Heimskringla - 10.03.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.03.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 10. MARZ 1948 NÝJAR LEIÐIR MoMasters sagði þetta. Hann einn stóð með riffilinn í hendinni. Er rauðskinnamir nálguðust, lyfti hann upp hendinni, til að bjóða iþeim að stansa, og sló svo á skeftið á rifflinum sínum. Comancharnir tóku ekkert tillit til þessa boðs, en sýndu samt ekki af sér neitt ófriðar- merki. Foringi þeirra var bringubreiður með breiða höku, stórmyntur og smáeygður. Hann skvaldraði á sínu eigin máli, sem var mjög spönsku blandað, og glotti þegar hann nálgaðist irifflana, sem var miðað á menn hans. Loks lyfti hann hendinni, hirðuleysislega og forvitn- islega, eins og hann langaði til að sjá hvað hann gæti fundið. “How, Amigo (Góðan daginn vinur!)” kall- aði MoMasters. Enginn hafði valið hann fyrir leiðtoga, en enginn öfundaði hann af stöðunni eins og á stóð. “Usted Yellow Hand?” (Ert þú Gulahendi). Foringinn reið áhyggjulaus áfram. “Si (já). Eg er Gulahendi. Habla Espan- ol?” <Talar Iþú spönsku?). “Já,” svaraði MoMasters og hélt áfram á því máli. Er þeir höfðu talað hratt saman í fáeinar miínútur, sneri hann sér að mönnunum. “Hann segir að þeir séu Qharada flokkur- inn, en séu að halda heim á leið. Segist vilja fá fáeina flekkótta vísunda. Segir að þið séuð á Indíánalandi og að við verðun> að fara héðan burtu. Segir að við verðum að gefa honum helminginn af hestunum okkar. Segir að við höfum eitthvað í vögnunum, af því að við höf- um þá byrgða. Segir að við fáum ekki að halda áfram en verðum að snúa við.” “Segðu honum að fara til fjandans!” hróp- aði Jim Nabours. “Segðu honum að eg viti hver hann sé. Gulahendi hefir ekkert leyfi til að vera hér. Segðu honum að hermennirnir hegni horium fyrir að taka vísunda Chickasawanna, mjöl, kjöt, tóbak? Segðu honum að við gefum honum ekki neitt. Segðu honum, að ef hann ríður tíu fetum lengra skjótum við og drepum þá alla. Segðu honum að við gefum honum ekki neitt, og að rifflarnir okkar skjóti í heila viku, og við þurfum ekki að hlaða þá.” Hann sló hendinni á riffilskeftið, sem hann hélt ögrandi fyrir framan sig. Það var marg- hlaðningur sem hafði fundið leið til suðurríkj- anna eftir borgarastyrjöldina. Og Comanchamir höfðu kynst hvað þeir gátu gert. Gulahendi gamla vissi líka, að menn hans höfðu ekkert nema spjót að vopni. Hann seldi ætíð líf manna sinna eins dýrt og hann gat. Vafalaust datt honum í hug að hann gæti fengið alt það kjðt, sem hann vildi, með því að fylgja hjörðinni. Hann hugsaði líka ef til vill, að nóttin væri betri tími til að gera árás, en dagurinn — þegar hann hafði alla hermenn sína með sér. “Þessi skýtur vel!” hrópaði Jim Nabours, og sló aftur á riffilskeftið. Gulahendi glotti glaðlega. “Heyrið, heyrið! Eg er góður vinur!” sagði hann. Hann kom feti nær, með útrétta hendina. “Hvað hefir þú í vagninum? Hvað hefir þú héma?” Hann færði sig nær lokaða vagninum og benti með spjótskaftinu. McMasters sló með rifflinum á spjótskefið. Gulahendi gat séð riffl- ana liggja í grasinu eins og skröltslöngur. Hann gat séð sólina stafa í látúnsplöturnar á skeftum Henry-rifflanna. Comoncharnir við Concho- fljótið höfðu sagt honum, að slíkir rifflar gætu skotið viðstöðulaust án þess að þeir væru hlaðnir. “Já, auðvitað!” sagði hann rólega. “Þeir skjóta vel!” Hann veifaði hendinni í áttina til rifflanna. “Muy grande Escopatas. Uno Ca- bello por una Escopeta. (Mjög stórir rifflar. Látum okkur skifta á einum riffli og á einum hesti)!” “Alls ekki, fjandinn taki þig með húð og hári!” hrópaði Jim Nabours. “Snautaðu nú í burtu og það fljótt! Mér þykir slæmt að eg