Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.07.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. JÚLl 1945 HEIMSERINGLA 5. SIÐA sem yfir hefir dunið, haldið tungum sínum, sérkennum og háttum. Þessi ríki eiga sama rétt til sjálfstæðis og óskoraðs frelsis og aðrar smáþjóðir, en ógæfa þeirra er í því falin að vera ná- grannar stórveldis, sem girnist lönd þeirra. Þess vegna munu þau enn á ný verða að lúta er- lendum yfirráðum og það þýðir ekkert, þótt aðrir frelsisunnandi menn spyrji: Hvers eiga þessar þjóðir að gjalda? Og þessvegna er það, að þeim er nú “gleymt” og þau ofurseld þeim örlögum, sem vanmáttugar smáþjóðir verða að sætta sig við, ef þeim er óheppilega í sveit komið í næsta nágrenni gráðugs stóveldis. —Alþbl. HELZTU FRÉTTIR Frh. frá 1. bls. Svíþjóð nærri stríði Það skall hurð nærri hællum með að Svíþjóð yrði ekki fyrir sömu útreiðinni og Noregur og Danmörk. Hitler hafði skipað fyrir um að taka landið. Það átti að gerast í febrúar 1942. Marskáliki Von Bock var falið að sjá um innrás- ina og voru fengnar til þess 45 herdeildir. Sex vikur var gert ráð fyrir að Svíar gætu varist. Á allar stærri borgir Svíiþjóðar átti að gera sprengjurásir í einu. Það var vegna Leningrad og varnar Finnlands, sem nazistar álitu þetta nauðsynlegt. En frá þessu var þó horfið, vegna þess sem nú skal greina. Óþektur maður kom á fund utanríkismálaráðherra Svía, Christian Guenther, 10 dögum áður en innrásin var ráðgerð og sagði honum söguna. Hann var klæddur búningi réttra og sléttra borgara og neitaði að gefa nafn sitt. Guenther fór þegar á fund Per Albin Hansson, forsætisráð- herra; var undir eins ihaldinn ráðuneytisfundur og sarrtþykt, að kalla alt það herlið á vett- vang, sem kostur var á. Innrásar herforingja Þjóð- verja leizt ekki á þetta og bað um 20 hersveitir í viðbót. En vegna Stalingrad sóknar- innar fengust þær ekki svo við ráðagerð þessa var hætt. En Hitler þóttist sjá, að einhver hafði svikið sig í herráði hans. Maðurinn, sem Svía varaði við þessu, er nú komið upp að var Dr. Karl Gördeler, fyrrum borg- arstjóri í Leipzig. Það er nú einnig ljóst, að hann var maður- inn, sem samtökin myndaði 20. júlí 1944 um að myrða Hitler. Sjálfur ætlaði hann að taka við stjórn í Þýzkalandi og ganga | undir ekis að skilyrðislausum i friði. En sú ráðagerð fór út um! þúfur, sem kunnugt er. Dr. | Gördeler var dæmdur réttdræp- ur, en gat samt leynst og er nú' í höndum b.andamanna. Munu| fáir aðrir en hann lifandi af J þeim, sem fyrir samtökunum á móti Hitler stóðu. Er þessi saga staðfest með skjölum sem nú hefir náðst í frá Berlín. Kosningarnar í Englandi Um kosningarnar 6. júlí á Eng-, landi, vita menn ekkert ennþá með vissu. í blaðinu London Times brá aðeins fyrir stuttri frétt um, að verkamenn og liber- alar muni talsvert hafa fjölgað þingmönnum, en Churchill- stjórnin væri þó líkleg til að hafa meirihluta. Úrslitin verða ekki birt fyr en 26. júlí. Fornmenning íslands 1 ritstjórnargrein í blaðinu Winnipeg Free Press í gær- kvöldi, um gjöf Ásmundar Jó- hannssonar til Manitoba háskól- ans, er iþess minst að lýðræði væri eldra á Islandi en í Bret- fandi, Ameríku og Evrópu og fornbókmentir Islendinga og menning ætti sér langa sögu, er Vestur-lslendingar ynnu mikið og vildu að yrði hluti af menn- ingu Canada. Eitt dæmi þessa væri gjöf Mr. Jóhannssonar. Capt. Peter Freuchen giftist Londkönnuður, leikari og rit- höfundur, Peter Freuchen, sem oft hefir vakið athygli heimsins á sjálfum sér, lagði í það að skilja við eina konu og giftast annari í júní mánuði. Capt. Freuchen var hér á ferð í Winnipeg í vor sem leið og flutti hér nokkra merkverða fyrirlestra. Þetta er þriðja 9Ínn sem hann giftir sig. Hann giftist Dagmar Möller, ekkju I. P. Möller, Torben. Hún er mállista kona og hefir margar myndir málað fyrir mánaðarrit eins og Harper’s Bazaar og Vogue. Áður en hann gifti sig fékk Capt. Freuchen skilnað í Mexikó frá konu sinni, Magdalenu, leik- konunni í Aarhus leikhúsi. — Fyrsta kona hans var fædd á Grænlandi, og var af Eskimóa kynstofni. Þau