Heimskringla - 03.09.1947, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. SEPT. 1947
TlÍRll'J*
“Það er víst ekki þörf á að spyrja Mr.
Jones neitt meira,” sagði Cavendish. “Við er-
um nú sannfærðir um að Mr. Jones og — er —
greifinn af Rochester eru sitt hvað.”
“Einmitt,” svaraði Simms. “Annars verða
ættingjamir að ákveða hvað gera skuli í þessu
vandamáli, en eg er viss um að þeir reyna ekki
að gera Mr. Jones neitt. Það er deginum ljós-
ara, að hann hefir ekkert rangt gert eða ætlað
sér að gera það. En segið mér eitt, Mr. Jones,
hefir þetta ekki verið örðugt fyrir yður? Eg
mundi ætla, að þetta væri hættulegt fyrir
heilsu yðar.”
“Ó, hvað heilsu mína snertir er ekkert að
henni að finna,” svaraði Jones. “Eg get bæði
étið og melt og finn hvergi til. En stundum
hefir mér fundist að eg vissi ekki hver eg væri.
Það var ein af aðal ástæðunum fyrir því, að eg
hætti þessum leik. Eg varð að halda áfram að
vissu marki, sjáið þið, og ef þér afsakið það, að
eg hrósa mér svolítið, finst mér að mér hafi
tekist bara vel. Eg hefði getað sölsað undir
mig alla peningana. Hefði eg ekki verið heiðar-
legur maður, þá hefði eg viíst getað tileinkað
mér ýmisiegt fleira. Og þess ber að mninast er
eg geri upp alla reikningana. Eg bið ekki um
mikið, bara sanngjarnan hluta af því fé, sem
eg hefi bjargað.”
“Auðvitað,” sagði Simms. “Samkvæmt
minni skoðun hafið þér fullan rétt til þess. En
afsakið. Við vorum fyrir stundu síðan áhyggju-
fullir um heilsu yðar.”
“Ó, ferðalagið til Bandaríkjanna lagar það
alt saman.”
“Áreiðanlega. En fyrirgefið mér áhuga-
semi mína. Mér finst eins og þér berið merki
um úttaugun. Mætti eg sjá tunguna í yður?”
Jones rétti út úr sér tunguna.
“Ekki svona langt,” sagði Simms, “leggið
svo fæturna í kross, ef þér viljið gera svo vel.”
Jones krosslagið fætumar hægri ofan á
hina vinstri. Sinuns sló létt högg undir hné-
skelina á hægra fæti. Fóturinn kastaðist beint
fram.
“Taugaslappleiki”, sagði Simms, “þér þurfið
að fá pillur við því.” *
“Það hugsa eg að sé alt sem þarf,” sagði
Jones.
Læknarnir ibáru ráð sín saman úti við
gluggann, og bentu þeir hertoganum að koma.
“Þetta er þá afgert”, sagði hertoginn. “Þér
verðið hér og borðið hádegisverð, Mr. Jones,”
bætti hann við.
Jones var búinn að fá nóg af þessu húsi.
“Þakk fyrir, en eg held eg verði að fara,”
sagði hann. “Eg þarf að létta mér upp. Þér
getið fundið mig í Carlton húsinu þegar þér
gerið upp sakirnar. Þér trúið ekki hversu mér
hefir létt fyrir brjósti er þetta er búið.”
Hann reis á fætur, tók hattinn sinn, sem
hann hafði lagt á gólfið, kinkaði kolli til hertog-
ans og sneri til dyranna.
Simms gekk í veg fyrir hann.
“Afsakið,” sagði hann, “en eg ræð yður frá
að fara út í því ástandi, sem þér eruð. Þér
ættuð miklu fremur að vera hér þangað til taug-
ar yðar eru komnar í samt lag.”
Jones starði á hann.
“Taugar mínar eru ekki i neinu ólagi.”
“Hlustið nú á okkur, góði besti,” sagði
Cavendish.
Jones sneri sér við og leit á hann, og sneri
sér svo til dyranna.
Simms var þar fyrir honum á ný.
Verið ekki að þessari vitleysu,” sagði
Jones. “Haldið þið að eg sé strákhnokki! Eg
segi að eg sé alveg heilbrigður. Hvem fjand-
an eigið þið við? Þið reynið að fara með mig
eins og eg væri barn.”
“Þér megið ekki fara út úr þessu herbergi
ennþá sagði Simms. “Reynið að vera rólegur.”
“Yður er þó aldrei alvara að hindra mig?”
“Já.”
Nú skildi hann alt saman. Þessir menn
voru ekki sóttir til að sjá greifaekkjuna, þeir
voru geðveikislæknar, og þeir héldu, að hann
væri Roohester — Rochester, sem væri orðinn
brjálaður.
Alt frá fyrstu orðunum í játningu sinni
höfðu þau haldið, að hann væri orðinn brjálað-
ur. Þessvegna hafði Venetía ekki sagt neitt,
þessvegna hafði liðið yfir gömlu frúna, þess-
vegna hafði konan hans — kona Roahesters,
þotið eins og óð væri út úr herberginu.
Hann stóð augnablik eins og steinrunninn
og tók svo til máls.
“Opnið hurðina, farið frá henni!”
Sitjist niður og verið rólegur,” sagði
Simms og horfði ósrífnislega framan í Jones.
“Þér megið— ekki — yfirgefa — þetta —hús!”
En Simms settist niður og það var ekki
honum að kenna.
Cavendish réðist á hann að aftan, hertog-
inn skipaði fyrir atlögunni. Simms komst á
fætur og óð fram, en Jones sneri sig af Caven-
dish, og nú hófst bardaginn fyrir alvöru.
Orustan stóð um alla stofuna, veltu blóm-
um, smáborðum, og brutu dýrmætt postuliín.
Fætur Jones flæktust á kínverskum skáp
og velti um iheilum hóp af litlum Dresden brúð-
Um. Simms rakst á stand, ér bar myndastyttu
af nítjandu greifafrúnni af Rochester og fór hún
á þúsund mola. Nú réðist hertoginn af Melford
í ibardagann, iþótt gamall væri þá var hann alls
ekki útdauður, og fékk högg á hökuna, sem
minti hann á hina gömlu, góðu daga í Eton.
Loks komu þeir Jones niður á legubekk og
bundu hendur hans á bak aftur með vasaklút
hertogans. Enginn af þeim, sem þarna börðust
lét nokkuð hljóð til sín heyra, en brestirnir,
dynkirnir og brothljóðin heyrðust um alt húsið.
Nú var barið að dyrum. Hertoginn þaut til
og opnaði hurðina.
“Ekkert gengur að. Hafið yður í burtu,”
sagði hann og lokaði hurðinni.
Jones sá sig í speglinum, sem hafði verið
svo heppinn að sleppa. Hann var ekki beinlínis
uppstrammaður, en læknarnir, sem stóðu við
hlið hans, voru það ekki heldur.
Hann fann sér til skelfingar, að þótt hann
hefði brotið muni, sem kostuðu mörg hundruð
pund voru þeir ekkert reiðir við hann. Simms
klappaði á bakið á honum.
Hann hafði öðlast hin raunalegu réttindi
vitfirringsins, að berjast án þess að vekja
gremju, brjóta, eyðileggja og myrða án þess að ,
vera krafinn til reikningsskapar fyrir það.
Honum kom nú til hugar að hann hefði
farið að eins og flón, eins og hann væri í raun og
veru brjálaður. Ofsa reiði og brjálsemi geta
verið svo raunalega svipaðar.
“Eg hefi verið flón, eg sé það. Þrír á móti
einum er ekki drengileg bardaga aðferð”, sagði
hann. “Leysið hendur mínar. Eg skal ekkert
viðnám veita.”
