Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.02.1946, Blaðsíða 1
—--------------------- We lecommend íor your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ---------------------* IWe recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" % CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ----——---— LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. FEBRÚAR 1946 NÚMER 20. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Til Gísla Jónssonar (70 ára) Að rifa aldrei seglin í sjötíu ár en sigla þó ekki í kaf, er örfáum gefið,---en einstaka þó, — við útróðra um mannlífsþis haf. En þú hefir, vinur, í vindinn oft beitt með viti og framsýni og þrótt, og flaustur-laus höndin þín fleyinu barg, þó framundan biði þín nótt. Og skipverjar þínir nú skilja það best að skeið þín er örugg og góð. Þeir hræðast ei lengur að sigla þinn sjó, — en syngja nú farmannsins ljóð. — Því vit þitt og tækni og vinátta og þrek þeim vísar á ónumin lönd. Við dáum þig vinur, og drengskapinn þinn °g dygðir. — og réttum þér hönd. — Páll S. Pálsson Gestir frá íslandi Ingólfur Gíslason læknir oddný yigfúsdóttir Á þjóðræknisþinginu, sem hefst 25. febrúar í G. T. hús- inu í Winnipeg, verða tveir gestir frá Islandi. Eru þeir Ingólfur Gíslason læknir síðast í Borgarnesi og frú hans, Oddný Vigfúsdóttir. Dr. Gíslason flytur aðalræðuna á Fróns- mótinu. Læknishjónin hafa dvalið í Washington síðan fyiir jól í heimsókn hjá dóttur sinni, frú Ágústu Thors. Þeirra er von til Winnipeg í lok næstu viku. Hús fyrir Frakkland Tíu þúsund hús eru nú í smíð- um í Quebec, sem send eru jafn- óðum og fullgerð eru, til Frakk- lands. Húsasmíðar eru nú víða á verkstæðum reknar og hlutar þsirra sendir ósamsettir hvert sem vera skal. Þarf þá ekki nema að negla þá saman, sem ekki er lengi gert, þegar þeir koma. — bannig er með þessi hús í Que- bec. Stærð Quebec-húsanna er 24 fet bæði á vídd og lengd. I þeim eru 2 svefnherbergi, eldhús og borðstofa til saman, setustofa, baðherbergi og viðargeymslu kompa. Húsin eru ofur einföld °g ekki með miklum útbúnaði, en þykja nógu góð fyrir hið ttúlda lofslag á Frakklandi. Hér 'eru þau sögð lítt hæf vegna óreytilegrar veðráttu og mikilla kulda. Húsin eru sögð kosta alls um 18 miljón dali. Um 350 manns hefir atvinnu af þessu næstu ár- in. Á dag eru smíðuð 20 hús, þrátt fyrir að oft skortir efni. Ef þurð v®ri ekki á efni, mætti smíða 30 hús á dag. Það er margt furðulegt í fari C^nada þjóðar og þetta ekki sízt, eins og á stendur hér með hús- næði. ÍSIenzkur rafyrkju- fræðingur Einn þierra Islendinga, sem L1 vegs og álits hafa rutt sér þ^aut í þessu landi, heitir Eyjólf- Ur Sæberg Björnsson. Hann á þeima í Denver, Colorado í ^andaríkjunum og er starfsmað- Ur United States Bureau of Re- elamation, sem er voldugasta fé- lag sinnar tegundar í heimi. — ^íðast liðin 12 ár, hefir hann I •^ðstoðað við að leggja út fyrir- ^omulag rafyrkju á stórfengleg- UlU orkuverum, svo sem Boulder Grand Coulee, Shasta og Ueirum þessháttar fyrirtækjum. | Áður en Eyjólfur tók við starfi Suiu hjá United States Bureau °1 Reclamation, vann hann hjá ^fvirkjunarfélögum í Pittsburg, etroit og Baltimore. Eyjólfur er fæddur í Reyðar- firði á íslandi, en hafði notið ^nslu við Chalmers Tekniska ^gskóla í Gotheniburg, Svílþjóð lokið námi í rafyrkjufræðum