Heimskringla - 14.08.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.08.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. ÁGÚST 1946 Munaðar- leysinginn “Biddu mig ekki um það, fyrst um sinn,” sagði hann. “Eg kem eins fljótt og eg get. En það verður ekki nú. Eg þori ekki að koma nú. Hún elsku mamma mín má ekki vera hrædd um að neitt komi fyrir mig. Eg klára mig sjálf- sagt. En hvað mér þykir vænt um þig, og hvað þú ert hugrökk! Nú má eg til að borga þessa peninga ,og eins og þú skilur, mamma, þá tekur ' það talsverðan tíma.” Mrs. Ballar gat ekki annað en tekið eftir, að altaf meðan sonur h'ennar talaði við hana voru augu hans flóttaleg og hræðslusvipur á andlitinu, eins og hann óttaðist, að á hverju götuhorni biði sín einhver hætta. “Gott er það, Ralph,” sagði hún. “Fyrst þú getur ekki komið strax, þá kemur þú áður en langt um líður. Vertu sæll, elsku drengurinn minn, þú hefir enga hugmynd um hve miklu eg hefi fórnað fyrir þínar sakir, og eg hefi ýmislegt annað að annast.” Undir eins og Ralph hafði flýtt sér í burtu, létt hún ökumanninn flytja sig til eins af helztu húsamiðlum borgarinnar, þar, sem hún bað um sikrá yfir hús, er væru leigð með hús- gögnum. “Það verður að vera stórt og rúmgott; í því verður að vera salur, þár sem hægt er að dansa. Leigan gerir minna til. Hún verður okkur ekki að ágreiningi.” Þessi yfirlýsing hafði auðsæilega mikil á- hrif á manninn. Hann horfði á konuna með eftirtekt og miklum samúðarskilningi. Prúðbú- inn, ungur maður var sendur með henni til að sýna henni nokkur hús, sem voru til leigu, og loks lofaði hún, að koma með manninn sinn til að líta á fáein þeirra. Hún samdi svo um, að hún ,maðurinn hennar og dóttir, en það var það, sem hún nefndi Sheilu, gætu flutt inn í húsið 1. maí, ef hann gæti leigt þeim hús við þeirra hæfi. “Við erum vanir að fá hálfa leiguna borg- aða þegar samningarnir eru gerðir,” sagði húsa- miðillinn, og Margrét sagði að hún hefði ekkert á móti því. Er hún hafði skoðað húsin, sem samkvæmt hennar skoðun voru ekki nærri eins vistleg og fallega heimilið hennar sjálfrar, ákvað hún að láta bíða að heimsækja vinina, sem áttu að hjálpa henni til að innleiða Sheilu í félagslífið, og fór heim til sín. Konu auminginn var nú búin að fá hræði- legan höfuðverk, kvalin af áhyggjum út af Ralph, vissi hún ekki hvernig hún gæti litið framan í mann sinn er hann kæmi heim. En hún vissi líka, að ekki dugði fyrir hana að reyna að forðast hann, og þegar hann kom heim, sem þennan dag var í síðara lagi, var hún komin i j heimabúning sinn, sem var ljós og fallegur og lá endilöng í legubekknum í herbergi sínu. Ballar kom heim fullur af áhuga fyrir j starfi sínu, glaður og heilbrigður. Æ, hversu ólíkur var hann aumingja Ralph, sem hún elsk- aði svo heitt. Hann kom strax inn til hennar, j dró stól að legubekknum og settist á hann, og ! spurði hvað hún hefði gert við perlurnar. Hún hafði hálfvegis vonast eftir að jafn önnum kafinn maður og hann var, mundi eigi muna eftir perlunum hennar Sheilu, að minsta kosti fyrsta daginn; en hún hefði átt að vita betur; því Ballar gleymdi aldrei neinu. Hann var heiðarlegur og sannsögull, hann skifti svo niður dögunum að hann gat jafnan lokið öllu, sem hann tók að sér að gera, og gleymdi aldrei því sem nefnt eru smámunir. “Jæja, Margrét mín,” sagði hann og tók hendi hennar, sem var köld eins og ís í hinni heitu hendi hans. “Hvernig á að raða perlun- um? Hvað lögðu gimsteina salarnir til að gert yrði við þær?” “Þeir ætla að senda mér fáeina uppdrætti til að velja úr eftir fáeina daga. Þeir dáðust mjög að þeim, Pétur.” “Því get eg vel trúað,” svaraði