Heimskringla - 18.07.1945, Side 1

Heimskringla - 18.07.1945, Side 1
We lecommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LIX. ÁRGANGUR We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hanni.bal, Mgr. WENNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. JÚLÍ 1945 NÚMER 42. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR “Fanney” hleypt af stokkuni I Tacoma, Wash., var 27. júní togara hleypt af stokkum, 85 feta löngum og gerðum af skipa- smíðafélagi í nefndri -borg (Paci- fic Boat Building Company of lacoma). Var skipið skýrt af frú K. S. Thórðarson, konu vara- konsúls íslands í Seattle, Kol- beins Thórðarson, og nefnt ‘Fanney”. Skipið var smíðað fyrir stjórn ísiands. Undir eins og vélar skipsins hafa verið reyndar, leggur það af stað í ferðina til íslands, en vega- lsngdin, um Panama-skurðinn er sögð 8,000 mílur. Islenzkur skip- stjóri, Ingvar Einarsson hefir verið vestur á strönd síðan í desem-ber í vetur og íhefir verið fyrir hönd stjórnar Islands að kynna sér togaraveiðar Banda- ríkjamanna vestra og líta eftir smi'ði skipsins. Við blöð í Tacoma lét Ingvar skipstjóri vel af skipinu. Venju- leg skipshöfn á svo stóru skipi, er 18 manns, en vegna fullkom- ins vélaútbúnaðar á “Fanney”, er ekki búist við nema 9 manna skipshöfn. Hér er um mótorskip að ræða, en þau munu hvergi nema á vesturströnd Ameríku vera not- uð til togaraveiða. Að 'heiman kom Ingvar skip- stóri flugleiðis til New York, en með járnbrautalest þaðan vest- ur. Verður förin til baka ekki eins skjót. Ætlar skipstóri 50 daga til hennar þurfa. Verður fáment mjög á skipinu frá Ta- coma til New York, en þar bæt- ist við skipshöfnina. Skipstjórinn kvíðir ekkert fyr- ir hinni löngu ferð heim. Hann hefir verið-öll stríðsárin í sigl- ingum um Atlantshafið, bæði vestur um haf og til Englands innan um sjósprengjur Þjóð- verja. Hann var um tveggja mánaða skeið á togara frá San Francisco til að kynnast starfinu hér svo hann geti kent það heima. Potsdam 1 gær var hermt að fundur stórlaxanna þriggja hafi byrjað í Potsdam, fundur þeirra Chur- chill, Stalins og Trumans. Við sporðaköstum nokkrum er þar búist af sumum. Efnið er iþeim upp í hendur lagt, þar sem er af- leiðing stríðsins og öll sú óreiða, sem því fylgdi. Hvað gera skuli við Þýzkaland, er vissulega er- fitt viðfangsefni. Að gera það að austan rússneskt, sunnan bandarískt og vestan brezkt, virðist eitthvað hjáleitt. Þá eru Uardanella sundin, Austurríki og margt fleira. Auk þessa hangir hungurvofan yfir Evrópu á komandi vetri. Og aki svo hver sinum pólitíska plógi ofan á þetta slt mætti við öldukasti búast. En vonum hins bezta. Fundar- staðurinn er góður að því leyti til að þar eru einar 6 keisara- og Prinsa hallir, tvær handa hverj- Oui stóru mannanna, svo um þá «itti að vera rúmt. En að hinu Icytinu má segja staðinn miðstöð •lunkaranna þýzku og plutokrat- lskra hugsjóna, sem á alt annað eu frið og frelsi minni, sem Þ^rna á að vinna að. Churchill og Truman komu degi á undan Stalin til Berlínar, Sem Potsdam er hluti af. En í gær er ætlað að þeir hafi allir v'erið komnir þangað og fundur- Uin væri byrjaður. En með svo mikilli leynd fer þar alt fram, að fregnritar eru jafnvel ekki vissir um þetta og vita því minna um hvað stórlöxunum fer á milli innan sinna lokuðu dyra. Berlín er yfir að líta, sem “dauða” borg. Þar ber mest á rústum. Annað ytra merki hennar er stjórn Rússa. Innan um þær eru þó víða myndir af Stalin á stórauglýsingum eða til- kynningum um að áform Banda- þjóðanna sé ekki að gereyða