Heimskringla - 20.03.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.03.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ 1946 20 MANNS FÓRUST í LAUGARDAGS- ÓVEÐRINU Þeir sorglegu atburðir gerðust í óveðrinu mikla, sem skall á alt í einu, aðfaranótt laugardagsins s. 1., að 20 sjómenn druknuðu. 4bátar fórust í óveðrinu og með þeim 18 manns, en tvo menn tók út af vélbáti, sem gerður er út frá Sandgerði. Þrír bátanna fór- ( ust hér í Faxaflóa, en einn fyrir Vestfjörðum,- — Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaðinu, komust margir bátar við illan leik til lands úr veðrinu á laug- ardag, sumir brotnir og veiðar- færatjón var mikið hjá fiskiflot- anum. 6 menn farast. Með vélbátnum Magna frá Norðfirði, sem hvoldi út af Garð- skaga, fórust fjórir menn: Sig- urður Samsonarson skipstjóri. Hann var 33 ára, kvæntur og átti 2 böm; Steingrímur Jónsson háseti, 21 árs, ókvæntur, Hall- dór Sigurðsson, 16 ára, ókvænt- ur. Þessir menn voru allir frá Neskaupstað. Erlingur Þor- grímsson, 23 ára, ógiftur. Fimta manninum af Magna björguðu skipverjar af Barða, sem þarna var nálægur. Var það Ríkharður Magnússon frá Norðfirði. Hann náði í brak úr öldustokk bátsins, en vissi ekki af sér fyr en hann var kominn um borð í Bárða. Barði var svo nálægt Magna er þetta skaði, að þeir náðu Rík harði strax í næsta kviku. Eigen- dur Magna voru Ásgeir Bergs- son og fleiri. • Tvo menn tók út af v.b. “Hák- oni Eyjólfssyni”. Reið alda yfir skipið er verið var að draga lín- una og tók út mennina og tókst ekki að bjarga þeim. Þeir hétu Guðmundur Aðalsteinsson, há- seti frá Húsavík, 29 ára, giftur og átti 1 barn og Valgeir Hannes- son frá Bakka í Ölfusi, 25 ára, giftur og átti 2börn. “Geir” frá Keflavík ferst. Fréttaritari vor í Keflavík segir þannig frá afdrifum Kefla- víkurbáta í laugardagsveðrinu, en einn bátanna, Geir, fórst og með honum 5 menn: Síðastliðinn föstudag fóru Keflavíkurbátar alment á sjó, og var veðurspá góð, enþó snéru 3 bátar aftur. í birtingu fór að hvessa og um hádegi á laugardag var komið fárviðri. Um kl. 4 á laugardag fóru fyrstu bátarnir að koma að landi og um miðnætti voru allir Keflavíkurbátar kom- nir að nema v. b. Geir. Strax morguninn eftir var hafin leit úr flugvél en hún reyndist árangurslaus, en fyrri hluta sunnudags bárust fregnir af Miðnesi að farið væri að reka brak, sem reyndist vera úr v. b. Geir. 5 menn voru á bátnum. Eig- ‘andi hans og skipstjóri var Guð- mundur Kr. Guðmundsson, 49 ára, alþektur afla og dugnaðar- maður, hann lætur eftir sig konu og tvo uppkomna syni og unga fósturdóttir. Vélstjóri var Páll Sigurðsson, 30 ára, kvæntur og átti 2 börn. Aðrir skipverjar voru Kristinn Ragnarsson, 21 árs, kvæntur en barnlaus, Ólafur Guðmundsson, 20 ára, ókvæntur, og Maríus Þorsteinsson frá ísa- firði, 39 ára, og ókvæntur. V. b. Geir var 22 smálestir að stærð smíðaður í Reykjavík 1938 og var mjög traustur bátur. John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrír Manitoba, Saskatchewan og Alberta HIGH GRADE MALTING BARLEY SEED Now Available Through SHEA-DREWRY BARLEY IMPROVEMENT FUND The Manitoba Barley Improvement Committee is this year again making high quality seed barley available for seeding through the country elevators. Distribution will be made any place in Manitoba, and the barley is of O.A.C. No. 21 