Heimskringla - 14.05.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.05.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA Hann gat ekki vitað hvensu undarleg áhrif ópíum hafði á mig, og hélt því að eg steinsvæfi. Skyldi það hafa verið tilgangur hans að drepa mig, eða var það ætlun hans að láta mig söfa á meðan hann rannsakaði föggur miínar? Eg gat ekki leyst úr þeirri spumingu, en eg vissi að væri húsráðandinn á Arrich Hall sá, sem eg hugði hann vera, lét hann engar hindranir atftra sér að ná takmarkinu. Ef honum fyndist þörf á dauða mínum yrði það honum hægðarleikur að finna eitthvert það banamein, sem virtist eðlilegt, svo að enginn grunur félli á hann. Enginn mundi ætla að hann, blindur og gamall, fremdi slíikan glæp — og eg lá þarna og gerði mér í hugarlund hvemig dauði minn mundi verða útskýrður svo að hann virtist eðlilegur. En ljósið mjakaðist hægt og hægt um alt herbergið. Eg heyrði að skúffur vom opnaðar með varúð og bjóst eg við að allur farangur minn væri rannsakaður með gaumgæfni, jatfn- vel fötin mín, sem lágu á sfcól, vom granskoðuð. Eg vissi nú hvers vegna maðurinn hélt að hann fyndi sérstök skjöl í fórum mánum. Eg fyltist hryllingu er Mr. Raynor eða rétt- ara sagt Wynnstay læddist að rúminu, og færi að leita undir koddanum mínum. Hann mundi fyrst leita alstaðar annarstaðar, því að vel gat verið að eg vaknaði við það og það mundi hann vilja forðast, en hann mundi samt áreiðanlega feoma. Hann mundi þá uppgötva að eg var vak- andi, og eg hefði legið þarna og horftv á hann, og þá — eg þorði ekki að hugsa til þess hvað þá mundi koma fyrir. Eg beið eftir þessu hræðilega augnabliki, og er eg beið þannig, sá eg greinilega atriði, sem skeð hatfði fyrir löngu síðan. Mér var nú ljóst að það var ekki í fyrsfca skiftið, sem eg sá Mr. Wynnstay í Holland húsinu. Hann hafði verið vingjarnlegi, gamli presturinn, sem lánaði okk- ur mömmu blöðin og fcímaritin. Eg áleit nú að hann hefði átt sök í dauða móður minnar. í»að hafði kanske ekki verið ætlun hans að myrða hana, en honum hafði verið áhugamál að ná í skjöl, sem hann hélt að hún hefði meðferðis, og hann hafði áreiðaniega náð í bréfið, sem hefði gert hana svona æsta áður en við lögðum af stað um morguninn, því að það fanst ekki á meðal muna hennar. Hvernig hann hafði gefið henni eitrið eða deyfingarmeð- alið, veit eg ekki, en eg var viss um að hann hefði gert það, og að móðir mín, sem var hjarta- biluð hefði beðið bana af illum tilvernaði hans. Kvöldið í Holland húsinu hafði hann gert nýja tilraun til að niá í skjölin, sem hann hélt að eg bæri á mér. Annars ef honum mistækist það, mundi hann hafa rutt mér úr vegi á einn eða annan hátt. Eg mundi aldrei fá að vita hver hinn sanni tilgangur hans var þetta kvöld, en eg mundi fá bráðlega vitneskju um það nú. Eg skildi að þetta ástand mitt var sjálfri mér að kenna. Eg hatfði viljað villa Díönu Dun- bar sýn, og hafði sagt henni, að eg hefði fundið skjölin í gamla skrifborðinu og eg hefði þau hjá mér, og að eg mundi aldrei sleppa þeim. Eg bjóst við að Mr. Wynnstay