“Afsakið,” sagði Simms, “en mætti eg
benda yður á, að við ætluðum ekki að fljúgast
á við yður; við höfum aðeins hindrað yður frá að
gera það, sem væri háskalegt heilsu yðar. Cav-
endish leysið þennan vasaklút.”
Cavendish hlýddi því. Jones neri úlnlið-
ina.
“Hvað ætlið þér nú að gera við mig?”
spurði hann.
“Ekkert”, sagði Simms. “Þér eruð ger-
samlega frjáls, en þér ættuð ekki að fara út,
þangað til yður er batnað. Eg veit, að þér
munuð segja að þér séuð frískur, en það er
sama. Takið við ráði læknisins og verið hér í ró
og næði um stund. Eigum við að fara inn í
bókastofuna. Þér getið lesið blaðið, meðan eg
rita lyfseðil handa yður.”
“Heyrið rnér’,, sagði Jones. “Við skulum
tala rólega saman í eitt augnablik. Þér haldið
að eg sé brjálaður.”
“Alls ekki,” sagði Simms. “Taugar yðar
eru bara úr lagi.”
“Jæja, sé eg ekki brjálaður, þá hafið þið
engan rétt til að halda mér hér gegn vilja miín-
um.
Þetta var kænlega sagt, en því miður er
kanske alveg eins og reiði ein mynd brjálsem-
innar — alveg eins heilsunnar.
“Þér ætlið þó ekki að við séum að gera það
að gamni okkar að biðja yður að dvelja hér
um tíma,” sagði Simms, og gerði sig eins í-
smeygilegan og honum vár auðið. “Við höldum
yður ekki sem fanga, við biðjum yður bara um
að vera hérna. Við skulum nú fara ínn í bóka-
stofuna og eg skal skrifa lyfseðil handa yður.
Þegar þér hafið svo hugsað yður um, farið þér
sjálfsagt að ráðum okkar og verið hér kyr.”
Jones sá að ekki dugði að gera neina mót-
stöðu. Hann sat í gildrunni. Enginn mundi
trúa sögu hans, og á meðan að hann stóð við
framburð sinn, mundu allir áMta hann brjálað-
an. Þeir höfðu ekki furðað sig neitt á því að vit-
lausi Rodhester yrði í raun og veru vitlaus á
endanum. /
Á leiðinni til bókastofunnar fékk hann
nýja hugmynd. Hann stansaði við stofudyrnar.
“Bíðið augnablik,” sagði hann. “Eg get
sannað það sem eg hef sagt. Sendið mann til
Fíladelfíu og látið hann spyrja fólk, sem
þekkir mig. Þið munið komast að því, að eg
er eg, og að eg hefi ekki logið.”
“Við skulum gera alt, sem þér óskið,” sagði
Simms og settist við að skrifa lyfseðilinn.
Hertoginn sendi þjón með hanr. í lyfjabúð-
ina.
Þeir biðu þarna í tuttugu mínútur og töl-
uðu saman á meðan. Samræðurnar voru þur-
legar og alvarlegar. Jones gaf þeim heimilis-
fangið sitt á ný, þótt ótrúleg væri var hún samt
sönn, og hann sagði þeim einnig frá nöfnum á
rnörgu fólki, sem hann þekti.
