Heimskringla - 24.10.1945, Page 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. OKTÓBER 1945
FRÉTTABRÉF
úr Siglunesbygð
Nú líður að því að sumarið
segi af sér. Það hefir ekki verið
viðburðaríkt hér fremur en vant
er. •
Tíðarfarið mun hafa rnátt kall-
a9t í meðallagi. Vorið var kalt
og þurt framan af svo gróður
kom seint að notum. Hlýnaði
með júní og mátti kallast hag-
stæð tíð í júlí. Þó rigndi full-
mikið í júní svo skemdir urðu
nokkrar á ökrum og matjurta-
görðum. Þó rættist nokkuð úr
því í júlí. Annars var sáð með
seinna móti vegna vætu og
kulda. í ágúst var hagstæð tíð
svo sem bezt mátti vera, en þá
helst of þur um mánaðarlokin
og fyrstu viku september. Var
þá gras á harðvelli víða farið að
brenna af þurki svo illa leit út
með gripahaga. Úr þessu bætt-
ist í septmber því þá tók að
rigna svo gras spratt að nýju.
Síðan hefir verið rosatíð af ög
til en þó lítið um næturfrost.
Heyskapur byrjaði seint en
vanst vel því tíðin var svo hag-
stæð. Var honum lokið hjá
flestum í lok ágústmánaðar og
fyr hjá mörgum. Grasvöxtur
mun ihafa verið í góðu meðallagi
yfirleitt. Akrar og garðar reynd-
ust allgóðir þar sem þeir spiltust
ekki af vatnagangi. Nýting á
öllum afurðum reyndist góð og
heybirgðir munu vera allgóðar.
Flestir munu hyggja að sagan af
tíðarfari kringum Manitobavatn,
sé sú sama alsatðar, en Svo hefir
það ekki reynst í sumar. Það
rigndi miklu meira við suður-
hluta vatnsins í vor, svo til vand-
ræða horfði á Lundar um ág.
byrjun, sem er þó aðeins 40 míl-
ur héðan. Tafði það mjög hey-
vinnu þar, því víða lágu beztu
engjamar undir vatni fram í
sept. Þá er það sagt enn verra
á norðvesiturströnd Manitoba-
vatns, þar er sagður á suimum
stöðum því nær enginn heyskap-
ur vegna vatns, því síður að þar
sé um akuryrkju að ræða.
Framkvæmdir til framfara eru
ekki miklar, og veldur því ekki
skortur á dugnaði, eða framfara-
hug; en þar standa ósjálfráðar
hindranir í vegi. Þó 'hafa nokk-
ur íbúðarhús verið bygð í sumar
hér í sveit, en ekkert þeirra
mun vera fullgert enn. Veldur
þar miklu mannleysi á heimil-
unum, að öll vebk taka langan
tíma. Þar næst að smiðir og
aðrir byggingamenn eru svo fá-
ir að þeir koma ekki nærri öllu
í verk sem um er beðið. Þó er
einna verst að surnt bygginga-
efni er ófáanlegt, en sumt er
skamtað úr hnefa í smá sending-
um sem tefur verkið. Fátt af
þessum húsum mun því verða
fullgert fyrir veturinn.
Andlegt líf er fremur dauft
hér að vanda. Við erum svo af-
skektir hér og langt frá áhrifum
mentamannanna. Við höfum
'engar heimsóknir af slíkum
mönnum í sumar nema þeir hafa
verið hér á ferð prestarnir Hall-
dór Johnson og Teódór Sigurðs-
son. Þeir haf a messað hér af og
til Qg framið prestaverk eftir
þörfum, en að öðru leyti hafa
þeir lítið sint almennum málum.
KAST-BRÚ í BURMA HÉRUÐUM
Þessi tegund af skyndibrú var mikið notuð af Bretum í
viðureign þeirra við Japani í Burma héruðunum. Hún er
fljót sett saman og létt í flutning, og heldur uppi 38 smálesta
þunga. — Á myndinni sézt hvar Skriðdreki er að fara yfir
eina þessa brú þar í landi.
í góðu lagi hér í sumar. Engar
stærri sóttir hafa gengið og slys-
eftir læknirinn á Lundar, Dr. G.
Pálsson. Hann er að sönnu ung-
farir litlar. Þó hafa þrír drengir ur og hraustur og rækir störf
á skólaaldri brotið hönd eða fót,
en slíkt grær fljótt á börnum.
Engir landar hafa dáið í sumar
hér í sveit svo eg muni.
