Heimskringla - 18.07.1945, Page 5

Heimskringla - 18.07.1945, Page 5
WINNIPEG, 18. JÚLl 1945 HEIMSKRINGL/. 5. SIÐA nipeg níu árum seinna, og áttu heima hér úr því, og hér býr enn hinn aldurhnigni eiginmaður hjá syni sínum, meðal vina og ætt- roenna þeirra beggja. Börn þeirra voru alls fimm, en þrjú þeirra eru dáin. Tveir syn- ir lifa móður sína, Þórður Berg- þór Emil, fasteignasali og Dr. Kjartan Ingimundur, læknir á Gimli. Börnin sem dóu, eru Þorkell Stefán, sem var fæddur á Mikl- ey 22. ágúst, 1894, og dó í Winni- Peg í apríl mánuði 1943. Sigur- björg Lilja fædd á Mikley 9. maí 1898. Hún dó á Lundar 1920, stuttu eftir að hafa útskrifast af kennaraskóla í Winnipeg. Dýr- finna Clara, fædd 3. okt. 1904, í Grunnavatnsbygð og dó í æsku. Oddfríður, á milli þess sem 'hún og maður hennar unnu hin nauðsynlegu störf til að sjá um sig og börn sín, tók mikinn þátt í öllum félagsmálum, og var alls- staðar atkvæðamikil kona. Hún var ein af hinum fyrstu sem stofnuðu frjálstrúar hreyfingu á Mikley. Og eftir að þau hjónin Voru flutt til Grunnavatnsbygð- ar, var hún ein af stofnendum Unitara safnaðarins þar og var forseti hans um mörg ár. Einnig Var hún ein af stofnendum kven- félagsins “Frækorn” í þeirri bygð, og var forseti þess um niorg ár. Eitt sem er sérstaklega athyglisvert við þetta kvenfélag það, að það er hið eina kven- félag vestan hafs, sem saman- stóð af konum úr bæði lútersk- nni og unitara söfnuðum og einnig af þeim sem utansafnaða stóðu. Það er einstætt í sögu Vorri að þesskonar samvinna gat étt sér stað, en er dæmi þess, hvað hægt er að gera, þegar sam- vinnuhugur er nógur og aðrir hlutir látnir ráða, en tortrygni °g þröngsýni og umburðarleysi. Þetta kvenfélag starfaði að heill ^eggja safnaðanna jafnt, og að öðrum bygðarmálum, og tókst nieð afbrigðum að vinna gott og göfugt verk. Oddfríður var ræðuskörungur hinn mesti, og það var oftast hlutverk hennar að stýra sam- homum og samsætum í bygðinni, °g minnast margir hennar fyrir það mikla verk sem hún vann á þessu sviði, bæði sem leiðtogi og Sem frumherji allra mála sem homu bygðarfólkinu og Islend- Jngum til bóta. Hún var skáld gott, og orti hvæði og vísur oftast undir gerfi- nafni. FluttLhún oft tækifæris- vísur og kvæði á opinberum samkomum. 1 kvenfrelsismálum átti hún ®innig mikinn þátt er íþau mál stóðu hæst hér í þessu landi, og heitti kröftum og hæfileikum í þágu þeirra. 1 öllum þessum ^nálum og starfi, hlaut hún stuðning og hálpar manns síns. ^fann stóð sem berg að baki hennar og hjálpaði sjálfur á ^iargvíslengan hátt, og tók þátt 1 þeim málum, þar sem kraftar °g hæfileikar hans nutu sín bezt. Oddfríður sál. vann,-á fyrri arum að hjúkrunarstarfi, sem hún hafði sjálf numið í hjáverk- ^ni, og sérstaklega yfirsetukonu- ^seði. Kom það sér oft vel á landnámsárunum þegar engir i^knar voru til, og fáar eða eng- ar aðrar hjúkrunarkonur á stóru Svæði. Henni hefir verið borinn *agur vitnisburður af konu sem þekti til þess starfs, sem hún Vann, um hálpsemi, fórnfýsi og ^érplægni á árunum sem hún 'Úti heima á Mikley. Mörgum hjálpaði hún, og margir minnast heunar með djúpu og einlægu þ^kklæti. Heimili þeirra hjóna var mesta myndar heimili og unnu þau að velferð þess og barna þeirra. Þau höfðu sérstakan áhuga að börnin fengju góðan mentun, þó að það væri erfiðleikum bundið á þeim frumbýlingsárum. Land- nemarnir höfðu fáir ráð á að veita börnum sínum þau tæki- færi í lífinu, sem þeir vildu hafa getað veitt þeim. En það gladdi móðurhjarta Oddfríðar sál. að sjá ósk sína um að láta börnin genga mentaveginn, ræt- ast. Ósk sú rættist aðeins vegna I fórnfýsi og þrautseigju, sem ekki allir foreldrar taka fúslega á herðar. Oddfríður heitin var góð eigin- kona og góð móðir. Góðsemi hennar náði einnig til allra sem urðu á lífsvegi hennar. Og frá þessari góðsemi, veittist henni góðsemi aftur á móti, og ekki sízt á hinum síðustu erfiðu mánuðum sem hún lá. Aðstandendur henn- ar