eignuðust tvær dætur. Hún er dáin fyrir nokkr- um árum. Við giftinguna voru Rockwell Kent, listamaðurinn, sem aðstoð- aði Capt. Freuchen. Aðrir gestir voru Hans Bendix, danski mál- arinn, Paul Robeson söngmaður- inn heimsfrægi og aðrir. P. MINNINGARATHÖFN Stefán Vilhjálmur Einarson 10. júní 1898—16. marz 1945 Miðvikudagskvöldið 4. júlí, fór fram athöfn í minningu um Stefán Vilhjálm Einarson, í Sam- bandskirkjunni á Gimli. Séra Philip M. Pétursson stýrði at- höfninni og flutti nokkur minn- ingarorð. Stefán Vilhjálmur, sem var verið að minnast, hafði druknað í vor á vesturströndinni, þangað sem hann hafði farið í júní í fyrra og hafði fengið þar at- vinnu. Slysið kom þannig fyrir, að bátur sem nokkrir menn voru á, á leiðinni heim úr vinnu, lenti í slæmum sjó og hörðum straum á milli eyja, og fórst með níu mönnum, og meðal þeirra Stefán Vilhjálmur. Tveir menn komust af. Aldrei hafa lík þeirra sem fórust fundist síðan. Kona hins látna kom heim til Gimli, þar sem hún býr nú hjá foreldrum sínum, ásamt dóttur sinni, sjö ára að aldri. Stefán Vilhjálmur var fæddur í Gimli-bygðinni, á Bólstað, tvær mílur suður af Gimli, 10. júní, 1898. Foreldrar hans voru Sig- urður Einarson Einarssonar, ættaður úr Þingeyjarsýslu á ís- landi, nú dáinn fyrir nokkru, og María Jóhannsdóttir Jónssonar, kona hans, sem 6ýr enn á heim- ilisréttarlandi manns síns. Sig- urður, faðir hins látna, nam land vestarlega í Minerva bygðinm, suðvestur af Gimli, og bjó þar það sem eftir var af æfinni, og þar býr ekkja hans enn, hjá syni sínum, Einari Alexi. En áður en þau hjónin tóku þetta heimil- isréttarland, dvöldu þau um fjög- ur ár hjá foreldrum Maríu, Jó- hanni Jónssyni og Sigríði Ólafs- dóttur konu hans, á Bólstað. Og það var þar sem Stefán sál A. F. Jóhffiimsosi “70 ARA” Flutt í samsæti Snemma í dögun landnáms þessa lands, er landinn, sótti fram á ýmsum sviðum, þá reyndi meira á þrek og manndóm manns, að miða rétt, og venjast þjóðar siðum, í samkepninnar hlaupi að halda sínu, með höfuð rétt, og stýra beina línu., En Ásmundur var fær í flestan sjó, þó fleytur hinna lentu í brimsins solli, hjá honum aldrei vind úr voðum dró, það vissu fáir hvað því láni olli, en vilji hans í athöfn allri og starfi, var ætíð sá, að vera hinn sterki og djarfi. Og fáir hafa sælli siglt til lands, er sólin aftangeislum roðar fjöllin, með hlaðið skip af gulli gæfumanns, í gegn um lífsins sjóa og boða föllin og hér í kvöld er vottur fagur fenginn, að flestir virða og kunna að meta drenginn. H. E. Magnússon Góð sé heilsan, glöð sé ellin gæfan fylgispök. Ekki skrikult yfir svellin út að hinstu vök. Páll Guðmundsson fæddist, elzta barnið af stórri fjölskyldu. Alls voru systkinin fimtán, og eru þau nú öll á lífi nema þessi eini bróðir. Flest öll búa þau í Gimli bygðinni, nema ein systir, sem á heima í Florida. Systknin sem lifa, eru eins og hér segir, í aldursröð: Einar Alex, býr á hemiilisréttlandi föð- ur síns og sér þar um móður sína; Haraldur; Bergþóra (Mrs. Taiti í Florida; Þóroddur Skafti; Pálmi; Stanley; Guðrún Nanna (Mrs. Ingimundson), Winnipeg; Guðbjörg Florence (Mrs. Hólm), Gimli; Sigríður Constance (Mrs. Benediktson), Gimli; Ingvar: Kristján (í flughernum); Ólafía Svaníhvít (Mrs. Stefánsson), Gimli; Aðalheiður María; Karl Walter. Stefán Vilhjálmur sál. ólst upp í Gimlbbygðinni, eignaðist þar marga vini. Hann dvaldi um eitt skeið eitt ár í Chicago, og í annað sinn, eitt ár í Churchill. En svo leitaði hann heim aftur og dvaldi á Gimli, þar til að hann flutti vestur á strönd. Fyrir átta árum giftist hann eftirlifandi konu sinni, Elinu Sigríði Benediktson, dóttur þeirra hjóna Sigurðar Benedikt- son og Guðríðar Helgadóttur, það var 24. júní, 1937. Þau eignuðust eitt barn, dóttur, Wilma Ellen Stefanía. Þann 28. júní í fyrra fór hann vestur á strönd, og fékk þar vinnu hjá British Columbia Bridge Co., sem var að vinna við hafnarfyrirtæki í Menzie’s Bay, B. C. Mrs. Einarson og dóttir þeirra fluttu vestur til hans í september mánuði í fyrra, og settust að í Campbell River, þar sem þau undu sér