Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 6
6 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚNI1946 HVlTAGULL Eftir það gekk Nelson yfir til manna sinna og vakti þá. Ákveðnar fyrirskipanir kom þeim til að flýta sér. Snemma næsta morgun kom Gilmour flug- vél til Northumbríu frá Fort Smith. Aníta sá það koma, því að hún var snemma á fótum og stóð við gluggann. Hún var í skinnfötunum sín- um og ferðbúin. Er flugvélin lenti við bryggj- una safnaðist hópur að venju til að taka á móti henni, en óvenjulegt líf færðist yfir hópinn þegar ókunnugir menn komu út úr flugvélinni. En Aníta hirti ekki mikið um Gilmour flugvélina. Brennandi af óþolinmæði beið hún þess, að Norðurvesturfélags flugvélamar yrðu ferðbúnar. Undir stjórn Nelsons var unnið vel að því. Mennirnir höfðu losað þær og voru nú að draga segldúkana af vélunum. Hreinsa snjó og ís af skíðunum og hita upp vélarnar með gas blysum. I>á var barið að dyrum. Komumaður var Morrison prófessor og á eftir honum fylgdist ókunnugur maður, sem auðséð var að var borgarbúi. Hann virtist vera á sextugs aldri, gráhæður og andlit hans var hörkulegt sem höggvið í stein. Jafnvel hinn virðulegi jarðfræðingur varð hversdagslegur samanborinn við þennan mann. “Þetta er Mr. Gilmour, faðir Beverlys Gil- mours, Mrs. Lansing,” sagði Morrison til að kynna þau. Aníta stóð nú gagnvart driffjöðrinni í Gil- mour félaginu! En hvað Beverly var líkur pabba sínum. Auk þess að líkjast hvor öðrum í sjón, höfðu þeir báðir sama harka svipinn, sem stafaði fyrirlitningu fyrir öðrum langar leiðir. Eini munurinn á þeim var sá, að eldri maður- inn var þrekmenni, þar sem sonur hans var vindbelgur, ekkert nema ytri hjúpurinn og ekkert á bak við. Gilmour rétti henni hendina án þess að hirða um að draga af sér hanskann, og Anítu gramdist það. Hvað hélt hann að hún væri? “Hvað er þetta, sem eg heyri um samninga yðar við Norðvesturfélagið?” spurði hann hranalega. “Já, svo þér hafið heyrt eitthvað?” spurði Aníta kuldalega. “Verið ekki ósvífnar unga kona! Morrison hefir símað mér um sakimar, og eg kem frá Edmonton til að líta sjálfur eftir þessu. J^eja leysið nú frá skjóðunni!” “Ef yður langar til að fá fréttir þá er bezt fyrir yður að fara annað en til mín, og eitt til — ef þér getið ekki komið fram eins og siðaður maður, getið þér haft yður héðan út,” bætti hún við reiðulega. “Kæra Mrs. Lansing. Þér megið ekki mis- skilja----” reyndi Morrison prófessor að skjóta inn í. “Haldið yður saman, eg skal sjálfur ráða fram úr þessu!” hrópaði Gilmour. “Nú er nóg komið! Eg vil fá að vita hvaða makk þér hafið átt við Norðvesturfélagið. Hver haldið þér að þér séuð, að dirfast að tala svona við mig?” Aníta stappaði niður fótunum. “Hafið yður út, báðir tveir. Ef þið snáfið ekki út þá kalla eg á lögregluna og læt fleygja ykkur út!” hrópaði hún. Morrison reyndi enn að miðla málum, en nú sneri hann máli sínu til Gilmours. “Mr. Gilmour, hér norðurfrá er það ekki venja manna að tala svona hvor til annars, eins og þér hafið talað við Mrs. Lansing,” sagði hann ákveðinn. “Ef þér getið