hann. “Eg gat meira að segja séð það, að þær voru dýr- mætar. Jæja, góða mín, hefir þú þá kvittun frá þeim, er sanni að þeir hafi perlurnar? Eg skal geyma hana.” “Já, en — en hún er uppi, Pétur.” “Uppi?” spurði hann forviða. “í svefnher berginu þínu?” “Já, eg er svo þreytt, Pétur. En eg fullvissa þig um að alt er með feldu hvað þetta snertir.” “Segðu mér hvar hún er, Margrét, þá skal eg fara og sækja hana. Við getum ekki látið svona þýðingarmikið skjal liggja hvar sem vera skal, og vil heldur ekki, að vinnufólkið komist að því, að við höfum hér heima hjá okkur því- líka dýrgripi.” “Fyrst þú endilega vilt, þá neyðist eg víst til að fara sjálf og leita eftir kvittuninni,” svar- aði hún hikandi. “Mér þykir slæmt að vera að ómaka þig með þessu, kæra Margrét,” svaraði hann. En mér mun líða miklu betur þegar eg hefi lagt kvittunina inn í pennigaskápinn minn.” Hún gekk hægt í burtu og hjarta hennar var blýþungt. Hvað átti hún að gera? Hvað gat hún gert. Hugsunin um Ralph gaf henni samt talsverðan styrk. Hún kom aftur niður stigann eftir tíu mínútur. Maður hennar rétti fram hendina til að taka við kvittuninni. “Hvað er að? Margrét, í hamingju bænum hvað gengur að þér?” spurði hann. “Eg — eg hefi áreiðanlega fengið hana,” svaraði hún, “og mig minti endilega að eg hefði lagt hana á búningsborðið mitt. En eg get hvergi fundið hana. Hún liggur líklega úti í bílnum. Eg fór í allar áttir til að líta á hús handa okkur, en eg get ekki skilið hvað eg gat gert við kvitt- unina.” “Eg skal strax fara sjálfur og sjá hvort hún er í bílnum,” sagði Ballar. “Hvernig sem alt fer, þá má hún til að finnast.” En þótt Pétur leitaði og kona hans létist leita fanst kvittunin samt ekki. Vinnukonan og ökumaðurinn voru spurð í þaula, hvort þau hefðu séð skjal, sem kvittað var á fyrir perlur, en enginn hafði séð kvittunina,. sem aldrei var til, Ballar leitaði í eina tvo tíma í skúffu konu sinnar. Honum þótti ilt að rugla munum henn.- ar, en kvittunina varð hann að finna. Þegar hann var að þessu starfi kom kona hans inn í herbergið. Hún hneig niður í stól og fór að gráta. “Hvað gengur að þér Magga? Hvað gengur að þér? Eg skal ekki skemma neitt fyrir þér. Eg ætla bara að finna þetta blað.” Hún grét langa lengi. “Æ, eg veit að það er farið fyrir fult og alt. Eg man að þegar eg fór út úr bílnum, fauk blað úr honum. Það hlýtur að hafa verið kvittunin. Æ, Pétur fyrirgefðu mér hvað eg hefi verið hirðulaus.” » “Aumingja barnið,” sagði hann og kysti hana blíðlega. “En það var ósköp leiðinlegt, að þér skyldi ekki detta þetta í hug fyr en núna. Hlustaðu nú á mig góða mín, þú ert svo veiklu- leg og þreytt, að langbezt er fyrir þig að fara í rúmið. Eg þarf ýmislegt að gera í kvöld, og eg get sofið í búningsherberginu, svo að eg veki þig ekki.” Mrs. Ballar þótti vænt um að heyra þetta, bjóst hún við og vonaði, að Pétur mundi nú gleyma kvittuninni. Það sýndi hversu lítið hún þekti manninn sinn. Balar sat langa stund, laut höfið og studdi hönd undir kinn. Alt útlit hans bar vott um hrygð og vonleysi. Hann hafði líka slæmar fréttir að færa vesalings konunni sinni, en ákvað að láta þær bíða fyrst um sinn. Ralph Dale hafði ætíð verið lélegur námsmaður og litlum hæfileikum búinn. Dvöl hans á Cam- bridge hafði orðið mislukkuð tilraun, og eins og áður er sagt,- hafði stjúpi hans komið honum fyrir í verzlun einni. Ef hann reýndist þar vel ætlaði Ballar að gera alt, sem hann gæti til að koma honum áfram. Þetta var ágætis staða fyr- ir ungan mann; en Ralph var síóánægður og fullur af þvermóðsku. Verzlunareigandinn, sem Ralph vann hjá, eða lézt vinna hjá, því í raun og veru vann hann aldrei