Strelitz Polytechnic Insti- ul® í Mecklenburg í Þýzkalandi. KOMINN HEIM E-O. Eric H. Bergman NELSJOHNSON dómsmálaráðherra Norður-Da- kota-ríkis, flytur ræðu á sam- komu Icelandic Canadian Club, í Fyrstu lútersku kirkju, mánu- dagskvöldið 25. febr. Árið 1924 kom hann til Winni-1 peg, en fór þaðan til Bandaríkj-1 anna og gerðist þar borgari. Mr. Björnsson er giftur ís-1 lenzkri konu er Louise heitir, en um ætt hennar er þeim er þetta ritar ekki kunnugt. — Þau eiga einn son, nú 14 ára. Móðir Eyjólfs, Sæbjörg Bóasdóttir og systir Rósa Björnsdóttir, eru báðar á íslandi og eiga heima í Reykjavík. Á skrifstofu þessa félags, er tilhögun gerir á rafvirkjun fyrir stærstu fyrirtæki Bandaríkj- anna, er oss sagt, að tillögur Björnssons, séu ávalt mikils- metnar og það eitt þykir oft ráð- legast, er hann haldi fram. $600 fyrir þjóðsöng Russell T. Kelley heitir mað- ur. Hann er heilbrigðismálaráð- gjafi í Ontario-fylki. Fyrir nokkru hét hann hverjum þeim, er beztan þjóðsöng gæti ort fyr- ir Canada 500 dölum. Hefir nú verið við þetta bætt 100 dölum, svo hver sem samkepnina vinn- ur, fær að launum 600 dali. Reglur eru engar settar fyrir því, hvernig þjóðsöngurinn skuli vera. En Mr. Kelley minnist þó á, að “Canada” og “guð”, ættu að vera þar, en forðast sétti helzt að minnast á stríð. iÞetta er ekki boðið af stjórn landsins, svo um það, hvort hún samþykki kvæðið, sem þjóðsöng, er óvíst. En það er þó ætlast til að kvæðið eigi við þjóðina og iandið í heild sinni og því verði rudd braut sem þjóðsöng, ef það er talið þess vert, af bókmenta- frömuðum Canada. Samkepni þessari lýljur 31. marz á þessu ári. Sólblettirnir iSpár vísindamanna um ár- ferði á næstkomandi nokkrum árum, eru ekki neitt hughreyst- andi. Kaldir og langir vetrar, stutt sumur, rýr uppskera, skapbrest- ir hjá mönnum og tíðir hjóna- skilnaðir, skæðar kvefsóttir o. fl., alt á þetta að dynja yfir mann- kynið á næstu fjórum árum og ekki linna til fullnustu fyr en| 1955, þó árið 1949 eigi hjólið að byrja að snúast við okkur til mílur út frá yfirborði sólar og draga úr áhrifum hennar á jarð- lífið. Truflanir á útvarpi, geislum og rafsegulafli eiga að fylgja þessu. Vísindamennirnir benda á söguna máli sínu til sönnunar. “Flúin” svo nefnda 1918 átti að stafa af þessu fyrirbrigði — sól- blettunum, eða hvirfilbyljunum á yfirborði sólarinnar, eins og þeir kalla það. Spárnar minna í fám orðum sagt á tímana þegar kveðið var: Hart er í heimi — o. s. frv. UNITARIAN SERVICE COMMITTEE OF CANADA 1 haust sem leið, vegna hins mikla líknarstarfs í Evrópu sem þörf er á, var stofnuð deild í Can- ada af þeirri stofnun, sem hefir unnið öll friðarárin til að hjálpa nauðstöddu fólki í Evrópu, fólki sem skortir allar lífsnauðsynjar. Nú er þörfni meiri, og svæðið margsinnis stærra sem þörf er að starfa á, og þessvegna þörf á allri þeirri hjálp og aðstoð sem hægt er að veita. Þess vegna var deildin stofnuð í Canada til að taka undir með aðal deildinni og öllum öðrum stofnunum, sem eru að vinna að sama takmarki. Nýlega kom til Winnipeg dr. Lotta Hitschmanova, sem er for- maður Canada-deildarinnar, og að tala við guðsþjónustu Sam- bandssafnaðar og seinna við kvenfélög Sambandssafnaðar. — Einnig flutti hún erindi í útvarp- ið hér um líknarstarfsemina sem verið er að vinna, og vakti mikla athygli. Hún fór héðan vestur á strönd, og kemur við í Saskatoon, Calgary og Edmonton á leiðinni. Aftur kemur hún til Winnpeg í byrjun marz. I Canada nefndinni eru nokkr- ir háttsettir menn og konur svo sem Senator Cairine R. Wilson, sem er heiðursforseti. Heiðursfé- lagar eru H. E. Count de Haute- clocque, sendiherra Frakklands til Canada; Dr. F. Pavlasek, sendiherra Tékkóslóvakíu til Canada, og fleiri. Deildir hafa verið stofnaðar í Montreal, Ot- tawa, Toronto, Winnipeg og Vancouver. í Canada hefir deildinni verið veitt fult stjórnarleyfi til að leita samskota og styrks til al- mennings, undir merki Unitar- ian Service Committee of Can- ada, og er þessvegna ein af mjög fáum stofnunum sem hafa þetta leyfi og sem má leita víðar en til sinna eigin meðlima. I Banda- ríkjunum hefir stofnunin þar fengið beina fjárvietingu frá stjórninni og unnið í umboði hennar meðal bágstaddra. Einn- ig hafa margar aðrar stofnanir lagt peninga og vörur inn hjá Unitarian Service Committee til notkunar í þeirri starfsemi sern nefndin vinnur. Og hún úthlut- ar alt sem hún fær inn, til þurf- andi fólks, án tillits til þjóðar, hörundlsits eða trúar þeirra, sem P o Eric H. Begrman, Winni-! he^’ 6r fyrir skömmu kominn 'beiUa. ' j istlm hernum. Hann innritað-j Hrakspár þessar, þó rangt sé ^ * Uugherinn 1942 og hefir kanske, að kalla þær því nafni,' heest verið við “navigation” í eiga allar að stafa af miklum sól- j ávarpaði nokkra félagsskapi hér, ruum. Hann er sonur Hjálm- blettum. En þeir stafa af umróti svo sem United Nations Society. hs dórnara Bergmans og konu á yfirborði sólar. Myndast af því ( Canadian Women’s Club, Uni- us í Winnipeg. mekkir, sem ná alt að 10 miljón versity Women’s Club, auk þess S JÖTUGSAFMÆLI Gísli Jónsson Síðastliðinn laugardag átti Gísli Jónsson ritstjóri og skáld sjötugsafmæli, og í tilefni af því heimsótti hann og þau hjónin þá um kvöldið, allmargt vina og samferðamanna, er skemtu sér hið bezta á hinu vingjarnlega heimili þeirra að 906 Banning St. Gísli er austfirskur að ætt, fæddur á Háreksstöðum í Jökul- dalsheiði, sonur Jóns Benjamíns- sonar og fyrri konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu. Gísli var ungur, er hann einsetti sér að afla sér nokkurrar ment- unar, og þessvegna lagði hann leið sína, eins og margir aðrir framsæknir, ungir mann til Gagnfræðaskólans á Möðru- völlum, og lauk þar eftir tveggja ára nám prófi með hinum ágæt- asta vitnisburði; því næst lagði Gísli stund á ptentiðn á Ákureyri og fékk sveinsbréf í þeirri grein; hann kom vestur um haf 1903, og hefir að mestu jafnan síðan verið forstjóri við prentsmiðju þá, er Great-West lífsábyrgðarfélagið starfrækir hér í borginni; hann hefir gefið út allstóra bók frum- saminna ljóða, er “Farfuglar” nefnist, en í síðastliðin sex ár haft með höndum við ágætan og vaxandi orðstír ritstjórn Tíma- rits Þjóðræknisfélagsins; meðan Gísli var upp á sitt bezta að aldri til mun hann vafalaust hafa ver- ið einn allra áhrifamesti tenór- söngvari með Islendingum. Gísli er kvæntur mikilhæfri ágætis- konu, Guðrúnu H. Finnsdóttur frá Geirólfsstæðum í Skriðdal; stendur hún í fremstu röð ís- lenzkra smásagnahöfunda; hún er höfundur að smásagnabókinni “Hillingalönd”, sem átt hefir al- mennum vinsældum að fagna. Þau Gísli og Guðrún eiga f jög- ur glæsileg börn á lífi, sem öll hafa