Læknishjálp hefir verið sæmi-
leg hér í sveit alt að þessu, en nú
er varla hægt að búast við að
hún verði viðunandi úr þessu.
Það eru 3 afmörkuð læknishéruð
hér á austurströnd Manitoba-
vatns, en hér er nú aðeins einn
læknir starfandi. Einn þeirra er
dáinn fyrir nokkrum árum en
annar hættur störfum vegna
Heilsufar hefir mátt kallastheilsuleysis, svo nú er aðeins
ÍHUGIÐ framfarirnar sem efnafræðin hefir komið til
leiðar, síðustu árin.
Bílarnir okkar hafa nú togleður hjólhringi sem endast
betur vegna togleður efnafræðinnar. Þeir hafa verið mál-
aðir með litum sem bæði eru endingarbetri og fegurri, svo
sem ”Duco” og “Dulux”. Tannahjólin hafa verið gerð
endingarbetri og sterkari með aðstoð efnafræðinnar, og
steyptir plastic hlutir eru nú notaðir við innréttinguna, til
þess að fegra og bæta útlitið.
Efnafræðin hefir veitt okkur nylon þráð, stórum betri liti
og farfa, gljákvoðu og gólffágunarefni fyrir heimkynni
okkar, og þunt, endingargott, gagnsætt “Lucite”. Efna-
fræði rannsóknir hafa uppgötvað aðferð til þess að gera
vefnaðarvöru vatnshelda. Og þannig áfram og áfram.
Það sem mestu varðar er það, að efnafræðingar vorir eru
önnum kafnir að finna upp aðferðir til þess^að gera gamlar
iðnaðarvörur betri, og uppgötva nýja hluti til framfara og
þæginda íbúum Canada, á ókomnum árum. Efnafræðin
stendur ekki í stað.
Með fullkomnun hlutanna . . . Veitir efnafræðin betri lífskjör
CANADIAN INDUSTRIES LIMITED
Þjónar Canada með efnafræði
’ . i m irto _—^
I.N./45-9
sín með miklum dugnaði, en
þífta er óvita verk. Vegalengd-
in á héraðinu er á annað hundr-
að mílur, og vegir oft vondir.
Þetta hefir gengið slysalaust
þetta líðandi ár, en enginn mað-
ur endist til þess til lengdar að
leggja saman nætur og daga
hvíldarlítið hvernig sem á stend-
ur. En ef hann forfallast eða
veikist, þá er engrar hjálpar að
vænta fyr en í Winnipeg. Því
hefir verið kent um, að allir ung-
ir lækknar væru teknir í herinn;
nú ættu þeir að vera komnir
heim aftur og er því vonandi að
úr þsssu rætist.
í herinn fóru allmargir ungir
landar úr þessari bygð. Margir
þeirra eru nú komnir heim aiftur,
og flestir ósærðir. Eg hef aðeins
frétt um einn landa -úr þessum
hóp, sem væri fallinn. Hann hét
Haraldur Garðar og var sonur
Halldórs Þorkelssonar, útkeyr-
slumanns á Ashern, en vel má
vera að fleiri séu tapaðir, því
nokkrir eru ókomnir heim.
Kosningar til fylkisþings eru
nú í aðsígi, sem allir vita. Hér
skal engu um þær spáð. — Oft
hefir verið meiri hiji í mönnum
Við undirbúning kosninga en nú.
Þó eru nú sagðir fleiri frambjóð-
endur á boðstólum en nokkru
sinni áður. Það lítur því svo út,
sem hér sé um arðsama atvinnu
að ræða.
Vogar, 10. okt. 1945.
Guðm. Jónsson frá Husey
vált trúr og sannur, hann starf-
aði að þeim málum og styrkti
fjárhagslega.
Hann var jarðsunginn þriðju-
daginn 6. marz frá útfararstofu
Westford & Beck í Bellingham,
að viðstöddum mörgum vinum
og vandamönnum. Séra Guðm.
P. Johnson jarðsöng.
VEGIEGT GULLBRÚÐ-
KAUP
DÁNARFREGN
Laugardaginn 3. marz 1945,
andaðist á St. Joseph’s sjúkra-
húsinu í Bellinigham, dánumað-
urinn Wilhjálmur J. Holm, rúm-
iega 80 ára gamall.
Wilhjálmur var fæddur þann
7. október árið 1864 að Koreks-
stöðum í Hja'ltastaðaþinghá í
Norður-Múlasýslu. — Foreldrar
Wilhjálms voru þau merku hjón
Jóhannes Sveinsson og Soffía
Wilhjálmsdóttir frá Hjartarstöð-
um. Hann ólst upp hjá foreldr-
um sínum og árið 1885 fluttist
hann ásamt þeim vestur um haf,
settust þau að í Lincoln County
og dvaldi þar til árið 1900 að
hann fluttist til strandarinnar,
keypti sér land skamt frá Blaine,
Wash., að White Horn, og bjó
þar til árið 1938 að hann fluttist
til bróður síns, Gunnars ál. Holm
í Marietta, Wash., og eftir dauða
bróður síns bjó Wilhjálmur Ihjá
ekkju bróður síns, Sæunni, þar
til fáum dögum fyrir andlát
hans að hann var fluttur á
sjúkráhúsið, þar sem hann dó.
Wilhjálmur var gæða maður
hinn mesti, hægur í lund og mjög
dulur, hann var vel látinn af öll-
um sem hann þektu, hann var
greindur maður og vel lesinn, las
og talaði enska tungu frábærlega
ve'l, líka var hann vel sjálf-
stæður efnalega og var altaf gef-
andi en ekki þiggjandi.
Kirkjulega var Wilhjálmur á-
Laugardaginn 14. júlí s. 1.
streymdi fjöldi fólks til Lúter-
sku kirkjunnar í Blaine, Wash.
Til efni þess var það að þá voru
haiðurshjónin hr. Jóhann J.
Straumfjörð og frú hans búin)
að vera gift í 50 ár.
Þegar kl. var á slaginu átta
að kvöldinu þá var kirkjan orðin
full af fólki, fjöldi af aukastólum
og bekkjum hafði verið bætt við
vanaleg sæti kirkjunnar og öll
voru þau vel slkipuð fólki.
Þá voru heiðurshjónin leidd
inn kirkjugólfið af tveimur hvít-
klæddum yngismeyjum, voru
þær Elva Doreen, dóttir Mr. og
Mrs. Gísla Guðjónsson og Donna,
dóttir Mr. og Mrs. Albert Fjel-
stad.
Giftingar marsinn var þá spil-
aður af frú Marian Irwin, því-
næst söng Mrs. C. E. Russell ein-
söng, síðan söng stór söngflokk-
ur, Hve gott og fagurt. Söng-
stjórinn var próf. S. H. Helgason,
tónskáld. Þvínæst las prestur
safnaðarins ritningarkafla og
flutti bæn, síðan talaði hann
nokkur valin orð til gullbrúð-
kaups hjónanna, að því 'búnu
söng flokkurinn “Heyr börn þín,
guð faðir, sem biðja þig nú.”
Að þessari stuttu guðræknis-
stund endaðri, voru allir boðnir
í samkomuhús safnaðarins, sem
er næstu dyr við kirkjuna, þar
voru íslenzku konurnar að verki
og höfðu raðað öllu vel niður,
fjögur langborð dekkuð með
hvítum dúkum, hlaðin vistum af
beztu tegundum og fylt með
fögrum blómum.
Borð fyrir Iheiðursgestina og
þeirra sifjalið, var sérstaklegai
vel skreytt og stóð á senu búss-
ins, sem var öll borðálögð, frá
einu horni til annars, með
skrautpappír af ýmsum litum,
hvítum bláum og rauðum, sem
allir sameinuðust í stórri hvítri
skrautklukku, sem hékk yfir
höfði gullbrúðkaups hjónanna.
Þegar íhúsið var orðið eins
þéttskipað og frekast var unt,
voru brúðhjónin leidd til sætis
af lútersku prestshjónunum,
einnig allar dætur þeirra, Mrs.
Mae McDonnell, Mrs. Dora Pear-
son, Mrs. Ruby Kendell, og Mrs.
Lillian Mix, einnig tveir tengda-
synir, Mr. Pearson og Mr. Mix,
svo líka tvær dætra dætur, Miss
Batty Pearson og Miss Nancy
Mae, líka Mrs. Lama frá Winni-
peg, systir Mrs. Straumfjörðs,
svo líka bróðir Mr. Straumf jörðs,
Jón, frá Vancouver, og kona
hans.
Þegar allir höfðu fengið sér
sæti, sem þau gátu fengið, kvað
sér hljóðs hr. Ólafur M. Johnson,
forseti Blaine safnaðar, sem
hafði verið kjörinn veizlustjóri,
hann ávarpaði heiðursgestina og
bauð alla velkomna, þá voru
bornar fram hinar rausnarleg-
ustu vsitingar, og margar ungar
stúlkur þjónuðu fyrir borðum.
Fyrir minni heiðurshjónanna
talaði hr. Andrew Danielson og
séra Guðm. P. Johnson, einnig
voru heiðurshjónin ávörpuð af
forsetum þeirra ýmsu félaga er
þau’tilheyra, séra Albert Kristj-
ánsson fyrir hönd þjóðræknis-
deildarinnar Aldan, hr. Guðjón
Johnson, forseti Lestrarfélegins
“Jón Trausti”, Margaret John-
son, forseti íslenzka kvenfélags-
ins, svo líka ávarpaði hr. Kol-
beinn Thordarson, ræðismaður
Islands í Seattle, heiðurshjónin
með nokkrum fögrum orðum.
Þá flutti líka skáldið hr. Þórður
Kr. Kristjánsson ljómandi
fallegt frumort kvæði til heið-
urshjónanna, mun það birt iverða
í íslenzku blöðunum. En milli
þessara stuttu en fögru ávarps-
orða voru margir fallegir ís-
lenzkir söngvar sungnir með lífi
og fjöri, undir stjórn hr. Sigurð-
ar Helgasonar.
Mörg heillaskeyti bárust þeim
Straumfjörðs hjónúm, þar á
meðal frá þeim prestunum séra
Sigurði Ólafssyni í Selkirk,
Man., og séra Haraldi Sigmar,
D.D., forseta íslenzka kirkjufé-
lagsins.
Þegar liðið var á veizluhaldið,
kvað sér hljóðs hr. Guðjón John-
son, og afhlenti bsiðurshjónunum
sameiginlega gjöf frá hverju og
einasta íslenzka heimili í Blaine
bæ og bygð, gjöfin var 120 stykki
af fullkomnasta matar setti
handa 12 manns. Síðan rak hver
gjöfin aðra, frá lúterska kvenfé-
laginu, afhent af frú Marggaret
Jöhnson, frá sunnudagaskóla,
ungmennafélagi og Junior
Ladies Aid, afhent af Mrs. Al-
fred Stefánsson, forstöðukonu
lúterska sunnudagaskólans, hún
ávarpaði heiðurshjónin með
nokkrum mjög velvöldum orð-
um, á enskri tungu.
Þá bárust líka heiðurshjónun-
um margar indælar gjaifir frá
börnum sínum sem var þeim af-
hent af dóttur þeirra Mrs. Lil-
lian Mix, fyrverandi skólakenn-
ari, hún hélt hina ánægjulegustu
tölu, fylta af þakklæti til for-
eldra sinna og al'lra þeirra, sem
nú hefðu heiðrað þau, að mak-
leikum; Mrs. Mix er sérstaklega
vel máli farin, enda vel mentuð
kona. Þá afhenti líka Miss Betty
Pearson, dóttur dóttir heiðurs-
hjómanna, laglega gjöf frá barna
börnunum, líka voru fleiri gjafir
afbentar Straumfjörðs hjónum
frá ýmsum vinum, Mr. og Mrs.
Larson og fleirum.
Meðan á öllum þessum gjafa
afbendingum stóð, þá höfðu
veizlugestirnir tekið sér hvíld frá
að éta og drekka, en nú tilkyntu
konurnar að meiri veitingar
væru á boðstólum, því á miðju
háborðinu stóð hin skrautlegasta
brúðarkaka, 9em ennþá hafði
ekki verið snert á. Risu þá úr
sætum sínum heiðurshjónin, sem
öllum í Blaine-bæ og bygð þykir
vænt um, hr. J. J. Straumfjörð,
•
gráhærður en ungur i anda,
bjartur að yfirlitum með hýrt
bros á vörum sem færir ljóma
yfir alt andlitið og gerir hann að
This series of advertisements is taken from the booklet “Back to
Civil Life”, published by and available on request to the Depart-
ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg.
Clip and file for reference.
No. 13—VETERANS’ INSURANCE ACT
Except under certain circumstances outlined in the Act,
ex-servicemen may purchase life insurance without medical
examination. Application for this insurance may be made at
any time within three years of discharge; or for those discharged
before the Act came into force, within three years of the coming
into force of the Act. Widows or widowers of veterans may apply
for the insurance if the veteran has not taken advantage of the
Act.
Under certain conditions as outlined in the Act, provision is
made to waive the payment of premiums if the insured be-
comes totally and permcmently disabled before the age of 60
years.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD136