Heimskringla - 18.07.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. JÚLl 1945
--—■—■—1—1—1—■—■—----—•—--
A
SKEMTIFÖR
Nikola dró annað bréf upp úr vasanum og
sneri sér til Pendergast.
“Þér S’kuluð ferðast til Dover í kvöld og
fara yfir til Parísar snemma í fyrramálið, og
afhenda sjálfur þetta bréf þeim, sem á að fá
það samkvæmt utanáskriftinni. » Seinni hluta
fimtudags, stundvíslega kl. hálf þrjú, mumið
þér færa mér svarið á Gharing Cross járnbraut-
arstöðinni. í umslaginu munuð þér finna nægi-
lega mikið fé til að borga útgjöld yðar. Nú
megið þér fara!”
“Klukkan hálf þrjú skuluð þér fá svar yðar.
Góða nótt!”
“Góða nótt!”
Þegar Pendergast var farinn, kveikti Dr.
Nikola í nýjum vindli og beindi nú athygli
sinni að Mr. Baxter.
Fyrir sex mánuðum síðan útvegaði eg yður
stöðu sem heimiliskennari handa markgreifan-
um af Peckingham. Þér eruð líklega enrtþá í
þeirri stöðu?”
“Já.”
“Er hertoginn, faðir unga mannsins, vin-
gjarnlegur í yðar garð?”
“Já, í allan máta. Eg hefi lagt alla alúð á að
innvinna mér hylli hans. Það var líka ein af
fyrirskipunum yðar, ef eg man rétt.”
“Já, víst er það. En eg var alls ekki viss
um, að yður mundi hepnast það. Ef gamli mað-
urinn er nokkuð líkur því, sem hann var þegar
við vorum síðast saman, þá hlýtur ihann að vera
sérstaklega örðugur í sambúð. Fellur drengn-
um vel við yður?”
“Já, það vona eg.”
“Hafið þér fært mér ljósmynd af honum
eins og eg bað yður um.”
“Það vona eg. Hérna er myndin.”
Baxter tók ljósmynd upp úr vasanum og
rétti hana yfir borðið.
“Gott, þér hafið unnið starf yðar trúlega,
Mr. Baxter. Eg er vel ánægður með yður.
Snemma á morgun ferðist þér heim til York-
shire.”
“Fyrirgefið, Bournemouth. Hinn náðugi
hertogi hefir sezt að nálægt Bournemouth um
sumarmánuðina.”
“Gott er það — snemma í fyrramálið farið
þér heim til Bournemouth og haldið áfram að
öðlast traust feðganna. Þér verðið líka að byrja
á að læða inn hjá unga manninum löngun til að
ferðast. Látið hann samt ekki verða varan við,
að þessi löngun hans sé vakin af áhrifum yðar
—en gleymið samt ekki að vekja og glæða þessa
löngun alt sem þér getið. Eg skal láta yður vita
um þetta nánar eftir eina tvo daga. Nú getið
þér farið.”
Baxter fór út úr herberginu og lokaði hurð-
inni á eftir sér. Nikola tók upp ljósmyndina og
athugaði nákvæmlega andlitsdrættina.
“Þeir eru svo líkir, að ekki verður efast um
það — eða réttara sagt, fólk mun taka misgrip
á þeim. Ráð mín virðast ætla að takast dásam-
lega vel. Þegar alt í náinni er reiðubúið, þá
mun eg setja vélina af stað, og þú skalt finna
að þú verður hægt og hægt en áreiðanlega, mal-
aður mjöli smærra. Þá getur vel verið að þú
sjáir eftir því að þú skaust skafti gegn Dr.
Nikola.”
Hann hringdi og bað um reikninginn. Þeg-
ar hann hafði goldið hann, lét hann köttinn ofan
í körfuna, lokaði henni og bar hana ofan í for-
stofuna og bað um vagn. Þegar það var fengið
og þjónninn hafði opnað hurðina og komið hon-
um fyrir í sætinu spurði hann hvert aka skyldi.
