Heimskringla - 21.01.1948, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. JANÚAR 1948
4. SlÐA
í
lítetntskringla
(Stofnttð 1886)
Kemur út á hverjuxn miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185
Verfl blaflsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viflskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
. Bitstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 21. JANÚAR 1943
Stefna Canada í fjármálum
Það hefir mikið verið talað um tekjuafgang King-stjómarinn-
ar á síðasta ársreikningi hennar. Hann nam 500 miljón dölum,
sem sæmilegt má heita. Nú hafa sumir flokksmenn liberala kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að á móti þessu verði að reikna lán til
Englands og Evrópu, er nemi $373,354,764. Ennfremur benda
þeir á, að lækkun tekjuskattsins, hafi verið óforsjál og hann þurfi
aftur að hækka.
Viðvíkjandi skattalækkuninni viljum vér spyrja: Hvaða
skattalækkun? Alt sem fyrir kom í skattamálum King-stjómar-
innar 1947, var að aðferðum var breytt í þeim, en skattlækkun var
sama sem engin. Tekjuskattur sem létt var af einstaklingum, var
lagður á framleiðsluvöru landsins (excise tax), en þeim skatti
fylgir oft takmörkun á framleiðslu. Skattastefna Kings á árinu
1947, ef svo göfugu nafni má nefna hana, var afturför og horfir
til óheillaverðbólgu og kreppu.
1 síðast liðnum apríl, gerði Mr. Abbot ráð fyrir útgjöldum er
næmu $2,632,000,000. Þetta em fimm sinnum hærri útgjöld en
árið 1939; reikningurinn sýndi þá heildarútgjöld 553 miljón dali.
Það er nú venja orðin, að kenna þessa hækkun stríðinu. 1 árs-
reikningnum er þó $1,313,000,000 áætlaður kostnaður af stríðinu
eða því er þá fór í súginn. En hví þá að vera að telja það tvisvar?
Þessi hækkun stjórnarrekstursins nemur um 800 miljón döl-
um á ári, eða 12 centum af hverjum dal, sem íbúar Canada hafa
unnið sér inn. Árið 1939 voru stjómaiþjónar 46,106. En árið
1946, hafði tala þeirra hækkað í 120,557 og fer hækkandi, þrátt
fyrir þó :í veðri sé látið vaka, að þeim verði fækkað. Það er ekki
með þessu verið að efa, að sumir af þessari auknu þjónatölu, geri
ekki eitthvað sem þarflegt er íbúum landsins. En hitt er eigi að
síður sannleikur, að mikið af mönnum er með þessu tekninn frá
nauðsynlegri framleiðslu. Og þar er um tímabært efni nú að ræða,
þar sem á aukna framleiðslu er litið, sem það eina, er verðbólgu
stöðvi. En þetta fer alveg fram hjá King-stjóminni.
Ef til vill er ástæða King-stjómaminar fyrir að hrúga upp
tekjuafgangi, eða að reita, sem mest fé af almenningi, sú, að borg-
aramir kaupi þá minna og það afstýri kreppu. En sjálf vinnur
stjómin einmitt gagnstætt þessu, því hún keppir við einstaklinga
bæði á vinnumarkaðinum og í viðskiftum. Hún hefir smitast svo
af rekstri stríðsáranna, að hún heldur, að hún þurfi að dafla í öllu
og fyrir öllu að sjá: reisa íbúunum heimili, vasast í stærri mann-
virkjum, hafa með höndum sölu helztu afurða, ráða yfir centum
almennings og jafnvel vera barnapía! Háir skattar skapa því að-
eins þjóðarhag, að þeir séu notaðir til að grynna á skuldum og
rentugreiðslu.
1 stað þess að mínka starfsvið sitt, leggja eitthvað af þeim
óþörfustu niður og fækka óþörfum vinnulýð, sem gæti orðið til að
auka framleiðslu, hefir stjórnin þrætt götu pólitískra loddara.
Lækkun tekjuskattsins, en færa hann svo yfir á svið leyndra
skatta, skortir ekkert á að heita svik. Það að halda við flokki iðju-
lausra manna sem lifa í vellistingum, praktuglega, er sú tegund
eyðslu, er ófyrirgefanlegust er af öllu í fari stjóma.