vilja þakka öllum sem sýndu henni alúð og vináttu, og sér- staklega konunni sem hjúkraði henni hina síðustu tíu mánuði æfi hennar, Mrs. E. Wihite, sem stundaði hana með sérstakri nærgætni og skilningi. Hin látna heiðurskona, sem hjúkraði svo mörgum sjálf, naut góðrar og umhyggjusamrar hjúkrunar þegar þörfin var mest, og þannig rættist enn einu sinni fyrirmælið um sáning og upp- skeru. Hún varð sjálf aðnjót- andi þeirra góðu verka sem hún hafði áður gert öðrum. Kveðjuathafnir fóru fram bæði frá Sambandskirkjunni í Winnipeg 6. júní, og í Sam- bandskirkjunni á Lundar 7. júní og jarðsett var í grafreitnum við Otto, P. O. í Sambandskirkjunni í Winni- peg stýrði séra PhLlip M. Péturs- son athöfninni en á Lundar stýrði séra Halldór E. Johnson kveðjuathöfninni og jarðsöng hina látnu, en séra Philip M. Pétursson flutti einnig þar nokk- ur kveðjuorð. „ P. M. P. M A M M A Eftir Bergthór Emil Johnson Ort í minningu um móður hans Oddfríði Þuríði Þórðardóttur Johnson Sofðu vært á svæfli þínum Silfurhærða móðir mín. Ástavísur æsku minnar Allar leita nú til þín. Verndar engill vöggu minnar Vegaljós um liðin ár. Mig þú leiddir ljóss um heima Læknaðir mín hjartans sár. Djörf í orði og andans verki Örugg varstu á kaldri storð. Fylgdir ávalt frelsis merki. “Framsókn” var þitt hvatnings- orð. Móður höndin mildi ríka Margra þerði döpur tár. Ylur hugans ávalt græddi Einstæðingsins hjarta sár. Trygð og varmi, vina og frænda Veitti frið á hinstu stund. Augun þreyttu aftur lukust, Angurvær í sætann blund. Undra heimur, yndi og friður Anda þýtt og færast nær. Engin sorg, en söngur heyrist, Silfurhærða móðir kær! Síðast kyssi eg kaldann vangann, Kærleiks þökk í hjarta finn, Fyrir alt, sem glöð þú gjörðir, Göfugt, fyrir drenginn þinn. þó að hún legði mikið á si, °§ hjálpaði mörgum, og þó a ^hkastörfin væru mörg, þá kor einaili hennar og börn henna ^tíð fyrst { huga hennar. Hú: Var góð eiginkona og sönn móði ^fst og fremst, og hversu miki starfið varð út á við, lét hú; eiíki heimilið eða börnin líð Vegna þess starfs. Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin shnld FRANKLIN DELANO ROOSEVELT “Þetta er landið þráða. — Þér eg leyfi að skoða það með eigin augum. — En um leið þér boða, að þú yfir þangað aldrei fæti stígur: sigur sér þú nálgast, sjálfur liðinn hnígur.” Svo við manninn Mose mælti drottinn forðum. — Dómur lífs og dauða dylst í slíkum orðum. Moses lýð sinn leiddi langan veg og strangan, sýndist senn á enda, sigruð þrauta gangan. Drottinn lét hann líta landið, sem hann þráði; hallast svo til hvíldar. — Helgi á leiðið stráði. Roosevelt lið sitt leiddi langan veg og strangan. Sýndist senn á enda, sigruð þrauta gangan. Drottinn lét hann dreyma dýrðarlandið þráða: Frelsis land og friðar — fólksins eigin ráða. Mikla menn og sterka margar þjóðir fæða; aðrir mótast merkjum mannúðar og gæða. Fáa af guði gefna greina mannleg fræði, sem frá borði bera bæði styrk og gæði. Roosevelts heima og heiman hugurinn var þessi: “Andi eilífs friðar allar þjóðir blessi.” Þyrstur ihlustað hafði heimur mörgum stundum, er hann sálrænn sendi svölun alheims fundum. Hann við arineldinn allir heyrðu tala: Þar í sorg og sælu sat með vin sinn “Fala”D Þá var eins og allir upp til fjarstu dala gætu séð hann sjálfan sitja þar og tala. Okkar mikli Móses — mikli og göfuglyndi — lið sitt kvaddi og lézt á lífs síns hæsta tindi. Drottinn vakti og varði veikan fót á ihjarni — eins og ástrík móðir yfir þreyttu barni, Stórar, sterkar þjóðir st.anda þrumu lostnar, eins og æðstu vonir allar liggi brostnar. Yfir brim og boða berast kveðjur hljóðar út frá hug og hjarta heimsins minstu þjóðar. Ein er von — nei, vissa — vitna seinni tímar — : Streyma úr öllum áttum ótal pílagrímar: leita að þr-eki og þroska: þýðing lífi sínu, eld í sálu sína sækja að leiði þínu. Sæta vöggu söngva syngja Ægis dætur. — Kring um barn í blundi blómum jörðin grætur. Sig. Júl. Jóhannesson 1) “Fala” hét hundur hans. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, ísland. FORSETA-AVARP Eftir dr. Richard Beck (Flutt á sjötugs afmæli Ásmund- ar P. Jóhannsson í Winnipeg 6. júlí 1945). Islenzk tunga er, eins og skáld- ið sagði réttilega, “orða frjósöm móðir”, auðug að orðum og orða- tiltækjum, sem bæði eru fögur og hitta ágætiega í mark. Eitt af þeim orðum í íslenzku máli, sem mér þykir hvort- tveggía í senn sérstaklega heppi- legt og fallegt, er orðið mann- íagnaður. Merking þess er ykk- ur öllum kunn. Það er viðhaft um samkomur eins og þá, sem hér er haldin í kvöld, og það þarf engrar skýringar við. 1 því kemur ljóst fram Ihugsun hins forna skálds, að “maður er manns gaman”, þar sem reynsl- an sjálf talar og áherzlan er vit- urlega á það lögð, hver gleði- uppspretta það er fyrir menn að koma saman og verma sér með þeim hætti við elda minninga og hugarhlýju. Jónas Hallgrímsson færði sömu hugsunina í fagran búning og aðlaðandi í kvæðinu alkunna, sem orðið er eftirlætis samkomu-söngur okkar Islend- inga: “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Þetta samsæti er þá einnig í orðsins sönnustu merkingu: mannfagnaður. Við erum kom- in hér saman til þess að gleðjast með heiðursgesti okkar þessa kvöldstund í tilefni af 70 ára af- mæli hans, sem er hinn merkasti áfangi í æfi okkar jarðarbarna. En jafnframt því sem við höfum komið saman til þess að sam- fagna heiðursgestinum á þessum merku tímamótum á athafna- samri æfi hans, höfum við sér staklega komið saman til þess að minnast og þakka. Minnast langrar og margþættrar starf- semi hans í þágu sameiginlegra áhugamála okkar, og þá sérstak- lega í þágu Þjóðræknisfélagsins. sem verið hefir honum um langa æfi hugstætt um annað fram, eins og verk hans á þeim vett- vangi bera glöggast vitni, og þakka þá starfsemi að nokkru á verðugan hátt. Og vissulega er það bæði drengileg og holl rækt- arsemi að varpa með þeim hætti fáeinum blómum á veg sam- ferðamannanna meðan þeir eru enn í hópnum. Það er sagt, að menn þekkist af vinum sínum. Eg held, að með sama sanni megi segja, að hver félagsskapur sem er auð- kennist að eigi litlu leyti af því, hverskonar menn og konur leggja lag sitt við hann. Það hefir verið gæfa Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi að hafa átt frá upphafi vega sinna og eiga enn góðhug og stuðning fjölmargra ágætra manna og kvenna í hópi okkar Islendinga i landi hér. Minnugur þess, segi eg með skáldinu: “Þökk sé öllum þeim, er stóðu þéttast, fastast merki hjá.” Allir, sem nokkuð verulega þekkja til sögu og starfsemi Þjóðræknisfélagsins, munu við- urkenna að í hópi velunnara þess og starfsmanna skipar heið- ursgestur okkar hér í kvöld mik- inn heiðursséss; hann hefir sann- arlega flestum fremur borið hag þess fyrir brjósti. En hver er áreiðanlegasti mælikvarðinn á starf manna í þágu einhvers fé- lagsskapar? Svarið er ekki langsótt. Öruggasti og sannasti mælikvarðinn í þeim efnum er: fúsleiki manna til að leggja eitt- hvað á sig til framgangs þeim málum, sem félagsskapurinn stefnir og vinnur að. Sé sá mæli- kvarði lagður á starf heiðurs- gestsins í þágu Þjóðræknisfé- lagsins, mun það vel mælast. Eigi sæmir, að eg seilist lengra inn á landareign þess ræðu- mannsins, sem þetta efni hefir verið úthlutað. Hitt vil eg mega segja úr forsetastóli: Hafðu hjartans þakkir, Ásmundur Pét- ur Jóhannsson, fyrir trúmensku þína við hugsjónir Þjóðræknis- félagsins, fyrir það hve þú stóðst fast á svelli í þeim málum, “jafnt til sókna og varna”. Og þegar eg hugsa um þá starfsemi þína. koma mér í hug orð skáldsins: “Eg skil þá vel, er vilja Island sjá, í veldi nýrrar þjóðmenningar skína, en mér er ekki unt að skilja þá, sem okkar fögru minjum vilja týna og feðra minning fyrirlitning sýna og varpa sorpi vafurlogann á.” Þakka þér, Ásmundur, fyrir ágætt samstarf í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins í meir en áratug, fyrir trygga vináttu síð- an leiðir okkar lágu saman vest- ur hér fyrir nærri aldarf jórðungi síðan; þakka þér og þinni ágætu frú fyrir gestrisni og góðvild í garð minn og minna. Verði bjart og hlýtt um þig í kvöldskininu, traustur Islendingur! Megi þessi kvöldstund verða þér og þínum uppspretta ljúfra og varanlegra minninga! Það er ósk okkar allra, vina ykkar. 