Dr. Nikola svaraði ekki strax, en sagði svo, eins
og hann hefði yfirvegað málið: “Græni sjómað-
urinn — gisthús við Austur indversku bryggj-
una.”
I. Kapítuli — Eg fæ mér hvíld — Sydney og
það, sem kom fyrir mig þar.
Fyrst og fremst aldur minn og nafn, staða
og lýsing eins og þetta stendur skrifað í skýrsl-
um lögreglunnar. Richard Hatteras heiti eg,
oftast nær kallaður Dick. Eg er frá Thursday
eyjunni í Norður Queenslandi. Perluveiðari,
sjómaður, verzla með skelplötu og er yfir höfuð
að tala formaður í Suðurhafinu. Eg er tuttugu
og átta ára gamall.
Ekki er eg neitt sérstaklega álitlegur, og
heldur ekki — ef farið er eftir ummælum sumra
manna — neitt sérstaklega aðlaðandi. Eg er
sex fet og tvo þumlunga á hæð þegar eg er á
sokkunum og fjörtíu og sex þumlunga kringum
brjóstið. Eg er eins sterkur og æfður glímu-
maður og er fús til þess, hvenær sem er að
gjalda hverjum þeim, sem getur lagt mig á
bakið, 50 dali. Það væri mér mikil minkun að
vera ekki sterkur, þegar tillit er tekið til þess
frjálsa lífs og hins hreina lofts, sem eg hefi alist
upp í-
“Já, eg vann verk fullorðins manns á þeim
aldri er aðrir drengir eru að því að komast úr
hnébuxunum. Eg var búinn að fara í kringum
hálfan hnöttinn áður en eg var fimtán ára, verið
tvisvar í skipsbroti og verið einu sinni eftirskil-
inn á eyðieyju áður en vottur var fyrir skeggi
á vöngum mínum. Faðir minn var Englending-
ur, sem eiginlega var hreint ekkert mikils virði,
eins og hann var sjálfur vanur að segja, en var
vingjarnlegur og góðhjartaður og sá bezti eigin-
maður, sem nokkur kona gat óskað sér að eign-
ast, sem einnig kom í ljós í hinni stuttu sambúð
foreldra minna. Hún dó auminginn úr hita-
veiki í Filippíueyjunum og sama árið fórst hann
í skútunni “Helen frá Troju”. Þeir lentu þar í
hvirfiibyl, skútan sökk með allri áhöfn, og að-
eins einn maður bjargaðist og gat sagt frá tjón-
inu. Þannig misti eg foreldra mína á fáeinum
mánuðum, og þegar eg eftir þann tíma setti upp
hattinn, þá þakti hann, að svo miklu leyti sem
eg vissi, alla fjölskyldu mína í þessum heimi.
Það er sama frá hvaða hlið það er skoðað,
að það er ekkert gaman fyrir fimtán ára gamlan
dreng að vita til þess, að í öllum heiminum er
ekki ein einasta sál, sem hann getur tekið í
hendina á og kallað ættingja sinn. Hið gamla
máltæki, að blóðið renni til skyldunnar, er all
satt. Vintr geta verið góðir — það voru þeir
mér, en þeir eru þó ekki hið sama og geta
aldrei orðið sama og ættingjar manns.
En eina ráðið fyrir mig var að bera sorg
mína með karlmensku. Tíu dögum eftir þenn-
an raunalega missi minn hafði eg ráðið mig í
fimm ár til að sigla með skútunni “Emily litlu”,
á milli eyjanna. Skútan átti að koma við á eyj-
unni Papita á leið sinni út, og þar skeði og gerð-
ist upphafið að hinum undarlegu æfintýrum,
sem eg mun segja frá í þessari bók.
Eftir að siglinga samningur minn var út-
runninn, og eg hafði verið í þjónustu félagsins
og siglt til helmings allra eyjanna í Kyrrahaf-
inu, sneri eg aftur til Ástralíu og fór til Somer-
set til að reyna hamingjuna við perluveiðarnar,
á perlumiðunum hjá York höfðanum. Á þeim
dögum gekk okkur öllum vel, því að öll þeisi
nýmóðins lög, sem nú ráða perluveiðunum, voru
þá ekki til, og hver maður gat gert hér um bil
eins og honum þóknaðist þar úti á milli eyjanna.