neitt, hét Hammond. Maður þessi hafði komið þennan sama dag til að tala við Pétur, og vitnisburðurinn, sem hann gaf Ralph var ðnnþá verri en stjúpi hans hafði búist við. “Það er svo komið,” sagði Mr. Hammond, “að við höfum neyðst til að reka hann. En áður en við höldum lengra í því máli, vildi eg tala við yður, herra lögmaður; við höfum hann sem sé grunaðan um að hafa stolið að minsta kosti 100 pundum frá verzluninni.” Ballar fullvissaði Mr. Hammond um, að féð yrði greitt; en hann gat ekki annað en hugsað um þetta og einnig að setja þetta í sanmband við perlur Sheilu. Næsta morgun fór Ballar fyr en venjulega inn í bæinn. En áður en hann fór, ætlaði hann að kveðja Margréti ástúðlega. En hún hafði læst að sér og kallaði til hans að hún væri að klæða sig. Þetta var í fyrsta skiftið öll hin hamingjuríku hjónabands ár hans, að hann hafði farið til vinnu sinnar án þess að kveðja sína ástkæru Margrétu með kossi; og gat hann ekki skilið hversvegna hún leyfði honum ekki að koma inn í herbergið. Hann fór í bílnum til borgarinnar og hélt beina leið til gimsteinasalanna, Partridge og Martin í Bond stræti, til þess að fá nýja kvittun fyrir perlunum. Hann gekk inn í búðina. Eig- andinn, Mr. Martin þekti ekki Mrs. Bállar, en hann hafði séð hæðstaréttarlögmanninn oftar en einu sinni við ýms tækifæri, því að í þessari búð hafði Pétur ætíð keypt þá skrautgripi, sem hann við og við hafði gefið konu sinni. Martin kom sjálfur fram í búðina og heils- aði hinum virðulega viðskiftavini, því að nafn Péturs var um þessar mundir á hvers manns vörum, eftir að hann hafði unnið hið fræga mál, sem hann var verjandi í. Ballar sagði erindi sitt með fáum orðum. “Konan mín var hérna í gær,” sagði hann. “Hún fór hingað með dýrmætar perlur, sem hún ætlaði að láta setja á ný handa fósturdóttur okkar. Að sjálfsögðu gáfuð þér henni kvittun fyrir perlunum, Mr. Martin, og væri eg yður mjög þakklátur, herra minn, ef þér gæfuð mér afrit af kvittuninni Eins og þér vitið þá eru perlur mjög dýrmætar, og konan mín hefir verið svo óheppin, að týna kvittun þeirri, er hún fékk. Þetta var löng perlufesti og brjóst- nál.” Ballar talaði kunnuglega og glaðlega og bjóst við því, að bæn sín yrði þegar veitt, en í stað þess bað hann Pétur að koma inn í skrif- stofu sína og hann sagði þetta svo lágt og með þeim hreimi að Pétur varð strax órólegur, þótt hann skildi ekki hvers vegna. Hann fylgdi gimsteina salanum rólega inn í skrifstofu hans; hann var eiginlega ekki hræddur heldur miklu fremur órólegur er Mar- tin læsti hurðinni og dró fram stól og bauð Pétri sæti. “Þér óskið að heyra sannleikann, herra lög- maður?” spurði hann. “Sannleikann, auðvitað. En hvað eigið þér við með því?” “Gott er það. Sannleikurinn er sá, að hing- að kom kona í gær og bað okkur um að lána sér 1500 pund út á perlur, sem svara til þeirra skrautgripa, er þér hafið lýst. Eg er ekki í nein - um vafa um að þetta var kortan yðar. Eg og fé- lagi minn féllum í stafi yfir fegurð perlanna, og buðum henni háa fjárupphæð fyrir þær, ef hún , vildi selja okkur þær; en hún hafnaði boðinu nema með því móti, að við sýndum ekki perl- urnar í búðarglugga okkar. Þessu gátum við ekki lofað, og fór hún þá héðan og tók með sér perlurnar. Hitt, hvað af þeim varð, segir hún yður sjálf. Hreinskilnislega sagt, Mr. Ballar, þá viljum við helzt alls ekki verða bendlaðir við þetta mál.” Bállar fór út úr búðinni mállaus af skelf- ingu. Hann gat ekki í margar mínútur áttað sig á þessum hræðilegu atriðum, sem fyrir höfðu komið. Magga — hún Magga hans, hin virðu- lega kona, sem hann elskaði. En hann áttaði sig brátt. Hann var maður með