Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 11. JÚLl 1945 HEIMSKRINGLA 7.SIÐA BRÉF FRÁ DR. R. BECK Þó að bréf það sem hér fylgir með geymist með skjölum hins Ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, vil eg gjarna birta það nú þegar. Efni bréfsins er svo hugstætt að eg veit það verða margir, sem hafa mikla ánægju af því að sjá það sem fyrst á prenti. H. Sigmar Grand Forks, N. D., 13. júní 1945 Rev. H. Sigmar, D.D., Forseti Hins evang. lúterska kirkjufél. Isl. í Vesturheimi, Mountain, N. Dakota Kæri vinur: Síðastliðið sumar, þá er eg fór til íslands sem fulltrúi Vestur- Islendinga á lýðveldishátíðina, sýndir þú mér þá tiltrú og þann sóma að fela mér að flytja bisk- upi og kirkju Islands bréflegar kveðjur frá þér og kirkjufélagi þínu. Þykir mér hlýða að gera þér nú stutta grein fyrir því, með hvaða hætti eg rak það erindi. Mér var boðið að flytja ræðu á Prestastefnu Islands, sem hald- in var venju samkvæmt í Reykjavík, og var mjög fjölsótt; gerði eg það síðdegis hinn 28. júní. Las eg hina bréflegu kveðju þína við það tækifæri, samhliða bréflegum kveðjum frá hinu íslenzka kirkjufélagi vest- an hafs, og lýsti einnig starfi hins lúterska kirkjufélags, sam- kvæmt upplýsingum í síðustu kirkjulþingsbók félagsins, er rit- ari þess, séra Egill H. Fáfnis, hafði góðfúslega látið mér í té.' Að öðru leyti lýsti eg að nokkru hinu félagslega, þjóðræknislega og mennigarlega gildi starfsemi kirkjufélaganna beggja. I Ekki er það mitt að dæma um það, hvernig þessi kveðjuflutn- ingur minn tókst; hitt væri mik- , ið vanþakklæti af minni hálfu að skýra eigi frá því, hversu frábær- lega vel kveðjunum frá kirkj- unnar mönnum og kirkjufélög- unum hér vestra var tekið á prestastefnunni, bæði af hálfu biskups og prestanna allra. Svo ástúðlegar voru þær viðtökur, að eg fæ því vart með orðum lýst, og kom þar ljóst og fagurlega fram góðhugur íslenzku kirkj- unnar, biskupsins og presta hennar til kirkjufélaganna og ís- lenzks kirkjufólks í Vesturheimi. Jafnframt vil eg, þeim orðum mínum til staðfestingar, leyfa mér að láta fylgja hérmeð nokk- ur blaðaummæli um ræðu mína og kveðjuflutning á prestastefn- unni, þér og kirkjuíþingsgestum til fróðleiks og uppörvunar. Þvi að þau vinsamlegu ummæli eru talandi vottur um hlýleikann heima á Islandi í garð íslenzkrar kirkjulegrar starfsemi hérna megin hafsins. Þakka eg svo innilega fyrir þá sæmd að mega flytja kveðjur kirkjufélags þíns heima á ætt- | jörðinni á hinu mikla hátíðarári hennar og óska félaginu blessun- ar guðs í bráð og lengd. Með beztu kveðjum, Þinn einlægur, Richard Beck NOKKUR BLAÐA- UMMÆLI um ræðuna og kveðjurnar, sem dr. Richard Beck, fulltrúi Vest- ur-lslendinga á lýðveldis- hátíðinni, flutti á Presta- stefnu Islands 1944. — Viljið þér giftast mér? — Þér verðið fyrst að spyrja mömmu. — Eg er búinn að því, en hún vildi mig ekki. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Reykjavík A ISLANDI __Björn Guðmundsson, Reynimel 52 1CANADA Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes, Man........................Sumarliði J. Kárdal Arborg, Man...........................G. O. Einarsson Baldur, Man...........v.............Sigtr. Sigvaldason Beckville, Man........................B.jörn Þórðarson Belmont, Man..............................G. J. Oleson Brown, Man.........................Thorst. J. Gíslason Cypress River, Man....................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask____________________________O. O. Magnússon Ebor, Man...........................K. J. Abrahamson Eifros, Sask...................Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man....................... Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask...........-.........Rósm. Árnason Foam Lake, Sask....................... Rósm. Árnason Gimli, Man..............................K. Kjernested Geysir, Man....................-......Tím. Böðvarsson Glenboro, Man........................... G. J. Oleson Hayland, Man..........................Sig. B. Helgason Hecla, Man.........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man...........................Gestur S. Vídal Innisfail, Alta....................Ófeigur Sigurðsson Kandahar, Sask......................