Heimskringla - 28.05.1947, Side 3

Heimskringla - 28.05.1947, Side 3
WINNIPEG, 28. MAÍ 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ÆFINTÝRIÐ Á ÍSLANDI Eftir dr. phil. Egil Forchhammer Steingrímur Matthíasson, — læknir, sem Akureyringum er að góðu kunnur, og nú dvelur í Nexö í Danmörku, sendi “íslend- inigi” eftirfarandi grein fyrir niokkrum dögum. Er hún eftir merkan danskan rithöfund, dr. phil. Egil Fiorchhammer, sem heimisótti ísland sl. haust. Segir Steingrímur, að sér hafi þótt greinin “svo rösklega oig skyn- samlega rituð”, að hann hafi þýtt hana. Grein þessi birtist fyrir nökkru í danska blaðinu “Information”. Er hún mjög hlýleg í garð Islendinga. Ísland er í dag eitt af efnalega bezt stöddu löndum í veröldinni. Þetta er sannreynd, og hún kem- ur illa heim við þær áhyggjur, sem margir í Danmörku hafa út- af framtíðarhag íslands, og hafa megna ótrú á, að veslings landið muni nökkurn tíma eftir sam- bandsslitin geta staðið á eigin fótum. En 9annleikurinn er sá, að Mand stendur sig prýðilega. Skipsfarmar af gjafabögglum með kaffi, te, kákaó og tóbaki, eða með alls konar ágætum vefn- aðarvörum, hafa verið talandi vottur um velmegun landsins. Hvert einasta skip, og hver ein- asta flugvél, sem frá Íslandi hef- ir bomið til Danmerkur, hafa flutt okkur í heimsóikn unga, röska verzlunarmenn og hand- íðnamenn, með peningaiveskiút- troðin af doilara- og sterlings- pundaseðlum, sem þeir svo háfa keypt sér fyrir húisbúnað og land búnaðarvönir, og ekki sízt vélar af öllu tagi. En því ber ekki að neita, að svo snögg auðlegð get- ur verið hættuleg. Hvernig Is- land spjarar sig í framtíðinni eri komið undir því, með hve mikilli hagsýni farið verður með auð- inn, og hvílíka möguleika land- ið geymir til sívaxandi fram- leiðzlu. Á lieiðinni yfir hafið mátti strax merkja miklar breyfingar, sem orðið höfðu síðan fyrir striíð. Á fyrsta farrými sáust nœr j eingöngu efnaðir, vel klæddir og i örlyndir Islendingar af báðum | kynjum, en á þriðja farrými ogj niðri í lestinni var aðeins töluð, danska. Þar var sægur af dönsk- j um körlum og konum, vinnu- konum, matreiðslukonum, land- iðnamönnum og verzlunarmönn- um, sem öll voru á leið til ævin- týralandsins. Eftir þetta forspil vákti það enga furðu að sjá, Reykjavík, með sínum 45.000 íbúum, orðjia að stórbæ af Klondyke tagi. I einu blaðinu í Reykjavík stóð svöhljóðandi auglýsing: “Kiaupið ekki loftskip, án þess fyrsit að tala við mig”. Þótt þetta gæfi nokkuð ýktar * hugmyndir um viðskiptalífið í borginni, mátti fljótt finna merki þess, að æðaslátturinn og blóðþrýsting- urinn væri að verða henni hlelzt um megn. Stórir ög litlir vöru- bílar, skrautlegir lúxusivagnar og skröltandi jeppar þutu í ^ stöðugum straumi eftir mjóum j götunum. Það er bannað að' “flauta”, og að gefa merki um| að sveigja til hliðar er taliðj spaugilega viðvaningslegt. Ef ^ ekki er pláss á götunni, sveigirj maður í snatri upp á gangstétt-! ina, sem reyndar er vant að nota | sem bílastæði, þegar þarf. En: veslings vegfarendur verða all-J an daginn með eldingarflýti að forða