Heimskringla - 03.09.1947, Blaðsíða 4
4. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. SEPT. 1947
Hrcímskringla
(StofnuO im>
Keraur út ú hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
VerS biaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaöinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjón STEFAN EINARSSON
Utanáskrlít ti! ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
SaOOSeQOOQCCCOQOOCOðOSOOOOðQðCOOOOSOOSðCCCOC<SOOOS<ðC
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 3. SEPT. 1947
Niðurborgun á hveiti hækkar
Það er að vísu ekki stórt á stað farið með hækkuninni, sem
sambandsstjómin lofar nú á niðurborgun á hveiti, en það er þó
spor í rétta átt. Bændum er nú lofað, sem fyrstu borgun fyrir
hveiti sitt $1.55 í stað $1.35 áður. Það var tími til þess kominn af
stjóminni, að hætta að halda svo miklu í fórum sínurn af þessu fé
bænda. Og það er vonandi, að þingið gangi svo frá, að greiðsla
svipuð þessari hækkun, nái einnig til áranna 1945 og 1946. Þá
væri ekki óveruleg bót að henni.
Mjög margir Sléttufylkjabændur hafa orðið fyrir vonbrigð-
um á þessu ári. Þeir hafa séð hveiti sem vel leit út í júlií, meira og
minna skemmast og hrekjast vegna umhleypingasams veðurs og'
heildaruppskeru rýrna þar til að hún er ekki meira en þrír fjórðu
af uppskeru síðast liðins árs.
En bændur Vesturlandsins hafa sýnt mikla þolinmæði. Verðið
sem þeir hafa verið að fá fyrir hveiti sitt, hefir verið langt frá
markaðsverði, en “Hveitiráðið”, sem eittvsér um söluna, hefir
hrúgað upp’ gróða, sem það geymir til þess að vernda stjómina
tapi á ókomnum tíma. Það hefir stundum reynst erfitt að geta
rétt til um framtíðarverð á hveiti. En á yfirstandandi tímum, er
ekki hægt að hugsa sér að það falli. Skorturinn um allan heim,
er ofmikill og þörfin og eftirspurnin til að ætla nokkuð slikt. Þar
sem hagur bænda er erfiður á þessu ári, er ekki nema sanngjamt,
að hann fái ríflegri niðurborgun en áður, og meira að segja eitt-
hvað einnig af sinni miklu innstæðu hjá stjóminni.
Hveitiráðið hefir þeirri aðferð fylgt, að greiða framleiðanda
vesturlandsins $1.35 fyrir hveiti sem sent hefir verið til Englands
og selt Bretum á $1.55 mælirinn og til annara landa á $2.50. Mun-
urinn milli verðsins sem bóndinn fær náðarsamlegast og þess,
sem hveitið er selt á, er lagt í sjóð, sem rentur ber og bóndinn fær
sinn hluta af árlega.
Þess er ekki getið hvað þetta fé bænda nemur nú miklu, en
það mun skoðun flestra, að það sé um $150,000,000. Það er úr
þessum sjóði, sem hækkun niðurgreiðslunnar verður nú greidd.
Niðurborgun hefir einu sinni áður verið hækkuð úr $1.25 í $1.35
árið 1946.
Því er ekki spáð, að þetta hækki verð á brauði. Féð, sem fyrir
hækkunina er greitt, er fé bóndans, sem ágóði af sölu á hveiti er-
lendis. Hækkunin hefir ekkert við innanlandsverð á hveiti að
gera. Það er ekki sem sýnist að King-stjórnin, sé að greiða fyrir
hækkunina heldur bændur sjálfir.
ERU RÚSSAR SYIFTIR
KÍMNIGÁFU?
Hvaða hugmyndir sem Rúss-
ar kunna að gera sér um vest-
lægu þjóðirnar, er það víst, að
þeir skilja ekki kímnigáfu
þeirra.
Rússneskur prófessor, A.
