Heimskringla - 18.07.1945, Side 2

Heimskringla - 18.07.1945, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JÚLI 1945 ISLENDINGADAGURINN að Gimli, 6. ág. næstk. Framh. II. Vissulega er Islendingadagur- inn þjóðlegasta hátíðin sem við eigum hér vestan hafs. Þar er alt gert til þess, að minnast íslands sem fegurst og bezt. Skreyting staðarins er öll með íslenzkum blæ. Fjöldi af stórum og falleg- um málverka-tjöldum af nátt- úrufegurð íslands, blasir þar við sjónum manns á svo hrífandi hátt, að æði mörgum finst, að konan, sem Fjallkonuna táknar, hafi komið með Island til okkar, þegar hún sezt í hásætið, með málverka tjöldin að baki og til beggja hliða. Óvíða fáum við að mæta eins mörgu gömlu fólki, sem þar, — landnemum, þessum íslenzku “hetjum af konunga kyni, sem komu með eldinn um brimhvíi höf, — og stormana hlutu í vöggugjöf,” og báru hróður ís- lands um Ameríku alla, og auðg- uðu hið nýja land af andlegum verðmætum úr veganesti sínu. III. Fjallkonan að þessu sinni verður frú Ólína Pálsson, glæsi- leg kona og íslenzk vel. Hirð- meyjar Fjallkonunnar verða þær, ungfrú Pauline Marian Einarsson og frú Margaret Páls- son Ramsay. Eitt með öðru, sem gefur ný- breytni á íslendingadaginn, að þessu sinni er það, að María Markan Östlund, hin vinsæla ís- lenzka söngkona við Metropoli- tan Opera Association, hefir ver- ið fengin til þess, að skemta VESTRIÐ HORFIR FRAM í TÍMANN! Meö öruggri trú og látlausu starfi; viturlegum viðbúnaði, raunhæíri skipulagningu! Vestrið horfir fram í tímann— einkum vegna viturlegra ráð- stafana af hálfu búnaðarráðu- neyta hinna ýmsu stjóri)a og leiðbeininga frá háskólunum. Félög, er vinna að fóðrun kálfa og svína, samkepni um góða fleskframleiðslu, kvenna og stúlknáklúbbar, hússtjórrtar- klúbbar, námsskeið varðandi matargerð, og margt annað, sem kent er á námskeiðum, spáir góðu um framtíð landbúnaðar- ins og holla þjóðmegun. Þekk- ingin ræður úrslitum. Öllum þeim forustumönnum og félögum, sem nú hafa nefnd verið, samfagnar EATON'S og óskar þess að mega í framtíð- inni vikka út þjónustu sína frá Winnipeg í þágu Vesturlands- ins. ST. EATON C?™— WINNIPEG CANADA EATONS fólki með söng sínum á hátíð- inni. Veit eg að margir hlakka til að heyra hana og sjá og “þakka henni fyrir síðast.” f»örf er ekki að fara mörgum orðum um söng Maríu Markan, því hún er fyrir löngu, mestum þorra Islendinga kunn af frægð- ar orðstír þeim, sem hún hefir getið sér, hvar sem hún hefir ferðast og numið ný lönd á sviði sönglistarinnar. Hún hefir sung- ið í þektustu sönghöllum víðs- vegar um Evrópu, Ástralíu og Ameríku, og bvarvetna getið sér aðdáun og frægð, eftir blaðarit- dómum að dæma. Vér heyrðum hana hér fyrir nokkrum árum síðan. Hún hreif oss þá með söng sínum, framkomu og við- kynning. Mér er sagt að María syngi jafnvel betur nú en áður. Oss verður á að spyrja. Getur það verið? Hvort sem heldur er, þá hlökkum vér til að sjá hana og heyra, og bjóða hana velkomna. Þá syngur líka Karlakór Is- lendinga í Winnipeg, undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar. Karlakórinn hefir komið svo oft fram til að skemta okkur við þetta tækifæri, að við mundum sakna hans stórkostlega ef hans misti þar við. Nokkur undanfarin ár, höfum vér verið svo lánsöm, að margir mætir og góðir gestir hafa komið til okkar frá Islandi og verið með oss á íslendingadaginn, og hefir það ekki all-lítið aukið á vinsældir þessa hátíðahalds. Við eigum því láni að fagna einnig að þessu sinni, og eg vona að svo verði við hvern Islendingadag framvegis. Aðal ræðumaðurinn fyrir Minni íslands, verður Pét- ur