Heimskringla - 28.08.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.08.1946, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA . WINNIPEG, 28. ÁGÚST 1946 ^gitnskringla fStofnuO tS8t) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Saígent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 28. ÁGÚST 1946 Draumheimar .... “Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má”. Svo kemst skáldið góða, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, að orði, og í ljóða og ritsafni frú Theódóru Thóroddsen er þessi vísa: “Þegar lánsins þrjóta mið, og þverra vinatrygðir, á eg veröld utan við allar mannabygðir.” Allir eiga sína hugarheima, draumheima undraheima, þóL innsýn í þá heima blasi misjafnlega skýrt við. Eigi væri að undra, þótt mörgum yrði tíðförult tnn í einhverja siíka heima — einhverja “veröld, utan við allar mannabygðir nu, á þessum síðustu og verstu dögum, ef vera kynni, að þar væn að finna meiri fegurð, meiri frið og samræmi, en nú sýmst vera a hugsana- og athafnasviði umheimsins. Naumlega hefir tekið að rofa til í skýjaþykkni margra stríðs- og tortímingarára, þegar aftur dregur upp ófriðarbliku alt fra háloftum, til hins þrengsta sjóndeildarhrings a umhorfs-sviði heimsins. Á öllum öldum hafa menn haft mismunandi skoðanir á æðstu hnossum og verðmætum lífsins, — lifað og hrærst í mismunandi 0g ólíkum hugarheimum. Sumir eru haldnir óseðjandi valdafykn eigingirni, þrotlausri auðsöfnunarfýsn, og ofstækiskendri þra til drotnunar og harðýðgislegra yfirráða. — Það er þeirra heimur Aðrir fleyja sér vilja- og mótstöðulaust út í soll lifsins, og berast eins og flök — vogrek, með straumnum að feigðarósi. En skáldið Steingrímur Thorsteinsson segir: “Þú finnur aldrei hnoss í heimsins glaum, hégómadýrðin gelzt með bitrum sorgum. Þú vilt hið góða, flý þá trylldan flaum, hvar fíflast öld á strætum og á torgum, en leita þess í huldum hjartans draum. Því duldar áttu’ í djúpi þinnar veru þær dýrstu perlur, betri víst þær eru en froðan glæst á fölskum tímans straum.” Og enn aðrir eru til, hverra aðal markmið virðist vera, að fegra og bæta samtíðina eftir fremsta megni, en því miður falla margir í valinn, áður en þeir fá miklu áorkað; en það er göfugt hlutverk, og fegursti og yndislegasti heimurinn, er þeir búa í, og þessvegna er hugljúfast að færa til rök, og lítið dæmi úr hinni frægu skáldsögu Björnstjerne Björnsons, hins norska stórskálds, sögunni “Á Guðs vegum”. Sagan byrjar á aðallega þremur börnum, er skáldið fylgist með til fullorðins ára, Jósefínu og Edward Kallem, sem ætlar þegar í æsku að verða læknir og Óla Tuft, er ætlar að gerast prestur. Þessi þrjú eru persónur sögunnar til enda. En eigi er langt liðið á söguna, er Kagni, ung, yndisleg og listræn birtist á sviðinu, og verður eftir það aðalpersóna sögunnar. Hún er gift blindum og máttlausum manni, af skyldurækni, og fyrir ósanngjarnar áeggj- anir fólks síns, þar sem þessi blindi maður hafði verið giftur systur hennar, en hún var dáin, og lét eftir sig 2 börn ung. Ragni gekk þeim í móðurstað, en var, eins og að líkum lætur, óhamingjusöm. Leitaði sér svölunar í listaheiminum. (Hljómlist). Kallem, þá í læknaskólanum kemst í kynni við hana (býr í sama húsi), og heitar, ófrjálsar ástir takast með þeim, ekki sora- fullar kynferðiskendir eða fjósbása-fýsnir, eins og sum nútíðar- sagnaskáld keppast við að lýsa. Eftir sex ára aðskilnað giftast þau, og um yndislegra samlíf, hafa fáir höfundar skrifað. En Jósefína, systir Kallems læknis er þá fyrir löngu gift æskuvini sínum Óla Tuft, þröngsýnum ofsatrúar-presti, og eitra þau svo alt líf Ragni, að hún, sem öllum