hefði fylgt Díönu til Southwood það kvöld. Hún hafði strax sagt honum frá öllu, sem okkur hatfði tfarið á milli, og bætt við, að eg mundi sennilega strax fara í burtu úr húsi Sir Georges, er eg kæmist að því, að saga hennar um ástæðuna fyrir veru minni hjá Lady Sophíu var sönn. Hún hatfði þvíí farið til húss Mrs. Marlows, en Mr. Wynnstay hatfði komið til að hatfa vak- andi auga á mér og sjá hvað eg mundi gera, og hann beið ekki árangurlaust. Eg hafði haldið að eg hefði sloppið án þess, að nokkur sæi mig, en hann hafði elt mig og komist bráðlega að því hvert eg fór. Mr. Raynor var auðvitað blindur til að græna skygnið skyldi hylja mest af andliti hans. Hann sat alt af í skugganum til að vera ennþá vissari um, að hann sæist ekki svo vel, að hann þektist. Hann talaði altaf með hásri röddu til þess, að eg skyldi ekki þekkja málróm Mr. Wynnstays. > Eg gekk blindandi i gildruna. Eg var nú undrandi yfir því hvað heimsk eg hefði verið, og sagði með sjálfri mér að það væri eg, sem hefði verið blind en ekki Mr. Raynor; en eg varð samt að viðurkenna að þessi ráð voru svo vel gerð, að þau hefðu blekt fleiri en mig. Ekki gat mig grunað að nýji leigjandinn í Arrich Hall væri ekki það, sem hann þóttist vera. Eg haíði enga ástæðu til að ætla að hann hefði einungis komið í bygðina til að gera mér tjón. Nú vantaði aðeins fáeina hlekki svo að eg gæti skilið hversvegna, að hann væri að ofsækja mig svona. Eg óskaði að eg skildi ekkert í HEIMSKRINGLA þessu, því það var hræðilegt að liggja svona og vita til þess að óvniur minn var svo nálægur, og mundi bráðlega ráðast á mig. Hann gat gert við mig hvað, sem hann vildi, og það mundi aldrei komast upp. Nú nálgaðist hann næstum hávaðalaust af ótta við að eg mundi vakna. Hann var bara þrjú fet frá mér og fann hvernig ljósið frá ljóskerinu hans sveimaði yfir mig og nálgaðist andlit mitt. Ósjálfrátt lokaði eg augunum, sem eg hafði haft opin. Ljósið skein á augnalok mín og hvarf svo skyndilega. Eg gat ekki staðist freistinguna að sjá hvað nú bæri við, og mér til undrunar, siá eg ljósið hreyfast til dyranna, er lágu að setusfcofu minni. Eg heyrði að lyklinum var snúið í skránni. Mr. Wynnstay-Raynor hafði breytt fyrirætlan og hatfði ákveðið, að leita í setusfcof- unni. Eg mundi nú að litla ferðafcaskan mín var þar inni. Hann var kanske að leita eftir henni, og þar sem hann fann hana ekki í svefnherberg- inu, ætlaði hann að leifca í setusfcofunni, og sjá hvort skjölin væru ekki þar. Ef eg ætlaði að flýja varð eg að gera það nú. Eg hugsaði um gluggann, en mundi í ör- væntingu minni að eg gat ekki opnað hann. En Mr. Wynnsfcay hafði samt komist inn án þess að fara um dymar. Etf eg gæti tfundið sömu leið, kæmist eg kanske burtu áður en hann hefði lokið rannsókn sinni inni í hinni sbotfunni. Án þess að hugsa frekar um þetta, spratt eg upp úr rúminu og fór að fálma mig áfram í myrkrinu. Alveg af hendingu snerti eg við hinum stóra fataskáp. Hann stóð ekki lengur upp við vegginn héldur frá honum. Eg skildi nú hversvegna hann hefði verið fluttur þangað