Heimskringla - 21.04.1948, Síða 6

Heimskringla - 21.04.1948, Síða 6
t>. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRÍL 1948 NÝJAR LEIÐIR Þeim gekk vel, veðrið var gott. Engir Indíán- ar voru þarna til að krefja þá skatts, og nautin gengu áfram eins rólega og þau hefðu aldrei fælst. Hjarðsveinarnir lögðu undir fót mílu eftir mílu. Uxarnir, sem drógu kerrurnar töltu næst- um því; baksáru hestarnir fengu að ganga lausir. Hver maður fann að ferðinni var bráðum lokið. Milli þeirra og Arkansas fljótsins var nú aðeins ein á — Saltkvíslin, og um hana töluðu allir hjarðmenn með virðingu, því að í hana varð að sundleggja. En nú varð á þessi ekki til neinnar verulegrar tálmunar, því að Chisholm hafði skilið þar eftir fleka; hann var betri en brú. Nautin syntu fúslega yfir og vagnarnir voru dregnir yfir á flekanum. Þeir mistu ekki eina einustu skepnu í fljótinu. “Svo þið farið svona að því?” sagði maður- inn frá Abilene. “Þið fóruð yfir fáeinar ár á leiðinni hingað, eða hvað?” “Héldur en ekki. Þessi er barnaleikur sam- anborin við sumar þeirra,” svaraði Nabours. “En það er hægt að fara með gripi hvert sem er, ef maður bara kann að fara með þá það er það' eina, sem við fjrá Texas vitum svolítið um. Já, við höfum fleiri nautgripi eftir heima, og ekki skil eg, því ekki væri hægt að ala þá upp hér — að minsta kosti um sumartímann.” Þeir héldu nú áfram gegn um Ósagalandið, sem var eins grösugt og hægt var að óska sér. Grasið var í hné og alt ofið blómum eins og þeim hefði verið sáð þar. Oft fundu þeir veiði- dýr. Hvergi sást villigras. Þarna hafði aldrei plógur komið í jörð. “Áfram, kálfar litlu!” heyrðist sungið. — “Áfram! Áfram!” Ánægðir, latir og áhyggjulausir höfðu þeir komist fimtíu mílur áfram, og voru komnir framhjá smábænum Caldwell, fast hjá Kansas landamærunum. Nabours slepti ekki mönnum sínum inn í bæinn, heldur fór tuttugu mílur fyrir vestan hann yfir slétutrnar í neðri Kansas, og stefndi á það vað Arkansas fljótsins, sem Chisholm hafði notað og lagað. Hingað til höfðu þeir verið svo hepnir að hafa losnað við alla Indíána og óþægindi af þeim. Þeir voru nú komnir gegnum land þeirra. En þegra þeir voru komnir inn í Kansas náði þeim smáflokkur Ósaga Indíána, sem hafði rakið - slóð þeirra, og sem af eigin ástæðum höfðu brotið lögin og yfirgefið svæði sitt. Þetta voru risavaxnir menn ,með hálfrökuð höfuðin og báru háan kamb ofan á höfðinu af þykku, stífu hári að gömlum sið. Þeir voru málaðir sterkum lit- um, rauðum og gulum, og allir voru þeir vopn- aðir með fallegum vísundabogum úr tré. Leið- toginn og fylgdarmenn hans virtust fúsir að semja við ferðamennina, og vera í vingjarnleg- um huga. Nabours hirti ekki um slíka betlara, þessvegna stansaði hann og fáeinir manna hans til að tala við þá. Höfðingi þeirra hóf samræð- urnar með kröfu, sem átti að verða algeng á rekstrarleiðunum. “þú hefir margar wohaw,” sagði hann. “Þetta er Indíánaland. Gefðu okkur wohaw!” Hann rétti upp alla fingurna. “Gefa þér tíu kýr?” hrópaði Jim Nabours. “Eg hefi ekki gefið neinum eina einustu kú alla leiðina, og eg vil ekki