variety. Minimum quantity for any order 10 bushels. Seed will be shipped in two bushel sacks, freight prepaid. The supply is limited, consequently applications will be con- sidered in the order in which they are received. Ask your local elevator agent for price. Cash must accompany order. The present price situation is a temporary one due to feed shortages. Canada needs malting barley and there will be a large export demand in the future. Further particulars and order form, may be obtained from your local elevator agent or The Manitoba Barley Improvement Committee, Room 153 Legislative Building, Winnipeg, Manitoba. Aldan frá Seyðisfirði ferst með 5 mönnum. Fjórði báturinn, sem fórst, var vélbáturinn Aldan NS 202 frá Seyðisfirði, en gerð út frá Hafn- arfirði í vetur. Með Öldunni fór- ust 5 menn, allir á aldrinum 19—- 22 ára. Þeir voru þessir: Hrólfur Sigurðsson, skipstjóri, Húsavík, 22 ára. Jóhann Dag- bjartsson, Seyðisfirði, 22 ára. Guðmundur Magnússon, Seyðis- firði, 19 ára. Ársæll Þórarinsson, Seyðisfirði, 19 ára. Jón Sig- mundsson, Svalbarðsströnd, Eyjafirði, 19 ára. Aldan var 27 smálestir að stærð. Eigandi hennar var Þór- arinn Bjömsson frá Seyðisfirði. 4 menn fórust frá Bolungarvík. Þriðji báturinn, sem fórst á laugardag var “Max” frá Bol- ungarvík, 8 smálesta bátur með fjögurra manna áhöfn. Á bátn- um voru Þorbergur Magnússon formaður, 34 ára. Hann lætur eftir sig konu og 2 börn. Matt- hías Hagalínsson vélastjóri, 27 ára, ókvæntur. Guðlaugur Magn- ússon, 56 ára, giftur og átti 2 uppkomin börn og Jón Ö. Jóns- son, tæplega tvítugur og ógiftur. Max fór í róður á föstudags- kvöld og dró nkkuð af línu sinni á laugardagsmorgun, en eftir það spurðist ekkert til hans. — A sunnudag rak að Látrum í Aðal- vík ýmislegt smávegis úr bátn- um. Eigendur Max voru Einar Guðfinnsson kaupmaður og Þor- bergur Magnússon formaður. Margir Vestfjarðarbátar misstu mikið af veiðarfærum sínum á laugardaginn. Hrakningar Faxa. Ymsir aðrir bátar urðu fyrir meiri og minni áföllum þar á meðal m. b. Faxi frá Garði, hann fékk á sig brotsjó, sem kastaði bátnum á hliðina og braut fram- siglu og bakborðshliðina á stýris- húsinu og einnig tók út allt laus- legt af þilfari og braut af lagn- ingsrennuna og talsverður sjór kom í bátinn en þó enginn leki og virðist skrokkurinn vera óskaddaður, komst báturinn hjálparlaust til lands. Meðan verið var að dæla og ausa sjón- um úr bátnum og koma vélinni í gang aftur, beið “Ægir” frá Keflavík hjá Faxa og hélt uppi talsambandi við land, einnig kom hann tvívegis dráttartaugum í Faxa en þær slitnuðu í bæði skiftin. “Keflvíkingur” og “Guðmund- ur Þórðarson”, sem komnir voru að landi fóru á vettvang til hjálpar og fylgdu þeir Faxa til hafnar. Skipstjóri á Faxa er Þrosteinn Þórðarson. Bjargaðist á seglum Hilmir frá Keflavík fékk einn- ig á sig brjóstsjó og tók út alt lauslegt og brotnuðu rúður, lagn- ingsrenna og fleira, en þó tókst honum að komast hjálparlaust til lands. Skipstjóri er Erlend- ur Sigurðsson. Laust fyrir kl. 2 varð vélbilun hjá m.b. Bjarna Ólafssyni, en báturinn er búinn þríhyrnu-stórsegli og var það undið upp ásamt fokkunni og jafnframt náð sambandi við björgunarskipið en ekki kom til aðstoðar þess fyr en komið var til lands. Skipstjórinn, Þórhall- ur Vilhjálmsson, telur að þakka j beri eingöngu seglabúnaði báts-1 ins að tókst að komast í landvar. I Brotsjór reið yfir bátinn við Garðskaga og braut rúður og tók smávegis lauslegt af dekki. Mjög mikið veiðarfæratap varð hjá flestum.