. Knight heitir maður, er þingið hseim- sótti; hann er eftirlitsmaður leikmannastarfs og stuðlar að sam- vinnu þeirra innan Únitara hreyfingarinnar. Hann ávarpaði þingið og var mál hans vel rómað. Þriðja þingdaginn, 1. júlí, flutti séra Eyjólfur J. Melan guðs- þjónustu um tvö leittð, en að kvöldi þess dags, flutti próf. Ásmundur Guðmundsson fyrirlestur sinn um kirkjumálin á ætt- jörðinni. Var fyrirlesturinn hið prýðilegasta fluttur og áheyr- endum til mikillar ánægju. Þótti hinum frjálstrúuðu áhiayrendum hans' sérstaklega vænt um viðhorf kirkjunnar heima og aukið víðsýni í iþeim efnum. Þakkaði forseti kirkjufélagsins, Hannes Péturson, fyrirlesaranum með snjallri ræðu erindi hans. Kirkjan var troðfull af fólki og var kvöldstund þessi í alla staði bæði upp- byggileg og skemtileg. Þingstörf fóru fram nokkurn hluta dagsins. Upp úr hádegi á mánudag var þingi lokið. Fjöldi mála, eink- um áhrærandi útbreiðsluströf, voru þá rædd. Tímaritið “Brautin” er nýkomin út; hafði fyrsta eintak hennar borgað sig vel og munu þeir er það lásu ekki vilja vera án annars heftis. Útvarpsmessum var gert ráð fyrir að fjölga. Málinu um leikmannastarf innan kirkjunnar, var og mikill gaumur gefinn. Að þessu loknu fóru fram kosningar í stjórnarnefnd kirkju- félagsins og fóru þær þannig: Forseti er séra Eljólfur J. Melan, vara-forseti B. E. Johnson, ritari séra Philip M. Pétursson, vara-ritari frú Steinunn Kristjáns- son, féhirðir Páll S. Pálsson, vara-féhirðir Jón Ásgeirsson, eftir- litsmaður sunnudagaskóla frú Marja Björnsson, Árborg. Myndað var nýtt embætti áhrærandi útbreiðslumálastarf og var Hannes Péturson kosinn útbreiðslumálastjóri. Ennfremur var fyrverandi vara-forseti, Sveinn Thorvaldson, M.B.E., gerður að heiðursfélaga kirkjufélagsins, í viðurkenningarskyni fyrir óþrotlegt starf í þágu kirkju íslenzkra unitara frá byrjun þess starfs. Var tillögu útnefningarnefndar um þetta tekið með dynj- andi lófaklappi. Verður í þing- tíðindunum frekar frá þessu skýrt og stofnun hins nýja em- bættis í útbreiðslumálum. Við þingslit ávörpuðu hinir kærkomnu gestir þingsins frá íslandi þingheim og óskuðu starfi þingsins og kirkna þess heilla. Á sama tíma og þingið fór fram, hélt Kvennasambandið ársiþing sitt. Fór eitt kvöldið fram fjölsótt og góð samkoma undir stjórn þess í G. T. húsinu í Árborg. Að öðru leyti verður að vísa til frétta af Kvennasam- bandsþinginu er vér vonum að birtist í þessu blaði. Móttökum þinggesta af Ár- borgar-söfnuði, mun lengi við- brugðið. Allan tíman sem þing- ið stóð yfir, höfðu fulltrúar og þinggestir, og þeir voru milli 50 og 60, allar máltíðir á hinu prýðilega heimili Dr. og Mrs. S E. Björnsson. Rausn og gestrisni sem við nutum þar verður ekki betur lýst, én með orðum próf. Ásmundar Guðmundssonar er við kvöddumheimili læknishjón- anna, en hann kvað þar gest- risnina hafa setið á guðastóli. Auk þessa voru allir fulltrúar og gestir í boði eitt kvöldið á heim ili Mr. og Mrs. Renesse. Hús manna stóðu víðar gestum opin. Fyrir þær framúrskarandi mót- tökur og góðvild og skemtun alla, eru gestirnir í mikilli þakk- lætisskuld bæði við Árborgar söfnuð og ejinstaiklinga innan hans og vini í bygðinni. Að lokum var vegleg veizla haldin þinggestum á Sumar- heimili barna að Hnausum. — Voru þar borð hlaðin vistum sem annars staðar. Nutu mienn þar enn viðtals og kynningar. Þaðan hélt svo hver heim til sín, glað- ur og þakklátur í huga fyrir ó- viðjafnanlegar viðtökur og gott samstarf á þessu ársþingi að sameiginlegum hugðarmálum sínum. Hér hefir aðeins verið stiklað á steinum og vegna tímaleysis fyr- ir þetta blað, alt of lítið verið sagt um ýms atriði, sem jafn- vel hefir verið minst á. En