gefa þér neina. Hafðu þig í burtu!” “Góður Indíáni!” sagði foringinn og rétti fram bréf. “Caldwell, hann sendi.” Hann var sendiboði. Nabours tók bréfið. “Ó, þetta er frá McMasters!” sagði hann. “Hann var í Caldwell fyrir fimm dögum síðan. Segist hafa farið þaðan til Wishita. Hann er nú kanske kominn til Abilene.” “Bíddu við,” sagði hann við leiðtogann. “Eg skál gefa þér eina wohaw.” “Gott!” sagði Indíáninn, himinglaður. — “Hann segir þú gefa wohaw, við færum þér bréf!” Þeir settust rólega niður í grasið með spenta bogana. “Þú virðist heyra frá þessum náunga, Mc- Masters, hvenær sem er,” sagði McCoyne. — “Hvernig stendur á að hann er svona langt á undan ykkur?” “Það er löng saga. Hann varð okkur sam- ferða um hríð,” svaraði Nabours. “Eg kyntist manni þessum við Baxter og hjá Missouri landamærunum,” sagði maðurinn frá Abilene íbygginn. “Hæglátur maður — leynd- ardómsfullur — var aldrei margmáll. Ekki hugsaði eg mikið um markað fyrir naut frá Texas þar. En eg heyrði um flokk nautaþjófa, sem höfðu rænt hverja einustu hjörð frá Texas til Missouri, Iowa og Illinois. Ræningjar þessir drápu eina tólf menn og gerðu alla, sem fóru með gripi þar um frávita af ótta. Og árangurinn varð sá, að þeir hindruðu að St. Louis yrði kjöt- markaðsbær. Enginn gat komist þangað með gripi. Lítil atriði hafa stundum miklar afleið- ingar síðar á mikil atriði.” “Leiðtogi þess skálkahóps var ófreskja ein, Rudabough að nafni,” bætti hann við. “Mis- souri mennirnir ráku hann loks suður á bóginn.” “Já,” svaraði Nabours, “og nú hafa þeir í Texas rekið hann norður aftur.” “Og þessi McMasters er að leita hans?” spurði McCoyne alt í einu. “Getur verið að hann hafi verið að því. Hann er að því núna. Hann hefir haldið sig á undan okkur af þeirri ástæðu.” Hann sagði nú McMasters söguna af ill- virkjum ræningjanna og um ósigur flestra þeirra í bardaganum við Washita fljótið. “Hann vinnur að mestu leyti einn,” sagði Nabours. “Hann er foringi í lögregluliði Texas- 'ríkisins. Þeir eru að reyna að framfylgja lög- unum í Texas.” “Jæja, við höfum bara einn mann til að sjá um lögin í Abilene. Eg ætla að ráða Vilta Bill Hickok fyrri lögreglustjóra. Telji maður alla, sem hann skaut í Norðanmannahernum þegar hann var með Bourtis í Missouri, yrði hann að hafa langt skepti á byssunni svo að skorurnar kæmust á það. Eg er viss um, að hann hefir drepið milli sjötíu og fimm af hundrað manns. Árið 1860, er hann gætti póstvagns hestanna austur af Abilene, réðust á hann McCandless og menn hans. Þeir voru tíu saman. Þú hefir senni- lega heyrt um þann bardaga. Þeir ætluðu að stela hestunum handa her suðurríkjanna. Þeir réðust á Bill í kofanum hans, og hann var þarna aleinn. Hann drap níu af þessum tíu. Það var ekki sem verst af sér vikið. Eg veit ekki til að Bill hafi nokkru sinni framvísað handtöku skip- un, eða hafi handtekið nokkurn mann. En eg skal ábyrgjast það, að fáum við hann fyrir lög- reglustjóra. Þá hefir Abilene stærsta kirkju- garðinn eins og hún er stærst að öllu öðru leyti.” “Það lítur út fyrir að Dan McMasters eigi tilhlökkunarefni,” sagði Nabours. “En