Heimskringla - 03.12.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.12.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPlEG, 3. DES. 1947 NÝJAR LEIÐIR Hann hafði komið að Sólbakka einni viku fyr en hann hafði lofað, en hafði bannað mönn- unum að láta nærveru sinnar getið, og hafði dvalið með hjarðsveinunum, og krafist þess, að enginn segði hver hann væri fyr, en þeir lögðu af stað. En hann gaf þeim engar ástæður fyrir þessu. Hann var orðspar og þögull eins og hann var vanur, og Jim Nabours, er skildi þetta ekki, varð einnig eins. Þótt þeir væru fátækir á Sól- bakka, gafst honum illa að hinum tveimur vögnum, hlöðnum af svo miklum vörum, að þær mundu endast þangað til komið væri til Abilene. Og ekki gafst honum heldur að því, að hinir nýju hestar heimilisins báru Sóibakka merkið yfir sínu gamla merki, en það var meíki McMasters. Þeir á Sólbakka voru ekki vanir að lána, höfðu aldrei þurft þess fyrri. “Amigo! Caballeros! (Vinir, riddarar)”, sagði McMasters og veifaði hendinni er hann nálgaðist. Del Williams horfði á hann þegjandi og fyrst var Jim Nabours lítið skrafhreyfnari. “Jæja, þetta er nú hjörðin, sem við höfum safnað saman til að reka norður”, sagði hann loksins. “Eg býst við að skepnumar verði ró- legar og láti okkur merkja sig. Húsmóðir okkar veit ekki annað, en þetta séu alt útvaldir fjögra vetrungar. Gott og vel, látum hana ætla það. Grasið vex vel héma og við vitum ekki hvað við höndlum, er við flytjum norður. Látum okkur reka þetta safn úr örkinni hans Nóa inn í girðinguna, og brenna á það öngulsmerkið eins fljótt og herrann leyfir oss.” “Jæja, við höfum allir gert okkar bezta,” svaraði McMasters. Nabours horfði á hann þungbúrnn. “Værum við ekki allir gjaldþrota, hefðir þú ekki fengið að leggja svona mikið til eins og þú hefir gert. En eg tók nú samt ekki allar baunimar og sírópið, sem þú sendir — helming- urinn er eftir í vagninum þínum. Auk þess vil eg ekki þiggja vagninn af þér. Við höfum okkar eigin kermr, og þær eru full góðar. Nú hvað hestana snertir — eg er fús til að lána þá, og þú getur kanske selt þá þar norður frá. Hafi mað- ur hesta, getur maður bjargast af. Eg vil ekki koma til Abilene með hryggsárar húðarbykkj- ur. En matarlausir geta menn ekki verið. Hvort við getum nokkm sinni borgað þér fyrir hann, veit eg ekki, svo þú verður að senda vagninn suður aftur á meðan þú hefir hann.’ ’ “Nú jærja,” svaraði McMasters og skifti svolítið litum. “Þú veist auðvitað, að eg vil ekki neyða þig til að þiggja neitt af mér. Eg vil ekki að húsmóður þín fái neitt um þetta að vita. Og eg veit að þið hafið allir gert alt, sem þið gátuð.” “Já, það höfum við víst gert. Það verður ekki mikið eftir á Sólbakka. Við förum með alla mennina og fjölskylduna og mest af búslóð- inni og húsgögnunum, alt að töskunni hennar l'aisíu. Buck Tally, nýbygðar höfðinginn okk- ar, mundi sálast fengi hann ekki að fara með okkur, og vera matreiðslumaður hjá okkur. Milly getur keyrt annan vagninn og Anítu gömlu fellur ekkert betur, en að sitja á hinum vagninum og tala spönsku við uxana. Ef við ekki komustum alla leið til Abilene, verður það vegna þess, að ekkert Abilene er til. Hér komum við fimtíu og fjögur hundmð nautgrip- ir, ef nautgripi skyldi kalla; sextán hjarðsvein- ar ef það getur heitið svo; nítján ýmiskonar rifflar og skambyssur; hundrað og fimtán reið- hestar, og hinn einasti rauðhærði leiðtogi í Tex- as, og þar að auki stúlka. Guð blessi heimilið.” “Nú hvað hárið snertir. — Hefir nokkur ykkar veitt hári Miss