þýzka þjóð eða Þýzkaland. Það er eini vonarbjarminn, segir einn fregnriti, sem hann sá þar og hafði hann þó verið í Berlín um skeið. Fer til Tulsa flugskóla Hjalti Tómasson, flugmaður frá Islandi, lagði af stað 12. júli suður til New York. Hann hefir verið hér við flugnám í 14 mán- uði og hefir lokið því fyrir löngu, en verður nú að hverfa héðan eftir langa bið eins og fleiri, sem á undan eru farnir, til framhalds- náms í Bandaríkjunum, vegna þess að Canada-stórn veitir ekki próf í flugi eins og sakir standa; stafar af því afskaplegt óhagræði og auka kostnaður fyrir menn sem ihingað leita til náms. En Canada-stórn mun ekki frá stefnu sinni víkja, hún hvorki þarf né vill fleiri flugmenn en hér eru. Það sýndist nú mega undantaka nema sem frá öðrum löndum koma og hér eru ekki upp á atvinnu komnir. En því virðist enginn gaumur gefinn,| hvorki af stjórn né flugskólum og er vítavert. Ætlar Hjalti að taka upp flugnám í Tulsa, Okla- homa, unz hann fær þar það próf, sem hér er meinað. Að því búnu mun hann halda heim til ættjarðarinnar. Við landarþökk- um íhonum ágæta viðkynningu og óskum honum og öllum hin- um bráðefnilegu ungmennum Is- lands, sem hér stunda nám í einni eða annari grein, góðs gengis. Indlandsmálin Um leið og stríðinu í Evrópu lauk, var sjálfstæðismál Ind- lands tekið upp þar sem það féll niður í byrjun ófriðarins. Hafði vísikonungur þeirra, Lord Wa- vell forgöngu í málinu og virtist í byrjun alt ætla að ganga vel; Lord Wavell er maður eftir geði Indverja, er maður hinn alþýð- legasti og umgengst þá, klæddur sem réttur og sléttur borgari og kemur á fund við þá við hvert tækifæri í stað þess, að kalla þá á fund við sig. Honum var og umhugað um að sjálfstæðismál- inu lyki farsællega og sem fyrst. Honum var falinn allur vandi málsins, því í miðjum kosning- um stóð fyrir Churchill. Fundur var hafinn um málið í Simla. Lýsti Wavell því yfir, að Ind- verjar gætu nú tekið stjórn sinna mála, sem aðrar sjálfstæðis ný- lendurnar, gæti haft öll ráð þingsins, nema hvað Bretar á- skildu sér rétt til eftirlits með hervernd landsins fyrst um sinn, en Indverjar gátu kosið sína menn í öll 14 sætin í ráðuneyt- inu. Tekið var fram, að öllum flokkum yrði gert jafnt undir höfði í stjórninni. En þegar- til kom, urðu Hindúar og Moslemar ekki á það sáttir hverja kjósa skyldi. Vildu Hindúar helzt ein- ir taka við (þeir eru 265 miljón- ir), en að Múhammetar (sém eru 92 miljónir) hefðu helzt éngan í stjórn til að byrja með, en yrðu síðar þar sem samvinnumenn, sem ýmsir aðrir flokkar í land- inu. En málið strandaði þarna. Kosningin fór út um þúfur, því hver flokkanna þóttist eiga hlut- fallslega jafnan rétt við Hindúa á að vera í stjórn, þó í minni hluta að fólksfjölda væru. En fundinum lauk svo, að kosning- in fórst fyrir. Þetta er þeim mun lakara, sem tillögur Wavells voru að miklu leyti sniðnar eftir óskum Ind- verja í sjálfstæðismáli þeiira Það var enda ekkert við tillög- urnar að athuga. Málið strand- aði á innbyrðis ósamkomulagi Indverja sjálfra að þessu sinni, hvernig sem næst ferum það. Ráðuneytis-breytingar Á ráðuneyti Bandaríkjanna, hefir Truman forseti gert nokkr- ar breytingar. 