Heimskringla - 04.07.1945, Side 5
WINNIFEG, 4. JÚLI 1945
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
uðinum á minningarhátíð þeirri
sem myndir prestanna séra Guð-
mundar og séra ALberts voru af-
hentar kirkjunni. Samverka
kona hennar og núverandi for
seti kvenfélagsins, Mrs. Björg
Björnsson mintist fagurlega, í
bréfi til prestsins, hinnar miklu
ástundunar, sem hin andaða
merkis kona ihafði sýnt í störf-
um sínum fyrir kvenfélagið,
söfnuðinn og sunnudagaskólann.
1 sama streng tók fyrverandi
prestur þessarar bygðar, séra Al-
bert.
Munu þau hjónin á Borg hafa
mátt teljast ein af máttarstoðum
þessa safnaðar á fyrri árum.
Guðmundur sál. var hirðu og
snyrtimaður hinn mesti og bún-
aðist því vel og farsællega. Gleði-
maður var hann víst mikill á
fyrri árum og fékst ekki alllítið
við íþróttir, einkum glímu.
Heimili þeirra var annálað
fyrir gestrsini og því vinsælt áð
verðleikum. Munu nöfn þeirra
lengi geymast í þakklátri minn-
ingu samfierðafólksins.
H. E. Johnson
MEDICAL CENTRE
1 WINNIPEG
Fyrir nokkru síðan skrifaði eg
dálitla grein um Ihugmynd Iþá er
vakir fyrir framsæknum og vak-
andi áhugamönnum hér í Winni-
peg og víðar, í sambandi við hina
fyrirhuguðu lækninga miðstöð
og viðreisn og framiþróun heil-
brigðismálanna hér í Winnipeg,
Manitoba og Vestur-Canada. —
Skýrði þar frá upptökum þess
máls, þróun þess og hinni dnengi-
legu þátttök-u hins ágæta landa
vors, Dr. P. H. T. Thorlakssonar,
fram að þeim tíma sem hinn sam-
eiginlegi fundur áhugamanna
þsesa víðtæka og svo mjög þarfa
máls og tímabæra var (haldinn.
Síðan eru nú liðnir nokkrir mán-
uðir, og að því er okkur íslend-
inga snertir, ekkert orð heyrst
eða sézt um málið, en þar sem
eg tal víst að Islendingum í Vest-
ur-Canada standi ekki á sama
hvernig að þessu máli reiðir af,
hvort það nær fram að ganga,
eða ekki, hvort það lifir eða
deyr, og vil eg taka fram í stuttu
máli, hvað á daga málsins hefir
drifið síðan að eg mintist á það
síðast.
Fyrst er að minnast þess, að
fyrirtæki þetta hefir verið lög-
gilt undir lögum Manitoba-fylkis
og veitt öll þau réttindi sam s'lík
stofnun þarfnast, til starfrækslu
hugsjóna þeirra sem fyrir for-
göngumönnum má'lsins vakir nú
og sem stofnunin kann að þurfa
á að halda. Stjórnar- eða fram-
kvæmdarnefnd (bráðabirgðar-
nefnd) tekur löggildingar frum-
varpið fram að séu þessir:
Garnet Coulter, who is bhe May-
or of the City of Winnipeg.
The Honourable H. A. Bergman,
who is chairman of The Board
of Governors of The Univer-
sity of Manitoba.
H. P. Armes, who is president of
The University of Manitoba.
Hugh Mclntyre and Russell Bar-
rett, who are president and
vice-president respectively of
Union of Manitoba Municipal-
ities.
His Honour J. M. George, who is
vice-president of the Manitoba
Hospital Association.
C. C. Miller, who is president of
the Associated Boards of
Trade of Manitoba.
Violet C. Fillmore, who is presi-
dent of The Childnen’s Hospi-
ta'l of Winnipeg.
G. O. Vale, who is a member of
the Board of St. Joseph’s
Hospital.
W. A. Murphy, who is president (
of The Winnipeg General
Hospital.
