Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 3
WINNIFEG, 7. JANÚAR 1948 HEIMSKHINGLA 3. SIÐA EG TóK MÉR FERÐ Á HENDUR Það er nú kanske ekki í frá- sögur færandi, þó maður skreppi bæjarleið, nú á dögum, það tek- ur aðeins 26 klst. að ferðast frá Winnipeg til ChicagoJborgar með Bus, og er þó stansað æði oft. Það lengsta sem haldið var á- fram í spretti var 2^/2 klst. Já, eg tók mér f erð til Chicago-borg- j ar, til að sjá son minn, Pál, konu hans Gladys og dóttur CarOline,1 sem er 2*4 árs. Páll býr 15 mílur norðaustur, af borginni í bæ sem heitir Ben- j senville, um 4,500 íbúar. Páll vinnur fyrir Price Waterhouse &, Co., Ohartered Accountants. — Starf hans tekur hann víða um borgina, og nálæga bæi, og fanst mér starf hans æði umfangsmik- ið og ekki mikill tími til aflögu.' Var það daglega, að við mæltum okkur mót í Merchandise Mart, byggingunni, þar sem hann var, að vinna. Var mér sagt, að það, væri stærsta verzlunarhús íi heimi, var því hægur vandi að finna staðinn. Páll tók mig á ýmsa merka staði í borginni, svoj sem á knattleik (hockey). Var, þessi knattleikur haldinn á Chi- j cago Stadium á Madison og Wood St. Þetta er stærsta í-j þróttabús í heimi, rúmar 25 þús- und manns. Þar er líka stærsta orgel sem nokkurntíma hefir verið bygt. Þá sýndi hann mér Board of Trade bygginguna, sem er stærsti hveitimarkaður í heimi. Forkunnar fögur bygg-j ing. Líka komum við inn á TheJ Art Institute á Michigan Ave.,[ sáum þar undur fögur málverk frá fornu og alt fram til okkar, síðustu og verstu tíma. Það stóð svo á, að það var alveg sérstök sýning á nýtízku málverkum, flest af þessum málverkum kom mér fyrir sjónir, eins og miál-, klessur af öllum regnbogans lit- um, sýndist mér enginn munur á þessu hrafnasparki en því, sem eg hefi séð hér í Winnipeg, nema að klessurnar voru stærri og fleiri. Eins og eg gat um áður, þá hafði Páll ekki mikinn táma af- lögu, en þá bættu það upp kona hans og bræður hennar tveir. Hún eyddi heilum þrem-^ ur dögum að sýna mér um bæinn, og bræður hennar, keyrðu mig oft fram og til baka milli Ben-j senville og Chicago, þrátt fyrir þessa fyrirgreiðslu, gat eg þó ekki séð nema tiltölulega lítinn part af borginni. Aðrir staðir sem eg kom á, voru The Field Museum of Na-j tural History, eitt af undraverk- j unum sjö, í Chicago-^borg. Þá kom eg inn á Aquarium Shedj Þar sézt margur "fagur fiskur í; sjó" — þá kom eg inn í The Pub- j lic Lilbrary á Miöhigan Ave., og inn á hið svonefnda Stevens Hotel á Michigan Ave., sem mér var sagt að hefði flest herbergi af öllum húsum í þessari veröld, svo ef eg ætlaði að sofa eina nótt í hverju herbergi þá tæki það, niig 8 ár þar til eg hefði sofið í því síðasta. Hvað íslenzkan félagsskap| snertir, þá hafa þeir þjóðræknis- félagið Vísir, og taflfélagið, sem er partur af félaginu Vísir. Páll er meðlimur í þessu taflfélagi og bauð hann mér með sér á sam- komu þessa félagsskapar, sem er haldin einu sinni á mánuði. — Flestir karlmennirnir þreyttu tafl af miklu kappi, en kvenfólk- ið og þeir sem ekki kunnu að tefla, spiluðu bridge eða bara töluðu saman sér til skemtunar, °g var eg í þeirra hóp. Samkom- ur þessar eru hafðar í prívat húsum, og skiftast meðlimir á, um að hafa samkomurnar, og að niér skildist leggja til allar veit- ingar. Mér fanst það nú ekki svo mikið, ef aðeins væri veitt mola- kaffi eða jafnvel sætt kaffi og pönnukökur, en því fór nú fjarri að svo væri. 1 þetta skifti var samkoman hjá Joe Goodman; hann er sonur Kristjáns heitins Goodmans málara, sem lengi bjó hér í Winnipeg. Þau hjón eiga stórt og vandað hús, enda þurfti þess með þetta kveld, því um 40 manns sóttu samkomuna. Voru veitingar því líkast sem maður væri í brúðkaupsveizlu heima á Islandi fyrir 50 árum síðan. Þeir gera sér það að skyldu, bæði í Vísir og Taflfélaginu, að bjóða stúdentum frá íslandi, sem stunda nám í Chicago, og varð eg var við þrjá á þessari sam- komu, voru þeir mjög þakklátir fyrir þessi heimboð, sögðu þeir mér að þeir gætu ekki keypt sig inn á neinar skemtanir vegna gjaldeyris kreppunnar, hefðu fult í fangi með að borga það allra nauðsynlegasta. Annars var þessi skemtifundur hinn á- nægjulegasti enda ekkert til sparað. Eg kom nokkrum sinnum á heimili Mr. og Mrs. Inga Brynj- ólfsson, hann er eins og flestir vita, sonur Sveins heitins Brynj- ólfssonar byggingameistara og hún dóttir Sigurðar Rristófers- sonar umboðsmanns, og land- ánmsmanns frá Argyle^bygð, dá- inn fyrir mörgum árum. Þau hjón búa austan við borgina í litlum bæ sem heitir Wooddale og eiga þar snoturt hús, bygt úr múrsteini. Ingi vinnur að húsa- gerð, tekur "contract" upp á eigin reikning. Er það sérstak- lega við múrhleðslu, kvaðst hann ekki geta tekið nema lít- inn part af því verki sem sér byðist, vegna þess hve erfitt væri að fá góða múrara. Synir hans tveir vinna með honum. Sá eg tvær brikkbyggnigar sem þeir höfðu bygt og sýndist mér prýði- lega frá þeim gengið, enda hafa þeir feðgar ágætis orð á sér fyrir vandvirkni.. Þau hjón eiga 4 dætur, sem eru hver annari fallegri, enda^ allar gfitar fyrir löngu. Synirj þeirra eru og báðir giftir. Eg( man ekki hvað barnabörnin eru( mörg, og efast um hvort Ingij veit það sjálfur, svona fljótt að( spurður- Öðru máli að gegna^ með Mrs. Brynjólfsson. Það eru því sjö heimili sem tilheyraj Brynjólfssons fjölskyldunni, og kom eg á öll heimilin nema eitt, | og voru þau öll prýðileg og skemtileg heim að sækja. Eg var boðinn til miðdags- verðar, ásamt Páli syni mínum og Gladys konu hans, hjá þeim heiðurshjónum Mr. og Mrs. Tay- lor, 3111 Kolmar Ave. Mrs. Tay- lor er dóttir Árna heitins Ander- son klæðskera, sem flestir land- ar kannast við í Winnipeg. Hjá þeim hjónum búa systur Mrs. Taylor, Emily Anderson og yngri systir, Alexandra Emily, sem til skamms tíma hefir búið hér í bænum, er nú skrifstofustjóri fyrir iðnaðarfyrirtæki og heyrði eg sagt að hún réði þar öllu, vegna hennar framúrskarandi hæfileika og tækni á því sviði. Mr. og Mrs. Taylor eiga tvo uppkomna syni. Þau eiga stórt og vandað hús, og eru í góðum efnum. Er heimili þeirra alþekt fyrir gestrisni, eins og reyndar öll íslenzk heimili í Chicago, sem eg kom á. Mrs. Taylor og systur hennar tillheyra þjóðræknisfélaginu Vís- ir, og Taflfélaginu, og átti næsti fundur Taflfélagsins að vera á þeirra heimili. Var eg boðinn á þann fund, en gat því miður ekki verið þar, því mnin tími var út- runninn. Það