vildi gott gera, og bjó í sálrænum, óraunverulegum draumheimum féll í valinn löngu fyrir aldur fram úr arfgengri óðatæringu. - Skulu hér tilfærð nokkur orð úr þeim kafla sögunnnar, er hún var nýdáin: . . . “Hann reyndi aðeins hvort hann gæti hugsað án hennar; en það varð úr að hann hugsiaði um hana. Frá fyrstu stund,' er þau hittust — allir smáþræðir, hin duldustu boð frá yndisleik 1 hennar og gáfum, frá veikleika hennar engu síður en frá skáld- legri ást hennar; hann lifði það upp aftur með sömu gleði og sorg, alt var það jafn kært og jafn sárt að missa.”----“Hann fór að bókaskápnum hennar og leit inn í hann, — hann var líka mynd af henni. Hann hafði oft gert þetta og brosað við, er hann las bóka- heitin. Nú varð honum litið á kjölinn á “Villiöndinni” eftir Henrik Ibsen. Hann var hár maður, og sá því nokkurn veginn ofan yfir bók- ina, og sýndist vanta blöð í aftast, og þess vegna tók hann bókina út. Hún hafði þá skorið úr bókinni þau blöð, þar sem lýkur sorgarsögu Heiðvígar, þar sem hún skýtur sig, og það sem fer á eftir. Skorið það úr; þeir viðburðir hefðu ekki átt að eiga sér stað. Ekkert hefði getað gripið hanff meir. Hann fleygði sér niður í legubekkinn og grét eins og barið barn. Auðvitað; hún var of veikgerð og of hrædd; íieimur sá er enn of hrottalegur, sem vér berjumst í; hann j/erður að verða betri áður en slíkt fólk getur í honum lifað. Hún reyndi að klippa úr hon- um það, sem henni gazt ekki að, en svo fóru leikar, að hún var klipt burt.”-------- Draumheimar! Ekkert er ó- umbreytanlegt nema umbreyt- ingin, — ekkert stöðugt nema dauðinn. Sérhvert hjartaslag særir oss sári, og án skáldskapar-listarinn- ar væri lífið sífeld blóðrás. Skáldskaparlistin býður oss það, sem náttúran neitar oss um: Gullna tíð, sem ryðgar ekki, vor, sem fölnar ekki; hamingju, sem ekkert skyggir á, og eilífa æsku. Eru þetta ekki æðstu hnoss og verðmæti mannlífsins? En nýtur þeirra nokkur nema helzt í draumheimum? AFMÆLI Eg er orðinn gamall æskan gengin hjá. Samt er yndið mesta, að óska, vona og spá. Hvað er lífsins gáta? Grátur eina stund, og svo hlátur vakinn við vina gleðifund? Eða er lífið neisti er ljómar hér um skeið; en glæðir hinumegin það góða á andans leið? Aldurs stutta saga segir fátt um mann; ei neitt um eldinn bjarta er innst í hjarta brann. Eitt er víst; að göfgi er geymir mannsins sál, túlkar á jörðu og himni, hið helga guða mál. Lífsins hnossið dýra, helgust mannsins þrá, er að eiga vini sem unna—og treysta má. Næturhúm er tjaldið sem hjúpar dagsins rót og gefur orku nýja á næstu vegamót. Fram! er lífsins orðið; lönd að nema heið. Huliðs röddin innra ávalt vísar leið. Bergthór Emil Johnson FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Hið fyrirhugaða elliheimili að Mountain, N. D. Elliheimili stendur til að reist verði að Mountain á næsta vori. $34,000 er búið að safna nú þegar til fyrirtækisins, og koma tillög greiðlega inn ennþá. Landspilda hefir verið gefin undir hælið, og húsagerðameist- ari gert uppdrætti að hinni fyrir- huguðu byggingu. Þessa bygg- ingu á að reisa í nútíma stíl á 6 ekru landsvæði, er Mr. og Mrs. Har. Ólafson og Mr. og Mrs. W. H. Hannesson á Mountain gáfu. Eftir núvearndi byggingar- kostnaðaráætlunum, mun bygg- ingin kosta $60,000. Af þeirri upphæð hefir nefndin meðtekið um $19,000 í dánar og minning- argjöfum, svo og ýmsum öðrum höfðinglegum tillögum. Einnig hefir nefndin trygg- ingu fyrir að fá $15,000 styrk frá “The Pathfinder Memorial Fund” elliheimilisins Betel, að Gimli, Man. Þannig eru nú, eins og áður er sagt, $34,000 í höndum nefndar- innar til byrjunar á verkinu, er mun hefjast á næsta