Heimskringla


Heimskringla - 02.07.1947, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.07.1947, Qupperneq 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚLÍ 1947 Sjötíu ár í hjónabandi r r Avarp til Islands Svanfríður Jónsdóttir — Kristján Kristjánsson Eyford, N. Dakota Flutt að Mountain, N. D., 17. júní 1947 Hinn 7. júní s. 1. áttu merkis- hjónin Svanfríður Jónsdóttir og Kristján Kristjánsson, búsett að Eyford, N. Dak., 70 ára gifting- ar afmæli. Mun slíkt afar fátítt meðal allra þjóða og sennilega einsdæmi meðal íslendinga. — Væri vel að þess yrði minst nán- ar og fremur en verða mun í þesSum fáu Mnum. Svanfríður og Kristján eru landnemar hér vestan hafs, bæði fædd “heima á íslandi” eins og þau segja. Þau eru af traustum bænda- ættum norðanlands, eyfirskum og þingeyskum, en ólust upp á Syðra-Lóni á Langanesi, norður við ísihafið, “þar sem aldrei sólin sezt sumarlangan daginn.” Og um vorið 1877, hinn 7. júná, voru þau gefin saman í hjóna- band í kirkjunni að Sauðanesi, einni nyrstu kirkju á íslandi. En á þeim tímum var minna um tækifæri á íslandi fyrir ungt og athafnasamt fólk að ryðja sér braut, heldur en nú er. Erlend verzlunaránauð og álögur hvíldu á þjóðinni og þar á bættist harð- indaárferði og hallæri og kom það ekki sízt illa niður á af- skektustu bygðunum. Mun þeim hjónum því ekki hafa litist úr vegi að fara út í heiminn, kanna ókunna stigu og freiSta gæfunnar í öðrum lönd- um. Er ekki um það að fjölyrða, en í júllí 1878 stigu þau á skips- fjöl og létu í haf áleiðis til Ameríku. Fyrsti áfanginn var í Nýja-ís- landi og er þau höfðu dvalið þar vikutíma fæddist þeim dóttir. Má og nærri geta, hversu aðbún- aður og aðstaða öll hefir verið þægileg, þegar jafnframt er haft í huga hversu ástatt var í N.-íslandi um þessar mundir. Kristján mun enda ekki hafa þótt allskostar heppilegt að setj- ast þar að, því að um miðjan marz næsta vetur taka þau sig upp með barn og búslóð, sem þægilega komst fyrir á litlum eineykiissleða og halda af stað fótgangandi, norðan frá Islend- ingafljóti til Winnipeg og áfram suður til bæjarins Pembina í Bandaríkjunum. Þar tóku þau land og bygðu sér bjálkakofa. Var hann í tveimur hólfum, sem þá var títt og bæði látil. Þarna bjuggu þau bjón í 4 ár, en altaf mun þau hafa fýst að ná betra sambandi við landana og komast í þeirra bygðarlög, því að enn taka þau sig upp og halda á- ( fram suður á bóginn til íslenzku! nýlendunnar við Pembina-hæð- ír. Tóku fyrst land nokkuð aust-; ur af Mountain og voru þar í nokkur ár, en fluttu sig síðan um set, suður þar sem heitir Eyford- bygð og eru nú loksins komin' mitt á meðal íslendinganna, en það hafði altaf verið takmarkið. Og nú er þeirra eiginlega land- námi lokið. Hjá Eyford keyptu þau land, bjuggu fyrstu tvö árinl í litlum moldarkofa, en reistu síðan stórt og mikið hús, er hefir verið heimili þeirra síðan. -En á þessum hrakningi ólust upp hin myndarlegu börn og lærðu vel til munns og handa af foreldrun- um, jafnframt skólagöngu, sem þau öll fengu notið að einbverju leyti. Svanfríður er fædd 17. okt 1855 og því 92 ára að aldri. Húri fékk litla mentun í föðurgarði, eins og títt var um stúlkubörn á hennar uppvaxtar árum, lærði þó að lesa og draga til stafs, aðal- lega af sjálfsdáðum. Hugur hennar hneigðist mjög snemma að hverskonar handavinnu, og hefir hún sjálf sagt mér að hún haft alt frá bemsku haft þann sið að grípa nálina, hvenær sem