Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 7.SIÐA FERÐASAGA FRÁ REYKJAYÍK Tvær danskar konur Aase og Marie Jörgensen ferðuðust um Island isumrin 1931, 1933 og 1934 til að kynna sér jurta og dýralíf landsins. Þegar þær komu heim skrifuðu þær skemti-', lega ferðasögu og þar er meðal annars lýsing á Reykjavík og reykvísku kvenfólki. Af því lesendum Kvennasíð- unnar þykir kanske gaman að sjá hvernig höfuðborgin kemur ókunnum gestum fyrir sjónir, birtum við þennan kafla í ís- lenzkri þýðingu. * Strax þegar maður stígur íasti sínum á íslenzka jörð, verð- Ur naaður fyrir miklum von- brigðum. Hinni rómantísku hulu sem sveipað hefir Sögueyjuna er feykt burtu. Hverju eg hafði búist við veit eg varla sjálf eftir a- En þessir Ijótu, skítugu skúr- ar eða timburhús klædd báru- Jarni í öllum mögulegum litum eða ómáluð og rauð af ryði — er Þetta Reykjavík? Gullnemabæ í Vesturheimi hefði eg getað í- nayndað mér þannig, en ekki höf- uðborg í landi sem er þrisvarj sinnum stærra en Danmörk. Nú verð eg að segja Reykjavík það fil málsbóta að saga bæjarins minnir að mörgu leyti á gull- nemabæ sem hrófað hefir verið uPp í skyndingu, því árið 1800 hafði Reykjavík aðeins 300 íbúa, nú eru þar 30 þús., og það er 1X1 jög mikið, því landsbúar eru' aðeins 112,000. Þessi öra þróun hefir í fylsta máta sett svip sinn á bæinn. Á seinni árum, þegar Reykja- Vl’k hefir haft tíma til að fylgj- ast með þróuninni hafa stór ný- tízku hverfi risið upp í útjöðrum hasjarins: fúnkisvilla eftir fúnk- isvillu sem vel gæti verið úr hvaða evrópiskri stórborg sem Vera skal. Einnig götulífið ber Uierki þess gamla og nýja. Þar sjást gamlar konur í svarta þjóð- húningnum með litlu, svörtu húfuna og langa skúfinn í annari hliðinni. Við þennan búning er haft sítt hár, fléttað í tvær lang- ar, þunnar fléttur sem hanga niður á bakið. Fléttuendunum er fest með nælu upp í húfuna. ' Þar trítla framhjá reglulegar stórborgastúlkur masandi og hlsegjandi. Skemtiferðamaður Snýr sér við á eftir þeim. Er það vegna þess að þær eru svo falleg- ar? — Það er sagt að íslenzku konurnar séu fallegastar í heimi. — Eða er það af því hvað þær eru mikið málaðar? Reykjavík- urstúlka, sem ber virðingu fyrir sjálfri sér, er klædd eftir nýj- ustu Parísartízku og notar vara- lit, kinnalit, augnalit og nagla- lakk miklu meira en við venj- umst hér heima. Þjóðbúninginn hefir ís- lenzka æskan lagt niður, a. m. k. í kaupstöðunum. Og það er skyn- samlegt, hinn þungi, svarti bún- ingur hæfir ekki nútímanum, ef til vill hafa ungu stúlkurnar aðallega viljað losna við síða hár- ið sem fylgir þjóðbúningnum. Stuttklipta hárið hefir útrýmt hinum fallega en óhentuga bún- ingi. Nú notar hann aðeins lítill hluti eldri kynslóðarinnar. íslenzka konan árið 1934 er kát og fjörug, falleg og hrífandi. Á kvöldin syngur hún og dansar á kaffihúsunum, þar er þröngin eins og staflað sé síld í tunnu. Fjölbreytt er skemtanalífið ekki fyrir utan kaffihúsin. Tvö stór nýtízku kvikmyndahús, Nýja og Gamla Bíó, með myndum sem áður hafa gengið hér heima, eru troðfull kvöld eftir kvöld. Síð- ustu ár hefir verið í smíðum glæsilegt, stórt leikhús, bygt úr íslenzku efni eingöngu; það er þó ekki tilbúið ennþá. ----1 Reykjavík og umhverfi hennar er annars ekki mikið að sjá. Við höfum þrammað fram og aftur um aðalgötur bæjarins, speglað okkur í rúðunum á hin- um fáu verzlunum, farið í Bað- húsið, sem er í miðjum bænum, keypt minjagripi í Thorvaldsens Basar o. s. frv. Höfnin og útsýnið þaðan er það eina sem maður aldrei þreyt- ist á að sjá. 1 hinni stóru höfn eru skip af öllum stærðum frá öllum þjóðum. Amerísk skemti- ferðaskip með púðruðu og punt- uðu kvenfólki og hugulsömum herrum. Varðskip með stirfnum hermönnum og liðsforingjum, á- ætlunarskip með ferðafúsri æsku og fiskiskip með