R. G. Persse, who is president of
The Cancer Relief and Re-
search Institute.
George W. Northwood, who is
presidient of The Sanatorium
Board of Manitoba.
Dr. O. G. Trainor, who is presi-
dent of The Manitoba Hospital
Association.
Dr. A. T. Mathers, who is dean of ,
the Faculty of Medicine of
The University of Manitoba.
William J. Parker, who is presi-
dent of Manitoba Pool Eleva-
tors.
Henry E. Sellers.
Dr. P. H. T. Thorlakson
Rev. Antoine D’Esohambault,
who is a member of the advis-
ory board of St. Boniface
Hospital.
George C. Maclean, who is the
mayor of t'he City of St. Boni-
face.
Á þessum lista má sjá hve
víðtæk þessi hugsjón er, og al-
vöruþrungin.
Annað spor sem stigið hefir
verið máli þessu til gengis og
þróunar var samtal sem fjöl-
menn nefnd af velunnurum
málsins áttu við forsætisráð-
herra fylkisins 22. jiúní s. 1. Mál-
svari nefndarinnar var Dr. Thor-
láksson, sem einnig er formaður
Ihennar og fórust honum orð á
þessa leið: Við biðjum yður, hr.
fylkis féhirðir (forsætisráðherra
Garson er einnig fylkisféhirðir)
að stefna til fundar með fjár-
máladeild fylkisins, heilbrigðis-
máladeild þess, f jálmálanefndar
Winnipeg-iborgar og háSkólaráðs
Manitoba, til þess að ákveða hag-
kvæma og réttláta niðurjöfnun
á fjárstyrks skyldu þeirri sem á
þeim hvílir til þess að sjá far-
borða sjúkrahúsrúmi, kenslu.
æfingum og þjálfunar þörfum
þeim, sem sjúkra umönnun
krefst og sem þörfin er svo brýn
fyrir, til þess að fullnægja á-
kvæðum þeim og fyrirætlun sem
stjórnin í Manitoba hefir gert í
því sambandi. Einnig fór nefnd-
in fram á að stjórnin í Mani-
toba gæfi ákveðið loforð um að
styrkja og standa með Medicál
Centre áforminu og einnig að
þar sem engin ábyggileg áætlan
um kostnað þann, sem stofnun
lækninga miðstöðvarinnar hefði
LUNDÚNA HERMENN MEÐ FLUGHERNUM I BURMA
Hér eru sýndir tveir þessara manna, heitir annar iþeirra
Peter Widgery (til vinstri), og er aðeins seytján ára og er frá
Holden Road, Norður Finchley, en sá til hægri heitir Ray-
mond Mindham og er frá Tottenhall Road, Palmers Green,
og eru þeir að skoða myndaprufu er þeir táku á lágflugi.
í för með sér, þá væri nú slíkur
kostnaður nákvæmlega athugað
ur og þar ssm alt starf í þágu
þessa máls frá byrjun hefði verið
unnið endurgjaldslaust, þá tæki
fylkisstjórnin og bæjarfélagið að
sér að borga fyrir þá áætlun og
fullkomnari rannsókn málsins,
sem áætlað var að mundi nema
um $15,000.00.
Vorsætisráðherrann tók máli
nefndarinnar vel, sagðist að
sjálfsögðu vera hlyntur málinu
sem væri svo brýnilegt til upp-
byggingar og velferðar öllum
fylkisbúum, en kvaðst þó verða
að skoða málið frá raunverulegu
sjónarmiði að því isr til f járfram-
laga kæmi. Sagðist vona að
fundur sá er ákve:ðinn er 6.
ágúst á milli fylkjanna í Canada
og sambandsstjórnarinnar
myndi festa og greiða svo tekju
samböndin á milli fylkjanna og
landstjórnarinnar að ivegif
myndu opnast fylkinu, til fjár-
greiðslu í sambandi við eins
þýðingarmikið velferðarmál, og
hér væri um að ræða.