færi á gafst. Auk þess að sauma hverja spjör á fjölskylduna, svo sem hún gerði öll uppvaxtarár barnanna, þá hjálpaði hún oft upp á nágrannakonur sínar í þeim efnum. Saumavél fékk hún fljótlega, er efnin fóru að aukast, en áður var bvert spor saumað í höndum. Nú á seinni árum hefir hún að mestu hætt fatasaum, en saumar út meira en nokkru sinni fyr. Til merkis um það, langar mig að geta þess, að fyrir skemstu gaf hún mér vandaðan kaffidúk og mundMnur með margbreyttum útsaum og þennan dúk valdi hún úr tugum dúka, er hún hefir gert á s. 1. tveimur árum. Gleraugu notar hún ekki og handstyrk er hún svo furðu sæt- ir. Heilsan er nokkuð góð að frá- skildri bilun í fótum og er henni því oft erfitt um fótavist. Kristján er fæddur 7. júm 1850 og hélt því upp á 97 afmæl- isdaginn jafnframt giftingar af- mælinu. Hann mun einnig að mestu hafa farið á mis við fræð- slu í bernðku sinni. Honum var ætlað að verða bóndi og til þess var þá ekki álitið að með þyrfti bóklegar mentir, kapp nóg þótti að vera bæna bókafær og geta klórað nafnið sitt. En Kristján hlaut í vöggugjöf óþrjótandi fróðleiksfýsn og lestrarþörf. — Strax sem unglingur drakk hann í sig fornsögurnar í'slenzku og sögur norrænna konunga og höfðingja og er ekki ósennilegt, að sú lestur hafi ýtt undir með stórhug hans, er hann ræðst út í óvissuna og siglir til ókunnra landa, mállaus og féMtill. Og hann glataði eigi þessum gjöf- um að haldur, er út í heiminn kom. Strax og hann fékk ráð- rúm til, fór hann að brjótast í að fá bækur að heiman og fyrir hans atbeina fyrst og fremst var hinn 11. jan. 1897 stofnað lestr- arfélag á Eyford er nefnt var “Austri”. Hin 50 ára saga “Austra” er bæði of löng og merkileg, til að tóm verði hér að gera henni skil, en eg vil aðeins fullyrða, að hann sem önnur lestrar- og menningarfélög hér í kring, eigi stóran en vanmetinn þátt í því, hve íslenzkan hefir vel og lengi viðhaldist hér í bygðunum. Kristján var bókavörður frá 1905 og aðal safnið geymt hjá The BREWERS & HOTELKEEPERS OF MANITOBA WAR FUND announces For competition in 1947 at the University of Manitoba á further grant of $15,000.00 in Scholarships t Open to Manitoba War Veterans, not otherwise adequately provided for, or for the sons and daughters of Veterans. A student must have clear Grade XI or Grade XII standing obtafned as a result of Departmental examinations, but any student writing Grade XI may apply. Application forms can be obtained from any Hotelkeeper, High School Principal, The Department of Education, or The Registrar, at.the University of Manitoba. Appliccrtions must be filed with The Registrar at the University of Manitoba before August lst, 1947. Ljúft er að minnast þín móðir vor kær, og mega þig fóstrunni kynna. Þótt langdvölum séum við faðmi þín fjær, við finnum jafn skylt báðum vinna. Ljóst er í huga mér landsviðið þitt, og Ijóminn um fjöll þín og dali. Það bygði að mestu upp búhokrið mitt, á brjóstum þín nærðist eg smali. Hver á þér meira af fossanna fjöld, fegurð og afli og gæðum? Gagn er að eiga svo guðdómleg tjöld, og gimsteina valda í æðum. Þó einangruð sértu í útnorður sæ, ekki það veldur þér baga. Hj arta stöð rétt nefnd í umheimi æ, þitt útbreiðist mál, ljóð og saga. Ljúft er að minnast þín móðir vor kær, og marg reyndu barnanna þinna, hvar lýsir að verki þinn ljómi svo skær, á ljóðinu þau gullþráðinn spinna. Við biðjum í sameining bömin þín öll, blessaður