Heimskringla - 03.12.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.12.1947, Blaðsíða 4
/ 4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WIiNNIPEG, 3. DES. 1947 l^citnskrinttla idi6/ Kcmui út á hvorjum miðvikudegi. rie-endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 ÞiRJÐJI: Eg tek því erfiðaj ÞRIÐJI: Þú kemst ekki upp Verð biaCsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: 1116 Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 3. DES. 1947 Oti um friðinn í ár Það er enginn hlutur auðsærri en það, að endanlegs friðar er ekki að vænta í eitt eða tvö ár ennþá. Utanríkisráðherrar fjögra stórþjóðanna, sem á ráðstefnu sitja í London, virðast ekki neinu ætla að koma til leiðar í þá átt. Engar af uppástungunum, sem fyrir liggja verða samþyktar nú þegar. En með því er ekki sagt, að allar samnings umleitanir hætti. Það verður að líkindum haldið áfram að velta þeim í hendi sér unz að skapi friðarhöfðingjanna verða. ★ ★ * Stefna Rússa er að vísu, þegar þetta er skrifað, ekki fyllilega kunn. En það er auðráðið, að hún er andvíg viðreisn Þýzkalands 1 heild sinni. Það er ekki einu sinni tilleiðanlegt að vinna á þann hátt að viðreisn landsins. En það er einmitt á þeim grundvelli, sem Bretar, Banda- ríkjamenn og Frakkar vilja að hún sé reist á. Þau telja viðreisn Evrópu hvíla að miklu leyti á því, að Þýzkaland sé ekki alt sundur brytjað. Þetta virðist mergur málsins og það sem þrætt verður um af hinum stóru líklegast nokkur næstu árin. * * En hvað skeður svo, ef ekki fæst samkomulag um þetta? 1 sama horfi og til þessa hefir verið gert, verður ekki haldið áfram. . . Samkvæmt Marshall áætluninni, verður viðreismnm þa haid- ið áfram í vestur hluta Þýzkalands. En það er hún sem Rússar eru fyrst og fremst andvígir og leggja hugan í bleyti til að kollvarpa. En sjáanlega tekst það ekki. Það gæti í mesta máta tafið við- reisnina. Er það þó ekki víst heldur, vegna þess, að það er óvíst hvað sá hluti landsins yrði lengi ánægður með sitt hlutskifti, sem Rússar nú stjórna. Er það ótti Rússlands við endurreisn Þýzkalands, sem afstöðu þeirra veldur? Til hans virðist lítil ástæða, þar sem Bandaríkin og hinar vestur þjóðimar tvær, Frakkar og Bretar, ásamt Rússum, hafa reist skorður við því, að hervald Þjóðverja skuli ekki þurfa að óttast næstu fjöruííu árin. Það getur ekki verið ástæðan. Hin hliðin á málinu er líklegri. En hún er sú, að Rússland á nú í kröggum með, að sjá öllum leppríkjum sínum farborða. Það mundi vakna hjá þeim sterk hneigð til þess, að krefjast aftur sjálfstæðis síns, ef þau yrðu sér þess áskynja, að vestur Evrópa væri að rétta skjótar við en þau. Rússar ætluðu sér að hremma hvert land Evrópu af öðru, áður sn friður yrði saminn. Marshall-áætkinin kom í veg fyrir þetta. Það er óvíst að það hefði verið mikið utan þeirra yfirráða, ef hún hefði ekki komið til sögunnar. Þó Rússar segi nú, burt með alla heri úr Evrópu, sem verður að líkindum næsta vamarspor þeirra, meinar það ekkert annað en að láta þá eina og óáreitta um mál Evrópu, á sama hátt og átti sér stað áður en Marshall áætlunin kom til sögunnar. Þetta ecr nú skuggsjá ástandsins eins og það er á friðarfundi ráðherra fjögra stórþjóðanna. EFTIR HEIMSSTYRJÖLD NÚMER 3 Eftir Leslie Tabi trygt heimsfrið í framtíðinni. Aftur má heimurinn ekki fara í bál. ÞRIÐJI: Rétt hjá þér. FYRSTI; Meðal annara orða, embætti og mun gera alt sem í með slíka tillögu. Eg nota neit- rétt-' unarvaldið! mínu valdi stendur til að læta traust ykkar á mér. Segi eg því fund settan. FYRSTI: (Rís úr sæti). Herrar mínir! Heimsstyrjöld númer 3 lagði heirn allan í eyði, aðeins við þrír sluppum sigrihrósandi, eftir að hafa brotið afturhaldið á bak aftur. ANNAR: 1 hamingju bænum hafið stjóm á ykkur. FYRSTI; Það er skömm, að eyða dýrmætum tíma í gagns- laust þref, í stað þess að hefja endurreisn heimsins. ÞRIÐJI: Nú lízt mér á! Hann l heldur öllum eldspýtunum og ÞRIÐJI: (Einum fordæmir að málið sé rætt. Gefðu eftir — átta eldspítur. ANNAR (áhyggjufullur): Hef- ir þú leitað vandlega? helztu stóriðnaðarhéruð heims- (Þrír menn, illa til fara, sitja þar sem aðalgata hmndrar borg- ar var áður). FYRSTI: Bölvunin var, að broddur fylkingarinnar fór of nærri húsinu okkar. 1 stráðslok börðust Brazilíumenn í baðher- berginu meðan nokkrir Svíar bmtust inn í setustofuna. ANNAR: Eg er búinn að fá alveg nóg af sögum þínum. Alt sem þú getur talað um er stríð! ÞRIÐJI: Hann talar eins og hann væri sá eini sem lifði af allar sprengdar upp þriðju heimsstyrjöldina. Sjáðu tT,,TATT ”-------11 til herra minn, við vitum allir hversu erfitt lífið var með köfl um, en Okki varst þú sá eind sem leið. ANNAR: Þú hefir aldrei haldið þér saman, síðan eftir beims- styrjöld númer 2. ÞRIÐJI: Látum oss þakka guði fyrir að við þrír, að minsta kosti, lifðum númer 3 af. Hugsa sér það, aðeins þrjár mannver- ur á Mfi — af tveimur biljón- um. Við ættum sannarlega ekki að kvarta. (Bankar í tré: touches wóod). ANNAR: Eg held við ættum að ræða um hvemig við getum ANNAR og rómi). Lengi lifi hinar sigur- sælu sambands-þjóðir! FYRSTI: (Heldur áfram). Við sem útvaldir vorum til að lif a af þessar ógnir og skelfingar, ber- um alvarlega ábyrgð á gerðum okkar. Okkar verkefni er, að tryggja mannkyninu fullan frið og sigrast á öllu afturhaldi! ANNAR og ÞRIÐJI: (Klappa lof í lófa). ÞRIÐJI: Gerið svo vel og berið fram landakröfur ykkar. (Til fyrsta). Hvaða heimsálfum vilt þú auka við land þitt? FYRSTI: Suðurhelft jarðar — Afríku, Ástralíu og Suður Ame- ríku. ÞRIÐJI: (Til Annars): Og þú? ANNAR: Evrópu og AiSíu. ÞRIÐJI (í illu skapi): Það skil- ur mér eftir aðeins Norður Ame- ríku. FYRSTI: Gerðu þig ekki hlægilegan. Norður Amerika var ríkasta álfa heimsins, því| þar voru Bandaríkin. í Norður Amertíku bjuggu 174 miljónir manns, og nú finst þér álfan of lítil fyrir þig einn. ANNAR: Gott og vel. Þú mátt eiga Grænland með. ÞRIÐJI: Slíkra kjörkaupa megið þið sjálfir njóíta. ANNAR: Herrar mínir, í öll- um bænum, verið sanngjarnir. (Til Þriðja): Ameríka er víðlend og full af loforðum um framtíð- ina. Hún hefir tvö höfin sér til vamar. Á hinn bógnin verð eg að hafa Evrópu, þar eð hún ligg- ur að Asíu. Eg verð að tryggja landamæri mín, ÞRIÐJI, (til Fyrsta): Því læt- ur þú mér ekki eftir Suður Ame- ríku? FYRSTI: Eg er ekki brjálaður. Mundu eftir hvað mikið eg lagði til og leið fyrir sigur okkar. ANNAR: Herrar mínir! Við megum ekki leyfa svona löguð- um árekstri að draga til annarar styrjaldar. ÞRIÐJI: Þú skalt ekki ógna mér! Eða heldurðu að eg hræð- ist þig, af þvf þú átt þá einu skammíbyssu, sem til er í víðri veröld? FYRSTI: Herrar mínir, í ham- ingju bænum. Hér eru þrír okk- ar eftir. Maður skyldi ætla að jörðin sé nógu stór fyrir þrjá menn. ANNAR: Ef hún er nógu stór fyrir þig, því gefur þú ekki Ástralíu eftir? FYRSTI: Jæja . . . ekki er hún það stór. ÞRIÐJI: Þama kemur það. Og okkur eldspýtumar og þú mátt vera óhræddur. Við byrjum endureisnina. (Þögn). FYRSTI: Fyrirgefið, herrar reiðióp. Svo dauða-hrygla í mínir. Eg legg til að við höfum Fyrsta. Annar og Þriðji koma æsingi, (Fer stutt fundarhlé. að Þriðja). ÞRIÐJI: Hugmyndin er góð. (Grípur upp barefli). Við skul- um fara. aftur). ÞRIÐJI: Eg held að mann- kynið sé í þakklætisskuld við okkur, fyrir að reka óvin þess af hólmi. Svona. Gefðu mér nú ANNAR: Heldurðu ekki að fjórar eldspýtur. við ættum fyrst að senda hon- um stranglega orðað skeyti? ÞRIÐJI; Við getum sent það eft- ir á. Við megum ekki fóma ANNAR: Fjórar? Því fjórar? ÞRIÐJI: Helming herfangsins. ANNAR: Þig skortir alla rétt- lætis tálfinninigu. Hvers hug- þeim hagnaði, sem óvænt árás mynd var allur leiðangurinn? hefir í för með sér. (Báðir fara).| ÞRIÐJI; Jú. En eg veitti Eftir augnalblik heyrast högg og j fyrsta áverkann. þegar talað er um bál. (Tekur eldspítna kassa upp úr vasa sín-1 ^ þVufað'eg” geri' mii T?: lgUm ánægðan með aðeins eina heims- álfu. ANNAR: Eg leyfi mér að gera tillögu. Fyrst auðsætt er, að FYRSTI: Já, rannsakað öll' ekkert samkomulag fæst í mál- inu, hvað landakröfur snertir, ÞRIÐJI: Brennur Madrid enn? ANNAR: Og Ankaraborg? FYRSTI: Já, enn logar í báð- um. ANNÁR: Gott, við getum not- að þær í stað eldspýtna. ÞRIÐJI: Ekki brenna þær um allan aldur. New York brann aðeins í tvö ár. Þetta er mál sem ins. Við höfum sígarettubirgðir legg eg til að þvi verði frestað fyrir 20 miljónir ára. Margir þar til eftir frekari rannsókn og tugir sígárettu-veksmiðja eru í grannskoðun. góðu lagi. En ekki ein einasta. fYRSTI: Eg styð tillöguna. eldspýtna fabrikka. Þær voru; j>riðJI: Allir með tillögunni sýni á vanalegan hátt. Tillagan samþykt. Þá legg eg til, að við tökum eldspýtnamálið upp á dagskrána. ANNAR: Eldspýturnar ættu að vera sameign alls mannkyns- ins. Og því legg eg til, að þeim sé skiift jafnt í þrjá Muti. FYRSTI: Þá hugmynd álít eg fjær öllu sanni. Fyrst og fremst við verðum að ræða. Hér er tann eg eldspýturnar, og hvem- framtíðarspursmál. ig geia þær þá talist eign allra? ANNAR: Eg get hugsað mérj j lagi verður ekkj atta deilt málefni sem fremur krefjast aS| .aínt { þrjá hluti ræddséu. Hvað um landkröfur? ANNAR: Og hvað leggur þú FYRSTI: Mikið rétt. Einhvem|þá til? veginn verðum við að ráða framj FYRSTI: Að þið fáið sínar úr þeim. (Til þriðja). Við út- ivær eldspýturnar bver, en eg nefnum þig sem fundaretjóra. haldi fjórum með stokknum. VESTUR TIL KYRRAHAFSINS Eftir P. S. Pálsson Framh. Svo var komið til Blaine. Þegar við stigum út úr vagninum var þar til staðar að mæta okkur, góður vinur og samverkamaður, séra Al- bert Kristjánsson. Flutti hann okkur í bíl sín- nm heim til Mr. og Mrs. Magnúsar Thordarson, því þau höfðu ákveðið að þar yrði okkar heimili meðan við hefðum viðdvöl í Blaine. Tóku þau hjón okkur með mikilli ástúð, og var þar okkar bústaður meðan við dvöldum í Blaine. Þessi hjón eru áhrifamikil í íslenzkum fé- lagsskap, enda eiga þau bæði, unga og heil- brigða sál, og skerast ekki úr leik þegar málefn- ið er þess virði að veita því fylgi, og enn er langt til nætur hjá þeim, bæði líkamlega og andlega. Magnús minnir mig á gömlu, góðlyndu víkingana sem ekkert hræddust og leituðu aldrei á aðra að ósekju, en tóku djarft til vopna þegar nærri þeim var vegið. Hann er stór og myndarlegur maður að vallarsýn, virðist vera rólyndur og hugsandi maður, en lætur skríða til skarar ef þörf gerist. Rigning og dimmviðri var á þegar til Blaine var komið. Stuttu eftir að við komum þangað stytti rigningunni upp. Tók eg mér-nú göngu-túr niður að ströndinni. Hafið virtist seiða mig til sín, hvar sem eg var staddur. Eg hafði heyrt talað um að ekkert væri eins fagurt á að líta eins og “Sólsetur í Blaine”. Eg vildi sjá það sjálfur, og jafnvel þreifa á því, eins og sagt er um Tómas trúbróður minn. Eg stóð á ströndinni, horfði og horfði< og ekki var laust við að trúin og vonin væri að Svíkja mig. Eg var orðinn hér um bil viss um að nú væri eg að elta skuggann minn, og að eg yrði fyrir fyrstu vonbrigðunum í þessari ferð. En hvað skeður; Sólin braust undan hreggskýja hjúpi, og himininn varð svo fagur og blíður. Ofanvert við sólina voru dökk ský, en um hana sjálfa var bjart, alt niður að sjóndeildar-hringnum. Lituðust nú hin dökku ský rauðum farfa, og varð allur himininn sem á eldhaf væri að sjá. Neðar, þar sem sólin var nú að ganga að sínum nætur-stað, brosti heiðríkjan djúp-iblá og töfr- andi. Geislastafir sólarinnar breiddust yfir haf- flötin og mynduðu nokkurs konar brú, sem and- anum er einungis fært að troða. Mér kom til hugar góðskáldið okkar, Þor- steinn Erlingsson, þar sem hann fyrir löngu síðan stóð við hafið og horfði á samskonar dýrð, á íslandi, og af innsýni anda síns gat lýst feg- urðinni svo ódauðlega að aldrei gleymist: Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; ó, svona ætti að vera hvert einasta kvöld, með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, og himininn bláann og speglandi sæ. Já, menn sem yrkja þannig, lifa eins lengi og sól rís af sævi og gengur til viðar. Þeir menn hafa gert garðinn frægan, og lyft okkur íslend- ingum hér í þann sess sem engum er unt að kippa okkur úr, hversu margir berserki sem að okkur sækja. En nú var dagur að kvöldi kominn. Við vorum boðin á samkomu sem halda átti það kvöld í Blaine, og hafði eg lofað að taka ein- hVern þátt í skemtiskránni. Þegar á samkomunstaðinn kom var þar fyrir fjöldi fólks. Ríkti þar sami andinn og alúðin sem við höfðum átt að venjast hvar sem við fórum. Margir af okkar fyrri ára vinum voru þarna staddir, en svo bættust líka nýir við. Úr þessu varð nú enn á ný fjölskyldu samkoma, þar sem allir umgengust hver annan sem bræð- ur og systur, eða eins og okkur fanst, allir voru Islendingar, og þar var engu öðru til að dreifa. Skemtiskráin var góð. Þar er ágætur söng- maður, Mr. Breiðfjörð, og var honum að verð- ugu klappað lof í lófa. Tónskáldið okkar, Sig- urður H. Helgason, flutti stutt ávarp viðVíkj- andi Islandsför sinni, og spilaði nokkur lög á phonograph sem Útvarp Islands lét móta þegar hann var heima á ættjörðinni, féllu lögin fólki vel í geð, og að þeim var gerður góður rómur, að verðugu. Kona Sigurðar, sem er sænsk að ættemi, hélt alllanga ræðu um Island og það sem henni bar þar fyrir sjónir. Furðaði okkur mest á því, að hún fór með manna og staða-nöfn frá eigin minni, var framburðurinn á þeim nöfnum svo góður, að hverjum fyrirlesara ætti að sæma. Séra Albert E. Kristjánsson flutti stutt erindi, og féll það í góða jörð, enda er hann dáð- ur af mörgum, og misskilinn af fáum. Veitingar og vinahót enduðu þessa sam- komu. Eg reyni ekki að telja upp nöfn þess ágæta fólks sem þarna var saman komið, aðeins viljum við þakka öll heimboðin, sem okkur var þó ekki