—Mbl. 12. febr. MINNINGARORÐ um SIGURÐ R. HAFLIÐASON I --------------- Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. Sigurður Rósinkar Hafliðason varð fyrir bifreið á götu skammt frá heimili sínu í Seattle, Wash., 15. desember síðastliðinn, og lezt þegar. Sigurður fæddist 3. marz 1873 að Hrafnabj örgum í Laugardal, ! Isafjarðarsýslu. Foreldrar hans ■ voru hjónin Hafliði Helgason og 1 Jóhanna Jónsdóttir. Þeim fædd- ! ust átta böm, systur þrjár, Jóna, | Rósa, Guðmunda Björg, og bræð- urnir Sigurður, Ólafur, Jón, Helgi, og Sigurður Rósinkar, sem var þeirra yngstur. Systkin- in ólust upp í Bolungarvík, þar sem faðir þeirra settist síðar að sem útgerðarmaður. Sjómennsku vöndust þeir bræður ungir og sóttu flestir sjóinn lengst ævi sinnar. Sigurður Rósinkar varð bátsformaður innan tvítugsald- urs. Hann var um nokkura ára skeið formaður hjá séra Sigurði í Vigur. Þá komst hann í kynnt við ýmsa helztu forvígismenn opinberra mála á íslandi og stjórnmála, svo sem Hannes Haf- stein, Skúla Thooddsen, og fleiri Þó lét hann stjórnmál sig ekki skipta um dagana, veitti athygli því sem fram fór, en mat menn utan við málefnin. Nálægt aldamótum hélt Sig- urður vestur um haf. Hann sett- ist fyrst að í Manitoba, Canada, og þar gekk hann að eiga ís- lenzka stúlku, Þórunni Ólafs- dóttur. Þau voru gefin saman í Brandon árið 1905. Þar og í grend bjuggu þau til ársins 1913, en þá fluttust þau til Washing- tonríkis í Bandaríkjunum. Þau voru í Blaine, í Yakima, þá í Blaine aftur, en fluttust til Seattle næst því, og hafa verið hér síðan. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eina son sinr^ Jón, misstu þau sex mánaða gamlan. Dæturnar fimm, Jó- hanna, Gróa, Ólöf, Ingibjörg og Annikka eru allar uppkomnar, búsettar hér í Seattle, og býr Þórunn, móðir þeirra, hjá Gróu og Annikku. Mér verður oft á að spyrja Is- lendinga þá, sem sezt hafa að hér í landi, hvort þeir hafi ekki hug á að heimsækja gamla landið. Og oftast eru svörin með líku móti, jákvæð. Þessu svaraði Sig- urður Halfiðason dálítið á annan veg, þegar eg innti hann eftir því í fyrsta sinni sem við tókum tal saman. “Eg ætla ekki að fara til Islands. Nei, eg þarf ekki að fara þangað. Eg er á Islandi á hverri nóttu, þegar eg sef”. Við nánari kynni mín af Sig- urði urðu mér orð þessi táknræn !um hátt hans og hug. Hann var I tíðum allsnöggur að fyrsta j bragði, glettinn, og síðan blíður. Hann bar ósvikin einkenni ís- lenzka sjómannsins, hlýju undir hrjúfri skel. Hann kunni vel að segja hugsun sína fáum orðum. oft hnittilega tvíræðum. Og í rauninni taldi hann litlar líkur á því, að sér gæfist kostur þess “að halda heim”, þótt hugann fýsti. Sigurður var fágætlega góður verkmaður, hugkvæmda- samur, iðju- og samvizkusamur. En hann var í þeim stóra hópi, sem goldin er umbun erfiðisins í öfugu hlutfalli við gildi verks- ins. Þess vegna varð hann aldrei meira en bjargálna maður. Það var bagalegt, að honum skyldi ekki hafa gefizt kostur á að helga sig sériðn. Lagtækni hans kom í ljós, við hverju sem hann snerti. Hann var einn þeirra manna, sem þjáist við aðgerðarleysi. Vinnan er þeirra lækning. En heilsu hafði hann alltaf góða, svo að varla varð