Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. FEBRÚAR 1946 HVlTAGULL Ekki var hann heldur glæsilegur á velli, það gat stafað af því að hann gekk í búðarföt- Um, sem fóru illa. En hárið lá í mjúkum bylgj- um um höfuð hans, sem var fallegt í lögun, og augun voru hlýleg og dökk. Jim Lansing var kanske ekki eins og hirðmaður í útliti, en hann leit út fyrir að halda hluta sínum, þótt um bar- daga væri að ræða, og sennilega hafði skóla- gangan hans verið stutt, en eitthvað var svo á- byggilagt í hinni þunglamalegu framkomu hans, að hann virtist bera langt af öllum gestunum í matsöluhúsi Rósu gömlu. Þeir virtust löður- mannlegir í samanburði við þennan björn úr norðinu. Samtalið þarna yfir hjá píanóinu virtist hafa fengið ákveðna stefnu, og Anita heyrði að Phyllis bað Jim að bíða meðan hún færi upp á loft og næði í kápuna sína. “Svo förum við út og skemtum okkur,” sagði hún og hvarf upp stigann. Aníta sá að hér þurfti skjótra úrræða. Hún hafði altaf verið að hugsa um, hversvegna þsssi smávaxna, ljóshærða blóðsuga væri að draga sig eftir Jim Lansing. Henni, sem féllu best dökkhærðir menn með austurlandablæ, og það var langt frá því, sem Jim var. En allir gest- irnir vissu, að Jim Lansing hafði stórfé í vösum sínum. Aníta hafði séð sjálf hversu þykk vasa- bókin hans var. I henni hlutu að vera mörg hundruð dalir. Phyllis var auðvitað að reyna að ræna peningunum hans. “En það skal ekki verða ef eg má ráða, ’ sagði Aníta—við sjálfa sig og gekk beint að píanóinu. Hún snerti við handlegg Jims. “Nei, eruð það þér, Miss Sharon,” sagði hann og leit á hana með aðdáun. Aníta þótti vænt um, að hann sýndi henni töluvert meiri virðingu en hinum stúlkunum í matsöluhúsinu. “Eigum við að dansa einn dans til?” sagði hún. Henni fanst gremjulegt að þurfa að bjóða honum upp, en við því varð samt ekki gert. “Eg hef ekki nema stutta stund, en eg vil gjarnan dansa við yður einn dans,” svaraði hann. Jim Lansing var ekki neinn meistari að dansa, og varð Aníta að hjálpa honum að halda sporinu. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að vernda hann fyrir Phyllis, en bún var ákveðin- í að gera það á einn eða annan hátt. “Þér ætlið að fara frá okkur, Mr. Lans- ing?” spurði hún hirðuleysislega. “Já, Phyllis, Trennor og eg ætlum að fara eitthvað, til að skemta okkur.” , Við þessu hafði Aníta búist. Phyllis var hrædd við að stela peningunum í húsi Rósu, og þessvegna var það víst ætlunin að fara með hann á einhvern stað, sem þessi Trennor þekti, gera hann drukkinn og ræna hann svo. Aníta var þess fullviss, að Phyllis mundi ekki hika við að gefa honum inn svefnlyf ef með þyrfti. “Ef eg mætti gefa yður heilræði, Mr. Lans- ing, þá ættuð þér ekki að bera svona mikla pen- inga á yður. Þeim gæti verið stolið,” sagði hún hikandi. “Mér þætti gaman að sjá þann, sem reyndi það! Eg hefi orðið að gá að sjálfum mér alt til þessa,” sagði Jim hreykinn. Aníta sá að erfitt mundi verða að sannfæra hann um, að Phyllis væri hættuleg, og rödd skynseminnar sagði henni að réttast væri fyrir hana að draga sig í hlé í tíma. Þetta kæmi henni ekkert við, og hún gæti auðveldlega brent sig á fringunum ef hún sletti sér fram í þetta. Phyllis var ekki við lambið að leika sér. En hinsvegar mundi Jim missa alt fé sitt, sem hann'bar með sér, ef enginn tæki í taumana. Hann gat ekk- ert varað sig á jafn reyndri og slægri stúlku og Phyllis var, þótt hún væri með brúðu andlit. Nei, Aníta gat ekki horft á það með köldu blóði, að hann væri rændur. Auk þess, ef hún hjálpaði honum nú, þá kanske-----*- Nú kom Phyllis inn og var komin í kápuna og bar budduna