faðir á hæðum. Varðveittu ísland svo flóðöldu föll, fái ekki skerða það klæðum. G. J. Jónasson 17. júni að Mountain, N. D ílslands ljómar sáung sól sævar bárum yfir, fjöll og dali, hMð og hól, hrört og ungt sem lifir. Geislum stráir yfir ál, Ægis kveða dætur. Kviknar norrænt Brímis bál bæði daga og nætur. Reisir vænan vonar meið Washingtons á láði, frelsissól þars heit og heið helgum geislum stráði. Frónskur kvistur fagur grær frelsisins í moldu. Jeffersonar minning mær mætir Ingólfs foldu. Júnísunnu logar ljós, lifir bróður andi. Sprettur fögur friðarrós frelsisins í landi. Sigurðssonar logar ljós Leifs of fríðu mengi. Sprettur fögur frelsis-rós frægðar-Mfs á vengi. Sigfús B. Benidictsson honum síðan. Telur hann það eitt sitt mesta lán af mörgum þó, því að með þessu móti hafi hann fengið ómetanlegt tækifæri að fylgjast með í bókmentum og þjóðmálum Islendinga. Ennþá á 98. aldursári hans nefnir maður fáa atburði, er úti á íslandi ger- ast, svo að hann kannist ekki við þá og kunni einhver skil á þeim, hvort sem það er í pólitík, bók- mentum éða almennu lífi. Hann hefir verið kaupandi “Tímans” frá byrjun og er sterk- ur Framsóknarmaður, en les þó öll önnur blöð, sem hann nær í og er mjög sanngjarn í ályktun- um sínum og dómum. Nú skyldi enginn halda, að hann Kristján gamli á Eyford sé hálfþurr bókaormur, sem engu sinni, nema skruddum sínum. Jörðin hans, steinasléttan svo- kallaða, sem breytst hefir í frjó- sama akra og engi ber þess gleggsta vottinn, hvert mann- tak er í Kristjáni og börnum hans. Gleðimaður er Kristján hinn mesti, raddmaður góður og söng- gefinn með afibrigðum og virðist það ætla að koma fram hjá fjölda af niðjum hans. Segir hann sjálf- ur að sín eina skólaganga hafi verið 4 vikna söngnám hjá séra Gunnari á Sauðanesi, og hafi það orðið sér ómetanlegt sdðar á Mfsleiðinni, létt lundina og stytt stundir bæði sér og öðrum. Heimili þeirra hjóna hefir fram á seinni ár verið mann- margt, og þó aðeins séu fivær dætur eftir heima nú, þá má samt oft sjá þar margt um mann- inn. Vinsældir þeirra eru afar miklar í bygðinni og gestrisni heimilisms orðlögð, enda munu margir minnast þaðan skemti- legra stunda og vil eg sérstak-, lega þakka alla þá ánægju og ilúð, sem eg hefi þar notið. Svanfríður og Kristján hafa itt barnaláni að fagna. Mistu að rísu tvo drengi í æsku, en eiga 8 öörn á lífi og við sæmilega • heilsu. Fara nöfn þeirra hér á eftir: Rósa Guðrún, heima hjá foreldrum sínum; Jón Gunnlaug- ur, bóndi í Wynyard, Sask.; Hannes, vinnur í Seattle; Krist- björg, skólastýra á Mountain, er. heima á sumrin; Soffiía, hús- freyja á Garðar; Sigurbjörn, bóndi á Mountain; Valdimar, býr í Brandon; Kristján, bóndi á Ey- ford; Jóhann JúMus, bóndi á Ey- ford. Afkomendurnir eru nú orðnir 75 talsins og nýskeð fréttist um 5. ættliðinn, sem kom í heiminn 3 dögum fyrir afmælið. Alt er þetta yfirleitt mjög myndarlegt og mannvænlegt fólk, og kippir í kynið. Á afmælisdaginn, þennan tvö- falda hátíðisdag, var gestkvæmt á heimili gömlu hjónanna. Börn þeirra höfðu látið það boð út ganga, að allir voru velkomnir að homa og heilsa upp á þau. Dreif að fjöldi fólks úr öllum áttum, norðan frá Canada, vest- an frá hafi og sunnan úr ríkjum. Alls mun hafa verið þar um 150 manns. Öll börn þeirra voru við- stödd og margt af barnabörnum og bamabarnabömum. Þjóðræknisdeildin “Báran” stóð fyrir stuttri skemtiskrá, sendi þeim skrautritað ávarp og gerði þau að heiðursfélögum í þakklœtisskyni fyrir það starf, er þau hafa unnið í þágu þjóð- ræknis. og menningarmála í bygðinni. Forseti “Austra” flutti þeim kveðjur og gjafir og sömu- leiðis fulltrúar frá kvenfélögum Viíkur og Eyford-safnaðar. Litlar stúlkur af þriðja ætt- liðnum færðu þeim blóm og gjaifir frá börnunum, en sr. E. H. Fáfnis ávarpaði þau í nafni bygð- arinnar og flutti þeim heillaósk- ir. Hannes sonur þeirra bar fram kveðjur fjarstaddra ættingja og las skeyti, er borist höfðu. — Blandaður kór, undir stjórn R. H. Ragnars, söng nokkur lög og loks þakkaði Kristbjörg Hóttir hjónanna fyrir hönd þeirra, alla þá vinisemd og heiður, er þeim hefði verið sýnt. Samsætið var að öllu leyti hið ánægjulegasta. Viðtökur og veit- ingar voru með rausn og höfð- ingsskap, en skemtilegast var þó að sjá, hve gömlu hjónin voru glöð og sómdu sér vel með 70 ára sambúð að baki. Skeyti og bróf bárust að hvað- anæfa, þar á meðal eftirfarandi bréf frá forseta Bandaríkjanna: The White House, Wiashington June 5, 1947 My dear Mr. and Mrs. Kristjánsson! I have just learned that you will celebrate your seventietíi wedding anniversary on June seventh, and want to join in the felicitations coming your way for this joyous special occasion. Yours is indeed an outstand- ing companionship and you cert- ainly must treasure wonderful memories. You have my very best wishes. Very sincerely yours Harry Truman. Bréf þetta barst þvi miður ekki í tíma fyrir samsætið, en það skerti ekki undrun og á- nægju gömlu hjónanna yfir hin- um óvænta heiðrd er þeiiti veitt- ist. Eg gat þess fyrr að Svanfríð- ur og Kristján voru landnemar og eg vil bæta við að þau eru það í fyllstu og besta skilningi þess orðs. Sá göfugi arfur feðranna, er þau höfðu að veganesti vestur yfir hafið, trúmennska, dreng- skapur og heiðarleiki, mörg hin fegurstu íslpnzkra þjóðarein- kenna, sá arfur var vandlega varðveittur, gróðursettur, hvar sem að var og vel að honum hlú- ið. Mér dettur oft í hug, það sem Kristján sagði eitt sinn við mig: “Það þarf enginn að vera verri Bandaríkjaiborgari, þó að hann ta'M tungu feðra sinna og heiðri uppruna sinn.” Og þetta gátu vel verið ein- kunnarorð fyrir æfiferil þeirra hjónanna. Þau hafa ætíð haldið við eldinum er þau fluttu með sér að heiman, en jafnframt gef- ið fósturlandinu þol sitt og þrek og helgað því niðja sína. Þökk sé þeim fyrir fordæmið. Sigríður J. Ragnar DÁN ARFREGN Þann 13 þessa mánaðar júní) vildi það slys til er lengi mun í minni geymast í norðurbygðun- um við Manitobavatnið. Þrír ungir menn, úr Heylands- bygðinni voru á ferð heim til sín frá Ashern að næturlagi. Að Mk- indum hafa þeir ekki gætt að brautarhorninu nógu snemma til að draga úr skriði bifreiðar- innar í tíma svo hún steyptist ofan í djúpan brautarskurð. Sá sem við stýrið sat, Marino Krist- inn Emilson beið bana en hinir meiddust nokkuð. Marino Kristinn sál. var fædd- ur nálagt Akureyri á Islandi 4. febrúar árið 1925. Voru 'foreldr- ar ihans þau hjónin Gísli Emilson og Sigríður Emilson. Þegar sveinninn var tveggja ára flutti fjölskyldan til Canada og 'sett- ust þá strax að við Heylands pósthús, á Manitoba, og hefur dvalið þar altaf síðan. Marino Kristinn sál. var í herþjónustu tvö ár en annars hafði hann dvaMð heima í foreldrahúsum. Sökum sjúkleika föðurs síns, á sdðasta ári, var hann að mestu fyrirvinna heimilisins og fjöl- skyldunnar. Systkini hans eru þessi: Björn