1 þeim anda erum við hér saman komin. FJÆR OG NÆR “Brautin” II. árgangur Nýkomin út. Fæst hjá útsölu- mönnum víðsvegar. — Sjá um- boðsmanna-skrá á öðrum stað í blaðinu. — Einnig hjá Björns- sons Book Store, Winnipeg, og P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg. — Kostar aðeins $1. Mikið stærra rit heldur en I. ár- gangur. Tryggið yður eintak! með því að kaupa strax. ★ * * Námsskeið til sölu við fullkamnustu verzlunai I skóla í Winnipeg. Upplýsinga; gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg ★ * * Heimskringla á íslandi Herra Björn Guðmundsson Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. Til sölu Þrír kvartar af góðu heylandi og þrír kvartar rentaðir, sem fylgja- Ágætis beit alt í kring. Flæðibrunnur, nógur eldiviður nálægt, sæmilegar byggingar. — Verð $2,000. Eina mílu frá Otto, P. O. og iy2 mílu frú Norður- stjörnu skóla. Ágúst Eyýólfson, Ottó, Man. ★ ★ ★ Góðar bækur Icelandic Grammar, Text, Glos- sary, Dr. Stefán Einarsson, (bandi) ----------------$8.50 Björninn úr Bjarmalandi, Þ. Þ. Þ. (óbundin) .... $2.50 (bandi) ________________$3.25 Hunangsflugur, G. J. Guttorms- son, (bandi) ___________$1.50 Úr útlegð, J. S. frá Kaldbak, (óbundið) ______________ 2.00 (bandi) ________________ 2.75 Fimm einsönglög, Sig. Þórðar- son (heft) ___________.1_$1.50 Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg Ætlar þú að giftast unga manninum, sem er altaf að heim- sækja þig? Já. Þekkir þú hann nógu vel til þess? Já. Hann var trúlofaður beztu vinkonu minni í þrjú ár. ★ ★ * Húsráðandinn: — Hvernig er það, Jón, í hvert skifti sem eg kom heim finn eg þig sofandi á hvaða tíma dags sem er? “Já, frú,” hljóðaði svarið, “það er rétt, en það er vegna þess að mér leiðist að ráfa um iðjulaus.” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið MUSIC Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason Sex sönglög, Friðrik Bjarnason Tvö kvæði, St. G. St., Jón Laxdal Að Lögbergi, Sigfús Einarsson Til Pánans, Sigfús Einarsson Jónas Hallgrímsson, Sigfús Einarsson Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson Up in the North, Sveinbj. Sveinbjörnsson _______ Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson ... Bjarkamal, Bjarni Þorsteinsson _________ Huginn, F. H. Jónasson .... __________ Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson __ Serenata, Björgvin Guðmundsson__________________ Passíusálmár með nótum _______________ Harmonia, Br. Þorláksson Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal _________________ Skólasöngbókin II., Pétur Lárusson_______________ Ljúflingar, Sigv. S. Kaldalóns, Bl. raddir _______ Ave Maria, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur Suðurnesjamenn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur _______________ Eig bið að heilsa, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur Hetlikerlingin og Ásareiðin, Sigv. S. Kalalóns, Eins. Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur _________ Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano Serenaði til Reykjavíkur, Sigv. S. Kaldalóns, Eins. Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns, Eins. 14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson Ljósálfar, Jón Friðfinnsson —T____________________ 5 einsöngslög, (með ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. i .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 .35 1.60 .50 .35 .25 1.00 .50 .35 .30 .50 .75 .50 .35 .50 .25 1.25 1.50 1.50 BJÖRNSSON’S B00K STORE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.