vonast eftir að komast að einhverju samkomulagi, hugsa eg að réttast væri fyrir yður að biðja hana afsökunar og reyna að vera svolítið minna valdsmannslegur.” Aníta leit forviða á Morrison. Hún hafði alt af haldið að hann hefði selt sig með húð og hári miljónafélaginu, en nú sá hún að þau Jim höfðu rangt fyrir sér í þeirri skoðun. Maðurinn hafði hugrekki! Hann var ekki beinlínis ókur- teis, en það var auðsæilega áminning, sem hann hafði gefið húsbónda sínum. Utan af ísnum heyrðist fyrsta vélin fara af stað, og Gilmour þaut út að glugganum. Svo sneri hann sér til Anítu aftur. “Jæja, jæja, við skulum þá gleyma fanta- skap mínum, Mrs. Lansing,” sagði hann hvat- lega. “Látum okkur snúa okkur að málinu eins fljótt og auðið er. Það var þessi hvítagullsfund- ur — þér getið ekki látið svifta okkur honum svona rétt fyrir framan nefið á okkur eftir alla þá góðsemi, sem Beverly hefir auðsýnt yður.” “Alla — hvað?” spurði Aníta forviða. “Hann sótti þó Dr. Callett handa yður, þegar þér voruð veikar, eða hvað? Það kostaði hann stórfé — að minsta kosti mælt á yðar mælikvarða.” “Auðvitað er eg þakklát fyrir það — en það spratt bara af eigingimi hans að hann gerði það. Það var til að ná í mig, að hann gerði þetta — annars er hann ruddamenni og skepna. Og áður en mánuðurinn er liðinn skal eg hafa borgað honum hvern eyri, sem þetta kostaði hann! Eg hirði ekki um neinn greiða frá hans hendi.” “Hvað eruð þér að tala um — hafði það ekki, hm — samið um með ykkur? Að því er mér skildist ætluðuð þér með honum suður. — Hann talaði meira að segja um að giftast yður. Já, og þar er annað atriðið, sem eg þarf að ræða um við yður------” “Ó, þreytið yður ekki á því. Þetta mas um að giftast mér á sér hvergi stað nema í eigin ímyndun hans. Hann hélt að eg mundi taka því tilboði tveim höndum, vegna þess hve hann er sjálfselskufullur heldur hann að hann sé ómót- stæðilegur!” “Þér lítið ekki smátt á yður unga kona! Jæja, um það, hvort hann eigi að giftast yður eða ekki, skulum við ræða síðar. Við skulum fyrst og fremst ræða um hvítagullsfundinn----” “Hafi Beverly sagt að eg ætlaði að giftast sér, hlýtur hann annaðhvort að vera lygari, eða brjálaður, eða hvortveggja. Eg vildi ekki gift- ast honum, þótt hann ætti alt Canada. Eg er kona Jims Lansings — hvort sem giftingarat- höfnin var lögleg eða ekki. Og honum verð eg trú hvort sem hann lendir í fangelsi eða ekki, því að Jim er maður en Beverly er undirförull snákur. Hefði hann ekki haft áhrif yðar og pen- ingana yðar að baki sér þá. . . . Hann er ekkert betri en kynblendingarnir, sem hann leigði til að myrða Jim!” “Kæra Mrs. Lansing------” reyndi Morrison að skjóta inn í. • “Til hvers senduð þér Beverly hingað?” hélt hún áfram án þess að hirða hvað Morrison sagði. “Til að gera úr honum mann? Já, þetta er áreiðanlega staður til að gera mann úr manni. En það er ekki ómaksins vert hvað Beverly á- hrærir. Hann skortir allan drengskap. Hann skortir alt. Hann hefir jafnvel reynt að svikja yður. Hann hugsaði sér sem sé að ná sjálfur í hvítagullsnámuna. Hann sagði mér það sjáifur og reyndi að heilla mig með því. Jæja, hvað segið þér svo um þennan dýrmæta son yðar?” “Mjrs. Lansing, gerið nu svo vel og iatið hér staðar numði,” sagði Morrison í bænarrómi. “Þér eruð frá yður! Við skulum ekki eyða tím- anum í þetta.” Hann bandaði hendinni í áttina til flugvélanna, en tvær voru komnar af stað í viðbót. “Leyfið Mr. Gilmour að segja yður----” “Eg þarf ekki að láta hann segja mér neitt, en eg skal segja ykkur svolítið!” sagði Aníta og nú var ekki hægt að stöðva hana. “Gilmour félagið reyndi fyrst að svíkja námuna frá Jim, svo eltu þeir hann stað úr stað mánuðum saman, og loks reyndu þeir að drepa hann. Hann gæti verið dauður nú fyrir þeirra tilverknað. Og eg hefi svarið, að þótt hann hafi kanske aldrei neitt gott upp úr þessum fundi, þá skal Gilmour félagið að minsta kosti ekki fleyta rjóman af honum! Nú á Norðvesturfé- lagið fundinn. Eg hefi afhent hann Nelson, því að Jim gaf mér löglegt leyfi til þess. Ef Jim er dauður, skal eg hjálpa þeim til að finna nám- uná, og nú verðið þið að berjast við þetta öfluga félag. Það hefir flugvélar og menn hópum sam- an, alveg eins og þið sjálfir — en ekki við ein- stakling! Lítið á þama úti á ísnum!” Aníta benti út um gluggann, þar sem flug- véla hreyflarnir gerðu feykilegan hávaða. — “Þessar flugvélar tilheyra mér! Þær eru að fara af stað til að finna Jim — og sé hann dauður, til að hefna hans! Ef þið reynið að hindra þessa fór verðið þið skotnir niður! Þið reynduð að blekkja fátækan mann, og í staðinn tapið þið miljónum!” Og áður en þeir gátu nokkru svarað, var hurðin rifin upp og kallað á Mrs. Lansing. Það var Clint Nelson. Hann leit á þá og dauft og hörkulegt bros lék um varir hans, er sýndi að hann skildi ástæðurnar. Hann fór til og tók flutning Anítu, sem var ekki mikill. “Já, þá erum við ferðbúin, Mrs. Lansing,” sagði hann. “Þér verðið með mér í minni flug- vél.” í dyrunum sneri hann sér til þeirra Morri- sons og Gilmours og sagði þeim, að nú væri hann að fara til Kewah-tína til að löggilda sér auðugustu námuna, sem nokkru sinni hefði fundist í landinu. Þegar flugvélar Norðvesturfélagsins nálg- uðust deltu Kewah-tina fljótsins, kom flugmað- urinn, sem var yztur í vestara fylkingararmi flotans, auga á eitthvað óvenjulegt í norðvestri, nálægt Snjóeyjunum. Það var ekki í útliti eins og sauðnaut eða sleðahundalest. “Réttu mér sjónaukann, Jack,” sagði hann við vélarmanninn. Hann tók við stjóminni en flugmaðurinn athugaði umhverfið í sjónaukanum. “Nei, nú hefi eg aldrei á æfi minni — það eru þrjár flugvélar þarna niðri á ísnum. Ein þeirra viriðst hafa fallið niður og önnur virðist öll í molum!” Hann tók við stjórninni, gaf hinum merki og hélt svo í norðvestur. Merkið barst frá flug- irél til flugvélar og allar héldu þær í sömu áttina. Þegar þeir komu nær, sáu þeir betur slysið, eða hvað sem það nú var. Það hafði skeð nýlega, sennilega þennan sama morgun, því ein flug- vélin eða það, sem eftir var af henni, brann ennþá. Eitthvað hundrað skref frá fyrsta flakinu lá annað og eitthvað tvö hundruð skref frá því stóð þriðja flugfarið og virtist óskaddað, en mannlaust. “Hamingjan góða — flugvélin þarna og sú, sem fjarst er, eru Gilmour flugvélar,” tautaði flugmaðurinn. Og þetta þama, sem er alt í mol- um, er Lansings flugvél. Hér hefir staðið hræði- leg orusta. En líttu á Jack, sjáðu alla þessa lausu muni, sem liggja þarna dreyfðir út um alt!” Til og frá milli flugvélanna láu menn kyrr- ir og hreyfingarlausir. Tveir láu uppíloft en einn á grúfu með andlitið grafið í snjóinn. Hinn frjóði lá á bak við vélahluta eins og í skjóli, með riffilinn í höndunum. Enginn hreyfði sig, og alt var dauðahljótt. Ekkert lífsmark nema blár reykjareimur frá flugvélinni, sem hafði brunn- ið. Nú fór flugmaðurinn niður, og flaug í þrjátíu metra hæð yfir orustuvöllinn. Þarna var mað- urinn, sem var að miða rifflinum á bak við vél- ina. Hann þekti hann. “Jack, þetta er Jim Lansing, sem þarna liggur. Við skulum snúa til baka og gefa Clint Nelson merki, að koma ekki með Mrs. Lansing hingað,” sagði hann milli læstra tannanna. 17. Kapítuli. Þegar Jim fór til Kewah-tina og Aníta varð eftir í Northumbríu, hafði hann hugsað sér, að . finna námuna strax og helga sér hana að lögum. En hið mikla snjófelli gerði honum það ekki auðið, og alveg á sama hátt tafðist Norðvestur- félagið. Tvisvar höfðu þeir Jim og Niels slopp- ið frá njósnurum Gilmour félagsins og höfðu haldið vestur til Snjóeyjanna, en hið mikla fannfergi hafði gert þær ferðir árangurslausar. “Fjárinn hafi það!” sagði Jim. “Fyrst var ekki nógur snjór og nú er ofmikið af honum. En við förum strax og veðrið batnar.” Annars íhugaði hann hvað Gilmour félagið hefði fyrir stafni. Eftir að hafa reynt hvað eftir annað að drepa hann, breyttu þeir um og reyndu ekki að gera honum neitt ilt. Hann skildi ekkert í því. En hann skildi samt eitt. Þeir höfðu tvö- faldað árvekni sína, svo að það líktist helzt um- sátri. Næstum hvern morgun fundu þeir Niels og Jim þrúguspor eftir ókunnuga í snjónum í kringum kofann. Þetta voru för eftir ókunnuga menn. Nótt eina létu hundarnir eins og þeir væru ærðir. Eitt kvöld höfðu hundarnir þotið yfir ísinn á ánni, en hinumegin höfðu þeir hætt að gelta. Morguninn eftir höfðu þeir fundið forustu hundinn dauðan fyrir utan kofadyrnar, en lengra niður eftir ísnum lágu hinir hundarn- ir dauðir; höfðu allir verið eitraðir. Niels hafði orðið tryltur af reiði, en Jim sagði ekki neitt. — Hann gekk inn í kofann og leit eftir rifflunum. Nú höfðu þeir engan til að vara sig við ef ókunnugurir væru á ferð, og Niels og Jim urðu að skiftast á að halda vörð yfir flugvélinni. — Flugvélin var hið eina, sem þeir gátu nú treyst. Hefðu þeir ekki haft hana, hefðu þeir verið fangar, jafnlangt frá mannbygðum og þeir vorij. Dag einn, í lok snjómánaðarins, kom Nelson í flugvél. Hann hafði með sér bréf frá Westlake, og með þeirri tilfinningu að bréfið mundi bera sér mikilvægar fréttir, tók Jim það og gekk frá hinum mönnunum til að lesa það í næði. Fyrst komu smáfréttir af viðburðum úr þorpinu, en brátt komst Westl^ke að efninu. “Hvað málið móti þér snertir, þá hafði eg því miður litla hepni hvað yfirvöldin áhrærði. En í gær fékk eg langt einkabréf frá Young, lögreglustjóra í Dahlie. Hann skrifar mér, að eftir að þú flýðir úr fangelsinu, þá hafi orðið stjórarskifti og nýjar stefnur í stjórnmálunum, og að lögreglan hafi einnig fundið út fleiri atriði hvað skipsskaðann snerti, sem hafði þau áhrif að fimm manns úr eftirlitsnefnd stjórnarinnar, er annast átti eftirlit með siglingu og útgerð voru reknir með svívirðingu fyrir svik sín, en að hinir þrír félagar þínir hafi verið látnir lausir. Young segir, að réttast fyrir þig, og lang bezt til vænlegrar úrlausnar málsins, sé að koma og standa fyrir máli þínu heima og fá sýknu af dómstólunum. Hann segir að þótt þú fáir svo- ltila hegningu fyrir að strjúka, þá verði hún sjálfsagt skilyrðum bundin, eða að hann — young viti ekki hvað hann sé að tala um. Eg held að þú ættir að gera eins og hann ræður þér til. Þá verður þú frjáls maður á ný, og hefir ekki “fortíð” þína hangandi yfir höfði þínu lengur. Eg get vel skilið að þú gerir þetta nauðugur vegna Anítu, en það er ljóst að þetta verður bezta ráðið hvort sem er. Án efa fæ eg skipun um að flytja þig heim, og þá skulum við hafa góða skemtun út af því-----” Alla þá stund síðan Westlake sagði Jim, að Beverly væri að rannsaka fortíð hans, höfðu hin fimtán ár legið eins og martröð á Jim. Skil- inn frá Anítu í fmitán ár! öll sú skömm og skaði, sem þvílíkt mundi baka henni — og sjálf- um honum. En nú var þessum illa draum lokið — það átti hann Westlake að þakka. Já, réttast var að fara að ráðum hans, og hann hélt ekki að Aníta mundi taka sér það mjög nærri. Hann varð að fara með hana með sér og sýna henni feðraslóðirnar. Sýna hana henni systur sinni og öllum sínum gömlu vinum heima. Bráðlega mundi alt þetta verða jafnað. Er þeir höfðu borðað, tók Clint Nelson hann tali. “Gætum við ekki talað um þennan hvíta- gullsfund þinn, eða ertu ennþá jafn þrálátur?” spurði hann. “Eg er víst alveg eins og eg var,” svaraði Jim. “Hm — en þú gætir samt heyrt tilboð mitt. Eg lagði það fyrir konuna þína, og henni fanst það gott.” “Já, því trúi eg vel. Aníta hatar þennan fund eins og sjálfa pláguna!” svaraði Jim hlægj- andi. “En við skulum samt hlusta á það.” “Jæja, ef þú afsalar okkur réttindum þín- um, færð þú hundrað þúsund dali út í hönd og nægilegar vélar frá vöruhúsinu okkar í Simp- son til að vinna gullnámuna þína við Bjamar- ána. Við getum ekki farið hærra, því að þetta leikur á tvennu hvort fundur þessi er nokkurs virði eða ekki. En eignustum við námuna, og sé hún eins góð og þú segir, þá færð þú fimm af hundraði af ölum hreinum ágóða hennar. Á þann hátt hefir þú ekki þá skoðun, að þú hafir látið hana fyrir ekki neitt, og ef náman er í raun og veru eins auðug og útlit er fyrir, þá skal eg heita þér því, að þú skalt verða miljón- eri. Við bjóðum fimm af hundraði.” “Það er tuttugasti hlutinn. Ekki helming- ur né fjórðungur — en tuttugasti hlutinn,” sagði Jim brosandi. Það er ekki sem verst þegar á það er litið, að tilboðið kemur frá miljónafélagi og er gert fátækum námumanni. En reyndu nú að líta á mína hlið, Nelson. Innan hrings með svona miklu þvermáli hér í nánd er náma, sem er svo auðug, að slík hefir hvergi þekst. Hún getur kanske gefið af sér 25 miljónir dala eða hver veit hvað. Eg veit hvar hún er og get náð til hennar á einni stund í flugvélinni okkar. 1 heilt ár hefi eg barist fyrir henni og alt af hætt lífi mínu. Og nú, þegar hún er svo að segja í hendi mér, fæ eg tilboð að selja hana fyrir ör- lítið brot af því, sem hún er virði. Nei, eg get ekki einu sinni tafið mig á að ræða þetta.” Nelson greip pípuna sína og kveikti í henni. “Rökfærsla þín er góð, nema að einu leyti, en það fer líka með hana út um þúfur. Þú sagð- ist hafa komist yfir hið versta — en eg get sagt þér að þú átt hið versta eftir!” “Hvað meinar þú með því?” “Gilmour óaldarlýðinn.” “Það eru ekki nýjar fréttir! Þeir hafa of- sótt mig í heilt ár.” “Hm — en nú skal eg segja þér fréttir, sem eru nýjar. Þeir eru hættir að leita eftir fund- inum. I stað þess eiga þeir að fylgja þér eins og skugginn þinn. Eg veit hvað eg segi, því að við höfum auðvitað okkar njósnara hér.” Jim skildi nú hvernig Gilmour-félagið hafði breytt aðferð sinni í baráttunni um námuna. Þeir ætluðu að láta hann leiða sig að fundinum, og þessvegna höfðu þeir ekki reynt um langa hríð að ráða hann af dögum, en létu sér nægja að gæta ferða hans svo mjög, að hann mátti kallast fangi. “Og hvað heldur þú að komi fyrir þegar þú hefir fundið námuna? Þeir drepa þig! Held- urðu að þeir geti það ekki? Jæja, hvað segir þú um það, að nú hafa þeir keypt mjög hrað- fleygt loftfar. Rennilega, gráa flugvél. Einn manna minna í Fort Smith sá það sjálfur og það hafði maskínu byssur og sprengjur og sprengjurnar eru ákveðnar handa þér. Þeir renna sér niður yfir þig í þessari flugvél, eins og haukur yfir rjúpu, og sjóta þig í smátætlur. Þú heldur kanske að þeir séu bara að hræða þig, en eg ætla nú bara að gefa þér bendingu í bróð- erni. Þegar þú hefir fundið námuna og helgað þér hana, þá er það alveg sama sem þú hafir skrifað sjálfur undir dauðadóm þinn, skal eg segja þér.” Vélabyssur, sprengjur og hemaðarflugvél- ar! Hvaða ráð höfðu tveir menn, búnir rifflum, móti slíkum útbúnaði. Skynsemin bauð Jim að taka tilboði Nel9ons. Hann ætti að hugsa um Anítu og sjálfan sig. Þrályndi var banvænt þegar svona var komið. En eitthvað í eðli hans gerði honum ómögu- legt að láta undan. Þrátt fyrir álit Westlake, Nelsons og Anítu, var þetta ekki gullþorsti. — Auðvitað langaði hann í fé eftir alla fátæktina, en hann þráði engan ofurauð. En hann gat ekki látið undan, það var svo rótgróið í eðli hans að hann gat varla lýst því með orðum. Hann var einn og barðist fyrir lögum og rétti móti auðfé- lagi, sem hafði hvorki réttlætistilfinningu né samvizku. Tilraun þeirra að ræna hann og drepa, vakti alla þá bardagafýsn, sem í honum bjó til að brjótast út í ljósan loga. Það var hann, sem hafði réttinn sín megin! Og hann vildi ekki láta sig, né láta kúgast. Þeir gátu drepið hann, en aldrei skyldu þeir kúga hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.