þarna. Til að hylja dyr, sem voru á veggnum. Eg þrengdi mér inn á milli skápsins og veggsins. Já, þarna var hurð og hún var opin. Hvað tók við hinumegin við dyrnar vissi eg ekki, því alt var dimt. Eg stansaði ekki augna- blik, en gekk i gegnum dyrnar og lokaði hurð- inni á eftir mér. Eg fann að lykill stóð í skránni svo eg sneri honum og læsti. Því næst stóð eg kyr því eg vissi ekki hvert eg skyldi halda, en alt á einu heyrði eg hávaða frá svefn- herberginu. Það hlaut að vera Mr. Wynnstay, sem hatfði orðið var við flótta minn og hvert eg hafði farið. Eina von mín var sú að verða honum fljót- ari. Eg kætfði niður angistaróp, fálmaði fyrir mér með höndunum af.ótta við að falla um eitthvað, en herbergið virtist vera tómt, því að eg rak mig ekki á neitt og loks kom eg að hurð. Hún var opin og kem eg nú inn í herbergi, sem lítt var búið húsgögnum og lýst dautfu gasljósi. Þar stóð rúm, sem ekki hafði verið sofið í og á borðinu lá hæruskotin hárkolla og græna skygn- ið, sem Mr. Raynor notaði Alt þetfca sá eg á svipstundu er eg hljóp í gegnum herbergið. Eg vissi ekki hvert nœstu dyrnar lágu; en eg hljóp í gegnum þær sem voru beint á móti dyrunum, sem eg kom í gegn um. Rétt fyrir utan þær dyr rak eg mig á borð. Eitfchvað var á þann veginn að velta niður af þvi um leið og eg þaut framhjá. Ósjálfráfct rétti eg út hendina til að varna þvi frá að falla á gólfið, og reyndist þetta að vera kertastjaki. Kertið var rétt oltið út úr holunni en eg þrýsti þvi niður og fálmaði eftir borðröndinni þangað til eg fann eldspýtur, er höfðu iegið við hliðina á kertastjakanum. Eg kveikti á eldspýtu og hélt henni að kertinu og myrkrið vék frá, og eg hrökk saman. Við endann á löngum göngum> sá eg mann klæddan innikápu. Hann bar ljósker, sem varp- aði sterku ljósi framundan. Eg stóð eins og rótgróin við þessa sýn. Hann var í morgunskóm og kom hlaupandi í áttina til miín og stikaði stórum, en ekkert skó- hljóð heyrðist. Þegar hann var kominn fast að mér náði eg mér aftur. Með háu ópi fleygði eg hinum þunga kertastjaka beint framan í hann, sneri mér við og hljóp niður eftir göngunum. Eg heyrði stjakann falla í gólfið, heyrði hann detta og bölva og svo heyrði eg hann koma á eftir mér. Eg hljóp áfram án þess að vita hvert eg var að fara; og er eg hljóp æpti eg af öllum mætti; en mér heyrðist eins og þau óp kæmu frá öðrum en sjálfri mér. Áður en eg vissi af kom eg að stiganum. Eg hafði hlaupið svo hart að eg gat ekki staðnæmst, og þótt eg gripi ósjálfrátt í stigariðið, féll eg niðyr stigann beint á hötfuðið. Eg heyrði hávaða niðri og hann hélt áfram á meðan eg var að detta. Mér fanst að hávaðinn væri í samræmi við fa'll mitt og allar stjömum- ar, sem eg sá er höfuð mitt rakst hvað eftir ann- að í stigaþrepin, en samt var það ekki svo — hávaðinn var langt, langt í burtu. “Guði sé lof að eg má deyja á þennan hátt en ekki af hans völdum!” var síðasta skýra hugsunin mín. Þvi næst rak mig á eittihvað, og allar stjörnur hurfu. 