sína undir hendinni. Hún gekk til ókunna mannsins, sem stóð við píaónið og stappaði þar niður fótum af óþolinmæði. Aníta hafði ekki nema fáein augnablik til að ljúka fyrirtæki sínu. Hún hafði hugsað sér að grípa til óyndisúrræðis. Það var hættulegt. Það var að leika sér að eldi, en hjá því varð ekki komist. “Eg skal sýna ykkur,” hvíslaði hún titrandi af geðshræringu. “Eg skal sigra ykkur með ykkar eigin vopnum!” Hún dansaði allan dansinn við Jim og fylgdi honum síðan til Phyllis og afhenti hann henni. ★ ★ ★ Klukkan var næstum tvö. Aníta sat al- klædd í dimmu herberginu sínu, með ullarteppi vafið um herðarnar, og beið dauðsifjuð eftir að Jim Lansing kæmi heim. Dansinn var úti fyrir löngu síðan, og húsið var hljótt og draugalegt. Úti heyrðist ekki neitt nema í bifreið eða fót- gangandi mönnum, sem fóru um götuna. Araíta neyddi sig til að hugsa ekki um næsta samfund sinn við Jim Lansing. Hann var ör- geðja og mundi verða reiður eins og hundtyrki. Já, hann kallaði kanske á lögregluna. “Jæja, ef hann yrði vitlaus, þá það, í hamingju bænum. Þetta var gert, það varð ekki aftur tekið. Aníta óskaði bara að hann færi að koma heim, þá gæti hún losnað við þetta. Æsingin út af hafa tekið peningana og alt baslið að reyna að fá vinnu, hafði þau áhrif, að hún var orðin hræði- lega þreytt. Hún ætlaði alveg að detta út af, og í tunglsljósinu, sem streymdi inn um gluggann, sýndist hún ennþá fölari en hún í raun og veru var. En hún var fölleit oiðin þessar síðustu vikur. Allar áhyggjurnar og það, sem hún hafði orðið að spara við sig í mat, höfðu valdið því. í silfurljósi tunglsins var herbergið henn- ar næstum því fallegt, þótt það væri mjög svo óvenjulegt í dagsbirtunni. Aníta var viss um, að slík herbergi fyndust miljónum saman í landinu. I trjágarðinum, sem var andspænis mat- söluhúsinu, sást maður koma milli trjánna, og ganga yfir götuna. En Aníta tók ekki eftir því. Hún hafði lagt kodda í gluggakistuna og loks hafði hún lagt höfuðið á hann til að hvíla sig. Hún hugsaði um Calgary og um Frank og Mörtu, föðursystur sína, og íhugaði hvort það mundi verða nauðsynlegt fyrir sig að fara heim til þeirra aftur. Henni hrylti við að hugsa til þess — hvern einasta dag yrði henni núið því um nasir, að hún væri að éta náðarbrauð hjá þeim Þungt fótatak í stiganum kom henni til að hrökkva við. Hún reis upp, sneri upp í lamp- anum og stóð og hlustaði. Hún heyrði í næsta herbergi að yfirhöfn var fleygt yfir í vegginn, og hatti í aðra áttina, og að síðustu vai auðheyrt að Jim Lansing lét failast þunglega niður á rúmstokkinn og svo varð hljótt þar inni. Aníta herti upp hugann eins mikið og henni var auðið. Hún gekk út í göngin og barði að dyrum hjá honum. “Kom inn!” drundi hann hásum rómi. Aníta gekk inn. Þarna sat Jim Lansing eins og ímynd vandræða og rauna, og bölvaði heimsku sinni, að láta fara svona með sig. En Aníta varð svo glöð yfir að hafa getað hjálpað honum, að henni var sama hvað reiður hann yrði. Jim Lansing var forviða að sjá ungu stúlk- una koma inn til sín um þetta leyti nætur. Aníta reyndi að gera róm sinn eins fastan og auðið var, er hún spurði hvort hann hefði tapað nokkru þá um kvöldið. “Mist nokkuð? Eg hefi mist aleigu-------” Hann þagnaði og horfði tortryggnislega á hana. “Heyrið mér — þér reynduð að vara mig við. Vitið þið nokkuð um þetta mál? Hvað er sam- band yðar við það?” “Spyrjið mig ekkert um þetta, Mr. Lansing gerið það fyrir mig,” sagði Aníta. “En komið heldur út með mér.” “Koma út með yður núna? Og til hvers væri það svo sem?” “Gerið þetta fyrir — mig — það er yður sjálfum fyrir bestu,’ ’sagði Aníta áköf. Hún hlaut að hafa sannfært hann um, að hún vissi eitthvað um tap hans, og að hún var vinur hans. Hann tók upp kápu og hatt af gólf- inu. “Jæja þá,” sagði hann rösklega. Aníta fór með hann út í göngin og niður stigann og svo út á götuna. Úti á gangstéttinni stansaði hann, greip í öxl hennar og leit framan í hana og sagði: “Heyrið nú til, Miss Sharon. — Hvað á þetta að þýða?” Aníta leiddi hjá sér að svara. “Segið mér heldur hvað kom fyrir yður þegar þér voruð ásamt Phyllis Barnes og mann- inum, sem með henni var, eftir að þér fóruð af dansinum,” sagði hún. “Þau rændu mig, svínin þau arna!” sagði Jim. “Fóru með mig þangað, sem þorparinn átti heima, og gáfu mér eitthvert deyfilyf í öl- glasi, og rændu svo frá mér hverjum einasta skildingi, sem eg hafði! Eg vissi að það var einhver óiþverri í ölinu, því að eg gat tæplega dregist heim eftir að eg raknaði úr rotinu. Nú get eg ekki keypt flugvélina og ekki get eg held- ur komist heim, nema að síma eftir peningum til félaga minna.” Hjarta Anítu dansaði af gleði. Nú gat hann séð hvernig Phyllis var! Nú gat hann sjálfsagt séð, að þetta var með ráðum gert. “En nú langar mig helst til að fá svar við minni spurningu áður en eg’fer lengra — hvert ætlið þér að fara með mig?” “Þarna yfir um,” svaraði Aníta. Hún fór með hann yfir götuna og inn í trjágarðnin. Hún stansaði við bekk, sem stóð undir háu meibel- tré. “Héma er það,” hvíslaði hún. Hún steig upp á bekkinn, og þegar hún tylti sér á tá gat. hún seilst upp í holu, sem var í trjábolnum. Þaðan dró hún út eitthvað dökt og rétti honum. “Hérna er nú vasabókin yðar, Jim Lans- ing,” sagði hún. “Hvað?” “Vasabókin yðar,” endurtók Aníta. “Teljið það sem í henni er ef yður langar til.” Jiim tók við henni hægt og seint eins og hann væri í draumi. “Já, víst er það hún. Hvar, hvenær náðuð þér i hana?” spurði hann vandræðalega. “Eg sá að Phyllis Barnes og félagi hennar sátu um yður í kvöld, og vissi að það voru peningarnir yðar, sem þau ætiuðu sér að ná í. Þér eruð ókunnugur hér í sveit, svo þér þekkið hana ekki, en það geri eg. Þér vilduð ekki hlusta á mig, þegar eg reyndi að aðvara yður og þessvegna — þessvegna varð eg að grípa til minna ráða. Það gerði eg þegar við dönsuðum saman og lentum inn í dimmasta hornið á stof- unni. Þá tók eg vasaibókina yðar svo að Phyllis næði henni ekki. “Þér! Ætlið þér að segja mér að þér hafið tekið bókina úr vasa mínum?” Jim Lansing átti bágt með að trúa því, að svona ung stúlka hefði rænt sig. Aníta vissi ekki hvernig þetta mundi fara. Hún vissi bara að karlmönnunum fellur illa, að láta sýna sér það með óyggjandi rökum, að þeir geti ekki séð um sig sjálfir. En Jim gat kanske séð þetta eins og það var, og verið henni þakk- látur fyrir hjálpina. “En hversvegna földuð þér peningana hérna. Því geymduð þér þá ekki í herberginu yðar?” spurði hann. “Eg var svo dauðhrædd, sjáið þér. Eg hélt að þetta væru bara tvö til þrjú hundruð dalir eða eitthvað um það, en þegar eg taldi pening- ana, og sá að það voru ellefu þúsund! “Hann kærir mig kanske og sendir eftir lögreglunni,” hugsaði eg, og ef þeir finna svo peningana hjá mér, þá, þá befði ekki þýtt neitt fyrir mig að segja að eg ætlaði að skila þeim aftur. Eg mundi hafa verið sett í fangelsi án frekari umsvifa. Þessvegna faldi eg vasabóknia í þessu tré, þang- að til þér komuð heim. Skiljið þér nú þetta Jim?” “Já—jahá, eg skil það alt saman,” sagði hann lágt. “Og þér eruð ekki reiður mér?” “Reiður við yður?” Jim starði á hana for- viða. “Nei þér hafið bjargað þessu öllu við fyrir mig! Þessi kvikindi gáfu mér ólyfjan og hefu rænt mig hverju einasta centi, sem eg átti, ef þér hefðuð ekki stemt stigu fyrir því! Ef þér vissuð bara hvers virði þetta er fyrir mig! Það eru >ekki þessi fáu lítilsverðu þúsund — þetta þýðir miljónir!” “Miljónir?” Aníta íhugaði hvað hann gæti átt við með þessu. En nú opnaði Jim vasa- bókina og tók út tíu seðla. “Lítið á, þér hefðuð vel getað notað þessi ellefu þúsund dali, vinnulaus eins og þér eruð — en samt hafið þér skilað mér öllu saman! Hérna, segi eg, takið þetta!” Hann þrýsti pen- ingunum í hendi hennar. Aníta leit á féð. Þetta voru ekki fimm dala seðlar — ekki voru það heldur tíu dala seðlar — heldur hundrað dala seðlar! Jim Lansing var | vissulega ekki smásálarlegur! En hún hefði kanske getað þegið þetta frá einhverjum öðr- um, eins og tvö hundruð dali — en ekki frá Jim. “Nei, eg vil ekki taka neitt. Þetta var bara greiði, sem maður gerir vini sínum,” hvíslaði hún. “Takið við þeim, segi eg!” sagði Jim hrana- lega. En Araíta lét seðlana aftur í vasabókina. “Eg teki ekki eitt einasta cent,” svaraði hún ákveðin. “Takið viðþeim, segi eg!” endurtók Jim, og einhvernveginn fór það svo að hendur þeirra mættust, og Jim tók þétt um hendur hennar. Hann þrýsti þeim svo fast að hana verkjaði í þær, en Aníta hirti ekkert um það, tók varla eftir því. Jim stóð þar og horfði á hana án þess að mæla orð. Tunglsljósið féll í gegn um limið yfir höfuð hennar. “Þér heitið Aníta, er ekki svo?” spurði þann. Eg veit það svo sem, eg spurði einn ná- ungann um það. Eg hefi verið að óska mér þess alla vikuna, að kynnast yður, mig langaði svo mjög til að fá yður til að koma út með mér eitt- hvert kvöldið, en mér fanst þér vera eitthvað svo stórlát. Mér líst betur á yður en nokkra hinna.” Jim Lansing var svo hreinskilinn að Aníta varð það líka. “Mér líst líka vel á yður Jim,” sagði bún. “Er það svo?” spurði hann ákafur. “Mikið eða svolítið? Segið að yður lítist mjög vel á mig.” “Mjög vel.” Játning hennar hafði óvæntan árangur. Furðulegan árangur. Jim þrýsti henni ákaft að brjósti sér og áður en Aníta gat aftrað því — ef hún annars hefði viljað aftra því — hafði hann sveigt höfuð hennar aftur á bak og kyst hana. “Þú ert sannarlegur gullmoli, stúlka mín! Og þér líst vel á mig — og eg hefi ranglað í heila viku og reynt að herða upp hugann til að hjóða þér út með mér 'eitthvert kveldið!” sagði Jim og stóð á öndinni. Nú reyndi Araíta að hrinda honum frá sér. “Nei, Jim, þetta máttu ekki!” hvíslaði hún, en þessar tilraunir hennar voru ekki gerðar af alhuga. Hún fann hversu Jim var tröllaukinn, og hún gat ekki losnað. Og hún var slíkur ein- stæðingur — þau voru bæði einstæðingar — og tunglið skein niður í gegnum laufið á höfuð þeirra. “Hárið þitt er svo fallegt — þú ert sjálf svo falleg,” hvíslaði hann og kysti hana aftur og aftur. Araíta reyndi ekki framar að slíta sig lausa. —- Jim var hvort sem var maðurinn, sem hana hafði dreymt um. Hún reyndi ekki framar að skrökva að sjálfri sér. Henni hafði dögum saman litist vel á Jim Lansing, og nú---- “Þú dansar talsvert miklu betur núna, en þú gerðir fyrir viku síðan,” sagði Aníta, þegar Jim leiddi hana frá dansinum að borðinu í saln- um. Jim var mjög hreykinn yfir lofinu. “Já, það er ekki að furða, með jafn góða kenslukona og eg hefi haft, og eins góðri ástund- un á svona mörgum tímum,” svaraði hann bros • andi. “Eg held við höfum ekki gert annað en dansa síðan síðasta laugardag!” Aníta kinkaði kolli. Þessi síðasta vika hafði verið eins og í draumi. Var það ekki meira en vika síðan þau höfðu kynst? Henni fanst eins og hún hefði þekt hann alla æfi. Hvað sem því leið, þá var það Jim, sem hún óafvitandi hafði verið að leita að alla æfi. Hann, hinn heiðsvali norðanvindur, hafði nú streymt yfir alt, sem snerti tilveru hennar á liðinni æfi og ruglað alt. Hann þurfti ekki nema að blístra kunnuglega, þegar hann kom heim úr flugskólanum, og þá fór titringur um hana. Og þegar þau voru úti að ganga sér til skemtunar varð það að æfin- týri, og þegar hann bauð henni góða nótt með kossi, var það nægilegt til að veita þeijn glaða drauma langt fram eftir nóttinni. Það bar við skynsemin ávarpaði hana, og varaði hana við að sleppa sér ekki alveg. Hún gat ekki treyst því til fullnustu, að Jim elskaði hana, og það gátu orðið sár vorabrigði fyrir hana, ef leiðir þeirra skildust fyrir fult og alt. Aníta barðist eins vel og hún gat móti áhrifum ástar sinnar á huga sinn, og til þess að binda sig við Edmonton, hafði hún eftir feykilega fyrirhöfn getað náð sér í vinnu á skrifstofu einni. En þessi aðvarandi rödd varð einkennilega dauf í samræðunum við hina blindu ást, sem hún bar til Jims. Hún vissi ekki mikið meira um æfi hans nú, en hún hafði vitað fyrir viku síðan, því að Jim var ekki þannig gerður að hann talaði mikið um sjálfan sig. En samt hafði hann sagt henni talsvert meira, en hann hafði sagt nokkrum öðr- um í matsöluhúsi Rósu gömlu. Hann hafði lifað úti í óbygðum norðurlandsins í fimm ár, verið veiðimaður og gullleitarmaður. Á sumr- um þvoði hann sér gull úr sandinum í dal- skorum fjallanna norður við heimskautabaug- inn, og á veturna veiddi hann úlfa á hinum miklu tundrum norður við Ishafið. Þessar veið ar gáfu honum sex til níu þúsund dali í aðra hönd. Á því lifði hann alt árið og fyrir afgang- inn fékk hann sér öll áhöld, sem hann þurfti til gullleitarinnar á sumrum. Þetta hafði hann sagt henni frá á sinn venjulega og einfalda hátt, en samt fanst Anítu að hann leyndi einhverju. Hversvegna var hann til dæmis að láta alt sitt fé fyrir flugvél, og sækjast svp mjög eftir henni, að hann galt jafn- vel sinn síðasta skilding fyrir hana? Þennan dag kom Diomede flugvélin hans frá Winnipeg- Það var flugbátur, og með öllum útbúningi hafði flugvélin kostað hann yfir tíu þúsund dali. Af orðum sem hann hafði látið sér am munn fara, réði hún, að þessi flugvél yrði eigi notuð til gullleitar né úlfaveiða. Hvað sem hann ætlaði að gera með þessa flugvél var leyndarmál hans og hann gætti þess vel. Við þetta bættust orðin, sem hann hafð* sagt í ógáti í trjágarðinum um ellefu þúsundim og að missir þeirra þýddi miljóna tap fyrir sig- Hvaða leyndardómur var hulinn bak við þetta? Því hún var alveg viss um, að Jim hafði talað i fullri alvöru. Hann hefði ekki verið að gorta neitt. Hann var enginn gortari. En þótt Aníta vissi að þetta var mjög þýð' ingarmikið atriði, vildi hún ekki forvitnast neitt um það. Hún gat móðgað hann með þv1, Og auk þess var þetta hverfandi saman borið við þá spurningu, hvort að hann elskaði hana eða ekki. Þetta var síðasta kvöldið, sem ÞaU voru að samvistum, því að snemma næsta dag ætlaði hann að leggja af stað norður. Dansinn hætti. Jim og Aníta tróðu ser gegnum fólksþyrpinguna, sem hélt að borðinu til að fá sér hressingu, og nú voru þau fynr framan grindurnar í kringum hljómsveitai-' pallinn. Aníta leit á Jim. Með einu augoa tliliti sá hún hina þróttmiklu andlitsdræt^ hans, og spurði sig að því, hvort hún þvdd' nokkuð meira fyrir hann en kunningi, sen? menn hitta og kveðja án þess að hugsa um Þa nánar. Hún fékk sting í hjartað. Mundi haIin fara án hennar? Átti hún að missa hann nú aldrei framar fá að sjá hann? Því í ósköpun um var hann svona blindur?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.