Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. FEBRÚAR 1946 HEIMSKRINGL A 3. SÍÐA íinn eg huggun í, — í hrygðinni minning sæta”. — Eg gst ekki einu sinni séð að mærin hafi framkvæmt að hætta að lifa, jafnvel þó henni fyndist lífið sér ólbaarilegt. Því síður get eg fundið að hún hafi framið barns- morð. Nú langar mig til að vita á hverju að höf. byggir sína stað- hæfnigu. Hefir hann séð, annars staðar en í þýðingu Jónasar, skýringu er heimili staðhæfing- ar hans, eða skil eg ekki kvæð- ið? í allri vinsemd, og trausti til H. E. J. vil eg mælast til að hann leiðrétti mig og fullnægi forvitni minni í þessu efni. Virðingarfylst, S. B. Benedictsson SVAR TIL PÁLS BJARNASONAR Eg myndi ekki eyða tíma í að svara grein Páls Bjarnasonar sem birtist í Hiemskringlu 16. jan. s. 1. ef það væri ekki fyrir þá ástæðu að hann skrifar víst oft í blöðin og er sjálfsagt álitinn mjög ritfær maður, og þar af leiðandi eru líkindi til þess, að margir af þeim Islendingum, sem lesa Heimskringlu, og þá sér- staklega þeir sem að sjálfsögðu hafa löngun til þess að eg sé “tekin til bæna”, myndu glæp- ast á málsnild þessa manns og myndu ímynda sér, að nú væri þó almennilega búið að koma mér og mínum athugasemdum fyrir kattarnef. En því fer nú fjarri að svo sé. Satt að segja er eg Páli þessum þakklát fyrir að rjúfa þannig, þögnina sem sýndist hvíla yfir ummælum mínum (sem birtust í nóvember s. 1. haust), en ekki sízt er eg honum þakklát fyrir það, að með því að ráðast á at- hugasiemdir mínar án þess þó að gora tilraun til að hrekja eina einustu fullyrðingu sem að eg har fram, og án þess að skilja grundvallar atriðin í Soc. Credit kenninugnni, þá gefur maðurinn svo beran höggstað á sjálfum sér og sínum hleypidómum að það sætir undrun næst að nokk- ur maður með skarpa skynsemi, oins og eg býst við að hann álíti að hann hafi, skuli vera svona ó- varkár. Vil >eg þá, til skýringar þeim lesendum 'blaðsins sem haf a ahuga fyrir mannfélagsmálum, henda á allra stærstu misfellurn- ar sem eiga sér stað í grein Páls, en ekki hefi eg mikla von um að geta raskað hans rótgrónu trú á kommúnista stefnunni, því það er enginn 'eins blindur og sá sem vill ekki sjá. í*að leynir sér ekki að Páll er einn af þaim mönnum sem ó- ^nögulega geta þolað þá hugsun að kvenmaður geti hugsað skipu- ioga og rökfært mál sitt rétt eins vel' og karlmaður, ef 'ekki ^tur. Hann segir að ”sökum hrjóstvits og hendingar ratist mér satt á munn”, en veit ekki niaðurinn að það sem hann kall-! ar “brjóstvit” (intuition) er æðra en þekking og gæti aldrei gert vart við sig í huga manneskjunn- ar ef þekkingin hefði ekki gert ^ugann móttækilegan fyrir það? Annað sem lýsir sér glögglega 1 §egnum orðmælgi þá sem hér er Um að ræða er ótakmarkað síálfsálit. Eg veit náttúrlega ekki hvað djúpa virðingu lesend- þessa blaðs bera fyrir rök- ^emdargáfum mannsins, en mér hist að það vera að treysta um á trúgirni fólks ef búist er við það meðtaki, sem sannleika, att sem Páll segir án þess þó ann geri nokkra tilraun til að styÖja það með rökum. Hann ^egir til dæmis að flestar mínar ^þyrðingar sléu “órökstuddur °S áttlaus vaðall”. 1 minni grein eru að minsta kosti tuttugu atriði s°m eru þannig beint útsögð að a* vasri auðvelt fyrir hvern meðal ritfæran mann að svara eim eða.að rífa þau niður ef að ■u vgeru, ekki sannlelkur,' en M * •i.Áifr.TV .' ’ « T:.u w Páll reynir það ekki, heldur skautar hann hér og þar inn á milli og veltur svo oft um hrygg, því svellið sem hann hefir kosið ! til að sýna list sína á er mjög hált. Nú ætla eg að drepa á þau anmerki sem mest eru áberandi í þessari ritgerð. Þegar greinin er lesin vandlega ^emur það brátt í ljós að hún er full af and- stæðum. Hann gerir til dæmis ýmsar staðhæfingar en skilur svo við þær í lausu lofti, og skýringin sem fylgir og sem á að sanna staðhæfinguna kemur ekki málinu við. Þess konar ritháttur er algerlega í beinni mótsögn við lögmál hugsunarfræðinnar. Þetta sýnist hann gera af ásettu ráði og eingöngu til þess að villa fólki sjónir á sannleikanum og er það hættulegur ávani og lítt sæmilegur fyrir mann sem stælir sig talsmann sannleikans. Hérna er eitt dæmi sem skýrir hvað eg á við: Hann segir “að- eins það er eftirsóknarvert sem hagsmuni getur veitt og það geta peningar ekki nema á þeim sé almenn þurð”. Fyrri parturinn af þessari fullyrðingu er sannur í vissum skilningi, en hvernig víkur því við, að kommúnisti brýtur þannig boðorð sinnar stefnu með því að gera svona lagaða yfirlýsingu? Hvað pan- | ingum viðvíkur er hann alveg réttur þar, en þennan sannleika hafa Social Credit fyrirliðar | marg endurtekið. En hann held- ur áfram, ‘Hagsmunurinn þarf I nefnilega að vera mikill eins og ! orðið bendir til.” Svo sgeir hann ! “en þann mun tala S. C.-sinnar j um að afmá — og það með psn- j ingum. Hefir nokkurn tíma heyrst önnur enis fásinna?” — Sjáið þið til — með þessari skýringu reynir hann að slá ryki 1 í augu fólks svo að það fái al- gerlega falska hugmynd um til- gang Social Credit stefnunnar, fyrir nú utan það að það lítur helst út fyrir að hann, kæri sig ekkert um að þurðin á pening- um sé þurkuð út. í öðrum stað segir hann að eg vilji ekki með neinu móti afnema sér eignir og peninga. Eg sagði ekkert um peninga í þeirri merk- ingu, en allir sannir fylgjendur Social Credit stefnunnar full- yrða að peningar í sjálfu sér ættu ekki að hafa neina þýðingu. Að- eins þegar þeir eru miðaðir við virði varanna, og þeirrar þjón- ustu sem þeir eiga að borga fyrir, fá þeir gildi sitt. Svo heldur P. B. áfram, “og þar af leiðandi fylgir hún eindregið hliðinni sem hún ávítar svo harðlega.” | Þarna víkur hann aftur út frá sannleikanum. Hann skilur það vel, og það vona eg að aðrir les- endur mínir hafi gert, að eg fyr- irlít þá löggjöf sem gefið hefir sérstökum mönnum leyfi til þess að féfletta náungann með okrun á peningum, þess vegna fylgi eg Social Credit stefnunni, hún er sú eina pólitíska stefna sem að vill brjóta niður þann á- nauðar múrvegg sem stjórnmála- menn okkar hafa leyft fjármála- mönnunum að hlaða í kring um þjóðirnar. Til gamans og hugarléttis ætla' eg nú að benda á ósamræmi sumra athugasemdanna sem Páll beinir beint til mín. Það þarf að taka okkur Jón Jónsson “til bæna”. Svo segir hann, “Hvað sem 'eg segði af þunga um þann- ig mál og manneskjur yrði að sjálfsögðu ritbannað.” Nú, eitt- hvað hefir slæðst inn í þessar greinar okkar sem hefir raskað ró mannsins, þó flest ummæli mín væru “áttlaus vaðall”. — Hann segist ekki hafa “ýkja margt” við mig að tala en þar sem “þessi áminsta grein er all- mikil að vöxtunum og að mestu ád'cila á C .C. F. stefnuna” þá beinir hann meira en helmingn- um af athugasemdum sínum til mín, því þó hann “hafi sízt mikla löngun til þess að bera blak af C. C. F.-sinnum með sitt villándi fálm, er eg sannfærður um að flestir þeiira séu einlægir í trú sinni,” en fólk eins og eg “trúa enn h'ilzt á viðteknar missýning- ar og kraftaverk.” Svo segir hann að “augljós og einföld rök og staðreyndir vekji víðast hvar aðeins fyrirbænir og ótta.” Þarna kemur hann með sann- leika en sem er bein mótsetning við það sem hann sagði áður. Hann er ssm sé að tala um C. C. F. flokkinn “með sitt villandi fálm” en samt trúir hann því að þeir séu einlægir. En þsssi stað- hæfing hans um “augljós og ein- föld rök” er algerlega í samræmi við Cocial Credit stefnuna. — Seinna segir hann að C. C. F. “blygðist við að játast opinbcr- lega til þess átrúnaðar (á arðrán) þótt sagan og sjónarmiðið sanni þann áburð hvenær sem á reyn- ir.” Sjáum til, rétt áður sagðist hann vera sannfærður um að flestir fyrirliðar C. C. F. #tefn- unnar væru einlægir menn. — Hann talar um “ísmeygilegar og óskammfeilnar fortölur” — það sannast á honum sannleikurinn sem felst í orðunum að menn dæma aðra 'eftir sínum eigin hugsunum. Og svo þegar hann er alveg vonlaus með að geta hrakið sann- leikann af hólmi grípur hann til kaldhæðninnar og vefur hug- mynda nekt sína í hinni bleiku blæju hennar. Nú verð eg að snúa mér að landinu hans, helga. Mér fanst það ganga nokkuð langt að bera kommúnista stefnuna saman við kenningar Krists, þar sem hans boðskapur var útilokaður á Rúss- landi, þó að sumir af núverandi leiðtogum, þar, þykist ekki am- ast við honum nú. Já, það var hægt að æsa upp hinn óupplýsta skríl (og enn er það mjög auð- velt) en hefir nokkur manneskja misskilið svo hörmulega Krists eigin orð eða frásögnina um líf hans, að þeir ímyndi sér að hann hefði staðið auðmjúklega hjá, eða jafnvel skipað fyrir um myrð- ingu margra miljóna sálna, sem aðeins höfðu unnið það að sök að þora að mótmæla kröfum hinna grimmu og djöfulóðu yfirboðara þeirra? Eg þarf ekki a fara eftir neinum “óslitnum áróðri” hvað þessa staðhæingu snertir þar sem eg kenni á meðal fólks sem flúði frá Rússlandi eftir rauðu bylt- inguna. Þetta fólk misti aleigu sína og varð að sjá á bak ótal ástvina, sem ^innaðhvort voru deyddir þá þegar, 'ellegar sendir til Síberíu. Þetta fólk sem æsk- ir þess, aðeins, að því sé leyft að rækja iðju sína og trúmál í friði, voru sjónarvottar að “okrunar- lægni” og hinni “mannúðlegu stríðs aðferð” sem notuð var til þess að “frelsa” almúgann á Rússlandi. Það er mér alveg ósklijanlegt hvemig nokkur maður getur svo dáleitt sína eigin sál að honum finnist það sanngjarnt og gott að nokkur stjórn hafi það ógnar vald yfir fólkinu, að hún geti brytjað niður, án dóms og laga, hvern þann mann eða konu sem dirfist að andmæla nokkru at- hæfi hennar. Allir vita að kom- múnista stjórnin í Moscow hefir þetta vald og að hún hefir ekki hikað við að nota það í fylsta máta. Mér finst að Pv B. ætti að vera ánægður með þann áróður sem Rússland hefir notið síðan það var þvingað til að berjast okkar megin í stríðinu. Skyldi það vera mögulegt að hann viti ekki hvað- an allur þessi áróður stemmir frá? Hverjir eni það sem æsa fyrirliða þjóðanna út í stríð, sem leggja allar undirstöðurnar und- ir þá hildarleiki? Sem stendur, eru þeir að spila með rússnesku yfirmennina, að æsa græðgi þeirra. (Hún ætti nú að vera full mett þar sem þeim hefir nú tek- ist að tjóðra allar Mið-Evrópu þjóði.rnar innan, sinna vébanda). En svoleiðís^ dýr í mannsmynd eru aldrei mettir að fullu, (Ó. sussu já, við höfum þau einnig okkar á meðal) og þess vegna eru allar þessar bollaleggingar um varanlegan firð til einskis. Það eina sem heldur þessum hræfugl- um, gullkaupmönnunum, við, eru stríð, því með hverju stríði tekst þeim að binda fjötrana sem þeir hafa á fólkinu fastari tök- um; og það er tilgangur þeirra að spenna á okkur járngreipar svo að við getum með engu móti borið hönd fyrir höfuð okkar. Aðeins hin svokölluðu lýðræðis- lönd hafa þó nokkuð frelsi enn- þá, en sósíalisma og kommún- isma áróðurinn í þessum lönd- um er sem sanddrif í augum fólksins. Hvert sem það snýr þá sér það trauðla til sólar. Það eru fáein önnur atriði sem eg verð að minnast á áður en eg skil við Rússland. Páll talar hæðnislega um alla samkepni (nema þarna einu sinni þegar “hugsunin slapp”) eins og allri góðir kommúnistar eiga að gera. Hvernig ætli að hann útlisti þau sannindi að meira að segja áður en stríðið skall á væru Rússar búnir að finna það út að ef fólkið hefði enga hvöt til þess að keppast við vinnuna þá rýrnaði framleiðsl- an óðum svo að þeir máttu til að nota aftur “driffjöður samkepn- innar”; svo þarna sér maður að hornsteinninn í sósíalista kenn- ingunni er hrunin. Og hafa ekki Rússar skrifað undir Bretton Wood samning- inn? Hvað meinar það annað en að Rússland er líka undir “verndar” væng hræfuglanna, sem áður var á minst. Áður en eg lýk máli mínu verð eg að svara, lítillega, ummæl- um Páls um Social Credit stefn- una. Ef að hugmyndin væri nú eins fáránleg eins og hann gefur í skyn, hvers vegna er honum þá svo ant um að almehningur fái ranga hugmynd um hana? Eg hygg að P. B. sé einn af þeim mönnum sem skilja vel að eitt- hvað mjög mergjað er í Social Credit stefnunni, en sakir ein- hvers einkennilegs þvergirðings- skapar í eðli þsirra (íslendingar eiga oft í svoleiðis erjum við skapsmuni sína) þá geta þeir ekki fengið sig til að kannast við það; þess vegna kýs hann heldur' að taka þá afstöðu að stefnan sé mjög auðvirðileg, nei, hann fer lengra — hann gerir sitt ítrasta til þsss að hún sé litin í röngu ljósi, en með því að gera það skipar hann sér sæti á bekk með hinum vanalegu pólitísku tæki- færismönnum. Hér er eitt dæmi þessu til skýringar: Hann segir, “Eins og illgeðja aðall og hugsun- arlausir bjálfar tala um ‘bróður- lega’ samkepni, svo talar hún um saklausa og notalega arðráns- iðju, í allri alvöru að mér skilst”. Þetta eru afar stirð orð og býst eg við að mieð þeim hafi hann ætlað að ofbjóða mínum skiln- ingi með öllu, en eg stautaði mig fram úr þeim. En svo, eins og hinar staðhæfingar þessa manns, er skýringin alveg út í hött. Að eg sé með einokunni, af því að eg trúi því að það sé hægt að reka arðvænlega verzlun án þess að ræna náungann því sem að honum vera ber, er dálítið einkennileg niðurstaða. En á- stæðan fyrir því að rökfærsla mannsins er á svo völtum fæti er sú að hann getur ekki í allri sanngirni borið sannleikann á bak aftur í þessum tilfellum, en hann heldur að með þrssum stór- yrðum, blönduðum bærilega vel af þeirri tegund kaldhæðninnar geti hann komið fólki til að trúa því að þessi kvenpersóna sem að hann er að tala um sé ofur ein- föld og þar af leiðandi fjarska trúgjörn á “missýningar og kraftaverk”. En ef hann virki- lega tryði nú þ:ssu sjálfur myndi hann þá ekki sýna mér þá prúð- mensku að lofa mér að vera í friði með mína heimskulegu en þó “saklausu” loftkastala? Aðeins eitt meira dæmi og þá er eg nú að verða búin: Hanr. segir, “Social Credit ráðgerir að allar vörur og afurðir séu seldar sem sannvirði”. (Þetta er satt). En svo bætir hann við “og stjórn- in leggi fram gróðafé til viðbæt- , is”. Þetta er ósatt, og gerir þess ! vegna alt sem á eftir fylgir ó- merkt. Svona eru allar hans aðfinslur um stefnuna, þær hafa engan stólpa að styðja sig við vegna þess, að Social Credit stefnan er bygð á vísindalegum útreikn- I ingi hvernig megi, sem bezt, nota j afurðir jarðarinnar til blessunar | fyrir mannkynið. Grundvallar atriði stefnunnar er bygt á því, að fyrst að menn- ! ing vorra tíma er nú komin á það stig að hægt sé að framleiða nóg fyrir alla, því skyldi þá ekki allir j fá nóga fæðu, nóg föt og notalegt skýli yfir höfuð sér? Social Credit segir að það sé vegna þess að peninga útbreiðslan sé aldrei ( nógu mikil til þess að allar vör- ur og afurðir geti verið keyptar. Liberal stjórnin, sem nú situr að ! völdum hér, hefir nú játað þessa i fullyrðingu með því að gefa for- eldrum meðgjöf með börnum þeirra. Þarna fá foreldrarnir peninga “fyrir ekki neitt”, en þegar Aberhart stakk upp á því ! að gefa öllum auka fé svo að vörurnar gengu út þá hélt fólk upp höndum sínum af undrun og | skelfingu. En sá var mismunun- inn á uppástungu Aberharts og núverandi stjórnar að hann sagði að nýir peningar yrðu að vera búnir til, án nokkrar okrunar, en núverandi stjórn tekur þessa peninga úr vösum þeirra sem engin börn eiga. Þetta er ef til ' vill sanngjarnt en geta ekki allir j heilvita menn skilið að þetta 1 eykur ekki um einn eyrir pen- ingamagnið í landinu og þar af leiðandi verða engar meiri vörur keyptar, svo þetta framfaraspor j fellur um sig sjálft. Og á þenn- an hátt ætla Sósíalistar (og kom- múnistar?) að bæta fyrirkomu- lagið. 1 enda greinar sinnar vitnar P. B. í hina gömhj kristni sem hina einu úrlausn. Ef hann segir þetta af sannfæringu þá er hann ekki kommisti, inst inn á hjarta sínu, og þá ætti hann að snúa sér að Social Credit stefnunni, sem er sú eina stefna vorra tíma, sem byggir þrek sitt á Krists hug- myndinni um rétt hvers einstakl- ings að lifa eftir því bezta í sínu eigin eðli. Við þurfum ekki að fara lengra en til náttúunnar til þess að sannfærast um hvað einræðis- stefnan er óguðleg; hversu lam- andi hún er fyrir alla framför; hvernig háfleygar hvatir og hug- vit einstaklingsins eru niður drepin, þar til alt fjör og öll lífs- gleði eru horfin. Tökum til dæmis sum tré, sem vaxa innanum önnur tré hvernig þeirra “innri hvöt” kennir þeim Hhagborg FUEL CO. H Dial 21 331 no'FU) 21 331 Ef þú ert illa haldinn af GIGTAR VERKJUM OG VESÖLD Liðamót á fingrum þar ________ sem gigtar kvalir leggjast svo oft að KLIPTU ÞETTA ÚR — 750 stokkur ókeypis handa hverjum sem kvelst 1 Syracuse, New York, er fundið og búið til meðal við gigtar verkjum og vesöld. Þetta meðal er kallað “Delano’s”. Þeir sem brúka það segja, svo hundruðum skiftir að meðalið dugi. Margir votta’ að verkir og sárindi hverfi eftir fárra daga brúkun og blessuð bót fáist eftir að öll önnur ráð brugðust. Mr. Delano ritar: “Til að hjálpa þjáðum, sama hve kvalirnar hafa haldist lengi, sama hve sárar þær eru og torsóttar, þá skal eg fúslega, ef þú hefir ekki reynt meðalið, senda þér 750 böggul ókeypls, án nokk- urra kvaða eða skuldbindinga. Það kostar ekkert að reyna og raunin er ólygnust. Ef þessi rauplausa raun kemur þér að haldi, elns og svo margir segja fyrir sig, þá máttu sannarlega verða feginn. Ekki þarf annað en klippa úr þessa tilkynn- ing og senda ásamt nafni þínu og áritun. Þú getur, ef þú vilt, lagt innan í 100 í frímerkjum upp í burðargjld, en þess er ekki krafist. Skrifið F. H. Delano, Dept. 1802-V, 455 Craig St. W., Mohtreal, Que. - irTnr„ln Delano's útmerkt við OKEYPIS— Gigtar verkjum og vesöld Aths.: Þetta tilboð er ærlegt og dullaust og ætti að ná til allra sem þjást af gigtar verkjum og vesöld. að teygja sig upp til sólar, ann- ars myndi þeirra tegund deyja út. Og aðrar jurtir hafa langar rætur, og enn aðrar hafa þykka húð til þess að vökvinn haldist lengur í þeim. Eins er fyrir mannlegum verum. Ef sálar- þrek, tilfinningar og gáfur öðl- ast ekki tækifæri til þess að dafna og blómgast þá rnega manneskjurnar eins vel deyja. Þá verða engir eftir nema stiga- mennirnir, og áhangendur þeirra, sem þannig hafa krossfest guðsandann í sálum meðbræðra sinna. (Miss) Sella Johnson Dominion Seed House hefir nýlega gefið út afar vandað og skrautlega verðskrá, með myndum af jurtum. blóm- um og ávöxtum, og vildum vér draga athygli bænda og blóm- ræktar-manna, að auglýsingum þessa félags, sem eru nú að birt- ast í Heimskringlu. Félag þetta hefir aðal bæki- stöð sína í Georgetown, Ont. — Það er þess virði að hafa þessa verðskrá handhæka. VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fuilkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofn orri þessu viðvíkjandi, það margi jrgar sig. Th^ Viking Press Linjited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.