Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. JANÚAR 1948 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA FIMTÍU ÁRA AFMÆLI LEIKFÉLAGS REYKJA- YÍKUR Eftir próf., Richard Beck Leikfélag Reykjavíkur átti fimmtíu ár afmæli í byrjun þessa árs, því að það var stofnað 11. janúar 1897, en hóf þó eigi fyrstu leiksýningar sínar fyrr en 18. des. sama ár, eða fyrir réttum 50 árum í þessum mánuði. Var hinna merku tímamóta í sögu félagsins minnst með veglegum hátíðahöldum ,eins og verðugt var, þar sem í hlut átti jafn ágæt og mikilvæg menningarstofnun og félagið hefir reynst á hálfrar aldar starfstíð sinni- 1 tilefni af afmælinu kom einnig út myndarlegt og vandað minningarrit, Leikfélag Reykja- Víkur 50 ára (H. F. Leiftur, — .Reykjavík, 1947, 300 bls.), og höfðu þrír fyrrverandi formenn félagsins, þeir Valur Gíslason, Lárus Sigurbjömsson og Har- aldur Björnsson, annast útgáf- una af hálfu félagsins. Minningarritið hefst á einkar hlýlegri og skemmtilegri kveðju til félagsins frá forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, sem kemst meðal annars að orði á þessa leið: “Ef við fáum ekki hæfilegan skammt af fjörefnum líður okk- ur illa eða veslumst alveg upp. Eg held að þetta femt: gaman, alvara, áhugi og ósérplægni hafi verið, og sé enn, A, B, C, og D vitamán Leikfélagsins. Stundum mun skammturinn hafa verið of lítill af sumum þeirra, stundum of mikill, eins og gerist og geng- ur í daglegu lífi okkar; en oft hæfilegur. í>essvegna gleðjumst við með afmælisbarninu á þessu 50 ára afmæli yfir því, hve heilsa þess er góð.” Þá fylgja minningar nokk- urra elzsu leikaranna, sem enn eru ofan moldar, og voru árum saman meginstoðir í leikstarf- seminni, þeirra Friðfinns Guð- jónssonar, Guðrúnar Indriða- dóttur, Helga Helgasonar og Eufemíu Waage. Varpa frásagn- ir þeirra allra margvíslegu ljósi á sögu félagsins og þróunarfer- il, og bregða upp glöggum mynd um af mörgum þeim mönnum og konum, sem drýgstan þátt áttu í stofnun þess og framgangi framan af árum. Síðan koma ávörp og kveðjur frá fjölmörgum mönnum og konum, meðal annars ýmsum kunnustu rithöfundum og menntamönnum þjóðarinnar, og ber þar allt að einum brunni,, því að þar er alstaðar efst á baugi þakklæti í gerð félagsins fyrir menningarstarf þess, og að- dáun á því, hve miklu það hefir fengið áorkað í þágu leiklistar- innar, þrátt fyrir andvígar að- stæður. Kveðjur þessar bregða einnig burtu á ýmsar hliðar hinnar menningarlegu starfsemi félagsins, t. d. ávarp dr. Stein- gríms J. Þorsteinssonar, er fjallar um áhrif þess á vöxt og viðgang íslenzkrar leikritagerð- ar. Þriðji flokkur ritsins eru sögu þættir, sem mikið er á að græða, en þeir eru þessir: “Leiklist og leikarar, þættir úr listasögu Reykjavíkur” eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skólastjóra, all ítarlegt og skipulegt yfirlit; “Erlendir gestir” eftir Brynjólf Jóhannes- son, núverandi formann félags- ins, og “Leikhúsið Iðnó”, eftir Felix Guðmundsson. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDl Reykjavík_______JBjöm Guðmundsson, Holtsgata 9 1 CANADA Amaranth, Man. Árnes, Man._ Mrs. Marg. Kjartansson Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man.----------------------------G. O. Einarsson Baldur, Man.................................O. Anderson Belmont, Man................................G. J. Oleson Bredenbury, Sask___Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask___________________Halldór B. Johnson Cypress River, Man..... Dafoe, Sas'k- --------------Guðm. Sveinsson —O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Elfros, Sask-----------------Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man--------------------------..ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask____________Rósin. Arnason, Leslie, Sask. Flin Flon, Man------------------------Magnús Magnússon Foam Lake, Sask--------------Rósm. .Ámason, Leslie, Sask. Gimli, Man................................_K. Kjernested Geysir, Man______________:_______________G. B. Jóhannson Glenboro, Man...............................G. J. Oleson Hayland, Man............................Sig. E. Helgason Hecla, Man...........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man..........................-...Gestur S. Vidal Innisfail, Alta________Ófeigur Siigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask___________O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man____________________________Böðvar Jónsson Leslie, Sask...........................Th. Guðmundsson Lundar, Man..................................D. J. Lánda) Markerville, Alta______Ófeigur Sigurðsscn, Red Deer, Alta. Morden, Man___________________________Thorst. J. Gísiason Mozart, Sask-----------------------------Thor Ásgeirsson Narrows, Man__________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man.........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man................................S. Sigfússon Otto, Man!________________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man._................................B. V. Eyford Red Deer, Alta........................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man__________________________Einar A. Johnson Reykjavík, Man------------------------_ _Ingim. Ólafsson Selkirk, Man_________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man...........................Hallur Hallson Steep Rock, Man________________—.......-....Fred Snædal Stony Hill, Man__________.Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Swan River, Man.,____________________Chris Guðmundsson Tantallon, Sask.....................v...Árni S. Árnason Thornhill, Man___________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man___________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C- Wapah, Man._ Mrs. Anna Harvey, 4370 Quebec St. -Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man..........................S. OlLver Wynyard, Sask...........,............Ö. O. Magnússon í BANDARIKJUNUM Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Akra, N. D__________ Bantry, N. Dak______ Bellingham, Wash___Mrs. Jolhn W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash.......................Magnús Thordarson Cavalier, N. D_________Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D.________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D___________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn________Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak.............................S. Goodman Minneota, Minn......................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash.......................Ásta Norman Seattle, 7 Wash_______J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak----------------------------E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba Þá fylgja mjög fróðlegar skrár, um starf félagsins, og er þeirra merkust skráin yfir leikrit og leikendur félagsins frá byrjun, eftir Lárus Sigurbjömsson rit-j höfund. Auk þess eru skrár yfir formenn félagsins, leiðbeinend-j ur við sjónleiki þess, hlutverka-j fjölda nokkurra helztu leikenda,^ höfundatal og leikritaskrá^ Minningarritið er prýtt fjölda mörgum myndum af léikurum félagsins fyrr og síðar ,og af helztu leikritaskáldum vorum1 enda komu sum þeirra, eins og Indriði Einarsson og Einar H. Kvaran, þar mjög mikið við sögu. Var og Indriði sá maður- inn, sem mest og bezt barðist fyrir hugmyndinni um Þjóð- leikhús á íslandi, og má það vera öllum Islendingum óblandið fagnaðarefni, að sá djarfi draumur er nú að rætast, en þá fyrst á íslenzk leiklist við sæm- andi kjör að búa. Nokkura hugmynd um það, h\je umfangsmikið starf Leikfé- lagsins er orðið fá menn af þess- um ummælum Vilhjálms skóla- stjóra í fyrrnefndri yfirlitsgrein hans: “Þannig hefur Leikfélagið í 50 ár flutt íslenzk og erlend leik- rit svo að segja jöfnum hönd- um. Það hefir alls flutt 205 leik- rit fram að síðustu áramótum. Af þeim hafa 36 verið íslenzk, eftir 19 höfunda, og þau hafa verið flutt 777 sinnum. Oftast hefir “Nýársnóttin” verið flutt, 91 sinni, þá “FjallaÆyvindur” 82 sinnum, “Lénharður fógeti” 67 sinnum, “Gullna hliðið” 66 sinnum, “Maður og kona” 53 sinnum. Þetta er í raun og veru mikil og gleðileg frjósemi í ís- lenzkri leikritagerð og leik- skáldskap. Það hefir verið eittj af hlutverkum Leikfélagsins að efla íslenzkan leiksbáldskap. Hinn þátturinn í hlutverki þess er sá að kynna erlend leikrit. Flest erlendu leikritin eru ensk; þá dönsk, þá þýzk, norsk og frönsk. Sænsk leikrit hafa ver- ið mun færri, og fáein frá öðrum þjóðum, rússnesk, spænsk, tékk- nesk, ítölsk, ungversk, finnsk, færeyisk, amerísk, eitt eða tvö af hverju. Ef öll norræn leikrit, önnur en íslenzk, eru talin sam- an, eru þau þó hæst. Sýningarj hafa alls verið 2,623, fram að árslokum 1946”. Er það víðtæka listar- og menningarstarí þeim mun að- dáunarverðara, þegar í minni er borið, að leikendurnir hafa haft leiklistina í hjaverkum frá tíma- frekum önnum dagsins, og með fórnfýsi sinni sýnt í verki djúp- stæða ást á þeirri list og menn- ingargildi hennar. Er það hverju orði sannara, sem Sigurður Grímsson rithöfundur segir um fálagið í afmælsgrein sinni: “Saga Leikfélags Reykjavákur er fyrir margra hluta sakir mjög athyglisverð. Hún greinir frá því hversu örfáir menn í baráttu við fjárskort og skilningsleysi samtíðarinnar fá, með þraut- seigju og óbugandi áhuga, borg- ið þýðingarmiklu menningar- máli og borið það fram til glæsi- legs sigurs að lokum. En um leið er saga félagsins snar þáttur í menningarsögu Reykjavíkur og enda allrar þjóðarinnar um hálfrar aldar skeið. (Mbl.)