Ekki veit eg hvernig öðrum fanst það, en lífið
þarna átti ágætlega við mig, og seinna, þegar
perluveiðin þvarr við Somerset og veiðimenn
irnir fluttu yfir til Þórsdagseyjunnar, fylgdist
eg með þeim, og hafði næga peninga til að gera
út nýtt skip, ráða menn á það og veiða fyrír
eigin reikning.
Eg vann árum saman og sótti verkið hart.
Þetta gekk þangað til árið 1888, fyrir fjórum
árum síðan. Þá var eg orðinn fullorðinn maður,
sem átti hús, tvö skip og góðan kafara útbúning
fyrir menn mína. Ennfremur, hafði eg fyrir
skömmu lagt talsvert fé í námufyrirtæki eitt,
en það hafði mót allri venju hepnast svo vel, að
eg hafði í minn hlut fengið 25 þúsund dali. Þeg-
ar eg hafði eignast þennan auð, og unnið svona
mörg ár alveg hvíldarlaust að kalla mátti, ákvað
eg að hvíla mig um hríð og ferðast til Englands,
til að sjá þann stað, sem faðir minn hafði fæðst
á og alist upp. Eg fann nafnið á stað þessum
ritað á titilblaðið í gamalli latneskri bók, sem
hann hafði látið mér eftir. Einnig langaði mig
til að kynnast landinu, sem eg hafði heyrt svo
mikið talað um, en aldrei búist við að sjá.
Þessvegna gekk eg frá öllu, sem eg ætlaði
að hafa meðferðis, leigði húsið mitt, seldi skipin
mín og veiðarfæri, því að eg hugsaði mér, að eg
gæti altaf keypt ný þegar eg kæmi til baka. Eg
kvaddi svo vini mína og félaga og lagði því næst
af stað til Sydney, til að taka mér far þaðan
með gufuskipi, sem fer á milli Austurlanda og
Englands. Af þessu er lesaranum það ljóst, að
ferð þessa hugðist eg að gera eins þægilega og
framast mátti verða. Og því ekki? Eg hafði
meira fé en flestir á mínu reki, sem ferðast á
fyrsta farrými. Eg hafði unnið mér þá inn á
heiðarlegan hátt, og það var ákvörðun mín, að
njóta allrar þeirrar gleði, sem mér væri unt á
þessu ferðalagi.
Eg kom til Sydney viku áður en skipið átti
að leggja af stað. En um það var mér sama. Það
er margt, sem maður getur séð og reynt í svo
stórum bæ. Og þegar maður hefir lengi verið
fjarlægur leikhúsum og öðrum skemtunum, er
honum auðvelt að stytta sér stundirnar. En samt
fór það svo, að þar sem eg þekti ekki einn ein-
asta mann í bænum, verð eg að játa að hugurinn
vildi reika heim á fornar slóðir til litlu eyjar-
innar lengst norður við Nýju-Guineu, og skonn-
ortanna, sem dönsuðu í vindinum eftir höfninni,
og hinum alúðlegu kveðjum, sem eg fékk ætíð
hjá vinum mínum þar. Já, þið megið treysta
því að það er ekki einskis vert að vera leiðtogi,
þótt eigi sé nema á lítilli eyju langt norður frá.
Að minsta kosti er það betra en að vera ein-
stæðings aumingi 'í stórborg eins og Sydney,
þar sem enginn þekkir mann, og þar sem næsti
nágranni þinn mundi aldrei hirða um, þótt þú
hyrfir sjónum hans fyrir fult og alt, og hann
heyrði aldrei neitt frá þér framar.
