Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.07.1947, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚLÍ 1947 noðooððososðosðoscoðððeððsoooeeososooðoseoooðeeeefleðr Í^cimskrirt^la (StofnuO 1HS6) Kemui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR IIEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla” is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 eoBOOcoooocoöoosooesoöoosceeooooecosBOOcceoosectíJ Authorized as Second Class Mail—Posí Ofíice Dept., Ottawa WINNIPEG, 2. JÚLÍ 1947 Tuttugu og fimm ára afmæli Sameinaða kirkjufélagsins Flutt á kirkjuþingi 27. júní 1947 af séra Halldóri E. Johnson Skynsamir og hugssandi Vestur-lslendingar gerðiu sér snemma grein fyrir því, að samvinnan vœri. þeim nauðsynleg. Þeir voru fáir fátækir og smáir og einungis með þjóðlegum sam- tökum gátu þeir orðið sjálfum sér að liði, ættlandi sínu og ætt- stofni til sóma og kjörlandinu til nokkurs verulegs gagns. Þeir áttu sér þann þjóðmetnað, sem spyrnti þá sporum til að vilja verða veruiegir þátttakendur til uppbyggingar í nýmenningu Vestur- heims, og þeir skoðuðu sig handhafa arfgengrar menningar, sem gæti og ætti að leggja uppistöðuþræði í þjóðvefin hér vestra. Með öðrum orðum þeir neituðu að vdðurkenna sjálfa sig, skilyrðislaust, sem minni máttar þjóðbrot er kom alt til að þiggja, en ekkert að gefa. En til þess að geta gefið íslenzk erfða verðmæti, urðu þeir fyrst og fremst að vernda þau hjá sjálfum sér og sínum niðjum. Þetta gat einungis Látið sig gera naeð samtökum allria eða flestra fslendinga vestan hafs. Snemma tók samt að bera á sundrung og flokkadrætti þeirra á meðal, sem stóðu því í vegi, að sl'ík samtök gætu tekist. Þessi flokkadráttur átti aðal upptök sín í andhverfu stjórnmála- og trú- arviðhorfi vprs fólks og þó einkum í hinu síðar talda. Þar sem Islendingar eru alt of sjálfstæðir, yifrleitt, til þess að láta af sann- færingu sinni, var enginn kostur að sameina þá nema því aðeins að þeim gæfist frelsi til að halda sínum persónulegu skoðunum innan þess kirkjulega felagsskapar sem þeir gætu allir eða flestir aðhylát. Nú er það mála sannast, að grundvöll sK'krar sameining- ar var mjög erfitt að finna meðan menn þráttuðu, af hjartans sannfæringu, um flest höfuð atriði trúarbragðanna; gátu ekiki látið sér koma saman um hvert skoða bæri guð sem eina persónu eða þrjár, hvert satan væri enn á Kfi og réði yfir voldugu ríki; hvert menn frelsuðust fremur fyrir eigin verðleika eða trúna; hvert Jesús hefði verið leiðtogi eða lamb; hvert erfðasyndin leiddi flesta lýði inn í ævarandi vítisvist; hvert bibKan væri öll innblásin og óskeikul, o. s. frv. Þannig stóðu sakir frá fyrstu landnámsárum Islendinga í Amerfku þangað til nýja guðfræðin, svo kallaða, kom til sög- unnar upp úr aldamótunum. Þá yfirgefur mikill fjöldi fólks ís- lenzka lúterska kirkjufélagið og tók að aðhyllast nýja millibils guðfræði. í raun og sannleika var þó ekki hér um að ræða nieina millibils eða milliflokka guðfrœði heldur hreina og beina únitara guðfræði. Grundvallarlega höfðu únitarar og nýguðfræðingar nákvæmlega sömu skoðun á bibiíunni; á þríeiningarkenningunni; á fjandanum og fordæmingunni; á erfðasynd og mannlegum ör- ( lögum; á annars heims tilveru og trúarjátningum, og á persónu Jesú Krists. Þegar nýja guðfræðin kemur til sögunnar, gerðust miklar breytingar. Fyrst og fremst er þess að gæta, að þegar fjórði part- { urinn af því fólki, er hingað til hafði fylgt strangtrúarstefnu séra I , Jóns Bjamasonar, yfirgefur alt í einu lúterska kirkufélagið ogjenran®run su e 1 aðhýllist únitariskar trúarskoðanir, gat þetta ekki gerst með augnabragðs sinnaskiftum. Þeir hafa hlotið að ala þessar skoðanir með sjálfum sér um langar stundir. Enlginn gat nú vitað hvað heppilegri stefna en hið ákveðna og ósveigjanlega íihald. Svo að segja stnax eftir andlát séra Friðriks, fóru vissir áihrifa- menn úr Tjaldbúðar- og Fyrsta lúterska söfnuðinum að ræða um sameiningu þessara tveggja höfuð safnaða. Fór það nokkuð leynt í fyrstu en á kirkjuþing- inu sumarið 1918 var þó málið lagt fyrir þingið og nefnd af þess hálfu kosin til að ræða og semja um siika sameiningu. Afleiðing þessarar málaleitunar varð sú, að Fyrsti lútenski söfnuðurinn eign- aðist Tjaldbúðarkirkju, en að- eins mjög fáir af safnaðarmeðlim unum fylgdu kirkjunni inn í þann félagsskap. Viar nú hið stærra safnaðarbrot næsta um- komulaust. það átti sér ekkert kirkjulegt heimili og hafði eng- an prest fyrir leiðtoga. Þeir leit- uðu sér því eðlilega hælis hjá þeim, er voru þeim andlega skyldastir, nefnilega únitörum. Annars var nú mikið um sam- einingu talað af leiðandi kirkju- mönnum meðal Vestur-Islend- inga, þar með oft átt við samein- ingu Vestur-lslendinga í einn kirkjulegan félagsskap. Þessi ár, frá 1918 til 1921, blésu vindar ýmsra átta um okkur smáprest- ana í kirkjufélögunum. Við viss- um meir en almenningur um alla þá fundi og samtöl er áttu sér stað milli ráðamanna íslenzkrar kristni í Ameríku. Samt vorum við sjaldnast kvaddir til ráða, þótt í kyrþey væri grenslast um afstöðu vora ef til atkvæða kæmi. Við sem hölluðum okkur að frjálslyndinu lifðum í sælu- kendum svima um að koma þess dags, er færði okkur öllum full- komið skoðanafrelsi í trúmálum og beindi okkur þar með veg til þess þjóðlega félagsskapar er flestir þráðu, svona undir niðri. Tjaldbúðarsöfnuðinum í Winni- peg, var nú þegar ráðstafað þótt ekki gæti sú ráðstöfun talist heppileg frá félagslegu sjónar- miði, þar sem lúterska kirkjufé- lagið fékk kirkjuna, en mann- lausa að mestu, af þeim er hana höfðu bygt og stofnað. Únitarar fengu fleiri sálir, en margir og enda flestir hrökluðust út úr öll- um íslenzkum, kirkjulegum fé- lagsskap í Winnipeg. Kom nú til greina hvað yrði urn nýguðfræð is söfnuðina^í Saskatchewan og Norður Dakota. Þá var séra Fáll Sigurðsson prestur þessara safn- aða í Norður Dakota, en séra Fr. A. Friðriksson prestur þeirra 1 í Saskatchewan. Séra Friðrik var j einlægur og áhugasamur tru- maður á frjálslyndis vísu og einkar umhugað um að skapa söfnuðum sínum framtíð en í orðið trygg. Til að kynnast lút- erskum kom hann á kirkjuþingið í Dakota 1920. Ekki leist honum margir þeirra, sem ennþá töldu sig tilheyra lúterskum rétttrúnað:, í a ra^stai^a ser sinum félags- ólu nú innra méð sér áMka skoðanir. Allir vissu að einn af prestum kirkjufélagsins, séra Friðrik Hallgrímsson var því mjög fýsandi, að