Emilson, Hamiota, Man, Kristín, Mrs. Peturson, gift syni Geirfinns Péturssonar, og búsett nálægt Heylands; Sigurð- ur, María og Daivíð dvelja heima Marino Kristinn var af öllum. sem þektu hann álitin mannsefni hið mesta. Greiðvikni var hann og prýddur og því vinsæll mjög í sínu nágrenni. Er því mikill harmur ikveðinn, ekki einungis fjölskyldunni, heldur og öllu bygðarlaginu með fráfalM þessa efnilega ungmennis. Hann var jarðsungin frá bygð- arkirkjunni að Vogar þann 16. júní af séra H. E. Johnson að viðstöddu miklu fjölmenni. GÍSLI SVEINSSON SENDIHERRA ISLANDS í OSLO Giísli Sveinsson sýslumaður hefir verið skipaður sendiherra íslands í Oslo frá 1. júM næst- komandi. Segir svo um það í fréttatilkynningu frá ríkisstjón- inni: “Svo sem kunnugt er hefir sendiherra íslands í Bretlandi jafnframt verið sendiherra þess 1 Noregi, en þar hefir ekkert sendiráð verið og ekki verið séð fyrir fyrirvari landsins á annan veg. Hefir þessi háttur þótt ó- fullnægjandi og þessvegna lengi staðið til að setja á stofn sér- stakt sendiráð í Oslo. Utanríkis- ráðuneytið hefir nú ákveðið, að svo skuli gert frá 1. júM n. k. og er Gtfisli Sveinsson sýslumaður fyrsti sendiherra íslands með aðsetri í Noregi”. Hin nýi sendiherra, Gísli Sveinsson er þjóðkunnur maður. Hann hefir um áratugi staðið í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisibar- áttu Islendinga og jafnan í fremstu vígMnu. Þegár á stúd- entsárum tók hann skelegga for- ustu í þeim málum, gerðist land- varnarmaður og skilnaðarmað- ur. Líklega sá fyrsti, sem mark- aði stefnuna hreint og umbúða- laust. Átti hann þá oft í harðri bariáttu við þáverandi undan- halds- og afturihaldslið, en aldrei lá hann á liði sínu. Hann samdi fjölmargar merkar ritgerðir um sjálfstæðismálið, rökfastar og skarpar. Altaf var hann boðinn og búinn að mæta á fundum, til þess að tala málstað Islands. Hann er, sem kunnugt er af- burða vel máli farinn, einarður og bersögull, en kurteis og stillir í hóf málflntningi sínum. Fór vel á því, að það skyldi falla í hlut Gísla Sveinssonar, sem forseta sameinaðs Alþingis að lýsa yfir stofnun lýðveldisins að Lögbergi 17. júni 1944. Hann var allra manna best til þess kjörinn. Sú helga stund er greypt í hjarta hvers einasta ís- lendings. Gísli Sveinsson hefir gegnt fjölmörgu um dégana. Hann hefir verið sýslumaður Skaft- felMnga í nær 30 ár, og notið ástsœldar og virðingar sýslunga sinna, enda verið þeim allt í senn heilrátt, nærgætið og skörulegt yfirvald. Hann var kjörinn þingmaður Vestur-Skaft fellinga 1916 og átt sæti á Al- iþingi lengst af síðan. Á þingi hefir hann jafnan verið mikil- virkur og tillögugóður. Hann hefir setið í fjörmörgum milli- þinganefndum, sem fjallað hafa um hin þýðingarmestu mál; síð- ast í sjálfstæðismálinu, til und- irbúninigs stofnun lýðveldisins og í stjórnarskrárnefnd, og for- maður í báðum. Til hins nýj a starfs sem sendi- herra hins íslenzka lýðveldis hjá frændþjóð vorri Norðmönnum hefir hann til að bera þjálfaða starfshæfni og virðuleik. Gísli Sveipsson er bvæntur Guðrúnu Einarsdóttúr trésmíða meistara í Reykjavík, glæsilegri konu, er hefir átt sinn þátt í að gera garðinn frægan. Megi gifta °g gengi fyigja þeim hjónum í hinni nýju, veglegu stöðu. —Mbl. 30. maí Næstu fjóra mánuði verður dregið úr pappírsveitingum til dagblaða í Japan til þess að hægt verði að prenta nýjar kenslu- bækur.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.