Heimskringla - 18.07.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 18.07.1945, Blaðsíða 8
8. SlÐA HEIMSKBINGLA WINNIPEG, 18. JÚLl 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM 3Iessa í Árborg Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg sunnudaginn 22. júlí kl. 8.30 að kvöldi. * ★ ★ Messur í Piney Séra Philip M. Pétursson held- ur tvær guðsþjónustur í Piney, sunnudaginn 22. júlí, á vanaleg- um stað og tíma. Bygðarmenn eru góðfúslega beðnir að láta þetta fréttast. ★ ★ ★ Messa í Reykjavík Messað verður í grend við Reykjavíkur pósthús kl. 2 e. h sunnudaginn 29. júlí n. k. ■k * -k Messa í Mikley Messað verður í Miikley sunnudaginn 5. ágúst n. k. k k k Giftingar Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 14. júlí í Sam- bandskirkjunn í Winnipeg. Capt. Markland Neil McEwan og Laura Ánna Benson, dóttir þeirra hjóna Weston sál. Benson og Mrs. Önnu Benson. Þau voru aðstoðuð af systkinum brúðar- innar, Mr. St. Benson, Winnipeg og Mrs. Mary Patterson frá Van- couver. Brúðkaupsveizla fór fram á heimili Mrs. Benson, 518 Beverly St., þar sem að vinir og ættmenn komu saman til að óska brúðhjónunum allra heilla. Séra Philip M. Pétursson fram- kvæmdi giftingarathöfnina. Einnig á laugardaginn gaf hann saman í hjónaband að heimili sínu, Orral Cecil Gould og Ella Reid, bæði af hérlendum ættum. ★ ★ ★ Dr. Sveinn E. Björnsson og frú frá Árborg, Man., komu til bæjarins s. 1. miðvikudag. Þau voru á leið vestur til Wynyard, Sask., og bjuggust við að dvelja þar vikutíma í heimsókn hjá vinum og kunningjum. Þau ferð- uðust í bíl. MORE AIRCRAFT WILL BRING QUICHER xVJUITORY ad/ 'ífc^WAR SAVINGS CERTIFICATES Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: I Blómasjóð: Mrs. G. Johnson og Mrs. J. Olafson, Árnes, Man. $10.00 í minningu um hjartkæra syni og bræður, Bergsvein og Albert Johnson. Mrs. J. Olafson, Árnes, Mani- toba —------------------ $5.00 í minningu um kæra vinkonu, Mrs. Oddfríði Johnson, Winni- Peg- Mrs. Ingibjörg Johnson, Prince Rupert, B. C. $6.00 í þakklátri minningu um kæra vinkonu, Mrs. Oddfríði Johnson. Mr. og Mrs. Guðjón Jónsson, Los Angeles, Calif. $5.00 í hjartkærri minningu um Mrs. Oddfríði Johnson. Meðtekið með innilegri sam- úð og þakklæti. Sigríður Árnason, Oak Point, Man —16. júlí, 1945. k k k Séra Eyólfur J. Melan var staddur í bænum í gær; kom til að sitja kirkjufélagsfund. * ★ * * BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar Akureyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland. Björnssons Book Store, 702 Sar- I gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Thorst. J. Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. G. O. Einarsson, Árborg, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja- vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calif. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont G. B. Jóhannson, Geysir, Man. CHATHAM HOUSE PRIVATE HOSPITAL f VANCOUVER, B. C. Eign þriggja kvenna, og stjórnað af þeim. Nöfn þeirra: Alla (Aðalbjörg) Reilly, R.N. — Hún er dóttir Arinbjörns S. Bar- dal og fyrri konu hans. Miss Maud Mirfield og Miss Etta Mc- Leay. Þær skifta með sér verk- um þannig: Alla Reilly sér um öll innkaup og útgjöld, og hefir alt bókhald með höndum og sér um alt sem tilheyrir uppskurðar stofunni, og þar eru gerðir fjórir uppskurðir á hverjum degi, nema laugardögum og sunnudög- um. Miss Mirfield sér um hrein- læti og hita, og að alt sé á sínum stað og tíma. Miss McLeay, sér um að engin fari út svangur. Þessar konur eru mjög samhent- ar. Spítalinn hefir 21 herbergi, þríloftaður, með góðum kjallara, sem er meira en hálfur upp úr jörðu, þar er stór setustofa, sejn er líka notuð fyrir borðstofu, og skrifstofu. Það eru 16 hjúkrun- arkonur