Að því er viðkemur þessu 373 miljón dala láni, sem færast á
nú til útgjalda, er full ástæða að spyrja, hvort fjárútlát þessi séu
lán eða gjöf. Ef líta skal á þau sem gjöf, hví þá að vera að kalla
þau lán? Ef þau eru lán, hví þá að skoða þau, sem útgjöld á árs-
reikningnum? Það er æfagömul pólitísk brella, að vera að
reyna að láta þetta vinna á tvo vegu.
Það eru þeir einu agnúar á afkomu Canada, er auðvelt væn
að bæta úr af stjóm, sem nokkra stefnu hefði og vissi hvað hún
væri að fara. En stjórn sem heldur að aðferðin sé að halda við
fimmfalt hærra stjórnarreksturskostnaði en á friðartímum hefir
hér áður verið, ætti sem fyrst að vera vísað á dyr.
Traust þjóða þessarar álfu a
Bandaríkjunum minkar að vísu
ekki við það, þó fleiprað sé um
illar hvatir Bandaríkja þjóðar-
innar. Þær þekkja hana of vel til
þess. En það gæti skeð að það
hefði nokkur áhrif á fjarlægari
þjóðir, sem verið er að telja trú
um ófrelsis og kúgunarstefnu
þeirra. Ef Bandaríkin hefðu
ekki ávalt ótvírætt sýnt stefnu
sína í þessum efnum, hefði getað
hent sig, að þau nytu ekki þess
trausts, sem þau gera. En það
er einmitt þetta traust annara
þjóða, sem Rússar hafa lagt í söl-
urnar með því, að vaða yfir 11
þjóðir Austur-Evrópu að stríð-
inu loknu, og halda þeim í viðj-
um ófrelsis og þrælkunar. -
Bandaríkin verða aldrei þátt-
takendur, hvorki Rússa né ann-
ara í slíkum leik. Það er ein-
mitt þar, sem leiðirnar skilja nú.
En við þurfum ekki að búast við
að verða frædd um það í útvarp-
inu frá Moskva.
UM LÖND OG LÝÐI
EN HVAÐ SKEÐUR
1 PANAMA?
Ef eins mikið er leggjandi upp
úr heimsvaldastefnu (imperial-
isma) Bandaríkjanna og Rússar
gefa í skyn, bæði í blöðum sín-
um og útvarpi, er eftirtektarvert
það sem nýlega gerðist í Pan-
ama. Panama er eins og allir
vita eitt af minstu og fámenn-
ustu ríkjum í heimi. Gegnum
landið þvert sker sig Panama-
skurðurinn, sem Bandaríkin
urðu að sjá um að öruggur væri
á stríðsárunum. Höfðu þau um
100 flugstöðvar beggja megin
við skurðinn. Nýlega fóru þau
fram á það við Panama-stjórn að
fá flugstöðva leyfið framlengt.
Þau héldu fram máli sínu til
stuðnings, að vemd skurðarins,
á friðartímum, væri nauðsynleg
bæði Panama og hverri annari
þjóð vesturálfurinar sem væri.
En þingið í Panama andæfði og
hélt, að bandarískar stöðvar
gætu haft áhrif á stjálfstæði [
þjóðarinnar og greiddu atkvæði
á móti beiðni Bandaríkja-stjórn-j
ar.
Hvað gerði bandaríski imper-1
ialisminn þá? Væri snefill af
sannleika í því sem Rússar segja
um hann, væru Bandaríkin með
flugstöðvar sínar enn kyrrar í
Panama. Það er áreiðanlega það,'
sem Rússland hefði gert, þrátt
fyrir lýðræðisprédikanir þess og
baráttuna gegn bandarísku ein-
ræði! Rússar sitja enn kyrrir í
nærri hálfri Evrópu gagnstætt
auglýstum vilja þjóðanna sem
þau lönd byggja. En Bandarík-!
in viðurkendu undir eins vilja!
PanamaHþingsins og byrjuðu að
taka her sinn í burtu af þessum
stöðvum. Voldugasta þjóð heims-1
ins beygði sig þarna tafarlaust
fyrir vilja einnar minstu þjóðar
heimsins.
Þetta er hin eina rétta leið.
Hrundið af stóli
Rúmanía er annað stærsta
Balkan-ríkið. Hún er 91,934 fer-
mílur að stærð; íbúar 15,900,000.
Júgóslavía ein er stærri að flat-
armáli. 1 Rúmaníu eru mestu
olíuibrunnar Evrópu utan Rúss-
lands. Landið hefir lengi verið
brauðkarfa Norðurálfunnar.
í síðasta stríði veittu Rúmenar
öxulþjóðunum að málum. En
frá því að þeir gáfust upp, og þar
til í síðast liðnum mánuði, réð
rússneski herinn þar lögum og
löfum. Er herinn þar enn og
látið heita svo, að hann sé ti
fulltingis setuliði Rússa í Aust
urríki. En með aðstoð hans
Rúmaníu hafa rúmenskir kom
múnistar stöðugt leitast við að
ná einnig þar fullum völdum.
Starf kommúnista i Rúmaníu
hefir verið í þessu fólgið:
(1) 1 marz 1945, var skipað
svo fyrir, án þess að atkvæða
þjóðarinnar væri leitað, að nýtt
ráðuneyti væri stofnað undir
stjórn Petru Groza. (2) Að vinna
að þvi, að uppræta alla pólitíska
andstöðu, er hámarki sínu náði
á síðast liðnu hausti með ofsókn-
inni á hendur Juliu Maníu, for
ingja bændaflokksins. (3) Að
ofsækja alla málsmetandi menn
er ekki voru á þeirra bandi jafn-
vel þó engir áróðursmenn væru
er stjórnarstöður höfðu ýmsar út
um landið og í hendur Rússa
hemaðar- og utanríkismála
deildinni. Síðast liðna viku byrj
aði svo fjórða meginstarfið, en
það var í því fólgið, að steypa
konunginum, 26 ára gamla
Midhael I, af stóli.
Miohael — kominn af þýzku
Hohenzollern-ættinni — var
konungur, þó barn væri að aldri
frá 1927 til 1930. Faðir bans
Carol II, sem þá tók við, var
rekinn af Þjóðverjum 1940. Var
Midhael þá aftur kvaddur til
konungs. Þegar Rússar tóku
landið, létu þeir konunginn
friði um skeið; var harin eim
konungurinn, sem við völd hefir
verið innan þeirra ríkja, er Rúss-
ar hafa ráðið yfir.
Að vísu hafði Michael ekki
mikil ráð, sem konungur. í raun
og veru fylgdi valdi hans, að
hann gæti rekið Groza-stjórnina
frá völdum, skipað að hafa kosn-
ingar, veita pólitískum föngum
fyirrgefningu og stöðvað að lög
væru samin, sem hann var
móti. En honum hefði ekki liðist
neitt af þessu fyrir kommúnist-
um. Hann eyddi dögunum mest
á tveimur höfuðbólum, sem
hann átti úti í sveit. Hann átti
10 bíla og 5 flugför og hélt því
ekki altaf kyrru fyrir. Þjóðinni
virtist geðjast vel að sínum unga
konungi. 1 síðast liðnum nóv.,
flaug bann til London til að vera
við giftingu brezku prinsessunn-
ar. Nokkru síðar tilkynti hann,
að hann ætlaði að giftast Anne
prinsessu af Bourbon-Parma og
Danmörku, 24 ára gamalli.
Þegar Michael kom aftur 21.
desember til Rúmaníu, fór hann
á fund stjómarinnar og bað hana
um leyfi til að giftast prinsess-
unni. En kommúnistupi fanst
þeir með því vera að viðurkenna
erfðarétt til konungdóms, sem
þeim var ekki um. Út af þessu
spunnust þær væringar, er Midh-
ael kostaði konungdóminn. Sú
saga er á þessa leið:
Tuttugasta og níunda desem-
ber sendi Groza forsætisráðherra
konungi strengileg boð um að
finna sig til Búkarest og kvað
brýn viðskifti undir búa. Klukk-
an 10.30 að morgni daginn eftir
var konungur kominn þangað,
tilkynti Groza honum þá, að
hann yrði að láta af hendi kon-
ungdóminn. Voru öll skjöl að
þessu lútandi búin út fyrirfram
og undirskrifaði kónungur þau
kl. 1 e. h. þennan sama dag. —
Klukkan sex um kvöldið kom
þingið saman, staðfesti uppsögn
konungdómsins, setti á stofn
lýðveldi, eftir rúsnesku fordæmi.
