Heimskringla - 09.07.1947, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSERINGLA
WIN'NIPEG, 9. JÚLÍ 1947
Avarp
Forseta Islenzka Frjálstrúar Kvennasambandsins.
Flutt í Winnipeg 28. júni 1947.
Sveitin mín
Sextíu ára afmæli Álftavatns og
Grunnavatns bygða
Flutt 6. júli 1947, á Demants-afmæli Lundar-bygftar
Sextíu ára sveitin mín,
Söng við heijum nú til þín;
Frumbýlingsins fagra lag.
Dóttir sönn og sonur hver,
Sína lotning veita þér,
Þennan mæta merkisdag.
Enginn foss og enginn sjór
Engin mannavirki stór
Engin fögur fjalla sýn.
Sléttu blóm og gróin grund,
Grænir skógar, kjarr í lund;
Það er faldar fegurð þín.
Hokið bak og höndin þreytt,
Hárin grá og ennið sveitt,
Frumbýlingsins trega tár.
Hefja grjót og höggva skóg,
Heyja engi og draga plóg,
Er það sama um sextíu ár?
Lífsins ganga gegnum raun
Gengin er; og hvaða laun
Eru sett við söguþátt?
Niðji hver sem frama fann,
Föðurhúsum orðstír vann
Lyfti manndóms merki hátt.
Barna þinna dygð og dáð,
Dýrstu laun, sem til var sáð,
Eru andans óðul þín.
Vinarhendi rétt að hönd
Hjálpar til, og trygða bönd;
Er þín saga sveitin mín.
Vina þinna vonar hönd, \
Verndi öll þín draumalönd.
Ætíð stækki störfin þín.
Faðir ljóss og bræðrabands,
Blessi þig með sigurkrans,
Sextíu ára sveitin mín.
Bergthór Emil Johnson
í»að er’sérstakt ánægjuefni fyr
ir mig, að hafa tækifæri til að
bjóða ykkur allar velkomnar á
þetta 21st. ársþing Sambandsins
þar sem einnig hefir verið á-
kveðið að minnast 20 ára starfs-
emi félagsins á einihvem viðeig-
andi hátt. Þó að vísu, margt
hefði mátt betur gera ef ástæður
og efni hefði verið fyrir hendi,
þá er það samt engum vafa
bundið að 20 ára starfið hefir á
margan hátt borið blessunarrík-
an ávöxt bæði inná við og út á
við, svo að án þess, á nokkum
hátt að miklast af þeim fram-
kvæmdum sem orðið hafa, höf-
um við með reynslunni gegn um
árin réttilega sannfærst um
nauðsýn málefnisins og sam-
vinnunnar, í störfum þeim sem
félagið hefir látið sig skifta
Þó að þessi nauðsyn á sameigin-
legum aukastörfum í þarfir mál-
efnanna hafi stundum sýnst
nokkuð kröfu hörð hefir oftast
sú raun á orðið, að hinn góði
vilji og starfshæfileikar okkar
fámenna félagsskapar hafa jafn-
an borið sigur úr býtum. Sem
dæmi um það, má benda á það
feikna aukastarf, sem leist var
af höndum í sambandi við síð-
a9ta stríð. Starf sem enn er ekki
lokið og lýkur ekki, fyrr en full-
komið jafnvægi kemst á heims-
málin. Og, eins og eðlilegt er,
hlýtur þetta að mikkim mun að
sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum
störfum heimafyrir og tefja
fyrir ýmsum framkvæmdum fé-
lagsmálanna. Er nú vonandi að
eftir því sem lengur líður, greið-
ist úr því hörmunga ástandi, sem
nú ríkir í heiminum og kröfurn-
ar þessvegna minki nieð hverj-
um líðandi degi. Þegar svo er
komið getum við farið að Mta
fram á veginn með okkar sam-
eiginlegu mál og framkvæmdir
heimafyrir.
Eins og á undanfömum árum
hefir starfsemi Sambandsins
inn á við, lotið að því að styrkja
söfnuðina, vekja áhuga fyrir
Sd.-skólamáMnu og starfrækja
Sumarheimilið á Hnausum. Út-
heimtir þetta alt og einkum hið
síðastnefnda mikla árvekni og
framtakssemi. 1 fyrra sumar var
Sumarheimilið starfrækt eins
og áður, og auk þess var þar um
langtskeið hópur af ungu fólki,
sem hafði það með höndum, á-
samt því að njóta hins friðsæla
umhverfis, að hreinsa og laga
garðinn í kringum heimilið. Og
þá var einnig haft þar námsskeið
annað tímabil fyrir ungmenni I
innan félagsskaparins, sem er
afar þýðingarmikið atriði fyrir
alla framtíð okkar kirkjuiegu
méla. Er þetta einskonar sumar-
námsskeið, sem er stjórnað af
vel hæfum konum og mönnum
sem hafa látið sér annt um að
láta þetta koma að góðum not-
um. Þó einungis sé hér um stutt-
an tíma að ræða á hverju sumri
þá hefir þetta námsskeið náð
þeim vinsældum, að fleiri vilja
koma en pláss er fyrir. Erum við
að vona að smámsaman kunni að
rætast fram úr því með viðbót
við byggingarnar og var í fyrra-
sumar byggður aukaskáli, sem
að miklu leyti bætti úr þörfinni
í bili. En eins og stendur, þá er
| ekki fé fyrir hendi til nýrra
' framkvæmda í þessu efni í bráð
og verður það því að bíða betri
tíma. Vil eg þó minnast þess að
á árinu hefir mikið af gjölfum
verið sent í Blómasjóð félagsins
víðsvegar að og er eg öllu því
góða fólki innilega þakklát fyrir
það. Veit eg að mér er óhætt í
því sambandi að bera hér fram
alúðar þakklæti til allra gefenda
fyrir hönd nefndarinnar. Eins og
þessi blómasjóður er stofnaður
í minning um látna ástvini gef-
endanna, er hann um leið stofn-
aður til þess að hlúa að þeim
blómum, sem eru dýrmætust
allra blóma, bömunum, sem
eiga fyrir sér að verða hinn
eiginlegi blómasjóður þjóðarinn-
,ar. í þeirri hugsjón, sem hér
Mggur til grundvallar er sú þjóð-
raekni, sem varanlegast gildi
hefir fyrir komandi kynslóðir
og er það því vel farið að hún
skyldi fæðast og komast í fram-
kvæmd á meðal okkar þjóðar-
brots hér í landi. Er höfundur
hennar að mínum dómi sannari
maður og þarfari þegn síns rík-
is, en sá sem beitti allri sinni
vísindaiðju til þess að finna upp
Atom sprengjuna. En hvað sem
um það er, þá verður ávalt minn-
ingin um göfugmennið látna,
Sigurð Þorsteinsson, einn feg-
ursti votturinn um göfgi þess
innrætis sem um langan aldur
hefir verið sterkasti þátturinn í
þróunarsögu okkar heimaþjóðar.
Og víst er um það, að hvergi
væri friðar hugsjóninni betur
borgið en ef hún næði innræti
óíiindruðu í hugsjóna jarðvegi
eins og þeim, sem hinn íslenzki
alþýðumaður býr yfir.
Á þessu þingi verða bomar
fram skýrslur um starfsemi
kvennafélaganna á árinu, og
verður því ekki skýrt frá þeim
frekar í þessu ávarpi. Vona eg að
skýrslur komi fram frá öllum
kv.félögunum sem tilheyra Sam-
bandinu.
Eins og ávalt áður hljótum
við að minnast með söknuði
þeirra sem við höfum mist úr
okkar fámenna hópi. Við minn-
umst með söknuði einnar af
okkar ágætustu starfssystrum
Ástu Hallsson, sem ávalt var ó-
þreytandi í starfinu með okkur
frá byrjun. Við geymum þakk-
látar, minninguna um hana og
iátum hana verða ókkur til sí-
vaxandi uppörfunar í öllu fram-
tíðarstarfi okkar. Við biðjum
guð að blessa minningu hennar
og allra hinna starfsystra okkar,
sem við höfum orðið að sjá á
bak. Minning þeirra allra skal
verða okkur leiðarljós inn á veg-
inn sem framundan liggur og
munum við þá sjá okkar mál-
efnum vel borgið. Lífsviðhorf
Ástu Hallsson var bjartsýnt og
viðmótið hlýtt og því viljum við
ávalt leitast við að geyma þau
persónulegu einkenni í huga, og
láta störf okkar ávalt bera þau
einkenni bjartsýni og þýðleika,
hversu örðug sem leiðin kann að
sýnast framundan.
Eg vil þá geta þess að ýmsra
orsaka vegna gat eg ekki komið
því við að heimsækja allar deild-
ir innan Sambandsins á liðnu
árinu. En eg vona þó að áfram-
hald geti orðið á þeim heimsökn-
um í sumar. Eg heimsótti fjórar
deildir, Winnipeg, Wynyard, |
Lundar og Mikley og nú sáðast, I
er eg var á leiðinni í heimsókn í
til Riverton og Arborg veiktistl
eg og varð að snúa heimleiðis. j
Þótti mér fyrir því að þannigí
tókst til, því búist hafði veriðj
við mér og stundin
Vona eg að hægt verði úr þessu
að bæta með tíð og tíma.
Stjórnarnefnd Sanrib. hafði
fjóra fundi á árinu og þar að
auki nú síðast auka fund til þess
að ræða um og ákveða fyrir-
komulag þingsins og komast að
niðurstoðu um programmið.
Held eg að hafi vel tekist með
það. Vil eg taka þetta tækifæri
til að þakka nefndarkonnunum
fyrir góða samvinnu á árinu sem
hefir gert alt starfið léttara en
annars hefði orðið. Góð sam-
vinna í öllum félagsskap er og
verður ávalt fyrsta skilyrðið til
I eðlilegra framfara, og er því svo
mikil nauðsyn á því að efla hana
með öllu móti í bverju því sem
félögin taka sér fyrir hendur að
koma í framkvæmd. Er gott að
hafa þetta hugfast og ekki sízt
í félagi eins og þessu þar sem
kraftarnir eru svo dreifir. Er
því nauðsyn á því til aukins sam-
starfs milli deildanna að árlegar
heimsóknir til deildanna séu
gerðar af hálfu stjórnarnefndar.
Einnig eru bréfaviðskifti milli
deildanna góð aðferð til aukinn-
ar samvinnu í ýmsum efnum
þar sem sameiginleg áhugamál
eru tekin til athugunnar. Af því
við trúum því að okkar sameig-
inlegu áhugamál sé uppbyggileg
og réttmætt, höfum við að sjálf-
sögðu stöðugar skyldur gagnvart
þeim, sem okkur ber að rækja
með öllum þeim krafti, sem við
höfum á að skipa. Ef við höfum
það hugfast verður okkar sam-
eiginelgu áhugamálinu vel borg-
ið í allri framtíð.
Um Brautina er það að Segja,
að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
náði eg í nægilegt efni til þess
að fylla þann part sem okkur
tilheyrir. Og eg vil taka tæki-
færið til að þakka Gísla Johnson
fyrir prófarkarlestur og alla
aðra hjálp í sambandi við okkar
part í þessari útgáfu ritsins. Um
það hvernig þetta hefir 'tekist
verður svo lesandinn að dæma
eftir sínu viti. En þar sem Braut-
in er málgagn okkar félagsskap-
ar held eg væri gott að, sem
flestar pennafærar konur inn-
an Samb. léti eitthvað til sín
Manitoba Birds
BLUE JAY—Cyanocitta cristata
Sky blue back, wings and tail; a oonspicuous pointed blue
crest. Nearly white below; and a black necklace draped
around neck and over the upper breast.
Distinctions. Large size, general sky-blue colour, and
prominent upstanding crest.
Field Marks. Oharacteristic cries and calls, the most
oommon of which is a loud, “Jay—jay—Jay”, another
resembles the squeak of a rusty hinge, but the bird is a
mimic, and acquires many strange notes.
Nesting. Nest of twigs and rootlets in trees.
Distribution. Eastern North America, from the northern
coniferous forest, south to the gulf of Mexioo. In Canada,
west to the foothills.
Blue Japs are clowns, intelMgent, alert, inquisitive, mis-
chievous and noisy.
Economic Status. Economically the Blue Jay occupies a
doubtful place; in food habits it is omnivorous, eating in
turn, insects, fruit, acorns, grain, eggs, or young birds.
Undoubtedly acoms, in their season, form its staple food.
It is a bird that should be discouraged where other more
useful birds are nesting.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD 192
ákveðin. taka í^þessu efni og sendi stuttar
greinar um áhugamálin til
blaðsins óumbeðið. Verðmæti
blaðsins Mggur aðalega í því
hversu mikið það hefir að flyitja
af bætandi hugsjónum um mál-
efnin, sem tekin eru til meðferð-
ar og ef þær hugsjónir eru til,
eiga þær að birtast, og hjálpa til
þess að riðja brautina inn á lönd
fegurri framtíðar fyrir komandi
kynslóðir. Að Brautin sé og
verður málgagn frjálsra Mfskoð-
ana er markmiðið , en áhrif
hennar hljóta að fara eftir því,
hversu vel er um garðinn búið,
en- í því atriði liggur skyldan
jafnt á herðum okkar allra sem
eitthvað getum lagt af mörkum
í þenna hugsjónar sjóð okkar
íélagsskapar. Vil eg að endingu
þakka öllum þeim, sem á einn
eða annan hátt hjálpuðu til við
okkar þátt í útgáfu ritsins.