stálsettum vilja, og enda þorði hann varla að hugsa til hvað fyrir hafði komið. Hann lét aka sér til skrifstofunnar, og var þegar þar var komið, jafn ástúðlegur og kurteis við alla og hann var vanur. Hann fór fljótlega yfir öll þau minnisblöð, sem yngri félagi hans hafði lagt á skrifborð hans, fór síðan til réttar- salsins, þar sem hann var verjandi í máli einu, er átti að koma fyrir þennan morgun. Mlálið kom fyrir kl. hálf tólf. Réttarsalur- inn var troðfullur. Pétur hélt ræðu til varnar skjólstæðing sínum, sem var svo vel flutt og sannfærandi, að einn áheyrendanna sagði, að bezt væri fyrir mótstöðumanninn að fara heim og leggja sig fyrir. Ræða hans endaði með svo sterkri röksemdaleiðslu, að salurinn dundi við af lófaklappi er Pétur settist í sæti sitt. Aldrei hafði Ballar talað eins máttuglega og í þetta skiftið. Hann vann málið og fór úr rétt- arsalnum í kringum klukkan þrjú, mjög þreytt- ur og hugsaði mjög lítið um sigur sinn, og alt það hrós, sem hann hafði hlotið, einkum frá stéttarbræðrum sínum. Hann fór heim á skrifstofu sína, þar sem hann settist, þreyttur og dapur. Alt í einu cíatt honum eitt í hug. Hann skrifaði Mr. Hammond °g lagði inn í bréfið 100 punda ávísun, sem átti að borga fyrir stuld Ralphs, ef hann yrði sann- ur að sök. Hann ók svo heim til sín og hugsaði miklu meira um Ralph en konuna sína. Hvað átti hann að gera fyrir þennan óvandaða og ónýta strák. Ballar var alt of mikill mannþekkjari til þess að hafa ekki fyrir löngu síðan sannfærst um, að Ralph var letingi, nautnasjúkur og óá- reiðanlegur í hverri grein. Hann hafði gert alt, sem fullorðinn maður gat gert fyrir slíkt ung- menni, en í hvert skifti og þeir sáust, duldist Ballar það ekki, að Ralph fór hríð versnandi. Það var líka aðeins vegna móður hans, að Ball- ar leið hann á heimili sínu. Er hann ók heim til sin> sá hann greinilega hvdð hann yrði neydd- ur að gera. Það var engin önnur leið. Sheila og Ralph máttu ekki sjást framar. Ungur mað- ur, sem hafði hagað sér eins og Ralþh hafði gert, varð að fara alveg í burtu áður en Sheila kæmi heim. Hann varð að fara af landi burt. Ballar ákvað'að gefa honum fjárhupphæð, sjá um að hann kæmist um borð í skip, sem sigldi til fjarlægs lands, og koma honum í skiln- ing um, að hann mætti ekki vænta neins styrks framar fra honum eða moður sinni. Þegar hann nálgaðist heimlii sitt mundi hann fyrst eftir perlunum, og hin undarlega kuldalega fram- koma Martins stóð skýfr fyrir hugskotssjónum hans. Hvað gat þetta þýtt? Með sjálfum sér var hann þakklátur fyrir, að Sheila var ennþá í skólanum og vissi ekkert um alt það uppnám, sem hugur hans var í, og hlaut að trufla sam- búðina á Sólheimum. En Mrs. Ballar hafði strax og maður henn- ar var farinn, sezt niður og skrifað Kruger i Bloemfontein og beðið hann að senda sér 3000 pund, því að kostnaðurinn við að koma Sheilu inn í samkvæmislíf heldra fólksins, mundi a- reiðanlega kosta 4000 pund. Hún vissi að Krug- er hafði afhent manni hennar 1000 pund í þess um tilgangi. Hún taldi upp leiguna á sumum þeim hús- um, sem þau höfðu litið á, og staðhæfði, að unga stúlkan gæti eigi vakið viðeigandi eftirtekt i samkvæmislífi höfuðstaðarins nema áður minstri upphæð yrði bætt við. Hún vissi mjög vel að hú gæti ekki eytt meira en 1000 pundum af þessari upphæð a Sheilu og sjálfa sig. Af þessari upphæð varð hún að kaupa Sheilu búning, þegar hún yrði kynt við hirðina, og alla aðra búninga, sem ung stúlka þarfnast er hún tekur þátt í félagslífi ríka fólksins. Hana langaði til að biðja um 5000 pund, en þorði það ekki. Hún mundi samt hafa fé meðal handa. — Maðurinn hennar mundi gjalda