öll vel. Litla stúlkan gekk á skóla og öll fram- tíðin sýndist vera björt og ský- laus. En alt í einu breyttust draumarnir um fagra framtíð í sorg og söknuð, er hin óvænta frétt um hrakför bátsins á leið- inni heim frá vinnunni, barst tii konunnar og litlu dóttur þeirra. Aldrei fundust lík þeirra sem fórust. Hið mikla haf tók þá til sín, og skilaði þeim ekki aftur. Mrs. Einarson og dóttir henn- ar komu heim, og búa nú á Gimli, sjá foreldrum hennar. -— Fimta júlí var haldin minning- arathöfn í Sambandskirkjunni á Gimli, að mörgum vinum og ættmennum viðstöddum, í minn ingu um þennan vin sem er mik- ið saknað af öllum sem þektu hann. Einn vinur hans hefir skrifað um hann og komist að orði á þessa leið, og mega þessi orð vera eins og síðasta kveðja til hans. “Stefán var stór maður, bjart- ur á hár og hörund. Hann las mikið af íslenzkum og enskurn bókum, en svo dulur að það voru aðeins hans nánustu kunningjar • sem vissu um þann fróðleik sem hann var búinn að safna. Öllum sem kyntust honum var vel til hans. Hans er sárt saknað af móður, konu, dóttur, systkinum og stórum hóp vina. Við höfum mist góðan dreng og prúðmenni sem ekki kemur til okkar aftur. Farðu vel*vinur.” P. M. P. FJÆR OG NÆR BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar. * Akureyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland. Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. "Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Thorst. J. Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. P ot 5? goo\ i LUCIEN LELONG’S Irresistible fragrances in Lucien Lelong’s quaint de- canter type bottles. Balalaika — Carefree — Sirocco — Indiscrete—$1.50, $2.50, $3.50. Gardenia or Whisper—$1.75. Eaton Toiletries Seetion, Main Floor ST. EATON C? LIMITEO Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. - G. O. Einarsson, Árborg, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja- vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calii'. , ir * * Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga i Norður Ameríku. II. árg. 120 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð _________________... $1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð $2.00 BJÖRNINN ÚR BJARMA LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25, óbundin $2.50. FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. HUNANGSFLUGUR, eftii Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú i BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg Kaupið Heimskringlu Lesið Heiniskringlu Borgið Heimskringlu FALLEG MUSIC Fimm einsöngslög eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda “Karla- kór Reykjavíkur”. Hér er um lög að ræða sem allir söngelskir menn og konur ættu að eignast, jafnst enskumælandi fólk sem íslenzkt, því texti hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og unna. Lögin eru þessi: 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða, úr hátíðaljóðum Dav- íðs Stefánssonar. 2. Mamma, eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa, eftir Valdimar V. Snævar. p 4. Sáu þið hana systur mína, eftir Jónas Hallgrímsson. 5. Harmaljóð, eftir Stefán frá Hvítadal. Framsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fög- ur. Heftið kostar aðeins $1.50 og sendist póstfrítt út um land. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreYttasta íslenzka vikublaðið ‘LONG DISTANCE’ SÍMAGJALD ER LÆGR4 FRA 6 ». h. til 4.30 f 1. Verndaðu símann þinn og passaðu slit á ýmsum pörium—oft er ekki hcegt að fá auka parta. ® Varast að snurða komi á símaþráðinn. O Kaltu börnum frá símanum. • Aldrei að skella heyrnartólinu. Vertu samvinnusamur við þá sem eru á sömu línu og þú, og hliöraðu til við þá eins og þú vilt að þeir hliðri til við þig. • Þegar þú kallar upp út fyrir Manitolea, þá vertu viss að kallið sé nauðsynlegt, og kallaðu þegar minst er að gera—milli kl. 12 á hádegi og kl. 2 e. h., og kl. 4.30 e. h. og kl. 7 e. h. MEÐ ÞVt AÐ VERA SAMTAKA HJALPUM VIÐ HVER ÖÐRUM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.