Heimskringla - 24.10.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.10.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA ungum manni, og kona hans, Mrs. Straumfjörð, skörugleg húsfreyja sem sópar að, hýr á svip og 'vingjarnleg í viðmóti, þau tóku sér nú einn hníf í tvær handur sem varð að leinni, síðan skáru þau þessa fallegu brúðar- köku í tvö ihundruð stykki, svo allir viðstaddir fengu sinn bitan - hver, og allir urðu mettir því bitinn var góður, svo var drukk- , ið meira kaffi, meira talað og meira sungið, síðan héldu Iheið-^ urshjónin sína þakklætis ræðuna | hvert og fóru mörgum fogrum orðum um alla sína mörgu vini og góðkunningja, og toáðu um blessun guðs þeim öllum til handa. % Þá var ennþá sungið meira, og landarnir færðu sig í smá hópa og glöddust hver msð öðr- um og kl. 11.30 um kvöldið voru ennþá hópar í samkomuhúsinu talandi saman með hýrt bros á brá, svo kom nóttin og allir lögð- ust glaðir til ihvíldar. Megi drott- inn blessa Straumfjörðs-hjónin og allt þeirra sifjalið, og gefa þeim ennþá mörg mörg ár far- sældar og hamingju. G. P. J. Mr. og Mrs. Straumfjörð, gullbrúðkaupsávarp 14. júlí 1945 Frændi minn og frú þín kæra, finst mér skylt ykkur ljóð að færa, og það má teljast íslenzk æra, að heiðra farsælt hjónaband. Eftir fimtíu ára glæsigöngu um grýtta jörð í blíðu og ströngu, þið greinduð ávalt rétt frá röngu á ferð um ykkar fósturland. Þið eruð landnámshjón í vestur- vegi, í vinahóp, eg hiklaust segi: toó kvöldi að ykkar æfidegi, þið virðist ung í anda og hress. Með sólskinsblik um torá og vanga og broshýr augu, eftir ferð svo langa. I*ó oft væri lífs örðug ganga, þenna merkisdag, þið minnist þess. ^ið siglduð ung, frá Islands- ströndum, ^ieð æskufjör og krafta í hönd- um í leit, að auðnu, í öðrum löndum: Þið völduð álfu, Viesturbeims! 1 Mikley, Nýja Islands unga Varð áfanginn, eftir sjóferð þunga, —þar mælt er hreinust móður- tunga, af vorum stofni gæðageims. har bú var reist og bjálkakofi, við bruna í skóg, þó fáir sofi, en frumbölið varð af frónsku baf i og Straumf jörð-ættin öll varð fræg. En eftir strit við stofna og klaka, nýtt strandar landnám hugðust taka, þar tignar dísir vorsins vaka og sólskins blíða, nægtanæg. f Blaine var lent við landamærin, við lítinn vog var reistur toærinn. f’ar reyndust tíföld tækifærin, og Jóhann græddi fé og fremd. ^em hygginn toóndi og hand- verksmaður, Sln beimilisstörf hann rækti glaður, til samvinnu og hjálpar hraður og fyrstur í hverri framtaks- mefnd. ★ *-*> kæru hjón, mín kveðja er þessi 1 kvöld, að ykkur drottinn blessi, Þó ellistormar æði og hvessi þið farsæl náið friðarhöfn! gæfu tel i garði tára, við gullna minning fimtíu ára, Urn hjónaband, án sviða og sára, i ei'lífð geymast ykkar nöfn. Þórður Kr. Kristjánsson '-'Wancouver, B. C. ^orgið heimskringlu— bví gleymd er goldin skold UPPTÍNINGUR (Safnað af A. S.) Ennþá einu sinni erum við Vestur-lslendingar mintir á, (The Icelandic Canadian, Sept. ’45), að innan tiltölulega fárra áratuga, verði íslenzka hvergi töluð í Canada. Það má finna sömu áminningu endurtekna, öðru hvoru, opinberlega, í síð- astliðin 35«úr. Þar, sem það er einnig tekið fram, að það sé al- menningi ljóst, þá virðist það vera fremur óþörf endurtekning. Eg gæti trúað að sumum fynd- ist það álíka notaleg áminning, og sagt væri við þig í sífellu: “Blessaður vertu ekki að þessu umstangi, þá ættir að vita að þér er ætlað að deyja.” • “O, Canada!” Sjötíu og átta árum eftir að sambandslögin gengu í gildi. Og1 hundrað þúsund menn hafa fórn- að lífi sínu í tveimur heims- stríðum, til að verja þitt frelsi, kemur sú frétt frá Ottawa, að það geti skeð, að það verði lagt fyrir sambandsþingið, frumvarp, sem veiti hérlendum mönnum lagalegan rétt, til að kálla sig Canadians! • “Stormur” heitir bygðarblað, gefið út í Árborg, “til uppbyggingar og skemtunar”. Það hefir að ein- kunnarorðum, erindi Hannésar Hafsteins: “Þú þenur út seglin og byrðing- inn toer, og birtandi, andhreinn, um jörð- ina fer, og lofti'lla, dáðlausa, lognmollu hrekur, og lífsanda starfandi hvarvetpa vekur.” Samkvæmt þessu erindi, ier til mikils mæbt af blaðinu. Það er vel af stað farið, sem komið er, og er vonandi að aðrar sveitir Islendinga dragi upp seglin. Góðan byr, Stormur, og langa lífdaga! • Ef minnast skal þeirra manna, sem í liðinni tíð hafa lagt mikið til menningar og skemtunar í ís- lenzku félagslífi vestan hafs, vill svo pinkennilega til, að þrír nafnar eru mjög ofarlega og á- berandi á þeim lista. Séra Ragnar heitinn Kvaran, afar fjölhæfur maður. Ágætur ræðumaður, söngmaður, leikari, upplesari og leikstjóri. Ragnar H. Ragnar, söngstjóri og píanóleikari. Lánsamir eru Dakota-búar nú, að hafa svo fjöl- hæfan mann í sinni bygð. Ragnar Stefánsson, Winnipeg, með allra beztu leikurum vestan hafs, ágætur í framsagnarlist og skáld gott. Þessir þrír Ragnar hafa ómet- anlega auðgað félagslíf Vestur- Islendinga, með svo ótal mörg- um ánægjulegum kvöldstund- um. • Nú er aftur kominn friður á jörð, eftir ógurleg hryðjuverk og eyðileggingar. Friður til að beina huganum að uppbyggingu menningar, feg- urðar og lista. • Ásmundur P. Jóhannsson hef- ir sýnt þá ihöfðinglegu rausn, að gefa stórfé til tryggingar ís- lenzku kenslu við Háskóla Mani- toba-fylkis. Skyldi nokkur annar Vestur- Islendingur vilja gefa stórfé, til sjóðstofnunar fyrir íslenzka rit- höfunda og listamenn? Wall Street, miðstöð allra verðbréfaviðskifta í New York, fékk nafn sitt af því, að fyrir hundrað árum bygðu íbúarnir þar háan varnargarð til þess að varjast Indíánum, sem voru oft að herja á íbúana. ★ ★ * Þorsteinn: Mér var sagt það fyrir skömmu, af stjörnufræð- iugi, að máninn hafi farið út af braut sinni. Árni: Já, bölvaður dóninn. — Líklega hefir hann verið fullur. Lesið Heimskringlu VERTII ÓSMEIKUR . BEZTA LAND HEIMSINS LANGT FRÁ hinni stríðstættu Evrópu og Asíu . . . vitum vér Canadamenn að land okkar er land frelsis og jafnaðar, land virð- ingar fyrir einstaklingnum, land tækifæra fyrir alla jafnt. Canadamenn, af hvaða þjóðstofni sem eru, eru sameinaðir í að vinna fyrir “draumum heimalands”, þar sem jöfnuður er öllum opin til tækifæra fyrir þægilegu lífi. Við erum í stórri þakkarskuld við þá menn og konur er unnu í herdeildum okkar, og sem forfeður margra komu frá löndum langt í burtu. Þessir menn og konur börðust svo við mættum halda frelsi. Nú hefir stjóm okkar það vandamál með höndum, að hjálpa sjóliðum og land- og lofthermönnum að koma sér fyrir við friðsöm störf. Hér er okkar tækifæri að sýna þakklæti okkar fyrir alt sem þeir hafa lagt á sig fyrir okkur! Hin bezta læknishjálp og hjúkrun verður að vera veitt hinum meiddu og særðu. Þús- undir annara verða að vera klæddir, fæddir og borgað meðan þeir læra nýja friðar iðn eða búa sig undir æðri embæfcti. Eftirlaun verða að borgast til næstu skyldmenna þeirra er fómuðu lífi sínu í þessum voða hildarleik. Peningar til alls þessa verða að fást með sölu á Sigurláns Verðbréfum. Þú ert beðinn einu sinni enn að kaupa Sigur- láns Verðbréf. Verðbréf, sem öll auðlegð þessa mikla lands okkar og íbúar þess standa á bak við. Mundu, Canada borgar þér hvem dollar til baka sem þú leggur í Sigurláns Verðbréf. Sama sparnaðar fyrirkomulag og notað var við fyrri Sigurláns Verðbréfin, borgar helmingi hærri upphæð á næstu tólf mánuðum. _ _ _ ^ j Það er fjórar aðferðir að kaupa þessi Sigur- láns Verðbréf: ^ t 1. Peninga út í hönd. 1 2. Mánaðar afborganir af kaupinu í tólf mánuði. 3. Með gjaldfrestunar skilmála, þannig, að þú festir kaup í Sigurláns Verðbréfum, eftir því sem þér áskotnast peningar. 4. Með sérstökum samningum við banka þinn, lánfélag eða fjárhaldsmann. Leggið peninga ykkar á bezta staðinn í veröldinni. Skrifið Nafn ykkar Undir Sigurinn KAUPIÐ Victory Bonds 9-49 NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.