lífi sínu. Þó að þolinmóðir] lögregluþjónar með blístru og gjallarhorn reyni að koma dá- li'tlu gkipulagi á umferðina, skop- ast Islendingar fremur að slku ] en að það hafi nökkra minnstu ] þýðingu. Maður sér á öllu, að það er nú í fyrsta sinn í þúsund ára sögu landsins, sem þjóðin á verulega annrákt, og hún hefir gaman af því. Að því undanteknu, að Reykjavík er velí sveit komið,' hefir hún aldrei verið fallegur bær. Nú er þar rykugt og sóða-J legt umferðar og ósamræmi í. ýmsu. Á öllum bersrvæðum gína við rauðir hermannaiþraggar úr bárujárni frá hernámsárunum. Þeir eru notaðir til íbúðar fyrir húsnœðislaust fólk. En hér og þar er verið að reisa nýbygging- ar, sem hækka og stækka dag frá degi. Það eru skólar, kirkjur, inðnðar- og verzlunarhús. Há- skólinn og Sjómannaskólinn, sem nú eru fullgjörðir, sýna festu í stdlnum, sem liöfar góðu framundan. 1 úthverfi bæjarins skýtur upp nýjum húsahverfum í hröðum vexti. Það eru mest smærri íbúðir, fyrir 2 — 3 — 4 fjölskyldur hver. Milli húsanna eru garðar með runnium, blóma- beðum og grasbala, þar sem börn mega leika sér. Byggingum er flýtt sem framast má verða. Hús- næðisvandræði keyra úr hófi. Langt fram á nótt heyrast þrýsti- borar í gangi og einlægar sprengingar, líkt og d Kaup- mannahöfn á skærutímanum. Verzlunarbúðimar í Reykja- vík eru svo vel byrgar af vörum, að danskan mann 9undlar. ís- lenzki verzlunarflotinn beið stór. tjón í stryðjöldinni, en það, sem eftir er af skipum, siglir sífellt landa á milli og færa varning- inn heim, góðar og gagnlegar vörur, hvaðanæva að. íslenzka eimskipafélagið á nú í smlíðum tvö mikil vöruflutningaskip hjá Burmeister & Wain, en til bráða- birgða hafa verið leigð skip í Danmörku og Bandarikjunum. I útvarpinu er daglega sagt frá hvar öll vamings- og farþega- skip, sem landinu viðkoma, eru stödd, og hvenær þeirra sé að vænta heim, og um leið sagt frá hvað þau hafi að flytja af varn- ingi. Ekki sízt er aðdáunarvert, hvað innlendri vefnaðarfram- leiðslu hefir farið fram. Nú er íslenzk ull unnin og ofin, bæðij gróft og fínt, í margrvíslegri mynd til skjóls og skartklæðnað- ar í ýmsum litum fyrir sann- gjarnasta verð. Sdvaxandi sauð- fjárrækt (sic!) gefur von um mikla ullarframleiðslu, ullar- vinnslu og fatagjörð, sem bald- ist í hendur við aukinn útflutn- ing til þess að fullnægja eftir- spurn klæðlausra karla og kvenna víðsvegar erlendis. En það er ekki í höfuðborg- inni einni, sem nýji tíminn ger- ir vart við sig. Bóndabæirnir á víð og dreif um landið eru einn- ig vaknaðir af dvala aldanna. Túnið, sem gefur kúnum fóður allan veturinn, er nú sléttað og stækkað og' ekki lengur slegið með orfum og ljáum, heldur sléttuválum. — Áður bundu menn töðuna í bagga og reiddu hana heim á bestum. Nú er öllu j þurru heyi þjappað saman meðj dráttarvélum. Túnræktin eykst hröðum fetum me ðsléttun, eðaj plægingu og sáningu, o gekki er( sparaður áburður til að næra gróðurinn. Kjötframleiðsla, — smjörgerð og ostagetð er í góð- um vexti, svo að efcki þurfi í framtíðinni í önnur hús að venda, eða sem minst. 