1 sex stöður hafa nýir menn verið skipaðir og má ætla, að með þeim megi ráðu- neytið með sanni orðið kallast ráðuneyti Trumans. Mikilvægust má sú breyting eflaust teljast, að James F. Byrnes, frá Suður-Carolina, hef- ir tekið við ríkisritara stöðunni. Hann hefir sem Hull, er lengi var ritari, mikla reynslu sem þingmaður og er vinæll meðal þingmanna í báðum deildum. — Það ætti að efla samvinnu þings og stjórnar. Mr. Byrnes tók við af Edward R. Stettinius, er skipaður var fulltrúi í öryggisráðið (World Security Council) sem að vísu er ekki tekið til starfa, en lofar góðu um að verða arðvæn staða. Með Byrnes, sem ritara, getur verið að misklíðin um eftirmann' Trumans, -ef hann félli frá, dvín- aði, því ríkisritari stendur næst- ur, ef vara-forseti er enginn. Og hann er ekki líklegur að verða neinn þar til 1948, er bæði for seti og vara-forseti verða kosnir. Innan demókrataflokksins var óánægja með Stettinius í ritara stöðunni þessa vegna. Hann var óreyndur *f opinberum stöðum og nýr flokksmaður. Dómsmálaráðherra hefir verið skipaður Tom C. Clark frá Tex- as, í stað Francis Biddle frá Philadelphia. Val hans undruð- ust margir, en hann hefir í dóms- máladeildinni unnið og varð eft- irmaður Thurman Arnold sem eftirlitsmaður stórfélaga (anti- trust division). Að hann reynist stórfélögunum erfiður og vaki yfir gerðum þeirra, er líklegt talið. Yfir-póstmeistari verður Ro- bert Hannegan frá Missouri í stað Frank C. Walker frá Penn- sylvania. Yfir landbúnaðar deildinni hefir Clinton P. Anderson frá New Mexico verið settur, í stað Claude Wickhard frá Indiana. — Hann var þingmaður er honum var falin ráðuneytis staðan. Louis Schwellenback heitir hinn nýi verkamálaritari; tók hann við starfi af Miss Francis Perkins frá New York. Hann var senator á sama tíma og Tru- man og sterkur fylgismaður við- reisnarstefnu Roosevelts. Hann var af Roosevelt skipaður dóm- ari. I iðnaðarmálum er hann þjóðeignasinni og hollur málstað verkamanna í þeirra málum. Þá skal Fred Vinson nefna er við fjármáladeildinni tekur af Henry Morganthau. Hann hefir mjög mikla reynslu í opinberum málum. Hann hefir verið þing- maður, dómari, lögfræðingur, viðskiftahöldur og sendiherra; fjölhæfur maður og fær í flest- an sjó. Eftir eru þá úr Roosevelts ráðuneytinu Henry L. Stinson, hermálaritari, James Forrestal flotamálaritari, Harold Ickes innanríkisritari og Henry Wal- lace verzlunarmálaritari. Heldur þykir á þessu vali mega sjá, að Truman forseti kjósi íhaldssamari demókrata til samvinnu við sig. Úr vestur- og suður-ríkjunum hefir hann og valið fleiri en hinum eystri. Ennfremur þykir valið bera með sér, að Truman vilji sér við hlið hafa menn með reynslu í þingstörfum. íslenzk stúlka kvnnir sér Rauða Kross starfsemi í Ameríku I blaðinu Minneapolis Morn- ing Triíbune frá 20. marz er skýrt frá því, að íslenzk stúlka, Auður Jónsdóttir, sé stödd í Min- neapolis að kynna sér ungliða- starfsemi ameríska Rauða Kross - ins. Blaðið skýrir frá að ungfrú Auður hafi haldið fyrirlestra í nokkrum unglingaskólum þar í borg, á vegum Rauða Krossins, um Island. Ungfrú Auður fór héðan í jan- úarmánuði síðastl. til Bandaríkj- anna, að nokkru leyti í boði ame- ríska Rauða Krossins, til að kynna sér ungliðastarfsemi stofn unarinnar, og hefir lengst af síð- an dvalið í Washington, D. C., höfuðborg Bandaríkjanna, og kynt sér starfsemi ungliðadeild- anna þar í aðalstöðvum stofnun- arinnar. Um miðjan mariunánuð fór hún í kynnisferð um mið- vesturríkin, í boði Rauða Kross- ins, til að kynna sér ungliða- starfsemina í unglinga- og barna- skólum þar um slóðir. Auður starfaði hjá Rauða Krossi íslands áður en hún fór l til Bandaríkjanna, og mun vinna við ungliðadeildir stofnunarinn- ar hér, er hún kemur jdtur hing- að til lands.