honum mis- dægurt um ævina. Og ætíð var hann að ditta að því sem úr skorðum fór. Þegar Sigurður tók til að segja mér sögurnar af æskuárunum við Isafjarðardjúp, duldist mér ekki, að hugurinn hlyti oft að hvarfla heim á fornar slóðir, að “hann” var þar á hverri nóttu, j þegar hann svaf”. Endurminn- ingarnar voru ávalt ferskar,' hann greindi nákvæmlega frá j mönnum og atvikum, mundi I hverja þúfu hjásetuáranna,! fjörusteinana sem hann tróð sem 1 barn og síðar sem fullgildur sjó- maður, “áraskipin” voru honum alltaf jafnnákomin, þótt liðin væri hálf öld síðan hann sleppti j hönd af hlunnunum. Og ekki hafði fölnað yndi hans af að kveða rímnastemmurnar, sem hann lærði í uppvextinum. Sigurður var alla æfi einlæg- ur trúmaður. Þótt hann fylgdi Lúterstrú, var hann ekki and- stæðingur annara trúarbragða. Hann sýndi hverjum þeim sann- girni og aðdáun, sem honum fanst breyta samkvæmt því ’ bezta í hinum eða þessum trúar- brögðum. Hann var svo fjarri lasti og hleypidómum um ná- ungann, að væri mönnum sagt misyrði á bak, var hann vísastur til þess að taka málstað þeirra, þótt hann ætti þeim ekki upp að inna. Hann dró tíðast fram kosti manna, áleit, að engum væri alR varnað. Við vorum oft ásam- mála um ýms atriði trúarbragða og þjóðfélagsmála. Eg hef víst sagt margt ungæðislegt orðið í þeim umræðum og haldið á lofti “trúlausum” sjónarmiðum, sem kann að hafa sært einlægar trú- artilfinningar hans. Þrátt fyrir það þótti mér mikið til þess koma, hversu hin mannúðlegu atriði trúarinnar voru mikill þáttur í gerðum hans. Hann var einstaklega elskur að börnum, hafði gaman að leika við þau, gaf þeim gull, sem þau kunnu að meta. Síðasta verk hans var að reisa og skreyta jólatré handa dætrabörnum sínum. Hann lauk því að kvöldi, gekk út, en kom ekki aftur. Eg mun altaf telja mér það til gæfu að hafa kynst þeim Sigurði og Þórunni. Þau voru manneskj - ur hjartahreinar. Þau voru elsk að ljóðum, kunnu sæg vísna og kvæða, og þektu vel margt það samtímafólk sitt á Islandi, sem fýsti löngum að heyra sögur af. Sigurður tengdist lítt skipu- lögðum félagsskap, gaf sig ekki mikið að Islendingafélögum, utan kirkjunnar. Þó hefi eg varla nokkrum íslenzkum for- eldrum kynst ennþá hér fyrir vestan, sem meiri rækt lögðu við það að koma íslenzka arfin-1 um í hendur barna sinna en þeim Sigurði og Þórunni. Þau kendu dætrum sínum öllum íslenzku, svo að ekki gleymdist. Á því virðast mér flestir foreldrar ís- lenzkir í hérlendum borgum gef- ast upp við, af því að það er tals- verðum erfiðleikum bundið. Þau sögðu þeim seint og snemma af íslenzkum þjóðháttum og sér- kennum. Sigurður hvarf okkur í einum svip. Hann átti alla æfi við góða heilsu að búa, var gætinn, sá fót- um sínum forráð. En umferðar- menning aldar vorrar verðskuld- ar ekki lengur það nafn ef fleiri týna lífinu fyrir henni en í stríði. Vertu sæll, vinur, þökk fyrir kynninguna. Gunnar Bergmann NORRÆNT MÓT Það var húsfyllir á hinni ár- legu samkomu Viking Club á Marlborough hotel, föstudags- kveldið 8. marz. Samkvæmis- stjóri var Carl S. Simonson, for- maður félagsins. Áður sezt var að borðum flutti séra V. J. Ey- lands stutta borðbæn. Skemti- skrá var stutt en fjörug. Á milli ræða tóku allir þátt í söng (cammuniity singing) undir stjórn Paul Bardal. Konsúll Bandaríkja, Erik Magnúson, heiðursforseti félagsins, sem nú er á