Um þetta hugsaði eg oft þegar eg gekk um
göturnar í Sydney og horfði á búðargulggana,
eða ferðaðist niður að höfninni. Enginn staður
í víðri veröldu tekur fram höfninni í Sydney að
fegurð, og áður en vikan var liðin þekti eg þar
hvern krók og kima. En eins og eg sagði, hefði
það verið miklu ánægjulegra fyrir mig, ef eg
hefði haft með mér einhvern vin til að dáðst að
öllu þessu. En þegar eg segi þetta, þá er eg í
raun og veru að gera manni einum rangt til.
Eg man sem sé eftir náunga einum, sem
bauðst til að ferðast með mér um borgina. Eg
held að eg hafi hitt hann í gistihúsi einu í
Georgs stræti. Það var hár maður, laglegur og
allur uppskafinn, það er að segja þangað til
maður skygndist undir yfirborðið. Hann leit
hýru auga til stúlkunnar, sem veitti okkur vínið,
og þegar eg hafði tæmt staupið mitt, spurði
hann mig hvort eg vildi ekki drekka eitt glas
með sér. Þar sem eg sá hver tilgangur hans
var og langaði til að veita honum svolitla ofaní-
gjöf, tók eg boðinu og drakk upp á kostnað hans
og hann á minn kostnað. Já, það var nú snytri-
menni hvað ytra útlit snerti, skal eg segja
ykkur.
“Hafið þér verið lengi hérna í Sydney?”
spurði hann eins og af hendingu, og strauk efri-
vararskeggið um leið og hann leit á mig.
“Nei, rétt nýkominn hingað,” svaraði eg.
“Finst yður ekki fremur leiðinlagt hérna?”
bætti hann við. “Eg mun aldrei gleyma fyrstu
vikunni minni hérna.”
“Það segið þér satt. Það er leiðinlegt
hérna. Eg þekki hér enga sál nema bankastjór-
ann í bankanum mínum og málafærslumanninn
minn.”
“Er þetta mögulegt?” Hann sneri ennþá á-
kafar upp á efrivararskeggið. “Ef eg get verið
yður til nokkurs greiða meðan þér dveljið
hérna, þá vona eg að þér látið mig bara vita um
það. Það er sökum ættlandsins gamla, sjáið þér
til. Eg hugsa að við séum báðir Englendingar.
Er það ekki rétt?”
“Það er mjög fallega gert af yður,” sagði
eg auðmjúkur, og lézt alveg falla í stafi yfir
lítillæti hans. “Eg er rétt á leiðinni til að fá
mér að borða. Eg bý í Quebec-gistiihúsinu.
Ætli eg þurfi að fá mér vagn þangað?” Rétt í
því að hann ætlaði að svara, kom málafærslu-
maðurinn minn inn í veitingasalinn. Eg sneri
mér til unga mannsins, sem var svona þénustu
viljugur og bað hann að afsaka mig augnablik á
meðan eg talaði fáein orð við málafærslumann-
inn. “Eg skal strax koma út til yðar,” sagði eg.
Hann var ekkert nema tóm ástúðin.
“Eg skal ná í vagn og bíða eftir yður úti,”
sagði hann.
Þegar hann var farinn gaf eg mig á tal við
lögmanninn. Hann hafði veitt félaga mínum
eftirtekt og var svo vingjarnlegur að vara mig
við honum.
“Þessi maður,” sagði hann, “hefir mjög ilt
orð á sér. Hann setur sig út til að gefa sig á tal
við ókunna menn í bænum, sem eru nýkomnir
frá Englandi — einfalda unglinga með peninga.
Hann sýnir þeim borgina og stelur af þeim fé
þeirra svo gersamlega, að í 9 atriðum af tíu eru
þeir gersamlega félausir þegar fylgdinni er lok-
ið. Þér ættuð ekki með allri yðar lífsreynslu að
láta slíkan þorpara féfletta yður.”
“Það ætla eg ekki heldur að gera,” svaraði
eg. “Eg ætlaði að gefa honum svolitla lexíu.
Langar yður til að sjá hvernig eg fer að því?”