Á þessum samtalsfundi mætti
C. E. Simonite, settur borgar-
stjóri í forföllum Garnets Coul-
ters borgarstjóra; fyrir hönd Há-
skólans bráðabirgðar forseti, H.
P. Armes; Dysart dómari og
Bsrgman dómari, forseti há-
skólaráðsins. En með forsætis-
ráðherranum sátu á viðtalsfundi
þessum þeir Ivan Sohultz heil-
brigðismálaráðherra og J. C.
Dryden, mentamálaráðherra.
Það er nú að því komið að
Manitoba menn verða að ráða
við sig hvort að fyrirtæki þetta
á að fá líf og fast form og Mani-
toba að verða vísindaleg mið-
stöð læknisfræðinnar í Vestur-
Canada, eins og Vienna var í
Evrópu, eða það á að dofna og
deyja, því þótt forgöngumenn-
irnir séu allir af vilja gerðir, þá
geta þeir ekki borið þetta mikla
v elferðarmál á herðum sér einir.
Lifandi áhugi almennings
verður að blása því byr undir
báða vængi.
J. J. Bíldfell
FERÐABÓK DUFFERINS
LÁVARÐAR
Ferðabók Dufferins lávarð-
ar. Hersteinn Pálsson ís-1
lenzkaði. Reykjavík, Bók-
fellsútgáfan h.f., 1944.
I
Sumarið 1856 var mikið um
dýrðir ihér í Reykjavík. Glæsi-1
leg skip frá fjarlægum ströndum |
lágu á höfninni, og á fátæklegum l
götum milli lágkúrulegra húsa.
spásséruðu prúðbúnir hofmenn
og aðalsmenn með öllum þsim
fáránlega' útbúnaði og umstangi,
Hann: Sjáðu elskan mín. Eg
keypti íhanda þér demantstrúlof-
unarlhring.
Hún: Ó, hann er dásamlegur.
En hvað er að sjá steininn í hon-
um. Hann er eitthvað einkenni-
legur.
Hann: Það gerir ekkert til. —
Ástin er hvort sem er blind.
Hún: Já, (en ekki steinblind.
* ★ *
Vinurinn: Veiddir þú msð
flugu?
Veiðikempan: Með flugum. Já,
við veiddum með þeim, borðuð-
um með þeim og sváfum með
þeim.
FJÆR OG NÆR
Skrifið stúlkunni
Ung stúlka á Islandi,—19 ára
■ óskar eftir bréfaviðskiftum á,
íslenzku, við vestur-íslenzkanj
pilt eða stúlku, á svipuðu reki
Áritun er:
Ungfrú Hjördís Hjörleifsdóttir,
Sólvöllum, Önundarfirði,
Iceland, Europe
* * *
Framvegis verður Heims-
<ringla fáanleg í lausasölu, hjá
hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla
vörðustíg 2, Reykjavík, Island.
* ★ *
Alþingishátíðin 1930,
eftir próf. Magnús Jónsson er
íslendingum kærkomin jólagjöf.
I bókinni er yfir 300 myndir og
frágangur allur hinn vandaðasti.
Fæst bæði í bandi og óbundin.
Verð í bandi $20.50 og $23.00.
óbundin $18.50.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
★ ★ ★
Heimskringla er til sölu hjá
hr. bóksala Árna Bjarnarsyni,
Akureyri, Island.
LESIÐ HEIMSKRINGLU
bezta íslenzka fréttablaðifl
sem löngum hefir fylgt erlendum
ferðamönnum á Isilandi. íbúar
höfuðstaðarins störðu á þessa
tignu gesti eins og tröll á heið-
ríkju, karlmennirnir voru allir á
hjólum í kringum þá og Reykja-1
víkurstúlkurnar þá voru eigi síð-
ur en nú hrifnar af spengilegum
og stimamjúkum liðsforingjum.
Og nærri má geta ihvílíku róti at-
burður eins og dansleikurinn á
frönsku freigátunni “Artemise” j
hefir komið í ung meyjahjörtu í
öðru eins fásinni og þá ihlýtur að
hafa grúft yfir þessum smábæ.