annars er hann vanur að gæta sín,” bætti hann við. “Við fundum stutthyrning í gær, uxa sem hér var á flækingi og settum á hann leiðarmerkið okkar, svo að hann yrði ekki innkulsa. Það get- ur vel verið að þetta sé Osa'ge uxi, svo það er víst best að láta þá fá hann. Farðu, Len og fyndu hann þegar við komum til hjarðarinnar.” Þeir riðu nú ásamt rauðskinnunum til hjarð- arinnar. Len Hersey reið léttilega og letilega inn í hjörðina, náði uxanum og skildi hann úr. Glaðlega tóku Indíánarnir við gjöfinni. Bogi j gall og fimm mínútum síðar höfðu þeir flegið uxann. Rykmökkurinn yfir hjörðinni færðist í norður. 37. KAPÍTULI. í framherbergi timburhúss eins, er gert var úr óhefluðum við og trésmiðirnir voru enn að smíða, sat hár maður og raulaði ánægjulega lag á meðan hann laut yfir vinnu sína. í sjón líktist hann helst hinum fornu víking- um óvenjulega sterkur, yfir sex fet á hæð, þrek- inn en liðugur og fríður. Hann var bláeygður. Gula hárið var sítt eins og á hetjum fornaldar- innar, svo sítt að það féll á herðar niður; það var vel hirt og vel greitt eins og hár hermanns átti að vera. Hann var einn hinna fallegustu manna, sem nokkurn tíma var uppi á frumbyggj- ara árunum hjá Missouri-ánni. Maður þessi, sem var svona fríður sýnum og glæsilegur, var búinn á mjög óbrotinn hátt. Föt- in hans voru gerð í verksmiðju, en stígvélin hans voru það alls ekki. Hann fylgdi auðsæilega þeirri venju suðurríkjanna, að menn hirtu lítt um fegurð klæðanna, en þeim mun meira um að vera í fallegum stígvélum. Stígvél þessa manns voru úr fínasta kálfsskinni og vel sniðin til að klæða litlar fætur. Glófar, gerðir úr hinu bezta hjartarskinni lágu á borðinu. Hatturinn var gerður úr vandaðasta flóka og var barðabreiður með lágum kolli, með því lagi, sem hattar gerð- ust norður frá og alls ólíkur mexikönsku hött- unum er voru kollháir. Þótt leitað hefði verið gegn um alt þetta land, sem nú var að byggjast, hefði eigi fundist fríðari né drengilegri maður en þessi. Hvar sem var í heimi mundi hann hafa vakið eftirtekt, eins og hann leit þarna út, raulandi lagið og önnum kafinn við starf sitt á skrifstofu hins nýbygða gistihúss í Abilene. Tveir eða þrír menn sátu gagnvart honum og horfðu á hann með þögulli lotningu. Þeir þektu vel Vilta Bill Hickock, sem menn voru að reyna að fá til að verða lög- reglustjóra í Abilene, hinn fyrsta í þeirri stöðu. Þessi nafnfrægi lögreglustjóri í Haysborg — hann var það þegar hér var komið sögunni — var nú^að starfa að verki, sem hann lét aldrei undir höfuð leggjast nokkurn dag, né nokkurn- tíma fól neinúm öðrum — að hreinsa tvær þung- ar skambyssur. Engum leyfði hann að snerta við þessum vopnum. Og aldrei vanrækti hann að yfirlíta þær hvern morgun. Byssur þessar voru mjög hlauplangar; og fegurðarsmekkur eigandans birtist í skrautbúnaði skeptanna, sem voru úr fílabeini og drifin dökkum málmi. Sigtið var sorfið niður. Stórar kúlur voru notaðar í þessi vopn, og lágu nokkrar þeirra, ásamt litlu púðurhorni með smágjörðu púðri í, á borðinu. Með stuttum, vel skygðum hlaðstokk, hreinsaði Hickock hlaupin og hið