Taisíu eftirtekt?” spurði hann og leit á þá skyndilega. McMasters svaraði _ engu, og Williams þagði líka. “Jæja hár hennar er mjög sítt og gljáandi, nema það hrekkur neðst. Vitið þið hvað það merkir? Stúlkan sem þannig lagað hár hefir, er göldrótt. Eg hefi lesið um það í bók. Það var það, sem bókin sagði. Að fráteknum þessum þremur ámm, sem eg var í stríðinu, hefi eg verið samtímis Taisíu í tuttugu og tvö ár, og get því sannað, að bókin sagði satt. Og nú em hér sextán flón, sem ekkert geta að því gert, aðeins vegna þess, að húsmóðirin hefir rautt hár, sem hrekkur neðst í fléttunni. Jæja, eins og þú segir höfum við gert alt, sem við gátum. En mér er ekki auðvelt að taka við fimtíu hest- um og tveimur vagnækjum af mat. Ekki ennþá.” “Del, farðu til drengjanna og segðu þeim að reka nautin að rennunni. Við skulum merkja eins mörg og við getum áður en myrkr- ið fellur á. Helmingurinn getur handsamað og merkt sumt þeirra niðri á sléttunni, og hitt getum við rekið í gegnum rennuna.” • Þrír mennirnir litu nú rykmökk þyrlast upp þar sem hjörðin var á sléttunni. Riddari kom til þeirra eins hratt og hesturinn gat farið. “Hallo!” sagði Jim Nabours, “hvað gengur að honum?” Riddarinn stöðvaði hest sinn og lyfti upp hendinni. Það var Sanchez gamli, eini Mexi- kaninn sem var á Sólbakka, og hafði alla sína æfi verið þar. “Pronto, Senor Jeem!” hrópaði hann. “Los hombres — baja!” (Flýttu þér Mr. Jim. Menn- irnir dreyfa). Hann benti á hjörðina. “Hvaða menn, Sanchez? Hvað gengur'á?” “Los hombres — þeir dreyfa hjörðinni!” “Dreyfa hjörðinni? Við hvað áttu?” “Þeir horfa á merkið okkar. Þeir reka grip- ina. Þeir segja að við höfum þeirra naut. Þeir ætla að taka þau.” “Dreyfa hjörðinni okkar. Á okkar eigin landi! Það fá þeir ekki. Sá maður er ekki til, sem getur dreyft hjörðinni minni án míns samþykkis og minnar aðstoðar. Komið!” Hann keyrði hestinn sporum og reið gegn- um kjarrið, stystu leið. En þegar hann og fylgdarmenn hans brut- ust fram úr runnunum, og riðu á harða stökki niður brekkuna í áttina til hjarðarinnar, var þar enginn McMasters. Nabours bölvaði hjart- anlega með sjálfum sér. Hann gat ekki skilið mann, sem dró sig í hlé þegar mest lá á. 7. Kapítuli. Nabours, Del Williams og gamli Sanchez riðu á fleygi ferð til hjarðarinnar. ’Þeir komu ekki augnabliki of snemma. Sex vopnaðir menn rifust þar við jafn marga hirðingja, er leituðust við að vama þeim að komast að hjörðinni. Hófadynur hest- anna og hávaðinn í mönnunum var næstum búinn að trylla hina hálf viltu hjörð. Sumir hirð anna leituðust við að vama þess, að nautin rykju ekki öll út í veður og vind, en það var sýnilega tilgangur aðkomumanna, að koma því til leiðar, að hjörðin fældist. Leiðtogi þeirra var gildvaxinn maður, alskeggjaður og vel bú- inn. Reið hann nú á móti Jim Nabours, er reið inn í miðjan hópinn, og viðhafnarlaust stöðvaði hest sinn fast hjá honum. “Hverjir eruð þið, og hvað eruð þið hér að vilja?” spurði hann reiðulega. Ókunni maðurinn sneri sér rólega í áttina til hans. “Fyrst þú ríður fram úr flokki þínum og spyrð”, svaraði hann, “þá er þér því að svara, að við erum nautabændur, og viljum fá eignir okkar.” “Þið erað engir bændur!” svaraði gamli formaðurinn heiftúðlega. “Værað þið það, munduð þið ekki æpa og ríða innan um annars manns hjörð. Það er það, sem þið erað að leit- ast við að gera. Fæla nautin okkar út í busk- ann? Eign ykkar! Hafið ykkur á burtu héðan og það strax!” Hirðarnir söfnuðust nú að og höfðu fengið ákveðinn mann til að leiða sig, og hafði það þau áhrif, að nú dró dálítið niður í ókunna mannin- um, en ekki skorti hann sjálfsálit. “Þú ert að rísa gegn lögunum, vinur minn,” sagði hann. “Eg get sýnt þér til sannindamerk- is, átta brennimörk, og undirrituð umboð eig- endanna, að ransaka hverja hjörð, sem rekin er brott af þessum svæðum. Við eigum ekkert í hættunni að láta stela frá okkur.” “En þú ert í mikilli hættu, ef þú verður hér augnabliki lengur,” svaraði Jim Nabours. “Hafðu þig dálítið frá ef þú vilt ræða þetta meira.” Hann reið fram milli ókunnu mannanna og hjarðarinnar og stefndi hesti sínum á næsta riddarann, en hafði stöðugar gætur á leiðtogan- um, og hafði hendina ætíð tilbúna. Menn hans fylgdu honum og riðu inn í flokk ókunnugu mannanna. Hvenær sem var, gátu einir sex menn mist lífið. “Komið drengir!” hrópaði hinn skeggjaði foringi. “Víkið frá á meðan eg sannfæri þennan náunga.” Án þess að vita hvað þeir áttu að gera, riðu þeir eins og hundrað skref frá hjörðinni, en Na- bours reið eins fast og unt var við hlið leið- togans. “Þú getur ekki sagt okkur neitt!” sagði hann. “Þú færð ekki að taka eina einustu skepnu úr þessari hjörð! Þú færð ekki að líta á mörkin okkar! Skilurðu það?” “Mér finst þú vera nokkuð of ákafur, ná- granni. Heldur þú, að þú sért hafinn yfir lög- in?” “Fari lögin norður og niður! Hér era engin lög ennþá. Væra þau hér, þá hefðu þessir hagar ekki verið rændir hjörðunum af ósvífnum þjófahópum, sem era svo auðvirðilegir að ræna munaðarlausa stúlku, á meðan vinnumenn hennar era fjarverandi. Eg hefi vitað það í heilt ár að hér vora þjófar á ferðinni, Við þurf- um öll þau naut, sem við nú höfum. Við rekum þau norður, eins og þau era, og enginn skal skifta hjörðinni, hvað sem lögin segja. Enginn nautaþjófur skal breyta mörkunum á hjörðinni okkar, heldur ekki líta á mörkin.” “Þú getur ekki ásakað mig um nauta- þjófnað.” “Jú, það geri eg áreiðanlega, og sú ásÖkun stendur stöðug, og þú kemur fram eins og nauta- þjófur. Þú kemur frá Austen, og þú ert ekki uppfæddur í Texas. Hafðu þig í burtu! Annars tökum við þig og hengjum þig upp á gamlan og góðan máta!” Hinir tveir flokkar, hér um bil jafn marg- mennir, snera nú hvor gegn öðrum, en hestar þeirra prjónuðu og dönsuðu. Hver eihasti mað- ur var vopnaður. Eldibrandi móðgunarinnar hafði verið slengt fram. Brosið á andliti Na- bours sýndi allar tennurnar. Leiðtogi flokksins gaut til hans ískyggilegum augum. Báðir biðu þeir eftir framhlaupi einhvers á aðra hvora hliðina. Enginn í þessum alvöragefna hóp hugði annað en bardagi mundi hefjast. Hver maður hafði auga á hendi andstæðings síns. Vopnin vora reiðubúin og vígamóður sauð í hverri æð. Hver maður beið. • Eins og þramuhljóð heyrðist jódynur margra hesta, er komu á harða stökki að baka til. Jim Nabours þorði ekki að líta við til að sjá hverjir þetta væra. Hann varð að hafa gætur á hendi andstæðinga síns. En þá gall við rödd Sanchez gamla, er hann hrópaði til aðkomu mannanna: “Pronto, Capetan! Vene aqui, pronto! Pronto! (Flýttu þín, kapteinn! Komdu hingað strax! Flýttu þér!)” Óboðnu gestimir snera sér strax við og þorðu ekki að leggja út í bardagann, er þeir sáu nýja andstæðinga að baki sér. Ófriðarblik- an var rannin hjá, Nú sá Nabours fimm vel búna riddara, alla vopnaða, er riðu framhjá þeim. Þeir vora klæddir einkennisbúningi hins nýstofnaða lög- regluliðs. Þetta var landamæra lögreglulið, og hafði þegar fengið orð á sig fyrir dugnað. For- ingi þeirra var unglingur. Honum var ékki sprottin grön. “Upp méð hendumar, menn!” skipaði hann. Lögreglumennirnir staðnæmdust í beinni röð, og hinir vel tömdu hestar þeirra stóðu graf kyrrir. 