—Vísir, 4. apríl. • Bandaríska blaðið “Evening Sun” í Baltimore birti 6. júlí eft- irfarandi grein um Auður Jóns- dóttur, “ljóshærða laglega meyju frá íslandi”, eins og í fyrirsögn greinarinnar getur: “Á morgun eru f jögur ár síðan að herklæddir menn frá Banda- ríkjunum lentu við strendur Is- lands. Á þessu sumri hefir ung stúlka frá Islandi hafið gagn innrás í Baltimore. Herlið hennar er ein kona, hún sájlf. Hún heitir Auður Jónsdóttir, 24 ára gömul, og er nú sjálfboði við störf Rauða Krossins í Happy Hills Convale- scent Home for Children, 1798 West Rogers Ave. Ungfrú Auður hefir verið send hingað frá Rauða Krossi Islands til þess að kynna sér starf Rauða Krossins vgstur hér. Til Balti- more kom hún fyrir þrem vik- um. Hafði hún áður verið í Wash- ington að kynna sér starfið og ferðast um tveggja vikna tíma á meðal yngri Rauða Kross deilda í miðríkjunum vestri. Við-komu Bandaríkj ahersins til ættlands hennar 7. júlí 1941, sagði ungfrúin, að Islendinga hefði ekkert á henni furðað; hún hefði enga undrun vakið hjá þeim. Undrunin hefði átt sér stað ári áður, þegar brezki her- inn lenti. “í síðara skiftið var aðeins um góðlátlega forvitni að ræða,” sagði ungfrú Auður, er blaðið hafði tal af henni, í hvíld- artíma hennar frá vinnu í Happy Hills-stofnuninni. Það varð undir eins hið bezta samkomulag milli íslendinga og Bandaríkjamanna. En þó héldu hvorutveggja nokkuð sinn veg bæði hvað starf og leiki áhrærði. Miðstöð lífs Islendinga er heimilið. Og því voru íslend- ingar ákveðnir að halda utan við | athafna lífið, í kring um sig, Iþrátt fyrir þó stríðsgestirnir ! væru fleiri en íbúarnir. j Það kom auðvitað fyrir, að Bandaríkjamenn væru gestir í stássstofum Islendinga en skemt- anir milli þeirra og Islendinga, máttu þó heita þær einu, er gest- irnir sjálfir efndu til. Það voru dansar í þeirra eigin skálum og baseball og fótbolta leikir á þeirra eigin leikvöllum. — Ennfremur voru flestar hreyfi- myndir frá landi yðar, og dreng- irnir að vestan hafa eflaust fund- ið sig meira heima hjá sér fyrir það, sagði Auður. Á Islandi, sem öðrum fjarlæg- um herstöðvum eignuðust Bandaríkjahermennirnir sína beztu vini á meðal æskunnar. Ungfrú Auður sá sjálf á sumar- stöðvum Rauða Krossins hve æskunni þótti vænt um það, er hermenn úr grendinni komu með stóra kassa af brjóstsykur eða einhverju sælgæti og gáfu þeim. Ung frænka mín verður ávalt eins og í sjöunda himni, er minst er barnasamkomu á jólunum, er Bandaríkjamenn höfðu fyrir reykvísk börn. Dæmi af bandarískum áhrif- um á æskuna á Islandi, sagði Auður að ef tli vill mætti telja það, að íslenzkum börnum væri yfirleitt lagið að segja “O.K.” og “How do you do”. Á meðal margra fjölskylda, sagði hún að eldri dæturnar hefðu lært bæði að tala og taka þátt í leikjum Bandaríkjamanna og eldra fólk- ið kynni ensku nægilega til að prútta við þá í viðskiftum. Að öðru leyti hélt ungfrúin að bandarísk áhrif mundu ekki lengi vara á íslandi á friðartíma. Augu manna á Islandi hafa ávalt beinst að Evrópu og þau munu gera það aftur, hélt hún, að stríði loknu. Síðan hún kom til Bandaríkj- anna, fyrir 5 mánuðum, sagðist| hún hafa orðið þess vör, að fólk j hér spyrði mikið um Island. I j eitt skifti lá við, að hún gleymdi sinni íslenzku kurteisi. En það var, er maður nokkur skelti! skolleyrum við frásögn hennar um hina undraverðu hverahitun, ^ lýsingu á hvítum fálkum og af. miðnætursólinni. (1 þessum mán- uði er engin nótt heima, útskýrði hún). En maðurinn, sem um var að ræða, sagðist “hafa komið að, sjá mig,” sagði ungfrúin og stundi, “af því að hann hefði á- valt langað til að sjá Eskimóa!” Levndarmálið I Fundur þriggja stórlaxanna, er nú um það að