Sigurgeirsson, sonur Sigur- geirs Sigurðssonar biskups yfir íslandi, mannsins sem með oss var fyrir skömmu síðan og vann sér almennar vinsældir og allra hylli með hrífandi ræðum sínum og ástúðlegu framkomu. Minni Canada flytur hinn víð- kunni og ágæti læknir okkar. Dr. P. H. T. Thorláksson, og veit eg að öllum verður það gleðiefni áð hlusta á hann við þetta tækifæri. Minni íslands í ljóði, befir samið hinn góði vinur okkar Gunnbjörn Stefánsson, en Dr S. E. Björnsson frá Árborg, Minni Canada í ljóði. Get eg með góðri samvizku fullvissað alla um, að báðir þessir menn gera hlutverki sínu góð skil. Margbrotnar íþróttir fara þar fram fyrir yngri og eldri og góð verðlaun verða veitt. Háhíðlegt er það einnig, að heyra þúsundir manna og kvenna syngja ættjarðar og gleði söngva á báðum málunum. Að síðustu verður stiginn dans, við ágætan hljóðfæraslátt, langt fram á nótt. D. B. Guðrækin kona (við mann, sem kom út af “bar”): Mérþyk- ir leiðinlegt að sá yður koma út af svona stað. Hvað er þetta, svaraði sá slompaði, munduð þér vilja að eg væri þar inni í alla nótt? KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— I bezta íslenzka fréttablaðið OLD CARTONS CAN BE RE-USED Old cartons, if carefully opened when delivered, can be re-used to the great advantage of the present shortage in carton materials. When returning empty bottles, please use old carton together with any extra used cartons on hand. Cartons take material and labour and it is in the interests of conservation that your co-operation is required. DREWRYS LIMITED Saknaðarljóö Hvað húsið er eyðilegt, einmana, hljótt og allslaust, á hverjum degi. Mér finst, sem mig umlyki niðdimm nótt og náttúran máttvana þegi. Því sorgin í augum mér situr bljóð, og sjón mína og hugsjónir blindar. Og náttmyrkur tómleikans næðir mitt blóð, sem nákaldir janúar vindar. Mér fatast að skilja þau skaparáð, og skynja, — að burt er þú farinn. Þú hafðir svo margsinnis höfnum náð frá hættum og líftjóni varinn. Fyrir sjö dögum aðeins, sast þú hjá mér. Við sáum ei aðkomu nauða. En nú ertu horfinn, svo harðleikið er handtak hins kaldlynda dauða. Ef vakir þú kæri, — sem vonandi er, í veröld að efnisins baki? Þá samúðardulþkveðju símaðu mér, er sorgina frá mér taki. J. S. frá Kaldbak ÞJóÐMINJASAFNIÐ Séra Helgi Sigurðsson, sem merkur klerkur var á sinni tíð, mun bafa lagt grunninn að forn- minjasafninu, með því að gefa safn sitt íslenzku þjóðinni, en það safn geymdi ýmsa merkilega muni. Hugmynd séra Helga mun þegar hafa mætt almennum skilningi, þannig að menn hafa sent margvíslegar gjafir til safns- ins og einstakir menn unnið í þágu þess án mikilla launa. — Mestan framgang safnsins mun mega þakka einum manni, nú- verandi safnstjóra þess, Matthí- asi Þórðarsyni, sem helgað hefir starfsemi þessari alla krafta sína, skipulagt safnið og gætt þess um áratuga skeið. Verður starf hans áreiðanlega aldrei of met- ið, en hitt er svo annað mál, að svo hefir verið búið að safninu, að furðulegt má teljast hversu vel það hefir varðveizt frá skemdum alt til þessa. Nú í vor skoraði Blaðamanna- félagið á ríkisvaldið að reisa veg- legt þjóðminjasafn, en þjóðhá- tíðarnefndin mun hafa samþykt og borið fram svipaða tillögu. Var málinu tekið vel og nú er svo komið, að unnið er að teikning- um að væntanlegri safnbygg- ingu, en henni hefir verið ákveð- inn staður á háskólalóðinni. Er vænst að bygging hússins hefjist mjög bráðlega. Verður þetta vegleg bygging, en teikningu hennar annast byggingameistar- arnir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson, sem báðir eru einhverjri færustu fagmenn í sinni grein, svo sem mörg dæmi sýna. Er því ekki að efa, að bygging þessi verður prýði höf- uðstaðarins, um leið og bún hef- ir að geyma það, sem þjóðinni er dýrmætast frá fyrri öldum. Mjög er það ánægjulegt, að þjóðminjavörður getur verið 1 með í ráðum, að því er fyrir- komulag varðar, með því að reynsla hans og þekking á safn- inu, svo og smekkvísi hans, er alkunn. Óskabarn hans, þjóð- minjasafnið, verður ekki horn- reka úr þessu.