- O. O. Magnússon Keewatin, Ont...................................Bjarni Sveinssor. Langruth, Man.......................... Böðvar Jónsson Leslie, Sask.........................Th. Guðmundsson Lundar, Man..............................Ð- J. Lándal Markerville, Alta..!...-...........Ófeigur Sigurðsson Mozart, Sask..__-----------------------Thor Ásgemsson Narrows, Man...........................S. Sigfússon Oak Point, Man.......................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man..............................S. Sigfússon Otto Man...........................- Hjörtur Josephson Piney, Man................................S. V. Eyford Red Deer, Alta................... Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man........................ Einar A. Johnson Revkjavik, Man........................Ingim. Ólafsson Seíkirk, Man________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man.....-...................Hallur Hallson Sinolair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock, Man...........................Fred Snædal Stony Hill, Man................... Hjörtur Josephson Tantallon, Sask...................... Arni S. Árnason Thornhill, Man....................Thorst. J. Gíslason Víðir, Man......................... - Aug. Einarsson Vancouver, B. C.....................Mrs. Anna Iiarvey Wapah, Man............................Ingim. Ólalsson VVinnipegosis, Man...........................S. Oliver Wynyard, Sask....................... O. O. Magnusson t bandarikjunum Bantry, N. Dak_______________________ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Magnús Thordarson Grafton, N. Dak...................... Ivanhoe, Minn......................Miss C. V. Dalmann Milton, N. Dak......................... S. Goodman Minneota, Minn.....................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. Dak-------------------------C. Indriðason Mational City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E. 24th St. ^oint Roberts, Wash.....................Ásta Norman Seattle, 7 Wash______J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Gpham, N. Dak...........:...............E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipe^ Manitobs 1 frásögn í dagblaðinu “Vísir” þ. 29. júní (eftir séra Árna Sig- urðsson fríkirkjuprest í Reykja- vík) er þannig sagt frá komu dr. Beck á prestastefnuna og ræðu hans þar. “Því næst fagnaði prestastefn- an á ný prófessor Richard Beck, er þá var kominn á fundinn til þess að ávarpa prestastefnuna. Biskup ávarpaði hinn góða gest hlýjum og hjartanlegum orðum, en fundarmenn tóku undir af miklum innileik. Síðan tók próf. Beck til máls og flutti þrótt- mikla og áhrifaríka ræðu. Tókst honum hið bezta að túlka hug íslendinga vestan hafs til gamla landsins. Skilaði hann kveðjum Þjóðræknisfélagsins, beggja ís- lenzku kirkjufélaganna vestan hafs og forustumanna þeirra, dr Haralds Sigmar, hr. Hannesar Péturssonar og sr. Philips Pét- urssonar, og sagði fréttir af kirkjulífinu í kirkjufélögunum báðum, hinu evangelisk-lúterska og Sameinaða kirkjufélaginu. — Sýndi ræða hans hversu trú- ræknin og þjóðræknin hafa ver- ið samofnar í andlegu lífi landa vorra vestan hafs, trygðin við feðratrú og þjóðerni fylgt þeim frá fyrstu landnámsárunum. Síð- an vék próf. Beck að hinu eftir breytnisverðasta í kirkjulífi V,- Islendinga, leikmannastarfsem- inni í kirkjufélögunum. Lauk hann máli sínu með eldheitum, djarflegum og drengilegum hvatningarorðum til íslenzku kirkjunnar. Síðan settust fundarmenn að kaffiborði og undu þar glaðir með gesti sínum góða stund við samtal og borðræður.” 1 hinni opinberu skýrslu um Prestastefnuna, sem birtist í júní-júlí hefti “Kirkjuritsins”, er farið þessum orðum um ræðu dr. Beck og kveðjuflutning hans: “Þennan dag mætti á presta- stefnunni prófessor dr. Richard Beck, fulltrúi Vestur-lslendinga á lýðveldishátíðinni. Er biskup hafði boðið hann velkominn, flutti prófessorinn afburða snjalt erindi um kirkjumál og kirkju- líf Islendinga í Vesturheimi. — Flutti hann og prestastéttinni og biskupi kveðjur, er hann hafði meðferðis frá forsetum beggja kirkjudeildanna íslenzku vestra, þeim séra Haraldi Sigmar, fyrir hönd evangelisk-lúterska kirkju- félagsins, og Hannssi Péturssyni, fyrir