26. Kapítuli. “Og hvemig iíður henni nú?” spurði glað- leg rödd. “Hún hefir verið rólegri síðan um mið- nætti,” svaraði önnur rödd. “Og hvemig líður honum? Hvtflist hann?” “Eg gat komið honum til að fara héðan fyr- ir hálfum fcírna síðan og reyna til að sofa dálitið. Hann er alveg úrvinda, vesalings maðurinn, en alveg í sjöunda himni yfir, að henni er að batna. Ef hún nær sér þá er það hann, sem bjargaði l'ítfi hennar -— auðvitað næst yður, læknir.” “Nei, ekki næst mér, Miss Smith. Hann hefir gert mest, eg mjög litið.” Einhver lá þar og hlustaði á þessar sam- ræður. Eg var að furða mig á hverjum hefði verið bjargað og hver hefði bjargað honum, og hverjir það voru, sem vom að fcala um þetta. Þetta var maður og stúlka, sem voru að tala saman, og maðurinn kallaði stúlkuna Miss Smith. Einu sinni fyrir löngu siðan haifði eg þekt einihverja Miss Smith. Og reyndi eg að muna hvar og hvenær það hefði verið, því mér fanst eins og í þoku, að eittihvað þýðingarmikið væri tengt við þetta nafn. En eg fékk þvílíkan höfuð- verk er eg reyndi að muna þetta og einhver hjól inni í heilanum fóru að snúast með feikna hraða. Eg fann svo til þegar eg reyndi að muna, að tárin streymdu af augum mér niður vangana og voru svo brennandi heit, að eg var viss, að þau voru bráðið járn, sem brendu sig inn í holdið. Það var aðeins einn maður, sem gat varnað þeim að hrynja; hann var nafnlaus, en hendur hans voru sterkar sem stál. Eg gat engan frið fundið nema að hann væri hjá mér. Hvers- vegna kom hann ekki? “Hvar er hann?” sagði einlhver spyrjandi rödd, sem mér fanst ekki vera mín. Hversvegna kemur hann ekki? Eg dey, ef hann kemur ekki nú!” Röddin var svo undarleg, veik og slitrótt, og hún kom mér til að gráta ennlþé meira. “Æ, hversvegna kemur hann ekki?” “Eg er héma, góða min,” svaraði önnur rödd, sem strax lét fcárin hætta. “Eg er hérna. Eg skal ekki fara aftur í burtu.” Eg rétti út hendurnar, og eg gat séð að handleggirnir voru mjóir og magrir, alt öðru- vísi en þeir höfðu verið einu sinni þegar eg liífði í iþessum heimi. Aðrir handleggir, hraustir og sterkir tóku undir herðar mínar og eg hvíldist upp við eitfchvað Sem var miklu betra en koddi, þótt eg Skildi ekkert í hversvegna það var, því eitthvað inni í þessu sló og sló, alveg eins og Mtill fugl, Sem berst um og reynir að komast út úr hendinni sem heldur honum. Er eg iá þannig horfði eg á magurt andlit, sem var alveg. gráfölt. Augun voru sokkin og dökkir hringir kring um þau. Andlitið var órak- að og niðri á hökunni var blettur, sem var dekkri en hinn hluti andlitsins. Þetta fanst mér svo skrítið, að eg fór að hlægja alveg eins og hálfviti. “En hvað þú ert skrítinn í framan,” hvísl- aði eg. “Þú ert ljótur í raun og veru, en mér lízt samt vel á þig. Hver ert þú eiginlega? Eg get ekkert skilið í þessu, og fæ svoddan höfuð- verk af að hugsa um það.” “Það er bara maður, sem þykir vænt um þig, góða mín,” sagði rödd, sem tilheyrði þessu grábleika andliti. Það var vingjarnleg, sefandi rödd, þótt hún titraði dáMtið. “Ekkert veit eg hvernig fer með yður, ef þetta á að halda svona áfram,” hvíslaði vei^ari rödd. “Þér hatfið nú ekki sofið