kirkjufélagið sýndi nokkra tilslökun svo til félagssMta mætti ekki draga með fylgjendum séra Jóns og séra Friðriks Bergmanns. Gerði hann breytingar tillögu við aðal tillögu Friðjóns Friðriks- sonar á kirkjuþinginu árið 1909, og gekk sú tilllaga svo langt í áttina til samkomulags, að nýguðfræðingarnir voru henni sam- þykkir og greiddu henni atkvæði. Bráðlega var sýnilegt að fleiri og fleiri tóku að hallast að þeirri skoðun, að enn væri hægt að sameina nýguðfræðinga og lúterska. Samt var ekki hægt að neita bræðrum þar eftir þá kynningu Var enda þá kominn nokkur aft- urkippur í trúar frjálslyndið innan lúterska kirkjufélagsins. Á kirkjuþinginu í Árbórg árið áður hafði skorist nokkuð í odda milli yngri og eldri prestanna. Höfðu þeir séra Jónas A. Sig- urðsson og séra Jóhann Bjarna- ! son orð fyrir þeim er vildu enn á lofti halda stefnu séra Jóns sál. því, að séra Jón Bjarnason hafði kveðið upp úr með þau sannindi, að nýja guðfræðin og únitarisminn, væru eitt og hið sama. Þetta arnasonar, er enga tilslökun var ekki einungis skoðun þess manns, sem lúterskt fólk skoðaði | v^u s^na en halda sér fast við sem foringja sinn og fyrirmynd, heldur Mka óvéfengjanlegur sann j játningamar og innblásturskenn leikur frá guðfræðilegu sjónarmiði séð. Ef nú hin lúteráka kirkja,1 Jn®U. kirkjunnar. ^e® frjals- í Vesturheimi, tjáði sig aibúna til þess að innlima yfirlýsta ný- guðfræðinga, gat hún alveg eins vel sameinast únitörum, sem fylgdu Sömu trúarstefnu. Virtist nú ií fljótu bragði gmndvöllur fundinn fyrir samein- ingu allra Vestur-Islendinga í eina kirkju. Sá grundvöllur gat aðeins risið á því frjálslyndi er heimilaði öllum að kenna þann kristindóm er þeir töldu beztan. Ef svo hefði farið voru þeir í vissum skilningi alMr orðnir að únitörum, því únitarar heimila meðlimum sínum fullkomið sjálfstæði í trúarefnum. Þannig var nú högum háttað er foringjarnir féllu í valinn; séra Jón árið 1914, séra Friðrik fjórum árum síðar. Þegar þeirra ; misti við tók brátt friðarværð áhugaleysisins að færast yfi fólkið. Þótt mieðal nýguðfræðinganna væru nokkrir vel gefnir prest- ar, virtist enginn þeirra þess megnugur að taka upp forystuna í bili. I lúterslka kirkjufélaginu tóku yngri menn við stjóminni og ; lyndinu mæltu þeir einkum séra Bjöm B. Jónsson, séra Kristinn Ólafsson og séra Fr. Hatlgrfms- son; er mér einkanlega minnis- stæð hin drengilega framkoma séra Kristins þá í þessu máli Svo alvarlegur var þessi árekst- ur, milli frjálslyndis og aftur- halds, að sumir óttuðust nýjan klofninig í kirkjufélaginu. Eðli- lega vildu menn umfram alt forðast hann. Var því mjög Mtið rætt um sameiningu á kirkju- þinginu í Norður Dakota og er mér ekki minnisstætt að á slíl sumir þeirra gerðu sér ljósa grein fyrir því að tilslö^un væri málefni væri minst af öðrum prestum en mér á umræðufundi í VídaMnskirkju. Ekki veit eg hversu vel það var af almenn- ingi þegið en einslega var mér bæði hælt og álasað fyrir fram- hleypnina, af mínum embættis bræðrum. Auðséð var á þessu kirkju- þingi að séra Friðrik A. Frið- riksson fráhverfðist kirkjufélag- ið lúterska en séra Páll Sigurð- son tók mjög að aðhyllast það. Eðlilega voru únitara prestarnir ekki afskiftalausir um málið. — Beittu þeir séra Rögnvaldur Pét- ursson og Albert Kirstjánsson sér einkum fyrir því að nýguð- fræðingarnir sameinuðust úni- törum og var hinn sáðar nefndi mjög áhugasamur fyrir þvá að sú sameining næði til allra kirkju- lega sinnaðra Vestur-lslendinga, ef hægt væri að sameina þá á frjálstrúar grundvelli. Var svo almennur fundur haldinn um málið í Wynyard, Sask., í desember mánuði árið 1922. Voru á þeim fundi mættir írá háKu únitara: séra Rögnvald- ur Pétursson, séra ALbert Krist- jánsson, séra Guðmundur Árna son, séra Ragnar Kvaran og séra EyjóMur J. Melan, og frá nýguð - fræðingum: séra Friðrik A. Frið- riksson og séra Páll Sigurðsson. Á þessum fundi kom greinilega fram, að séra Páll hallaðist að sameiningu við lúterska. Trúði hann því fastlega og sjáMsagt í hjartans einlægni, að kirkjufé- lagið myndi svo rýmka um sin trúar-ákvæði, að því er varðar trúrajátningar og skoðun á ritn- ingunni, að allir mættu þar vel við una, og ekki einungis nýguð- fræðingar heldur og einnig úni- tarar sameinast lútersku fólki í kirkjuheild. Skildu þar leiðir með þeim séra Páli og séra Friðrik, en af endanlegri sameiningu varð þó ekki milli nýguðfræðis safnað- anna á Saskatchewan og únitara fyr en á fyrsta sambands kirkju- þinginu, sem hófst 27. júní árið eftir, 1923. Þá en ekki fyrri, var Sambands kirkjufélagið stofnað. Við erum því á raun og veru einu ári á undan tíma með þetta hátíðahald. Það kennir annars merkilegra missagna um þetta mál, því í æfiminningu dr. Rögn- valdar er fundurinn í Wynyard ársettur 1921. Það má annars til marks hafa um sannindi þeirrar staðhæfing- ar, er fallið hafa um skyldleika nýguðfræðinnar og únitarism- ans, að lög Sambands kirkjufé- lagsins eru að miklu leyti sniðin eftir safnaðarlögum Quill Lake safnaðar í Wynyard, sem séra Jakob Kristinsson samdi. Eg vil aðeins benda á tvær greinar þessara laga: önnur greinin, um tilgang fé- lagsins hljóðar svo: Tilgangur félagsins er að leitast við að sameina alla þá Vestur-íslend- inga, er leggja vilja rækt við trú og siðgæði, með kirkjulegri sam- vinnu”. . . Fimta greinin er á þessa leið: 1 kirkjufélaginu geta staðið söfnuðir og einstaklingar, sem hlynna vilja að andlegri velferð lslendinga vestan hafs. Hið eina sem Mkist trúarjátn- inigu, í þessum lögum felst í þriðju greininni, er hljóðar á þessa leið: Kirkjufélagið játar að fagnað- arerindi Jesú Krists sé hin sanna uppspretta og regla trúar, kenn- ingar og lífemis. Fyrsti forseti hins nýstofnaða kirkjufélags var kosinn, á þessu kirkjuþingi, séra Ragnar Kvar- an; vara-forseti, séra Albert E. Kristjánsson; skrffari, séra Frið- rik A. Friðriksson; gjaldkeri, Hannes Péturssson, en einu ári síðar tók P. S. Fálsson við því embætti og hefir gætt þess síðan. Prestarnir, sem stóðu að stofn- un þess voru þessir: Rögnvaldur Pétursson, Albert T. Kristjánsson, Guðmundur irnason, Ragnar Kvaran, Ey- jólfur J. Melan. 1 sambandið^ gengu þrír nýguðfræðissöfnuðir í Saskatchewan, hinn Sameinaði söfnuður í Winnipeg, fimrn únit- ara söfnuðir i Nýja-Islandi, tveir í Lundar-bygð og söfnuðirnir í Piney og Langruth. Nýguðfræðissöfnuðimir í Da- kota sameinuðust aftur á móti lútersku söfnuðunum þar syðra, að einum söfnuði undanskild- um. Séra Páll dvaldi þó skemur en við var búist í Dakota eftir ; það og hvarf heim til íslands. • Hefir nú hér með verið greint frá tildrögum og stofnun þessa kirkjufélags eftir þeim beztu heimildum, sem eg hef getað aflað mér í bili. Um framhalds söguna get eg verið fáorður. Félagið hefir alt- af verið Mtið og því ekki megn- i ugt til stórra átaka, en haldið þó furðanlega í horfinu. Át this junction I want to ex- press my personal gratitude and the gratitude of aM Icelandic Unitarians to the parent organi- zation in Boston, not merely for the financial aid rendered us but also the friendly and under- standing cooperation with us in every worthy undertaking. — Without your aid and assistance we would not now be celebrating the twenty-fifth anniversary of the Federated Conference. We will try to be worthy of it in the future even rnore than in the past.'Will you please convey that message of appreciation to vour associates. Eins og áður er sagt hiefir fé- lagið ekki verið stórstígt í fram- kvæmdum enn til menningar í Vesturheimi, meðal Islendinga hefir það lagt sinn skerf. Meðan hins ráðsnjalla og ó- trauða foringja, Dr. Rögnvalds Pétursssonar niaut við og meðan hann sjálfur naut fullra krafta blómgaðist hagur þess. Meðal annars fyrir það, að hann veitti nýjum anda og nýjum straum- um inn í félagið með því að út- vega því unga kennimenn, bvern öðrum efnilegri, frá Islandi. Annars er handlhægast að gera bráðabirgðar yfirlit yfir starfið með þvá að greina frá því sem gerst hefir á hinum ýmsu starf- sviðum. Nú um áratugi hefir Winnipeg verið miðstöð og höfuð vági hins trúarlega frjálslyndis meðal ís- lendinga í Vesturheimi. Þegar Sambands kirkjufélagið var stofnað var séra Ragnar Kvaran prestur safnaðarins hér. Séra Kvaran var fjölþættur gáfumaður svo alt fór honum jafn vel úr hendi, prédikunar starfsemi, fyrirlestrahald, rit- störf, upplestur ljóða ög sagna, söngur, leikstjórn og leiklist. — Lagði hann því að vonum mik- inn skerf tál allrar menningar meðan hann dvaldi vor á meðal, því samfara fjölbreyttum og ó- venjulegum hæfileikum fór starfsiþol haris og áhugi. Mun hans minning seint fyrnast með- al Islendinga á vesturvegum. — Stóð hagur og heiður þessa safn- aðar aldrei betur en í hans prest- skapartíð, enda breyfingin þá ung og átti mörgu áhugasömu fólki á að skipa. Eftir hann þjónuðu tveir glæsilegir gáfumenn að heiman frá íslandi, söfnuðinum, þeir séra Benjamín Kristjánsson, nú prestur að Grundarþingum og séra Jakolb Jónsson, nú prestur Hallgrímssafnaðar í Reykjavík. Báðir voru þassir prestar at- kvæða ræðumenn og vinsælir mjög hjá öllum almenningi. Eftir að þeir bverfa heim til íslands tók séra Fhilip Péturs- son við prestskap í íslenzka Sam- bandssöfnuðinum og Iþjónaði jafnframt hinum enskumælandi únitara söfnuði í Winnipeg. — Hafði hann fyrst vígst til þess safnaðar og þjónað honum fré byrjun síns prestskapar. Sér? Philip er ekki einungis lipur menni hið mesta og því vinsæl1 að verðleikum, heldur bæði með drengilegri framkomu í öllum málum, og með sínum heil- brigðu, skynsamlegu prédikun- um, þrungnum af réttsýni, sönnu frjálslyndi og ihagnýtri Mfsskoðun, meiri áhrifa prestur, en