“Þér skiljið nú herrar miínir,” sagði hann,
“að það eina sem eg girnist nú er að verða frjáls
maður, sjálfur á ný eða réttara sagt að aðrir líti
á mig eins og er, og það sem eg er. Þið getið
ekki gert ykkur í hugarlund hvernig mér finst
þetta. Eg veit 'hvað þið eruð að hugsa. Þið
hugsið, að eg sé Rochester, og sé orðinn brjál-
aður. Eg veit að frásaga mín lætur í eyrum
eins og rugl brjálaðs manns, en samt er hún
sönn. En eg hefi oft fundið að gæti eg ekki
fengið einihvern til að sjá hver eg er, þá yrði
eg í raun og veru brjálaður. Mér væri nóg þótt
einungis einn tryði mér, því að þá yrði eg laus
við þennan bannsetta Roöhester. Setjið yður í
mín spor. Hugsið yður, að yður væri kipt burtu
úr öllu, sem þér hafið verið, og gerðir að öðrum
manni, og að allir litu svo á, að þér væruð hann
í raun og veru. Hugsið yður hverskonar ástand
sMkt muni vera! Þið getið opnað hurðina. Eg
mundi ekki fara fyr en eg hefði sannfært einn
af ykkur um sannleika sögu minnar. Þetta er
heimskulegt, en samt er það satt. Áður en eg
fer heim verð eg að hafa sannfært einhvern um
þetta, einhvern, sem hefir þekt mig sem Ro-
chester. Annars gagnaði það mér ekkert þótt
eg ferðaðist til Fíladelfíu. Eg gæti sagt þar
við kunningja mína: “Eg er Jones!” “Vitan-
lega,” mundu þeir svara. En þeir vissu ekkert
um æfintýri mitt héma og viðurkenning þeirra
á staðhæfingu minni væri mér einskis virði.
Auðvitað veit eg að eg er Jones, en hvað sem
því Mður, hefi eg sökt mér svo innilega inn í
hlutverk Rochesters, að stundum finst mér, að
eg sé hann, þá er það alveg eins og eg tapi sjálf-
um mér, þá finst mér í alvöru, að eg sé að verða
ruglaður, ef enginn trúir mér. Þetta er mein-
ingarleysa, eg veit það, en mér er svona farið.
Ef einn trúir mér, þá er mér borgið. Innra eðli
i- manns er undarlegt, herrar mínir. Frelsi Mk-
amans ekkert, sé sálin ekki frjáls, og sál mín
verður aldrei frjáls fyr en einhver, sem þekkir
sögu mína trúir henni. Eg gæti ekki hugsað
mér ,að nokkur gengi svona í gildruna. Eg hefi
heyrt um leikara, sem trúði því á endanum, að
hann væri orðinn að persónunni, sem hann lék.
Þannig er mér ekki farið, eg er alveg eins heil-
brigður og þið. Það er aðeins þessi órólega ó-
þægilega tilfinning sem knýr mig að verða að
sjálfum mér á ný, sem að mér gengur, annað
gengur ekki að mér.”
“Takið það bara með ró,” sagði Simms hug-
hreystandi. “Við skulum senda mann til Fíla-
delfíu, þér skuluð sjá til, allar áhyggjur yðar
munu að engu verða — kom inn”.
Þjónn kom inn með meðalið. Simms sendi
hann eftir vínglasi.
“Takið nú meðalið yðar eins og hraust-
menni,” sagði hinn alúðlegi læknir. “Að fjórum
tímum liðnum skuluð þér taka nýjan skamt, þá
hafið þér næstum alveg náð yður.”
“Eg gleymdi einu,” sagði Jones. “Þér gæt-
uð farið til Savoy gistihússins og sótt þangað
skrifstofulþjóninn, hann mundi þekkja mig aft-
ur og veitingaþjóninn ií amerísku drykkjustof-
unni. Hann sá okkur Rochester saman — mig
sifjar svo. Þér hafið þó aldrei gefið mér inn
svefnlyf? Hvað eruð þér að segja?”
“Hvernig Mst yður á hann?” sagði Simms.
“Illa”, sagði Cavendish. “Hann rökræðir
sitt eigið ástand, það er ilt merki. Og tókuð þér
ekki eftir hvað slæglega hann kom því fyrir
þegar hann var að segja hversu sér væri nauð-
synlegt að einihver tryði sér?”
Þeir fóru saman niður tröppurnar.