Engu er logið, þegar sagt er, að
hér hafi komið tignir gestir sum -
arið 1856. Þá kom Napoleon
Frakkaprins ihér með fríðu föru- j
neyti, en Ihann var frændi Napol-
eons mikla. En koma annars
manns varð þó msrkilegri fyrir
Island. Sá maður var Dufferin,
enskur lávarður, sem kom hing-
að á skemtisnekkju sinni þetta
sama sumar.
Dufferin lávarður var háment-
aður maður og fjölhæfur, skáld-
mæltur vel og hneigður til rit-
starfa. Hann var af ágætu fólki
kominn og á léttasta skeiði. þeg-
ar ihann fór þessa för, um þrítugt.
Síðar komst hann til mikilla met-
orða, varð landsstjóri i Canada
og vara-konungur Indlands.
Dufferin hafði hér aðeins
skamma viðdvöl, var nokkra
daga hér í Réykjavík og ferðað-
ist síðan til Þingvalla og Geysis.
En sú viðdvöl nægði til þess, að
þessi stórhöfðingi mintist íslands
jafnan síðan meðhlýju, svo mjög
hreifst hann af þessu fátæka ey-
landi 'í Norðurhöfum. Og um
þessa ferð sína skrifaði hann
merka bók: Letters From High
Latitudes, sem kom út í Englandi
árið eftir, 1857. Oft ihefir verið
vitnað ti'l þessarar bókar í ís-
lenzkum ritum, en nú er hún
komin út 'í íslenzkri þýðingu
Hersteins Pálssonar ritstjóra og
nefnist Ferðábók Dufferins lá-
varðar.
Eins og enski titillinn bendir
á, er bókin skrifuð í sendibréfs
formi. Höfundurinn skrifaði
móður sinni þessi bréf á ferða-
laginu sjálfu. Segja bréfin frá
flairu en ferðinni um ísland, því
að Dufferin og félagar hans
héldu héðan til Jan Mayen,
Spitzbergen og Noregs. Frásagn-
arblærinn er viðfeldinn og
skemtilegur, þrunginn af ferða-
igleði höfundarins. 1 bókinni er
mikill fróðleikur, einkum fyrir
aðra en Islendinga, enda var hún
að sjálfsögðu ætluð isnskumæl-
andi fólki.
Okkur varðar auðvitað mest
um kaflana um Island. I ferða-
bókum um Island er oft ihægt að
finna ýmislegt merkilegt, því að
glögt er gestsaugað á menningu
og þjóðháttum, ef gesturinn er
kominn til að sjá og fræðast, án
hleypidóma og ihroka. íslending-
ar geta unað vel við vitnisburð
Dufferins lávarðar, svo góður er
hann og velviljaður. Hinu er
ekki að leyna, að kynning höf-
undarins á landi og þjóð er ekki
víðtæk, sem varla er heldur von,
og hann hefir lítið séð af shugga-
hliðum þjóðlífsins. Hann sat
veizlur með höfðingjunum í
Reykjavík, en inn í kotin um-
hverfis hefir hann varla stigið
fæti sínum. Hann gisti í tjöldum
á ferð sinni um Suðurland, hafði
sérstakan matsvein og þjón, svo
að ekki þurfti margt saman við
bændurnar að sælda.
En það, sem Dufferin lávarður
sá hér, var hann glöggsýnn á og
segir fjörlega og vel frá því. Og
óneitanlega er það góður fengur
að eiga þarna bráðfyndna sögu
úr samkvæmislífinu í Reykjavík
fyrir 90 árum síðan. Og Dufferin
lýsir þessu svo vel, að við liggur,
að maður finni á sér og sjái þá
ljóslifandi fyrir sér, karlana,
Bjarna rektir, Hjaltalín land-
lækni, Þórð háyfirdómara og
Helga biskup Thordarsen.