Daginn eftir hélt Michael til
Sviss.
Afsal konungdómsins vakti
enga undrun hjá Michael. Hon-
um var aldrei konungdómurinn
kær, hvorki undir Þjóðverjum
né Rússum. í blöðum höfuð-
borga heimsins, var fréttin um
þetta birt samstundis og fylgdi
henni sú umsögn, að kommún-
istum hefði með giftingu þessari
verið lagt það vopn í hendur,
sem þeir hefðu lengi þráð.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
BANDARÍKJANNA
Fjárlaga frumvarpið, fyrir
fjárhagsárið sem byrjar 1. júlí,
og Truman forseti lagði fyrir
þingið s. 1. viku, fer fram á $39,-
669,000,000 útgjöld. Þykir það
mikið á friðartímum, enda tveim
biljónum meira, en á sáðustu
fjárhagSáætlun. En forsetinn
skýrði svo frá, að hjá hárri á-
ætlun yrði ekki komist fyr en
eitthvert lag kæmist á hag þjóð-
anna í heiminum; á því ylti hinn
langþráði friður.
Þóttust menn vita, að með
þessu ætti forsetinn við áætlun-
ina sem gerir ráð fyrir viðreisn
Evrópu og stöðvun á útlbreiðslu
kommúnismans. En þrátt fyrir
þó fjárhagsreikningurinn sé hár,
ollir því ekki nema að litlu leyti
Marshall-áætlunin. Hún kemur
ekki neitt sérlega mikið til
greina fyr en á næstu fjárhags-
árum eftir þetta. Marshall-áætl-,
unin ásamt aðstoðinni til Kína
nemur tæpri 4% biljón dala. En
útkoman er sæmileg á ársreikn-
ingnum, því fyrir tekjuafgangi
er gert ráð, er nemi 7% biljón'
dala. Auk þess vonar forsetinn,'
að þingið lækki ekki tekjuskatt-
inn, eins og farið hefir verið
fram á um nærri 5 biljón, sem
einnig legst þá við tekjuafgang-
inn, er Truman vill verja til að
lækka heildarskuldina.
Til hernaðar eru 11 biljónir á-
ætlaðar. Ekki er þó í því inni-
falinn kostnaður við atóm-
sprengju framleiðsluna, en hann
var á síðast liðnu ári um $456,-
000,000. Flughernum verður ef
til vill mest sint og 10,000 fyrsta
flokks flugvélar, var talið af
nefnd stjórnarinnar það minsta,
sem hann mætti vera.
Nefndin hafði það eftir hem-
aðarfræðingum, að stríð væri ó-
líklegt. En reynslan sýndi, að
það væri til nokkuð, sem kallast
mætti, að álpast út í stríð. Svo
ekki væri lengra farið stöfuðu
hinar illu búsifjar heimsins nú
af því.
A 11 u r stjómarkostnaður
Bandaríkjanna, er 21 biljón dali.
Til mentamála og framfaramála
yfirleitt er og talsvert fé veitt.
En hinn óbeini kostnaður síðasta
stríðs, er talinn stærsti útgjalda-
liðurinn í áætlun Trumans for-
seta.
Þó forseti mintist ekki á Oan-
ada eða Norður-íshafs-löndin í
ræðu sinni, mátti af orðum hans
skilja, að ef um flugárásir væri
að ræða á meginland Bandaríkj-
anna, mundu þær um þá vegu
koma.
RÚSSNESKA RÚBLAN
Það er orðtak í Rússlandi, að
þetta eða hitt stjórnist af rúbl-
unni. En peningar og lán öll
stjómast auðvitað í Rússlandi,
sem annars staðar, af bönkum.
Aðal-banki landsins, er Gosbank-
inn; hann hefir 4,100 útibú og er
eina stofnunin, sem gefur út pen-
inga. Fótur seðla og annara pen-
inga er gull, ,silfur og platína.
Peningamir eru aðeins fyrir inn-
anlands viðskifti; út úr landinu
má ekki taka þá.
Aðrir bankar í Rússlandi, eru
eign ríkisins, eins og allar grein-
ar framleiðslu eru — og hefir
hver áín ákveðnu verkefni. Til
dæmis veitir Selkhosbankinn fé
til búnaðar-fyrirtækja, Vesko
bankinn til samvinnufélaga. Það
eru um 34,000 sparibankar í
landinu.
í síðasta stríði voru gerðar
miklar kröfur til banka í Rúss-
landi sem í kapitalista löndun-
um. Til þess að mæta kaupum á
öllu, sem með þurfti til stríðsins,
varð Gosbankinn að gefa út
kynstur að seðlum. Á sama tíma
var nauðsynja framleiðsla mink-
uð eins og kostur var á. Afleið-
ing þess var verðbólga. Rúss-
iand hafði nægtir af peningum,
en lítið af vörum til að kaupa
fyrir þá.
Við þetta áttu Rússar að glíma
sem aðrar þjóðir. Vörur voru
skamtaðar frá byrjun stríðsins.
En 1943 var margbrotið verðlag
tekið upp. 1 viðbót við stjórnar-
verzlanir þar sem ákveðið verð
var á vöram, voru “frjáls við-
skifti” hafin í talsvert stóram
stíl og þar var verð oft allmikið
hærra. /Þessi “frjálsu viðskifti”
áttu að ná í peninga, sem þeir er
betur vora af, kynnu að hafa af-
lögu. Þau gerðu það að nokkra
leyti, en einstaklingar græddu
oft á þessu, þó hin frjálsu við-
skifti væra í höndum stjómar-
innar.
En verðbólgan hélt áfram að
stríðinu loknu. Vegna fimm ára
áætlunarinnar, var meiri áherzla
lögð á verksmiðjuiðnað, en mat-
vöra framleiðslu. Inneignir í
sparibönkum námu snemma á
árinu 1947 alt að 12 biljónum
rúblna, eða nærri tvisvar sinn-
um eins mikið og 1939.
En 15. desember stokkaði
stórnin dálítið spilin. í fyrsta
lagi færði hún verð rúblunnar
eða kaupmátt niður, en gaf út
nýja peninga. 1 Öðra lagi var
öll skömtun tekin af, frjáls við-
skifti afnumin, en ákvæðis-verð
sett á vörur.
Verð rúblunnar var þannig
lækkað. Fólk, sem peninga hafði
handa milli, varð að afhenda
stjóminni |pá og greiða 10 rúbl-
ur fyrir hverja eina nýja. Það
var 90% tap. Tapið var miklu
minna á fé í sparibönkum. Á
fyrstu 3,000 rúblunum, var ekk-
ert tap; þar fékst ný rúbla fyrir
hverja gairila. Á næstu 7,000
rúblum var ein gefin fyrir hverj-
ar þrjár gamlar. Á 10,000 rúbl-
um var ein gefin fyrir hverj-
ar tvær gamlar. Þessi breyting
á peningunum náði til hvers
manns í Rússlandi. Stjómin
kallaðnhana “síðustu fómina”.
Þeir sem harðast urðu fyrir
barðinu á breytingunni, voru
þeir, sem yfir eitthvað höfðu
komist á stríðsáranum. Á meðal
þeirra vora margir bændur, sem
framleiddu meira, en af þeim var
krafist, og gátu selt afganginn á
“fríum markaði” — og svo
spekúlantar, sem rúblunmar
sem þeim áskotnaðist geymdu
undir sænginni hjá sér.
Rússar fögnuðu flestir afnámi
skömtunarinnar. 1 Moskva eða
bæjunum klöppuðu þeir hverir
öðram á bakið, er þeim barst
fréttin. Hið nýja ákvæðisverð,
er lægra en á frjálsa markaðin-
um, en framfærslukostnaður
verður samt hár.
Vinnulaun í Rússlandi eru sem
hér segir: Algengra verka-
manna, 600 til 700 rúblui; á mán-
uði. Iðnaðarmanna 1000, sér-
fræðinga 1500—2000. Uppbót er
veitt fyrir sérstaka leikni og
aukna framleiðslu.