á borgunar listanum. Þær vinna ekki allar fullan tíma. Sumar koma inn þá daga sem verður að gefa hinum frí, einn dag í viku hverri. Emilía S. Bardal, R.N., hefir umsón yfir ungbarna herberginu. Það fædd- ust þarna 190 börn árið 1944, að- eins tvö andvana, en ekkert dó. 1 fjóra mánuði af þessu ári, hefir spítalinn séð um 450 sjúklinga, og aðeins tæplega eitt prósent hefir dáið. Það mun mega leita víða, til að finna þá útkomu, það munu vera fáir spítalar í Can- ada, sem sýna minna en 5 prósent dauðsföll og flestir frá 6 til 8 pró- sent. Þegar maður tekur tillit til þess, að það er að meðaltali um 20 uppskurðir á viku hverri. Svo er mikil aðsóknin, að það mátti heita, að það væri aldrei autt rúm nokkra nótt, og frá 4 til 7 varð að neita daglega. Eg hitti marga sem höfðu verið bók- aðir á þessum spítala, og allir höfðu sömu lofsverðu söguna að segja af sinni veru þar. Beztu læknar borgarinnar senda sína sjúklinga, sem þeim er ant um, inn á þennan stað, þar með Dr. Guttormsson, sem er orðinn viðurkendut mjög frægur læknir. Dr. TaKord, sem var borgarstjóri um eitt skeið, gerði þarna keisaraskurð um daginn á konu fjörutíu og tveggja ára að aldri, og það gekk svo vel, að allir aðilar voru hæsj_a himni, þó bæði móðirin og barnið væru enn á jörðunni. Stúlkubarn átta og ihálft pund, sagði Emilía Bardal. Það er enginn efi á því, að þessar konur gætu stjórnað miklu stærri stofnun, ef það væri mögulegt að fá hentuga byggingu í Vancouver. En þær sýnast vera ánægðar yfir útkom- unni. Spítalinn er á stað, þar sem lítil umferð er, og þar af leiðandi lítill hávaði. Húsið stendur nokkuð frá gangstíg, og blóma- garður fyrir framan, sem gerir staðinn viðfeldinn og aðlaðandi, og heimilislíkan, það dytti eng- um í 'hug, að það væri ekki prí- vat heimili, þegar er komið að því, eða inn í það, þar til maður sér teinkennisbúning hjúkrunar- konanna. Það væri betur að þessi stofn- un næði þeim tilgangi sínum, að geta fært út kvíarnar, svo að sem flestir fengju líkn þar á sín- um meinsemdum, í blómagarði Kyrrahafsstrandarinnar. Þess óska eg af heilum hug. Sjónarvottur Látið kassa í Kæliskápinn WvmoLa M GOOD ANYTIME The SWAN MFG, Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMI^’ED COAL - COKE - BRIQUETTES STOKER COAL Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður PRINCESS MESSENGER SERVICE We move trunks, small suite furniture and household articles of all kinds. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Telephone 25 888 C. A. Johnson, Mgr. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Simi 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hvérju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30 e.h. M I N N I ST B-E-T-E-L í erfðaskrám yðar Hársnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra tii Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Timarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Meðtekið í Útvarpssjóð Sameinaða Kirkjufélagsins Mrs. Thora Finnbogason, Langruth, Man.----- $1.00 “Friends”, Lundar, Man. 2.00 C. Indriðason, Mountain, N. Dak. 3.00 Steve Indriðason, Mountain, N. Dak. 5.00 Með kæru þakklæti, P. S. Pálsson 796 Banning St. Winnipeg, Man. Góð Mentun Manngildið Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA Jafnvel eftir öll hernaðar skakkaföllin 1940, var ekki of seint, að skoðun Gamelins hers- höfðingja, fyrir Frakkland, að bjarga her sínum undan til Norð- ur-Afríku og halda þaðan áfram að berjast. Gen. Maurice-Gust- ave Gamelin, var yfirhershöfð ingi frakkneska hersins, þar til nokkru áður en hann gafst upp. Hann ráðlagði ýmsar gagnsóknir og ef ekkert dygði, að flytja her- inn til Morokko. En eftir ráðum hans var ekki farið af Viehy- stjórninni og sjálfur var hann til Þýzkalands