veðurbitnum sjógörpum liggja hlið við hlið. Bílarnir þjóta í kring um mann, koma með farþega, sækja aðra — alls staðar er líf og fjör. Reykja- víkurhöfn er hjarta landsins. Reykjavík er að kasta af sér gamla hjúpnum. Þegar maður hefir vanist dálítið ljótu húsun- um, kemur maður auga á hinar fáu fallegu og myndarlegu bygg- ingar og sér hvernig alls staðar er reynt að gefa bænum stór- borgarsnið. Göturnar eru mal- bikaðar, verzlanirnar nýtízku með stórum rúðum, húsin i fúnkis, garðar eru búnir til o. s. frv. Hátt uppi yfir mökknum sem liggur yfir bænum gnæfir ka- þólska dómkirkjan, turninn sést langar leiðir að, hvaðan sem komið er að bænum, en á illa hirtu túninu þar sem hún stend- ur, eru kýr á beit. Reykvíkingum finst augsýnilega ekkert athuga- vert við það, en ekki er öllu breyt á einum degi.—Þjóðv. ÞÚ VEIST OG SKILUR (Gamalt ljóðabréf) Heill og sæll, nú sértu karl. Sull er úti nóg og bull. í bleytunni áðan fór eg fall. Féll með r„._____ on’á hnull Þú veist að það er mér um megn. Að mæla orð á Islands tungu. Sem áður ekki út í gegn, Islendingar kváðu og sungu. Upp eg stóð og af mér rann alt sem fékk úr bleytu poll. Gladdist samt þá gekk og fann eg gliðnaði ekki úr augna-koll. Þú veist eg get ei hugsun hent, sem hefir ei áður verið boðin. skorin upp og skift í tvent, skáldunum af niður-soðin. Víst er núna veður dræmt, vinnutap hjá bænda lýð. Sumir mæla að sé það slæmt, sumir bara, að vond sé tíð. Þú veist við teljum mesta mein, að rnega ei vera með þeim fyrstu. En hjá oss liggur ei löngun nein sem lang-afar og ömmur mistu. Batnar illa bóndans lund, bros er flúið on’í botn. Hann þráir hverja þerris-stund þykir hart að lúta Drottn. Þú veist eg get ei sagt neitt svo það sagt hafi ekki aðrir betur, þótt eg ætti orðið — sko! um eilífð — eða jafnvel betur. Mál og heilsu ei metur neins. Mild sem veitir drottins hönd. Heimtar mairgfalt undir eins, alt er sáði haijn í lönd. Þú veist, þótt sendi eg hug minn hátt, til hæstu tinda og ystu jaðra. Þar mundi eg búið brátt bæli finna, eftir aðra. Gleymt er alt sem gott hann hlaut, góðra daga sólar ljós. Hann öskrar nú sem illvígt naut i um eilífð bundið inn í f jós. Og þótt mér væri létt og ljúft, að leita inn í jarðar iður. Þú veist að svo er ei djúp neitt djúpt, þar dottið hafi ei einhver niður. Frá upprás sólar öslar hratt yfir hverja plægða sneið. Vona skal hann fari ei flatt, fyr en kemst hann alla leið. Þú veist að engin svo er synd svört, er gæti eg mér tamið, að í stærri og meiri mynd, menn hafi ekki áður framið. Eftir sumars arg og bull, og ótíð, sem að kallað ’ann. Bóndinn fékk sín byrgi full, á barma, svo að útaf rann. Og svo skilurðu alt og veist —um alt má lesa í íslands sög- um—■ og lífið hefir lítið breyst frá lasta-ferli á elztu dögum. A Þér blöskrar þessi bragur, eg býst við það sé von. En gáðu að hann er gerður af gamla Janusson. Þessar ofanskráðu vísuir eftir Jón Janusson, vil eg skýra þann- ig: Jón hafði orðið fyrir skakka- falli við heyvinnu, og lá í rúm- inu fyrir nokkuð langan tíma, í beinbroti við öklalið. Sendi eg honum þá bréf og upphaf á vísu er eg lærði í æsku minni. Og byrjar hann kvæðið á þeim hend- ingum. K. Ólafsson TVÆR SKRÍTLUR Irskur varningsmaður var að koma eftir veginum er liggur niður á North Strand, Dublin, og leiddi eftir sér þunnan og magran hest. Maður er var í heimsókn á hótelinu, og hafði gengið sér til hressingar út á veginn, mætir þessum varn- ingsmanni og segir: “Farðu inn í hestinn þinn Pat, það mun hjálpa til að fylla hann út, ofurlítið.” “Það mundi eg gera,” kvað Pat, “ef kjafturinn á honum væri eins stór og þinn er.” • Læknir var sóttur til vinnu- konu er snögglega veiktist. Og er læknirinn hafði skoðað sjúkl- inginn, mælti hann við húsfreyju er þar var stödd: “Eg finn ekki verulega