Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. JANÚAR 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA ársins, þá byrjaði hlaupárið, er síðan hefir haldist í tímatalinu. í samráði við hina konungjegu rómversku stj örnufræðinga, lög- gilti hann að fjórða hvert ár skyldi hafa einn aukadag. Á- stæðan fyrir þessu var sú, að þeir fundu það út af speki sinni að hringferð jarðarinnar, kring- um sólina var 5 kl.tímum og 48 mínútum lengri, en þeir höfðu áður uppgötvað. ÍÞess vegna þurfti þennan aukadag til þess að laga skekkju þá, er þessar kl.stundir gerðu í reikninginn. Þar sem nú Rómverjar byrj- uðu á hefð hlaupársins, urðu það Skotar sem komu á fót þeim aldagömlu ummælum og sið í sambandi við hlaupárið, sem enn er við líði — sem sé þvi, að kon- ur og meyjar, er mikið langar til að giftast, hafi þá rétt til að ráðast að ógiftum karlmönnum með bónorð. Hvernig svo sem þessu er var- ið, þá geta karlmenn nú á tímum huggað sig við það, að lög þau, sem áður voru um það, að hver sá maður sem neitaði bónorðinu, yrði að borga sekt, eru nú ekki lengur í gildi. í skozkum lögum, undirskrif- uðum af Margaret drotningu, árið 1228, á þessi lagagrein að hafa staðið, og það var ekki fyr en nokkrum árum seinna að það var uppgötvað að þessi klausa var ekki lögum samkvæm. Eftir því sem iítur út, var Margaret alls ekki drotning þá, og kom ekki til valda fyr en mörgum árum síðar. Hvað sem þessu líður, þá virð- ist því enn í dag trúað yfir heim allan, að á hverju hlaupári séu ógiftir karlmenn nokkurskonar fómardýr ástleitinna og frekra kvenna, þótt ekki séu margar sögur kunnar um neinar nauð- ungar-ófarir í þeim efnum. Þvert á móti sýnist eins og flestum þeim karlmönnum, hverra geð stóð þar til, hafi ver- ið lofað að pipra í friði vegna hlaupárs-aðgerða kvenfólksins! t>eir, sem svo vill til að eru fæddir á hlaupársdag, 29. föbr., eiga að hafa fengið eilífa æsku í fæðingargjöf. Hlaupsárs-börn eiga aðeins löglegan fæðingardag fjórða hvert ár, og yfirvöldin virðast ekki hafa gert neinar ráðstafan- ir til þess að laga það. Ef til vill verða hlaupár úr sögunni í nálægri framtíð. Al- þjóðanefnd hefir verið að reyna að koma því svo fyrir, að engin þörf sé fyrir þennan aukadag, sem gamli Júlíus og félagar hans tróðu inn í' dagatalið 46 árum fyrir fæðingu Krists. En alþjóða reikningsnefndin hefir setið lengi á rökstélunum, og enn er ekki útlit fyrir að hún hafi fundið upp neitt betra. DÁNARFREGN Benedikts (Percy) Olafson andaðist á sjúkrahúsinu í Lloyd- minster, Alberta, laugardaginn þ. 13. desember síðastl., eftir stutta sjúkdómslegu þar. Hann var fæddur í Reykjavík á Islandi 4. apríl, 1878. Foreldr- ar hans voru Ólafur söðlasmið- ur Ólafsson frá Sveinsstöðum í Þingi, og Kristín María Jónína Jónsdóttir prests á Breiðaból- stað í Vesturíiópi, í Húnavatns- sýslu. Með foreldrum sínum fluttist Benedikt vestur um haf, og dvaldi alllengi í Winnipeg, þar sem hann um skeið stundaði ljósmyndagerð hjá Baldwin & Blöndal þar til hann flutti til Vesturlandsins þar sem hann varð búsettur í Edmonton og víðar þar. Síðustu fimtán árin var hann starfandi við Alberta Hótelið í Lloydminster, Alberta, þar sem hann naut mikilla vin- sælda og virðingar. Benedikt átti tvær systur, Sigríði, konu Sigurj óns læknis Jónssonar, nú í Reykjavík og Þórunni, kona Sigurðar