kringlótta járnstykki, sem skotin voru hlaðin í, svo vel og nákvæmlega og unt var. Stígvélin hans og glófarnir voru hreinir; skyrtan hans var hrein; andlit hans og hendur voru hreinar, og vopnin hans voru alveg eins hrein. Loksins var starfinu lokið og alt komið í samt lag. Inn í hólf hins kringlótta járnstykkis, sem geymdi sex skot hvert, helti hann nú |i- kveðnu máli af púðri og lét svo ofan á það, og mjög gætilega kringlótta kúlu, sem hann þrýsti inn með hlaðstokknum, því næst fór hann vand- lega yfir alt verkið til að sjá hvort lásinn ynni eins og hann ætti að gera. Loks lét hann skam- byssurnar niður í vel smurð slíður, er héngu á béltinu hans. Frakkalöfin huldu alveg skam- byssurnar. Hann gekk að hinu nýja þvottaborði, en á því stóð ný mundlaug, og þvoði sér vandlega og þerraði sér á handklæði, sem ekki var nýtt. Að svo búnu var hann tilbúinn að hefja starf dagsins. “Jæja Bill, ert þú að hugsa um að drepa ein- hvern í dag?” sagði einn veiðimannanna hlægj- andi. Hávaxni maðurinn leit á hann án þess að svara eða láta sér neitt bregða. Hann var tígu- legur, eins og ljón á meðal smádýra. Hann átti fátt við flesta. Er Bill Hickock gekk út á götuna, sá hann ókunnan, ungan mann, jafnháan sér, en grann- vaxnari, ganga yfir járnbrautarsporið. Maður þessi var búinn eins og hann sjálfur, í dökkum fötum og fallegum stígvélum. Frakkinn hans var rúmur, en hin reyndu augu Bills sögðu hon- um, að undir frakkanum væru skambyssur á sitt hvorri hlið. Ennfremur komst hann að því, að ungi maðurinn bar byssur sínar á einkennilegan hátt — byssan hægra megin sneri skeftinu aft- ur, en vinstra megin fram. Svona einkennilegt fyrirkomulag hafði hann aldrei séð hjá neinum manni, hvorki hjarðmanni, fjárhættuspilara né glæpamanni. Hann hugsaði með sér: “Sé þessi maður^örvhentur, eða jafnvígur á báðar hendur, hvort vopnið grípur hann fyrst?” Bill skildi það þar strax að þetta var gáta, sem ráða mætti á örsmáu broti úr augnabliki. Þessi nýkomni maður var enginn hávaða- maður fremur en Bill sjálfur. Báðir voru lát- lausir menn, rólegir, töluðu lágt og þægilegir í framkomu. Á þeim tíma fanst ekki betra sýnis- horn vígamanns á þessum slóðum, þótt þeir væru frá sitt hvorum landshluta. Norður og suður óbygðirnar náðu yfir tvö þúsund mílna svæði, og á þessu svæði fundust allskonar menn. “Fyrirgefið mér,” sagði yngri maðurinn, og gekk nær, “eg er viss um að þú ert Hickock lög- reglustjóri. Eg heiti McMasters, sýslumaður í Gonzales sýslu niður í Texas.” Bláeygði maðurinn rétti honum hendina. “Eg hefi heyrt þín getið,” sagði hann. “Þú ert líka í lögregluliðinu í Texas. Það eru duglegir menn, og þeir þurfa líka að vera það.” “Þetta er fallegur morgun,” bætti hann við, “eg hefi ekki fengið mér neitt í staupinu ennþá í dag.” Þeir gengu niður hina ójöfnu götu, gengu yfir járnbrautarsporið, sem enn var tæplega fágað af hjólunum. Sporið var þá aðeins komið fáeinar mílur vestar en Abilene. Þar var hliðar- spor, sem tók kannske tuttugu vagna; fáeinar girðingar, sem gátu kanske tekið fimm hundruð nautgripi, og nautarennur, sem aldrei höfðu verið