hönd Sameinaða kirkjufé- lagsins. “Biskup þakkaði bæði hið skörulega erindi og hinar hlýju kveðjur, og prestastefnan sendi báðum kirkjudeildunum vestan | hafs símskeyti með árnaðarósk- um og kveðjum.” JÚNÍTÁKN Þú undra Island saga hvað áttu fegra til, en freyðandi fossa og fjallablómstruð gil. Það var um óttu eina að andlegt tákn eg sá, það barst í ljósa loga og leiftraði himni frá. Við munar sætan svala hvar sálir tóku bað, eg veit að þess er virði ef vilt þú hlusta á það. Þar höndin mætti hendi — og hjörtun fundu skjól, í mildu mánaskini við miðnætur sól. Þau héldust blítt í hendur en hvorugt mælti orð, og hún nú bíður heima en hann fór um borð. En vonin gaf þeim vængi um víðáttunnar haf, að lifa, læra og skilja þann ljósa bjarta staf. Því huldi þagnar heimur, ' sem hamlar engum máls, og ekkert enda tekur, hvar ástin lifir frjáls. Yndo BRÉF 148 West 3rd St„ N. Vanrouver, B.C. Ritstjóri Heimskringlu: Veltu gera svo vel og ljá eftir- farandi fregn rúm i þínu heiðr- aða blaði: Það hefir dregist lengur en ætlað var að geta þess að af 42 R.C.ArF. mönnum og konum sem heiðraðir voru á afmælisdag konungs, hér í British Columbia, var einn Islendingur, F.O. Hil- mar C. Eyjólfsson, D.F.C. Hann er sonur Mr. og Mrs. B. Eyjólfs- son er fyrir nokkrum árum bjuggu í Langruth, Man., en eru nú búsett í Vancouver. B. E. Bálreið eiginkona: — 1 fyrra- kvöld komstu heim í gær, í gær- kvöldi komstu heim í dag og ef þú kemur ekki í kvöld fyr en á morgun, þá er eg farin heim til mömmu. + -k -k — Vissirðu, að það voru borg- uð hundruð þúsunda fyrir eintak af GutenbergHbiblíunni? — Nei, eg vissi ekki einu sinni, að Gutenberg hefði skrifað biblí- una. ★ ★ ★ — Eg heyrði dálítið í morgun, sem opnaði augu mín. — Hvað var það? — Hringing í vekjaraklukku. BRETAR TAKA VÖLDIN I OSNABRUCK Þegar brezkir hermenn komu til Osnabiuck i Þýzkalandi mættu þcir tiltölulega lítilli mótstöðu. Tóku þeir bæinn í sínar hendur sama daginn og þeir komu þangað. Það erfið- asta fyrir þá var, að leita uppi leyniskyttur og njósnara, sem földu sig hingað og þangað innan um rústirnar. Hér e’ru sýndir tveir menn sem eru að kanna í rústum borgarinnar og leita uppi þessa ósýnilegu og hættulegu fjandmenn sína. Professional and Business ........Directory — Orrrcz Phoni Kzs Phoni 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Taltimi 30 177 VlStalstíml kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Inrurancr and Financial AgenU Sími 97 538 101 AVENTJE BLDG.—Wlnnlpef THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dl*mond and Weddlng Rlnga Agent for Butovm Watcbee Ifarrlage Licemet Ittued 699 SARGKNT AVX SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Ábyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave., Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Building Broadway and Hargrave Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS AND WALL PAPER 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 31G THOR EGGS Specializing in FRESH EGGS 1810 W. Temple St„ LOS ANGELES, CALIF. Telephone: Federal 7630 Neil Thor, Manager Frá vini DR. A. V. JOHNSON DKNTIST SM Somerset Bldg Office 97 932 Res. 202 398 andrews, andrews, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Simi 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar «6 TOHONj;jV.gN. TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta 1103 McARTHUR BLDG. Phone 96 010 Rovatzos Floral Shop Notre Datne Ave., Phone 27 ttt PteAh Cut Flowers Dally. Plmnts ln Semaon W. Veclmllze ln Weddlng & Concert Bouquets & Funeral Designs leelaniic tpoken A. S. BARDAL ^iur lfkklstur og snnaft um útfar lr. Allur útbúnaður sá bestl. Knnfremur telur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. •43 8HERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Simi 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality • Fish Netting 60 Victoria St.. Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St„ Winnipeg Sími 33 038 A. SAEDAL PAINTER& DECORATOR Phone 23 276 * Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St„ Winnipeg FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 'JORNSON S lOKSTORE! 702 Sargent Ave., Winnipeg, Maa

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.