Heimskringla - 06.03.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.03.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. MARZ 1946 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA finst mér það nokkur vorkun þótt ungur kennimaður vilji heldur eiga heima í vakandi og starfandi kirkjulífi en hálf sof- andi; þótt endrum og sinnum sé þar máske 13180 upp úr svefni um jötuna í Bethlehem. Eg minnist þess sem hinn glæsilegi kirkjuhöfðingi John R. Mott sagði einu sinni — og var hann þó enginn glamrari. “I sumum kirkjum er slíkt lognmolluloft að jafnvel englarnir myndu falla þar í svefn um miðja messu.” Annars vildi eg, í þessu sam- bandi benda kunningja mínum á fyrirlestur þann eftir séra Jón er hann nefnir “Apologia Pro vita sua”. Lesi hann hann mun hann fljótlega komast að raun um, að séra Jón kunni engu bet- ur vig sig en Páll í svefnhöfga hins íslenzka kirkjulífs. Mætti eg ennfremur benda öldungnum á að þótt það sé náttúrlega gróf- lega skemtilegt að gefa náungan- um andleg olnbogaskot er samt sem áður bezt að fara varlega svo menn lendi ekki í rifrildi við sinn sálusorgara. Jæja, þetta er nú að mestu leyti röfl, hingað til hjá okkur báðum, en það sem á eftir fer hefir drjúgum meiri þýðingu. — Páll er valmenni — það kemur okkur saman um. Jón fullyrðir að úr því Páll var slíkur maður geti þau trúarbrögð, er hann til- einkar sér, ekki verið ófögur, og svo kvartar hann um að sér sé ekki um mitt hjal um úreltar kreddur og kenningar — mér kemur það ekkert á óvart! Jæja Jón, gæti okkur samt sem áður ekki komið samna um að úreltar kreddur og kenningar séu þó til t. d. í kaþólsku kirkjunni, því að sumu leyti ert þú sjálfsagt ekki kaþólskur. Því verður sem áður aldrei neitað, með rökum, að ágætir menn og konur hafa stundum verið kaþólskrar trúar — já, sumir þeirra ramm ka- þólskir. Sama gildir um heið- ingjana. Sumir mestu gæðingar veraldar hafa verið heiðingjar svo sem Socrates, Plato, Marcus Aurelian og margir fleiri. Samt myndum við ekki hika við að segja, að ýmislegt í trúarbrögð- um þeirra hafi verið ófagurt. — Margt skapar manninn og margt fleira en trúarbrögðin verður að taka til greina svo sem innrætið, uppeldisáhrif, sjálfsþjálfun, þjóðmenningu og hugsjónalíf. Ef dæma skyldi trúarbrögðin ein- ungis eftir framkomu játenda þeirra yrði útkoman stundum sízt kirkjunni í vil. Satt að segja er naumast hægt að gera hinum ýmsu kirkjudeildum meiri vansa en eigna þeim framferði og inn- ræti sumra meðlima sinna. Ann- ars getur Jón Bíldfell gengið úr skugga um hvert séra Jón hafi álitið sumt í trúarbrögðum Mis- souri-synodunnar fagurt eða ó- fagurt, með því að lesa “Nauð- synlega hugvekju” eftir séra Jón og reyndar fleiri. Þá kemur að því, sem eg hefi sjálfur að segja um séra Jón Bjamason og athugasemdir Jóns Bíldfells um það efni. Fyrst af« öllu met eg mikils að aldavinur og flokksbróðir séra Jóns skuli þó viðurkenna að mér farist að mestu drengilega í þeirri um- sögn. Frá manni jafn flokks- bundnum sem Jóni Bíldfell er þetta heil mikil viðurkenning — og eg er ekki svo blindaður af of- drambi að eg taki ekkert mark á því sem aðrir segja. Þessi við- urkenning kemur mér til að halda að mér hafi nokkurnvegin tekist að mæla drengilega um góðan dreng, en þannig vildi eg helzt af öllu um þá ræða. Nokkrar athugasemdir gerir greinar höfundur samt við dóma mína á nafna sínum og fornvini. Honum finst það óréttlátt að segja, að andlegri sjón þessa kirkjuhöfðingja hafi verið beint allri aftur í tímann. Getur líka verið að hér sé of sterklega að orði kveðið og orðið “allri” eigi Wér ekki alskostar við. En samt sem áður get eg nú ekki, sann- færingar minnar vegna, tekið það