Zvorykin að nafni skrifar ný-
lega grein í blaðið “Pravda”
(orðið þýðir sannleikur) og ræðst
þar á rússneskar kenslubækur
og segir að ekki megi lengur
sitja við, að kenna þá vitleysu,
sem í mörgum þeirra sé haldið
fram. Atriðin sem hann telur
kenslubækumar sérstaklega ó-
hæfar fyrir og villandi, eru þau,
að Edison hafi fundið upp raí
magnslampann, Watt gufuvél-
ina, Stephenson eimreiðina,
Morse símann og Marconi loft-
skeytin.
1 hreinustu alvöru að því er
virðist lýsir prófessorinn því
yfir, að rússneskir vísindamenn
hafi uppgötvað alla þessa hluti
Hann virðist ganga að þvií sem
vísu, að “hin vestlægu rándýr”
hafi laumast inn í Rússland ein-
hverntíma á dögum hins blinda
tawa-stjómin muninn sem er á! þessum störfum, láti sig þau
fargjaldi flugleiðis og með sjó- minna skifta en ætla mætti. En
skipum. til þess er engin gild ástæða fyr-
ir þær. Það eru einmitt slík
§törf, sem þing- og stjómar-
störf, sem grípa svo djúpt inn í
starfsvið konunnar, sérstaklega
á heimilinu, að þær ættu að sjá
það orðið sem eina hina brýn-J
ustu skyldu, að beita þar sér-j
1 þekkingu sinni, málum og verk- j
efnum slínum til hagsmuna. j
Það er í raun og veru sjálfsagt,
að allar stjómir þessa lands fari
að gera sér grein fyrir þörfinni
á þvtí þegar ráðunautar þeirra
falla í val, deyja, sýkjast eða
eldast, að velja konur í stað
þeirra til ráðuneytisstarfa.
Það hafa í allri sögu Canada,
aðeins 5 konur setið á samibands-
þinginu. Þær eru þessar: Mrs.
Cora Casselman, er kosin var
1941 og tók við fulltrúastaríi
eftir eiginmann sinn. Hún er
eina konan, sem flokki liberala
hefir fylgt; hún beið ósigur í
kosningunum 1945.
Önnur er Mrs. L. M. Black,
kona George Black fyrrum þing-
forseta. Hún sat á þingi frá 1935
til 1940; hún fylgdi íhaldsflokkn-
um að málum.
Agnes Macphail var fyrsta
konan á samlbandsþinginu. Hún
var kosin 1925 og sat þar til
1940. Hún fylgdi bændum og
TVÆR NÝJAR LJÓÐA-
BÆKUR
Eftir prófessor Richard Beck
keisara og hafi stolið þessum
leyndardómum og eigni sér þá "‘kamöiin‘iuií Tð_'málum, er þá
nú alla.
Blaðið Minneapolis Tribune
segir, að það sé auðráðið af
þessu ,hve áróður Rússa á vest-
ræna menningu sé takmarka-
laus. Við megum bráðum búast
við að heyra, segir blaðið, að
kommúnistar hafi fundið upp
hjólið, vogarstöngina, fleyginn,
sögina, talíuna og eldinn.
Ef prófessor Zvorykin heldur
að vestlægum þjóðum bregði í
brún við að heyra þetta, ber það
með sér, að hann skilur þær illa.
Það er ef til vill mikill ókostur,
að þeim skuli vera svo farið að
brosa á röngum tíma eða þegar
um eitthvað mikið og alvarlegt,
j sé að ræða. En þær hafa ekki
lagt þann ósið enn niður. 1 fyrra
alheimsstríðinu gerðu þær ekki
annað en brosa góðlátlega, þegar
Berlín sagnfræðingarnir upp-
götvuðu, að Shakespeare hefði í
raun og veru verið Þjóðverji.
