Heimskringla - 19.11.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.11.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. NÓV. 1947 KEIMSKRINGLA 5. SIÐA gullbrúðkaup Mr. Og Mrs. Marteinn G. Martin Þann 18. oktöber síðast liðinn áttu þau Mr. og Mrs. Marteinn G. Martin að Baldur, Man., 50 ára giftingar afmæli. Sunnudaginn 19. okt. héldu vinir þeirra og skyldfólk þeim &amsæti í samkomuhúsi bæjars tns, til Iþess að gleðjast með þeim og færa þeim heillaóskir °g gjafir á þessum merkisdegi 'þeirra. Séra Eric Sigmar stýrði samsætinu og ávarpaði heiðurs- gestina um leið og hann afhenti Þeim gjafir frá vinum og skyld- fólki, einnig söng hann tvo söngva. Fyrir hönd aðkomandi gesta talaði Mr. S. V. Sigurdson frá Riverton og afhenti gjöf frá frændfólki. Gullbrúðurin þakk- aði innilega gjafirnar, hleilla- óskirnar og hlýhugin sem þeim hefði verið auðsýnt. Rausnar- legar veitingar voru frambornar og skemti fólk sér síðan við söng og samtal. Marteinn G. Martin og (Krist- björg Jóhannesson eru bæði ætt- uð úr Breiðdal í S.-Múlasýslu.' Þau voru gefin saman í hjóna-| band 18. okt. 1897 í Winnipeg af séra Hafsteini Péturssyni. Þau hafa lengst af átt 'heirna hér í þessu bygðarlagi og nú í 27 , ár í Baldur, og hafa eignast ’hér, fjölda vina. Aðkomandi gestir við samsæti þetta voru fósturdóttir þeirra og tengdasonur, Mr. og Mrs. B. K. Thorleifson, Winnipeg. Systkini gullbrúðgumans, Gunnlaugur Martin og Mrs. Helga Martein- son frá Hnausa, Mrs. O. G. Odd- leifson frá Árborg, Mr. og Mrs. Helgi Marteinson, Winnipeg og Mrs. H. G. McGillvary frá Min- neapolis. Annað skyldfólk: Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson, River- ton; Mr. og Mrs. S. Sigvaldason frá Árborg, Mr. Edwin Martein- son frá Hnausa, Mr. og Mrs. Geo. Palmer, Winnipeg; Mr. og Mrs. Ernest Marteinson frá Trans- cona og Mr. og Mrs. H. Eirikson frá Lundar. Vinkona Til Hriiningar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Flug í pípu þinni FINE CUT SKÝRSLA ritara Islendingadagsins flutt a aðalfundi hans, þann 10. nóvember, 1947 1 fyrsta skiftið, síðan Islend- mgadagurinn var fluttur til Gimli, var færra fólk sem kom a hátíðina á þessu sumri, en ár- mu áður. Árið sem leið komu á hátíðina, 4400 manns, en í sum- ar 3600 manns. Einnig í fyrsta skiftið um uokkurra ára skeið, var veðrið ®Vo þungbúið að morgni þess 4. agúst, að útlit var fyrir, að dag- urinn yrði ekki góður eða skemtilegur. Það var húða rign- lng um morguninn. Svartir skýjabólstrar huldu allan him- Ininn og um stund útlit fyrir, að rigna myndi allan daginn. Það Varð þó ekki. Það létti til fyrri hluta dagsins, um kl. ellefu og Urn hádegi var komið yndæl- asta veður, sem hélst allan dag- lnn svo hátíðahaldið gat farið Vet fram og skemtilega. En þetta gjörði það að verk- Uln, að fólk, sem var ákveðið í t*ví að fara til Gimli, hætti við 'Það. Annars hefði þessi hátíðis- ^agur orðið sá fjölmennasti sem haldinn hefði verið að Gimli, Því áætlað var, að hátíðina myndi sækja að þessu sinni um íirnm til sex þúsund manns. Vel var nefndin búin að undir- húa og skipuleggja þetta hátíða- hald. Svo, að þó fimtán liðir væri á skemtiskrá, stóð hún ekki yfir nema rétta tvo klukkutíma. Er ekki munað, að svo vel hafi ver- ið lögð niður skemtiskrá íslend- lngadagsins fyrr. Forsetinn, Steindór Jakoibsson stjómaði