nokkumtíma lærði málið ykkar, en þú heyrir nú hvað eg segi. Hvaðan komuð þið hingað?” “Nos vameno, si. Poco tempo. Swap?” (“Við komum, já. Stundin er stutt. Viljið þið skifta?”) sagði Gulahendi. “Þú ert meira en lítið djarfur,” svaraði Nabours, sem nú var orðinn fokreiður, er hann hugsaði um hvað komið hafði fyrir hjörðina. Skammastu í burtu, annars drep eg þig!” Höfðinginn sneri sér til McMasters og tal- aði við hann á spönsku. McMasters svaraði ró- lega og hæglátlega, og benti honum á vissar staðreyndir, sem hann yrði að veita athygli; þessar bendingar virtust fjalla um muninn á spjótum og rifflum, og vísundum og nautum. Eftir dálítinn tíma sneri Gulahendi til manna sinna, er beðið höfðu óþolinmóðir á hest- baki. Hann mælti við þá fáein orð. Aðsvo búnu snem þeir allir við og riðu í burtu, án þess að skifta sér frekar um hvítu mennina. Er þeir sáu að þeim var óhætt að minsta kosti um stundarsakir, risu hjarðmennirnir á fætur. Þeim var of mikið niðri fyrir til að þeir gætu sagt nokkuð. “Lítið á þama yfir frá!” sagði 'Nabours loksins. Lengst ií norðvestri séu þeir hópa Indíána koma hvern á fætur öðmm. Það vom þeir, sem áttu að hirða hina drepnu vísunda. Luku þeir við að drepa þá með örvum og spjótum. Auð- sætt var, að þarna var stór hópur Indíána í her- búðum, þvtí að meðal þeirra vom böm og konur. “Þeir em ekkert að flýta sér,” sagði Mc- Masters eftir stundarþögn. Þeir em fúsir að bíða. Þei virðast ekki hafa riffla.” ,Sól!bakka mennirnir lituðust um eftir hest- um sínum, er þeir höfðu bundið við vagnana. Þaðan heyrðist, að konumar voru að barma sér. Drengurinn, Cinquo Centavos sat og sneri baki að dyrunum á vagni húsmóður sinnar, og hafði marghleyptan riffil liggjandi yfir hnén. Tárin mnnu niður vanga hans — en hann grét ekki af hræðslu. “Allir hestamir mínir em farnir!” kveinaði hann. “Nautin em farin Hka!” sagði Dalhart, “og það er mildi að við emm það ekki einnig.” McMasters, sem einu sinni hafði verið gerð- ur útlægur, var nú orðinn leiðtoginn, og án allra vífilengja tekinn inn í félag hjarðmann- anna. Áður en þeir hófust handa héldu þeir ráð- stefnu. “Gulahendi veit að hann þarf ekki að skifta við okkur”, sagði McMasters. “Hann veit að hann getur valið milli dauðra vísunda og dauðra nauta. Hestarnir ökkar? Hann veit hvað marga við höfum. Þeir vita alt, sem þeir vilja vita, nema hvað er í vögnunum. Þeir koma sjálfsagt til baka til að komast að raun um það.” Mennirnir horfðu á hann þögulir. Hann sagði við Nabours: “Eitt er samt til bjargar okkur: Rudabough hefir ekki fundið þessa menn. Og hann hefir ekki heyrt um morð konanna. Hefðu þeir heyrt um það, mundu þeir hafa lokið við okkur um- svifalaust. Konumar hljóta að hafa verið í heimsókn hjá öðmm flokki.” Nabours svaraði ekki strax. “Þessu er öllu lokið. Við megum alveg eins vel ganga frá hjörðinni”, sagði hann loksins. “Við getum ekki verið verið án mannanna til að leita hana uppi. Það virðist sem eina ráð okkar sé, að halda áfram með vagnana, og leita að stað þar, sem við höfum vígi, ef við þurfum að berj- ast.” MoMasters samþykti að það væri rétt. “Eg held að það sé bezt. Þeir vita að þeir hafa bara boga og spjót á móti marghleyptu rifflunum okkar. Þeim líkar betur að ná hest- um, en nokkru öðm. Þeir gera sig kanske á- nægða með að ná hestahópnum okkar, ef við höfum okkur af stað héðan. Við gætum kanske komið til baka og smalað saman leifunum þegar þeir em farnir. Að minsta kosti er þeim ennþá ókunnugt um hvað við höfum þarna inni.” Hann benti í áttina til vagnanna. Þeir vildu ekki láta konumar vita um alt þetta. “Það er bezt að við höfum okkur af stað áður en eitt- hvað verra hendir okkur.” Nabours samþykti það. Þeir lögðu nú af stað norður á leið og höfðu nú ekkert meðferðis nema vagnana og hestana, sem þeir riðu á. Ó- hindraðir fóm þeir tólf mílur um daginn, og völdu sér aðsetursstað á skógvaxinni hæð, það- an sem sjá mátti í allar áttir. Þeir settu vagnana á miðjan hólinn og umkringdu þá varðmönn- um; þeir heftu hina fáu hesta, sem þeir höfðu eftir og tjóðmðu þá fast hjá sér, Síðan víggirtu þeir staðinn eins vel og þeim var unt. Nú höfðu þeir gert alt, sem þeim var unt. Nabours bað nú konurnar að koma að eldinum. Þeir höfðu tendrað eld, en höfðu hann byrgðan. Taisía var föl er hún kom til manna sinna. “Þetta era Comancharnir”, sagði hún loks. “Eg hefi leitt ykkur inn í þetta!” “Miss Taisía,” svaraði Nabours, “það er tæplega rétt að segja það. Heldur emm það við, sem höfum leitt þig inn í þessar ógöngur. Við fómm þessa ferð í félagi.” “Eg sagði ykkur, að eg væri gjaldþrota og gæti ekki borgað ykkur,” sagði stúlkan grát- andi, “og þið vilduð ekki fara. Æ, ef þið hefðuð farið!” Hún saknaði eins mannsins í hópnum. Mc- Masters stóð einn sér, og veitti hvorki henni né öðmm neina athygli. Nabours leit 1 sömu átt og hún og kinkaði kolli. “Við höfum nú tekið hann inn í okkar hóp,” sagði hann. “Við þurf- um mann, sem getur skotið. Farðu nú og sofðu í friði.” En Taisía Lockhart svaf ekkert meira en aðrir. Hún hafði engan til að hughreysta sig. Næturgalinn söng nú ekki, og við og við heyrð- ust væl í hinum gráu úlfum, sem fundu blóð- lyktina. 27. Kapítuli. Einu sinni endur fyrir löngu, er goðin lang- aði til að skemta sér að uppáhalds íþrótt sinni, og hafa menn að peðum, slengdu þau hinu mikla skákborði sínu niður á jörðina. Það var óbrotið og var ferhyrnt. Þau mörkuðu iborðið ójafnri línu, tvö þúsund mílna langri, lá hún innanum gras sléttunnar. Lína þessi lá einhver- staðar nálægt þvi, er síðar var nefnt hundrað- asti hádegisbaugurinn. Þvert yfir þessa llínu drógu goðin aðra óskýra línu til að fullgera taflborðið. Vegna þess að þau vissu ekkert urn landafræði, stærðfræði né pólitík, kölluðu þau ekki þessa linu 36. lengdaibaug norðlægrar lengdar, þeim var nóg að vita að lína þessi skil- ur á milli landa vetrarsnjóanna og vetrarsól- skinsins. Þeim var alveg sama um það að lína þessi yrði síðar merkjalína milli baðmullar og maísins, milli útigangs nautpenings og þess er hýstur var í fjósum. Þau vissu ekkert um fer- hyrningana. Ekki vissu þau heldur neitt um, að hefðu þau farið einni gráðu lengra norður, hefðu þau markað suður takmörk lands þess, er menn síðar nefndu Kansas; eða um Missouri sam- þyktina, eða um þrælahaldið. Þau vom að fást við land, sem þá og nú hefir ætíð verið frjálst. Seinna kölluðu menn þetta vestrið. Hinar miklu Hnur að austan og vestan, norðan og sunnan, áttu að vinna sitt verk og gleymast svo. Eftir að guðimir höfðu notað þær sjálfir, orðið þreyttir af leik sínum, létu þeir taflborðið eftir peðunum og horfðu svo á þá leti- lega, og skemtu sér við, að peðin skildu svo lítið í hinu stórbrotna tafli. ' ★ Þegar fyrstu kvikfjárræktar mennímir komu í þetta óþekta land, reikuðu þeir um það, óafvitandi um auðlegð þess, sem þeir hvorki sáu né þörfnuðust — auðæfin, sem fólust undir háa grasinu og lága grasinu. Þeir þektu gras, því að þeir lifðu á landi þar, sem hjarðmenska var atvinnuvegurinn. En hjarðir þeirra reikuðu yfir miljónir og miljónir mæla af steinolíu, sem menn höfðu mikla þörf fyrir síðar meir. Enginn hinna ósiðuðu ræningja, er flæktust þama, ekki einu sinni hinn framsýni Rudabough, hafði hugmynd um hinar óþrjótandi kolanámur og önnur efni, sem vom fólgin undir fótum þeirra. Goðin bjuggu að þeirri vitneskju, að