hefjast í Pots- dam. En Bandaríkjaþjóðin vissi ekkert um hvenær forsetinn legði af stað þangað, né hvernig hann færi. Það var tilkynt í Washington, að ef flugleiðis yrði farið, mundu forsetinn og ríkis- ritari Jimmie Byrnes fara í sínu flugfarnu hvor, svo að ef eitt- hvað alvarlegt kæmi fyrir, að báðir týndust ekki, og forseta- stöðuna iþyrfti ékki að afhenda fráfarandi ritara, Henry Morg- enthau. En vegna einhvers, sem enginn átti neitt við að skýra frá, var ferðin flestum leyndardóm- ur, sem fáir skildu í þar sem | stríðinu í Evrópu er Jpkið og j engir kafbátar eða flugför á At- | lantsleiðunum. Augljosasta astæðan fyrir fundinum virtist sú, að veita tveimur eldri félögunum tæki- færi að kynnast hinum nýja. Ef kynningin yrði góð, var strax vissa fengin fyrir að fundurinn hepnaðist, að nokkru leyti, að hverju sem samtalið liti. Á sambandinu milli foringj- anna þriggja og landanna, veltur mikið. Franklin Roosevelt var viðurkendur fyrir, að hafa stilt til friðar á fundum áður. Hæfi- leikar hans í því efni voru fylli- lega viðurkendir með því að gera hann að forseta á Yalta fundin- um. Harry Truman kemur þar ekki í Roosevelts stað. Hann vill að hinir stóru þrír, tali og krefjist hver síns, sem jafningar. Og hann vildi ekki að Churchill og hann ættu neinn fund með sér áður en til þessa þriggja manna fundar kæmi. Bóndasonurinn frá Missouri hafði ýmislegt í föggum sínum, sem hann áleit góð vopn til jöfn- unar margra saka, sem upp .kynnu að koma. Þingið í Banda- ríkjunum hafði samþykt frum- varp um gagnskifti við /önnur lönd og var reiðubúið að sam- þykkja Breton Woods og San Francisco-gerðina. — Rússlandi hefir þegar verið boðið sæti í Comibined Coal-nefndinni og mun verða boðið í Berlín, að vera félagi í Combined Produc- tion and Resources Board of Combined Food Board. Truman hafði meira að segja í vasa sín- um beiðni Stalins um 6 bljón dala lán til viðreisnarstarfs, að stríði loknu. Fundur þriggja stóru mann- anna, stendur að líkindum yfir í tvær vikur. Að honum lokn um mun Harry Truman fara til London, þar sem gestarúm bíður hans búið í Buckingham-höll- inni. Að hann ferðist víðar, meðan hann dvelur í Evrópu, er ekki ólíklegt. OR ÖLLUM ÁTTUM John Curtin, forsætisráðherra Ástralíu, maður um sextugt, er nýlátinn. Hann var lögreglu- manns sonur, um eitt skeið prentari, þá blaðamaður, ávalt byltingasinnaður sósíalisti, þing- maður og síðast stjórnarformað- ur verkamannastjórnarinnar í Ástralíu. I þarfir verkamála hefir hann unnið ótrautt. En meira en nokkuð annað sem eft- ir hann liggur verður þó eflaust talið varnarstarf hans í þessu stríði, er ráðist var á Ástralíu. Án hinnar miklu og greiðu sam- vinnu hans við McArthur og Bandaríkin, hefði árangurinn í bráðina orðið minni en raun varð á. Eftirmaður hans heitir Joseph B. Chifley; var hann fjármálaráðherra og sá er mest og bezt fylgdi Curtin í stríðs- málunum. Hann er verkamanna sinni og fagmaður í vélfræði, en raunhyggjumaður í stjórnmál- um og virðist vilja halda þeim aðskildum frá stéttamálum. Mr. Forde, vara-forsætisráðherra og sem fyrir hönd Ástralíu var full- trúi á San Francisco-fundinum, beið lægra hlut fyrir Chifley. ★ * ♦ Vincent De Pascal, fregnriti Chicago Times í Montevideo, skrifar að hann sé sannfærður um að Hitler og einkaritari hans Eva Braun, séu komin til Argen- tínu og sitji á þýzkri landareign í Patagóníu. Fregn um að þau hafi sezt að á Queen Maud Land í Suður-ís- hafinu um sama leyti, er að lík- indum blekking.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.