“Þetta ihrun kemur ekki alt í einu,” sagði
Simms. “Þama eru erfðir að verki. Það er gott,
að svona er komið. Hann var að verða alfæmd-
ur. En einkennilegt er hvað ruglað fólk er oft
spaugilegt. Til dæmis heimilisfangið. Val-
hnotu stræti, eitt þúsund eitt hundrað og eitt.
Engum óvitlausum manni hefði dottið annað
eins ií hug.”
“Og víxillinn, sem hann át,” sagði Caven-
dis>h. “Jæja, Ihonum Mður vel hjá Hoover. En
hvað gáfuð þér honum?”
“Mestmegnis heróín. Eruð þér að fara
þessa leið? Verið þér þá sælir.”
21. Kap. — Hjá Hoover
Eftir töfradrykkinn, sem hann fékk hjá
Simms, leið Jones í þægilegan dvala. Hann hálf
svaf og mókti hálfgert, en honum var sama
um alt. Einhver leiddi hann út um 'dyrnar og
hjálpaði honum síðan upp i bíl. Honum var
alveg sama hvað við ihann var gert.
Hann ferðaðist svo, en ekki vissi hann
hvert eða hversu lengi hann var á því ferðalagi.
Á leiðinni vaknaði 'hann einu sinni og drakk
eitthvað úr glasi, sem einhver hélt að vörum
hans. Svo sofnaði hann á ný, hann sveipaði
um sig svefnimun eins og hlýrri kápu.
Aldrei á æfi sinni hafði hann sofið annað
eins. Hinn þreytti og ofreyndi heili hans, fagn-
aði í hálfgerðu meðvitundarleysi fárra augna-
blika, og sökk svo í hyldýpi gleymskunnar á
milli.
Hann vaknaði eins og nýr maður, nýr Ibæði
á sál og Mka/ma, hugsun hans var skýr. Hann
var í skemtilegu herbergi og inn um opna glugg-
ana skein morgunsólin, inn um þá barst einnig
fuglakvak og þytur laufanna.
Ungur maður í svartri treyju sat við glugg-
ann og las í bók. Hann leit út, sem háttsettur
þjónn.
Jones leit á unga manninn og íhugaði að-
stæðurnar. — Simms, Cavendish, svefnlyfin,
þessi nýji staður og* ungi maðurinn. Jó, hann
var áreiðanlega á geðveikralhæli, og ungi mað-
urinn við gluggann var vörður. Jones sá strax
sannleikann og furðaði sig ekkert á að þetta
var svona komið, og gramdist það ekkert.
Fyrst þeir héldu að hann væri orðinn brjál-
aður var ekki nema eðlilegt, að þeir settu hann
á geðveikrahæli. Hann óttaðist það samt ekki,
því að hann var hvort sem var ekki brjálaður.
Það var hálf gaman að þessu, og hann mundi
sjálfsagt sleppa þaðan.
Þótt undarlegt væri var nú óskin um að
fá sinn eigin persónuleika viðurkendan alveg
horfin. Eins og anlii hans var hress eftir hinn
langa svefn, svo var og ró hans og áhyggjuleysi
um þessi atriði, sem snertu hans fyrri ótta, að
glata sjálfum sér og eins var sú krafa liðin hjá,
að einhver viðurkendi hann undir hans rétta
nafni.
Nei, honum var sama um alt þetta og eins
hvað aðrir héldu að hann væri. Það sem nú
vakti fyrir honum, og varð all þýðingarmikið,
var þetta, að ná aftur persónulegu frelsi sínu.
En hann varð að fara gætilega að því.
“Góðan daginn,” sagði Jones.
Ungi maðurinn við gluggann hrökk við og
reis svo á fætur og kom að rúminu.
“Hvað er klukkan?” spurði sjúklirigurinn.
“Hálf náu. Hafið þér sofið vel?”