ÓTAKMARKAÐUR
FóLKSIN N FLUTN -
INGUR
“Fólksinnflutningur til Can
ada verður ekki takmarkaður af
sambandsstjórmnni og það eru
'öll líkindi til að hann fari vax-
andi á komandi mánuðum.” —
Þetta er haft eftir Rt. Hon. C. D.
Howe, en hann er nýkominn
heim úr flugferð til Englands og
meginlands Evrópu.
Stjóm Canada hefir leigt
skrifstofu í London til þess að
taka á móti tilvonandi innflytj-
endum og greiða ferð þeirra vest-
ur um haf.
Sagði Mr. Howe mikla ös vera
á skrifstofunni og fylstu nauð-
syn á að sjá um aukinn útveg,
til að greiða fyrir þeim fjölda, er,
til þessa lands vildi flytja. Öll
skip er vestur fara eru full og
Trans Canada Air Lines, hefir
svo marga á biðskrá, að það tek-
ur ekki við fleiri umsóknilm.
“Með haustinu er þó nokkur
von um aukinn skipakost og
mun þá í ljós koma hinn aukni
innflutningur hingað,” sagð Mr.
Howe. Ef Trans Canada Air
Lines gætu haft fleiri flugför í
förum, bjóst hann við að inn-
flutningsstraumurinn mundi
verða 2500—3000 á mánuði.
Canada leyfir nú þegar inn-
flutning 10,000 manna úr hópi
heimilislausra í Evrópu, en ein-
hverra hluta vegna geta ekki
vikið til sinna fyrri bústaða. Seg-
ir Mr. Howe þá tölu nú þegar
fengna og leyfi fyrir miklu fleiri
verði að veita. Álítur hann rétt,
að innflutningur sé veittur slák-
um hópum manna eftir þörfinni,
HVÍ ER ENGIN KONA
1 RÁÐUNEYTI
CANADA?
en að ekki sé nauðsynlegt að
binda hann við meina heildar
tölu, eða 300,000—400,000 eins
og Bandaníkin gera.
En fjöldan af þeim, sem um
innflutning hefðu sótt, sagði
ihann þó vera vanalega innflytj-
endur.
Síðan í marz í vor, sagði hann
um 10,000 mans hafa flutt til
Canada,* sem ættu hér skyld-
menni og æskt hefði verið af
þeim að kæmu. Eru 5000 af skuli til vera, hvort sem er í Ot
þeim Pólverjar, en 3000 Hol-, tawa eða fylkjum landsins, sem
lendingar. | ekki hefir eina eða fleiri konur
1 bráðina eru það ekki heilar,á ráðuneyti sínu.
fjölskyldur sem koma. En efj Þegar litið er á störf konunn-
þeim fjölskyldufeðrum famaðist ar, stjórn heimilisins, sem mest
vel, sem hingað kæmu, yrði ekkij hvílir á henni, áhrif hennar á
haft á móti að öll fjölskyldan j uppeldi æskunnar og störf henn-
kæmi. í ar öll utan heimilis nú orðið, þar
Mr. Howe heimsótti verin á sem þær gegna nú stöðum, sem
meginlandinu, sem fólkið býr í,j læknar, lögfræðingar, kennarar,
sem hvergi á höfði að að halla.j o. s. frv., dylst ekki þýðing
Sagði hann það margt hið efni-j starfs hennar í þjóðfélaginu og
legasta fólk og æskti mjög að; um leið sjálfsögð þátttaka henn-
flytja til Canada. Væri mikið af1 ar í stjórnarrekstri öllum, í
þvlí fólki vant akuryrkju ogl sveitum, fylkjum og landinu. —
vinnu við stóriðnað. Þyrfti Can-1 Ráðuneytið í Ottawa gseti oft
ada slíks fólks með. j fengið þær upplýsingar um þjóð-
Ný skrifstofa hefði og verið j málin, ekki sízt þau, er heimilið
voru eitt í Ontario.
Mrs. Doris Nielson frá North
Battleford var á þingi frá 1940
til 1945; hún fylgdi flokki sem
nefndist National Unity flokkur.
Núverandi fulltrúi er Gladys
Strum frá Qu’Appelle, Sask.;
hún fylgir C.C.F. flokkinum.
Framkoma allra þessara kven-
fulltrúa hefir verið sú á þingi, að
þær hefðu allar átt skilið sæti í
ráðuneytinu. Samt hefir sam-
bandsstjórn aldrei þóknast að
veita þeim slrka stöðu.
En svo eru konur, sem þektar
eru um alt land fyrir störf áín í
margvíslegum félagsmálum, sem
skipa mundu sæti í ráðuneyti
Ottawa með miklum sóma og
sjálfsagt er að sjá um, að biðu
sig fram til þings. Hér eru nöfn
nokkra þeirra mikilhæfu
kvenna: frú Margaret McWil-
liams í Winnipeg, kona R. F.
McWilliams fylkisstjóra í Maní-
toba; hún hefir verið hér í bæj-
arstjórn og látið sig félagsmál
mikið skifta. Hún er rithöfund-
ur og fróð í sögu og jafnglögg á
utanriíkis, sem innanlandsmál.
Það hefir mörg konan lagt Mrs. R. C. Marshall í Edmon-
þessa spurningu fyrir sig, sem ton, kona fyrv. borgarstjóra í
mjög eðlilegt er. Svo langt sem Calgary. Hún hefir haft forustu
nú er orðið síðan að konur fengu { gínu fylki í öllum fjölda fé-
atkvæðisrétt og svo mikið sem; lagsmála.
verkahringur þeirra hefir færstj Madame Theresa Casgrain í
út síðustu áratugina, er það | Quebec, fræ^ fyrir forustu sína
undrunarvert, að nokkur stjórnj j málefnum kvenna.
opnuð á ítalíu.
1 Frakklandi, Belgíu, Hollandi
og á Norðurlöndum, væri ekkert
á móti útflutningi fólks haft.
En í Englandi kvað hann ekki
mleð útflutningi mælt; var þar
sagt, að þessir menn ættu að
sitja heima og sjálpa til að
byggja upp hið fallna.
Canada-stjórn greiðir ekki
fargjöld þessara innflytjenda. —
Alþjóðastofnun, sem eftir þessu
fólki lítur, gerir það. Ef svo
snierta hjá konum, ef í stjórn
væru, sem karlmenn hafa enga
hugmynd um. Heimilið sjálft,
undir stjórn konunnar, er lang
veigamesta stofnun þjóðfélags-
ins og það hvemig störfin þar
eru unnin, er þýðingarmeira en
alt annað, þýðingarmeira en
störf nokkurs þings eða ráðu-
neytis. Hví ætti ekki konan að
fara að taka þátt í þessum störf-
um að sínu leyti, eða í hlutfalli
við karlmenn?
stendur á að flugleiðis sé hægt| Það er ef til vill eittíhvað í
að flytja einihverja, greiðir Ot- því, að konur sækist ekki eftir
Controller Norah Frances
Henderson frá Hamilton. Hún
hefir lengi verið í bæjarstjórn,
er djarfmælt og hefir mörgu í
verk komið, sem öðrum hefði
erfitt reynst.
Miss Oharlotte Whitton í Ot-
tawa, sem svo er kunnug vel-
ferðarmálum, að til hennar er
leitað ef sérstakra upplýsinga
þarf með.
Byrne Hope Sanders, ritstjóri
Chatelaine Magazine, sem á
stríðsárunum var forstjórl
neyzludeildar Wartime Prices
and Trade Board.
Ótal fleiri konur mætti nefna,
sem kunnari eru fyrir félags-
málastörf og þekkingu á ýmsum
velferðarmálum, en margir þeir
er í ráðgj afastöður eru valdir.