notið háskólamentunar, og eru þau þessi: Helgi, prófessor í jarðfræði við Ruthger College, New Jersey; frú Bergþóa Rob- son í Montreal, frú Gyða Hurst og frú Ragna St. John, báðar í Winnipeg; þau mistu eina stúlku á barnsaldri, Unni að nafni, hið yndislegasta barn. Gísli á tvo albræður á lífi, Isak byggingarmeistara í Seattle, Was., og Gunnar bónda að Foss- völlum í Jökulsárhlíð; hálfsyst- kini hans af seinna hjónabandi Jóns Benjamínssonar, eru Einar Páll Jónsson ritstjóri, séra Sig- urjón, prestur á Kirkjubæ í Hró- arstungu, og frú Anna María Straumfjörð, búsett í Seattle. verið er að hjálpa. Þannig hefir hún hlotið fulla viðurkenningu stjórnarinnar og margra kirkju- deilda og einstaklinga. í raun og veru kemur mikill meiri hlut- inn af fjárstyrknum, sem notað- ur er í þessari líknarstarfsemi, Framh. á 8. bls. Nú víkur sögunni að áminstri heimsókn til afmælisbarnsins, sem vcrið var að heiðra. Einar P. Jónsson hafði orð fyrir að- komumönnum og skýrði í fáum orðum tilgang heimsóknarinn- ar, jafnframt því, sem hann af- henti afmælisbarninu fagra bók að gjöf frá ættingjum og vinum, “Lýðveldishátíðin 1944”, er telj- ast má vafalaust til þeirra vönd- uðustu og fegurstu bóka, sem gefnar hafa verið út á Islandi. Frú Ingibjörg tengdasystir af- mælisbarnsins, afhenti frú Guð- rúnu með viðeigandi orðum tylft hinna fegurstu rósa. Til máls tóku, auk þeirra, sem nú hafa nefnd verið, Mr. As- mundur P. Jóhannssno, Dr. Sig- urður Júlíus Jóhannesson, Mr. B. E. Johnson, Mr. S. B. Stefáns son og þau Mr. og Mrs. J. B. Skaptason, og báru allar ræðurn- ar því fagurt vitni, hve almennra vinsælda Gísli Jónsson nýtur. Heiðursgesturinn og frú hans þökkuðu með hlýjum og fögrum orðum þá góðvild, er heimsóknin bæri vott um, og kváðust hennar langminnug verða; mikið var í samkvæmi þessu um söng undi” forusut Gunnars Erlendssonar; veitingar voru fjölbreyttar og ríkmannlegar. Gísli Jónsson hefir tekið mik- inn þátt í íslenzkum þjóðrækn- ismálum; auk ritstjórnar Tíma- xitsins var hann í mörg ár skrif- ari Þjóðræknisfélagsins og vara- forseti þess um hríð. I tilefni af sjötugsafmæli Gísla orti Páll S. Pálsson skáld, þær fellgu vísur, sem línum þessum verða samfara. Hamingjuóskaskeyti bárust heiðursgestinum frá bræðrum sínum á íslandi, þeim séra Sig- urjóni og Gunnari; ennfremur frá systur sinni Önnu Maríu og manni hennar, Jóhanni Straum- fjörð, bróður sínum, ísak og frú Jakobínu; svo og frá dr. Richaxd Beck, Guttormi J. Guttormssyni, Dr. J. P. Pálssyni, dr. Stefáni Einarssyni, og ritstjóra Heims- kringlu, Stefáni Einarssyni, er eigi gat verið viðstaddur vegna veikinda í fjölskyldunni, og síð- ast en ekki sízt, frá fjarverandi börnum, þeim Helga prófessor og frú Bergþóru Robson. Dætur heiðursgestsins, þær Gyðja og Ragna, voru báðar viðstaddar í afmælissamkvæminu. — Eg held að allir hafi haldið til híbýla sinna, er mannfagnaði þessum sleit með það á vitund, að á þess - ari jörð sé fátt jafn glatt og góðra vina fundur. E. P. J. Gnr. W. F. Duncan Úr stríðinu kom heim s. 1. viku Gnr. William Finnur Duncan frá Antler, Sask. Hann hefir verið handan við haf frá því 1941 og var um tíma á Italíu. Hann er sonur Mr. og Mrs. John P. Dun- can í Antler, Sask. Mrs. Duncan er Anna, dóttir Mr. og Mrs. Finn- ur Johnson, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.