úi því vonum við að bætt verði með fréttum þingritara síðar og með birtingu erinda og fyrir lestra er flutt voru á þinginu. KVEÐJA VESTAN UM HAF Eftir Richard Beck (Ræða flutt á samvinnuhátíð- inni að Hrafnagili í Eyjafirði, 24. júní 1944, af prófessor Richard Beok, forseta Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og full- trúa Vestur-lslendinga á lýð- veldishátíðinni). Kæru landar mínir! Hið mikla leikritaskáld Breta, William Shakespeare, hefir rit- að frægt leikrit, er nefnist “Jóns- msesudraumur”, fagurt og skáld- legt að sama skapi. Eg hef nú öðlast það eftirsóknarverða hlut- skifti að mega eiga minn Jóns- messudraum heima á íslandi á þsssu söguríka og ógleymanlega sumri, hlutskifti, sem hver heimaalinn íslendingur . vestan hafs myndi hafa óskað sér og talið hina mestu gæfu. Því að langdvölin erlendis hefir áreið- anlega glöggvað að minsta kosti öllum þorra þeirra skilninginn á því, hversu nánum og djúpstæð- um böndum menn eru tengdir ættjörð sinni ög ættþjóð. Þeir finna mörgum betur til þess, að náttúra íslands er samanofin sál vorri, að margþættar raddir þess bergmála þar, eða eins og Grím- ur Thomsen skáld orðaði það spaklega: “Inst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi ymur íslands lag.” Og þá er eg kominn að því, sem vera hlýtur þungamiðjan í orðum mínum alls staðar hér heima á íslandi, og það er að flytja kveðjur vestan um haf.1 Eg færi ykkur hjartans kveðjur frá ættingjum og vinum þeim megin hafsins og frá öllum ís- lendingum í landi þar. “Eg bið að heilsa,--------eg bið hjart- anlega að heilsa heim og öllum heima”, var viðkvæðið í sam- tölum við menn víðs vegar og í fjölda bréfa, sem bárust áður en i eg lagði af stað í þessa ógleyman- legu ferð til móðurjarðarinnar. Og þegar Islendingurinn vestan hafs sendir hugfólgnar kveðjur heim um haf, biður hann eigi að- eins að heilsa ættingjum og vin- um, heimaþjóðinni, heldur jafn- framt átthögum og æskustöðv- um — landinu sjálfu. Þetta lýsir sér fagurlega í kveðjuvísu K. N. Júlíusar skálds til dr. Guðmund- ar Finnbogasonar, er hinn síðar- nefndi var á ferðalagi vestan hafs fyrir mörgum árum: “Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum.” Upp úr jarðvegi þessarar ræki. arsemi til ættþjóðarinnar og ætt- jarðarinnar er þjóðræknisstarf- semi Islendinga í Vesturheimi sprottin, og hún er jafn gömul landnámi þeirra þarlendis. Is- lendingar voru eigi fyr komnir vestur um haf en þeir hófust handa um þjóðernisleg samtök. Ástin á íslandi og hinum íslenzka menningararfi var sá kraftur, er knúði þá til fyrstu félagslegra samtaka á vestrænni grund. Og síðan þeir héldu fyrstu þjóð- minningarhátíð sína í Milwau- kee-borg í Bandaríkjunum, 2. ágúst 1874 eða fyrir réttum 70 árum, og stofnuðu samtímis fyrsta Islendingafélag í Vestur- heimi, hefir þjóðræknisstarfsemi þeirra verið óslitin. Hún hefir fundið framrás í margvíslegum félögum, í íslendingadögunum árlega víðsvegar um Vesturálfu, sem eru sannkallaðir þjóðernis- legir upprisudagar, og þá ekki sízt í stofnun Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi fyrir aldarfjórðungi síðan. En fagurt er það til frásagnar, að djúpstæður ræktarhugur ís- iendinga vestan hafs til heima- landsins og heimaþjóðarinnar hefir msð ýmsum hætti komið fram í verki eigi síður en í orði, eftirminnilegast með drengilegr: og víðtækri þátttöku þeirra í stofnun Eimskipafélags Islands, einhvers hins mesta framfara- spors, sem ættþjóð vor hefir stig- ið. Þar sýndu þeir sem oftar, iiversu velferðar- og framfara- mál heimaþjóðarinnar standa nærri hjörtum þeirra. Hver fagn- aðarfrétt heiman um haf er þeim gleðiefni, hver harmafregn vek- ur þeim sorg í huga. Svo náin