Við leiddumst út á götuna, og uppdubbaði
vinurinn fylgdi okkur með augunum þar sem
hann sat í vagninum. Þegar við komum þang-
að, sem vagninn var, stönsuðum við og röbbuð-
um saman, og gengum síðan í hægðum okkar
niður gangstéttina. Á næsta augnabliki heyrði
eg vegninn koma akandi á eftir okkur — vinur
minn hrópaði til mín með sinni blíðustu rödd —
en þótt eg horfði beint framan í hann lézt eg
ekki þekkja hann. Þegar hann sá þetta ók hann
spölkorn niður götuna, hoppaði niður úr vagn-
inum og beið þar eftir mér.
“Eg var næstum smeikur um, að eg ætlaði
ekki að ná í yður,” tók hann til máls. “Yður
fellur kanske betur að ganga en aka, þar sem
veðrið er svona gott?”
“Eg bið yður afsökunar,” svaraði eg, “en
eg held áreiðanlega hér sé um einhver misgrip
að ræða.”
“En þér hafið boðið mér að borða með
yður. Þér báðuð mig líka að ná í vagn handa
yður.”
“Eg bið yður aftur afsökunar. Þarna farið
þér áreiðanlega með rangt mál. Eg sagðist ætb.
að borða í Quebec-gistihúsinu og spurði bvort
það væri svo langt í burtu, að eg þyrfti að fá
vagn. Þetta er yðar vagn en ekki minn. Ef þér
þurfið hans ekki lengur með ræð eg yður til að
borga manninum og láta hana fara.”
“Þér eruð svikari. Eg neita að borga fyrir
vagninn. Þér leigðuð hann.”
Eg gekk skref í áttina til hins fína vinar
míns, og er eg leit beint framan í hann sagði
eg eins rólega og mér var auðið, því eg vildi ekki
vekja á mér eftirtekt á götunni:
“Mr. Dorund Dodson, látið yður þetta að
kenningu verða. Þér hugsið yður kanske tvis-
var um áður en þér reynið pretti yðar við mig í
næsta sinnið.”
“Hann reikaði aftur á bak eins og hann
hefði verið skotinn, stóð augnalblik eins og á
báðum áttum, hoppaði svo upp í vagninn og ók
burtu. Er hann var farinn leit eg á leiðsögu-
mann er stóð þar steini lostinn.
“Hamingjan góða!” sagði hann, “hvernig
fóruð þér að þessu?”
“Það var mjög auðvelt,” svaraði eg. “Mér
datt í hug að eg- hefði hitt þennan náunga í
heimabygð minni. Hann var þar í mjög óþægi-
legum kringumstæðum — mjög óþægilegum-
Eftir því að dæma, sem hann gerði nú, býst eg
ekki við að hann hafi gleymt ráðningunni frem-
ur en eg.”
“Nei, eg hugsa það ekki heldur. En nú
verð eg að kveðja.” Við kvöddumst innilega.
Hann fór leiðar sinnar, en eg hélt til gistihússins
míns.
Þetta var hið fyrra af hinum tveim æfin-
týrum, sem eg lenti í þarna í Sydney. Þau eru
varla í frásögur færandi, finst mér að eg heyri
lesarann segja. Jæja, það má vel vera, eg ber
ekkert á móti því, en það var vegna þeirra, að
eg komst í kynni við það fólk, sem þessi bók er
rituð um og þeir undarlegu viðburðir, sem hún
lýsir.
Þremur dögum áður en skipið átti að leggja
af stað, og hér um bil fel. þrjú eftir hádegi, gekk
eg niður Kastalastrætið, og var að velta þvi
fyrir mér hvað eg skyldi finna mér til skemtun-
ar þangað til eg snæddi miðdegisverðinn. í
þessum svifum sá eg mann þann, sem eg hefi
minst á áðan. Þar sem hann var sennilega
niður sokkinn í, að legga ráðin um einhverja
nýja pretti, veitti hann mér ekki eftirtekt. Mig
langaði heldur ekkert til að hitta hann og sneri
því út af leið minni, og að stundarkorni liðnu
sat eg á bekk í trjágarðinum. Þar kveikti eg
mér í vindli og horfði út á hina breiðu höfn.
