Heimskringla - 20.11.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.11.1946, Blaðsíða 1
* We recommend for your crpproval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winmpeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •+ +■—-—-— We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. --------------------—♦ LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. NÓV. 1946 NÚMER 8. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Bæjarkosningarnar Bæjarkosningarnar í Winni- peg fara fram á föstudaginn. Það ®°á ætla, að kjósendur séu búnir að átta sig á því hvernig þeir ^etla að greiða atkvæði, sem er aukvitað gott, þó mörgum kunni að hafa veizt erfitt að koma auga a miklar nýungar. Menn virð- ast ekki hafa neitt sérsatkt út á kæjarstjórnina að setja eða for- mann hennar, Mr. Coulter borg- arstjóra. Er hann því líklegur L1 að ná endurkosningu. I annari deild ,býður Paul Bar- dal síg fram og þar sem hann er eini íslendingurinn, sem um bæjarráðsstöðu sækir, væri ekki nr vegi að landar hér hefðu það ihuga. Hannerþektursemmjög sanngjarn og samvinnugóður maður í bæjarráðinu — og mik- hs metinn af öllum samstarfs- mönnum sínum þar, sem annars- staðar. E. E. Hallonquist er vissulega maður, sem endurkosningar er Verður. íslenzka kjósendur viljum vér ennfremur minna á landana, sem um skólaráðstöðu sækja. Bílasýning M. Einarsson Motors Ltd., hélt sýningu á hinum nýju bílum Kaiser-Frazer félagsins, á mánu- og þriðjudag í þessari viku. Söfnuðust allir agentar félagsins Ur fylkinu og Norðvestur-On- tario til að sjá hina nýju bíla, ^he Kaiser Special og Frazer hílana, sem sýningargestum Þóttu dýrgripir hinir mestu. — Legar þeir höfðu skoðað bílana °g aðra framleiðslu Kaiser- Fra- *’er félagsins var þeim boðið til miðdagsverðar á Fort Garry Hóteli og fjölda annara. Fóru Þar fram ræðuhöld og tóku þátt 1 þeim menn frá aðalfélaginu í Canada, sem voru þrír að tölu. Kaiser-Frazer félagsins Sagði J. W. Atkinson (Assistant Lirector of Sales í Canada); var t>ar á margt minst eftir- tektavert, eins og hvernig þessir afkastamiklu iðjuhöldar reka hlutina áfram á hverju sem 'engur. Þegár skortur var á táli og kolum, keyptu þeir stál- 'erksmiðjur og kolanámur og éru með því fram úr öðrum. — framleiða þeir 300 bíla á lag og gera ráð fyrir í marz, að >afa hækkað töluna í 1500. Þótti 'eim er augastað hafa á fram- eiðslu þeirra, þetta góðar frétt- r- M. B. Cornell var einn að- •°mumanna og mælti fáein orð, hann er Director of Sales í 'anada. Þriðji aðkomumaður- nn var A. M. Stuart, Service ^anager í Canada. Veizlustjóri Mr. M. Einarsson, forseti M. 'inarsson Motors Ltd., félagsins r formlega hefir nú opnað sölu 1 afurðum Kaiser-Frazer félags- ns í þessu fylki og norðvestur- ^luta Ontario. Kynti hann gest- na °g bauð velkomna og ræddi lm tiigang og sameiginlegt starf )eirra er hér væru saman komn- r- Þá mælti Dan. J. Einarsson vara-forseti M. Einarsson Motors Jtú., nokkur orð, og beindi máli sinu aðallega til umboðsmanna elagsins. Voru umræður þær þarna fóru fram góðar og ofðu allar mikinn tilgang. Klukkan sjö að kvöldi var Syningarskálinn opnaður al- n^ermingi og biðu menn í þrem r° um lengi alla leið frá skál- anum og yfir á Osbome stræti lr að komast að; hélt því á- fram í dag og gerir eflaust leng- ur, svo mikið fýsir menn að sjá vörur þessa nafnkunna félags. Hér er um viðskiftafélag að ræða, sem góða framtíð virðist eiga og er Islendingum það sinu meira gleðiefni, sem það er landi þeirra, sem á það og stjórnar. FRÁ SEN DIRÁÐIN U í WASHINGTON 13. nóvember, 1946 Herra ritstjóri Hkr.: Svo sem kunnugt er, samþykti Alþingi þingsályktunartillögu 25. júlí s. 1. um að Island æskti upptöku í Bandalag hinna sam- einuðu þjóða (United Nations). Síðan sótti sendiherra íslands í Washington, í umboði ríkis- stjórnarinnar, um upptöku Is- lands í Bandalagið 2. ágúst s. 1. Öryggisráð (Security Council) hinna sameinuðu þjóða samþykti á fundi 29. ágúst s. 1., með 10 samhljóða atkvæðum, að mæla með umsókn íslands um upptöku ií Bandalagið til þings hinna sam- einuðu þjóða. Er þing hinna sameinuðu þjóða kom saman nú fyrir skemstu í New York, var pólitísku nefnd hinna samein- uðu þjóða falið að athuga inn- tökubieðnina og samþykti hún mótmælalaust 2. nóvember að mæla með inntöku-beiðninni, sem síðan var samþykt á þing- inu með einróma atkvæðagreið- slu 9. þ. m. íslenzka nefndin er nú komin til New York til að sitja þing sameinuðu þjóðanna. — Thor Thors, sendiherra Islands í Washington, er formaður nefnd- aminar. Aðrir nefndarmenn eru: Finnur Jónsson, dómsmála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, borgarstjóri og Ólafur Jóhannes- son, lögfræðingur. Verður form- lega gengið frá þátttöku Islands í Bandalagi hinna sameinuðu þjóða, er formaður íslenzku nefndarinnar, Thor Thors, und- irritar 15. þ. m. fyrir Island svo- nefnt ‘instrument of adherence’. 14. novemoer, Herra ritstjóri Hkr.: I framhaldi af bréfi sendi- ráðsins, dags. í gær vill sendi- ráðið bæta því við að inntöku- beiðni Islands var samþykt á þingi hinna sameinuðu þjóða með einróma atkvæðagreiðslu og lófataki 9. þ. m. Ennfremur skal það tekið fram, að það mun verða um miðja næstu viku en ekki 15. þ. m., að Island verði tilkynt formlega sem meðlimur í Bandalagi hinna sameinuðu þjóða, er sendilherra hefir undir- ritað “instrument of adherence” fyrir íslands hönd. Virðingarfylst, F. h. s. Magnús V. Magnússon ICELANDIC CANADIAN EVENING SCHOOL Mrs. O. Stephensen flytur er- indi á ensku: “Recollection of Pioneer Days in Winnipeg”,' í efri sal Fyrstu lútersku kirkju, miðvikudagskveldið 27. nóv., kl. 8.30. Mrs. Stephensen er Islend- ingum kunnug fyrir ágæta hæfi- leika í þá átt að semja skemtileg og skipuleg erindi, og flytja þau skýrt og yfirlætislaust. Hún hef- ir þar að auki mikinn áhuga fyr- ir ofangreindu málefni, og sagði mér, að þó hún ætti um þessar mundir mjög annríkt, þá yrði það nokkurskonar ”labor of love” fyrir sig að gefa yngri ís- HAUST Nú eru ljósar nætur liðnar hjá lyftast skuggar hafs frá dökkum grunni, sígur drungi á dagsins þreyttu brá dáin blómin, sem eg heitast unni. Og skýjaborg, sem bygð var snemma í vor hún brotnar öll og finst nú hvergi lengur. Nú er það hik, sem hét í sumar þor, hláturinn eins og brostinn gígjustrengur. Svo herðir frost og hélar rúða hver og hrafninn leitar svangur eftir gori. Landið fölt svo langt sem augað sér, og lengir eftir sól með nýju vori. Stormur lendingum hér upplýsingar um aðeins hálf klukkustund, frá kl frumbýlisár íslendinga í Winni- peg. Að erindinu loknu verða sýndar skuggamyndir frá frum- byggj aratímabilinu. Islenzku kenslan fer fram í Daniel Mclntyre Collegiate, Alverstone and Wellington, og hófst fyrir rúmum mánuði síð- an. Nemendum er skift í þrjá bekki; í fyrsta bekk eru byrj- endur og er þeim kent að tala daglegt mál og lesa; í öðrum bekk er kent málfræði, stafsetn- ing, o. s. fr.; nemendur í þriðja bekk lesa bókmentir, og hafa ný- lega lokið við að lesa “Jón Aust- fyrðingur” eftir G. J. Guttorms - son, skáld. Kennarar eru: W. Kristjanson, Lilja Guttormson og Hólmfríður Danielson. Kenn- arar voru allir á eitt mál sáttir með það, að þó ekki sé ýkja stór hópurinn sem sækjir skólann, þá væri sjáifsagt að halda uppi kenslunni fyrir þá sem enn vilja leggja rækt við ísienzkuna. Ef enn eru nokkrir sem vilja njóta námsins og hafa ekki verið skrá- settir, eru þeir beðnir að kom- ast sem fyrst í samband við und- irritaða. Skólinn hefir nú verið starf- ræktur í tvö ár. Tuttugu og fjór- ir fyrirlestrar hafa verið fluttir um Island. Vegna þess að al- menningur var mjög áfram um að fá fyrirlestrana á-prenti, var ráðist í það að láta prenta þá í bók. Bókin nefnist “Iceland’s Thousand Years”, og innihald hennar eru fyrstu 13 erindin sem flutt voru við skólann. Þau fjalla um sögu, menningu og bókmentir Islands frá fyrstu landnámstíð og fram til þess tíma að ísland varð lýðveldi að nýju, 1944. Bókin seldist frábærlega vel, og var prentuð önnur útgáfa, og er hún í vönduðu bandi, og prentuð á bestu tegund af papp- ír. Aðeins 500 voru prentuð og er þegar nokkuð af því selt. Er- indin sem flutt voru síðast liðið ár fjalla um listih, hannyrðir, skólamál, verzlunarmál, lifnað- arhætti, þjóðsögur, merka menn og nútíðarrithöfunda. Þessi er- indi verða að mestu leyti prent- uð í tímaritinu, Icelandic Can- adian. Það virðist svo að félagslíf meðal íslendinga hér sé afar fjörugt og fjölbreytt, því ómögu- legt er að fá húspláss fyrir fund- arhöld nemia að árekstur verði. Það vill því svo til að þetta sama kvöld sem erindi Mrs. Stephen- sen er flutt, 27 november verð- ur kaffi sala hjá yngra kvenfé- lagi safnaðarins í neðri sal kirkj- unnar. Málsaðilar komust að þeirri niðurstöðu að þetta yrði alls ekki til baga hvorugu fyrir- tækinu, þar sem erindið er stutt, 8.30 til 9, og gæti því félags konur, flestar tekið sér ofurlítið frí og komið upp í efri salinn til að hlusta á Mrs. Stephensen, þar sem við skiljum að þær muni hafa áhuga fyrir þessu málefni. Svo að loknu erindinu færu gest- ir og áheyrendur án efa til kaffi- drykkju í neðri salnum, og þar með er þetta mál farsællega til lykta leitt. Munið eftir stað og stund, 27. november. Aðgangur ókeypis, og allir velkomnir. Hólmfríður Danielson UPPTÍNINGUR Eftir Á. S. Þegar það kvisaðist, að Karla- kór Reykjavíkur syngi tvo daga í Winnipeg, og íslenZku blöðin fluttu þá fregn, að panta mætti aðgöngumiða með pósti, það bókstaflega kveikti í öllum bygð- um Islendinga. Það var hrópað bæ frá bæ og húsa milli, það flaug sem logi ýfir akur. Það var engu líkara en stór liluti Islands hefði verið fluttur til Vínlands og væri nú til sýnis í Winnipeg. Það hefir víða mátt heyra: “Ó —< — gaman væri nú að geta komist til Winnipeg.” Eins og margra ára innilokuð þrá brytist út í þessu eina Ó-i. Og enn aðrir, sem fundu sig fleygann: “Þessu tækifæri sleppi i eg ekki, hvað sem það kostar!” Og það á bókstaflega viö SIGURÐUR ÞÓRÐARSON SÖNGSTJÓRI' Karlakór Reykjavíkur kom til Winnipeg á mánudagsnótt og söng í Auditorium borgarinnar á mánudags- og þriðjudagskvöld. Hafði borgarstjórinn miðdags- veizlu fyrir kórinn á Fort Garry Hotel á mánudag. Var þangað fjölda Islendinga boðið. Fluttu bæjarráðsmennimir Miorrison og Simonite og séra Valdimar Eylands þeim ræður, en boðið þökkuðu söngmenn og sungu Þjóðsöng íslands. Að hófi þessu loknu, voru söngmennirnir boðn- ir til móts við íslendinga í Fyrstu lút. kirkju. Var þar drukkið kaffi. Bauð séra Valdimar Ey- lands söngmennina velkomna, en Þórhallur Asgeirsson þakkaði með ræðu, kvað það eina mestu skemtunina á ferðalaginu, að hitta hér svo marga íslendinga, sem raun var á. Um söng kórsins birtast rit- dómar í næsta blaði; í bráðina Vatnabygðar-búa í Saskatchew- an, þar sem froseti Þjóðræknis- deildarinnar í Wynyard, gerir samning við C. P. R. að leigja járnbrautavagn til Winnipeg og nær 40 manns stigu um borð að ferðast sem næst fimm hundruð mílur, til að hlusta á raddir ís- lands! Þetta er nú þjóðrækni! má segja, að menn hafa hér orð- ið mjög hrifnir af söng kórsins. I enskum blöðum þessa bæjar hefir verið farið lofsamlegum crðum um hann, enda var söng- urinn í senn mjög fagur og ólík- ur að tækni og fimi og fjöri öllu því er maður hefir hér heyrt, en samt aldrei á kostnað listarinn- ar. Islendingar hér blátt áfram tilbiðja kórinn og segja, að slík- an söng hefðu þeir sótt ef kostur hefði verið i 365 kvöld á ári! En um sönginn verður meira sagt síðar. I gærkvöldi var kórnum hald- in veizla af Þjóðræknisfélagi ís- lendinga, en í morgun kl. 8 lagði hann af stað suður til Fargo, N. Dakota. Kórnum fylgja héðan innileg- ustu þakkir fyrir komuna og sérkennilegan og unaðslegan söng, auk hinna stuttu en skemtilegu stunda, sem landar þeirra hér höfðu af samtali við einstaklinga kórsins. Bæði söngkvöldin hafa hér milli sjö eða átta þúsund manns hlýtt á kórinn. Lófa- klappið, eftir söng Stefáns Is- landi, leit lengi út fyrir að aldrei ætlaði að linna. Það má vissulega segja um Karlakór Reykjavíkur, að hann hafi komið, séð og sigrað. Out of town dealers appointed by M. Einarsson Motors Ltd., getting preview of the new Kaiser Special and Frazer cars at the new salesroom, 455 River Ave., just before the public opening of the show, whioh is now in progress. Nú hikar allt og hræðist sína för, sem hafin var frá sólskins álfu ströndum. Nú bíður feigð í brotsjó upp’ í vör nú berast flök að köldum eyðisöndum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.