hægt að sinna, og í annan máta, þakka góðhug, gestrisni og árnaðar-óskir sem stráðu veg okkar blómum á leiðinni til híbýla okkar. Næsta morgun, laugardag, heimsóttum við nokkra af okkar góðu, gömlu vinum. Þar á meðal má nefna Mr. og Mrs. Sigurjón Björns- son, var dóttir þeirra, Mrs. Carlstrom, hjá þeim að þessu sinni, enda munu þær dætur þeirra, Mrs. Carlstrom, og Mrs. Goodman, heimsækja þau mjög oft, þó báðar eigi þær heima í Van- couver. Heima hjá þeim áttum við mjög ánægju- lega stund, og eru þau hjónin samtaka um að gleðja gesti sína þá er að garði bera, og eru dætur þeirra engir eftirbátar í þeirrí íslenzku list. Þennan sama morgun heimsóttum við gamla kunningja frá Winnipeg, Mr. og Mrs. Jakob Vopnfjörð, var okkur tekið þar með mestu alúð og gestrisni. Þeim líður ágætlega, og kveður við hinn sama tón hjá þeim eins og allra annara sem á vegi okkar urðu þar vestur frá: Okkur líður vel, og erum mjög ánægð hér. Seinni hluta þessa dags vorum við boðin í veizlu til séra Alberts Kristjánssonar og konu hans. Allir sem kynni hafa haft af þessum hjónum vita vel hvernig var tekið á móti okkur þar. Eru þau hjón með afbrigðum gestrisin og skemtileg heim að sækja. Fórum við svo öll, að endaðri heimsókn, að sjá okkur um í borginni. “Friðarboginn”, sem stendur á landamærum Canada og Bandaríkjanna, var eitt af því sem mesta athygli okkar vakti. Um hann, og á allar hliðar, er fagur listigarður, og leggja bæði ríkin íram sinn skerf til þess að gera hann sem blóm- legastan, enda blómgast hann ár frá ári. — Ef öll ríki veraldarinnar he#ðu sömu hugsjón og Canada og Bandaríkin, þá yrði guðs ríki á jörðu: “Hve væri gott að vera hér, ef væri friður hvar sem er og sundrung sæist engi; ef tvídrægninnar andi æ burt yrði að fara af hverjum bæ og hvergi húsrúm fengi.” En því er ekki að fagna. Vantraust og valda-fíkn er nú flestra þjóða böl. Augu þeirra eru svo haldin, að þeir sjá ekki hvernig: “Him- inljósin hverja nátt sinn halda veg í friði og sátt og brosa blítt í hæðum”. Mennirnir öfunda hver annan, vantreysta hver öðrum, vilja skara eld að sinni eigin köku, þó aðrir hafi enga köku að skara eld að. — Einn á ket en enga lyst, ann- ar lyst, en vantar ket. — Og svo að enduðum leik, fá þeir samskonar hvílu-rúm, kóngar og kotungar, sex fet á lengd, sex fet á dýpt, og “þegar alt er komið í kring, kyssir torfa náinn.” Við höfðum ákveðið að fara þetta kvöld til Vancouver, en svo talaðist þó til að við biðum sunnudags-morguns. Séra Albert Kristjánsson átti að^taka þátt í vígslu-athöfninni á elliheim- ilinu í Vancouver þann dag, og bauð hann okkur far með sér og konu sinni þangað norður. Var boð það þakksamlega þegið. Mágkona mín, Emily Pálsson, var stödd í Blaine þessa daga. Var hún á vegum Mr. og Mrs. Andrew Danielsson. Snemma þetta kvöld kemur Mr. Danielsson þangað sem við bjuggum og býður okkur heim til sín. Er þar skemst af að segja, að við nutum mikillar gestrisnu á heimili þeirra hjóna, eru þau mjög samhent um að láta gestum sínum líða vel. — Margt bar á góma, og þó allir væri ekki á eitt sáttir um öll mál, þá varð það ekki til sundur-ljmdis, sál- fræðilegur skilningur hélt þar velli. Seint um kvöldið fórum við heim til bú- staða okkar, þakklát fyrir að hafa enn á ný kynst góðu fólki sem ekki slær af sínum skoð- unum, en virðir einnig annara skoðanir, ef þær eru hóflega settar fram. Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.