aftur, að hann hafi verið heima í fornöldinni, metið hana meira, sótt langtum framar ráð til hennar en sinnar samtíðar. Þetta þarf ekki að skiljast svo hann hafi þar með verið útilok- aður frá öllum skilningi á samtíð sinni eða framsýni — síður en svo. Þekking manna á fortíðinni gefur manni ávalt nokkurn skilning á samtíðinni og auðveld- ar manni rökrænar ágiskanir um framvindu margra mála. Mun eg síðar að því víkja, að séra Jón hafi verið býsna framsýnn stund- um. En útsjón hans var samt sem áður nokkuð einhliða ein- mitt af því að hann var svo mik- ill fornaldar maður. Nú skal leitast við að styðja þá staðhæfingu nokkrum stoð- um að hann hafi verið öðru fremur fornaldar maður. Hann er manna glöggskygnastur á bók- menta og menningar verðgildi hinna öldnu rita, svo fáir, að undanteknum nokkrum sér- fræðingum í þeirri grein standa honum bar fetinu framar. Alt öðru máli er að gegna um hinar nýrri bókmentir; um þær dæmir séra Jón oft af meiri óbilgirni en sannsýni. Nægir í því efni að minnast á ritdóma hans um Þor- stein Erlingsson, Guðmund á Sandi, Jón Trausta og enda fleiri. Það er eins og honum veiti afar erfiðlega að glöggva sig á nokkru góðu í samtíð sinni. Rétt þegar roða tók af hýrri framfaraöld á Fróni, sér hann þar ekkert nema andlegan, póli- tískan og efnalegan uppblástur. Honum er meinlega við vísindin og hæðir þau þráfaldlega í riti. Samt hefir þessi öld verið, að réttu, kölluð vísinda öldin og naumast hægt að segja að sá maður stigi í takt við samtíð sína. sem smáir það sem öldinni má helzt til vegsemdar virða. Hon- um fer sem flestum er stíga víxl- spor við menningar framvindu síns tímabils, að hann lendir stundum í háskalegri mótsögn við sjálfan sig. Þannig t. d. virð- ist hann trúa Fróðárundrunum alveg bókstaflega og öllum anda- fyrirbrigðum biblíunnar en for- dæmir nútíðar skoðanir, sem halda því fram að slík undur geti gerst. Það er ekki til neins að hrópa: “Eg sem þekti séra Jón”. Séra Jón átti það sameiginlegt við flest stórmenni, að menn annað- hvort voru ákvðenir meðhalds- menn hans eða ákveðnir and- stæðingar. Enda voru dómarnir um hann harla mismunandi: alt frá hinni ruddalegu og ósann- gjörnu umsögn Finns Jónssonar — nei, fyrirgefið það var ekki Fiflnur Jónsson í Winnipeg held- ur prófessorinn í Kaupmanna- höfn — til hinna lofsamlegu um- mæla annara eins ágætismanna qg Eiríks Briems og enda mót- stöðumanna hans í trúarefnum, svo sem Þórhalls biskups, og dr. Rögnváldar. Eg er samt ekki viss að orð mín eða þessi dæmi sannfæri minn heiðraða andmæl- ing, en þá getur hann Tiugleitt réttarfarsreglur engil-saxneskra þjóða, en meðal þeirra eru vitnis- burðir alúðar vina eða ákveðn- ustu mótstöðumanna, með eða móti sakaraðilja fyrir rétti, ekki álitnir jafn öruggir sem óvið- komandi manna. Þar með engan vegin sagt að menn fari vísvit- andi með rangt mál heldur sjá vinirnir vini sína í ofbirtu við- kvæmra endurminninga er hyl- ur alla galla og allar takmarkan- ir. Óvinveittir menn sjá and- stæðinga sína aftur á móti í móðu meinfýsninnar og sézt yfir kost- ina. Hvorugt gefur hlutræna mynd af manninum. Það er naumast hægt að gera minningu mætra vina meiri ógreiða en hefja þá upp í dýrðlinga sæti. Öfgarnir hefna sín hér sem endranær. Engin á meira hól skilið en hann verðskuldar og engin minna en hann hefir til unnið. Það er aldrei nema drengilegt að vilja verja mann- orð vina sinna; en undan réttlátu mati er ekki unt að mæla sig 1 sjálfan né aðra. Nú er að því komið, sem erfið- ast er að útskýra í fari dr. Jóns Bjarnasonar, þetta einkennilega fyrirbrigði, að gáfaður, sam- vizkusamur, og að minsta kosti talsvert lærður guðfræðingur. sker skoðanir sínar