Það er lítið spursmál, að það er
til fjöldi kvenna, sem í ýmsum
greinum þjóðfélagsmálanna, búa
yfir sérþekkingu sem enginn
karlmaður veit og það í málum,
sem almenning varðar mest og
aldrei eru svo mikið sem til
greiná tekin af karlmönnum.
Mark Twain sagði eitt sinn,
að hvergi í heiminum væri betra
vetrarveður á sumrin, en í Puget
Sound.
I.
Þóroddur Guðmundsson,
frá Sandi: Villiflug (Ljóð).
Bókaútgáfa Pálma H. Jóns-
sonar, Akureyri, 1946.
Fyrir nokkrum árum síðan
gaf Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi út fyrstu bók sína, smá-
sagnasafnið “Skýjadans”, sem
hlaut að verðleikum vinsamlega
dóma, því að sögur þessar voru
yfirleitt vel sagðar, og sumar á-
gætlega. Það einkenndi sérstak-
lega sögur þessar, hve ljóðrænar
þær voru að efni og mláli, og
báru því vitni, að þar héldi ljóð-
hneigður maður og ljóðhagur á
pennanum, enda hefir það síðar
komið á daginn, fyrst í kvæðum
Þórodds, sem prentuð hafa ver-
ið í blöðum og tímaritum, og þó
einkum í hinni nýju kvæðabók
hans “Villiflug”.
Samnefnt kvæði, sem er þó
fjarri því að vera eitt af beztu
kvæðum hennar, varpar ljósi á
hugðarefni skáldsins, eins og sjá
má af iþessum erindum:
“Eg get ei unað gráum hvers-
díigsleik
né glaumi veizlusals með
dimmum skuggum,
þó blakti ljós á brunnum
lampakveik
og bleikir logar tindri þar í
gluggum.
Mlín þrá er bundin við þann
svanasöng,
er sefann leiðir inn í veröld
hljóma
um frumskóganna mjóu, grænu
göng
og götu meðal þyrna og ang-
anblóma.
Um tregans lönd og saknaðs-
daladrög
fer dulúð mín á leð til helgrar
borgar
með pílagrímum. Engin lýða lög
fá löngun vora heft né varnað
sorgar.”
Kvæðin í þessari bók eru ann-
ars í heild sinni vel ort, þó nokk-
uð séu þau misjöfn að gæðum;
höfundurinn er orðhagur í bezta
lagi, mál hans fjölskrúðugt og
myndauðugt, og hugarflugið oft
skáldlegt að sama skapi.
Hann yrkir falleg ljóðræn
kvæði, eins og t. d. “Þrá” og
“Fiðrildi”, þar sem fegurðarást
hans og þroskalöngun eru undir-
straumurinn. Léttstágt og ein-
lægri hrifningu þrungið er
kvæðið “Óskadísin”, og þá ekki
síður kvæðið “Óda”, gullfallegt.
barnakvæði og prýðisvel ort, en
það er á þessa leið:
“Með gullnum lokkum, í ljós-
um sokkum,
á lifrauðum ullarkjól;
með bláum augum og eld á
taugum
hún ærslast á grænum hól.
Það er sem brenni í brosi
hennar
bjarmi af morgunsól.
Því frjálsleg er hún og fríð-
leik ber hún,
er fagnandi sí og æ
'íhlátrum gínum. Með ljóðaliínum
eg lýst því ekki fæ,
hve lífð stækkar og himinn
hækkar
og hlýnar í litlum bæ.
Svo létt hún talar og hljóðlát
hjalar
sitt hráfandi barnamál,
sem enginn skilur. En ekkert
dylur
þó ungrar meyjar sál
er hlær af gleði. 1 hennar geði
og hjarta er ekkert tól. *
Með gullnum lokkum, í ljósum
sokkum
- - hún leikur við fingur sinn - -
með geislabaugum hjá bláum
augum
og brosi á rjóðri kinn
mig hana dreymir. - - Ó, dottinn
geymi
dýrðlega engilinn minn.”