*Verð vöru í Moskva eftir að
9
peningunum var breytt, var t. d.
á góðu kjöti 30 rúblur kíló-
grammið (tvö pund), smjör 64
rúblur kílógrammið, ullarfatn-
aður karlmanna 1400 rúblur og
par af skóm 260 rúblur.
En hvað er nú alt þetta mikið
eftir gildandi peningum vestan
hafs? Gengi rúblunnar er hvergi
skráð. Er því ekki hægt að svara
þessu. Eina mælisnúran, sem
tök era á, er að reikna út hvað
verkamaðurinn í RúSslandi og
Ameríku þarf að vinna lengi
fyrir segjum hverju pundi af
smjöri, kjöti, o. s. frv.
Blaðið New York Times birti
nýlega langa töflu yfir þetta.
Skal hér aðeins tekið sýnishorn
úr henni af handa hófi.
1 borginni Moskva, kostar 1
brauð verkamanninn 31 mínútna
vinnu, pottur af mjólk 1 kl.st. og
18 mínútur, pund af te, 11 kl.st.
v i n n u , karlmannafatnaður
nærri fjögra vikna vinnu og hús-
kjólar fyrir konur 31 kl.st. og
51 mínútna vinnu.
Vörur þessar úr jafnvel betra
efni. kosta verkamanninn í
Bandaríkjunum: sjö mínútna
vinnu fyrir eitt brauð, 10 mín-
útna vinnu fyrir pott af mjólk,
3914 mínútna vinnu fyrir pund
af te, 25 kl.st. og 20 minútna
vinnu fyrir karlmannafatnað og
2 kl.st. og 22 mínútna-vinnu fyr-
ir húskjól.
Það sézt skjótt af þessum
samanburði, að rússneski verka-
maðurinn er að mun lakar af, en
hinn bandaríski.
Æski rússneski verkamaður-
inn sykurs í kaffið, kostar pund-
ið hann 2 kl.st. og 34 mínútna
vinnu; Bandaríkjamanninn kost-
ar það 5% mínútna vinnu.
iFýsi Rússann að hafa smjör
ofan á brauðinu sínu, kostar
hann pundið meira en eins dags
vinnu — 10 kl.st. og 42 mínút-
ur; Bandaríkja verkamanninn
kostar það 48% mínútna vinnu
og þykir og er afar dýrt. Eitt
pund af kaffi kostar Rússann
nærri tveggja daga vinnu — 14
kl.st. og 6 mínútur; Bandaríkja-
manninn 22% mínútna vinnu.
Þetta sýnir hve verðbólgan
var komin á hátt stig í Rússlandi.
Við breytinguna á peningunum
ætti gildi rúblunnar að vera ör-
uggara en áður.
Erlendis virðist breyting rúbl-
unnar ekki hafa vakið neina sér-
staka eftirtekt. 1 Washington
gátu fjármálahöldar þess, að
nokkur lönd í Evrópu hefðu kall-
að inn alla peninga og gefið út
nýja. En gömlu peningarnir
hefðu hvergi vérið feldir eins
mikið og í Rússlandi.
RÉTTUR MAÐUR Á
RÉTTUM STAÐ
Heimskringla býður, með hug-
heilum árnaðaróskum, fyrir
hönd sína og Islendinga í Can-
ada, herra Thor Thors velkom-
inn í sendiherrastöðuna í Can-
ada.
Eins og kunnugt er, hefir Thor
Thors um skeið verið sendiherra
íslands í Bandaríkjunum. Hefir
hið ágæt&sta orð farið af starfi
hans. Framkoma hans hefir í
hvívetna verið Islandi og Islend-
ingum til hags og sóma. Dugn-
aður hans og framsýni er Canada
íslendingum vel kunn.
1 orðsendingu til blaðanna ís-
lenzku í fyrradag í sambandi við
ferð Thor Thors til Ottawa til
að taka við sendiherra stöðunni,
minnist hann þess, að hann hafi
átt í annríki og ekki getað látið
íslenzku blöðin vita fyr um þetta
erindi sitt. Var hann þá nýkom-
inn frá Englandi, en þar var
hann að fullgera samning um
mikla fiskisölu frá Islandi til
Bandaríkjanna.
Vestur-íslendingar hafa átt