var aðallega Mrs. Taylor að þakka, að eg gat komið á fund þjóðræknisfélagsins Vísir. Þar sem eg bjó austan borgarinnar, var það nokkrum erfiðleikum bundið. En Mrs- Taylor bauð mér til kveldverðar það kveld,' og fór eg svo með þeim systrum á fundinn. Eftir fundinn var drukkið kaffi og rabbað saman,1 svo þegar við vorum tilbúin að fara heim, var kl. yfir 12 e. m.' Eg gisti því um nóttina hjá þeim Taylor's hjónum. Daginn eftir, sem var laugardagur, átti eg að mæta Páli syni mínum í Mer- öhandise Mart Bldg., þar sem var okkar stefnumót, eins og áður er getið, en vissara fanst Mrs. Taylor að sleppa ekki af mér hendinni fyr en eg væri kominn á hinn rétta stað og skildi hún ekki við mig fyr en við hittum Pál, og höfðum við svo miðdagsverð saman, yfir skemitlegum viðræðum. Þegar eg skyldi við Mrs. Taylor, fanst mér, sem aldrei hefði átt betur við gamli og góði íslenzki siður- inn, að þakka fyrir sig með kossi, en til þess skorti mig einurð og áræði. Þá ætla eg að minnast, þess sem frá var horfið. Eg sat fund Vísis, það voru um 35 manns á fundi. Var fyrst byrjað á skemti- skránni. Voru sýndar tvær skemtilegar og fræðandi hreyfi- myndir; fór svo fram vanalegur starfsfundur. Mismunur á þess- um fundi og fundum okkar í Frón, er að alt fór fram á ensku máli. Þar var líka fleira af yngra fólki, sem tók þátt í um- ræðum. Sérstaklega tók eg eftir glæsilegri ungfrú, sem sór sig svo áreiðanlega í íslenzkar ættir að útliti að eg tók ekki eftir því fyr en á eftir, að hún talaði ensku,hún leit út sem væri hún um tvítugs aldur, gerði hún margar röggsamlegar athuga- semdir, og sýndi lifandi áhuga á öllu því sem fram fór, þrátt fyrir enskuna fanst mér andrúmsloft- ið íslenzkt og kunni eg vel við mig, og fanst vera heima hjá mér. Á fundinum voru meðal ann- ara, Mr. og Mrs. Dr. Árni Helga- son, og þar sem hann sá að eg var gestkomandi, bauð hann mér ásamt nokkrum öðrum, upp á kaffi, er hann vissi að eg var frá Winnipeg, frétti hann mig um kunningja sína hér og reyndi eg að gera á því skil nokkur- Dr. Helgason sagði mér af ferðum sínum til íslands síðastliðið sum- ar. Aðal erindi hans í þetta skifti var að athuga Heklugosið. Þótti mér all merkilegt að heyra lýs- ingu hans á förinni upp * að Heklu og gerðist hann svo nær- göngull eldgígnum að mér stóð ógn af þeirri dirfsku. Get eg ekki annað skilið en að það hafi verið hin mesta lífshætta, ef nokkuð bar út af. Eg gæti trúað að Hekla gamla hafi haldið, að hann ætlaði alveg ofan í sig, enda munaði' minstu, en Dr. Helgason hafði nú komið alla þessa löngu leið, til að taka kvik- mynd af Heklugosinu, og hefir mér verið sagt að það sé bezta myndin sem tekin hefir verið af sjálfum eldgígnum, og er tæp- lega hægt að ímynda sér að bet- ur hefði getað tekist, eftir að maður sér myndina. Eg mintist á það við Dr. Helgason að gam- an væri, ef hann vildi koma hingað og sýna myndina á þjóð- ræknisþinginu í vetur, og kvaðst hann reiðubúinn að gera það, ef þess væri óskað og finst mér það mikið happ fyrir þingið. Dr. Helgason sagði mér, að hann ætlaði að sýna kvikmynd- ina af Heklu gosinu, á prívat heiimili. Þetta heimili var á 1120 N. Lakeshore Dr., í skraut- legri byggingu á 18. gólfi. Bauð hann mér að vera viðstaddur við þetta tækifæri. Þessi samkoma var haldin miðvikudag. 