eru ennþá böndin, ssm tengja þá stofnþjóð sinni og ættjörð. En þjóðræknisStarfsemi Vest- ur-íslendinga frá upphafi vega og fram á þennan dag grundvall- ast í rauninni á þeirri heilbrigðu og jafn tímabæru kenningu, sem felst í hinum alkunnu ljóðlínum Gríms Thomsen: “En rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg.” íslendingar vestan hafs hafa verið og eru sér enn þsss með- vitandi, margir hverjir að minsta kosti, að hver sá maður, sem slitnar úr tengslum við uppruna sinn og erfðir, glatar séreðli sínu og bíður tjón á sálu sinni, verður eins og rótlaust tré, því að menn skjóta ekki andlegum rótum i nýjum jarðvegi á einu dægri. Þessi kenninger þá eninig kjarn- inn í stefnuskrá Þjóðræknisfé lags Islendinga í Vesturheimi, sem byggir starf sitt á þeim grundvelli, að Islendingar verði beztir borgarar þarlendis með því að varðveita og ávaxta sem tryggast og lengst alt hið göfug- asta og lífrænasta í menningar arfi þeirra. Það markmið skil- greindi Stephan G. Stephansson ágætlega í þessum markvissu orðum: “Við fósturlandsins frægðarstar með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æfiþraut, með alþjóð fyrir keppinaut.” ÆFIMINNING Guðmundar Guðmundsonar að Borg við Lundar Og hvernig hefir svo hið and- lega íslenzka atgerfi reynst í óvægu kapphlaupinu á alþjóða- skeiðvellinum vestan hafs? — Reynslan sýnir ótvírætt, að ís lenzkar menningarerfðir og ís-i lenzkir eðliskostir hafa orðið Is iendingum í landi þar sigursælt var vopn í höndum. Islenzk hreysti og manndósmlund, íslenzkar sjálfstæðis- og menningarhug- sjónir eru skráðar gullnu letri í Guðmundur sál. var fæddur að bænum Snotraniesi í Borgar- firði eystra, sjötta dag október mánaðar árið 1863. Sonur var hann hjónanna Guðmundar Ás- grímssonar og Ingibjargar Sveinsdóttur, búandi ihjóna á Snotranesi. Þess má geta að ;s_ | Ingiibjörg móðir hans var dóttir Gunnhildar Jónsdóttur Árnason- ar frá Höfn í Borgarfirði, en Jón þjóðkunnur fyrir karl- mensku sína svo sem Hjörleifur bróðir hans og ganga margar sögur af hreysti þeirra Hafnar- bræðra, en hitt er minna rómað, lífi og frjósömu starfi íslenzkra var vitmaður mikill og landnema í Vesturheimi. í>eir fornspár. Systkini Guðmundar háðu harða en sigursæla braut-|sál- en börn Þeirra Guðmundar ryðjendabaráttu sína í sann-ís-i °§ IngibJargar 1 Snotranesi urðu lenzkum anda og á íslenzkum ■ alls f jórtán en níu þeirra kom mienningargrundvelli. Hollra á- ust 111 fnllorðins ára, en eru nu öll önduð nema tveir bræður, hrifa andlegs íslenzks umhverfis, íslenzkra manndómshugsjóna og Páll og Sveinn á Lundar, og, að menningarerfða, gætir einnig! Því er bezt verður vitað nu’ ein sterklega í lífi og afkrekum af- systir- Solveig, til heimilis i komenda íslenzku landnemanna vestra ekki sízt margra þeirra, sem Vestmannaeyjum. Níu ára að aldri fór Guðmund- hæst hafa borið og bera ur sál. frá foreldrum sínum og mierki íslands á þeim vettvangi fluttist til Halldóru Ásgrímsdótt og varpað hafa mestum ljóma álur> föðursystur sinnar og manns Islendingsheitið. Örn Arnarson hennar, Jónasar Jónssonar, að skáld fór því eigi með staðlausa Hrærekslæk I Hróarstungum í stafi, er hann komst svo að orði I^orður-Múlasýslu. Ekki er ann- í hinum merka og fagra kvæða- flokki sínum til Vestur-lslend- inga í tilefni af komu Guttorms J. Guttormssonar skálds hingað heim: “Þeir sýndu það svart á hvítu, með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki í atgervi, drengskap og snild.” Vér Isiendingar vestan ihafs viljum í lengstu lög halda trúnað1 sonar alþingismanns frá við dýrkeyptar og dýrmætar brjót. ars getið en að hann hafi hlotið þar gott uppeldi en oft hafði hann sarnt orð á því hversu