vori, verður Skipaður í ábyrgðarmikla stöðu í London Foringi Færeyinga fallinn Jóannes kóngsbóndi Paturs- son, andaðist 1. ágúst að heimili sínu, Kirkjubæ, eftir skamma, en harða sjúkdómslegu. Á Ólafsvöku-hátíð að Þórshöfn þ. 28. júlí flutti hann ræðu fyrir þúsundum áheyrenda. Svohljóðandi var andlátsfregn sú, er blaðinu barst í gær. Mun íslenzka þjóðin einhuga taka þátt í sorg og söknuði Færeyinga, er þeir hér eiga á bak að sjá, hin- um glæsta foringja sínum. Er það þeim að vísu raunabót, að vitað er, að “merkið stendur, þó maðurinn falli”, eins og skáldið komst að orði. Hugsjón- ir Jóannesar Patursson munu lifa með hinni færeysku þjóð, og starf hans bera ríkulega ávexti i framtíðinni. Mbl. 1 ágúst hafist handa með nýja söfnun til viðbótar þessu fengna fé, eftir að uppskeru-annir eru um garð gengnar, og meiri tími vinst, til að gefa sig við þessu þarfa mál- efni. Mountain-þorp er að koma upp hjá sér vatnsverkskerfi, og mun leggja hælinu til alt vatn ókeyp- is. Ætlast er til, samkvæmt upp- dráttunum, að byggingin rúmi 40 manns, auk starfsfólks þess, er vinnur við heimilið. Byggingin verður eldtraust, og reist að öllu leyti samkvæmt nýjustu byggingarvenjum og siðum. 1 framkvæmdanefnd elli- heimilisins eru: F. M. Einarson, Mountain, og er hann formaður; Victor Sturlaugson, Langdon, ritari, og J. Peterson, Cavalier, féhirðir. Aðrir nefndarmenn eru Alvin Melsted, Garðar, Einar Einarsson, Hallson; G. J. Jónas- son, Monutain; A. G. Magnús- son, Milton; Ásmundur Benson, Bottineau go séra E. H. Fáfnis. óeirðirnar í Palestínu Fjögur þúsund brezkir her- menn rannsökuðu hvert einasta hús í hinu litla þorpi Ceasarea síðastliðinn mándag í leit eftir leynisfélagsmönnum, er eyðilagt höfðu skip fyrir skömmu á Haifa höfninni. Brezku hersveitirnar komust inn í þetta þorp, og fleiri staði þar nærliggjandi í myrkri, íbú- unum að óvörum, en lögreglu- skip við ströndina, og R.A.F. lofskip voru viðbúin til liðveizlu. Leit þessi var hafin vegna 1 þess, að sumir af þorpsbúum voru grunaðir um að hafa svikist að herskipinu Empire Heywood á Haifa höfninni, og valdið skemdum. Eigi getur fréttin um hve margir náðust í þetta skifti, en ó- eirðunum og uppivöðslunum á allan hátt í Palestínu, virðist aldrei ætla að linna. Manitoba fær $363,806 lil opinberra verka Sundurliðaðar upphæðir til Canada House í London, við ýmjsiegra framfara hins opin- utanríkismáladeildina þar. Þessi bera { Manitoba og Saskatchew- frétt barst síðastliðinn þriðjudag. ari) voru ákveðnar í þinginu síð- Mr. Sigvaldason verður kom- asti mánudag. inn til Ottawa 6. september, og Heildartillag Manitoba er sú býst við að leggja upp til Eng- upphæð, er að ofan sézt. Til opin- lands þá þegar í stað. berra verka í Winnipeg; til opin- Veitingu þessarar vandasömu berrar sambands-byggingar — stöðu vann hann í stjómarþjón- $300,000. Viðbætur og breyting- ustu samkepni, er utanríkismála- ar á opinberum byggingum í St. deildin stofnaði til. ! Boniface, $18,000. Þessi velgefni Islendingur er, prince Albert, viðbætur og fæddur í Baldur, Man., 1904, breytingar á almennigs-bygging- sonur Mr. og Mrs. E. Sigvalda- um $65,000. son. Eftir almenna bamaskóla- Regina, til byggingar verzlun- og miðskólamentun í Baldur, ,ar Qg viðskifta-deildar, $14,300. stundaði hann nám við Manitoba Hecla, Man., til bryggjubygg- háskólann, og útskrifaðist þaðan ingar, $19,000. í “Arts”, en árið 1939 útskrifað- Til Winnipeg Crescent geym- ist hann í fræðslumálum. siu og frystihúsfélagsins $25,450. Árið 1937 gekk hann í stjórn- Waskesieu Lake, Sask., höfn, arþjónustu Manitoba sem eftir- viðgerðir, $15,000. lits- og umsjónarmaður, en 