Að svo mæltu leyfi eg mér að
setja þingið og vona eg að okkuír
auðnist að hafa ánægjulegt þing
og að ráða fram úr okkar mál-
um farsællega eins og ávalt
áður.
Marja Björnson
TUTTUGU OG FIMM ÁRA
afmæli þjóðræknisdeild-
arinnar “ísland”
Tuttugu og fimm ára afmælis
þjóðræknisdeildarinnar “Isiland
í Brown, Manitoba, var minnst
með fjölmennu hátíðahaldi þ. 18.
júní síðastliðinn. 1 rauninni var
þar þó um að ræða tuttugu og
sex ára afmæli deildarinnar, og
freklega það, því að hún var
stofnuð 12. febrúar 1921; var
það og hugmyndin, að afmælis -
ins væri minnst í fyrra, en af
ýmsum ástæðum kornst það eigi
í framkvæmd. En nú hefir ver-
ið úr því bætt, eins og ágætlega
sæmdi, því að hér er eigi aðeins
um að tala eina af elstú deildum
Þjóðræknisfélagsins, heldur —
jafnframt eina þeirra deilda þess
sem verið hefir óvenjulega vel
vakandi og starfandi, ekki síst
þegar Mtið er á allar aðstæður,
fámenni byggðarinnar og fjar-
lægð frá meginstöðvum Íslend-
inga. Er byggðarbúum þessi fé-
lagslega viðleitni þeirra á þjóð-
ræknis og menningaráttina að
því skapi til aukinnar sæmdar,
og sést hér hverju orka má, þeg-
ar áhugi og góður félagsandi
ráða ríkjum.
Afmælisfagnaðurinn Ihófst
með þvá, að forseti deildarinnar
Villhjálmur Ólafsson, Setti hátáð-
ina og bauð menn velkomna með
\-elvöldum orðum. Kvaddi hann
síðan Þorstein J. Gíslaslon til
samkornustjórnar, en hann hefir
jafnan verið einn af helstu
stuðnings og forvígismönnum
deildarinnar, fyrsti ritari henn-
ar og enn á stjórnamefndinni.
1 gagnorðu forsetaáivarpi lýsti
Þorsteinn stofnun deildarinnar
og starfi; gat hann þess, meðal
annars, að af 17 stofnendum
hennar væru 9 látnir. Minntust
samkomugestir látinna félags-
systkina með því að rísa á fæt-
ur.
Verðugt er að minnast þess,
að fyrstu embættismenn deildar-
innar voru eftirfarandi: Jón S.
Gillies, forseti; Þorsteinn J.
Gíslason, ritari; og Sigurjón
Bergvinsson, féhirðir. Fyrstu
fulltrúar hennar á þjóðræknis-
þingi voru þeir Jón J. Húnfjórð
og Tryggvi Ólafsson. Núverandi
embættismenn eru: Vilhjálmur
Ólafsson, forseti; Mrs. Guðrún
Tómasson, ritari; Þorsteinn J.
Gíslason, féhirðir og Jónatan
Tómasson, fjármálaritard.
Að loknu ávarpi samkomu-
stj. og síðar á samkomunni, var
almennur söngur undir stjóm
Mrs. Louisu Gi'slason, sem lagt
hefir mikinn og merkiilegan
skerf ^til félagsMfs d byggðinni
með söngstarfi sánu og söng-
stjórn. Karlakór söng einnig á
samkomunni undir stjóm henn-
ar. Voru sungin gamalkunn ás-
lenzk ættjarðarljóð, og önnur is-
Ienzk kvæði, kunn og kær, og
var söngurinn fjörugur og hress-
andi á hann að hlýða, og eftir-
tektarvert, hve margir tó'ku þátt
í honum. “Þar sem sönglist dviín,
er dauðans ríki”, segir skáldið.
Þá sungu tvær litlar stúlkur,
Anna og Salome Ólafsson, tví-
söng á íslenzku, svo unun var á
að hlusta; en Láms Gíslason lék
fagurt lag á fiðiu, og fórst það
vel úr hendi. Ungir og gamlir
tóku því höndum saman um að
gera ’ samkomuna minnisstæða
og skemmtilega.
Jóhannes H. Húnfjörð, sem
Hundreds of them! But new telephone service
can only be installed as the necessary equipment
and material is received.
The situation IS improving. Orders ARE being
filled.
New applications are being accepted and placed
on the waiting list in the order in which they are
received.