notaðar. Eins og alt annað í Abilene, sýndu þessi mannvirki, að þau voru spánný. Flest hús- in í bænum voru torfkofar eða tjöld, þótt þar væru einnig fáeinar álitlegar byggingar reistar úr ómáluðu timbri. Þar var fatabúð, sem hét Gylti örninn; tvær eða þrjár búðir, er seldu alls- konar vörur. Þar var engin lyf jabúð, en þar voru tvær rakarastofur og hesthús, þar sem hægt var að geyma hesta ferðamanna. Þar var hvorki kirkja né skóli. En eins og postulinn í Abilene hafði sagt, voru þarna margar svínastíur og dansknæpur, sem opinberlega auglýstu vörur sínar. Vilti Bill beindi sporum sínum í áttina til þeirrar kráar, sem honum gast bezt að, og sem einnig hafði danssal, er var notaður kvöld og nætur. Þar var alt umsnúið eftir gleðskap fyrri nætur. Syf jaður svertingi var að sópa út ruslinu. í einu horninu stóð tunna með tómum flöskum. Stólarnir voru á ringulreið, sumir þeirra brotnir. Ekki fanst billiard borð í öllum bænum, og ma- hogóní var óþetk í nokkurri knæpu þar. En þar I var borð úr sterkum plönkum og á bak við það skápar, fullir flöskum af sterku áfengi, þrátt fyrir alt svallið nóttina áður. Jafnvel hið f jörug- asta ímyndunarafl hefði ekki getað álitið knæpu þessa vistlegan stað þarna í dagsbirtunni. Ljósið var nú dauft. Ennþá logaði á tveimur eða þremur olíu lömpum, ósuðu þeir óspart og bættu ofan á óþefinn, sem þarna var inni. “Eg er vanur að koma hingað eftir drykkjar föngum mínum,” sagði Bill, “vegna þess, að eg veit að Henry Doak hefir fulla tunnu af ósviknu I Bourbon koníaki, þótt hann selji að jafnaði ann- að og verra vín. Þetta er ekki eitur. Eg berst ekkert á móti brennivíns verzluninni.” Get Started NOW for the Early Fall High Price Egg Market with chicks that have the laying capacity bred right into them. ' THE FIRST STEP IS TO ORDER PIONEER "BRED FOR PRODUCTION" C H I C K S 4-star super Quality Canada Approved R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 14.25 7.60 4.05 W. Leg. 15.75 8.35 4.40 29.00 15.00 7.75 W. L. Pull. 32.00 16.50 8.75 15.25 8.10 4.30 B. Rocks 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 B. R. Puill. 30.00 15.50 8.00 15.25 8.10 4.30 N. Hamp. 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 N. H. Pull. 30.00 15.50 8.00 8.00 4.50 2.50 Hvy. Ckls. 17.50 9.25 4.85 Lt. Sussex 31.00 16.00 8.25 Lt. S. Pull. Pullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed Order NOW to be sure of getting your chicks when you want them. PIONEER HATCHERY 416H CORYDON AVE. — WINNIPEG “Það er bezt að vera ekki að því,” sagði Mc- Masters. “Elzti maðurinn, sem eg hefi nokkru sinni þekt, sagðist hafa orðið svona gamall af því, að hann hefði á hverjum morgni á undan morgunverði, drukkið tvo til þrjá sopa af Bour- bon — þegar hann gat náð í það — og nuddaði svo brjóst sitt á eftir með þurrum maísköngli.” “Það er eins gott ráð og hægt er að hugsa sér,” sagði Hickock. “Enginn deyr fyrir sitt skapadægur — og þá deyr hann.” Hann raulaði eitthvað lágt meðan hann skim- aðist um eftir flöskunni, sem hann leitaði að. “Ekki drekk eg tvo eða þrjá sopa,” sagði hann, “einkum þegar