svo mjög í odda við guðfræðalegar, vís- j indalegar staðreyndir sinnar j samtíðar. Eg endurtek það, að( hér sé um vísindalega sannan- legar staðeyndir að eiga að því textarannsókn, sögulegan upp- runa ritninganna og samanburð- ar trúfræði er að ræða. Það er ósköp hægt um vík og segja að séra Jón hafi verið stöð- ugur í trúnni, t. d. í trú sinni á Krish Allir, sem nokkuð vita um trúardeilurnar hér, vita, að þær snertu aðeins að litlu leyti per- sónu Krists en voru að mestu um ritvissu biblíunnar, guðinnblást- ur, óskeikulleika ritninganna, gildi trúarjátninganna og rétt- mætt trúar aðhald í kirkjufélag- inu. Að mentaður guðfræðingur geti gengið framhjá öllum rann- sóknum og réttmætum niður- stöðum um þessi efni er blátt áfram ekki hægt nema um sé að ræða þekkingarsnauðann sjálfs- byrging og það er séra Jón ekki Margar af þeim niðurstöðum eru svo þungvægar að enginn sam- vizkusamur maður, sem á annað borð þekkir þær, getur annað en ályktað, að í þeim hljóti eitthvað satt að vera, og það viðurkennir séra Jón líka eins og enn mun sýnt verða. Eg tel nokkurnvegin áreiðanlegt að enginn mentaður guðfræðingur myndi nú halda uppi málsvörn fyrir sumar skoð- anir séra Jóns og væri þeim þó það skylt ef þeir álitu þær á rök- um bygðar. Að ætla honum svo geypilega skammsýni, að hann J vissi ekkert að hverju stefndi j virðist mér ekki ná nokkurri átt, I því séra Jón var ekkert flón. Hvað mótaði þá stefnu hans? 1 Eg held hann svari því einna bezt sjálfur í þessari athuga- 'semd um nýguðfræðisstefnu dr. Jóns Helgasonar. Um hana segir séra Jón á þessa leið: Þótt allar niðurstöður hans reyndust rétt- j ar gæti það samt verið rangt að fara með það mál eins og gert hefir verið. Hvað átti hann við? Það fyrst og fremst, sem séra Björn víkur að í Minningarritinu, að þær kynnu að hneyksla margan veik- an bróður. Mig grunar samt að fleira hafi þarna undir búið. Séra Jón grunaði að fyrir staðfestu- leysi almennings myndi frjáls- lyndis áhuginn fljótlega þverra nema þá helzt ef almenningur 1 gæti nokkurn vegin fylgst að í málunum. Hitt mun honum samt hafa verið ljóst, að móti aldastraumnum getur enginn einstaklingur til lengdar staðið, að því leyti vissi hann að mál- staður hans hvíldi á fremur ó- traustUm grundvelli. I því sam- bandi leyfi eg mér að segja frá dálitlu atviki. Ungur maður, sem hugsaði til prestsskapar í kirkjufélaginu, vék á fund séra Jóns og átti samræður við hann um trúmál. Kom þar að ungling- urinn lagði þessa spurningu fyr- ir öldunginn: — Er nauðsynlegt að skoða t. d. bölbænirnar í Dav- íðssálminn, Kronikurnar eða Konungsbækurnar álíka upp- byggjandi til guðræknis og jafn innblásnar sem t. a. m. Fjallræð- una? Dr. Jón spratt á fætur og gekk hratt um gólf, stundarkorn, sett- ist þar næst niður og svarar ofur- rólega: “Nei, nei, þannig megið þér ekki hugsa. Engum heilvita manni dettur nokkuð þvílíkt í hug. Þetta um bókstafs inn- blástur, játningar og því um líkí eru bara okkár útvígi en höndli þeir (vantrúuðu) þau eiga þeir hægra með að ná að hjarta- punkti trúarinnar. Allir óvinir sækja þar að sem vígin eru veik- ust.” Ber þetta nú ekki vott um að séra Jóni hafi fundist sumar tTR ÖLLUM ÁTTUM varnarstöðvar sínar fremur veik-1 ------ ar? j Alexanders hershöfðingja, sem Hinsvegar lá það í skapgerð skipaður hefir verið landstjóri í mannsins, að gefast ekki upp fyr (Canada, kvað von hingað um 4. en að fullreyndu. Þegar út á aPrit Jarlinn af Athlone, nú- hólminn var komið teygðist hann veran(ii landstjóri, er búist við 1 lengra frá sanngjörnum sjónar-ia® ^verfi bráðlega heim eftir að miðum en hounm var sjálfrátt. þi^gið í Ottawa kemur saman 14. Víkingslundin var sterk í hon- um og honum hætti við að gleyma sér í orustu móðnum, bersýnilega oftalar hann stundum. marz. Hollenzkur maður, sem verið sig ^ hefir fangi hjá Indonesingum, en j er nú frjáls, fullyrðir að Japanir berjist með fallbyssum og skrið- drekum með Indonesingum á móti Bretum. Japar segja Indo- nesingum að samvinna við sína , , , . , þjóð sé þúsund sinnum betri, en dæmalaust litla tru a domgremdi .