10. des. kl. 3.30 e- h. Mætti eg Dr. Helga- son á skrifstofu hans og keyrði með honum á staðinn. Voru þar mættir um 40 manns, flest kven- fólk. Gat eg vel séð að þarna var fólk, sem kallað er æðri stéttar. Var mjög virðulega tekið á móti Dr. Helgason og naut eg þess sama, þar sem eg var í fylgd með honum. Var svo fólki vísað til sætis í skrautlegum sam- komusal. Húsfreyjan á þessu heimili, setti þá samkomuna, og skýrði frá að á þessari samkomu mundi aðallega fjallað um ís- land. Kynti hún þá fólkinu Mrs. Alice Brown Stout, pianist og composer, og sem hlotið hefði 4 gullmedalíur fyrir list sína. Hélt svo Mrs. Stout stutta ræðu um áslenzka tónlist. Sa^ðist hún aldrei hafa haft tækifæri að kynnast íslenzkri músik, þar til hún fyrir skömmu síðan, hefði fengið að láni, nokkur sönghefti frá Dr. Hejgason. Bar hún mikið lof á það sem hún hefði séð af íslenzkum tónsmíðum. Kvað margt sérkeninlegt og undur fagurt. Spilaði hún svo tvö lög, sem hún var sjálf höfundur að, sem mér þótti hvert öðru fallegra, Spilaði hún svo nokkur íslenzk lög, meðal annars Vögguljóð eft ir Sigurð Þórðarson, og varð að endurtaka það. Að síðustu mint- isthún á að fólk í Bandaríkjun um kvartaði yfir hvað þjóðsöng- ur þeirra, "Star Spangled Ban ner", væri erfiður til söngs, en hvað haldið þið um þennan þjóð- söng, sagði hún, og spilaði "Ó guð vors lands". Kynti svo húsfreyjan fólkinu Dr. Árna Helgason, hafði ein hvernvegin grafið upp part af hans æviferli og lauk miklu lofs- orði fyrir stórframkvæmdir hans fyrir land og lýð. Að svo mæltu hélt Dr. Helgason stuttan fyrir lestur um Island, skýrði í stór- um dráttum menningarsögu ís- lands, alt frá landnámi til vorra daga. Sýndi hann svo kvik- myndina af Heklugosinu og af fleiri stöðum af íslandi. Sýndist fólkið afskaplega hrifið af mynd- inni, sérstaklega af Heklugosinu, og rigndi spurningunum yfir Dr. Helgason í meir en hálf tíma, þangað til húsfreyjan skarst í leikinn að honum væri gefið tækifæri að þiggja góðgerðirnar, sem var boriS fyrir alla af mik- illi rausn. Eg held að Dr. A. Helgason sé að vinna mjög þýðingarmikið kynningarstarf um ísland og á stórar þakkir skilið fyrir það. Eins og flestir vita er Dr. Árni Helgason stofnandi hinnar miklu verksmiðju, Chicago Transform- er, og er aðal eigandi þess fyrir- tækis. Þar er framleitt alt mögulegt sem til rafvirkju heyr- ir. Dr. Helgason tók mann frá verki til að sýna mér alla verk- smiðjuna, og fanst mér, með sjálfum mér, að það væri að kasta perlum fyrir vissa tegund af skepnum að hafa svo mikið fyrir, því eg hefi ekkert vit á rafmagnsfræði, en til þess að hafa gagn af því sem þar bar fyrir angu, þyrfti maður að vera vel að sér í þeirri grein. Þar voru 11 hundruð manns að verki, yfir þúsund mismunandi hlutir eru búnir þar til, alt tilheyrandi rafmagni. Þegar eg svo kvaddi alla þessa góðu vini mína í Ohicago og grendinni, og sem eg hefi þó flest öllum kynst, aðeins um stundar sakir, þá þótti mér eins og í draumi, að feldist íslenzk "gleym mér ei" í hverju hand- artaki. Mun eg lengi minnast og aldrei gleyma hinum bróður- legu viðtökum