húsaleiguna af 1000 pundunum, sem hann fékk, og hún gæti borgað okurkarlinum og fengið aftur perlurnar. Hún ritaði bréfið með fastri hendi og með ákveðni og dirfsku, sem annars var henni ólík. Þegar bréfinu var lokið ritaði hún undir það fult nafn sitt og heimilis- fang og bað Kruger að senda féð beint til Sól- heima með póstinum. Hún fór sjálf með bréfið í póstinn, og reyndi nú að telja sér trú um, að nú væri hún komin yfir örðugasta hjallann í þessu máli. En Margrét Ballar var ekki eins sniðug eins og aðrar konur í hennar kynslóð. Æfisögu hennar má segja í fáum orðum. Hún misti foreldra sína þegar hún var smábarn, og var alin upp af gamalli, alvarlegri og strang- trúaðri frænku. Þegar hún var átján ára gömul var hún hæglát og yndisleg stúlka, án þess að eiga minsta snefil af lyndisþrótti, og þegar ung- ur maður einn, George Dale að nafni, varð ást- fanginn í henni og kom henni til að strjúka í burtu með sér og giftast sér án vitundar og vilja frænku hennar, þá gerði hún það tafarlaust. Mrs. Dale, frænka Margrétar, varð svo reið að hún neitaði að hafa nokkuð saman við hana að sælda framar. Hún dó tveim árum síðar, og ánafnaði Margrétu 5000 pund, en þessum arfi fylgdu þau ákvæði, að hún sjálf, en hvorfd mað- ur né barn mætti eyða fénu meðan hún lifði. George Dale reyndist alt annar maður en Margrét hafði ætlað hann vera. Hann var kaup- hallarsnápur og lifað af sporslum þeim, sem hann gat snapað þar, auk arfs Margrétar, eða réttara sakt rentunum af arfinum. Hann tók þátt í veiðreiðum og hálsbraut sig einu sinni við þær íþróttir. Þá var sonur hans tveggja ára gamall. Margrét sá innilega eftir honum, en það var fyrst í síðara hjónabandinu, sem hún kynt- ist sannri hamingju. ★ ★ ★ 1 fyrsta skiftið í hjónabandinu, kom hinn nafnfrægi hæstaréttar lögmaður heim með hnyklaðar brýr og hugann sorgmæddan. Hann hvorki heilsaði henni með handabandi eða kossi- Mrs. Ballar lá nú ekki á legubekknum eins og daginn áður. Hún var klædd fínum búningi og tók á móti manni sínum méð þeirri blíðu og ást- úð, sem hún hafði ætíð tekið á móti honum með því að hún elskaði hann innilega. Þegar hún sa svip hans, mintist hún allra áranna, sem hann hafði verið henni ástrkur eiginmaður, og hún spurði sjálfa sig að hvort þetta væri alt breytt nú. Þótt hún væir haldin óljósum ótta, þá grun- aði hana samt ekki hversu hætt hún stóð. Hún talaði eins glaðlega og hún gat, og lézt ekki taka eftir því hve hann var þurlegur. “Hvernig gengur þér með málið, Pétur?” spurði hún. “Eg hefi í allan dag verið að hugsa til þess og þín, elskan mín.” Er hún sagði “elskan mín”, hrökk hann frá henni eins og hann hefði verið bitinn af snák. Honum virtist að nú fyrst, á öllum þessum ár- um, sæi hann hana eins og hún var raun og veru. “Þau eru hvort eftir öðru, móðirin og sonur hennar,” hugsaði hann. “Hvað gengur að þér, Pétur?” spurði hún. “Hefir eitthvað ilt komið fyrir?” “Já, mjög ilt.” “Svo þú hefir þá tapað málinu, sem þ11 varst að verja? Æ, aumingja, aumingja----- Hún komst ekki lengra, því hann reis úr sæti sínu og rétti út hendina valdsmannslega og ógnandi: Eg hefi unnið málið, Margrét, en annað hefir farið illa — og um það verð eg að tala við Þig, og það undir eins. Sonur þinn Ralph var rekinn burtu frá Cambridge fyrir nokkrum vikum síðan. Nú hefir hann mist þá stöðu, sem eg útvegaði honum. Og veistu hvers vegna? Af því að hann er grunaður um að hafa stolið 100 pundum frá félaginu, sem hann vann fyrir. “Æ, Pétur, æ,” hljóðaði Margrét upp yfir sig, æ> vesalings, vesalings drengurinn minn • Hún hneig niður á hnén og fór að gráta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.