Jones tók eftir því, að maðurinn sagði ekki
“lávarður minn”.
“Illa”, svaraði hann. “Hefi mókt milli
svefns og vöku ií ialla nótt.”
“Hvers óskið þér?”
“Eg vil fá buxurnar miínar. Eg ætla að
fara á fætur.”
“Baðið er tilbúið.”
Vörðurinn gekk að veggnum og þrýsti á
bjölluhnapp.
Tvær dyr voru á herberginu, aðrar inn í
stofu, hinar inn ií baðherbergi. Hurðin að bað-
herberginu opnaðist og einhver spurði: “Heitt
eða kalt?”
“Heitt”, sagði Jones.
“Heitt”, sagði vörðurinn.
“Heitt”, sagði sá ósýnilegi inni á baðher-
berginu. Augnabilki síðar sagði hann: “Baðið
er tilbúið.”
Jones baðaði sig. Hurðin var lokuð og eng-
inn var þar inni, en samt fanst honum, að ein-
hver athugaði hverja sína hreyfingu. Svo
klæddi hann sig, og vörðurinn opnaði hurðina
inn í stofuna.
Þar stóð borð og á því morgunverður. —■
Hann mátti velja um pylsur eða reykt sváns-
flesk. Hann kaus eggin og fleskið, og horfði
svo út um gluggann á meðan hann beið eftir
matnum.
Tveir menn lí hvátum flannelsfötum léku
króket úti á flötinni, og á garðbekk sat ungur
maður í 'hvítum buxum og gráum jakka, hann
horfði á leik hinna og reykti vindling.
Jones skildist að þessir glöðu menn væru
fangar alveg eins og hann sjálfur. Svo snæddi
hann morgunverðinn.
Hann veitti því eftirtekt að ihriífurinn var
sljór og úr mjög lélegu stáli — illa hæfur til
að skera sig ú háls með — en það tók hann ekki
nærri sér. Mennirnir úti á garðinum ihöfðu snert
hann óþægilega. Hann hafði aldrei fyrri iíhugað
geðveiki né geðveikrahæli. óljós minning um
Edgar Allan Poe og Charles Reade, hafði ein-
hvernveginn klætt orðið geðveikrahæM á hjúp
andstygðar og misþyrmingar, og brjálaður
maður var í ímyndun hans sá, sem er bandóður
og allir sjá að hann er brjálaður. En þetta var
allra viðkunnanlegasti staður, og mennirnir
niðri á flötinni litu út sem hæglátir og skyn-
samir menn. Jones rann kalt vatn milli skinns
og hörunds.
Svo að maður, sem virtist alveg með fullu
viti, gat verið fangi á þessum stað. Hann gat
leikið króket, talað, hlegið, litið skynsamlega á
Mfið, en samt, vegna þess að hann hafði ein-
hverja ákveðna grillu í höfðinu, sem var röng,
mátti loka hann inni.
Óttinn við að týna sjálfum sér var nú alveg
horfinn. Ef hann gæti flúið nú, hugsaði hann,
mundi hann' fara heim til Bandaríkjanna. —
Hann hafði átta þúsund pund í þjóðbankanum,
sem enginn vissi um. Hann gat tekið þau með
góðri samvizku — þegar hann losnaði þarna.
Þjónn kom með “Támann”. Jones opnaði
blaðið og kveikti í vindlingi.
Er hann leit yfir fréttir dagsins, fann hann
glögt til síns eigin hugarástands. Alt þetta, sem
stóð þarna prentað, kom aðeins frjálsu mönn-
unum við, breytni og hugsunum frjálsra manna.
Mönnum, sem gátu gengið út á götuna og gengið
eftir henni. Þetta var líkast því, að horfa á
heiminn gegnum jámgrindur. Hann reis á fæt-
ur og gekk fram og aftur. Hann var einn. Vörð-
urinn var í svefnherberginu við hliðina á stof-
unni.