síðar meir mundu þau gefa peðunum alt, sem þau þyrftu, er þarfir þeirra breyttust. Sólbakka fólkið voru slík peð á taflborði guðanna, er það færðist þannig norður og aust- ! ur að Hnum þeirra. Það hafði hér um bil fylgt áttugasta og níunda hádegisbaugnum, þótt eng- inn mannanna vissi neitt um það. Ekki höfðu margir þeirra heyrt um hinn þrítugasta og sjötta til hins þrítugasta eða um Missouri-samn- ingana. Þeir höfðu barist í styrjöldinni án þess að vita neitt um söguna, því að alþýðumaðurinn hafði þröngan sjóndeildarhring. Þeir voru bara hjarðmenn; og nú vom þeir á norðurleið, og Abilene var takmarkið, er var eins óljóst ogibæ- irnir í Cibola vora mönnum Coronadi, er þeir gengu yfir hið mikla taflborð goðanna; þeir hirtu ekkert um grasið, sem var jafn gott fyrir nautgripi og vísunda, og ekki vissu þeir neitt um öll auðæfin, sem leyndust í þessari jörð er þeir gengu um, þótt þeir væru að leita þeirra á vissan hátt. Þetta var hinn forni tími. Hinir ódauðlegu guðir höfðu nú ákveðið að tími væri til þess kominn, að menn flyttu norður. Nú áttu miklar framfarir að gerast. En bæði í náttúmnni og altilverunni er til lögmál um öfl, sem vinna sitt í hverja átt, mið- dráttar og miðflótta afl, ilt og gott, uppbyggj- andi og afl sem rífur niður, það sem er fóðrað og verður svo að bráð þess sem fitnar á því, það sem skapar og framleiðir, og hitt sem rífur niður og eyðileggur; það sem sáir og uppsker og hitt, sem uppsker það sem það aldrei sáði. Þess- vegna var það fyrirfram ákveðið, að Rudabough skyldi fara norður til að ræna Sólbakka hjörð- inni, eins og það var ákveðið að Sólbakka menn- irnir skyldu reka hjörð sína norður móti nýjum degi. ★ Hver sem vill getur, ef hann vill, gert heim- spekilegar athugasemdir um orsakir þessa, eftir því, sem hann hefir vitað til. Það var auðsæilegt að nýtt tímabil var að renna upp yfir hið feiki- lega mikla vesturland. Rudabough og menn hans höfðu rætt þetta dag eftir dag er þeir riðu norður með Washita ánni um Indíánalandið. Loksins slógu þeir upp tjöldum sínum við vaðið á Washita, nokkm áður en Sólbakka mennirnir komu þangað, og norðar en þeir vom og vissu hvomgir af öðmm. Hinn órhjálegi foringi þeirra hafði ekki nema tuttugu menn í fylgd sinni. Þessa menn hafði hann valið meðal þeirra manna, sem að eðlisfari em samvizkulausir og óreimir og virða hvorki lög né rétt. En allar glæpsamlegar til- hneigingar stafa að einhverju leyti af persónu- legri sjálfsmeðvitund og hæfileikanum að haf- ast eitthvað að; þessvegna varð Rudabough þess var, að menn hans voru oft lítt hneigðir til hlýðni við valdboðann, sem yfir þeim átti að ráða. Nú vom þeir all ófúsir að hlýða honum. Hann varð að fullvissa þá hvað eftir annað, að þeir væru nú að elta mikið herfang og að hlut- skifti þeirra, hvers um sig, yrði mikið. Þeir Hktust mönnum, Coronados — þeir vildu hafa málm í vösunum, myntaðan málm. “Nú, eg er alls óhræddur að segja skoðun mína,” sagði errtn hinna uppvöðslusömustu manna hans, annað kvöld eftir að þeir höfðu sezt að hjá Washita ánni. “Stór Indíánabær er hér nálægt. Mér Hst alls ekki á blikuna.” Rudabough sneri sér að honum ösku reiður. “Hversvegna ekki? Hvað gengur að þér Baldy?” “iÞér var engin nauðsyn á að drepa þessar Indíánakonur. Ef við höldum ekki áfram geta Comanohamir ráðist á okkur hvenær, sem vera skal.” “Hvert ættum við svo sem að fara?” spurði Rudabough háðslega. “Hversvegna emm við hér norður frá? Mætti eg taka landabréf og sýna þér það, hálf- vitinn þinn? Skilur þú það ekki, heimskingi. að nái þessi hjörð járnbrautinni, er út um okkar ráðagerðir? Eg hefi sagt ykkur, að við verðum að framkvæma fyrirætlanir okkar nú þetta