Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 1
We lecommend for i your crpproval our // BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGENN, 11. JÚLl 1945 *Ve recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. NÚMER41. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Bíla-símar I Bandaríkjunum er ný upp- götvun á ferðinni. Hún er sú, að gera bíla út með talsímum. Með henni getur ekki einungis bílstjórinn ávalt látið heimilis- fólkið vita hvar hann er, hsldur getur heimilisfólkið símað hon- um. Þetta er merkileg og mjög þörf uppgötvun. Ferðamanninn getur margt tafið, svo sem bilun á bílnum, olíuskortur eða jafn- vel oflangt samstal við olíusala á einhverri bílastöðinni. Af því getur leitt að eftir honum sé að óþörfu biðið heima — ekki sízt með máltíðir. Ef eitthvað kem- ur fyrir heima, sem hann áhrær- ir sérstaklega, er einnig hægt að láta hann vita það undir eins. Uppgötvunina hefir The American Telephone and Tele- graph Co. tilkynt. jan. 1945 þá frétt eftir honum, er flesta mun furða á, en húa er sú, að í Moskva, séu til miljóna- mæringar. Hann nefnir nokkra með nafni. Sumir þeirra eiga fleiri miljónir í rúblum (peningumþ en flestir eru þsir stóriðjuhöldar — í ríki jafnaðarmenskunnar! Annað, sem eftir fregnritanum er haft, er að menn geti í Rúss- landi átt 10 hús, ef eigandinn, fjölskylda hans og skyldmenni búi í þeim. En að eiga þau og leigja öðrum, má ekki. Samt eru fáir, sem inntektir hafa nægileg- ar til að eignast hús sjálfir. Hitt er tíðara, að verkalýður búi í einu herbergi með fjölskyldu sína, hvort sem stór er eða lítil. —Þýtt úr The New Times. Þjóðverjar ekki aðgerðalausir Moskva-miljónamæringar Ralph Hswins er fregnriti ‘ Daily Mail” og annara blaða. Blaðið Melbourne “Sun” birti 26. VINNUR GULLMEDALÍU Alda Pálsson 1 vikunni sem leið var þessi ó- venju velgefni hjómleika snill- ingur bér í borginni á leið til New Westminster, B. C., þar sem hún á heima. Einu kvöldblaðinu I hér farast orð á þsssa leið í sam- bandi við komu hennar: Þessi unga stúlka er dóttir Jónasar ' Pálssonar sem lengi dvaldi hér í Winnipeg, og var einn af bezt þektu og færustu píanó kennurum þessa bæjar. — Hann stundaði nám á íslandi, Þýzkalandi og Englandi, en fór til New Westminster 1931. Miss Pálsson hefir lært hjá heimsfrægum kennara, Lubka Kolessa, sem nú er kennari við Toronto Conservatory of Music. Hún spilaði á hljómleika sam- komu í Toronto 30. maí, við á- gætan orðstír. Hún lærði hjá föður sínum fyrstu árin og tók svo miklum framförum að með ágætum þótti, enda sýndu úrslit prófanna það. — Hún vann nafnbæturnar L.R.S.M. og A.T.C.M. með afar- háum einkunum, þar að auki var henni veittur námsstyrkur við Toronto Conservatory árið 1943, °g árið 1944 voru henni úthlutuð hin mjög eftirsóttu Hazel Ire- land Eaton verðlaun, þau hæstu sem skólinn á yfir að ráða. Auk alls þessa var henni ný- lega veitt stigið L.R.C.M., og gullmedalía Canada. Mjiss Pálsson hefir spilað á hljómleikum víðsvegar, t. d. ^innipeg, Vancouver, Toronto, ^uelph og Seattle, Wash. Hún hefir og mörgum sinnum spilað yfir CBC kerfið. Það hefir verið að koma smátt og smátt í ljós, hvað Þjóðverjar voru að hafast að til þess að reyna að vinna stríðið. í skjöli | hefir náðst, er greina frá upp- j götvunum, sem þeir höfðu með j höndum og sem eru hinar ótrú- j i agustu. Sjálfvirku loftsprengj- urnar kannast allir við, en þær eur þó ekkert hjá annari upp- götvun, sem þeir voru farnir að j glíma við, eftir því, sem Col. John A. Keck segist nýlega frá. Col. Keck er bandarískur maður og hefir haft það starf með hönd- um, að rannsaka ný vopn eða uppgötvaíiir sem bandamönnum hafa fallið í hendur og ekki síztl nú, með sigur-herfangi sínu. Hin nýja