Samkomunni prýðilega og átti sinn þátt í því, að allt gekk svo Sreiðlega. Enda var fólkið mjög ánægt. Það naut skemtiskrárinn- ar mikið betur fyrir það hve stutt hún var og fór greiðlega fram. Það, sem vakti mesta hrifni áheyrenda að þessu sinni var, að ýngsti langferða gesturinn, sem nokkru sinni hefir komið á hátíð íslendingadagsins frá ís- landi, var Brynjólfur litli Eiríks son, sonur séra Eiríks Brynjólfs- sonar og frú Guðrúnar konu hans, frá Útskálum á Íslandi. Hann var aðeins níu mánaða. Kom hann fram (í ræðustólnum d örmum föður síns með bros á vömm og heiðríkju og fegurð Is- lands í svip og yfirliti. Mælti faðir hans nokkur vel valin og hrifandi orð til fólksins fyrir hans munn og urðu þá svo mikil fagnaðarlæti að lófaklappinu ætlaði aldrei að linna. Ræðu maður, fyrir Minni ís- lands, var faðir þessa drengs, séra Eiríkur Brynjólfsson, prest- ur Lutherska Safnaðarins í Wpg. um eins árs skeið, í stað séra Ey- lands, sem tók við prestakalli hans á Islandi um jafnlangt skeið. Allir þessir gestir vom kær- komnir og fagnað einlæglega. Ræða séra Eiríks var dásamleg, enda líka flutt af mælsku, anda- gift og málsnilld og einlægni góðs og glæsilegs manns. Heimir Thorgrimsson, fjöl- hæfur gáfu og mælsku maður og góður íslendingur flutti ræðu fyrir Minni Canada. Kvæði fluttu þeir íslands vin- irnir, Guðmundur A. Stefáns- son, Minni Islands og Ragnar Stefánsson, Minni Canada. Fjallkona dagsins var ein af okkar glæsilegu konum, frú Kristín Hilda Stefánsson, kona Björgvins Stefánssonar skóla- stjóra í Winnipeg. Flutti hún ávarp sitt án blaða aðdáanlega vel og var hinn prýðilegasti fulltrúi lands vors og þjóðar. Hirðmeyjar voru þær, Miss Lilja Johnson og Miss Thora Ásgeirson hinar glæsilegustu ungmeyjar. Karlakór íslendinga í Winni- peg skemti með söng sem undan- farin ár, undir stjórn Sigur- björns Sigurðssonar og Gunnar Erlindsson við hljóðfærið. Ein- söngvari Kórsins var Mr. Elmer Nordal, ágætt söngmanns efni, sem hreif alla með sinni þrótt- miklu, hreinu og fögm baritón rödd. Að skemtiskránni afstaðinni fór fram skrúðganga að Land- nema minnisvarðanum og lagði Fjallkonan blómsveig á hann, en Karlakórinn söng fyrir og eftir “Ó, Guðs vors Lands” og “Faðir andana.” Þaðan var farið niður í Hótel. — Þar beið gesta nefndarinnar hin ágætasta máltíð. Sátu þar að borðum um 50 manns. Klukkan sjö fór fram söngur í skemtigarðinum, sem allir tóku þátt í og stjórnaði Paul Bardal honum af lipurð og lífi. Klukk- an niíu var stiginn dans er stóð vfir framyfir miðnætti. íþróttir fóru fram að deginum fyrir alla eldri sem ýngri. Klukkan sjö fór fram söngur Hátíðin hafði á sér almenn- ings lof fyrir hvað hún var góð og fór vel fram. Davíð Björnsson HELZTU FRÉTTIR SKILARÉTT Ný ljóðabók eftir P. S. Pálsson, kemur á bókamark- sðinn innan fárra daga. Bókin er 208 bls., prentuð á agætan pappír. — Meðal annara kvæða hefir hún inni að halda allan kvæðaflokkinn “Jón og Kata”. — Verð, í skrautkápu $3.00; í vönduðu bandi $4.50. Upplagið er 450 eintök aðeins. Pantanir má senda til: BJÖRNSSON BOOK STORE, 702 Sargent Ave., Winnipeg og THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Wpg. Framsóknar og frelsis- barátta Egyptalands Farouk konungur Egypta- lands, sagði í hásætisræðu við þingsetningu nýlega, að stjórn- arráðuneyti hans myndi trúlega halda áfram