eitthvað er að gera.” Lítill gráhærður maður með hvítt yfirvarar- skegg og hökutopp, kom inn og varpaði ekki kveðju á neinn. Hann kom með glös og vísaði Bill til sætis í rólegu horni á stofunni, þar sem þeir gátu um þetta leyti dags verið í friði. “Jæja, McMasters,” sagði Bill, “mér þykir vænt um að sjá þig í Abilene, og eg vildi óska, að þú settist hérna að. Þetta er ekki sem holl- astur staður fyrir lögreglumann. Og varla batn- ar það, ef nautahjarðir frá Texas fara að koma hingað norður.” “Eg veit um eina, sem er á leiðinni,” svaraði McMasters. “Hún getur komið hvenær sem er.” Hickock kinkaði kolli. “Fyrir nokkrum árum síðan ráku þeir hjarð- ir norður til Sedalía. Stigamennirnir þar um slóðir léku hjarðmennina illa. Dougherty, Elli- son, McMasters, Lockhart — þetta voru alt röskir menn, sem reyndu að reka hjarðir hingað neðan frá Texas. Það hefði borgað sig fyrir St. Louis að senda lögreglulið sitt til að hreinsa landið af þessum ræningjum. Þeir stöðvuðu alla nautgripi frá Texas. “Já, mér er vel kunnugt um þetta,” sagði Dan McMasters. “Calvin McMasters var faðir minn. Þeir drápu hann. Hann var vinur Lock- harts ofursta. Þeir drápu hann líka. Eg hefi farið þangað einum tvisvar sinnum í mínum eigin erindagerðum. Þessi óþjóðarlýður var mestmegnis vinir og áhangendur Daves Tutt.” Þeir litu hver á annan og sögðu ekki neitt. Bill Hickock hafði drepið Dave Tutt á götunni í Springfield, Missouri, fyrir augum vina hans, sem allir höfðu svarið að drepa Bill. “Nú, þessir menn virtust ekki geta viðhaldið lífi sínu á neinn annan hátt, en að drepa og ræna aðra menn,” sagði lögreglumaðurinn eftir stund- arþögn. Lífið og sálin í öllum þessum óaldar- flokk, var maður að nafni Rudabough — Sim Rudabough. Eg heyrði að hann hefði farið suð- ur, til Austen minnir mig.” “Já, hann fékk pólitískan stuðning norðan að, ekki veit eg hvernig. Hann hefir gefið okkur ágætt dæmi um endqrreisnar stefnu stjórnar- innar. Hann hefir hleypt af stokkunum hinum stærsta nauta og landþjófnaði, sem þekst hefir í Texas.” “Hann heldur sér enn við sitt gamla starf og vinnur í stórum stíl?” “Já, sem stendur reynir hann að stela öllum þeim landseðlum, sem Texas stjórnin hefir gefið út. Eins og þú veist, þá hélt Texas ríkið sínu eigin landi, þegar það gekk inn í sambandið. Áætlun hans er að stela öllu Texas fyrir norðan Vísundaskarð, og stela svo nægilega miklu af nautum til að skipa öll Llano öræfin.” “Þetta virðist fremur djörf fyrirætlan. —■ Maður sem ætlar sér slíkt hlýtur að vera brjál- aður — vitlaus af eigingirni og eiginhepni sinni í ódáðaverkum, sem engum heilvita manni hefði dottið í hug að fremja.” “Hefir þú nokkurn persónulegan ófrið við hann?” spurði Hickock rólega. “Það orð nær ekki að lýsa því, Mr. Hickock, eg hefi sagt að Rudabough drap föður minn og Lockhart ofursta. Það er að segja, eg er næstum því viss um það. Faðir minn var sýslumaður í Gonazles á undan mér. Þegar þeir kusu mig* gat eg ekki neítað boðinu. Eg vissi að eg var valinn til að Ijúka við óþjóðarlýð Rudaboughs.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.