þungbært það hafi orðið sér að skilja við móður sína og heimil- ið svo ungur sem hann var. Árið 1891 giftist hann Mekkínu Jónsdóttur, hinni mestu ágætiskonu. Var brúð- kaup þeirra haldið að bænum Sleðbrjót, en Mekkín var systir Guðrúnar sál. konu Jóns Jóns- Sleð- menningarerfðir vorar hinar ís- lenzku. Vér viljum halda áfram að yrkja sjálfa oss sem bezt, Mfs- ljóð vort sem fegurst, undir vor- um íslenzka þjóðernishætti. Reynsla vor í þjóðernisbarátt- Tveim árum síðar fluttu þau til Ameríku og settust að hér 1 bygðinni (Álftavatnsbygðinni)- Reistu þau hér bú árið 1894, og voru ein af fyrstu landnemum bygðarinnar. Þau eignuðust á föðurleifðinni, giftur Rann- veigu Björnsdóttur Þorsteins- unni vestan hafs, þar sem verið fjögur börn a'lls. Einn af son- hefir og er ieigi síður nú við | um þeirra andaðist ungur en ramman reip að draga, hefir þessi eru á lífi: Björgvin, bóndi einnig alið í brjósti þá von og vissu, að íslenzka þjóðin eigi þann viðnámsþrótt og þá virð-|SOnar á Lundar; Þorvaldur, 1 ingu fyrir sjálfri sér og menning-; Winnipeg, kvæntur Laufeyju arerfðum sínum, að hún gangi Hergeirsdóttur Danielsonar a sigri hrósandi af hólmi þeirra1 Lundar, og Jóna Guðrún, giff vandkvæða, sem hún á nú við að Guðm. Mýrdal, bónda hér í bygð glíma. Öll saga hennar sannar'inm_ það, að hún er þeim kostum bú- j Konu sína, Mekkín, misti hann in. Hún hefir staðið af sér harð- fyrir fáum árum, hún andaðist ari hrinu á liðnum öldum og mun 15. 0kt. árið 1942. því standast þessa nýju þolraun, j Sjálfur varð hann fyrir alvar- en vitanlega úthieimtir hið menn- iegu brunaslysi fyrir rúmu ári ingarlega viðnám af hennar S1'ðan og lá oftast rúmfastur eftir bálfu þjóðernislega árveki og'það. Naut hann þá hinnar beztn festu. hjúkrunar hjá tengdadóttur I þeim ræktarhuga og sterkri| sinni, Mrs. Rannveigu Girð' trú á framtíð hinnar íslenzku mundsson. þjóðar flyt eg ykkur, tilheyrend- j Hann andaðist 5 júní s. 1. eftir ur góðir, hjartanlegar kveðjur langa og oft þjáningarfulla legn- frá Islendingum í Vesturheimi. Þess má geta að gullbrúðkaup Öll getum við Islands börn tekið þelrra Guðmundar og Mekkínar undir með skáldinu, er hann seg- J Var veglegt haldið árið 1941. Va' ir um ættjörð vora: fjöldi manns þar viðstatt enda j voru þau hjónin mjög vinsæl. I Þess má líka sjá glögg merki i ræðum og ávörpum, sem þeiu'1 j voru flutt við það tækifæri. ÞaU tóku mikinn þátt í félagsmálu10- 1 einkum kirkjumálum, á grund í nafni fiændanna vestan At- velli frjálsra trúarskoðana. Guð' lantsála bið eg blessunar þessari ( mundur sál. var einn af fyrstu fögru og söguríku sveit, landi meðlimum hins nýmyndaða úni' voru og þjóð, og hinu endurreistaj tara safnaðar við Lundar. Lágu íslenzka lýðveldi.—Samvinnan. þær orsakir til þess að þau að' -------------- ; hyltust þá hreyfingu sV° snemma, að Þorvaldur sál. f*01^ ‘Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra; tár þín líka tárin vor, tignarlandið kæra.” Boxarinn: Finst þér ekki langt að ganga úr búningsherberginu í “hringinn”? Mótstöðumaðurinn: Jú, En það er engin hætta á að þú þurf- ir að ganga til baka. * * * Byrjandinn: Heyrið mig. Mig langar til að leigja Ihest. Hvað lengi get eg haft hann á leigu? Hestamðurinn: Við látum nú Ihestinn ráða því vanalega. valdsson, bróðir dr. Þorbergs Sveins Throvaldsonar dvaldi hja þeim sumarlangt, en þessi mik1* efnis- og gáfumaður var snemma hrifinn af frjálstrúar hyggju iþeirra Emersons, Char> nings og Parkers. Til minja ulT^ Mekkín og hennar mikla starf þágu þeirra málefna gaf kveU félagið “Eining” Sambandskirkí unni á Lundar vandaða bibl'u- var sú gjöf formlega afhent söfn

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.