tilraunum sánum til þess að sameina Egyptaland og Sudan. Hann vék að því í ræðu sinni, að umkvörtunum þeim, er nýlega hefðu verið bornar upp yfir Bretum lí örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið framfylgt, og með því að taka þá afstoðu sagði hann að stjórn sín hefði kom- ist að þeriri augljósu niðurstöðu að engin þjóð gæti öðlast full- komið frelsi og sjálfstæði, nema fyrir sínar eigin aðgerðir, og Egyptaland sagði hann að yrði aldrei sameinað konugsríki, — nema fyrir atbeina sinna eigin sona. Kvað hann hina egypsku full- trúanefnd 'hafa skýrt það ræki- lega fyrir öryggisráðinu, að Egyptaland liti svo á, að sam- eining þess lands og “The Anglo Egyptian Sudan”, væri fylli- lega innan vébanda starfsviðs öryggisráðsins, en ekki neitt kaupbrallsmál, er leggja mætti til síðu. Konungurinn sagði ennfrem- ur, að aðeins ef stjórn Breta á- kveður á endanum að taka til greina kröfur Egyptalands, að hreinsa landið af brezkum, her- sveitum, og sameiningu Nílar-j dalsins, opnaðist leið til þess að j vinátta og friðsamleg viðskifti gæti átt sér stað milli Egypta-; lands og Bretlands, og yrði það að vera á algerlega frjálsum og óháðum grundvelli — frjáls við- skifti milli tveggja fullvalda konungsríkja. Á hverjum einasta mánuði ársins er Miss Elizabeth Frame, 65 ára að aldri, í Peebles á Skot-! landi, gefinn kostur á að borga sekt eða fara í hegningarhúsið, fyrir að opna kaffihúsið sem hún á og stjórnar, fyrir kl. 1.30 e. h. á sunnudögum. Er það auð-! vitað dómarinn, er gerir henni! þessa tvo kosti, og kýs hún æfin-! lega síðari kostinn. Henni er ek- ið til Saughton fangelsisins í Edinburgh í lögregluvagni. En símskeytis póstkrafa er æfin- j lega komin á undan henni, er nægileg er til þess að borga sektina. Gamla konan er þá lát-! in laus, borgað fargjaldið aftur til Peébles, og 2 shillings til að kaupa máltíð fyrir. Þegar Miss Frame kom heim frá Saughton-fangelsinu í þrít- ugasta ag annað skiftið, varð henni að orði, að þetta væri orð-; ið að nokkuð fastri venju, en aldrei kvaðst hún skyldi beygjaj sig fyrir neinni skrifstofustjóm! lceland and the lcelanders eftir Dr. Helga P. Briem Bókin er 96 síður í stóru broti, bundin í blátt léreft með silfur áletrun. Það eru yfir 70 myndir í bókinni, flestar í litum, og kort af íslandi. — Verð $5.00. “Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður í New York hefir samið litla, en mjög góða bók um land sitt og þjóð. Bókin er prýdd fjölmörgum ágætu-m ljósmyndum eftir Vigfús Sigurgeirsson, eru það flest litmyndir, allar vel valdar og vel gerðar. Textinn er léttur, fróðlegur og skemtilegur. . Hefir aldrei verið gefin út jafn eiguleg myndabók um ísland. IÓNAS JÓNSSON, fyrv. mentamálaróðherra, í "Samvinnan", Reykjavík “Þó frásögnin sé óhjákvæmilega samanþjöppuð, er hún ibæði skilmerkileg og skemtileg aflestrar. Hinar óvenjulegu fögru litmyndir hafa sannfært mig enn betur um það, að eini vegurinn til að gefa fólki veru- lega hugmynd um fegurð Islands og sviptign, er að sýna það í litmyndum, hvort sem er á pappírnum, eða í kvik- myndum.” PRÓF. R. BECK í "Heimskringlu" “Þessi bók er til mikils sóma fyrir íslenzka menningu, og þjóðin er í mikilli þakkarskuld við Dr. Briem fyrir að gefa út þessa ágætu bók.” EINAR P. JÓNSSON, ritstjóri í "Lögberg" “Höfundur bókarinnar er líka allra manna