1 augum dansikra manna er ís- j land magurt land. 1 stað skóga og akra eru stór svæði af land-| inu þakin eiliífum jöklum og snjó, en inn á milli eru enda-j lauisar eyðimerkur hrauns og sanda. Verðmæti landsins eruj ekki aðallega gróður og frjó- semi, heldur hinar feyikivolduigu ] orkulindir þess. Slíkar og þvílík-j ar á ekkert land í heiminumj nema Island. Frá jöklunumj streyma elfur, sem með fall- j hraða sínum og straumþunga geta framleitt fádæma raforku til ljóss og hita og reksturs ótal verksmiðjuvéla. Víðsvegar um landið sýður vatn í hverum og gosbrunnum og býður þess að verða hagnýtt af mönnum.1 Helmingur Reykjaivíkurbúa not- ar rafmagn til suðu, og allir í- búarnir njóta heita vatnsins frá uppsprettum víðsvegar utan við bæinn til hitunar allra sinna herbergja, til matsuðu þvotta o. s. frv. Reksturskostnaður er lít- ilfjörlegur, ag innflutningur kola hverfur bráðum úr sögunni. Síívaxandi fjöldi bændabýla á sín eigin orkuver við bæjarlæk- inn til ljósa og hitunar, og við alla meiri háttar hveri og laug- ar í landinu eru nú komnir gróð- urSkálar til ræktunar grænmet- is, aldina og blóma. I nánd við hveri og laugar er jarðvegurinn volgur, og sérlega frjósöm, sendin moldin býður beztu skilyrði til jarðeplaræktunar . Þótt íslnnd geti í framtíðinni orðið meir og meir fært um það sjálft að afla sér nauðsynja, verður það fyrst um sinn eins og áður að flytja inn kornmat, olíu og ýms hráefni til iðnaðar. En því meiri, sem framleiðslan verður í landinu sjálfu og þar með útflutningur, því betri verð- ur afkoman. Sem stendur er verðmætasti útflutningurinn síld og Síldarafurðir.. Þess vegna er síldinni og síldveiðunum rnesti gaumur gefinn af hverj- um góðum Islending — því að síldin er á við gull. Það er vara, sem alls staðar selst, og eins er síldarmjöl og síldarolía mjög eftiilsóttar vörur. Framtíðarvel- megun landsins er mest undir síldinni kominn. Síðustu árin hefir síldin brugðiist nokkuð, en slíkt Skeður annað slagið. Ef til vill má í framtíðinni korna í veg fyrir það, Fiskiiflotinn íslenzki beið allmi-kið tjón á styrjaldar- árunum, en úr því er nú verið að bæta í stórum stíl. 1 sumar héfir verið straumur nýrra vél- báta og nýtízku togara til Is- lands, sem smíðaðir hafa verið í Svíþjóð, Danmörku og Eng- landi. Allt framtak dregur margt með sér í súginn, segir máltæk- ið og það er dagsatt. Á Islandi fara margir peningar fprgörð- um, en það er öhætt að segja, að íslendingar eru farnir að þekkja sinn vitjunartíma. Þeir vita það vel, að velmegunin, sem nú stendur, getur þá og þegar brugðist og hjaðnað, og nú búa menn sig undir að taka mann- lega á móti breytingunni. Á styrjaldarárunum borguðu Is- lendingar ríkisskuldir sínar eins og fjiölda annarra skulda. Nú er kepþt af alefli að því að skapa verðmæti, sem eru varanleg og hægt er að styðjast við, þegar vindurinn snýst. Nú eru Islend- ingar frjálsir og sjálfsábyrgir framar fléstum þjóðum, og allra norrænastir eru þeir á Norður- löndum. Það voru engin sofandi dauðýfli, íslenzka þjóðin, þegar bún fyrir rúmri öld losnaði úr læðingi einokunarverzlunarinn- ar, eftir