W. Mel- sted í Winnipeg, en hún dó þ. 26. febrúar síðastl. Útför Benedikts fór fram frá útfararstofu Moore’s miðviku- daginn, 17. des. Vingjarnleg og viðeigandi kveðjuorð flutti Rev. Morrison, prestur United Ohurch í Lloydminster. S. W. M. Mynd þessi er af Magnúsi Kr. Gíslasyni, bónda á Vöglum í Skagafirði, er Heimskringlu hef- ir sýnt þá hugulsemi, að senda henni kvæði við og við eftir sig. Minnist maður sérstaklega hins þróttmikla kvæðis “Skagafjörð- ur” er í afmælisblaði Heims- kringlu birtist eftir hann. — Magnús hefir aldrei komið vest- ur, en afi hans og amma, Björn Jónsson og Sigríður Þorláksd. frá Sleitustöðum, voru frum- herjar í Dakota-bygðinni. FRÉTTIR FRÁ fSLANDI Hvemig er hljómurinn í nýja leikhúsinu? Ágætur. Leikararnirt heyra prýðilega hvert hóstakjölt og allt skrjáfið í sælgætispokunum. * Englendingur gengur inn í veitingahús eins og hann eigi Það. Ameríkumaður gengur inn í veitingahús eins og honum sé fjandans sama hver eigi það. Ný tegund STRÁBERJA BARON SOLEMACHER. Þessi óvilS- jafnanlega tegund, framleiðir stærri aer úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og hggja ekki við jörðu, framleiða því stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (3 pakkar ’50c) póstfritt. FRt—vor stóra útsœðisbók fyrir 1943 Stœrri en nokkru sinni fyr 30 dominion seed house Georgetown, Ontario Voru þvínær strandaðir í síld Ekkert lát virðist vera á síld- inni í Hvalfirði. Torfurnar eru víða um fjörðinn og sumar mjög stórar. Yfirleitt er síldin heldur djúpt fyrir þær nætur, sem flestir bátanna hafa, en það eru grunnnætur. Þó kemur hún stundum upp undir yfirborðið, á allt að fimm faðma dýpi. Geta sjómenn fylgzt með því, hve djúpt hún heldur sig, með að- stoð dýptarmælanna og gripið hana, þegar hún kemur upp, sem oftast er einhvemtíma sól- t arhringsins. Sipverjar á vélabátnum Sær- únu lentu í óvenjulegu ævintýri inn í Hvalfirði í gær (28. nóv.) Þeir voru nærri strandaðir í síld. Síldin kom undir yfirborð sjávarins og var engu líkara en að skipið væri að fara í strand. Dýptarmælirinn sýndi ekkert nema síld. Hefði mælirnn ekki staðið öðru vísi, þó að skipið hefði staðið upp á skeri. Sjómenn við síldveiðar í Hvalfirði hafa orðið fyrr tals- verðum spöllum á veiðafærum, er þeir hafa verið að veiðum um miðbik fjarðarins, þar sem kaf- bátagirðingarnar voru á stríðs- árunum. Lítur helzt út fyrir að kafbátagirðingunum hafi verið sögt þarna. —Tíminn, 28. nóv. « * * W Fjöldi manns hungurmorða á rússneska hernámssvæðinu Þýskur biskup segir frá Dr. Otto Dibelius, biskup mót-* mælenda í Berlin, sagði frétta- mönnum að meir en 2,000 manns yrðu mánaðarlega hungurmorða á hemámssvæði Rússa í Þýzka- landi. * 1 Berlin, sagði biskupinn, erj þegar orðinn mikill skortur á kartöflum og öðrum matvælum, en sama og ekkert af kolum er fyrir hendi. Biskupinn sagði að siðferði hrakaði nú stórum á rússneska hemámssvæðinu. * * * Snjóflóð fellur í Langadal í Húnavatnssýslu. Um níuleytið í morgun (19. nóv) féll snjóflóð á íbúðarhús og peningshús á Gunnsteinsstöð- um í Langadal í Húnvatnssýslu. Snjóflóðið féll á 200 — 300 m. breiðu svæði ofan úr GOSIÐ 29. MARZ 1947 Hljótt var í dögun, á Heklutind rísandi himinsól varpaði geislunum lýsandi. Mjallhvítur hjálmurinn gullroðinn glitraði, gráfölvi neðar um hlíðamar sitraði. Fjöllin í nágrenni