næstum því í hálfan mánuð. Enginn maður getur þolað annað eins. Rétt þegar henni fer að skána verðið þér veikur, og þá----” “Það verður ekkert að mér,” sagði fyrri röddin. “Þér getið ekki skilið hvaða þýðingu það hefir fyrir mig, að hún laðast svona að mér, og kallar á mig í síflelu, ef ef vík frá henni augnablik. Eg mun ekki gefast upp á meðan hún þanfnast mlín.” “Já, eg þarfnast þín, og eg vil fá að vifca hver þú ert,” sagði röddin, sem tilheyrið mér. ★ ★ ★ Dag nokkurn raknaði eg við í svölu og þægilegu herbergi í ókunnugu húsi. Eg lá í rúminu, og hendur mlínar voru dregnar og hvífc- ar. Kona í gráum kjól sat hjá mér og veifaði biævæng. Er eg opnaði augun hafði einhver risið á fætur og farið út úr herberginu, en eg var ekki nógu forvitin til að líta við, svo að eg sæi hver það var. Eg var hungruð og bað um að fá eifct- hvað að borða. Gráklædda konan gaf mér súpu og þegar eg fór að spyrja hana spjörunum úr, sagði hún, að eg hefði verið mjög veik, en væri nú að byrja að skána atftur, að eg væri hjá vinum miínum, og að eg skyldi liggja alveg róleg. Væri eg þæg, iþá fengi eg að heyra um þetta alt saman eftir einn eða tvo daga. Þessvegna var eg þæg, fékk oft súpu og annað góðgæti að borða. En ekki vissi eg hvað lengi eg hatfði legið þannig er dag nokkurn kom inn til mín gömul og vingjamleg kona. Eg þekfci hana strax. “Þér eruð Miss Smith!” hrópaði eg og hún brosti við mér. Eg var þá hjá henni og það þótti mér vænt um, þótt mér gremdist það hálfpartinn að hún vildi ekki hjálpa mér til að muna hivemig eg hetfði komist þangað til hennar. WINNIPEG, 14. MAÍ 1947 Nokkru síðar þegar eg var orðin hraustari og var farin að sitja uppi, kom Anna Bryden inn til mín, og sat hún offc lengi hjá mér, þegar hjúkrunar konan fór út því að nú þurfti eg ekki eins mikla hjúkrun og áður. Einu sinni lá eg og hugsaði á meðan hún hélt að eg svæfi. “Hversvegna skrifaðir þú svona kuldalegt bréf til mín, Anna?” spurði eg. “Eg man nú ekki um hvað brófið var, en eg varð svo sorg- mædd að lesa það.” Mer til mestu undrunar fór Anna að gráta. “Æ, eg heii tekið út mina hegnmgu fyrir það, sem eg gerði,” sagði hún. “Heidurðu að þú get- ir nokkurntiima fyrirgefið mér það? Þetta er alt saman mér að kenna.” 1 þessum svi'fum kom hjúkrunarkonan inn, og ávitaði Önnu í lágum hljóðum, og sagði að hun yrði að sýna meiri sjálfstjóm. Eftir þetta var Anna ekki framar einsömul hjá mér. Þegar eg fór fyrst á fætur varð eg bókstaf- lega að læra að ganga á ný; og það var búið að klippa af mér hárið. Eg fann að höfuð mitt var þakið stuttum, hrokknum lokkum alveg eins og á barni. Það var styttra sagði hjúkrunarkonan; en það óx fljótt og hún hélt ekki að það mundi dökkna; þetta hélt hún að mundi gleðja mig sérstaklega. Miss Smith gaf mér ljósrauðan morgunkjól úr silki allan lagðan kniplingum. “Eg varð að reyna að fá litaraft, sem hæfði kjólnum,” sagði hún. 1 annað skitftið, sem eg var í kjólnum, sat eg og horfði á blóm, sem voru þar inni — það kom fjöldi blóma til mín á hverjum degi “og öll svo fágæt!” sagði hjúkrunarkonan — þá