uppgötvun, er fólgin í því, að Þjóðverjar ætluðu sér að reisa kastala uppi í háloftinu, um 5,100 mílur út frá jörðu, en þar gætir þyngdar hluta eða að- dráttarafls jarðar ekki, og gera hann út með safnglerum eða speglum, til að safna í hita sólar- innar og senda svo hitastraum- inn niður á jörðina. Er gert ráð fyrir að hitinn sé nógu miikill til að kveikja í heilum borgum, eða brenna um héruð. Með þessum hitastrum er ennfremur sagt, að sjóðhita mætti stóra fleti hafsins. Lýsingu af þessari ráðagerð náði Mr. Keck í. Hinn mikla hita sem þarna er um að ræða, væri að sjálfsögðu hægt að nota sem orkugjafa í borgum og til ótal iðnreksturs annars eðlis en að brenna þær. Þegar þessu hefir öllu verið til vegar snúið, tapar orðið loftkastali alveg meiningu sinni, því þá verður um raun- verulega loftkastala að ræða. 1 öðru lagi eru sjálfvirku loft- sprengjurnar. Nú er farið að tala um að senda megi þær yfir hin breiðu höf. Býr nokkur ótti við það í Bandaríkjunum, að skeð geti að Japar hafi komist yfir lýsingarnar af smíði þeirra og San Francisco geti þá við öllu búist. Hitt er sagt ennfremur, að nota mætti þessar flugur á friðartímum til að flytja póst fyrst, milli Evrópu og New York á 40 mínútum og síðar fólk. Að senda megi þær bráðlega um 3,600 mílur, ef ekki nú þegar, er búist við. Margt fleira þessu líkt höfðu Þjóðverjar á prjónunum, en gátu ekki lokið við uppgötvanirnar í tíma til að bjarga sér frá ósigri. 1 blöðum í Bandaríkjunum er því hréyft, að þau muni fara fram á, að ná til sín helztu vís- indamönnum Þjóðverja til að starfa að þessum uppgötvunum. Þær hafi of mikilvægar fram- ÁSM. P. JóHANNSSON SJÖTUGUR Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali í Wimiipeg, varð sjötugur s. 1, föstudag. Var hon- j um í tilefni af því haldið veglegt samsæti á Royal Alexandra hóteli þann dag, er Þjóðræknis- félagið stóð fyrir. Samsætið var | fjölment eftir því sem gerist með veizlur á hótelum. Dr. Richard Beck stjórnaði því, en ræður fluttu auk forseta, séra V. Ey- lands, Árni Eggertson K.C., próf. Ásm. Gðmundsson, cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, Hjálmar Bergmann dómari, en kvæði Einar P. Jórvsson og Hallur Mag- nússon frá Seattle. Luku ræðu- menn lofsorði á Ásmund Jó- hannsson fyrir dugnað og fram- sýni að verðugu og ómælt starf í þágu þjóðræknismála Vestur-ís- lendinga og ættjarðarinnar með þátttöku í stofnun og rekstri Eimskipafélagsins og fjárhags legum stuðningi við Háskóla Is- lands. Þetta var innihald ræð- anna, ásamt hlýjum vinaranda. En auk þess lýsti H. Bergmann dómari því yfir, að Ásmundur Jóhannsson hefði gefið háskóla Manitoba-fylkis $50,000, sem byrjun að sjóði til fræðslustóls í íslenzku, ef fé fengist sem þyrfti til þess, en það mun nema 150,000 dölum. Heillaóskaskeyti bárust mörg bæði frá mönnum vestra og heima, þar á meðal frá Sveini Björnssyni forseta ís- lands, Sigurgeiri Sigurðssyni biskupi, stjórendum Eimskipa- félagsins o. fl. Heimskringlk óskar Ásmundi Jóhannssyni til lukku á afmæl- inu og þakkar alt gamalt og gott. i farir í för með sér til að vera lagðar á hilluna. Sprengjurj^ar gætu meira að segja komið að haldi í stríðinu við Japan. Sólmyrkvinn Þeir hafa eflaust verið færri, sem ekki reyndu að grípa tæki- færið s. 1. mánudag að sjá sól- myrkvann. Myrkrið af honum var nú ekki svo mikið sem marg ir kunnu að hafa ætlað, þar sem um klukkan 7.18 að morgni var ekki nema ofurlitla rönd af sól- inni að sjá og ekki nema á einn veg, en það gat samt ekki heitið rökkur; það var líkara að aðeins skygði að af skýi mjög dimmu þó. I gegnum lituð gler sást grsinilega hvað tunglið huldi mikið af sólinni. Á lauf trjáa brá einkennilega fögrum og fjöl- breyttum litum gulls og silfurs En auðvitað