1 hendi hvers manns var Spencer riffill og hver maður miðaði riffli sínum á einn andstæðinga sinna. “Sanchez, legðu rifflana þeirra í hrúgu á jörðina,” skipaði Nabours, Mexikananum. — Ungi foringinn lét í ljós samlþykki sitt með því að kinka kolli. “Hreyfið ykkur ekki, því þá skjótum við!” Hann sat hinn rólegasti á grafkyrrum hest- inum, á meðan Sanchez gamli steig af baki, gekk til nautaþjófanna, og afvopnaði þá. Því næst fleygði hann öllum þeirra rifflum og skambyssum í hrúgu á jörðina. “Hvað á þetta að þýða?” æpti hinn ósviífni ræningjaforingi. “Við komum hingað í frið- samlegum erindagerðum. Við höfum ekki brot- ið nein lög. Við eram hér komnir til að leita eigna vorra, sem þessir menn ætla sér að flytja út úr landinu!” “Farðu heim til Austen!” svaraði vopnaði unglingurinn hiklaust. “Sé nokkur lög eða rétt- ur, sem vert er um að tala, þá skalt þú ein- hverntíma fá makleg málagjöld Mr. Ruda- bough.” “Hvað áttu annars við með þessu?” spurði þorparinn. “Við höfum skjöl, sem veita okkur leyfi til að taka með okkur alla gripi með þessum mörkum. Líttu á! Ekki skalt þú halda, að þú getir hindrað embættismann ríkisins frá því að gera skyldu sína. Eg skal sjá til að hinn hálbölvaði félajgsskapur ykkar verði leystur upp.” “Gerðu það”, svaraði drengurinn, “en hann er það ekki ennþá.” { “En Httu á!” svaraði leiðtogi þorparanna og tók upp blikkhylki úr tösku sinni og úr því bunka af skjölum, sem áttu að vera heimildir og lýsingar á gripamörkum. Hinn rólegi, ungi foringi rendi augunum yfir þessi skilríki. “Já, svo er það? Brennimerki? Hvaða mörk? Gonzales sýslan? Hversu gamalt er Sexstange merkið í Gonzales?” “Tólf ára,” staðhæfði ræningja foringinn. “Þú lýgur því, Rudabough,” svaraði dreng- urinn brosandi. “Það er ekki og hefir aldrei verið slíkt mark þar til. Eg hugsa, að nöfnin séu fölsuð líka. Hvað erað þið að gera hér svona langt suður frá?” Augu skálksins urðu nú óróleg. “Jæja, hver ert þú. Þú virðist vita mikið ekki eldri en þú ert.” “Hirtu ekki um það. Eg hitti hina dreng- ina af hendingu. Farðu heim til Austen og láttu hattinn þinn hvílast þar um stund. Við skulum sjá hvað dómstólamir segja um þetta, sé nokkur réttur til. Þú hefir rænt þessi svæði nógu lengi.” Drengurinn var altaf á meðan hann talaði jafn rólegur. “Þú óskar þess einhverntíma, að þú hefðir aldrei slett þér fram í rnínar sakir,” æpti Ruda- bough. Eg hefi vini----” “Já, ríkisgjaldkerinn á sjálfsagt vini. Stel- ur þú ekki nógu á öðram sviðum í embættis- færslu þinni, að þú þurfir að fara alla leið hingað suður suður til að stela frá varnarlausri stúlku. Hvaða ástæðu hefir þú til að hata hana eða fjölskyldu hennar? Eg mundi ekki láta þig leita í þessari hjörð, þótt eg vissi, að þar væri sægur nautgripa með öðru brennimerki en T.L. markinu.” “Nú yfirgengur þú sjálfan þig,” svaraði skálkurinn spottandi. “Og ennfremur: Þetta er Caldwell — en ekki Gonzales sýslan. Þú hefir engan rétt til að handtaka neinn hér.” “Sem embættismaður ríkisins hefi eg rétt til þess. Eg er verri andstæðingur, en nokkur málamynda sýslumaður frá Austen.” “Takið þá drengir,” bætti hann við. “Notið við þá gömlu úrræðin, ef þeir sýna mótþróa eða reyna að strjúka. En þeir era slíkar lyddur og raggeitur að þeir koma vást með góðu. Látið þá fara á undan ykkur.” “Þarna er hesturinn,” sagði hann við einn félaga sinna, “sá sem hann reið. Skeifan er undan á hægra framfæti, og hófurinn klofinn. Þeir hafa farið alla leið heim að bænum á Sól- bakka.” “Já, og við skulum ná í gripina okkar enn- þá!” æpti Rudabough er foringinn gaf merki til Sancez gamla, er samstundis batt saman fætur hvers þeirra undir kviði hestsins. Hann notaði spánskan hnút, sem næstum er óleysanlegur. “Jæja þá,” svaraði ungi maðurinn brosandi: “Hvernig mundi ykkur nú líka að fá vopnin ykkar aftur, svo að þið gætuð brotist inn í Sól- bakka hjörðina?” “Eg veit að þar eru naut sem ekki heyra þeim til.” “Það lagast strax,” svaraði Jim Nabours. “í kvöld munu þau öll hafa sama merkið. Þinn lygahundur. Eg vildi óska að lögreglumenn- irnir hefðu ekki skorist í leikinn. Það er ekki nema einn vegur til að fara með sMka skálka sem þið erað. Brjótist út úr fangelsinu og kom- ið hingað aftur. Við getum ekki vonast eftir neinu betra, en að fá tækifæri til að veita ykkur verðskuldaða ráðningu.” “Mr. McCullough, vilt þú fá fleiri menn?” spurði hann. “Til hvers?” spurði ungi maðurinn hlægj- andi og reið burtu. “Áfram fangar. Stefnið niður að ferjunni, og eg vil ráðleggja ykkur að ríða ekki of hart!” “Og við skulum koma aftur!” æpti skálka- foringinn þrjóskulega. “Já, það vonum við að þið gerið,” svaraði Jim Nabours innilega. Eg fer til Abilene, ef eg kemst þangað nokkurntíma, bara til að hitta þig þar þegar þú kemur.” Löng runa af skætingi og formæHngum heyrðist frá föngunum. Hinir huguðu lögreglu- menn svöruðu þeim engu, en ráku þá á undan sér. Jim Nabours gaf mönnum sínum merki, og þeir dreifðu sér, glaðir yfir að hjörðin var enn í hnapp. Gamli Jim reið í jaðri hjarðarinn- ar og söng vísu, sem hann sjálfur hafði ort, og söng þegar honum var sérstaklega gramt í geði. Út úr rykmekkinum heyrði hann hjarðmennina syngja viðkvæðið. 8. Kapítuli. “Bölvuð fari lögin”, sagði Jim Nabours reiður. “Aldrei hefi eg séð nema ilt hljótast af þeim. Hefði það ekki verið vegna þessara lög- reglusnáða, hefðum við getað drepið Ruda- bough og skálkana hans með honum, og það hefði verið niðurlag þeirrar sögu. Rétturinn? Þeir hafa réttinn í hendi sér. Þeir sleppa út og verða byrjaðir að viku liðinni. Ef við mætum þeim aftu vona eg, að ekkert lögreglulið veiföi til að skerast í leikinn. Hvenær hefir það skeð, að gripabóndi geti ekki séð um sínar eigin kýr? En komdu nú Del. Eg verð að fara yfir að nýju girðingunum. Við verðum að hafa hraðan á með þessa Nóa-örk okkar.” Þeir ráku nautahóp á undan sér heim að girðingunni; það gekk hægt. Nautin voru rek- in í broddfylkingu og riðu mennirnir sumir til beggja hliða. Þeir fóru hægt og rólega, aðferð, sem þeir höfðu öðlast af löngum vana í viður- eign sinni við skepnur. Þeir gátu svo komið gripunum í langa halarófu, er leidd var í á- kveðna átt. Hjörðin lét að smöluninni, og gott var að reka hana, svo alt gekk vel þangað ti! komið var að nýju nautarennunni, þá fóru sum- ir gömlu uxamir að taka til sinna ráða; en þeim var sarnt bráðlega vikið á réttan veg. Nokkrir hjarðsveinanna skiftu hjörðinni á r.ý, en aðrir hringuðu flokkinn. Bráðlega höfðu þeir tvo hópa á sléttunni, nálægt stöðlinum þar. sem átti að marka gripina. Svertinginn, sem matreiddi, hafði srníðað þrjú brennijám. Voru þau í lögun eins og öngull og voru nú öll í eld- inum hjá rennunni. Mennimir ráku nú smá- hóp gegn um rennuna. Er þau stóðu í röð bak við grindiha var brennijámi þrýst á síðu hvers nauts og öngulsmerkið brent inn í hárið fyrir ofan T.L. merkið, en nautin stundu og þrýstu sér að hinni hlið rennunnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.