Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚNl 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR í ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Guðsþjónustur fara fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. á ensku og kl. 7 á íslenzku. — Styrkið hina frjálsu trúarstefnu. Sækið messur Sambandssafnað • ar. * * * ■át Messað að Lundar kl. 2 e. h. (f. t.) sunnudaginn þann 16. júní. H. E. Johnson * * Ágúst Johnson frá Winnipeg- osis, Man., er staddur í bænum. Hann dvelur hjá tengdasyni sín- um Sigurbirni Pálssyni, Winni- peg. Safnaðarnefnd Sambandssafn- aðar á Lundar vill mælast til að söfnuðir félagsins sendi nöfn er- indreka þeirra, sem kosnir verða á næsta kirkjuþing, til annað- hvort séra H. E. Johnsons eða Mr. Ágústs Eyjólfssonar að Lundar, við fyrstu hentugleika. j * * * Dánarfregn Föstudaginn 7. júní, andaðist á General Hospital í Winnipeg, Sigtryggur Ágústsson, 74 ára að aldri. Hann var fæddur á Torfu felli í Fnjóskadal í Eyjafirði, 21. marz 1872, og var sonur Ágústs Jónssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, konu hans. —\ ............ Hann flutti snemma vestur um Útförin for fram fra utfararstofu haf og hafði átt heima í Winni-1 Bardals s' 1 Þ^Judag, 11. jum peg í fjölda mörg ár. Hann inn-( °g Íarðað var 1 hermannadexld ritaðist í 223. herdeild í fyrra Brookside grafreitsins. SJONLEIKUR "FATHER'S OTHER WIFE" sýndur af LEIKFLOKKI LUNDARBÆJAR Föstudaginn — 14. Júní, kl. 8.30 I FYRSTU SAMBANDSKIRKJUNNI í WINNIPEG Sargent og Banning Ágæt skemtun Inngangur 50c í zz'ð. neraeua 1 slheimsstríðinu, en fékk lausn eftir fárra mánaða herþjónustu. ISLENDINGADACURINN AÐ MOUNTAIN, N. DAKOTA Mánudaginn 17. júní 1946 SKEMTISKRÁ: Ávarp forseta_________________R. H. Ragnar Söngur______________________Blandaður kór Kveðjur________Ríkisstjórna N. Dakota og Islands Einsöngur_______________séra Egill H. Fáfnis Kvæði — Minni Islands __— Dr. Richard Beck Söngur ___________________ Blandaður kór Ræða _______Hon. Nels Johnson, dómsmálaráðherra Söngur _____________________Blandaður kór Ræða ___________________Séra Egill H. Fáfnis Söngur______________________Blandaður kór ★ Hátíðin hefst stundvíslega kl. 2 e. h. ★ Aðgangur 50^ LÝÐVELDISHATÍÐ ----ÍSLENDINGA-— ✓ a HNAUSA - MANITOBA LAUGARDAGINN 22. JÚNÍ 1946 SKEMTISKRÁ — hefst kl. 2 e. h. (Daylight Saving Time) 1. O, Canada____________________- Söngflokkurinn 2. Ó, guð vors lands. v 3. Forseti setur hátíðina____Gutt. J. Guttormsson 4. Ávarp Fjallkonunnar Frú Vilfríður Eyjólfsson 5. Söngflokkurinn. 6. Ávarp Miss Canada________Miss Lára Thovaldson 7. Söngflokkurinn 8. Ræða __________________Hon. J. O. McLenaghen 9. Söngflokkurinn 10. Minni Islands, ræða:_______ Ragnar H. Ragnar 11. Minni íslands, kvæði___________Ása frá Ásum 12. Söngflokkurinn 13. Minni Canada, ræða_____________Einar Árnason 14. Minni Canada, kvæði______Böðvar H. Jakobsson 15. Söngflokkurinn 16. A member of the Arborg Branch of the Canadian Legion will speak. God Save The King. Hlaup fyrir börn byrja kl. 11 f. h. (Daylight Saving Time) Aðrar íþróttir, sem ekki hafa farið fram undanfarin ár: Hlaup, stökk, stangarstökk (Pole Vault) Verðlaun $8, $5 og $3 fyrir hverja íþrótt Einnig keppa í boltaleik (Softball) Oak Point, Gimli, Riverton og Árborg Fyrstu verðlaun $40.00, önnur verðlaun $25.00. Dansinn byrjar kl. 9 (D.S.T.) í samkomuhúsunum á Riverton og Hnausum. Sami aðgöngumiði gildir að báðum stöðunum. Slingerland Orchestra spilar á Hnausum. Hannes Kristjansson’s Orchestra spilar að Riverton. Verðlaunavals að Hnausum kl. 10.30. B. J. LIFMAN, forseti V. JÓHANNESSON, skrifari Frá Blaine, Wash. Þjóðræknisdeildin “Aldan”, er að undirbúa samkomu til að samfagna ættlandi sínu á frelsis dag þess, 17. júní. Samkoman verður haldin í bæjarhöllinni í Blaine og hefst kl. 8 e. m. Aldan óskar og vonar að landarnir fjöl- menni á þessa samkomu. Það er ekki nema einn 17. júní á ári hverju og vegir greiðir til Blaine úr öllum áttum. / Islendingadsgnefndin hefir á kveðið sína árlegu hátíð í Peace Arch Park, síðasta sunnudag júlí, (28. júlí). Að þessu hátíða haldi stendur nefnd skipuð mönnum frá Vancouver, Point Roberts, Blaine og Bellingham. Nefndin er kosin með almennri atkvæðagreiðslu fyrir eitt ár í senn og má ætla að ekki sé valið af lakari endanum. Á það reynir nú bráðlega hvað þessa árs há- tíð snertir. — En meir um það síðar. A. E. K. * * * Jóhannes K. Peterson, fyrver- andi bóndi við Wynyard, Sask., en sem nú á heima að 637 Mary- land St., hér í bænum, lagði á stað austur til Boston s. 1. föstu- dagskveld í mánaðar eða lengri heimsókn til tveggja dætra sinna er þar eru búsettar. Með ósk um góða ferð og heillrar heimkomu. * ★ t Meðtekin tuttugu og fjmm dollara gjöf frá kvenfélaginu “Tilraun”, Churchbridge, Sask., í minningarsjóð Mrs. Jórunnar Lindal í minningu um móður- systur hennar, Mrs. Guðrún Sveinbjörnsson, sem dó 18. april 1946. Með miklu þakklæti, Guðrún Skaptason —378 Maryland St., Winnipeg. ★ ★ ★ Dánarfregn Öldungurinn Sigfús Rósalt ís- feld andaðist á elliheimilinu Bet- j el, 2. júní s. 1. Hann var fæddur að Fjósakoti í Eyjarfjarðarsýslu, 20. janúar 1862. Magnús Einars- son, faðir hans, var frá Halldórs- stöðum í Þingeyjarsýslu, og móð- ir hans, Vilhelmína Helga Jóns- dóttir frá Eyjarfirði í Eyjar- fjarðarsýslu. Sigfús sál. kom til Canada fyrir 55 árum síðan og, að undanteknum þeim 13 árum sem hann átti heima í Manitoba, var hann búsettur í Mozart hér- aðinu í Saskatchewan. Hérlenzk- ir ættingjar hins framliðna munu vera við Mozart og Wyn- yard, Sask. Dvöl hans á Betel var eigi löng, aðeins sex mánuð- ir, og seinni helminginn af þess- um tíma var hann rúmfastur. — Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu, 4. þ. m., undir stjóm séra Skúla Sigurgeirssonar. S. S. Öllum þeim mörgu sem voru viðstaddir * og sem á einn eða annan hátt tóku þátt í hinu veg- lega sámsæti sem okkur hjónum var haldið sunnudaginn þann 19. maí síðastliðin, vottum við vort innilegasta þakklæti. Mr. og Mrs. S. Thorvaldson —Riverton, 10. júní 1946. * * * Mrs. Elinborg Hansson, kona 92 ára gömul, lézt s. 1. sunnudag að heimili sínu, Ste. 2, Holly Apts., Winnipeg Hún kom til þessa lands 1887, í hópi 300 ann- ara landa. Mrs. Hansson var ein af starfskonum í Jóns Sigurðs- sonar félaginu og leysti þar af hendi mikið verk. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lút. kirkju í dag. Séra Valdimar Eylands jarðsyngur. ★ ★ ★ Dr. B. K. Björnsson, frú Krist- ín kona hans og dóttir Margar- ette frá Fargo, N. D., og Hjalti Pálsson komu til bæjarins s. 1. fimtudag og voru hér fram á sunnudag. Hjalti hefir verið við verkfræðisnám í Fargo, N. D., í 2 V2 ár, en er nú að fara til ríkis- skólans í Ames í Iowa; hann býst við að verða þar eitt ár. ★ * * Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man. í Blómasjóð Miss Guðrún Sigurdson, Gimli, Man. ___________________ $15.00 minningu um foreldra sína, Magnús Sigurðsson frá Storð og Guðrúnu Jónsdóttir Sigurðsson. Aðrar gjafir A. S. Bardal, Winnipeg $25.00 Frá Sambandssöfnuði að að Piney, Man_________$30.00 Meðtekið með innilegri samúð og þakklæti. Sigríður Árnason, 676 Banning St., —12. júní ’46. Winnipeg, Man. ■* ★ * Árnes, Man., 3. júní ’46 Kæri Mr. Einarsson: Viltu gera svo vel og lagfæra villur sem urðu á nöfnum ung- menna sem voru fermd í Sam- bandskirkjunni í Árnesi 19. maí og sem birtust í næst síðasta blaði. Ungmennin voru: Sigurrós Anna Vídal, Antóníus Lorne Pet- erson (ekki Martin), Bjarni Kristinn Thorleifur Peterson (ekki Martin). Virðingarfylst, Snjólaug L. Peterson Látið kassa í Kæliskápinn WvmoU M GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manuíacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Definite Shortage Imminent Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskópa Önnumst allan umhúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Eric Erickson Herb Jamieson Sími 92 604 159 Portage Ave. E. MINNISJ MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 BETEL í erfðaskrám yðar Lúterska kirkjan í Selkirk Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son. Sími 37 486 eigendur Sunnud. 16. júní — Sunnu-1 kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomn- dagaskói kl. 11 f. h. Ensk messa 1 ir. S. Ólafsson Þjóðminning Islendinga í Vatnabygðum — Lýðveldisdag íslands,Mánudaginn 17. júní verður haldin í íslenzku kirkjunni í Wynyard kl. 2 e. h. Ræðumenn verða: hinn velkunni listamaður, Árni Sig- urðsson frá Seven Sisters Falls, og Guttormur J. Guttormsson skáld frá Riverton, Man. Blandaður kór, undir stjórn próf. S. K. Hall og frumort kvæði eftir T. T. Kalman. Samkomustjóri verður H. S. Axdal Veitingar verða til sölu í neðri sal kirkjunnar. DANS AÐ KVELDINU I LEGION HALL, ELFROS Orchestra spilar Aðgangur 50(* fyrir fullorðna; unglinga 25^ Komið öll og njótið þægilegrar skemtunar. NEFNDIN Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund miðvikudagskvöldið 19. júní, að heimili Mrs. W. S. Jónasson, 169 Hazeldell Ave. — Fundur byrjar kl. 8. * * * Almennur safnaðarfundur í lútersku kirkjunni á Lundar, kl. 2.30 e. h. næsta sunnudag, 16. júní. Walter Breckan, forseti Kennara vantar til að kenna við Árdal skóla nr. 1292. Kenslan er fyrir 1—2—3 bekk, og óskað er eftir kvenkennara. Kaupgjald $1,200.00 um árið, og skólinn byrjar 1. september 1946. Tilboð meðtekin upp til 20. júní, og skulu sendast til: G. O. EINARSSON, Sec., ARBORG, MAN. ÞINGBOÐ 24. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Norður Ameríku verður sett í kirkju Sambandssafnaðar í Lundar, Man. FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1946, kl, 7,30 síðdqgis Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, tvo fyrir hverja hundrað safnaðar- meðlimi eða færri, og einn fyrir hverja fimtíu þar yfir. Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og ungmennafélaga. Samband Islenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga heldur þing sitt föstudaginn 28. júní. Erindsrekar skrásetjist í Sambandskirkjunni ki. 5—7 e. h. þingsetningardaginn. P. M. Pétursson, skrifari

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.