Dufferin lýsir landslagi og
náttúrufari með mikilli hrifn-
ingu. Hann hefir haft mikinn
hug á jarðfræði og skýrir í ibréf-
unum jarðmyndunarsögu Þing-
valla og segir frá tilgátum um
það, hvernig á Geysisgosum
standi.
Lávarðurinn segir frá mörgu
úr sögu Islands og bókmentum
og fer furðu rétt með. Má vafa-
laust þakka það hinum ágæta
fylgdarmanni Ihans og túlk, Sig-
urði L. Jónassyni, íslenzkum
mentamanni, síðar starfsmanni í
utanríkisráðuneytinu danska. —
Væri betur, að allir útlendir
ferðamenn hefðu haft slíka
fylgdarmenn um ísland, en sum-
ir þessara fylgdarmanna 'hafa alt
fram að þessu verið of líkir þeim
stallbróður sínum, sem benti á
‘Snorre Sturlasöns Butik” á
Þingvöllum.
Kaflarnir um Island eru
skemtilegasti 'hluti bókarinnar,
en þó er leiðangurinn itil Jan
Mayen og Spitzbergen meiri
svaðilför og segir frá töluverðum
mannraunum, sem Iþeir félagar
lentu í.
Dufferin lýsir sumum sam-
ferðamönnum sínum skýrt og
skemtilega. Einkum leggur hann
rækt við þjóninn Wilson, og
hendir mikið gaman að ö’llu
framferði hans, en Wilson þessi
var svo gallsúr bölsýnismaður,
að svo virtist sem honum þætti
jafrwel miður iþegar vel rættist
fram úr ýmsum vandkvæðum
ferðarinnar, sem hann hafði spáð
hraklega fyrir.
Þýðing Hersteins Pálssonar
virðist vera ágæt, yfirlætislaus
en kjarngóð. Hefir það vafalaust
ekki verið áhlaupaverk að þýða
suma kaflana. Myndir og teikn-
ingar frá ferðinni eru í bókinni.
Hún er vel út gefin og eiguleg.
Það má teljast góður fengur
að fá þessa bók Dufferins á ís-
lenzku. Ragnar Jóhannesson
—Alþbl. 10. apríl.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin sknld
M0RE AIRCRAFT
WILL BRING
QU/CHER
VJÆTORY
m
SAVINGS
Æ#S>CERTIFICATES
Góð Mentun eflir Mannsildið
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA
— MUSIC -----
Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason ___________ $ .35
Sex sönglög, Friðrik Bjarnason________________ .35
Tvö kvæði, St. G. St., Jón Laxdal____ _______ .35
Að Lögbergi, Sigfús Einarsson ________________ .35
Til Fánans, Sigfús Einarsson ________ 35
Jónas Hallgrímsson, Sigfús Einarsson ... .35
Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson __________ .35
Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson ___________ .35
Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson .35
Up in tlhe North, Sveinbj. Sveinbjörnsson ____ .35
Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson ________ __ .35
Bjarkamál, Bjarni Þorsteinsson ________________ 35
Huginn, F. H. Jónasson ______________________ '35
Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson ________________ .35
Serenata, Björgvin Guðmundsson________________ .35
Passíusálmar með nótum _______________________ 1.60
Harmonia, Br. Þorláksson ______________________'50
Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal _________ .35
Skólasöngbókin II., Pétur Lárusson____________ .25
Ljúflingar, Sigv. S. Kaldalóns, Bl. raddir _ 1.00
Ave Maria, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur _____ _____ .50
Suðurnesjamenn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur .35
Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur ___________ .30
Eig bið að heilsa, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur __. .50
Betlikerlingin og Ásareiðin, Sigv. S. Kalalóns, Eins. .75
Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur ________ .50
Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano __ .35
Serenaði til Reykjavíkur, Sigv. á. Kaldalóns, Eins. . .50
Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns. Eins. .25
14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson ___________ 1.25
Ljósálfar, Jón Friðfinnsson _________________ 1.50
5 einsöngslög, (með ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. _ 1.50
BJÖRNSSON’S BOOK ST0RE
702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN.