Heimskringla - 24.10.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.10.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGL/. 5. SÍÐA hver einn fyrir sig dæmt um, hvaða valdasvið að sjálfum rík- isstjórunum er iþar ætlað til að hafa. En réttindi einstaklinga eiga öll sýnilega að vera í ihöndum kirkjuvaldsins. Og þó þetta sé 60—80 ára gamalt og því langt síðan að guðsmaðurinn mikli í Róm lét þetta boð út ganga, þá má ekki gleyma því, að hann er óskeikull. En þó réttlæta ætti þetta með því, að það sé orðið svo gamalt, þá sér hver einn hvað hefir verið að gerast og svo hvað er að ger- ast enn í dag, hvað þessar gömlu trúarbragða stofnanir eru að vinna fyrir aukin mannréttindi °g betri lífskjör fyrir fólkið. Sagan ber þessu neikvætt ivitni. Og þó hafa þessar stofnanir svona mikið reginváld yfir fólk- inu enn í dag. Og að svo er, verður freistandi að spyrja hvers eðlis að þetta vald sé? Sem svar við þessari spurning með skynsamlegum rökum yrði máske ekki margorðað. En ef trú og skynsemi ættu að eiga að sameinast um svarið, þá gæti það orðið sem hafvilluferð. Svo sennilegast er, að hér sé vaninn máttarvaldið. Og þó vaninn hafi alderi verið viður- kendur sem einn af guðunum, þá held eg að hann ætti það skil- ið samt, og að vera gæddur al- mættiskrafti eins og hinir. Það sýnist vera mikið verk fyrir — aukna þekking og heil- brigða skynsemi — að vinna í framtíð til að losa fólk undan því valdi, sem það þjáir nú, engu síður hér í Canada, en víða ann- arstaðar í heiminum. S. X. Bókmentir og listir NÝTT ÁRSRIT ISLEND- INGA VESTAN HAFS Hið sameinaða kirkjufélag Is- lendinga í Norður-Ameríku hóf í fyrra útgáfu ársrits, er nefnt var “Brautin”. Var fyrsta heftið að miklu leyti ihelgað séra Guð- mundi Arnasyni, hinum látna forseta þessarar kirkjudeildar, sem var eftirmaður dr. Rögn- valds Péturssonar í því sæti. Ritstjórarnir eru fjórir, alt kunnir menn, bæði austan hafs og vestan. Aðalritstjórinn er séra Halldór E.> Johnson, ritstóri kvennadeildar Guðrún H. Finns-- dóttir, rithöfundur, kona Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra og skálds. Meðritstjórar eru séra Eyjólfur J. Melan og séra Philip M. Pétursson. Nú er annað hefti þessa rits komið hingað til lands, f jöibreytt að efni og með mörgum góðum og vekjandi greinum. Að sjálf- sögðu skipa kirkjumál þar frem- sta sess, en einnig' er mjög rætt um ýmsa þætti menningarmála og uppeldismála, ekki sízt í kvennadeild ritsins. Einnig eru í því merkar greinar sagnfræði- legs efnis og ýmislegt, er varpar ljósi yfir og skerpir skilning les- andans á menningar- og fram- farabaráttu íslenzka Ikynstofns- ins vestra á ihinum erfiðu fru’m- býlingsárum. Meðal greina, sem sérstaklega er vert að geta, er löng ritgerð um Ásatrú, höfund- ar ekki getið, og fyrirlestur dr. Stefáns Einarssonar um afleið- ingar siðaskiftanna á Islandi. — Loks eru í ritinu fáein fcvæði eftir nokkur vestur-íslenzk skáld, þar á meðal Jakobínu Johnson, Pál S. Pálsson og Vig- fús G. Guttormsson, bróður Guttorms J. Guttormssonar, hins ramíslenzka skáldkonungs við Islendingaf lj ót. Er sýnilegt, að um ritið er fjallað af alúð og alvöru. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, skrifa í ritið undir nafni Stefanía Sigurðsson, Gerður J. Steinþórsson (dóttir Jónasar Jónssonar), Andrea Johnson, Anna Kristjánsson og G. J. Ole- son. Sennilega á “Brautin” fremur fáa kaupendur og lesendur hér á landi. Er það miður farið. Ber hvort tveggja til, að ritið er vel úr garði gert og fjallar um mál, sem menn ættu ekki að leiða hjá sér, og svo hitt, að við megum vera þakklát fyrir hverja við- leitni af hálfu Vestur-íslendinga til þess að bregða á loft kyndli íslenzkrar menningar og mann- dóms handan Atlantshafsins. — Það er bein skylda heimáþjóðar- innar, bæði við sjáMa sig og þjóðarbrotið vestra, sýna það í verki, að hún metur þá viðleitni einhvers. Það yrði þá jafnframt hvatning um að gera enn betur. Daufingjalháttur er aldrei gæfu- vegur, og sízt af öllu er hann af- sakanlegur, þegar þjóðlegar menningarerfðir eru annars veg- ar. En vonandi verður “Braut- inni” brautin greið inn á nógu mörg íslenzk heimili til þess, að hún igeti lifað og dafnað og int hlutverk sitt vel af höndum. —Tíminn, 14. sept. KUNNUR ISLENZKUR RITHÖFUNDUR Á FERÐALAGI VEST- AN HAFS Guðmundur Daníelsson rithöf- undur, frá Guttormshaga, er um þessar mundir á ferðalagi vestan hafs, sórstafclega með það fyrir augum að kynna sér bókmentir og menningu í Bandaríkjunum, og var honum veittur styrkur til þeirrar farar af hálfu Menta- málaráðs Islands. Hann er einn- ig “Honorary Fellow” menta- stofnunarinnar Tlhe American- Scandinavian Foundation, en sá merki félagsskapur vinnur, eins og kunnugt er, að menningarleg- um samskiftum milli Bandaríkj- anna og Norðurlanda. Ennfrem- ur ritar Guðmundur greinar fyr- ir dagblaðið “Vísir” meðan hann er á þessari ferð sinni. Jafn- framt er hann að viða að sér efni í bók, sem hann ætlar að skrifa um Ameríku og ferðalag sitt. Hann kom frá Islandi flug- leiðis til New York 4. júlí s. 1., og 1 dvaldi síðan tvo mánuði við nám sgvs//y'vlc BQNP sms.. " '•JJSfee COÍAING BACK To lo£ RockæS '^,lL BE HAPpy /N yOU —M> MEWmí, INTERESr AT 3% / JOHN JAMES LAWSON sem hefir verið skipaður hermálaráðherra Breta í hinu nýja ráðuneyti þeirra. þar í borg, en heimsótti einnig á þeim tíma ýmsar mentastofnan- ir, svo sem Cornell háskólann í Ithaca og kennaraskóla New York ríkis í Plattsburg. Að lokinni dvöl sinni í New York ríki, lagði Guðmundur af stað í langt ferðalag um Banda- ríkin og lá leið hans meðal ann- ars um þessar borgir og ríki: WaShington, D. C.; Charlotte, North Carolina; Jacksonville og Pensacola, Florida; New Or- leans, Louisiana; E1 Paso, Texas; Los Angeles, San Francisoo og Berkeley, California; Salt Lake City, Utah, og síðan austur á ibóg- inn til Grand Forks, N. Dakota, með viðdvöl í Butte, Montana og Fargo, N. Dákota. Hann átti einnig nokkra dvöl, og sumsstað- ar dögum saman, í borgum þeim, sem fyr voru nefndar, kyriti sér þar atvinnuvegi, menningar- háttu og mentastofnanir. A ferðum sínum lætur Guð- mundur sér einnig sérstaklega um það hugað að heimsækja landa sína vestan hafs og kynn- ast sögu þeirra, starfi og þjóð-( ræknisviðleitni. Náði hann sam- bandi við allmarga þeirra á Kyrrahafsströndinni og í Utah, og síðan hann kom til Grand Forks, þar sem hann hefir dvalið um vikutíma, Ihefir hann heim- sótt íslenzku bygðirnar í Pem- bina-héraði, og hefir hug á að koma þangað aftur í austurleið- inni, ef ferðaáætlun hans leyfir. Hann er nú á förum til Winni- peg og ætlar einnig að heim- sækja bygðir íslendinga í Man'- toba, eftir því sem tími vinst til. Að því búnu heldur hann aftur áleiðis til New York, með stuttri viðdvöl í Minneapolis, C’hicago, Detroit og Niagara Fallls. Heim til Islands gerir hann ráð fyrir að fara seint í nóvember-mánuði. Guðmundur Daníelsson, sem þegar á sér að baki langan rit- höfundarferil og orðinn er einn af kunnustu rithöfundum ís- lenzku þjóðarinnar, að minsta kosti heima fyrir, er þó aðeins 35 ára gamall, fæddur að Guttorms- haga í Rangárvallasýslu 4. okt 1910. Hann stundaði nám Laugarvatnsskóla 1930-32 og síðan í Kennaraskóla íslands og lauk þar kennaraprófi 1934. Varð þá farkennari í Vesturhópi næstu þrjú árin, þvínæst barna skólastjóri á Suðureyri í Súg- andafirði 1938-43, en hefir síð- an verið kennari á Eyrarbakka. Árið 1936 ferðaðist hann til Norðurlanda, Þýzkalands og Skotlands. “Á bökkurn Bolafljóts” (1940), “Af jörðu ertu kominn” (Eldur, 1941), “Sandur” (1942), “Landið handan landsins” (1944), og smá- sagnasafnið “Heldri menn á hús- gangi” (1944). Á þessu hausti koma út eftir hann lljóðabókin “Kveðið á glugga” og leikritið “Það fanst gull í dalnum”. Það er því auðsætt, að Guð- mundur Daníelsson er bæði ó- venjulega afkastamikill nithöf- undur og ritverk hans fjölbreytt að sama skapi, þvá að hann ihefir lagt gjörva hönd á skáldsagna- gerð jsmásagna- og ljóðagerð; og gerist nú auk þess leikrita- skáld. Mest er þó um það vert, að honum hefir stöðugt verið að vaxa fiskur um ihrygg í ritlist- inni, og þá sérstaklega skáld- sagnagerðinni, sem hann hefir lagt mesta stund á, bæði með til- liti til efnismeðferðar, þróttmik- ils stíls og skapgerðalýsinga. — Mest kveður þó enn sem komið er að hinum mikla sagnabálki hans, sem hófst með sögunni “Af jörðu ertu kominn” og lauk með “Landið handan landsins”. Er hér um merkilegt og fjölþætt skáldrit að ræða, sem engin skil verða gerð í stuttri fréttagrein; hinsvegar hefir sá, er þetta rit- ar, Ihugsað sér að taka það til sérstakrar meðferðar síðar. Tilgangurinn með greinar- borni þessu var einnig aðeins sá að draga athygli Islendinga vest- an hafs að ferðalagi Guðmundar og rithöfundarstarfi hans, en best kynnast menn honum að sjálfsögðu með því að lesa bæk- ur hans. Á hitt verð-ur eigi oí mikil áherzla lögð, hvert gagn menningarsambandinu v i ð heimaþjóðina er að komu slíkra fulltrúa hennar, enda eru gagn- kvæmar heimsóknir manna og kvenna af beggja hálfu megin- þáttur til viðhalds frændsemi- og mennigartengslum. Richard Beck Sú prentvilla slæddist inn í greinina um úrslit kosninganna í Manitoba í síðasta blaði, að Eiríkur Stefánsson er sagður hafa hlotið 298 atkvæði en átti að vera 798 atkvæði. En síðari eða endanleg talning gefur Mr. Stefánssyni 829 atkvæði. ★ ★ X Lúterska kirkjan í Selkirk Séra Rúnólfur Marteinsson flytur þar íslenzka guðsþjónustu fcl. 7 næsta sunnudagsfcvöld. * ★ * * Þakklætis guðsþjónustur við Churchbridge, Sask.: 1 Concordia kirkju 28. okt. I Þingvallakirkju 4. nóv., kl. 1 e.h. (oKR , ONTH& 'EONDWA&ON' mm i m bought meBONDSI DURIN& 8 WA.R L0AUS (\W ÍVIE GOT ME QUITE A'FEVU-SO ,TO HAVE MY STAK.E IN THE FUTURE - JM E.UVING INTHE 9!!! ONETOO íl á báðum stöðum. söfnuði 11. nóv. kl. 1 Lögbergs- 2 e. h. S. S. C. ★ ★ ★ Matrejðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. * * ★ Messur í Nýja Islandi 28. okt. — Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. Árborg, ís- lenzk messa kl. 8 e. h. 4. nóv. — Riverton, ensk messa og ársfundur kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason LESIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaSið EVEN if there were no other reason for buy- ing all the bonds you can in the 9th Victory Loan, it should be reason enough that men wounded and disabled in action must continue to have the best of care. Our debt to them is but one of Canada’s obli- gations to all who served, and are still serving, in the armed forces. Investing our money is after all a small way of repaying a debt which cannot be measured in money. But it is concrete evidence we recog- nize the debt and that we will not fail to meet the obligation it brings us. Put all you can into the 9th Victory Loan. Set your personal objective higher to reach and pass the higher objective of the loan. BUY VICT0RY B0NDS Guðmundur hóf rithöfundar- starfsemi sína með ljóðasafninu “Eg heilsa þér” (1933), þá aðeins rúmlega tvítugur, sem hlaut á- gæta dóma. Síðan hefir hver skáldsagan rekið aðra frá hans hendi: “Bræðurnir í Grashaga” (1935), “Ilmur daganna” (1936), “Gegnum lystigarðinn” (1938), This Advertisement is a Contribution to The 9th Victory Loan by VIKING FISHERIES LIMITEÞ WHOLESALE FISH DEALERS 301 Great West Permanent Bldg. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.