förum úr borginni, flutti kveðju. Stuttar en fjörugar ræð- ur fluttu J. G. Jóhannsson fyrir minni víkinga, og Arthur A. Anderson um víkinga nútímans. Allmikinn hlátur orsakaði H. A. Brodahl með stuttri gaman sýn- ing. Eftir borðhald var dansað til miðnættis. Gleðibragur var á öllu sam- kvæminu. Þetta er fjölmenn- asta mót er Viking Club hefir haldið og er það vel að norrænt frændfólk verji einni kveldstund á ári til að samgleðjast. J. Th. J. FERÐAMINNINGAR UM SUÐURLANDSFÖR 1 júlímánuði 1945 (Höfundur þessara ferðaminn inga, er Halldór Stefánsson, til heimilis á Akureyri. Sendi hann bróður sínum, Þórami Stefáns- syni þær, er býr í Winnipegosis. Þórarinn hefir sýnt Heimskr. þá góðvild, að senda henni minn- ingamar til birtingar sem hún þakkar honum kærlega fyrir. Ritstj. Hkr.) Við lögðum á stað frá Akur- eyri kl. 8£, 15-7, fimm saman auk bílstjórans, er var frá B.S.A. og hét Þorsteinn Svanlaugsson. Nöfn ferðafólksins voru Halldór Stefánsson, Ingibjörg Lýðsdótt- ir, Stefán Halldórsson, Sigríður Halldóra - Hermansdóttir, Magn- ús Lyngdal Stefánsson. Bíllinn rann mjúklega eftir þurrum veg- inum en rykslóðin spann langan lopa afturundan. Sólin glamp- aði gegnum grisjaðar skýjaslæð- ur en vörpuðu skuggamyndum á umhverfið. Um kl. 11 var komið að Varmahlíð í Skagafirði, og þar dmkkið kaffi. Síðan var haldið upp á Vatnsskarð og litast um af hæstu bungu við veginn fyrir ofan Víðimýri. Sézt þaðan yfir þveran Skagafjörð og út til Drangeyjar, Þórðarhöfða og Málmeyjar. Er það fögur og á- hrifamikil útsýn. Við gengum aftur inn í bílinn og hann rann á stað eftir bugðóttum veginum yfir Vatnsskarð og brátt sjáum við ofan yfir Svartárdalinn og stórbýlið Bólstaðarhlíð. — Við rennum afar snarbratta brekk una í tveim bugðum og beygj- um svo fyrir Bólstaðarhlíðar- fjallið út í Langadalinn. Þar veltur Blanda fram skolgrá á aðra hönd, en á hina eru hrika- leg fjöll, grasprúðar brekkur og brosandi hvammar með vinaleg- um bændabýlum. Sólin glamp- ar á timburstafna og múrhúðuð hús. Um túnin er taðan í flekkj- um og bólstrum og jarðyrkjuvél- ar hér og þar. Kýr og kálfar úða í sig grængresið meðfram veg- inum. Hinumegin Blöndu eru lágir ásar og meðfram þeim hyll- ir undir bæi í friðsælum brekk- um og blómskrýddum stökkum. Bíllinn brunar með dimmum nið en drjúgum hraða út dalinn, framhjá hverju stórbýlinu af öðru, þar til alt í einu hann snar- beygir yfir brúna á Blöndu og við erum komin á Blönduós. Við stígum út úr bílnum og göngum inn á veitingahúsið að fá okkur miðdagsverð. Eftir um klukkustundar stans er lagt á stað á ný og er nú hald- ið í suðvestur inn á hið víðáttu- mikla og fagra Húnaþing. Þar blasir við augum Hópið, Þing- eyrasandur, Þingeyrakirkja, Vatnsdalshólar, Vatnsnesfjöll og hnjúkarnir við mynni Vatnsdals. Þama er hvert stórbýlið við ann- að. Þingeyrar, Hnausar, Svein- staðir, Hjaltabakki, svo nokkur séu nefnd af ótal mörgum, en áður en varir erum við rokin fram hjá þessu öllu og komin upp á Miðfjarðarháls. Þá fara að koma í ljós fjöll og jöklar upp á miðhálendi íslands s. s. Eiríks- jökull, Langjökull og fleiri fjöll er eg kann ekki nöfn á. Af Miðfjar$ar og Hrútafjarð- arhálsum sér vítt til fjalla og stranda við Húnaflóa. Bíllinn fer fljótt yfir, svo augu og athygli eiga erfitt með að fylgjast með

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.