voru það vísinda- menn með áhöld sín, sem mesta ánægju hlutu af þessu náttúru- fyrirbrigði. Þeir sáu yfirborð sólar, kórónur hsnnar og feyki- falda í allri sinni dýrð, stærð og litaskrúði. Höfðu sumir komið Ásmundur Pétur Jóhannsson sjötugur Þeir berjast til sigurs þó bratt sé á fót, er brsgðast ei skyldunnar raust; hver áfangi verður þeim upprisutíð, og eins þó að komið sé haust. Þeir mælast þess betur að manngildi til sem meir var á taugarnar reynt, er sóru sinn lífstrúnað uppruna og ætt — og með eldana fóru ekki leynt. Þér græddist það ungum í gæfunnar leit að glíma við átök og strit; við lánaðar fjaðrir þú feldir þig ei, né falsaðan Islendingslit. Þú trúðir því ungur og trúir því enn — þó trú þín sé nokkur á fé, — að æska vor sæki sinn eilífðarþrótt í iðjagræn móðurlands vé. Hann Ásmundur leikur sér enn þá í dag með æskunnar heiði um brár; til Guðmundar rakara gengur hann oft, þó grá séu og auðtalin hár. Þó kólgusjó tíðum hann krapt hafi siglt og kannist við hryðjur og él, — í kirkjunni jafnt sem við knattborð og spil hann kann við sig álíka vel. . Að styrkjast í áformum átökin við, er eðli hins heilsteypta manns, því ágóðinn verður, þá sagan er sögð, að síðustu afrekin hans. Þess minst skyldi jafnan þó maður sé stór, er málefnið stærra en hann, — að sá, sem var einlægur upprunann við, hinn einasta stórsigur vann. I hásumarsdýrð fjarri heimalandsbygð, er hýrt um vorn síunga vin; það spanst eitthvað algilt frá ómunatíð í alt þetta Miðfjarðarkyn. 1 nýflónskudúða hins dvergsýna manns, er dýrustu ræturnar skar, þó leitað sé út yfir aldir og rúm hann Ásmundur finst ekki þar. Einar P. Jónsson LENORE JOHANNESSON Þessi íslenzka stúlka hefir verið valin til þess að taka myndir af á forsíðu tímarita hér vestra; þykir hún sýna cana- diska stúlku mjög vel (Typical Canadian Girl). Lenore er dóttir Mr. og Mrs. K. Jóhannessonar, 923 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. Hún stundar nám í hússtjórnarfræði á Mani- toba háskóla. Fyi'sta mynd af henni mun birtast í Canadian Home Journal. þúsund rnílur að og sett sig hér niður í Norður-Manitoba, þar sem myrkvinn var mestur og sögðu ferðina hafa meira en borgað sig. Má telja víst, að vísindalegur árangur verði ein- hver af rannsóknum þeirra. Robson dómari dáinn Á mánudagsmorgun lézt á General Hospital Hon. H. A. Rob- son, yfirdómari í Kings Bench réttinum og um eitt skeið leið- togi liberala í þessu fylki. Mr. Robson var ekki einungis vel gefinn maður og skipaði hér fjölda stöður og fórust störf þau vel úr hendi, heldur var hann mjög vinsæll maður, enda stiltur og gætinn, þó ákveðinn væri í stefnum og störfum sínum. Með honum er til moldar hniginn maður, sem mikið starf liggur eftir í þágu þessa fylkis og sakn- að gr af samtíðar og samverka- mönnum hans. MR. OG MRS. DOUGLAS NICOLSON Laugardaginn, 23. júní, voru gefin saman í hjónaband í St. Anglican Church í Winnipeg, Svava Erlendson og L.A.C. Douglas Nicolson. Brúðurin ei dóttir Kristjáns Erlendsonar og Guðríðar Jónsdóttur, er búa við Leslie, Sask. Hafði hún unnið hér við skrifstofustörf í flug- hernum. Brúðguminn er af enskum ættum, sonur Mr. og Mrs. George Nicolson í St. James. Er hann nú við störf í flughernum í Rivers, Man. Rev. R. E. Thain gifti, en Mrs. P. Peturson spilaði á orgel við giftinguna. Faðir brúðarinnar var svaramaður hennar, en brúð- armeyja var Miss Anna Erlend- son, yngsta systir brúðurinnar. L.A.C. Charles Buchanan aðstoð- aði brúðgumann. Til sætis leiddu William Johnstone sjó- liði og David McNaughton í flughernum. Veizla var haldin í The Green Room í St. Regis hótelinu. Að henni lokinni tókust ungu hjón- in ferð á hendur til Minneapolis.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.