margra alda kúgun. Það var líitil en þrekmikil þjóð, méð einbeittan vilja til þess að ráða sér sjálf, og með andans vopnum hóf hún baráttuna hægt og seigt áfram flet flyrir fet til að ná fullveldi yfir öllum sínum einka- málum. Og nú er það fengið. Hvað snertir góð þjóðaréin- kenni og mikla framleiðslu- möguleika, er bjart undan. En mesta vandamál framtíðarinnar er af öðru tagi. Það er spurning- in um lægnii oog kænsku í al- þjóðamálum, vandinn mikli, sem mætir öllum smáþjóðum í táfli hins komandi alþjóða- skipulags. Þar siglum við í sama bát margir smælingjarnir. —Íslendingur 12. marz. KONUR HAFA BREYST Meinlegur skratti. Guðmund- ur hót maður norður í Fnjóskal- dal. Hann miissti konu sína, er Guðrún hét skömmu eftir Jóns- messu. Þá segir bóndi: “Oft hef- ir hún Guðrún verið mér hvum- leið, en aldrei hefir hún tekið upp á þeim skratta, sem hún gerði núna, að deyja þegar verst stóð á, réitt fyrir sláttinn”. Það má með sanni segja um heim kventízkunnar, að þar gangi á ýmsu og ekki sé alltaf jafn gott að átta sig á því, hvað um er að vera á þeim slóðum. Árið 1946 var kallað “ár hinna bognu lína”, og hið nýbyrjaða ár 1947, er talið að verði einnig “bogiínu-ár”, en þetta er í hreinni mótsetningu við styrj- aldarárin, þegar beinar línur voru ríkjandi í sniðum kven- fatnaðarins og hin einföldu snið þóttu bezt og sjálfsögðust. Á þeim tíma var kventízkan mjög fyrir áhrifum frá karl- mannafötum, sérstaklega ein- kennisbúningunum, og konur gengu þá einnig mikið í ein- kennisbúningum, svo sem kunn- ugt er. Nú eru mjaðmirnar komnar til sögunnar aftur, og það eftir- tektarverðasta er, að engin kona þarf að hafa áhyggjur út af mjaðmaleysi sínu, né heldur er nauðsynlegt að ávinna sér þær með líkamsæfingum eða öðru erfiði, því að þær er hægt að kaupa og festa ihnan í kjóla og pils jafn auðveldlega og erma- eða axlapúða, sem allar konur þékkja! Þannig er nú komið — ef þú þarft á því að halda, geturðu gengið inn í verzlun og keypt einar mjaðmir eða tvennar fyrir lítinn pening! En hvað er að segja um vöxt konunnar undir öllum púðun- um? Hefur hann breyzt? Saga er sögð úr heilsufræði- tíma i skóla nokkrum, að nem- andi einn hafi kvartað, um það við kennara sinn, að kennslu- bókin væri orðin allt of gömul — hún væri a. m. k. 10 ára! Sagt er, að kennarinn hafi svarað vinigjarnlega: “Harla fá- um beinum hefur verið bætt í maninslíkamann síðustu 10 árin, góði miinn”. Ómögulegt er að neita því, að 'kennarinn hafi haft rétt að mæla en samt sýnir sagan okkur, að vöxtur konunnar hefir breytzt, og það svo töluverðu niemur. Nú skulum við athuga hinn “ideala” vöxt konunnar — hinn rétta vöxt kvenlíkamans. Samkvæmt úhskurði tízkusér- fræðinga eru tölur hins “ideala” kvenlíkama: 86L4 cm — 61 cm —86'/2 cm (vídd um brjóst — mitti og mjaðmir). Venus frá Milo myndi aftur á móti hafa haft tölurnar 94 cm — 66 om — 96 !/o cm. Nútímakonan er því töluvert önnur vexti en formóð- ir bennar. I fyrsta lagi er hún yfirleitt hærri og herðabreiðari, en því verður ekki á móti mælt, að um mittið er hún heldur sverari. Þetta sýna mælingar, sem fram hafa farið í Ameríku á fjölda kvenna. Þar voru tölurnar: 90 cm — 74 cm — 98 Vfe om (brjóst — mitti — mjaðmir) meðaltal. Mælinigar, sem fram fóru 1890 og síðar til samanburðar 1920, sýndu, að ynigri kynslóðin var að meðaltali 3^/2 cm hærri en mæður þeirra höfðu verið. Þessar mælingar sýndu og, að þær voru yfirleitt Líkamsþyngri. og mittissverari, en aftur á móti greninri um mjaðmir. Hvað er það, sem hefur orðið þess valdandi, að þessar breyt- ingar hafa átt sér stað? Að sjálfsögðu hefur tázkan unnið sitt verk, og sá stáll, sem ríkjandi hefur verið á hverjum tíma, hefur breytt útliti konunn- ar, það sjáum við fljótt, ef við lítum í kvennablöð frá gamalli tíð. — Sömuleiðis hafa stöðugar auglýsingar og ýmis konar fræðsla um fegrun, haft þau á- hrif, að konan í dag hugsar meir um þessi efni og sinnir þeim meir, en frummóðir hennar gerði. En hér kemur og annað tilj gréina. Nútímakonur stunda miklu meir íþróttir hvers konar, en mœður þeirra og ömmur gerðu. Vásindaleg þekking á bætiefn- um og kjarnfæðu ímis konar hefir og gert sitt gagn. Og að lökum er einn þáttur, sem ekki má gleyma, en hann er sá, að mikill fjöldi kvenna í dag vinnur utan heimilisins. — Þær eru að heiman mikinn hluita dags, burt frá eldhúsinu, en með- an þær dvöldu öllum stundum við stóna, var oft harla miikil freisting fyrir þær, að fá sér auka bita á ýmsum tímum dags, og svo urðu þær að bragða á matn- um, til þess að reyna hann, og það igat orðið óþarflega oft! Konan er á framfaraleið, hvað vöxt snertir. — Henni hefur tlek- izt vel, og nú orðið heldur hún vexti siínum lenigur en fyrr. — Hin hæfiiega meðalstærð verð- ur æ algengari. — það er þvi augljóst, ef litið er til baka, 40— 50 ár aiftur í tímann, að konunn- ar hafa ekki setið aðgerðarlaus- ar og látið sér nægja að bíða þess, að tíminn færði þeim gull og græna skóga. — Þær hafa rétt. móður náttúru hjálpanhönd, en um það, hvað framtíðin kann að geyma þeim, er éngu hægt að spá. —SamvLnnan. ELSTU LEIKRIT Á ÍSLANDI I Árbók Landsbókasaifnsins 1945, sem nýkomin er út, birtist skrá yfir öll íslenzk leikrit, þýdd og frumisamin. Er skrá þessi samin af Lárusi Sigunbjörnssyni, og fylgir henni stutit igreinar- gerð. Er þar ýmislegt fróðlegt að finna, og tekur “íslendingur” sér það bessaleyfi að birta hér nokkur atriði úr greinargerð þessari. “Þar sem eg hef tekið mér svo stórt í munn, að nefna sknána íslenzk leikrit 1645 — 1946, þykir mér hlýða að gera nókkra grein fyrir elztu leikritunum. Elzt er í skránni Belialsþáttur eftir Jacobus Palladinus de Thermao, þýddur að eg hygg um 1645. Ekki er þessi tímasetn- ing örugg, en af biblíutilvitnun- um, sem í leiknum eru, má ráða, að Þorlákisbiblíia (1637) hefir verið komin út, því að nokkrar tilvitnanir eru teknar orðrétt eftir henni, en langflestir ritn- ingarstaðir virðast vera tilfærð- ir eftir minni méð orðalagi Guð- brands biSkups (1584). Aðalupp- Skrift leiksins, sém er í Lands- bókasafni, er miklu yngri, gerð af Þorsteini Halldórssyni í Skarfanesi á aðeins 4 dögunx eins og frá er greinit í uppskrift- inni. Leikritið er svo langt, að uppskriftartíminn er ótrúlega stuttur, nema Þorsteinn hafi setið við að skrifa leikritið upp svo að segja í einni lotu, og er þá Ó9ennilegt, að hann hafi haft frumriitið undir höndum heima í Skarfanesi, heldur hafi hann komizt yifir það einhvers staðar, þar sem hann var gesitkomandi og þurft að hafa hraðann á. I námunda við Skarfanes á Landi voru handrit helzt að finna í Skálholti og ef til vill á Keld- um. Þorsteinn dvaldi þar tíðum H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 S 21 331 við skriftir og eins í Skálholti, en þar brann full kista hans af uppskriftum hans og bókum, sem hann hafði komið þangað til geymslu. Trúlegast hefir frumrit Belialsþáttar verið í Skáltolfi. Vegna tímaSetningar gæti þýðingin verið eftir Björn Snæbjörnsson, skólameistara í Skálholti 1636 — 1647. Hann hafði verið lengi (12 ár) við nám í Kaupmannáhöfn, “var meir haldinn marglesinn maður en fljótskarpur, hafði helzt áunnið sinn lærdóm með langsamlegri ástundan, frómur maður, en í sumum hlutum mjög tortrygg- ur”, eins og Jón prófastur Hall- dórsson segir í Skólameistara- sögum. ......Næsta leikrit að aldri til er frá því um 1700. Það er samtal stallsystranna Barfoöru Agötu, þýtt úr dönsku, að því er segir í einni uppskriftinni. Árni Magnússon fékk að láni eintak af þessari þýðjngu frá nafn- greindum manni í ágústmánuði 1711, og er ekki farið að skila h'andritinu enn til Landsbóka- safnsins, hvað sem síðar verður, en meðan það er ekki gert, er seint um vik að bera saman upp- s'kriftirnar. ......Næst á eftir þýðingun- um tveimur kemur nú fram frumsaminn leikur eftir séra Einar Hálfdánarson í Kiiikju- bæjarklaustri. Leikurinn heitir- Gestur og garðbúi og er til í tveimur uppskriftum. Leikurinn getur ekki verið saminn fyrr en nokkru eftir 1720, þegar séra Einar tekur við prestsþjónustu á Kirkjufoæjarklaustri, því að leikurinn á í aðra röndina að sýna “orð- og talshætti eystra og syðra” eins og Sighvatur Borg- firðingur segir í Prestaævum. Við lauslega yfirsýn virðist mér það vel geta átt við þetta leikrit eins og hið næsta í röðinni, að það sé að nökkru leyti samið upp úr einhverri leikskemmtun, sem skólapiltar hafa haft í sínum hópi. Séra Einar Hálfdánarson var brautskráður úr Hólaskóla 1715, en næsti leikritahöfundur, séra Snorri Björnsson, úr Skál- holtsiskóla 1733, og verður leik- rit hans, “Sperðill”, tímasett með nokkrri vissu nálægt 1760” —Mendingur Karl einn, er gengið hafði til skrifta með öðru fólki, hvarf úr kirkju undan útdeilingu, og er henni var lokið, vantaði karlinn Meðlhjiálparinn gengur út að leita hans og finnur hann inni í eldhúsi á bænum og er hann við skófnapott. Meðhjálparinn ségir honum hvar komið sé í kirkj- unni og s'kipar honum að koma þegar með sér. Þá segir karlinn: “Skárri eru það nú fjandans lœtin. Ekki liggur Lífið við, má eg ekki skafa pottinn áður?” ífl// • • • • CITY HYDRO for depenclable, Iow-cost electric service in your new home, PHONE 848 124 City Hydro is Yours — USE 1T!

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.