* TT „ „ . . ö. „ i við Hollendinga. folksms. Hann segist meir að segja hafa fremur ótrú á prest- Eins og oftast vill verða um mannanna börn, voru nokkrar veilur í skapgerð og hugsana- gangi séra Jóns. Hann hafði um, svona yfirleitt, svo lengi sem hann hefir ekki reynt þá að góðu. (Apologia pro vita sua). Á einhverju hlaut sú vantrú að byggjast; en á hverju, kanske Jón Bíldfell, sem var nákunnug ur honum, gæti sagt okkur það? (Svo vill hann bygggja varnar- múr kennisetninganna utan um þessar ístöðulausu sálir þangað til þeim er trúandi fyrir sjálfum sér. Þetta mun hann hafa álitið kennimannlega skyldu sína og í því var hann efalaust alveg ein- lægur. __ Almennings er að dæma hvert eg hef stutt skoðanir mínar styrkum stoðum. Einu skal þó við bæta. í kirkjuþings fyrir- lestri þeim er séra Jón nefnir “Þrándur í Götu”, ræðir hann um kreddur og telur nýju guð- fræðina til þeirra, en segir svo, að flestar þessar kenningar hafi einhvern sannleika í sér fólgin, stundum mikinn sannleika. — Hann vill samt sem áður ekki þrengja þeim upp á menn heldur gefa þeim ráðrúm til að átta sig á gildi þeirra. í þessu atriði sá hann lengra en flestir fylgis- menn hans og sumir hinna. Gall- in var, að í ákafanum við að verja hin veiku vígin gleymdist honum þetta stundum og hætti við að vanmeta sannleiksgildi og lífsgildi nýguðfræðinnar og uni- tarismans. I þessu fráhvarfi dró hann einmitt þá sem hann ætl- aði að bjarga út í kviksyndi rök- þrotanna. Þegar hans misti við rnanm einum gáfust þeir fljótlega upp og Þa^ starf, er steinþögnuðu um innblástur og hver verið hafi. játningar. I munaðarleysi sínu hverfa þeir svo inn í hið rót- Frá Ottawa hafa borist skýrsl- ur um að 1,717,888 menn og kon- ur hafi verið atvinnulausar í Canada 1. jan. á þessu ári. Þetta tr að vísu 3 % lægri tala en 1. des. 1945. En hún er samt óvanalega há, jafnvel um þetta leyti árs og mun óðum hækka síðustu vetr- armánuðina. Vikukaup hefir og lækkað um 8ý^%; var 1. jan. $29.05, en sama dag ári áður $30.10. Einnig þetta er ekki góðs viti. K ★ # “Hver er Mackenzie King”, var fyrirsögn útvarpsfréttar frá Moskva nýlega. Fréttin var flutt á ensku máli og hélt fram að King forsætisráðherra og leið- togi liberala, “hafi aldrei sýnt neitt sem heitið gæti frjálslyndi í skoðunum. Hann sé frægur fyr- ir, að hafa ofsótt verkamanna samtök og samið lög, er banni kommúnitsflokk í Canada. I stað þess blómgist vel undir hand- leiðslu hans félög er hernaðar- stefnu og fasisma fylgja. Og þessi félög ráðist á bókasöfn og brenni hverja bók, sem um frelsi og framfarir fjalli.” “King fylgir stefnu Breta út í æsar,” var bætt við útvarpslest- urinn. * * * í gær var sagt, að dr. Alan Nunn May, 34 ára gamall cana- diskur vísindamaður og sem við atómrannsóknir starfaði hér, hafi meðgengið að hafa veitt upplýsingar um ekki greinir frá sitt, sem engin önnur bandaþjóð- anna hefði gert. * ♦ ♦ “Eg fer hvergi,” voru orð Francos á Spáni, er Bretar, Bandaríkin og Frakkland sendu spönsku þjóðinni nýlega tilkynn- nigu um, að þeir ætluðu að leysa hana undan oki Francos og setja aftur lýðræðisstjórn á fót á Spáni, með almennum kosning- um. Franco þykist hvergi hrædd- ur og segist sitja kyr, hvað sem þremenningarnir segi. Það hafa nýlega fundist samn- ingar, sem Franco gerði við Hitl- er um að aðstoða hann í að koma Bretum fyrir kattarnef, taka Gibraltar og banna þeim inn á Miðjarðarhaf. Hitler og Musso- lini lofuðu honum her og flug- förum til þessa. Franco áleit þá Hitler hafa unnið stríðið, því þetta var eftir fall Frakklands. Bandaríkin tala allmikið um að Franco-stjórninni þurfi að velta úr sessi. * * * Sonarsonur Vilhjálms II Þýzkalands keisara, Louis Ferd- inand Prússa-prins, er í þjón- ustu herliðs Bandaríkjastjórnar, sem túlkur, í Bad Kissingen, að því er hermt er nýlega í Svenska Dagbladet. Hann vann hjá Ford milli stríðanna og kom stöku sinnum í heimsókn til Roosevelts forseta. Hann vill efla samkomu- lag milli setuliðsins í Þýzkalandi og þýzku þjóðarinnar og sjá þjóð sína rétta við, eftir þetta síðasta skakkafall hennar. * * * Stanley H. Knowles, sam- bandsþingmaður frá Winnipeg, sagði í viðtali við blaðamenn í gær, að hann vildi sjá Alþjóða- félagið (UNO) verða nokkurs konar allsherjarlöggjafarvald heimsins. Hann hefir verið á fundinum í London. Þetta nýja Alþjóðafélag álítur hann hafa betra tækifæri til að verða að verulegu gagni, en gamla Þjóða- bandalagið. ICELANDIC CANADIAN CLUB NEWS Neil Bardal will address Ice- landic Canadian Club meeting The Icelandic Canadian Club wiil hold á General Meeting in the First Federated Church Parlors, Banning Street, on Wednesday March 20th., at 8.15 p. m. All members and prospective members are urged to be on hand as the evening promises to be most interesting. The Club has been for(unate in í ræðu sem Winston Churchill grónaafturhald þýzk-amerísku hélt í gær í Bandaríkjunum, hélt lúterskunnar, en þangað ætlaði hann fram að alþjóðafélagið séra Jón þeim sízt af öllu að þyrfti að koma sér upp her, til að lenda, enda þykir mér ólíklegt að vernda friðinn. Hann sagði sam- þeir kunni þar við sig til lengdar. ^komulagið svo bölvað í heimin- [securing Capt. Neil Bardal as guest Eg held eg geri ekki séra Jóni!um milli stórveldanna, að þessa speaker. Musical entertainment will rangt til þótt eg fullyrði, að ef.væri full þröf. Ef menning minna hefði borið á neikvæðu , enskumælandi þjóða ætti ekki að hliðinni í boðskap hinna nýju kollvarpast, yrðu Bretar og kenninga myndi hann hafa tekið J Bandaríkin að taka betur hönd- þeim öðruvísi. Þótt skömm sé um saman en þau gerðu. Hann frá að segja hefir okkur, sem | fór ósviknum orðum um að Rúss- frjálslyndir teljumst, gengið ar notuðu hvert tækifæri sem mjög illa að uppbyggjast í já- kvæðum kristindómi. Þegar við vorum búnir að reka djöfulinn á dyr og þóttumst öruggir að verða ekki vistmenn hans við andlátið, fór undir eins að draga niður í okkur. Það var illa farið, þvi unitarisminn, hreinn og ómeng- aður eins og hann var fluttur af Channing, Parker og Emerson, og trúað af Jefferson, Adams, Lowell, Longfellow, Masaryk, Steinmetz, og eg held mér sé ó- 1 hætt að segja Lincoln (þótt aldrei væri hann innritaður í neinn söfnuð), er frjálsasti, fullkomn- asti og fegursti kristindómurinn sem nútíðin þekkir, eins og Matthías vottar, enda svipar hon- ' um mest til frumkristninnar. Nú I virðist þó nokkur hætta á því að við verðum líka andlegir munað- arleysingjar og enda öll þjóðin íslenzka. Kanske séra Jón hafi rent grun í það. Halldór E. Johnson þeim hefði upp í hendur lagst eftir stríðið til að færa út ríki be provided by Mr. Jerry Bardal. A cordial invitation is extended to all returned men and women. Proceedings will commence at 8.30 sharp. Refreshments will be served. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið KAUPIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent :: MANITOBA ♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.