margan grunar. Margir erfið- leikar hafa orðið á vegi þessa safnaðar, sem annara, svo sem fjárkreppan mikla, styrjöldin síðasta og fleira. Tvö atvik vil eg minnast á: Þegar biskup Islands heimsótt; okkur sem fuMtrúi íslands á 25 ára afmæli Þjóðræknisfélagsins, prédikaði hann eins og kunnugt er hér í Sambands kirkjunni við mikla aðsókn. Opinberlega lét hann þau orð um falla, að í þess- ari kirkju hefði hann kunnað einkar vel við sig og fundið strauma hlýrrar samúðar og kristilegrar bróðurhyggju um sig leika hér á þessum stað. Þótti okkur það góður vitnisburður frá svo ágætum manni. Megi æ svo verða, að hlýir straumar kristilegrar bróðurhyggju vernii þá er hingað sækja, hvert sem þeir eru biskupar eða erfiðis- menn. Að sMkur andi þróist hér bera hin miklu framlög til bágstaddra í hernumdum og hersetnum löndum gleggstan vott um. Eru þau framlög og það verk er unn- ið hefir verið áf þessum söfnuði og öðrum í þarfir Mknarstarf- seminnar ótrúlega mikil. Alis hafa verið sendir héðan til The Unitarian Service Committee $17,273, auk þess fyrir milli- göngu þessa safnaðar, 8,420 send- ir beina leið til Ottawa, eða alls tuttugu og fimm þúsund sex hundruð níutíu og þrír döllarar. Fimm hundruð sjötíu og þrjú börn hafa verið tekin til fósturs um skemmri tíma, 170 barnaföt hafa verið send og 37,800 pund af fatnaði. Þótt hjálp hafi komið frá hin- ■um smærri söfnuðum er þarna um mikið og veglegt starf að ræða, enda mun engin félags- skapur innan vébanda úndtara standa hærra, um framlag til Mknar bágstöddu fólki, en þessi söfnuður í Canada og kanske hvergi. Enn rekur þessi söfnuður margskonar menningarstarfsemi bæði í söngment og leikstarfi. Eitt af höfuð stöðvum únitara og síðar sambandskirkjufélags- ins hefir löngum verið Nýja-ls- land. Þar hefir núverandi for- seti kirkjufélagsins lengst af þjónað, séra Eyjólfur J. Melan Séra EyjóMur er vel gefinn mað- ur, eru ræður hans vel samdar og sumar enda af list, enda er maðurinn skáldmæltur vel. —- Hann er og hagleiksmaður hinn mesti og hefir unnið að því með áhuga, að kirkjur voru reistar í Norður Nýja-íslandi og var yfir- smiður sumra þeirra að minsta kosti. Einnig sá hann um bygg- ingu Sumarhælisins fyrir börn og unglinga að Hnausa. Það var og er hin þarfasta stofnun og gæti enda ’komið okkur að enn meira gagni með nokkuð breyttu fyrirkomulagi í framtíðinni. Víst er um, að Sumarheimilið hefir aukið vinsældir vorar enda mörg börn notið þar hressingar sér til ánægju og heillsubótar, sem trauðla myndu hafa notið þeirra hlunninda ella. I Wynyard og nágrenninu stóð hagur Samlbandsafnaðanna með hinum mesta blóma fyr á fímum. Voru þar hinir ágætustu prestar bæði áður en þessir söfn- uðir gengu í Sambandið og síðar. Séra Friðrik A. Friðriksson var meðal ágætustu presta er starfað hafa hér vestan hafs; lipurmenni mikið og vinlsæll vel. Var hon- um unglinga starfsemi og sunnu- dagaskólahald einkar leikið. — Eftir að hann hvarf til Blaine, ti1- að þjóna frjálstrúar söfnuðinum þar, tók séra Jakob Jónsson, fyrrum prestur í Winnipeg við prestþjónustu í Wynyard. Var hann og vellátinn maður og skör- ungur í ræðustól. Um það leyt’-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.