kom Mi'ss Smitih inn til mín og spurði hvort mér fyndist eg nægilega hress til að sjá gamla vin- konu. Lady Soþhía de Gtietton væri komin til að sjá mig. Hún gæti ekki beðið lengur, og hún hefði búið í viku á gistihúsi þar í nágrenninu í þierri von að sjá mig. Hrollur fór í gegn um mig, og alt í einu mundi eg alt. Eg klemdi saman varirnar og sagði ekkert fyrst. Mér var nú batnað svo mikið að eg þoldi svona geðshræringu. Annars mundu þau læknirinn og Miss Smitih ekki leyfa Lady Sophiu að koma. “Já, látið hana koma inn,” sagði eg loksins. En hversu allar minningarnar streyimdu gegn um huga minn, er hurðin opnaðist og Lady Sophía kom inn. Hún var mjög róleg og settleg í framkomu; hún hafði auðsæilega fengið sérstakar fyrir- skipanir. “Vesalings litla vinkonan mín!” sagði hún og klappaði hinni skinhoruðu hendi minni er hún setfcist hjá mér í legu'bekkinn. Hjúkrunar- konan og Miss Smitih fóru út og vorum við nú einar eftir í herberginu. “Það var vingjarnlegt af yður að koma hingað fcil mín. Þér munuð nú segja mér frá þessu öllu saman. Eða er ekki svo?” “Já,” svaraði hún, “þeir sögðu, að eg mætfci svara öllum spurningum yðar; því þér eruð miklu betri, bara svoMfcið lasin og eftir yður ennþá.- Og þau héldu, að ef þér sæuð mig mundi margt rifjast upp fyrir yður á eðlilegan hátt. Einnig hugðu þeir, að þér vilduð heldur spyrja mig en aðra um mörg atriði, þar sem eg þekti þetta alt frá upphaifi. Og við vorum líka einu sinni góðar vinkonur. Segið að við séum það ennþá; því að mér hefir liðið mjög illa, og Mður illa framvegis þangað til við verðum það, sem við áðuf vorum.” “Við erum vinir,” sagði eg, “og mér þykir fjarska vænt um að sjá yður á ný. En þér vifcið að ekkert getur verið einS og áður var; eg man nú alt — alt saman — nú. Eg verð að reyna að lifa mínu Mfi, eins og mér verður það auðið. En eg er að brjóta heilann um hvernig eg komst frá þessu hræðilega húsi og þessum hræðilega manni? Eg er ennþá hrædd við hann. Eg se andlit hans ennþá í draumum mlínum.” “Ekki þurfið þér að ótfcast hann framar,” sagði Lady Sophia. Hann er dauður. Hann skaut sig. Hann sá það Mklega að öll sund voru lokuð fyrir sér, og ef til vill fyrirfór hann sér til þess að draga ekki vini sína inn í hneykslið og ógæfuna.” “Hann var morðingi!” hrópaði eg. “Eg veit að hann drap hana móður mína. Eg hefði kanske aldrei getað sannað það; en það er satt samt. Æ, hvíMk nótt, þarna í Arrieh Hall! Mig tfurðar mest á, að þetta skyldi ekki gera út af við mig, jafnvel þótt eifcthvert kraftaverk bjarg- aði mér, sem eg veifc ekkert hvað var.” “Þetta varð yður næstum að bana, barnið mitt; Þér hafið haft heilabólgu og verið lengi milli heims og heljar. Þér hefðuð ekki hatft það af, ef — ef maður einn hefði eigi með fómfýsi sinni og látlausri umhyggju hrifið yður úr greipum dauðans. “Já, hjúkrunarkonan,” sagði eg. “Miss Smith hefir sagfc mér hversu ágætlega hún hjúkraði mér.” “Það hetfir hún víst gert; en ekki áfcti eg nú samt við hana.” “Hvem þá? Er það Miss Smith?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.