1940 Winnipeg North Star Cold gerðist hann umboðs fram- Storage Co., $6,356.16. J. P. Sigvaldason, umboðsmaður fræðslumáladeild- arinnar í Manitoba, hefir ver- ið valinn til aðstoðarritara í kvæmdarstjóri fræðslumála- Sléttubænda framkvæmda-fé- Stúkan “Skuld” heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið 3. sept. næstkomandi, á venjuleg- um stað og tíma. — Fjölmennið. deildarinnar, og þeirri stöðu hélt lagið fær einnig $50,000 viðbót hann til ársins 1942, að hanr. til kaupgjalds, dýrtíðar-uppbót- gekk í flugherinn. ar, og ýmislegs annars kostnað- Að stríðinu loknu tókst Mr. ar. Sigvaldason á hendur fræðslu-j Manitoba Rifle Assn., fær starf hjá flughernum í Londori, j $1,500 styrk, og samskonar félag en var leystur frá herþjónustu í. í Saskatchewan $1,100. síðastliðnum febrúar, þá flug-j Moose Jaw United Services deildar-foringi, (squadron lead- fær $300, Regina $250, og Win- er). nipeg $250. Canada Fyrirfram þekking, vitneskja og fróðleikur ýmislegur um Can- ada, eru nú álitin nauðsynleg væntanlegum innflytjendum fra öðrum löndum; til dæmis upp- lýsingar. um canadiska háttu og siði, tungumálið, fræðslumála- kerfi, og fleira. Alt þetta hefir komið fram fyj- ir fulltrúa Canadian Trustees Assn., á þingi þeirra í Edmonton sem haldið er um þessar mundir. Innflytjendur ætti að fræða um það menta og fræðslufyrir- komulag, er börnum þeirra yrði kent, áður en þau kæmu til Can- ada. Undireins og þau kæmu til landsins, ætti með öllu móti að hvetja þau til að læra málið og alla landssiði eins fljótt og auðið er. Þessari niðurstöðu komust fulltrúar þessa fræðslumála þings að, og að hvetja þyrfti ríkisstjórnina til að útvega kenn- ara og staði, þar sem öll þessi fræðsla gæti farið fnam. Sameinuðu þjóðirnar Douglas Lachance, aðal-fretta- ritari í Paris skýrir frá því, að rannsókn hafi sýnt, að Molotov og Vishinsky aðal fulltrúar Rússa á friðarráðstefnunni 1 Paris, hafi ekki meint neina móðgun eða virðingarleysi við Canada, er þeir gengu út úr ráð- stefnusalnum þegar King for- setisráðherra byrjaði á ræðu sinni. Mr. Lachrance hefir það eftn' einum af eanadisku fulltrúun- um, er á að hafa sagt, að það væri fólk til, er héldi að vinátt- an vær ekki mikil milli Canada og Rússlands. En svo væri því þó ekki farið. Fulltrúinn átti við njósnara- rannsóknirnar í Ottawa. Sagði hann, að ýmisleg leiðinleg atvik hefðu komið fyrir því viðvíkj- andi, og að Rússar hefðu verið staðnir að því, að gera ýmislegt, sem þeir hefðu ekki átt að gera, en taka yrði til greina, hver hug- sunarháttur þeirra væri; sagði hann, að ef Mr. King finnst að hann geti samvizku sinnar vegna gengið svo langt í bága við skoð- arnir sínar, að hallast að skoð- unum Rússa við viss tækifæri’ þá myndi hann gera það, þó ekki væri til annars en að sanna þeim (Rússum) að Canada ber enga óvild til þeirra, eins lengi og þeir virða ríkis- og þjóðréttindi hennar. Samband Canada og Júgóslavíu Samkomulag milli Canada og Júgóslavíu er ennþá friðsamlegt og eðlilegt, og engum breyting- um tekið við skothríðina á Bandaríkja-flugvélar yfir Yugo- slavíu landsvæði. Deilan um þennan atburð, kemur Canada, að sagt er, ekki lagalega, eða stjórnarfarslegð við, og hefur ekki bein áhrif a samband landanna. Fulltrúi Canada sagði í Paris nýlega, að Canada myndi á allan sangjarnan hátt fylgja Banda- ríkjunum að málum í ágrein- ingi þessum, en jafnframt reyna að stuðla að því eftir megni, a friðarráðstefnan í Paris geU haldið sem bezt áfram, og a kastað sem mestu, svo að osig komulagið í heiminum gseti orð ið að mun friðsamlegra, en þa nú er.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.