ár, eða alls ekki. Við verðum að ná í landseðlana okkar og landið okkar, og fá'landmælingamenn- ina til að finna það; og við verðum að gera það nú. Næsta ár verður það of seint nái þessi hjörð járnbrautinni. Alt þetta hefi eg sagt ykkur mörgum sinnum. Ef þér nú ekki fellur mín að- ferð, þá getur þú gripið til þinna ráða. Eg veit hvað eg skal gera, heyri eg nokkurt mögl fram- ar.” Engu að síður tók efi og óánægja að grafa um sig meðal manna hans, og einnig að hafa áhrif á jafn forherta sál og sál Rudaboughs var. Hann gat ekkert gert einn. Ræningjar safnast ætíð saman í hópa. Þrátt fyrir gort sitt. Þrátt fyrir alt brennivínið, sem hann þamibaði, fór hann að finna til einkennilegs og ólæknandi kuldahrolls, er læddist að hjarta hans. Hann tók að æða fram og aftur, og reyna að koma sér í berserksgang þann, er helzt mátti nefna æðis- köstin, er hann fékk. En í því bili leit hann um öxl sér. Enginn vissi hvað hann sá, nema þeir hafi þá Kka séð nakta líkami hinna tveggja kvenna, liggjandi í blóði sínu hjá litla læknum. “Fjandinn hafi það!” sagði hann og greip riffilinn sinn. “Eg veit ekki hversvegna svona stór hópur hræfugla safnast að okkur, og velur sér tré fast hjá ökkur til að setjast í. Hann hleypti af byssunni og stór fugl féll til jarðar. Hinir lyftu sér þunglamalega, flugu um og sett- ust svo í tré ennþá nær. “Þetta er ekkert happamerki, skal eg segja í þér,” sagði sá, sem fyrst hafði mælt. “Mér líst alls ekki á blikuna.” 28. Kapítuli. Jim Nabours, sem ekki varð svefnsamt þessa nótt, fleygði af sér teppunum um sólar- uppkomuna og stóð óhreinn og ófrýnilegur með hendumar í vösunum og hattinn aftan á hnakk- anum. Hann saknaði hins mikla hóps af naut- gripum, er huldi grasið á mílu svæði. Var það sjón, sem hann var vanur að sjá á morgnana, Sólbakka hjörðin var horfin. Piltarnir snæddu hinn fátæklega morgun- verð sinn þögulir. Eina tilbreytingin var ó- stjórnlegur grátur Milly gömlu. Ekkert hljóð heyrðist frá lokaðri kerrunni. Del Williams og Dalhart höfðu ekki sagt orð hvor við annan síð- an þeir fóm yfir Rauðána. McMasters virti þá ekki einu sinni viðlits. Rauð áólin reis upp yfir döggvott grasið, steig hærra og hærra og virtist minka; en hún horfði ekki niður á neina langhymda nautahjörð er reis upp úr náttbóHnu. Það var engin löng lest er kjagaði í norður. Sólbakkamennirnir voru atvinnulausir. Þunglyndir og móðlausir sátu þeir á áningastaðnum og biðu. MoMasters tók skyndilega til máls og benti í suður. “Líttu á Jim,” sagði hann er hann kom inn í áningasvæðið og snerti öxl Nabours. “Þetta eru ekki Indíánar, heldur riddaralið!” Fimm mínútum síðar höfðu þeir algerða sönnun fyrir þessu. Þeir sáu tvær riddaraliðs- deildir af Bandaríkja hermönnum undir blakt- andi fánum, koma á hraðri ferð í áttina til sín. Foringi reið á undan.. Er hann nálgaðist sáu þeir höfuðdjásn Indáána hermanns nálægt hon- um. Það var njósnari eða fangi. Þeir vissu ekki hvort var. Það var ætíð hressandi að sjá þessa ridd- araliðsmenn. Og Sólbakka mönnunum var sú sjón fegins sýn. Þeir andvörpuðu af ánægju og léttu á brjóstinu með því að æpa fagnaðaróp til að bjóða liðið velkomið. Foringinn reið fast að þeim án þess að heilsa þeim eða svara neinu. Hann var byrstur, hæmskotinn m^ður á fim- tugs aldri eða eldri, búinn einkennisbúningi þeim, sem herinn bjóst þar vestur frá. Hann steig af hestinum og var stirður mjög. Hann gekk fram teinréttur og drembilegur, og litaðist eftir foringja hjarðmannanna. “Góðpn daginn piltar,” sagði herforinginn. “Eg er Griswold ofursti frá Sill kastalanum. Hvað emð þið að gera héma í Indíánalandinu?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.