hvað að stúlkunni gengur, en vera mætti að betur tækist ef þú vild- ir vera svo góð að ganga buirt um augnablik.” Þá er læknirinn var orðinn einn með sjúkling sinn, spyr hann því hún liggi í rúminu þar hún sé ekkert veik, því það hafði læknirinn fundið strax, þó lítið bæri á. Sjúklingurinn svarar: “1 þrjá mánuði hef eg hér unnið og ekkert kaup fengið, og þess vegna lagðist eg í rúmið, og ætla mér að liggja í því á þeirra kostnað þar til kaupið er goldið.” , “Já, ójá,” segir læknirinn, “og eftir á að hyggja þá hefi eg vitj- að hingað oft áðuir en nú, og aldrei fengið borgað, og þetta mun satt vera. Svo nú ætla eg að gera sama og þú, og leggjast í rúmið þar til eg fæ borgað. Þýtt hefir K. Ó. Mikil ólga í Frakklandi vegna breytinga á stjórnarskránni Mikil ólga er nú í Frakklandi út af breytingartillögum stjórn- ar de Gaulles við frönsku stjórn- arskrána. Breytingartillögur þessar stefna í þá átt að auka vald de Gaulles og fá honum í hendur svipuð völd og Bandaríkjaforseti hefir nú, þ. e. að ríkisstjórnin mundi verða skipuð af honum og öðrum þjóðhöfðingjum franska ríkisins í framtíðinni og myndi bera ábyrgð gagnvart honmu en ekki þinginu. Fjölmennur mótmælafundur var haldinn í gær í París á veg- um franska komúnistaflokksins, og talaði Maurive Thorez, for- maður flokksins á þeim fundi. Hann sagði, að það væri krafa frönsku þjóðarinnar,' að þeir, sem hefðu æðsta framkvæmdar- vald hennar á hendi, bæru á- byrgð gagnvart henni, en ekki neinum einstaklingi, þó svo að hann væri þjóðhöfðingi. Fjöl- mennur mótmælafundur var einnig haldinn í Toulouse í gær og talaði Marty, aðalritstjóri L’ Humanite, aðalmálgagns franska kommúnistaflokksins á þeim fundi.—Þjóðv. 29. ág. Ófríðar konur eru ekki til, heldur aðeins þær konur, sem vita ekki, hvering þær eiga að fara að því að vera fágrar. — Franskt spakmæli. * ★ * Tuttugu og fimm af hverjum hundrað skógareldum í Banda- ríkjunum er kærulausum reyk- ingamönnum að kenna. Kasta þeir frá sér logandi sígarettum, sem kveikja út frá sér, og valda stórtjóni. ym poMKs xauv • ' ' ''' ~ V SJf jJí MF/y /rs ^ Professional and Business ~~ Directory OíTICE PHONI 94 762 R*s. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 S77 Vlðtalstlml kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REÁLTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE BI.DG.—Wlimlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamand and Wedding Rings Agent for Bulova Waitches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVB SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Abyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave., Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS AND WALL PAPER 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 THOR EGGS Specializing in FRESH EGGS 1810 W. Temple St., LOS ANGELES, CALIF. Telephone: Federal 7630 Neil Thor, Manager DR. A. V. JOHNSON DENTIST 50t Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 andrews, andrews, thorvaldson & eggertson Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 T0R0NT0*GEN. TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountant* 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 „Poyatz°s Floral Shop ZÍJ Notre Dame Ave., Phone 27 9S9 Fresh Cut Flowers Daily. Planits in Season We SPecialize in Weddlng & Coneert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken A. S. BARDAL selur líkklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann aUskonar minnisvarSa og legsteina. #43 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Inveslment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR * Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmnipeg PHONE 93 942 LiÖQNSONS lÖÓkSÍÖRÉl 702 Sargent Ave., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.