—Vísir. WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Spurningar og svör Spurt: Eg hefi heyrt það sagt að hótelum og öðrum opinberum matsöluhsúum sé bannað að skamta kjöt á þriðjudögum og föstudögum. Á þessi reglugerð einnig við einkaheimili? Svar: Nei, ekki sem reglugerð. En í útvarpserindi sem Hon. J. L. Ilsley flutti á mánudagskvöld- ið var, mæltist hann til þess að húsmæður reyndu að gera sér það að reglu að bera fram kjöt- lausar máltíðir að minsta kosti tvo daga í viku, eða eins oft og þeim væri það unt. Evrópu þjóð- irnar liðu svo mikinn skort að við, sem altaf hefðum haft meira en nóg, yrðum að komast af með minna til þess að sem mest mætti senda þeim til hjálpar á meðan þær væru að ná sér aftur eftir stríðið. Spurt: Hvenær gengur kjöt- skamturinn í gildi? Svar: Þegar okkur var tilkynt um væntanlega skömtun á kjöti 6. júlí, var tekið fram að það mundi þurfa frá sex til átta vikna undirbúning. Eftir því að dæma ætti það ekki að verða fyr en seint í ágúst mánuði. Okkur verður sjálfsagt tilkynt um þetta aður en langt um líður. Spurt: Er það satt að alt kjöt verði skamtað, lifur, nýru, sau- sages og annað slíkt? Svar: Já. Einnig hjörtu, heil- ar, tungur, sweetbreads, bologna, weiners, með öðrum orðum alt kjöt. I þetta sinn verða engar undantekningar. Spurt: Hvenær ganga næstu niðursuðusykur seðlar í gildi? Svar: Tíu fyrri seðlarnir eru þegar gengnir í gildi. Þeir síð- ari tíu öðlast gildi 19. júlí. Það INDVERJAR SÆKJA FRAM I BURMA Hér eru sýndir indverskir herflokkar á ferð um ár og sanda á leið þeirra í áttina til Taungtha í Burma. má nota þessa seðla fyrir tilbúið sætmeti ef menn vilja það held- j ur. Ef sykur er tekið út á þá, I fæst hálft pund með hverjum seðli. Spurt: 1 búðinni þar sem eg verzla fæst ekki nema eitt stykki af þvottasápu í einu, og í sumum búðum vantar sápu al- gerlega. Er nokkur bætta á al- varlegum sápu skorti? Svar: Nei. Ekki nema fólkið sjáMt fari að safna birgðum og kaupi miklu meira en það þarfn- ast. Kaupmaðurinn sem þú verzlar við er að reyna að koma í veg fyrir þetta með því að selja engum of mikið í einu. • Sykur seðlar nr. 61 og sæt- metis niðursuðusykur seðlar frá, P2 til P13 að báðum meðtöldum,' ganga í gildi 19. júlí. Smjörseðl- ar nr. 115 ganga ekki í gildi fyr en 26. júlí. • Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. Kennarinn: Hvort er lengra til tunglsins eða Englands- Simbi: Til Englands. Kennarinn: Af hverju heldur þú það? Simbi: Nú, við getum séð tunglið en ekki England. ★ ★ ★ Sá fulli: Viljið þér ná í bíl handa mér, góðurinn minn. Sjóliðinn: Nei, eg held nú ekki. Eg er sjómaður. Sá fulli: Jæja. Náðu þá í bát handa mér. Eg verð að komast heim sem allra fyrst. Hhagborg u FUEL CO. 11 ★ Dial 21 331 no FU) 21 331 Ætli þér að fara nokkuð á sunnudagskveldið? spurði skrif- stofustjórinn einkaritara sinn. Nei, sagði hún og brosti. Jæja. Þá skuluð þér reyna að mæta á réttum tíma á mánudag- inn. ★ * ★ Jón: Ferðu nokkurn tíma með konuna þína í nýja bílnum þín- um? Björn: Nei. Við getum ekki stjórnað honum bæði. ★ ★ ★ Kennarinn: Stafið enska orðið dry. Nemandinn: D-r-y. Kennarinn: Rétt. En segið mér hvað það þýðir. Nemandinn: Óblandað. ★ ★ ★ Kennarinn: Hvað eru mörg rifbein í þér, Jón? Jón: Mig kitlar svo mikið, að eg hefi aldrei getað talið þau. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI Reykjavík______Björn Guðmundsson, Reynimel 52 Antler, Sask....... Árnes, Man......... Árborg, Man........ Baldur, Man........ Beckviíle, Man..... Belmont, Man....... Brown, Man......... Cypress River, Man Dafoe, Sask—....... Ebor, Man.......... Elfros, Sask....... Eriksdale, Man..... Fishing Lake, Sask. Foam Lake, Sask..... Gimli, Man......... Geysir, Man........ Glenboro, Man...... Hayland, Man....... Hecla, Man......... Hnausa, Man........ Innisfail, Alta.... Kandahar, Sask..... Keewatin, Ont...... Langruth, Man...... Leslie, Sask....... Lundar, Man.......... Markerville, Alta.— Mozant, Sask....... Narrows, Man....... Oak Point, Man..... Oakview, Man------- Otto, Man.........., Piney, Man......... Red Deer, Alta..... Riverton, Man...... Reykjavík, Man----- Selkirk, Man_______ Silver Bay, Man.... Sinolair, Man...... Steep Rock, Man.... Stony Hill, Man---- Tantallon, Sask.... Thornhill, Man..... Viðir, Man......... Vancouver, B. C.... Wapah, Man......... Winnipegosis, Man. Wynyard, Sask...... ICANADA ...............-K. J. Abrahamson ..............Sumarliði J. Kárdal .................G. O. Einarsson ...............Sigtr. Sigvaldason ...............—B.iöm Þórðarson ......................G. J. Oleson ............. Thorst. J. Gíslason ........—........Guðm. Sveinsson ..................O. O. Magnússon ......—........_K. J. Abrahamson ......._...Mrs. J. H. Goodmundson ------------------Ólafur Hallsson ..................Jtósm. Árnason ..................Rósm. Árnason ...................K. Kjernested ............... Tím. Böðvarsson _____________________G. J. Oleson -................Sig. B. Helgason ............. Jóhann K. Johnson ..................Gestur S. Vídal ...............Ófeigur Sigurðsson .................. O. O. Magnússon ............... Bjarni Sveinsson ................ Böðvar Jónsson ................Th. Guðmundsson ......................D. J. Líndal ...............Ófeigur Sigurðsson __________________ Thor Ásgeirsson ................. S. Sigfússon .................Mrs. L. S. Taylor .....................S. Sigfússon __Hjörtur Josephson .....................S. V. Eyford ...............Ófeigur Sigurðsson .................Einar A. Johnson ..._...........„...Ingim. Ólafsson ______________ Mrs. J. E. Erickson ............. ....Hallur Hallson _______________K. J. Abrahamson ................. Fred Snæda! ______________ Hjörtur Josephson _______________ Árni S. Árnason ................Thorst J. Gíslason __________________ Aug. Einarsson ....., .........Mrs. Anna Harvey ................„...Ingim. óiafsson ........................S. Oliver .................. O. O. Magnússon í BANDARIKJUNUM Bantry, N. Dak__________________________E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Magnús Thordarson Grafton, N. Dak...................... Ivanhoe, Minn......................Miss C. V. Dalmann Milton, N. Dak............................J3. Goodman Minneota, Minn._....................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. Dak_________________________C. Indriðason National City, Calif..John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash......................Ásta Norman Seattle, 7 Wash-------J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W- Upham, N. Dak---------------------------E. J. Breiðf jÖrð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.