fannhvítu slæðunum földuðu í glæsileik, tignir í hæðunum jöklarnir, útverðir auðnar í löndunum, að austan og vestan gnæfðu yfir söndunum. Bygðina skuggar af fjöllunum földuðu, friðvana þegar að sólstafir völduðu; dróttin var laussvæf við dagrennings-tökuna draumalaus skilin, um svefninn og vökuna. Þá brast við í húsum, sem brimöldur flæðandi, brotnuðu á súðum í stormsveipi æðandi; jörðin hún gnötrar, sem gripin af hryllingi, geigvænleg þórdunan öskraði í tryllingi. Hekla var alvöknuð aldar af værðinni, eldfjalla tignust í gosmekkja stærðinni; logandi í iðmnurn, langaði í skvettuna, lyfta af sér farginu, sprengja af sér hettuna. Gosmekki hvirflaði upp blásvörtum blikandi bálormar sleiktu um rætumar kvikandi; leiftrandi eldtungur loguðu í földunum, lýstu upp risið á svimháu öldunum. Geil varð í mökkinn svo glóðin sást rennandi geigvænlegt eldhafið dumbrautt og brennandi funihituð björgin, í brimsollna kafinu, byltust sem stórskip í ölduróts hafinu.. Háreystin ögraði eyranu að þolinu ógnlúðrar gullu frá spúandi hvolinu- Brestir við hlumdu, svo hrikti í fjöllunum um Hornstrandir glumdu, og austur á Völlunum. Ólgandi gosflóðið ísana bræðandi út vall af gígbarmi, hvæsandi flæðandi; hraunelfan blossandi byltist í flauminum björgin við glóðarmörk sindruðu í strauminum. Mekkinum þyrlaði suður um sveitina, sandinum hvirflaði um grösugu reitina; dimt var í lofti, af dagskímu ei roðaði, dauða og ógnun það helmyrkur boðaði. Samt eru frjómögn í ósköpum eldanna öskunni vikrinum, dimmustu kveldanna; þótt gróðurinn litbrenni sótinu svartari seinna hann rís þó upp, fegurri, bjartari. Þótt óáran, landspjöll, af ösku þér fylgjandi Islandi þjaki er staðreynd sú gildandi: Að tign þína í gosunum metur hver maðurinn í muna’ allra þjóða — var frægasti staðurinn. Magnús á Vöglum Prófið kornið að gróðrarmagni Það er mjög áríðandi að vita frjómagn hverrar korntegundar. Umboðsmaður þinn fyrir Federal ráðstafar prófuninni kostnaðar- laust. f % f 1R 11 ft t k ... FEDERHL GRRIR LIRIITED Magnús Gíslason á Vöglum H E K L A Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C. Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bvgging í alheimi.........$2.50 Friðarboginn er fagur............ 2.50 Eilífðarblómin Ást og Kærleiki... 2.00 [ sveitungar hins látna, stjóm og ' starfsmenn KEA kistuna. Séra j Benjamlín Kristjánsson jarðsetti. : Samband ísl. samvinnufélaga og ! Kaupfélag Eyfirðinga höfðu ósk | að að fá að heiðra minningu j þessa merka samvinnufrömuðar [ með því að sjá um útför hans. Margir kransar bárust og Fram- I sóknarfélög í Eyjafirði gáfu skjöld á kistuna. Mikill fjöldi i fólks var viðstatt" útförina og var hún öll mjög hátíðleg. ^ —ísl. 26. nóv. * * * Áætlunarbíllinn fastur á Blönduósi Um fimmleytið í gær kom á- ætlunarbifreiðin, sem annast ferðir milli Norður- og Suður- í lands til Blönduóss og var þá orðið ófært norður. Bifreiðar- stjórinn gerði þó tilraun til þess að komast norður og var kom- inn í Langadal, þegar hann neyddist til þess að snúa við. Tók það langan tíma fyrir ferða- langana að komast til Blönduóss aftur. Iðulaus stórhríð geisar nú á Blönduósi og þar í grennd. í nótt mun veðurhæðin hafa verið um 10 vindstig viíða Norðan- lands —Vísir 19- nóv. Prófessor Albert Einstein, hinn heimskunni eðlisfræðing- ur, setti eitt sinn í blaðaviðtali upp stærðfræðiformúlu, sem hann sagði að lýsti bezt vel- gengi í lífinu. “Ef a er sama og velgengi, mundi eg segja, að a sé sama og x og y og z, þar sem x er sama og starf og y er sama og skemmtun.” “En hvað er þá z?” “Það er listin að kunna að þegja”, svaraði Einstein. ★ ★ ir Abraham Lincoln var einu sinni sýnd mynd, sem var mjög illa gerð, og beðinn að láta álit sitt í ljós. “Jú”, sagði Lincoln, “þetta er mjög góður málari, og hann virð- ist halda boðorð Drottins í heiðri.” “Hvað eigið þér við með þvi, herra forseti?” “Jú, eg held,” svaraði Lin- •imiiiniiuniiiiiiiitiiiniiiHmnucjimiiiuiiiniiiiiiiiiiiininiimniv 1 INSURANCE AT . . . u REDUCED RATES Fire and Automobile | STRONG INDEPENDENT | COMPANIES • ^ = « | McFadyen | | Company Limited | | 362 Main St. Winnipeg | Dial 93 444 AiunnUiuiiiiHiiiHiuiiiHMiHHctiHHHumctiiuiuiiiuuuiumimt* coln, “að hann hafi ekki gert hér mynd, sem líkist neinu á himni ofar eða jörðu undir.” * * * Suma menn þyrstir eftir frægð, aðra eftir ást og enn aðra eftir peningum. Eg veit um eitt, sem alla þyrst ir eftir. Og hvað er það? Saltkjöt! » * * — Hann Jón á ekki langt eftir ólifað. Hann er svo að segja með annan fótinn í ofninum. — Þú átt auðvitað við, að hann sé með annan fótin í gröf- inni- —Nei, hann ætlar að láta brenna sig. Lesbækur Það er kunnara en frá þurfi að segja að sá, sem er að læra tungumál þarf lesbækur. Nem- andinn lærir mikið ósjálfrátt af sambandi efnis og orða í sögunni sem hann les. Þjóðræknisfélag- ið útvegaði lesbækur frá íslandi; eru í þeim smásögur og ljóð við hæfi bama og unglinga. Les- bækurnar eru þessar: Litla gula hænan 1., Litla gula hænan II., Ungi litli I., Ungi litli II., Les- bækur. — Pantanir sendist til: Miss S. Eydal, Columbia Press, Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg. fjallinu niður yfir bæinn og fram á jafnsléttu. Húsið var tví- lyft, byggt bæði úr steini og timbri og féll flóðið með því afli á húsið, að þiljur á efri hæð- inni brotnuðu inn og snjórinn fyllti allt húsið. Slys á fólki urðu þó engin. Fyrir ofan bæinn standa peningshús, sem snjó- flóðið féll einnig á, en mun þó ekki hafa valdið öðru tjóni en því, að ofan af heyji tók sem stóð við húsin. Hinsvegar mun snjóflóðið hafa fallið yfir hóp af hrossum, en ekki er enþá vitað hve mörg, en um hálf-tólf leytið í morgun (19. nóv.) var búið að grafa 8 hross úr fönninni. Á þessu svæði hefir aldrei fallið snjóflóð í manna minnum og ekki vitað til þess, að snjó- flóð hafi fallið þar fyrr eða síð- ar. Óhemju fannkyngi er í Langa- dal, enda stórhríð af norðaustri með feikna mikilli snjókomu og óttast menn að fleiri snjóflóð kunni að falla í Langadal. * ★ * Akureyri á kafi í snjó Aftaka veður geisaði á Akur- eyri og víðar norðanlands í gær (19. nóv.) og nótt. Síðari hluta dags í gær gerði hríð mikla á Akureyri og jókst hún eftir því sem leið á daginn. í gærkvöldi voru götumar á Ak- ureyri orðnar ófærar vegna snjó- þyngsla. Einnig eru allir vegir í nágrenni bæjarins ófærir og er nú með öllu mjólkurlaust á Ak- ureyri. * * * Virðuleg útför Einars Ámasonar Einar Árnason fyrrum ráðh. var jarðsettur í gær að Kaup- angi. Hófst athöfnin um hádegi með bæn, er séra enjamín Kristj ánsson flutti heima að Eyrar- landi. í kirkju og úr kirkju báru VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.