- Hins ber eigi síður að minnast | með aðdáun og þökk, í sambandi við 50 ára afmæli félagsins, að í hópi þeirra íslenzku áhugaleik- ara, sem þar hafa verið að verki, hefir verið og er margt hæfi- leikamanna og kvenna á leik- sviðinu, sem sómt hefðu sér á- gætlega í þeirri mennt með stærri þjóðum. “Stofnun Leikfélags Reykja,- víkur 1897 var í raun og veru stórmerkur og mikilsverður við- burður í frelsisbaráttu þjóðar- innar”, segir dr. Alexander Jó- hannesson prófessor réttilega í kveðju sinni til félagsins. Ann- ars er þeim skerf, sem félagið hefir lagt til menningar þjóðar- innar vel lýst í niðurlagsorðun- um úr kveðju Sveins Sigurðsson ar ritstjóra: ‘■‘Leikfélag Reykjavíkur hef- ur í hálfa öld flutt íslenzkum leikhúsgestum mörg ágæt verk úr leikbókmenntum erlendra þjóða. Það hefur oft á liðnum árum borið blik af nýjum degi erlendrar listar inn í hugi okkar og gert okkur glatt og létt í geði. Fyrir allt þetta erum við þakk- lát. En þakklátastur er eg því | fyrir túlkun þess á íslenzkri þjóðarsál eins og hún birtist í þvá bezta, sem til er í íslenzkri leikritagerð. Og mætti eg láta í ljósi eina ósk, um leið og eg árna félaginu gengis og góðra heilla á hálfrar aldrar afmæli þess, þá er hún sú, að það megi ætið halda áfram að bera blik af nýj- um degi íslenzkrar listar inn í hugi og hjörtu leikhúsgesta j sinna — og allra landsins bama.” Undir þá ósk vill sá, er þetta ritar, taka af heilum huga, jafn- framt því og hann þakkar félag- inu margar ánægjustundir á skólaárum hans í Reykjavík, ogj þann sóma, sem það sýndi hon- um með því að bjóða honum á hinar ágætu sýningar sínar lýð- veldishátíðar-sumarið 1944, að ógleymdri þeirri vinsemd nú- verandi formanns félagsins, að senda honum hið prýðilega Minningarrit þess. Þykir mér svo fara vel á því að ljúka þessari umsögn með eftirfarandi erindi úhí hinu snjalla afmæliskvæði Tómasar skálds Guðmundssonar til Leik- félagsins “Ávarpi Thaliu”, en iþar lætur hann, eins og heiti kvæðisins bendir til, leiklistar- gyðjuna ávarpa íslenzka tilheyr- endur sína:. “Og nú er ættjörð yðar sterk og frjáls. Til afreksverka djarfir hugir mætast. Og gamlir draumar lista, ljóðs og máls, í landi nýrrar æsku munu , rætast. Því þeim, sem vilja best og hugsa hæst, í hennar ríki er stærstur frami búinn- Það stendur hjarta haming- unnar næst, hið heiða göfgi, drenglyndið og trúin. Og, unga þjóð, fyrst svo er sköpum skipt, hví skal ei senn það ævintýri gerast að orð, sem fái öllum heimi lyft til æðri tignar, megi héðan berast?” Þessi saga varð til á meðan Winston Churehill og Roosevelt biðu komu de Gaulle á Casa- blanca ráðstefnunni. De Gaulle hafði látið ganga mjög á eftir sér líkt og sumar konur gera. Dag- inn áður en hann kom á ráð- stefnuna á Roosevelt forseti að hafa sagt við Churchill: “Mér erj sagt, Winston, að þessi náungi, De Gaulle, líti á sig sem nokk- urs konar Jeanne d’Arc. Er það satt?” “Já,” svaraði Churehill. “Og það versta er, að biskupar mínir vilja ekki brenna hann.” Professional and Business - Directory Omci Paon 94 762 Rs*. Pbohk 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsimi 87 493 Vlðtalstíml U. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Iruurance and. Finandal Agentt Simi 97 538 303 AVENTJE BLDG.—Wlnnjpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Weddlng Rlngs Agent tar Bulcrva Watches Marriaoa Licentet Istued 699 8AKGENT AVE H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholecale Distributore of Frech and Frozen Flsh 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. Por Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbiook St. Frá vini PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, búsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni aí öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. WINDATT COAL Co. Limited Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 DR. A. V. JOHNSON DKNTIST Oífice 97 932 Bldg. Res. 202 398 andrews, andrews thorvaldson & eggertson Lögirœðingax Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar TOROfng^g. TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 506 Coniederation Life Bldg. TELEPHONE 94 686 Rovatzos Floral Shop ÍS3 Notre Dame Ave., Phone 27 999 Fresh Cut Plowers Dally Pkunts ln Seaaon We speclallze in Weddlng & Concert Bouquete áe Puneral Destgns Icetandic tpoken A. S. BARDAL •ehir Ukklstur og annast um útfar- tr. Allur útbúnaSur sá bestl. Knnfremur eelur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. •43 8HKRBROOKB 8T. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY RentaL Insurance and Financial Agents Simi 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St.. Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor <S Rullder ★ Ste. 36 Brantíord Apts. 550 Ellice Ave., Winnipeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Are. Wmnlper PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnlpeg Phone 94 906 ]JÖRNSON5 /.n m Kiiii a atm ef. (ÖÖKSfÖREI YÆyj 1 702 Sargent Ave„ Wlnnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.