hæfastur til að skrifa bók eins og þessa, því að enginn veit betur en" hann, hvað útlendingar vilja vita um ísland og skrifað bókina, sem allir biðu eftir. Betri andlega kveðju er ekki hægt að senda til erlendra manna.” DR. ÁSKELL LÖVE í "Þjóðviljanum" “Dr. H. P. Br. hefir tekist að koma fyrir á ekki löngu máli, alveg ótrúlega miklu af fróðleik um efni bókarinnar, og framsetning er snildarleg. Tök höfundarins á ensku máli eru frábær, að svo miklu leyti, sem mín miklu ófull- komnair þekking á málinu leyfir mér að dæma. Það yrði langt mál, ef eg ætti að nefna eitthvað til muna af því, sem mér finst mikil ástæða til að ljúka lofs- orði á, en um gallana er fljótritað . . í einu orði sagt, ljómandi bók.” DR. HELGI PJETURSS í "Morgunblaðinu" “Það er ekkert álitamál, að aðalræðismaður okkar í New York, dr. Helgi P. Briem, hefir unnið hið ágætasta verk og j afnframt ibætt úr brýnni þörf, með því að rita á enska tungu þessa gagnorðu, glöggu og f jörlegu lýsingu á íslandi og Islendingum. Honum hefir tekist að gefa greinargott og fróðlegt yfirlit um sögu lands og þjóðar í stuttu máli, en segja í sömu andránni vel og skemtilega frá sérkennum íslenzkrar náttúru, veðráttu, jurtagróðri og dýralífi. iBókin er einnig mjög vönduð að ytra frágangi og prýdd miklum fjölda góðra ljósmynda, sem flestar eru litprentaðar. Þetta er bezta og glæsilegasta landkynningarbók okkar sem eg hefi séð.” ÓLAFUR J. SIGURÐSSON, rithöfundur, í "Tímarit móls og menningar" THE AMERICAN SCANDINAVIAN FOUNDATION, 116 EAST 64 STREET, NEW YORK 21, N.Y. Gentlemen, Kindly send me ------ copies of “Iceland and thé Icelanders” by Helgi P. Briem. I enclose af check (Money Order) for $ ___ Name _____________ \ Street and Number Town _____________ FJÆR OG NÆR Dánarfregn Mrs. Kristin Úlrika Helgason, 59 ára gömul ekkja Ólafs heit- ins Helgasonar, andaðist á heim- ili sínu í Mikley, 12. þ. m. eftir langvarandi vanheilsu. Hún kom með foreldrum sínum, Guð- mundi Guðmundsyni og Guð- rúnu ólafsdóttir, frá íslandi eins árs gömul, til Mikleyar, og átti þar heima til dauðadags. Tvær dætur lifa móðir sína, Mrs. L. Jonasson og Mrs. P. H. Pálson, báðar til heimilis á Mikley og Mrs. J. Benson, systir Kristínu sál. lifir á Gimli. Hún var jarðsungin frá kirkju | Mikleyjar, 18. þ. m. af séra Skúla Sigurgeirsyni. Charles Bern (U.S. Army) og iMaria Suhr. Svaramenn voru Robert Billings og Anna, systir brúðarinar. Að giftingunni af- staðinni sátu um 65 manns veg- lega veizlu á Gimli Hotel, Brúð- hjóninn tóku sér ferð til Banda- ríkjanna. Heimili þeirra verð- ur fyrstum sinn á Gimli. * * ★ Messur í Nýja íslandi 23. nóv. — Víðir, ísl. messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa og ársfundur kl. 8 e. h. 30. nóv. — Geysir, messa kl., 2. e. h. B. A. Bjarnason VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. Jólafeort Við seljum og prentum á jólakort samkvæmt eigin vali fólks. — Mörgum tegundum úr að velja. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Heims- kringlu, þar sem sýnishorn eru fyrirliggjandi. sera Gifting b THE VIKING PRESS LIMITEÞ Gefin voru saman a hjonaband ð . í Lútersku kirkjunni á Gimli, af, § 853 Sargent Ave. Winmpeg, Man. Skúla Sigurgeirsyni, Ralph ^^^^Ky^c^x^coocooocccoocoooccccooooccooccccoooccooc

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.