Svipmest og þróttmest kvæð-
anna eru þó sumar náttúrulýs-
ingarnar í bókinni. “Á ferð um
Skaftafellssýslu” er hreimmik-
ið og hraðstreymt kvæði, og
glöggum myndum er brugðið
upp í drengilegu kvæði höfund-
ar um Austurland. Annars sæk-
ir hann að vonum ósjaldan efni
slíkra kvæða sinna í átthagana
á Norðurlandi, í kvæðum eins og
“ Nú er horfið Norðurland” og
“Skjálfandafljót” og lýsa þau
vel djúpstæðri átthaga- og ætt-
jarðarást hans. Hver sannur Is-
lendingur, sem dvalið hefir utan
ættlandsstranda, mun heilhuga
taka undir þessi orð skáldsins í
kvæðinu “Föðurland”:
“Ó, föðurland, hvað eg fagna því
faeitt
að finna þig aftur í breiðum
sænum.”
Kvæðið “Dyrfjöll”, sem bæði
er andríkt og heilsteypt, ber þó
af hinum náttúxulýíjingunutm,
enda mun það mega teljast til-
þrifamesta kvæðið í bókinni. í
því eru þessi erindi, en menn
verða að lesa kvæðið alt til þess
að njóta þess til fullnustu:
“Draumaveröld og dvergasmáði,
jafn dularfull þó að tímar líði,
með óræðar gátur elds og nauða
um almátt sköpunar djúpan
grun.
Þau fögru lofa og fegurð geyma,
fjöllin á landmörkum tveggja
heima,
sem leiktjald á milli Mfs og
dauða
með lyngilm og fjarlægra vatna
dun.
Hefurðu séð þau á heiðmyrkur-
nýttu
hækka brúnir um ljósa óttu
upp úr skolhvitu skýjahafi
i skínandi safírblámadýrð? —
Sem eilífðarþrá til himins hefj-
ast,
í hjúpi árroðans tindar vefjast,
fótskörin hulin hvítu trafi,
hásætiskórónan logum skárð.”
Sonarlega og fagurlega minn-
ist Þóroddur foreldra sinna, en
hann er, eins og kunnugt er, son-
ur þjóðskáldsins Guðmundar
Friðjónssonar á Sandi, og sver
sig því í ætt um skáldskapargáf-
una, enda má glöggt sjá ættar-
mótið, t. d. í kvæðinu “Skýja-
skipin”. Vel og maklega minnist
höfundur einnig þeirra ágætis-
manna Aðalsteins Sigmundsson-
ar kennara og Jóns Magnússon-
ar skálds, sem féllu í val langr.
um aldur fram, þó báðir hefðu
þegar miklu og merku dagsverki
lokið. Prýðilegt er einnig minn-
ingarkvæðið um Jóhann Magnús
Bjarnason rithöfund, sem birtist
áður í Tímariti Þjóðræknisfé-
lagsins, og Vestur-íslendingar
munu kunna höfundi þakkir fyr-
ir.
Nokkrar þýðingar reka síðan
lestina, og virðast mjög sóma-
samlega af hendi leystar, eða svo
er um þýðingarnar úr norsku
sem eg hefi borið saman við
frumkvæðin.
Þóroddur Guðmundsson er
enginn nýj abrumsmaður í ljóða-
gerðinni; hann yrkir löngum í
anda hinna eldri skálda og um
gömul yrkisefni, sem eru þó
raunar ávalt ný, því að þau úr-
eldast eigi. Hvað sem því líður,
þá bera þessi kvæði þvi órækt
vitni, að hann er hlutgengur vel
á vettvangi skáldskaparins.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson-
ar á Akureyri hefir gefið bókina
út, og vandað til hennar um
prentun og annan frágang. —
Teikning eftir Ásgrím Jónsson
prýðir kápuna.