sem þetta ágætis fólk lét mér í té. Óska eg því öllu innilega gleðilegs nýárs. —Winnipeg, 25. des. 1947. Jón Ásgeirsson Skrifstofustjórinn (við Jón bókhaldara, sem er að biðja um frí): "Jón, þér hafið þegar fengið frí til að fylgja konu yðar í ferðalag, fylgja tengdamóður yðar til grafar, vegna mislinga dóttur yðar og þegar sonur yðar var skírður. Til hvers þurfið þér frí núna?" Jón: "Til þess að kvænast." HHAGBORG II FUEL co. n Dial21331 J3J; 21331 1 ræðu, sem Lincoln forseti flutti til að sýna fram á, að verkamönnunum bæri meiri vernd og réttindi en auðfélögum og gróða stofnunum sem arð- ræna verkalýðinn, komst hann svo að orði. "— Hverjir eru verkamenn? Þú ert verkamaður ef þú vinnur heiðarlega vinnu, þér, og þeim sem þú átt að sjá fyrir til for- sorgunar. Ef þú yrkir jörðina, grefur kol og annað sem nyt- san^legt er úr jörðinni; skrifar bækur, spinnur band, uppgötv- ar þarflegar vélar til vinnulétt- is, vinnur í sölubúðum, byggir hús, eða hverja aðra nauðsyn- lega vinnu, sem þú vinnur, sem miðar mönnunum til gagns og velferðar. í Ameríku er mikill meirihluti fólksins verkamenn. Alt sem því er til hagsbóta fyrir verka- lýðinn, er til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Alt sem spillir hagsæld og vellíðan verkalýðsins, er landráð gegn Ameríku; þar á milli verður engin lína dregin. Ef einhver segist elska Ame- ríku, en hata verkalýðinn, er hann lygari. Ef einhver segist hafa traust á Ameríku, en óttast verkalýðinn, er hann bjáni. Það er engln Ameríka án verkalýðs, og að rýja einn, er að ræna annan------" 3x6 — 4x3 Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. GEFINS Fáið yður strax eitt eintak af farm flccount Book á næsta pósthúsi Yður mun líka þessi nýja bók. Það þarf enga skólamentun eða sérf ræði að nota þessa bók. Fáeinar mínútur á viku nægja til þess að gera alla reikninga yðar, — inntektir og útgjöld að liðnu árinu gefa yður til kynna hvort þér hafið grætt eða tapað. Það borgar sig margfaldlega að eiga þessa bók Hún gefur yður allar upplýsingar við- víkandi tekjuskatti. Allir sern hafa nógiar tekjur til þess að borga skatt af þeim, verða að sýna þœr íyrir 30 apríl hvert ár. Þessi bók sýnir yður af hverj- um hluta inntektanna þér verðið að greiða skatt, og hvað sé undanþegið. I þessari bók getið þér haldið reikning yfir þriggja ára tímabil. Ef þér til- heyrið þeim flokki manna sem greiða þarf tekjuskatt, og ef þér hafið tapað á búskapnuim eitt ár, þá má jafna því niður á hin árin, bæði undanfarið og komandi. Til þess að vita um tap og ágóða, er þessi bók nauðsynleg......... Þér þurfið ekki að borga neinum sér- fræðing fyrir bókhald ef þér notið þessa bók. Hver liður er númeraður, og jafn- vel, þegar þér eruð ekki í þeim flokki sem tekjuskatt ber að greiða, þá hafið þér yfirlit yfir hvað hefir verið tapað og unnið. Bíðið ekki að fá þessa okeypis bók Næsta pósthús hefir þessa bók fyrir yður. Byrjið árið með því að fá hana. þannig getið þér vitað hvað yður ber að borga samkvæmt landslögum. Verið yðar eiginn bókhaldari, — það borgar sig. DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE (Taxation Division)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.