Eg var svo niðursokkinn í hugsanir mínar,
að eg veitti því enga eftirtekt að farið var að
dimma. En alt í einu varð eg þess var að eitt-
hvað gerðist á einum gangstígnum. Ung og vel
búin stúlka kom gangandi í áttina til mín eftií
stígnum. Var það auðsæilega tilgangur hennar
að fara út úr trjágarðinum í gegnum hlið það,
sem eg hafði farið inn um. En svo vildi óheppi'
lega til fyrir henni, að til hægri handar frá þar,
sem eg sat mættust tveir stígirnir og á þeina
vegamótum stóðu þrír menn, sem auðsæilega
voru til'heyrandi ræningjaflokki þeim, sem hafð-
ist við í undirheimum borgarinnar. Voru menn
þessir í áköfum samræðum, og snerust þær una,
að því er virtist, hvernig þeir ættu að ræna stúlk
una. Þegar hún var hér um bil 100 fet frá þeina,
gengu tveir þeirra til hliðar, en hinn þriðji og
stærsti þorparanna stóð þar á leið hennar. En
honum tókst samt ekki að stemma stigu fyrir
henni, því að hún komst fram hjá honum og
gekk hratt leiðar sinnar.
Maðurinn flýtti sér á eftir henni, og þar>
sem hann þóttist öruggur um, að enginn vserl
þarna á ferð, stöðvaði hann för stúlkunnar. Ekk;
bætti það úr skák að nú voru hinir tveir félagar
hans komnir til skjalanna, og slóu þeir nú hriné
um stúlkuna. Hún litaðist til hægri og vinstr1
og var sýnilega í vafa um hvað gera skyldi. Er
hún sá að eigi varð undankomu auðið stað-
næmdist hún, tók upp pyngju sína og rétti hana
manninum, sem fyrst hafði talað til hennar-
Þegar mér virtist að þetta væri of langt gengið,
reis eg úr sæti mínu og gekk í áttina til þeirra-
Skóhljóð mitt heyrðist ekki á hinu mjúka grasi,
og þeir voru of niðursokknir að rannsaka rans-
feng sinn til að veita komu minni athygli-
“Fantarnir ykkar!” hópaði eg er eg var
kominn fast að þeim, “hvað meinið þið með þvl’
að hefta för stúlku þessarar? Leyfið henni
að
fara leiðar sinnar, og það tafarlaúst. Og þu»
kunningi, fáðu henni undir eins aftur pyngjnna
hennar!”
Maðurinn horfði á mig, eins og hann v*rl
að rannsaka karlmenskú mína, og hvernig fara
mundi ef í handalögmál færi. En eg hugsa að
stærð mín hafi komið honum til að taka það ráð
að bera sig aumlega.
“Nei, eg hefi ekki pyngju þessarar ungfrLl
ar, nei, alls ekki. Eg spurði hana bara um hvað
framorðið væri, eg get lagt eið út á það, að þetta
er hreinasti sanndeikur.”
“Fáðu henni peningana hennar aftur,
sagði eg grimdarlega og gekk spor í áttina U
hans.
Annar hinna þorparanna tók nú fram i-
“Við skulum jafna um hann drengir,” sag 1
hann. “Hér er engin lögregla á ferðinni.”
“Svo réðust þeir allir á mig. En eg v&r.
enginn viðvaningur í þeim leik. Eg hafði ekk1
ferðast til einskis í fimtán ár innan um allskou
ar ólþjóðarlýð, án þess að læra hvernig setti a
bíta frá mér þegar í harðbakkan slóst.
fengu áreiðanlega þær viðtökur, sem þeir hot
sízt búist við, og að bardaganum loknum tók e
pyngjuna og gekk niður stíginn til stúlkunnar,
sem óviljandi hafði orðið valdandi þessarar
sennu. Hún var föl og óttaslegin. En hún her ^
samt upp hugann til að þakka mér fyrir hja P
ina og fórst það hönduglega.