sendur. Gamelin er að skrifa greinar um þessi mál fyrir Associated Press, sem birt- ar eru ÞCanada, sem annar stað- ar. k k k Messur í Nýja íslandi 22. júlí — Geysir, messa kl. 11 f. h. Víðir, messa kl. 8.30 e. h. 29. júlí — Framnes, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður Ameríku. II. árg. 120 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð __________________$1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð __$2.00 BJÖRNINN ÚR BJARMA- LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25, óbundin $2.50. FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú í BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg ★ * * Áætlaðar messur sunnu- dagana 22. og 29 júlí: 22. júlí — Wynyard, kl. 2 e. h. Mozart, kl. 7.30 e. h. 29. júlí — Foam Lake kl. 2.30 e. h. (ensk messa). Leslie, kl. 8 e. h., íslenzk messa og altaris- ganga. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson FALLEG MUSIC Fimm einsöngslög eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda “Karla- kór Reykjavíkur”. Hér er um lög að ræða sem allir söngelskir menn og konur ættu að eignast, jafnst enskumælandi fólk sem íslenzkt, því texti hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og unna. Lögin eru þessi: 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða, úr hátíðaljóðum Dav- íðs Stefánssonar. 2. Mamma, eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa, eftir Valdimar V. Snævar. 4. Sáu þið hana systur mína, eftir Jónas Hallgrímsson. 5. Harmaljóð, eftir Stefán frá Hvítadal. Framsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fög- ur. Heftið kostar aðeins $1-50 og sendist póstfrítt út um land. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Dómarinn: Hvað eru þér garnl" ar? Vitnið: Tuttugu og eins árs og nokkurra mánaða. — Dómarinn: Hvað margra man- aða? • Vitnið: Eitthvað um 27. * ★ * Húsmóðirin: Það lítur út fyr^r vonzku veður. Þér skuluð bara bíða eftir kveldmatnum. Gesturinn: Nei. Svo ljótt nú útlitið ekki. ★ ★ ★ Tveir negrar voru fyrir rétti. Hafi þið lögfræðing? spurði dómarinn. Nei. Við höfum ákveðið að segja satt og rétt frá öllu. LESIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið Islendingadagurinn í Blaine SUNNUDAGINN 29. JÚH. 1945 SKEMTISKRÁ: 1. Ó, guð vors lands......................Sönflokkurinn 2. Ávarp forseta.... .................Andrew Danielson 3. Einsóngur ..........................Frú O. S. Laxdal (a) Stóð eg úti’ í tunglsljósi..Sveinbjörnsson (b) Draumalandið..............Sigfús Einarsson 4. Ræða...............................séra G. P. Johnson 5. Söngflokkurinn: (a) Fannhvíta móðir (b) Þið þekkið fold. ...........H. Helgason (c) Fjallkonan....................O. Lindblad 6. Kvæði....................Jónas Stefánsson, frá Kaldak 7. Einsöngur ........................Frú Ninna Stevens (a) Gígjan....-...............Sigfús Einarsson (b) Svanasöngur á heiði........... Kaldalóns 8. Kvæði.........................Séra A. E. Kristjánsson 9. Einsöngur............................Mr. Carl Julius 10. Söngflokkurinn: (a) Þú stóðst á tindi................. Ibsen (b) Þótt þú langförull legðir ...Björgvin Guðmundss. (c) Að fjallabaki.................... Mozart 11. Ræða..........................Próf. Sveinbjörn Johnson 12. Kórsöngur: “Heyr oss”..............A. E. K. of H. S. H. 13. Almennur söngur..................H. S. Helgason leiðir (a) Ó, fögur er vor fóstur jörð (b) Hvað er svo glatt (c) Ólafur reið með björgum fram (d) Svíf þú nú sæta (e) Eg man þá tíð (f) Eldgamla Isafold (g) America (h) God Save the King. Skemtiskráin hefst stundvíslega kl. 2 e. h. Undir stjórn Mr. L. G. Sigurdson, flytur gjallarham skemtiskrána til áheyrenda.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.